Er fimmta valdið slúður??

 

Þegar múgæsing nær ákveðnu stigi, þá hættir hún að vera hlægileg.

Verður aumkunarverð.

 

Konur, sem upphefja sig með því að segjast vinna hjá fjórða valdinu (eins og að kóa með ríkjandi kerfi spillingar auðs og forréttinda sé eitthvað vald), segjast vera búnar að sameinast undir merkjum fimmta valdsins, með þessari yfirlýsingu;

 

"Kon­ur í fjöl­miðlum vinna bein­lín­is við að koma upp um spill­ingu, segja frá of­beldi og kúg­un, ljóstra upp um leynd­ar­mál sem skipta máli fyr­ir þjóðfé­lagið og borg­ara þess. Það er því ekki nema eðli­legt að við sam­einaðar tök­um þetta skref sam­an og sýn­um sam­fé­lag­inu öllu hvernig viðmóti og hegðum við mæt­um í okk­ar vinnu.

Nú­ver­andi ástand er ekki boðlegt. Við krefj­umst breyt­inga og skor­um á ís­lenska fjöl­miðla að taka meðfylgj­andi frá­sagn­ir al­var­lega, setja sér siðaregl­ur varðandi áreitni og kyn­ferðis­legt of­beldi, og fylgja þeim eft­ir. Gjarn­an er talað um fjöl­miðla sem fjórða valdið. Við kom­um hér sam­an und­ir for­merkj­um fimmta valds­ins #fimmta­valdið. Sam­einaðar höf­um við áhrif. "

 

Eins og að þær viti ekki að upp komst um Harry Weinstein vegna þess að konur sögðu frá, í samvinnu við blaðamenn New York Times breyttu þær orðrómi í frétt, og króuðu skrímslið út í horni.

Og afhjúpuðu það.

Ekki með slúðri og slúðursögum, heldur með faglegum vinnubrögðum fólks sem vinnur við það að koma upp um spillingu, segja frá ofbeldi og kúgun, ljóstra upp um leyndarmál sem skipta máli fyrir þjóðfélagið og borgara þess.

Vinnubrögðum sem þessar fjölmiðlakonur slá sér upp með en virðist vera þeim algjörlega framandi.

Eða halda þær að það hefði dugað til að stöðva Harry Weinstein ef allir kvikmyndaframleiðendur hefðu verið settir undir sama hatt??, til dæmis Sigurjón okkar Sighvatsson.

 

Fyrir hvað stendur þetta fimmta vald??

Annað en að baða sig í sviðsljósi frægðar þeirra sem unnu vinnu sína á faglegan hátt?

 

Vissulega er það smá vinna að sannreyna hvaða prófessor í fámennri deild innan HÍ hafi krafið stúdínur sínar um kynlífsþjónustu, en það ætti ekki vera þeim ofraun að segja frá þeim kyndólgum sem vaða uppi á þeirra eigin vinnustað.

Ef þær eru svo stórar uppá sig að telja sig vera hluti af fjórða valdinu, þá ættu þær að ráða við að nafngreina þá sem þær hafa haft bein kynni af.

Hverjir eru þetta sem beittu þær kynferðislegu ofbeldi, hverjir eru þetta sem áreittu þær??

Varla er þetta reykur í heilu fjölbýlishúsi út frá einum viðbrenndum potti, sem í augnablikinu er ekki hægt að finna sökum hins mikla reyk sem er útum allt húsið??

Það hlýtur eitthvað alvarlegt að búa að baki svona stóryrtri yfirlýsingu og alvarlegum ásökunum??

 

Allavega rennir það stoðum undir ásakanir þeirra að þær komast upp með þau ófagleg vinnubrögð sem hafa dunið yfir þjóðina síðustu daga.

Varla eru þessir karlar sem stjórna, svo miklar kerlingar að þeir þori ekki að rísa gegn múgæsingunni, og sjá áratug æru og fagmennsku renna í ræsi múgæsingarinnar??

Þeir hljóta að vera kyndólgar, allir sem einn, og því ekki að nefna þá??

Það er kannski hugsanlegt að einhver sé saklaus, og er þá ekki allt í lagi að nefna þennan eina, eða þessa tvo, eða eru þeir fleiri sem sitja undir ásökunum að ósekju?? 

 

En ég leyfi mér að efast að svo sé.

Leyfi mér stórlega að efast að fjölmiðlar landsins séu uppfullir að kynofbeldismönnum.

Einhvers staðar er einhverju ofaukið.

 

Og ég dreg stórlega í efa einlægni allflestra sem þarna skrifa undir.

Í það minnsta sem starfa hjá Ruv.

Mér er ennþá minnisstætt að fyrir svona rúmu ári síðan sögðu nokkrar konur frá samskiptum sínum við ákveðinn einstakling, háttsettan innan Ruv, eða hvað á maður að segja, mikilsvirtan fréttamann innan gæsalappa, sem hafði sem yfirmaður þeirra sýnt sterk þekkt skilgreind hegðunareinkenni miðaldra karla með skerta sjálfsvitund og lítið typpi, og birtist í því að leggja ungar og hæfilekaríkar konur í einelti, gera sífellt lítið úr störfum þeirra og terrorista þær út í eitt.

Þær voru vissulega fyrrverandi, því þær hröktust úr starfi út af dólgshætti yfirmanns síns, en engin núverandi tók málið upp, það að segja frá kúgun, spillingu og ofbeldi gilti greinilega ekki um innanhúsmál.

Enda ekkert frægðarljós til að baða sig í.

Aðeins spurning um heiðarleika, að geta horft í eigin barm, og tekist á við erfið mál sem snertu þeirra eigin vinnustað.

 

Núna vilja allir Lilju kveðið hafa.

Að hætti slúðurkellinga.

Að hætti Gróu á Leiti.

 

Og allir jarma með.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Konur í fjölmiðlum stíga fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar og þakka þér fyrir skrif þín. Mig langar að segja frá því þegar ég mótmælti fyrir utan heimili konu í reykjavík skömmu eftir hrun. Við vorum nokkur sem komum saman og stóðum vaktina þegar lögreglan kom með látum á staðinn. Þá höfðum við þegar boðið yfirvaldinu birginn og því var kallaður út liðsauki til að stjaka burt mótmælendum. Það var ekki friðhelgi heimilis þessarar móður sem yfirvaldið var að verja. Þarna voru komnir fulltrúar banka og sýslumanns til að bjóða upp heimili konu, móður sem ekki gat borgað af láninu sínu og hafði ekki getað um langa hríð. Við létum í minni pokann og þegar dagblað eitt hafði fjallað um mótmælin og síðar nokkuð ítarlega um fjármálaóreiðu þessarar konu þá limpaðist fólk niður og heimilið boðið upp án mótmæla eða andmæla. Dagblaðið setti þessa konu í gapastokkinn öðrum til viðvörunar. Ekkert lögbann var sett á þá umfjöllum. Þessu var ég reyndar bún að gleyma enda svo margt sem gekk á á þessum árum. En þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég horfði á silfur Egils áðan og Viðar var að segja frá þessum spennandi tímum sem þessi kreppuár sannarlega voru, allavega fyrir margt hugsandi fólk þó erfiðleikar hafi verið mjög miklir hjá mjög mörgum og mörg sárin ekki gróin og munu ekki gróa. Það var reyndar umvöndunarræða Sirrýjar um óttaslegið valdafólk hinum um megin við girðingu mótmælanna sem vakt upp þessa sorglegu minningu sem og tilfinningu vanmáttar gagnvart kaldrifjuðu tækifærissinnuðu valdafólki. Ég er búin að gleyma hver þessi kona er og efast ég um að ég myndi þekkja hana þó hún gengi upp að mér. En hún er samt fyrir mér móðir mín og allar aðrar mæður sem hafa þurft að hrekjast undan valdafólki frá aldaöðli. Engin valdakona kom þessari konu til hjálpar og mun örugglega aldrei gera. Ekkert frekar en þegar móðir mín átti hvergi höfði að halla, var á götunni með fjögur börn og hafði ekkert annað húsnæði í að venda en það sem valda- og eignakona gat boðið henni gegn vinnu á heimili hennar- og hikaði hún ekki við að bæta í vinnuskyldur móður minnar þrátt fyrir erfiða stöðu. Ég æta að láta þetta duga að sinni. Það stefndi í andvöku hjá mér yfir þessu og vonast ég til að sofna eftir þessa útrás. Útrás er annars dáldið fyndið orð þegar til þess er litið hvað það var mikið notað í fjölmiðlum fyrir hrun. 

Toni (IP-tala skráð) 11.12.2017 kl. 22:30

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Toni og innilegar þakkir fyrir að deila þessar frásögn þinni með okkur.

Þetta er svona í hnotskurn það sem knýr mig áfram að skrifa þessa pistla mína, heimurinn verður ekki betri nema við viðurkennum rétt allra til lífs, og við sem samfélag og sýnum fordæmi með því að fordæma Útburð barna af heimilum sínum.  Og alfarið banna hann.

Fjármálaóreiða einstæðrar móður, hefði ekki verið fjármálaóreiða ef hún hefði skuldað meira og haft hærri tekjur til að borga af lánum sínum.  Þá hefði hún verið virtur borgari og um lán hennar hefði verið samið.  Afskriftir bankanna voru ekki vegna svona fólks, samanlagt hefði afskrifuð meint óreiða almúgans ekki náð einni afskrift auðmanns og fyrirtækja hans.

Þeim var bjargað, en almúginn krossfestur, gæfist til þess hið minnsta tækifæri.

Og lýðurinn lét blekkjast Toni, því miður.

Ég er ekki að skrifa þessa pistla mína til að hæðast að hinni kynlegu rökhugsun hringhugsunarinnar sem gegnsýrir þetta átak forréttinda kvenna, þeirra sem virðast hafa náð toppnum með því að selja sig.

Og ekki bara vegna þess hvað það er sorglegt að sjá þær skrumskæla þetta þarfa átak gegn þessum smánarbletti sem kynofbeldi er, heldur vegna þess að ég vil að spjótum sé beint að ofbeldismönnunum og því samfélagi sem fóstrar þá, afhendir þeim öll völd og yfirráð yfir framleiðslutækjum okkar og gerir þeim þar með kleyft að sjúga til sín megnið af auðævum jarðarbúa.

Þessum ófreskjum sem láta það ekki duga, heldur þurfa koma öllu í bál og brand til að græða ennþá meira.

Þessi nálgun er undirliggjandi í öllu því sem ég skrifa um, þó hún sé kannski ekki alltaf augljós við fyrsta lestur.

En alveg eins og athugasemd Kolbrúnar í pistlinum hér á undan fékk mig til að skrifa þennan pistil, þá fékkst þú mig til að skrifa þann næsta, þar sem ég reyndi að hnýta saman lausa hnúta hér og þar.

Hvað svo verður, veit ég ekki.  Ég þrífst betur í storminum en ládeyðunni, og það verður að segjast eins og er að þó við náðum að hindra verstu hermdarverkin með sigrinum í ICEsave stríðunum, að þá töpuðu við hinni raunverulegu orrustu.

Kerfið fyrir Hrun var endurreist, hundruð milljarða voru teknar úr vösum almennings í gegnum innheimtu nýju bankanna á afskrifuðu lánum gömlu bankanna, og við sitjum uppi með sömu valdastétt, og sömu hugmyndafræði.

Svo er í þokkabót verið að skrifa sögun Eftirhrunáranna uppá nýtt.

Það er ofsalega lítill tilgangur í að andæfa, eiginlega enginn.

Ekki í ládeyðu og stafalogni.

En vonandi vindar á ný.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.12.2017 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 76
  • Sl. sólarhring: 118
  • Sl. viku: 1635
  • Frá upphafi: 1321527

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 1393
  • Gestir í dag: 57
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband