Morð í nafni laga.

 

Eru skipbrot siðmenningarinnar.

 

Voru vissulega viðtekin í ríki Hitlers, nasisma fjórða áratugar síðustu aldar, og guð kommúnistanna, Stalín frændi, byggði upp sitt réttarríki á slíkum morðum. Tókst að hnakkskjóta í nafni laga og réttar, allavega á aðra milljóna saklausra, og síðan má bæta við milljónunum sem feisuðu sinn dauða fyrir framan aftökusveit hinna morðóðu kommúnista.

Og í dag eru til milljónir sem dýrka þessa siðblindu morðingja.

 

Eins og í dag er til fólk sem upphefur hið sama hel sem hefur gegnsýrt hina fyrrum brjóstvörn vestræns lýðræðis og vestrænna lífsgilda.

Og þá er ekki um að ræða fórnarlömb svertunnar í Bandaríkjum sjálfum.

Heldur aðdáendurnir sem hafa ekki kynnst henni að eigin raun, eða orðið fórnarlömb afleiðinga hennar.

Svo dæmi sé tekið, þá var vandfundin sú kona í Þýskalandi sem fann til með pólskum kynsystrum hennar á árunum 1939 til 1944, en skyldu betur þjáningar þeirra þegar hinn frelsandi Rauði hefi fór með báli brandi og nauðgunum yfir þeirra eigið heimaland.

 

Svertan í Bandaríkjunum réttlætir morð í nafni laga.

Og meira að segja í okkar friðsama samfélagi er fullt að fólki sem kóar með.

Að mörgu leiti sama fólk sem tók undir víðáttu heimsku Trumps forseta að hella olíuna á eldinn í hinu viðkvæma ástandi sem er í Mið Austurlöndum.

Blaðamaður Moggans benti á í fréttaskýringu að núverandi leiðtogar Araba heimsins hefðu meiri áhyggjur af Íran.  Sem er örugglega alveg rétt, en þeir sem kynda undir ófrið, þeir vita eins og er að þeir sem fyrstu sem falla, eru hófsamir, þeir sem kjósa frið fram yfir dauða og djöful.

Og það er ekki afsökun að sambærileg heimska sá ekki fyrir síðustu heimsstyrjöld, það er jú eitthvað til sem heitir lærdómur sögunnar.

 

Lærdómur sem segir, að firring gegn mennsku og mannúð, firring sem vanvirðir skelfilegt ofbeldi gegn einstaklingnum og fjölskyldu hans, að hún endar aðeins á einn veg.

Veg alræðis, ofbeldis, átaka og eyðingar.

USA hefur hafið þessa vegferð.

Of mörg púsl í heildarmyndinni hafa þegar verið lögð svo ekki er hægt að efast um.

 

Heildarmynd sem varðar okkur öll.

En við kjósum að leiða hjá okkur,.

 

Eins og við séum fórnarlömb sem kunnum ekki að segja Nei.

Eins og mannkynið allt sé hið grenjandi veikara kyn sem hefur tröllriðið umræðuna síðustu vikur.

 

Eins og börn okkar séu eingetin.

Eins og Vællinn hafi nokkuð komið þar nærri.

 

Eiga ekki framtíð.

Því við áttum bara nútíð.

Og fórnuðum framtíðinni því við lærðum ekkert af fortíðinni.

 

Gáfum hinum Örfáu það svigrúm sem þeir þurftu.

Kveðja að austan.


mbl.is Sýknaður af að skjóta mann á hnjánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 1319898

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband