Eftir höfðinu dansa limirnir.

 

Ef skilaboð stjórnvalda eru ekki skýr um að það eigi að útrýma veirunni með öllum ráðum, þá er eðlilegt að almenningur hugsi með sér að þetta er hálftilgangslítið, þjóðfélagið verður í fjötrum sóttvarna næstu mánuðina og þá er eins gott að aðlaga sig.

Læra að lifa með veirunni, reyna á þolmörk sóttvarna, vona það besta hvað sig og sína varðar, en lifa ekki lífinu á bak við luktar dyr þar til ekkert líf er eftir.

 

Munum að það tók Kínverja 14 vikur að útrýma veirunni í vor, Ný Sjálendinga eitthvað svipaðan tíma.

Í Taivan var henni ekki hleypt inn.

Hér var veirunni útrýmt, en þá þurfti að hleypa henni inn á ný.

 

Og það er kjarni málsins, það er ekki vilji meðal yfirvalda að hafa Ísland veirufrítt.

Hafi verið vilji til þess, þá hefði verðið lokað á smitleiðir við landamærin, tillögur Þórólfs þar um að loka á valið um 14 daga sóttkvína, voru ekki samþykktar án rökstuðnings.

Skilaboðin skýr út í samfélagið, það er sama hve þið gerið, við viljum ekki loka alfarið á veiruna.

 

Að sjálfsögðu er almenningur ekki að spá í 14 daga sóttkvína, en alvöruleysið og tregðan til að taka réttar ákvarðanir í tíma, sem og að framfylgja sóttvörnum af fyllstu alvöru og láta brot á þeim hafa afleiðingar, er eitthvað sem smitar út í samfélagið.

Er þetta ekki alltí lagi viðhorfið byrjar hjá höfðinu og leitar niður limina.

Upplýsingagjöfin um hvernig veiran er að dreifa sér er takmörkuð, eða var allavega takmörkuð, núna vita þó allar ömmur landsins um ábyrgð sína, og núna eru konur sem hittast í skokkhópum eftir vinnu og fara svo strax í vinkvennahitting strax á eftir álitnar stórhættulegar og eru heppnar að halda vinnunni.

Svo einhver dæmi séu nefnd.

 

En veiran er komin til að vera, því henni er leyft að vera.

Það er eðlilegt að fólk aðlagi sig að því og reyni að láta lífið ganga.

Svoleiðis verður nema ef stjórnvöld taki af skarið og lýsi yfir stríð á hendur veirunni.

Að henni eigi að útrýma með öllum ráðum.

 

Sé það markmið skýrt, trúverðugt, þá mun almenningur fylgja með.

Annars er þetta eiginlega röfl.

Það hefst ekkert með því að skammast út í fólk.

 

Njótum frekar jólanna.

Veiran er ekkert að fara.

Því er óþarfi að við förum öll í jólaköttinn hennar vegna.

 

Treystum frekar sóttvörnum.

Pössum upp á hvort annað.

Þetta er tíminn sem við þurfum að brosa í gegnum skammdegið.

 

Þetta mun hafast.

Einhvern tímann.

Kveðja að austan.


mbl.is „Hemur ekki þessa skepnu með góðmennsku“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ekki er vanþörf á því að halda þessu viðhorfi á lofti, af frjálshyggjumönnum eru býsna margir á því að frelsisskerðingar séu verri en veiruvarnir, eða þannig kemur það út hjá sumum. Það er þó frekar hávær minnihlutahópur en eitthvað annað, og fáeinar röksemdir geta verið sannfærandi hjá þeim, en það ætti að vera nóg að líta til dauðsfallanna í Svíþjóð til að fá hroll yfir þesskonar stjórn á landi.  Undarlegt að Tegnell og Löfven séu ennþá við stjórn, en sami pollýönnuháttur og birtist hjá öfgafrjálslyndum í málefnum flóttamanna smitast yfir í sóttvarnir.

Þetta er spurning um aga og sjálfstjórn hjá fólki. Það er hollt fyrir núlifandi og sérstaklega unga Íslendinga að hugsa til fortíðarinnar, og hvernig fyrri kynslóðir lifðu af á þessu harðbýla landi. Ég heyrði sögur um það frá ömmu og afa hvernig þau fyrir norðan og á Snæfellsnesi lifðu af spænsku veikina því vegatálmar lokuðu fyrir samgöngur. 

Hvernig stendur á þessari ferðalagafíkn sem ræður miklu jafnvel á svona farsóttartímum? Mér finnst að foreldrar eigi að segja börnum sínum sögur um gamla tímann, og róa þau niður ef þeim finnst það óþolandi að mega ekki hitta svo og svo marga á hverjum degi. Þessar hömlur eru ekki mikið miðað við léleg samskipti bæjanna í gegnum aldirnar og samgöngurnar litlar. Það er líka hollt að setja þetta í samhengi, það er umhverfisverndin sem heimtar af fólki að það verði nægjusamt og leiti til fyrri lífshátta. Vinstrimenn og jafnaðarmenn verða að viðurkenna þetta, að það er ekki bæði hægt að tala fyrir fjölmenningu og umhverfisvernd, flugvizkubitið er ágætt hugtak sem skýrir það.

Ég er ekki sammála opnunarsinnunum í því að það sé eðlilegt að börn og unglingar leggist í þunglyndi þótt röskun verði á skólakerfinu. Er það eðlilegt að búast við því? Ég segi, þetta er merki um djúpstæðari vanda hjá þjóðinni, þetta eirðarleysi og óyndi, að þurfa alltaf að hafa allt á fullu, una sér aldrei hvíldar, hvorki börn, unglingar né fullorðnir. Ég allavega ólst upp hjá ömmu og afa, enda leið mér þar betur þar sem ákveðnar siðvenjur voru í heiðri hafðar, en hjá mömmu, pabba og þeirra kynslóð voru rifrildin allsráðandi, femínisminn, og slíkt sem var erfitt að þola. Það er ekki þríeykinu að kenna þótt vandamál komi upp á yfirborðið og verði meira áberandi, þau voru til staðar áður.

Ég segi líka, þetta eru tækifæri fyrir fólk að kynnast gildum rósemi og hinnar austrænu speki, og undarlegt að maður eins og Þorsteinn Siglaugsson taki ekki undir það, hann sem titlar sig heimspeking. Tek undir það að nauðsynlegt er að líta á björtu hliðarnar á erfiðum tímum.

Ingólfur Sigurðsson, 28.11.2020 kl. 23:24

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Vel mælt Ingólfur.

Takk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.11.2020 kl. 23:29

3 identicon

Mikið er ánægjulegt að lesa vísdómsorðin hér, frá ykkur báðum, Ómari og Ingólfi.  Kærar þakkir.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.11.2020 kl. 13:36

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Verst hvað sumum gengur mikið verr að "aðlaga" sig en öðrum

In Japan, more people died from suicide last month than from Covid in all of 2020 - CNN

Grímur Kjartansson, 29.11.2020 kl. 19:48

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Símon Pétur.

Það er mikil hógværð í skrifum Ingólfs.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.11.2020 kl. 23:08

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Skil ekki alveg samhengi þess sem þú ert að segja.

Það hafa líka örugglega fleiri dáið úr leiðindum yfir myndum Ingimars Bergmann, en dóu í Japan úr kóvid.

Svo frétti ég það að það hefði enginn dáið í kjarnorkusprengingunni sem var sprengd í Nevada eyðimörkinni á sínum tíma, sá meira segja Indian Jones sleppa í ísskáp úr einni slíkri.

Tel samt að þeir í Nagasaki telji sig litlu bættari með þeirri staðreynd.

Það sem eftir stendur Grímur er að ég skil ekki hvað þér gengur til þegar þú ferð á svona staðreyndaflipp.

En það skiptir engu, ég skil ekki svo margt, aðalatriðið er að þú skiljir það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.11.2020 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 1529
  • Frá upphafi: 1321537

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1304
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband