11.12.2017 | 18:58
Er fimmta valdið slúður??
Þegar múgæsing nær ákveðnu stigi, þá hættir hún að vera hlægileg.
Verður aumkunarverð.
Konur, sem upphefja sig með því að segjast vinna hjá fjórða valdinu (eins og að kóa með ríkjandi kerfi spillingar auðs og forréttinda sé eitthvað vald), segjast vera búnar að sameinast undir merkjum fimmta valdsins, með þessari yfirlýsingu;
"Konur í fjölmiðlum vinna beinlínis við að koma upp um spillingu, segja frá ofbeldi og kúgun, ljóstra upp um leyndarmál sem skipta máli fyrir þjóðfélagið og borgara þess. Það er því ekki nema eðlilegt að við sameinaðar tökum þetta skref saman og sýnum samfélaginu öllu hvernig viðmóti og hegðum við mætum í okkar vinnu.
Núverandi ástand er ekki boðlegt. Við krefjumst breytinga og skorum á íslenska fjölmiðla að taka meðfylgjandi frásagnir alvarlega, setja sér siðareglur varðandi áreitni og kynferðislegt ofbeldi, og fylgja þeim eftir. Gjarnan er talað um fjölmiðla sem fjórða valdið. Við komum hér saman undir formerkjum fimmta valdsins #fimmtavaldið. Sameinaðar höfum við áhrif. "
Eins og að þær viti ekki að upp komst um Harry Weinstein vegna þess að konur sögðu frá, í samvinnu við blaðamenn New York Times breyttu þær orðrómi í frétt, og króuðu skrímslið út í horni.
Og afhjúpuðu það.
Ekki með slúðri og slúðursögum, heldur með faglegum vinnubrögðum fólks sem vinnur við það að koma upp um spillingu, segja frá ofbeldi og kúgun, ljóstra upp um leyndarmál sem skipta máli fyrir þjóðfélagið og borgara þess.
Vinnubrögðum sem þessar fjölmiðlakonur slá sér upp með en virðist vera þeim algjörlega framandi.
Eða halda þær að það hefði dugað til að stöðva Harry Weinstein ef allir kvikmyndaframleiðendur hefðu verið settir undir sama hatt??, til dæmis Sigurjón okkar Sighvatsson.
Fyrir hvað stendur þetta fimmta vald??
Annað en að baða sig í sviðsljósi frægðar þeirra sem unnu vinnu sína á faglegan hátt?
Vissulega er það smá vinna að sannreyna hvaða prófessor í fámennri deild innan HÍ hafi krafið stúdínur sínar um kynlífsþjónustu, en það ætti ekki vera þeim ofraun að segja frá þeim kyndólgum sem vaða uppi á þeirra eigin vinnustað.
Ef þær eru svo stórar uppá sig að telja sig vera hluti af fjórða valdinu, þá ættu þær að ráða við að nafngreina þá sem þær hafa haft bein kynni af.
Hverjir eru þetta sem beittu þær kynferðislegu ofbeldi, hverjir eru þetta sem áreittu þær??
Varla er þetta reykur í heilu fjölbýlishúsi út frá einum viðbrenndum potti, sem í augnablikinu er ekki hægt að finna sökum hins mikla reyk sem er útum allt húsið??
Það hlýtur eitthvað alvarlegt að búa að baki svona stóryrtri yfirlýsingu og alvarlegum ásökunum??
Allavega rennir það stoðum undir ásakanir þeirra að þær komast upp með þau ófagleg vinnubrögð sem hafa dunið yfir þjóðina síðustu daga.
Varla eru þessir karlar sem stjórna, svo miklar kerlingar að þeir þori ekki að rísa gegn múgæsingunni, og sjá áratug æru og fagmennsku renna í ræsi múgæsingarinnar??
Þeir hljóta að vera kyndólgar, allir sem einn, og því ekki að nefna þá??
Það er kannski hugsanlegt að einhver sé saklaus, og er þá ekki allt í lagi að nefna þennan eina, eða þessa tvo, eða eru þeir fleiri sem sitja undir ásökunum að ósekju??
En ég leyfi mér að efast að svo sé.
Leyfi mér stórlega að efast að fjölmiðlar landsins séu uppfullir að kynofbeldismönnum.
Einhvers staðar er einhverju ofaukið.
Og ég dreg stórlega í efa einlægni allflestra sem þarna skrifa undir.
Í það minnsta sem starfa hjá Ruv.
Mér er ennþá minnisstætt að fyrir svona rúmu ári síðan sögðu nokkrar konur frá samskiptum sínum við ákveðinn einstakling, háttsettan innan Ruv, eða hvað á maður að segja, mikilsvirtan fréttamann innan gæsalappa, sem hafði sem yfirmaður þeirra sýnt sterk þekkt skilgreind hegðunareinkenni miðaldra karla með skerta sjálfsvitund og lítið typpi, og birtist í því að leggja ungar og hæfilekaríkar konur í einelti, gera sífellt lítið úr störfum þeirra og terrorista þær út í eitt.
Þær voru vissulega fyrrverandi, því þær hröktust úr starfi út af dólgshætti yfirmanns síns, en engin núverandi tók málið upp, það að segja frá kúgun, spillingu og ofbeldi gilti greinilega ekki um innanhúsmál.
Enda ekkert frægðarljós til að baða sig í.
Aðeins spurning um heiðarleika, að geta horft í eigin barm, og tekist á við erfið mál sem snertu þeirra eigin vinnustað.
Núna vilja allir Lilju kveðið hafa.
Að hætti slúðurkellinga.
Að hætti Gróu á Leiti.
Og allir jarma með.
Kveðja að austan.
![]() |
Konur í fjölmiðlum stíga fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2017 | 16:08
Ofbeldi í skjóli þagnar.
Nafnleyndar, eða annars sem gerir stóran hóp sekan, þegar augljóst er á frásögnum að fáir eiga í hlut, er ofbeldi sem engan endi mun taka.
Slúður mun ekki leggja þennan Glám að velli.
Hvað þá eftirá væl og skæl.
Grettir lagði Glám því hann tókst á við hann.
Enda karlmennskan holdi klædd.
Það er kannski meinið.
Kveðja að austan.
![]() |
Það lendir alltaf einhver í honum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2017 | 21:54
You are not alone.
Það er enginn einn, nema kannski mannkynið í úniversinu.
Það eru skilaboð þessa fundar, skilaboð þessa átaks.
Ef rétt er á málum staðið verður þetta átak upphaf af heimi þar sem ofbeldi er ekki liðið, hvorki kynbundið, einelti, líkamlegt, valdtengt, eða annað þar sem fólk þarf að sæta áreitni eða ofbeldi af hálfu samferðafólks síns.
Það verður hins vegar ekki nema fórnarlömb ofbeldis hafi kjark til að hafna því, og nota þau úrræði sem samfélagið býður uppá til stuðnings og til að stöðva ofbeldisfólkið.
Það verður ekki ef konur falla í þá gryfju að tengja ofbeldisfólkið við stærri heild, til dæmis að ofbeldismaður sem er karl, þýði að karlar eru ofbeldismenn.
Það verður ekki nema ef ofbeldismenningin og ofbeldisfólkið sé króað útí horni, og gert upp við það án þess að það nái að verja sig með því að falla inní annan og stærri hóp.
Það var mikið klappað í Borgarleikhúsinu þegar sagt var frá ungri konu sem lét ekki bjóða sér áreitið, og sagði frá, og eins og segir í fréttinni "Hún hefði látið samstarfsfélaga sína vita, auk yfirmanna, þar sem hún fékk frábæran stuðning". Nýleg saga, gerðist þannig séð í dag.
En þær konur sem þögðu í gær mættu íhuga, hvað hefði gerst ef þær hefðu sagt Nei, í stað þess að láta ofbeldið yfir sig ganga?? Hefðu þær hlotið svona stuðning?? Eða var engin meining að baki stefnu fyrirtækja og voru lög landsins hjóm eitt, og fór ekkert að virka fyrr en umræðan fór á Tvitter??
Þær mættu íhuga hvað margar konur sögðu Nei í gær, fyrradag og þar áður. Þær fengu kannski ekki hlutverkin þar sem var þuklað á þeim, eða stöðuhækkun gegn kynlífsþjónustu, eða klapp á bakið sem þæga stúlkan sem var hægt að áreita. En þær gengu hnarreistar að vettvangi, sjálfum sér trúar.
Og kannski hefði kynofbeldið ekki grasserað svona lengi, ef þær hefðu verið Not alone.
Það er nefnilega hollt að spyrja; AF HVERJU, allavega ef vilji er til að leysa ráðgátu, vilji til að láta hlutina ekki falla aftur í sama farið.
Mér er minnisstætt samtal sem ég átti við jafnöldru mína svona um miðjan níunda áratug síðustu aldar, var óska henni til hamingju með útskriftina, en hún var að útskrifast sem viðskiptafræðingur, og ég vissi ekki annað en að henni biði stöðuhækkun hjá því fyrirtæki sem hún hafði unnið hjá á sumrin, og síðan með námi við góða orðstír. "Nei ég er hætt sagði hún, ég lét ekki bjóða mér að strákur sem hafði útskrifast um leið og ég, með mun síðri einkunnir, nýráðinn til fyrirtækisins, fékk starfið, en mér var boðið launahækkun, ef ég ynni sem aðstoðarmaður hans". Því það þurfti jú hæfni og reynslu til að sinna starfinu.
Ég hef ekki hitt hana síðan, en ég horfði á eftir sterkri og glæsilegri konu halda áfram út í lífið, vitandi að svona konur myndu breyta heiminum.
En það breyttist greinilega alltof lítið, og karlar eru sagðir sekir.
En er það svo??
Liggur sektin ekki víðar??
Til dæmis í skort á sjálfsgagnrýni.
Eða alhæfingum.
Allavega þá líða fleiri fyrir ofbeldismenninguna en konur.
Það líða allir fyrir hana.
Sérstaklega framtíð barna okkar.
Það er lofsvert að snúa bökum saman og segja frá.
Og mikið vildi ég óska þess að þessi smánarblettur á okkur mannkyninu, kynbundið ofbeldi heyrði sögunni til.
Að upplifa samkennd og samstöðu er fyrsta skrefið.
Megi fleiri skref fylgja í kjölfarið.
Kveðja að austan.
![]() |
Hlegið og grátið í Borgarleikhúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2017 | 01:05
Morð í nafni laga.
Eru skipbrot siðmenningarinnar.
Voru vissulega viðtekin í ríki Hitlers, nasisma fjórða áratugar síðustu aldar, og guð kommúnistanna, Stalín frændi, byggði upp sitt réttarríki á slíkum morðum. Tókst að hnakkskjóta í nafni laga og réttar, allavega á aðra milljóna saklausra, og síðan má bæta við milljónunum sem feisuðu sinn dauða fyrir framan aftökusveit hinna morðóðu kommúnista.
Og í dag eru til milljónir sem dýrka þessa siðblindu morðingja.
Eins og í dag er til fólk sem upphefur hið sama hel sem hefur gegnsýrt hina fyrrum brjóstvörn vestræns lýðræðis og vestrænna lífsgilda.
Og þá er ekki um að ræða fórnarlömb svertunnar í Bandaríkjum sjálfum.
Heldur aðdáendurnir sem hafa ekki kynnst henni að eigin raun, eða orðið fórnarlömb afleiðinga hennar.
Svo dæmi sé tekið, þá var vandfundin sú kona í Þýskalandi sem fann til með pólskum kynsystrum hennar á árunum 1939 til 1944, en skyldu betur þjáningar þeirra þegar hinn frelsandi Rauði hefi fór með báli brandi og nauðgunum yfir þeirra eigið heimaland.
Svertan í Bandaríkjunum réttlætir morð í nafni laga.
Og meira að segja í okkar friðsama samfélagi er fullt að fólki sem kóar með.
Að mörgu leiti sama fólk sem tók undir víðáttu heimsku Trumps forseta að hella olíuna á eldinn í hinu viðkvæma ástandi sem er í Mið Austurlöndum.
Blaðamaður Moggans benti á í fréttaskýringu að núverandi leiðtogar Araba heimsins hefðu meiri áhyggjur af Íran. Sem er örugglega alveg rétt, en þeir sem kynda undir ófrið, þeir vita eins og er að þeir sem fyrstu sem falla, eru hófsamir, þeir sem kjósa frið fram yfir dauða og djöful.
Og það er ekki afsökun að sambærileg heimska sá ekki fyrir síðustu heimsstyrjöld, það er jú eitthvað til sem heitir lærdómur sögunnar.
Lærdómur sem segir, að firring gegn mennsku og mannúð, firring sem vanvirðir skelfilegt ofbeldi gegn einstaklingnum og fjölskyldu hans, að hún endar aðeins á einn veg.
Veg alræðis, ofbeldis, átaka og eyðingar.
USA hefur hafið þessa vegferð.
Of mörg púsl í heildarmyndinni hafa þegar verið lögð svo ekki er hægt að efast um.
Heildarmynd sem varðar okkur öll.
En við kjósum að leiða hjá okkur,.
Eins og við séum fórnarlömb sem kunnum ekki að segja Nei.
Eins og mannkynið allt sé hið grenjandi veikara kyn sem hefur tröllriðið umræðuna síðustu vikur.
Eins og börn okkar séu eingetin.
Eins og Vællinn hafi nokkuð komið þar nærri.
Eiga ekki framtíð.
Því við áttum bara nútíð.
Og fórnuðum framtíðinni því við lærðum ekkert af fortíðinni.
Gáfum hinum Örfáu það svigrúm sem þeir þurftu.
Kveðja að austan.
![]() |
Sýknaður af að skjóta mann á hnjánum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2017 | 12:21
Þekktur nafngreindur einstaklingur.
Er ásakaður um að vera kynóður, og ekki sá fyrsti.
Hvort ásakanirnar séu sannar eður ei, þá er það því miður satt að margir karlmenn eru ákaflega "þreifnir" í merkingunni að þeir nota hvert tækifæri ti að þreifa á hinu kyninu.
Og ef þessu á einhvern tímann að linna, þá þarf að segja Nei, og segja frá þegar þetta gerist.
En ekki seinna með þeirri aumu afsökun að viðkomandi hafi selt sig fyrir hlutverk eða stöðu eða annað sem fólk notar til að réttlæta að það kyngdi áreitinu og ofbeldinu.
Það er reginmunur á svona ofbeldi og því ofbeldi sem beinist af þeim sem geta ekki varið sig, sökum aldurs, fötlunar, neyslu eða hvað það er sem gerir fólki ókleyft að verjast ofbeldinu.
Og þegar lærðar konur vísa í eitthvað sem þær kalla ólíka valdastöðu, eins og viðkomandi einstaklingar hafi verið í vistarböndum eða ánauð, að þá er ekki til í raun stærri réttlæting á þeim gömlu fordómum að konur séu veikara kynið og eigi þar að leiðandi að fá sértæka meðferð, eins og þeir geti ekki varið sig sökum aldurs, æsku eða fötlunar.
Þetta er slúður, ekkert annað, feisum það.
Það getur hver sem er ásakað hvern sem er.
Mig langar að rifja upp það sem ég las á vísindavefnum í gær um gyðingaofsóknir á Spáni;
"En aðrir múslímar og Gyðingar völdu þann kost að vera kyrrir í landinu og taka kristna trú. Spænska krúnan efldi Rannsóknarréttinn til að hægt væri að fylgjast með því hvort þessir nýkristnu Spánverjar væru í raun og veru trúskiptingar. Það dugði til að fara á bálköstinn í helstu þjóðarskemmtun Spánar á þessum tíma, brennuhátíðum rannsóknarréttarins, ef nágranninn hélt því fram að trúskiptingurinn neitaði að borða svínakjötsbita sem honum var boðinn, en hvorki sanntrúaðir Gyðingar né múslímar neyta svínakjöts. Að lokum var búið að útrýma öllum sem grunaðir voru um gyðinglega eða múslímska siði og þá fór að duga að vera fjarlægur afkomandi Gyðings eða múslíma til að fara á bálköstinn; skemmtunin varð að halda áfram."
Og það er hægt að rifja upp hvernig ástandið var í Austur Þýskalandi á sínum tíma, þegar fólk var jafnvel farið að ásaka náungann sem fyrirbyggjandi ráðstöfun, svona til að draga úr líkum á að verða sjálft ásakaðað.
Spyrja má hvort allar ásakanir séu slúður, eru þær ekki sannar??
Og örugglega eru þær það að stórum hluta, kynofbeldi hefur greinilega gegnsýrt ýmsa kima samfélags okkar. En þó einkenni þess sé að stærri hluta kynferðislegt gagnvart konum, þá beita karlkyns ofbeldisseggir líka kynbræður sína ofbeldi, hroki, hæðni, lítillækka, einelti, háðsglósur og líka líkamlegt ofbeldi ef viðkomandi rís gegn ofbeldisseggnum.
Ofbeldi er rangt, og það á að segja Nei við því.
Það á að skila skömminni til ofbeldismannanna, hrekja þá út í horn, fá þá til að leggjast í hýði.
Og ofbeldi er ekki kynbundið, það er eins og að konur fatti ekki að á fyrri tímum voru fáar konur í þeirri stöðu að geta beitt ofbeldi, nema þá gegn sínum nánustu, sem þær hafa gert samviskusamlega samkvæmt félagslegum rannsóknum.
Eðli málsins vegna voru flestir ofbeldismenn í áhrifastöðum karlmenn, og fyrirtækjamenning hefur ýtt undir ofbeldishegðun þeirra.
Í dag er þessi munur óðum að þurrkast út, konur eru komnar til að vera, og miðað við fjölda þeirra í háskólum, til að taka yfir.
Og kvenkyns yfirmenn beita ofbeldi útí eitt, séu þær þannig linntar.
Eða er einhver sem heimskur í dag að trúa því að einelti sé bara bundið við stráka??
Slúður, að segja frá sem gerðist, ásaka án þess að viðkomandi geti á nokkurn hátt varið sig, er hugsanlega réttlætanlegt til að stöðva gerendur dagsins í dag, til að hjálpa núverandi fórnarlömbum þeirra.
Ég held að fáir gráti Weinstein, hvílík skepna í mannsmynd, en á sér fjölda bræður og systur, kallast siðblindingjar, sem terrorista heilu vinnustaðina.
Stundum þarf að gera fleira en gott þykir að stöðva slík skrímsli, en þá þarf fólk að hætta að kynbinda ofbeldið, Harry Weinstein óð líka yfir kynbræður sína á skítugum skónum. Karlmenn verða líka fyrir ofbeldi, fyrirtækjasjálfsmorð það er sjálfsmorð þar sem viðkomandi bregst við ofbeldi á vinnustað með því að svipta sig lífi, eru ekki bundin við konur.
Langt í frá, í Japan allavega eru karlmenn þar í miklum meirihluta.
Eins má segja að ef það á að stöðva óeðli innan ákveðinna fyrirtækja, eða atvinnugreina eins og menningar og lista, og það óeðli hefur ekki látið undan nútímanum og breyttum viðmiðum hans, þá er fátt í stöðunni en að fólk taki sig saman og nafngreini verstu skrímslin.
En að nota orðið karl, eða karlmenn yfir þá, sem heita herra X eða Cosby, lyfjanauðgarar eða þaðan af verri ómenni, er alltaf skot í fótinn.
Er orðið valdatæki sem nýtur sér meint ofbeldi, eða sannarlegt ofbeldi, til að koma höggi á, skapa úlfúð, skapa sér valdstöðu.
Og er eitthvað ómerkilegra en það að nýta sér ofbeldi einstaklings til að ná sér niður á hópi fólks. Eða hafa rasistarnir bara rétt fyrir sér þegar þeir kveikja í íbúðablokk hælisleitanda því þeir fréttu af því að innflytjandi hafi nauðgað konu á skemmtistað?
Slúður og slúðurblöð hafa alltaf fylgt menningu okkar.
Heilu fjölmiðlarnir lifa á slíku eins og Sun í Bretlandi.
Aðrir telja sig ábyrgari, og gera greinarmið á slúðri og frétt.
Með öðrum orðum þá sannreyna þeir slúðrið.
Morgunblaðið var einu sinni svona fjölmiðill.
Morgunblaðið er ekki lengur svoleiðis fjölmiðill.
Og það er miður.
Kveðja að austan.
![]() |
Kvöld eftir kvöld fór ég heim og grét |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.12.2017 | 08:30
Valin vegna þess að ég er kona.!!
Ekki vegna þess að hún er manneskja, ekki vegna þess að hún var áberandi persóna (kannski vegna þess að hún var kona en ekki vegna gjörvuleika síns og stöðu)í þjóðfélaginu og gegnt trúnaðarstöðum hér og þar.
Trúnaðarstöðum sem tengdust hinni snargölnu hugmyndafræði græðgi og græðgivæðingu sem setti þjóðfélagið á hliðina og tugþúsundir áttu um sárt að binda.
Reyndar er sýruárás tengd karllægu ofbeldi í vissum menningarheimum, og aðstreymi fólks úr þessum menningarheimum hefur valdið sprengingu slíkra árása í vestrænum samfélögum.
Er sem sagt verið að gefa í skyn að árásarmaðurinn hefi verið innflytjandi? Eru fordómarnir gagnvart innflytjendum nægir samt.
Líklegast má síðan skýra árásarnar á karlkyns bankastjóra á þann hátt að viðkomandi árásarmaður eða árásarmenn hafi í einhverju annarlegu ástandi talið þá konur.
Og þegar eggjum var kastað í alþingismenn, þá hafi það verið hópur mishittinna karla sem ætluð að kasta í kvenkyns þingmenn, en hittu óvart karlana líka.
Mjög óvart.
Er ekki mál að þessum aumingjavæl linni??
Vilja konur ekki láta taka sig alvarlega??
Eða er eitthvað til í sem mátti ennþá lesa fyrir svona 70-80 árum að konur væru of tilfinninganæmar eða í tilfinningalegu ójafnvægi til að þær getur verið í nokkru öðru en að sinna börnum og búi. Hvað þá vitsmunalega, til dæmis hélt þekktur stærðfræðingur (eða var hann eðlisfræðingur?, man það ekki) að konur myndu aldrei ná tökum á æðri mennt sem krefðust rökhugsunar því þær hugsuðu í hringi. Þá þegar brosleg skoðun ef litið var á þær mörgu hæfu konur sem höfðu brotist áfram í karllægum heimi vísindanna.
En miðað við rökhugsun umræðunnar í dag, þá virðast þær hreinlega vera undantekningar.
Ég hef sjaldan lesið viðtal við manneskju sem hefur gert eins lítið úr persónu sinni og hæfileikum eins og lesa má í þessu viðtali Morgunblaðsins við Rannveigu Rist.
Krosstrén eru greinilega farin að bregðast á öldum athyglisþarfarinnar.
Sorglegt, sérstaklega vegna þess að ef nálgunin um hið veikara kyn hefði verið sleppt, þá kom fram í því nöturlegu kjarni, sem í besta falli má segja um, að vonandi getum við lært af honum.
En að öðru leiti er viðkomandi ábyrgðarmönnum, bæði yfirmönnum löggæslu og dómsmála, sem og þeim á vettvangi voru, það til ævarandi skammar hvernig þeir brugðust við.
Þetta er smánarblettur á ferli þeirra, og um leið smánarblettur á þjóðfélagi okkar.
" Þetta var mikið áfall og áfall að sjá að það var enginn sem stóð upp og stöðvaði þetta eða gerði aðgerðir í að finna út hvernig þetta gat gerst og tók á því. Það fannst mér líka vera talsvert áfall."
Hvernig þjóðfélag erum við eiginlega?
Gjörðir vitleysinga er ekki mælikvarði á samfélag, heldur viðbrögð þess við gjörðum þeirra.
Í þessu tilviki fékk kerfið falleinkunn, sem og hin kjaftandi stétt líka.
En það er hins vegar meiri spurning um einkunn þjóðfélagsins sem slíks.
Það er svo margt sem er þaggað, eða þagað yfir.
Og fólk þarf umræðuna til að bregðast við.
Ég til dæmis verð að viðurkenna að ég gerði mér ekki grein fyrir alvarleika málsins, það er hina svæsnu sýruárás.
Pistlaði hvorki um hana eða aðrar árásir, eða tók að skarið um að fólk ætti ekki að mótmæla við heimili fólks.
Hef það mér kannski til afsökunar að þetta var fyrir utan þess fókus sem bloggi mitt snérist um, ég var alls ekki með neitt samfélagsblogg, eða segja hvað mér fyndist um hitt og þetta.
Veit það samt ekki.
En ég tók af skarið þegar hinar pólitísku ofsóknir á hendur Geir Harde hófust, þar var ég þó ég segi sjálfur frá, skeleggur í að benda á að það mál væri þjóðinni allri til minnkunar.
Fór þá gegn skoðunum mjög margra af lesendum þessa bloggs, enda um andófs og áróðursblogg að ræða og mörgum í Andófinu fannst þessi réttarhöld betri en ekki neitt, þó fólk hefði viljað sá fleiri ráðamenn á sakabekk.
En ég sá ekki alvarleikann við sýruárásina, og það er bara mjög leitt mín vegna.
Maður klikkar.
Eins og svo margir aðrir.
Og það er lærdómurinn.
Við klikkuðum þarna, bæði sem einstaklingar, og þjóð.
Megi guð gefa að það endurtaki sig ekki.
Kveðja að austan.
![]() |
Var valin vegna þess að ég er kona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2017 | 17:01
Píslarvætti Steinunnar.
Áður en lengra er haldið þá er það persónuleg skoðun pistlaritara að skammir við opinberar persónur eiga að vera á opinberum vettvangi, sem og að einkalíf þeirra, að því gefnu að það hefur ekki áhrif á störf þeirra eða getu til að sinna störfum sínum, sé einkalíf þeirra og sé fyrir utan hinn opinbera vettvang.
Þar að leiðir þá finnst mér ekki rétt að mótmæla við heimili fólks, hvort sem það er heimili bankastjóra, alþingismanna, eða annarra sem fólk taldi bera ábyrgð á hörmungum þjóðarinnar eftir fjármálahrunið haustið 2008.
Og maður lemur heldur ekki bíla seðlabankastjóra þó maður vilji að þeir segi af sér.
Varðandi þá forheimsku að hópur karla hafi allt í einu ákveðið að ofsækja Steinunni Valdísi, vegna þess að hún var kona, þá er ljóst að það mótmæltu fleiri en karlar mánuðina og árin eftir Hrunið. Var reyndar ekki á staðnum en á ljósmyndum sem og hreyfimyndum af mótmælum má sjá kvenfólk. Og ég trúi því ekki að það allt hafi verið transkarlar.
Og það var líka mótmælt fyrir utan heimili karlkynsstjórnmálamanna, þó Guðlaugur Þór sé kannski dálítið kvenlegur í málrómi, þá er Bjarni ímynd karlmennskunnar, og gæti alveg unnið fyrir sér sem fyrirsæta hjá Dressmann.
Það er örugglega rétt að Steinunn Valdís varð verst úti í þessum mótmælum, og ekkert af því er til fyrirmyndar. En var það vegna þess að hún er kona??
Styrkjadrottning vissulega, en hver miðaði byssunni???
Machiavelli var aldrei í vafa að það ætti að skoða hver græddi á tilteknum óþverraskap eða stjórnmálarefjum, og í dag er það orðað þannig að skoðaðu fjárstreymið, og skoðaðu hagsmuni.
Fólk ætti að spyrja sig, hverjir komu EKKI Steinunni Valdisi til hjálpar??, og við hverja var hún að keppa í stjórnmálum, innanflokks. Og var hún ekki dyggust í stuðningi sínum við fyrrum formann flokksins, Ingibjörgu Sólrúnu, sem varð persona non grata eftir að Jóhanna og hennar lið náði völdum í flokknum.
Og að trúa krókódílatárum í dag, er meira en algjör forheimska, það er hrein og klár heimska, jafnvel fyrir neðan virðingu vitgranna blaðamanna og stjórnmálaskríbenta.
Horfið á þá stórgóðu mynd Braveheart með Mel Gibson og sjáið hvernig alvöru atburðarsmiður kom Bruce syni sínu hásæti Skota, eða lesa bara Shakespeare, hann var allavega ekki fæddur i gær þegar hann skrifaði leikrit sín, þó hann hafi verið uppi á 17. öldinni.
Það varð fjármálahrun og fólk varð hryllilega reitt. Hafði ekkert með persónu eða kyn Steinunnar Valdísar að gera. Hún er vissulega kona, og örugglega góð manneskja eins og dóttir hennar benti á.
En tugþúsundir misstu hluta af eða jafnvel allt sparifé sitt, og tugþúsundir áttu á hættu að missa heimili sín, og þegar upp var staðið höfðu yfir 10.000 fjölskyldur misst þau.
Hvað skyldu hafa verið mörg börn í þeim hópi?? Sem upplifðu grimmilegar ofsóknir fjárúlfa, ómenna sem höfðu enga sál, sýndu enga miskunn, og hröktu þau út á gaddinn.
Það er hægt að skaða barnssálina á fleiri hátt en að hópur fólk standi með skilti fyrir utan heimili þess.
En þetta er hinn nafnlausi fjöldi sem auðmiðlum er alveg sama um. Þeirra tár, þeirra örvænting ratar ekki í fyrirsagnir eða dramaviðtöl.
Það er rétt að útrásarvíkingar okkar voru megingerendur Hrunsins, en stjórnmálamenn okkar settu reglurnar, þeir báru ábyrgðina á EES samningnum.
Og þegar öllum átti að vera orðið ljóst í hvað stefndi, og fólk hefði hugsanlega geta gert einhverjar ráðstafanir, að þá voru það þeir sem blekktu og lugu, líklegast vegna þess að þeir óttuðust að sannleikurinn myndi tafarlaust fella svikamylluna, en hvað gaf þeim rétt til þess?? Og hafa þeir beðið fórnarlömb lygavef síns afsökunar??
Fólk hafði nefnilega fulla ástæðu til að vera bálreitt, öskuillt. Og þegar það bættist við að upp komst um að nokkrir stjórnmálamenn höfðu þegið milljónir í styrki frá útrásarvíkingunum og fyrirtækjum þeirra, styrki sem á mannamáli kallast mútur, að þá varð fólk brjálaðu um allt þjóðfélag, ekki bara þeir sem voru svo reiðir að þeir lögðu það á sig að mæta og mótmæla.
Fyrirtæki styrkja ekki stjórnmálamenn af góðmennsku sinni, það er ekki út af klárheitum og almennum mannkostum sem æðstu embættismenn Evrópusambandsins eiga vísa setu í stjórnum stórfyrirtækja eftir að þeir láta af störfum hjá ESB. Hvað höfum við oft heyrt, þegar stórfyrirtæki eins og Starbuck réttlæta skattleysi sitt, að þau hafi ekki gert neitt ólöglegt.
Regluverkið sé bara svona.
Og jafnvel félagarnir i Dumb og Dumber, eru ekki svo grænir að þeir sjá ekki hið augljósa samhengi.
Ein rök forheimskunnar sem reynir að klína mótmælunum gegn Steinunni Valdísi á hóp karla sem hafi ákveðið að ofsækja konu, er að fleiri en Steinunn Valdís hafi þegið styrki, og það sem meira er, að án styrkja var ekki hægt að gera sér vonir um árangur í prófkjörum.
Því er að svara, að þó fleiri hafi þegið meintar mútur en Steinunn Valdís, að þá er hennar sök ekki minni fyrir vikið. Og það er engin afsökun að benda á hin opnu prófkjör, að svona hafi þetta bara verið.
Gjörspillt stjórnmálamenning er ekki afsökun fyrir þá sem tóku þátt í leiknum, ekki frekar en það er afsökun fyrir Harvey Weinstein að benda á að það sé yfir aldargamall siður í Hollywood að krefja leikkonur um kynlífsþjónustu gegn hlutverki.
Spilling er spilling, rangt er rangt, þó viðtekið sé.
Og varðandi karlanna sem fóru ekki eins illa út úr því, kannski áttu þeir sér ekki eins hatramma innanflokks andstæðinga. Eða kóuðu betur með hina nýja valdi.
Það á enginn að þurfa að ganga í gegnum það sem fjölskylda Steinunnar Valdísar, og hún sjálf gekk í gegnum.
Höfum það aftur á hreinu.
Vonandi lærum við eitthvað af þessu sem þjóð.
En það er á engan hátt hægt að réttlæta þá sögufölsun sem auðmiðlar matreiða ofaní þjóðina. Þegar þeir snúa hlutum á hvolf.
Eins og ekkert hafi gerst sem útskýrt gæti þá atburði sem um er rætt.
Hvað þá hina algjöru forheimsku að kynvæða allar þessar hörmungar, og viðbrögð fólks við þeim.
Síðan mætti Steinunn Valdís íhuga hvort hún hafi ekki verið heppinn að þeir sem miðuðu, hafi ákveðið að gera hana að blóraböggli. Þó erfitt hafi verið á meðan því stóð.
Hún var fyrir vikið ekki hluti af þeirri mannvonsku sem gekk erinda erlendra hrægamma og reyndi að selja þjóð sína í ævarandi skuldaþrældóm.
Og þó mótmæli þjóðarinnar hafi komið í veg fyrir mestu misgjörðirnar, bæði komið í veg fyrir ICEsave þrældóminn (ICEsave var aðeins hluti af þeim pakka, hin meinta aðstoð hinna svokölluðu norrænna bræðraþjóða og AGS voru lán sem átti að nota til að greiða út aflandskrónur) sem og að gengislánin gerðu annan hvern mann eignarlausan, að þá var hrægömmum afhent hundruð milljarða úr vasa almennings.
Og er ég þá að vísa í lánin sem voru að mestu afskrifuð en nýju bankarnir fengu að innheimta af fullum þunga.
Mannvonska af svona svipuðu tagi og hjá enskum landeigendum sem seldu ógrynni matvæla úr landi á dögum Írsku hungursneyðarinnar (a.m.k. ein og hálf milljón hungurmorða) um miðja nítjándu öld, eða þegar alþjóðleg lyfjafyrirtæki senda útrunnin lyf til Afríku, eða lyf sem hafa verið tekin af markaði vegna hættulegra aukaverkana.
Það vigtar allavega fyrir æðri dómi.
Steinunn á þakkir skilið fyrir að segja frá.
En hún hefur ekki unnið sér inn fyrir píslarvætti.
Í raun á hún og aðrir þeir sem ábyrgðina bera, að þakka að viðbrögð þjóðarinnar voru ekki harkalegri.
Og ef hún vill blóraböggul, þá á hún að leita hans þar sem þá er að finna.
Og þeir voru ekki allir karlkyns.
Kveðja að austan.
![]() |
Fékk martraðir vegna reiðu karlanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2017 | 08:52
Olíu á eld.
Er aldrei skvett að ástæðulausu.
Það vita allir þeir sem upplifðu þá tíma að börn og unglingar fengu að safna í brennu, og kveikja svo í henni.
Eins er það með þessa skvettu Trump.
Hún er ekki hugsuð til að gleðja vitleysinga*, þó þeir gleðjist í öryggi fjarlægðarinnar, teljandi sig og skyldfólk sitt öruggt fyrir víti ófriðarins.
Hún er ekki hugsuð út frá kaldri rökhyggju að viðurkenna það sem er, að gyðingaríkið er komið til að vera, eða þar til arabar sameinast um að eyða því.
Hún er yfirhöfuð ekkert hugsuð, það er engin dýpri pæling á bak við gróðafíkn hinna sígráðugu ekki frekar en hjá ormum sem iða í úldnu hræi.
Það er einfaldlega bissness í ófriði.
Mikill bissness.
Þess vegna var Hitler til dæmis fjármagnaður til valda, Lenín þar á undan, og frjálshyggjan varð ekki til úr neinu, það sem þjónar hagsmunum auðs og valda er aldrei sjálfsprottið, ekki einu sinni í ævintýrum.
Ófriðarbál eru eins og skógareldarnir, þau kvikna uppúr engu, og algengi þeirra fer eftir ytri aðstæðum líkt og er með skógareldana.
Og þó ljótt sé frá því að segja, og það tók langan tíma hjá okkur mannfólkinu að bregðast við, að þá eru skógareldar af mannavöldum ákaflega algengir, og ekki bara vegna brennufíknar, það er gróði í skógareldum.
Og það er ákaflega mikill gróði í ófriðarbálum.
Í raun ætti fólk að þakka fyrir skvettu Trumps.
Það er nefnilega búið að vera friðsælt á gömlu biblíuslóðunum um nokkurn tíma og slíkt hefur alltaf endað á einn veg.
Óskiljanleg hryðjuverk, harkalegar gagnárásir, óendanlegar þjáningar hinna saklausu.
Þjáningar fólks sem er alveg eins og við, og vill ekkert annað en að fá að ala upp börnin sín friði fyrir ofbeldisfólki.
Og í þetta sinn var saklaust fólk ekki drepið til að kynda undir.
Ófriður tryggir líka völd.
Það eru margir sem eiga mikið undir honum, bæði meðal Palestínumanna og Ísraela.
Það var ekki að ástæðulausu að Rabin var drepin, og ef eitthvað hefði þá getað dregið öfgamenn úr báðum fylkingum að sameiginlegur borði, þá var það til að ráðgera morðið á honum.
En undirliggjandi eru hagsmunir þeirra sem selja vopn og vígatól.
Þar er Trump í góðra vina hópi.
Og ekki einn um það.
Skinhelgir stjórnmálamenn Vesturlanda ættu að líta sér nær.
Hvert fer gróðinn?
Hvert fer gróðinn?
Kveðja að austan.
*. Svona ef einhver skyldi móðgast, sem er alls ekki tilgangurinn, að þá vil ég taka það skýrt fram að það er hluti af mannlegri vitneskju, og vitund, að vita að á einhverjum tímapunkti, við einhverjar aðstæður, þá erum við öll vitleysingar.
Á einhvern hátt.
Jafnvel heimskinginn gerir sér grein fyrir að það er hluti af mennskunni, því að vera maður.
![]() |
Koss dauðans fyrir frið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.12.2017 | 19:29
Hugrekki eða heimska??
Eða hvort tveggja?
Hvað knýr þá áfram sem efna til ófriðar og ólgu??
Og kæra sig kollótta um þjáningar saklausra.
Veit ekki, en allavega var það skynsemi hjá Bush og Clinton að standa ekki við loforð sín við hina svokölluðu fjárhagslega bakhjarla.
Því ófriður er alltaf val.
Kveðja að austan.
![]() |
Segir Jerúsalem höfuðborg Ísraels |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.12.2017 kl. 08:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.12.2017 | 12:51
Friður sé með yður.
Er skilaboð þjóðarinnar til hins nýkjörna Alþingis.
Látið verkin tala, látið verkin dæma.
Og vei þeim sem það ekki virða.
Þá er það spurningin um auðmiðlanna, meintur stöðugleiki íhaldsafla er þeim eitur í beinum.
Það á eftir að rústa landbúnaðinum, stjórnarskránni og sjávarútveginum.
Og taka upp evru svo eitthvað sé nefnt.
Þeir eiga örugglega eftir að reyna finna ófriðarbál þar ekki sést einu sinni glóð.
Spurningin er bara um leppa þeirra á þingi, þora þeir í ófriðinn??
Ætli það sé ekki bara spurningin um þóknunina?
Hvað annað?
Kveðja að austan.
![]() |
Mikill stuðningur við ríkisstjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring: 411
- Sl. viku: 3477
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2894
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar