Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
31.10.2021 | 17:32
Þögnin-Falsið-Glæpurinn.
Það er hafið yfir allan vafa að jarðarbúar standa frammi fyrir stórkostlegum hörmungum ef ekki er gripið til aðgerða sem sporna við aukningu koltvísýrings í andrúmsloftinu, þess hluta sem er í okkar valdi að stöðva, draga úr þar sem við getum með því langtímamarkmiði að hagkerfi okkar og samfélög setji ekki meir út í andrúmsloftið en þau hafa getu til að kolefnisjafna.
Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann og lofa aðgerðum, þar með er umræðan komin úr skotgröfum afneitunarinnar yfir í þann nauðsynlega fasa að eitthvað sé gert sem skiptir máli.
Sem leiðir að næsta skrefi, og því allra mikilvægasta, að það sem gert er, og skiptir máli, sé af þeim skala að raunveruleg minnkun verði á kolefnisútblæstri mannkynsins, og sú minnkun hægi mjög á "the final countdown" svo mannkynið hafi svigrúm til að þróa nýja tækni til að bregðast við og vinna á þeim óhjákvæmilegum katastrófum sem munu verða á næstu árum og áratugum.
Það eina sem við vitum, sama hvað við reynum að telja okkur trú um annað; "You ain´t see nothing yet.
Ofsarigningarnar, ofsastormarnir, ofsahitabylgjurnar, ofsakuldaköstin, öfgarnar sem við höfum þegar upplifað er aðeins forsmekkurinn af því sem koma mun.
Fyrirsögn þessa pistils á rætur í frétt sem birtist á Mbl.is í vikunni, frétt sem fór frekar lágt, en er í raun ein af stærstu fréttum þessarar aldar.
"Saka olíufélögin um blekkingar" var yfirskrift fréttarinnar og fjallaði um þegar æðstu stjórnendur helstu olíufyrirtækja Bandaríkjanna sátu fyrir svörum Bandaríkjaþings. Þó það löngu verið vitað, og nú þegar sannað og staðfest að bandarísku olíurisarnir hafi beitt sér árum og áratugum saman gegn lofslagsvísindum, þá könnuðust þeir að sjálfsögðu ekki við það á nokkurn hátt í ávörpum sínum, forstjóri Chevron viðurkenndi meir að segja að lofslagsbreytingar ættu sér stað.
Síðan kom fréttin, sprengjan, vendipunktur í því stríði sem hagsmunaöfl vestra hafa háð gegn framtíð mannkyns, og best að vitna beint í frétt Mbl.is;
"Carolyn Maloney, sem er formaður eftirlisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem fer fyrir fundinum, spurði m.a. hvort forstjórarnir væru ósammála þeirri fullyrðingu að "loftslagsbreytingar ógni tilveru mannkyns". Engin svör bárust og lét Maloney því eftirfarandi ummæli falla: "Þannig að sannleikurinn er öllum ljós".".
ÞÖGNIN sagði allt sem segja þurfti.
Það rífst enginn lengur um þá staðreynd að lofslagsbreytingar ógni tilveru mannkyns.
Vitiborið fólk rífst ekki við staðreyndir og núna þegar allar mælingar á hitastigi jarðar, hvort sem það er á lofti eða legi, staðfesta spár þeirra lofslagslíkana sem lagt var af stað með um aldamótin, þá er engin ástæða til að ætla annað en að þær spár haldi áfram að ganga eftir.
Eftir stendur í Bandaríkjunum miðaldafólkið, sem rífst um aldur jarðar út frá ættartölum Gamla testamentisins, afneitar þróunarkenningunni því hún samræmist ekki sköpunarsögu Fyrstu Mósesbókar, trúir því að Bill Gates hafi fundið upp bóluefni og farsóttir, eða afneitar þeim raunvísindum sem skýra hlutverk koltvísýrings í andrúmsloftinu, sem er ekki aðeins forsenda lífs, heldur þess að líf þrífist á jörðinni vegna hitatemprunar áhrifa þess.
En kostunaraðilinn, sá sem fóðraði þessa vitleysinga með falsvísindum, hann er fallinn frá, valkostur olíufyrirtækjanna er að spila með, eða vera lögsóttur ella.
Forstjóri Exxon, sem vísvitandi hefur fjármagnað og hampað nokkrum þarlendum falsvísindamönnum, var minntur á "að árið 1994 hefðu yfirmenn tóbaksfyrirtækja logið að Bandaríkjaþingi og í framhaldinu fengið að gjalda fyrir það. "Ég var að vona að þú myndir ekki vera eins og tóbaksiðnaðurinn og segja ósatt um þetta," sagði Maloney.".
Tóbaksiðnaðurinn hannaði nefnilega aðferðafræðina sem var síðan notuð með miklum árangri í Bandaríkjunum gegn loftslagsvísindum.
Keyptir vísindamenn voru látnir tala um meinta óvissu í því að tóbaksreikningar yllu krabbameini því það liggur í eðli líkinda að þau eru ekki fullsönnuð (þá væru þau ekki líkindi), þeir voru fjármagnaðir til að rannsaka "eitthvað annað" sem gæti skýrt lungnakrabbamein, og þetta annað sem skýrði einhver prósent, var teflt gegn hinu sannaða samhengi milli tóbaksreykinga og krabbameins.
Launaðir áróðursmenn (eitt megineinkenni þeirra er að þeir þykjast aldrei þiggja krónu fyrir að fífla fólk) voru síðan látnir matreiða FALSIÐ hjá hópum sem markaðsfræðingar fundu út að væru almennt móttækilegir fyrir vitleysu, hægri sinnað trúað fólk sannfærðist þegar raunvísindi voru tengd við sósíalisma og demókrata, stjórnleysingjar þegar þeim var sagt að þetta væri eitt allsherjarsamsæri Djúpríkisins. Reyndar einföldun á flóknari áróðri en þetta eru nokkurn vegin meginlínurnar.
Það varð bara tóbaksiðnaðinum að falli að ungur faðir með samvisku, kjaftaði frá og gat fært sönnur á máli sínu, annars hefði áætlunin öll gengið eftir og hagsmunatengdir þingmenn innan Repúblikanaflokksins hefðu haft bakland til að tryggja að ekki yrðu sett lög sem hömluðu starfsemi tóbaksfyrirtækja.
Varðandi herferðina gegn loftslagsvísindum þá greip raunveruleikinn inní, heimurinn hlýnaði í takt við loftslagslíkön, og í dag finnst ekki einn ókeyptur vísindamaður sem mælir gegn þeim raunvísindum sem segja til um hlutverk CO2 í að viðhalda lífvænlegu lofslagi á jörðinni, og hvað gerist ef því jafnvægi er ógnað.
Og þó afneitunarsinnar munu halda áfram að lemja hausnum í stein, þá er höndin sem fóðraði FALSIÐ búin að afneita afneituninni, búin að afneita þeim.
Þeir eru orðnir sorglegri en þau nátttröll sem ennþá reyna að mæra og verja kommúnisma 20. aldar.
GLÆPUR gegn mannkyni er stærstur glæpur sem skilgreindur er í dag í lögum, og hingað til hefur hann verið notaður til að skilgreina einhver voðaverk í stríði eða stríðsátökum, en eftir að kórónufaraldurinn hófst, þá komu upp raddir í Svíþjóð að vísvitandi aðgerðaleysi þarlendra heilbrigðisyfirvalda á fyrstu dögum og vikum kórónufaraldursins væri dæmi um slíkan glæp. Og í Brasilíu er talað um fullum fetum að ákæra forseta landsins fyrir slíkt aðgerðaleysi, og þá út frá lögum um glæpi gegn mannkyni.
Atlaga olíurisanna að lofslagsvísindum er dæmi um slíkan glæp.
Ef það verður síðan sannað að þau hafi líka beitt sér gegn rannsóknum og þróun orkugjafa sem nýta varma sólu án þess að nota jarðeldsneyti sem millilið, þá er erfitt að sjá hvernig þau geta forðast ákæru um slíkan glæp.
Eitt sem blasir við svona eftir á, er samsvörunin á mótmælum gegn kjarnorku í Evrópu, til dæmis Þýskalandi, og kostaðra friðarhreyfinga gegn kjarnorkuvopnum í álfunni, en þó það hafi verið grunað, þá var það sannað eftir fall Berlínarmúrsins að drifkraftur þeirra var fjármagn frá Sovétríkjunum og í minna mæli Austur Þýskalandi.
Múgæsing sem spratt úr engu, og varð að engu um leið og kostunaraðilinn féll frá, sem tók samkeppnisaðilann (Nató) og krafist þess að hann afvopnaðist á meðan sá sem fjármagnaði beið grár fyrir járnum tilbúinn til árása, meikaði aldrei neinn sens út frá almennri skynsemi.
Og hvað er kjarnorkuiðnaðurinn annað en samkeppnisaðili jarðeldsneytisiðnaðarins??, og hvaða sens var að herja á hann út frá hættunni af fyrstu kjarnorkuverunum sem voru barn eftirstríðsáranna, í stað þess að krefjast þróunar hans, að tækninýjungar gerðu hann öruggari, kjarnorkan losar jú ekki koltvísýring??
Hvað veldur að kjarnorkan tryggir ekki orkuöryggi í Evrópu í dag??. Í hinni orkusnauðu álfu þar sem almenningur eru ofurseldur dýru jarðeldsneyti, í álfu sem býr við orkuskort sem vegur að afkomu fólks og lífsgrundvelli.
Sú stóra spurning er samtvinnuð miklu stærri GLÆP, glæpnum gegn sjálfu lífinu.
Hvað skýrir að það sem hefur verið gert fram að þessu á þessari öld hefur litlu sem engu skilað?
Hvað skýrir hugmyndafræði sem "bítur" (orð umhverfisráðherra) hina fátæku, sem minnstu ábyrgðina bera á losun gróðurhúsloftegunda, er hugsuð til að neyða þá aftur til miðalda í lífsháttum og lífskjörum, en snertir lítt hina auðugu sem halda áfram að hafa efni á orkusóandi lífsstíl sínum, og í dag hæða heimsbyggðina með því að fljúga þvers og kurrs um heimsbyggðina út af meintum áhyggjum sínum af komandi lofslagshörmungum, til að setja ráðstefnu sem fjalla aðeins um eitt:
Skattlagningu og afturhvarf almennings til fortíðar??
Á vef Lifandi Vísinda má finna nýlega grein sem heitir "Öll orka gæti verið græn árið 2050", þar sem lesa má þessi orð; "Umbreytingin frá jarðefnaeldsneyti yfir í græna orku virðist vera óvinnandi verk. En tæknin til að gera það er þegar til staðar. Fræðimenn hafa reiknað út að sólar-, vind- og vatnsorka geta annað orkuþörf heimsins árið 2050 og leiðarbókin er tilbúin.".
Þegar greinin er lesin blasir við að forsenda þessara umbreytinga er öflugt tæknivætt samfélag sem hefur efnahagslega burði til að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir, jafnt til að rannsaka og þróa nýja tækni sem og fjármuni til að breyta yfir í endurnýjanlega orkugjafa.
Það er öllum ljóst að það ástand er ekki til staðar í Evrópu í dag, upp úr þurru býr álfan við sjálfskipaðan orkuskort, sem neyðir orkufrek fyrirtæki til að loka, þau smærri hætta alfarið framleiðslu, þau stærri flytja hana til mengunarlanda þar sem meginorkan er fengin með brennslu kola.
En rekstrargrunnur svo margra annarra fyrirtækja laskast líka, og þegar erfiðleikar heimsfaraldursins bætast ofaná, þá getur stórhækkaður orkureikningur orðið banabiti margra annars áður vel stæðra fyrirtækja.
Og ofaná þetta á síðan að bæta eldsneytissköttum undir yfirskini baráttu við lofslagsbreytingar, jafnt á sjálfa orkuna sem fyrirtæki nota sem og stórhækkar allan flutningskostnað, kostnað við ferðir starfsfólks og svo framvegis.
Í stærra samhengi má benda á stórhækkun flutningskostnaðar, stórhækkun á áburðarverði, ýtir undir matarskort, einhvers konar tilbúið þriðjaheims ástand.
Sem er eiginlega kjarni þess sem er verið að gera heimsbyggðinni i dag.
Áður en við upplifum hamfarir lofslagshlýnunarinnar, þá upplifum við manngerðar hörmungar sem eru réttlættar undir einhverju yfirskini að það sé verið að berjast við lofslagsvána.
Sem er alls ekki rétt.
Losun mannkyns eykst með hverju árinu, og þó einhver viðsnúningur hafi orðið á Vesturlöndum, þá er alfarið skýringin sú að hin meðvitaða skattastefna og hinn tilbúni orkuskortur, hefur flutt framleiðslu frá Vesturlöndum til Kína og í minna mæli Indlands, auk annarra fjölmennra ríkja í þriðja heiminum.
Þetta blasir svo við að það er glæpsamlegt að horfa framhjá því.
Rhodium group er sjálfstæð rannsóknarstofnun, sem sérhæfir sig að meta raunhagtölur frá Kína, auk þess að fjalla almennt um lofslags- og efnahagsmál, birti skýrslu þar sem fram kemur að Kína eitt og sér ber meiri ábyrgð á losun gróðurhúslofttegunda en Bandaríkin og Evrópusambandið til samans, samt telja þau Ísland með Evrópusambandinu, einn af hinum stóru sökudólgum, ef marka má umræðuna hérlendis.
Greinin heitir "Chinas Greenhouse Gas Emissions Exceeded the Developed World for the First Time in 2019". Þar má lesa þessa afhjúpun um Rio, um París, og líklegast væntanlega Glasgow.
"Using our newly updated global emissions data through 2019, we estimate that in 2019, for the first time since national greenhouse gas emissions have been measured, Chinas annual emissions exceeded those of all developed countries combined. Chinas emissions were less than a quarter of developed country emissions in 1990, but over the past three decades have more than tripled, reaching over 14 gigatons of CO2-equivalent in 2019.".(Rhodium quantifies emissions on a territorial basis, consistent with UNFCCC reporting guidelines.) (Sjá athugasemd nr. 2 í athugsemdarkerfinu, þar birti ég alla tilvitnunina ásamt línuritum sem sýna þá drastísku aukningu sem hefur orðið í losun Kína frá því um 1990).
Það hefur aðeins orðið tilfærsla á menguninni, það hefur í raun ekkert raunhæft verið gert sem skiptir máli.
Og ef það er ekki GLÆPUR gegn lífinu, hvernig er þá hægt að skilgreina þann glæp, núna þegar allir, bókstaflega allir eftir að olíufyrirtæki gengu úr skapti afneitunarsinna, viðurkenna að "loftslagsbreytingar ógni tilveru mannkyns".
Það þarf ekki mikið vit eða skynsemi til að sjá að það er heildarlosun gróðurhúsloftegunda sem skiptir máli, ekki tilfærsla hennar milli einstakra landa, þar sem einstök ríki keppast við að ná markmiðum sínum með því að flytja mengun sína annað.
Það þarf ekki mikið vit eða skynsemi til að sjá hvílík heimska eða óráð það er til dæmis hjá íslenskum stjórnvöldum að þvinga fram orkuskipti með skattlagningu, vega þar með að tilveru hinna dreifðu byggða sem eiga allt sitt undir samgöngum, skaða þar með til dæmis innlenda matvælaframleiðslu, sem og aðra framleiðslu, og auka þar með neyslu á ódýrum staðgengisvörum sem framleiddar eru með kolaraforkuverum.
Eða hve litlu það skiptir þó tilbúin orkukreppa í Evrópu, auk ofurskattlagningarinnar, miðaldavæði efnahagslífið, þegar Evrópa ber aðeins ábyrgð á 6,4% af heildarlosun gróðurhúsloftegunda (skilgreining samkvæmt territorial), 0,2% minna en Indland.
Að tala í þessu samhengi um losun per einstakling er hreint kjaftæði, loftslagið, spyr ekki um slíka tölfræði, aðeins um magnaukningu koltvísýrings auk annarra gróðurhúsloftegunda í lofthjúp jarðar.
Átti menn sig á alvarleik málsins, þá gera menn eitthvað sem skiptir máli.
Stærsti hluti fólksins sem núna er samankominn í Glasgow virðist engan veginn gera sér grein fyrir því, sumir virka það heimskir að slíkt er ekki mannlegt, heimska þeirra hlýtur að vera kostuð af öflum sem lögðu undir sig umræðuna og stjórna baráttunni gegn lofslagsvánni.
Það blasir við hvaða öfl þau eru, það þarf aðeins að spyrja sig hverjir hafa grætt á tilfærslu framleiðslunnar til Kína auk annarra þróunarlanda?
Hverjir börðust gegn Trump þegar hann fór gegn samkomulaginu um að gera ekki neitt, og kennt er við París??
Hverjir eru bakhjarlar þess lofslagstrúboðs sem tröllríður fjölmiðlum, og sneiða algjörlega frá kjarna málsins, að það sé gert sem þarf að gera.
Svarið við þeirri spurningu er svarið um hverjir eru sekir um mesta glæp sögunnar.
GLÆPINN gegn lífinu.
Sem verður sá síðasti ef við spyrnum ekki við fótum og verjum lífið sem við ólum.
Það er okkar að mynda það bakland að samstaða þjóðarleiðtoga heimsins snúist um raunverulegar aðgerðir.
Um orkuskipti frá jarðeldsneyti í vistvæna orkugjafa, þar sem fyrstu skrefin er að tryggja nauðsynlega orku sem mengar minna en kolin og olían, í grein Lifandi Vísinda er bent á jarðgas, kjarnorka frá verum sem byggð er með tækni 21. aldar er líka augljós valkostur.
Um tilfærslu frá glóbal framleiðslu til lókal, um tilfærslu frá mengandi framleiðslu til mengunarminni, en ekki öfugt eins og er í dag.
Um verndun regnskóga með góðu eða illu, þar er skýrasta dæmið um þá siðblindu að þröngir fjárhagslegir hagsmunir Örfárra geti ógnað öllu lífi í skjóli "frelsis" og frjálsra alþjóðlegra viðskipta.
Um alþjóðlega samstöðu að setja fjármuni, margfalda á við þá sem við setjum í vopn og drápstól, í að verjast afleiðingum lofslagshamfara, hvernig sem við förum að því, ef stór hluti heimsins verður lítt byggilegur vegna þurrka, ofsaveðurs eða hækkun sjávar, þá hrynur siðmenningin ef einstaklingurinn eða einstök þjóðríki verða látin takast á við þær hörmungar án stuðnings þeirra sem betur sleppa. Því fólk grípur til fótanna og mun berjast fyrir tilveru sinni.
Og svo margt fleira, en ekkert af þessu er rætt um í Glasgow.
Það er aðeins sýndarráðstefna þeirra sem vinna gegn lífinu.
Hvað sem rekur þetta fólk svo áfram.
Fyrst að olíufurstarnir gátu viðurkennt vána, ógnina gagnvart tilveru mannkyns, þá hljótum við hin geta gert það líka.
Við þurfum aðeins að hætta að vera sauðir sem láta teyma okkur.
Það er ekki eftir neinu að bíða.
Ekki nema menn telji Útrýmingu vera þess verða að bíða eftir.
Glasgow er ekki að fara gera neitt.
Kveðja að austan.
![]() |
Sammála um að hlýnun fari ekki yfir 1,5 gráður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
9.10.2021 | 18:14
Hvað kostar svona svikamylla??
Það er ekki fáheyrt að þingmaður yfirgefi þingflokk áður en þing kemur saman, án þess að baki liggi einhver átök eða hugmyndafræðilegt uppgjör.
Það er ekki fáheyrt því það hefur ekki heyrst áður.
Er án fordæma og getur aldrei verið án skýringa.
Spurningin sem þarf að spyrja, sem allir sem unna lýðræði verða að spyrja, er;
Hvað kostar einn þingmaður??
Hvað kosta svona svik og undirferli??
Hættum að spila okkur saklaus og segja að svona gerist bara í útlöndum þar sem mafíur eða fjármagnsöfl kaupa þingmenn, og í ennþá spilltari löndum þá ganga þeir kaupum og sölum eins og fé af fjalli.
Þar sem Bjarni fagnar þá geta menn spurt hann hvort þetta séu persónuleg útgjöld?
Glittnir í einhverja sjóði sem hurfu eða tæmdust??
Eða er samskotssjóður í Valhöll til að nota í svona tilfellum??
Síðan er það ekki einleikið hvernig Sigmundur Davíð hefur verið trakteraður eftir að hann lýsti yfir opnu stríði við innlenda og erlenda hrægamma og hafði af þeim hundruð milljarða af illa fengnu fé og lét það renna í þjóðarsjóð.
Núna sér maður tár Bjarna í nýju ljósi, hin þurru tár sem féllu eftir fyrirsát Rúv í ráðherrabústaðnum sem endaði með rýtingsstungu Sigurðar Inga í bak Sigmundar.
Maður hélt að það hefði verið krókódílatár en kannski voru það gleðitár eftir allt saman, vel unnið verk að baki.
Glittnir þá líka í fjármuni sem skýrðu að Sigurður Ingi gerðist ómerkingur orða sinna??
Og núna er sagan um fátæka öryrkjan út á galeiðunni með lánaðan síma af Þjóðminjasafninu endanlega búinn að missa trúverðugleik sinn.
Einleikið kannski, tvíleikið??, aðvörunarbjöllur ættu allavega að klingja hressilega, en þríleikið er alveg útilokað.
Auðvitað grunaði mann að Bára hefði verið í vinnunni, þekkt allavega í útlöndum að násmenn og bótaþegar nýti frítíma sinn í að harka inn aur með því að sitja um fólk, en ógeðið sem vall út úr ónefndum þingmanni!!, ef ég væri Sigmundur og ganga á hann strax í kvöld.
Eða kíkja í Pandóruskjölin.
Þegar eitthvað er ótrúlegra en sjálf lygin, að ekki sé hægt að segja um atburðarás að hún sé lyginni líkust því enginn hefði hugmyndaflug til að ljúga þvílíkri vitleysu, þá er það því miður oftast satt.
Spurningin er hvort hefndarþorsti hrægammanna, þessa þarna sem keyptu upp lungann af íslenskum stjórnmálum eftir Hrun, nái yfir gröf og dauða, eða hvort annað og meir búi undir??
Hvernig var það aftur með Orkupakka 4, hvernig var það aftur með sæstrenginn, er ekki orkuverð í megahæðum í Evrópu í dag og verður það um fyrirséða framtíð.
Og hvernig var það aftur með einkavæðingu orkufyrirtækja þjóðarinnar??, eru þar ekki gífurleg verðmæti sem hrægammurinn ásælist??
Það er aðeins eitt sem má segja um svona svikamyllu, þar er ekkert sem sýnist.
Það býr alltaf mikið undir.
Fæst af því sjáanlegt á yfirborðinu.
Að vængstífa Miðflokkinn er því fyrirboði frekari tíðinda.
Ótíðinda.
Kveðja að austan.
![]() |
Bjarni fagnar Birgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
7.10.2021 | 17:28
Ruglinu þarf að ljúka.
Það er staðreynd að landamæri Íslands voru opnuð of snemma í sumar, afleiðingin var árás á hegðun þjóðarinnar, útiskemmtunum og almennum viðburðum var slaufað, Ísland lenti á rauðum lista víðsvegar um heim.
Það var varað við því að bólusett fólk myndi bera veiruna með sér, það var vitað að bóluefni kæmu ekki í veg fyrir smit.
Á sama tíma var vitað að ekki hefðu nógu margir fengið seinni sprautuna innanlands, sem og að mjög stórt hlutfall bólusettra hefðu fengið falsbóluefnið kennt við Jansen, það veitti litla sem enga vörn við smiti, þó hugsanlega einhver við alvarlegum veikindum.
Og á sama tíma var vitað að heilbrigðisstarfsfólk var í langþráðu fríi, bráðadeild Landsspítalans var illa mönnuð, þoldi ekki alvarlegt rútuslys, hvað þá nýja Kóvid bylgju.
Allt þetta var vitað, við öllu þessu var varað.
Og það er líka vitað að sóttvarnaryfirvöld, með Þórólf og Ölmu í fararbroddi, sögðu ekki neitt, gáfu sitt græna ljós á ótímabæra opnun landamæranna.
Hið hlálega var að á sama tíma var sagt að skólastarf yrði eðlilegt, eins og einhver dómsdagsfífl sæju ekki samhengið á milli sífelldra sóttkvía og þess að skólastarf væri truflað, undir fallexi hugsanlegra smita þar sem tugir eða ekki hundruð, bæði nemendur, starfsmen eða foreldrar væru stöðugt á leið í sóttkví, verið í sóttkví, aðeins stundarfriður þess á milli.
Á þessu er ekki tekið.
Það er ekki sagt að núna þurfum við að treysta bólusetningum hvað varðar smit, fái fólk smit, þá gildi það eins og um aðra smitsjúkdóma, að fólk haldi sig til hlés á meðan veikindi þess ganga yfir.
Þess á milli sé eðlilegur gangur í þjóðfélaginu.
Til hvers að bólusetja ef við treystum ekki bólusetningunni??
Það eru ekki rök í málinu að bráðadeildir Landsspítalans séu vanfjármagnaðar eftir kennisetningum frjálshyggjunnar, að þörf á fjármagni sé mætt með niðurskurði.
Lausnin á því hlýtur alltaf að vera að losa sig við það heimska fólk sem ábyrgðina ber, á heimskunni, á vanfjármögnuninni.
Lausnin er aldrei þjóð í hafti sóttvarna með þeim rökum að þessir örfáu starfsmenn, þessi örfáu rúm á Landsspítalanum anni ekki þörfinni til að hjúkra bráðveikum sem veikjast þrátt fyrir almenna bólusetningu.
Ruglandinn er síðan algjör, þegar eitt af börnunum sem Sjálfstæðisflokkurinn vanvirðir þjóðina með að skipa í ábyrgðarstöður, talar um afléttingu þó þeirra sóttvarna sem vernda þjóðina gegn algjöru fangelsi sóttvarna og sóttkvía.
Eru ekki takmörk fyrir því hvað fólk getur verið mikið fífl, þó Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgð á því??
Það er ekkert að því að slaka á landamærunum, en þá ekki á kostnað þjóðarinnar.
Óheftur innflutningur veirunnar fer ekki saman við fangelsi sóttkvíar, þeirrar truflunar sem slíkt veldur á skólastarfi, höftum á viðburði, eða almenna starfsemi fyrirtækja sem þurfa að aðlaga sig að því að fjöldi fólks sé settur í sóttkví, bólusett, með lítil einkenni eða nokkur, því bólusetningin virkar, og hættan er að það smiti annað fólk, bólusett, sem líka er varið gegn smiti og alvarlegum veikindum.
Þessu rugli þarf að linna.
Strax í gær.
Annað er ekki viðunandi, annað er ekki boðlegt.
Annað hvort verjum við landamærin fyrir nýsmit, eða við leyfum veiruna að herja, og treystum á bólusetningu þjóðarinnar.
Eðlilegt mannlíf, að geta lifað lífinu lifandi hlýtur að vera markmið stjórnvalda.
Ef veiran er komin til að vera, þá er hún þarna.
Viljum við hana ekki, þá lokum við á hana.
Þar á milli er valkosturinn aldrei fangelsi þjóðarinnar, þó slíkt fangelsi sé kallað sóttkví.
Um þetta eiga stjórnmálamenn að ræða.
Um þetta eiga ráðherrar að ræða.
Hafi þeir ekki til þess vitið, þá fer það þeim best að þegja.
Eitt er að hafa barnamálaráðherra.
Annað að hafa börn í ráðherrastól.
Á því þarf Sjálfstæðisflokkurinn að axla ábyrgð.
Annað er ekki boðlegt.
Annað er ekki í boði.
Kveðja að austan.
![]() |
Ástæða til að skoða landamæramálin alvarlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2021 | 17:35
Kaustu rétt??
Er spurning sem ég spurði nokkra í bæjarferð minni sem og ferð minni á kjörstað.
Ekki að mér kæmi það nokkuð við, aðeins árétting á að það sem maður kýs, er rétt.
Sigmundur Davíð er bjartsýnn í þessari frétt.
Það er vel, líklegast hefur ekki nokkur flokkur háð ömurlegri kosningabaráttu en Miðflokkurinn, flokkurinn sem stóð vörð um sjálfstæði þjóðarinnar, féll í gryfju ömurlegustu frjálshyggju sem aðeins getur tengst einum Klausturdónunum, þingmanni sem gerir Hannes að hóflegum miðjumanni, jafnvel vinstrimanni.
Sigmundur hafði fjöregg að verja, en augljóst var að hann var ekki þarna langa lengi, á meðan fór sá kjaftforasti á kreik.
Fjöreggið var sjálfstæði þjóðarinnar, andstaða við reglufarganið og frjálshyggju hins frjálsa flæðis.
En kjóstu rétt, allavega fór mitt atkvæði ekki til svertunnar sem hafði yfirtekið Miðflokkinn.
Breytir samt því ekki, að ég veit, að það sem maður kýs, er rétt á þerri stundu sem er kosið.
Og að það sem aðrir kjósa, kjósa þeir rétt.
Eftir bestu samvisku og þeirri sýn sem þeir hafa á þjóðmál og stjórnmál.
Niðurstaðan kallast svo lýðræði.
Skyldan er svo þeirra sem fengu stuðning, að mynda starfshæfa ríkisstjórn.
Margir eru svartsýnir á flokkakraðakið, en munum eitt, þegar á reyndi í heimsfaraldrinum, þá voru allir flokkar samstíga.
Sýndu ábyrgð, létu ekki undan freistingu lýðskrumsins.
Nema kannski hluti Sjálfstæðisflokksins, en var það ekki aðeins öryggisventill fyrir meinta óánægju í samfélaginu?
Við eigum nefnilega þrátt fyrir allt mikið af góðu fólki í stjórnmálum.
Sýn þess og áherslur eru vissulega mismunandi, en þetta er gott fólk.
Vill vel, og bregst rétt við þegar ógn eða hætta steðjar að.
Hvort það dugi til að mæta áherslum nýrrar aldar, eða þeim ógnum sem smán saman byrja að skella á fjörur og ströndum landsins, skal ósagt látið.
Í raun veit aðeins tíminn þar um.
Kjósum samt.
Kjósum rétt.
Treystum svo fólkinu sem við kusum til að ná saman og breyta rétt.
Þau allavega reyna.
Tökum svo slaginn við niðurstöðuna.
Styðjum hana ef við erum sammála.
Reynum að breyta henni ef svo er ekki.
Þetta kallast lýðræði.
Það besta sem við höfum.
Kveðja að austan.
PS. Núna er kosningapistlum mínum lokið, þakka lestur og athugasemdir. Kveðjan að austan mun örugglega heilsa á ný.
![]() |
Telur líklegt að fylgið verði meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2021 | 10:48
Það er réttur allra að eiga öruggt húsaskjól.
Segir Björn Leví Pírati, og mikið vildi ég að allir stjórnmálamenn tæku undir þessi orð hans.
Því þá væru íslensk stjórnmál hætt að snúast um víðáttuvitleysu, heldur um kjarna lífs og siðaðs samfélags.
Réttinn til að ala upp börnin í öruggu skjóli.
Því hvað sem menn bulla og sulla, afneita kynjum og kynferði, telja æxlun vera meinta kúgun feðraveldis, eða menn segja að tilgangur lífsins sé auðsöfnun, það er drifkrafturinn, þá er aðeins einn tilgangur með veru okkar hér á jörð.
Að geta af okkur líf, og koma því til manns.
Ég hef ekki alltaf verið beint sá jákvæðasti út í Pírata en þetta er rétt hjá Birni, og mikið vildi ég að hann sæi samhengi milli orða sinna og gjörða, en það er önnur saga.
Því það vill svo til, að þegar stjórnmál snúast um kjarna, tilgang samfélagsins og siðaða hegðun stjórnvalda og atvinnulífs gagnvart almenningi, þá finna menn leiðir og lausnir.
Ekkert svona vitrænt er rætt í íslenskum stjórnmálum í dag.
Eiginlega miðað við jólasveinaleikinn í aðdraganda kosninganna þar sem auglýsingastofur dældu frá sér loforðakosningaauglýsingum, þá mætti halda að þetta væru kosningar fíflanna, veruleikafirrts fólks sem hefði ekkert að segja.
Sem er fjarri lagi, það er mikið að góðu fólki í framboði, skýringanna er því að leita annað.
Vonandi tekst okkur að vinna okkur úr þessu hyldjúpa vitleysingapytti, í landi alsnægtanna, ástandið ekki að vera eins og það er.
Á öld skynseminnar á fíflska ekki að vera drifkraftur allrar stjórnmálaumræðu.
Og þess sjást skýr merki í síðustu skoðanakönnunum, Sjálfstæðisflokkurinn er að fá fylgi til baka frá Viðreisn, ekki vegna þess að hann er betur mannaður, þvert á móti, heldur vegna þess að hægri sinnaðir kjósendur óttast að Viðreisn verði lykill að glundroðastjórn glundroðaflokka.
Sem og að gamla góða Framsókn klikkar ekki á svona tímum, fylgi flokksins fer uppá við, taktík Sigurðar Inga, að vera hann sjálfur en ekki skítadreifari á aðra, er að virka.
Síðan vonar maður að kjósendur á vinstri vængnum sjái að þegar Merkel hætti í Þýskalandi, þá fengum við okkar eigin Merkel sem er Katrín Jakobsdóttir.
Því hvað sem verður sagt um vanda þjóðfélagsins, misskiptingu kjara eða annað, þá verður hann ekki leystur með rugli.
En kyrrstöðustjórn breytir engu, en hún grefur þó ekki dýpri gröf svo erfiðara verður eða jafnvel ókleyft að fá hér siðaða manneskjulegt þjóðfélag.
EES samingurinn verður að víkja, hann er rótin af flestu enda byggður af hugmyndafræði mannvonsku frjálshyggjunnar.
Hvort sem það er þögult samþykki núverandi ríkisstjórnar á hinni hægfara innlimun eða bein aðild eins og Samfylkingin og Viðreisn leggja til, þá verður ekki aftur snúið þegar heljargreip skrifræðisins hefur lagt allt hér í dróma, frjálshyggju eða markaðsvætt alla starfsemi hins opinbera, gert einstaklingnum eða smærri fyrirtækjum ókleyft að starfa á markaði reglugerðafrumskógarins.
Eins er það ótrúlegt að það skuli ekki vera rætt til þaula hvernig þjóðin geti orðið sjálfbær með mat, eigandi alla þennan hita og alla þessa orku, núna á tímum þar sem lofslagshörmungar eru síógn við matvælaframleiðslu heimsbyggðarinnar.
Eða við gerum okkur sjálfbær í orkuöflun og orkunotkun, hafa menn ekki heyrt um vetni eða rafmagn, án þess að við sem þjóðfélag séum færð aftur fyrir daga iðnbyltingarinnar.
Sem er megintrend allrar lofslagstrúboðsins sem núna tröllríður allir umræðu.
Jæja, þetta áttu bara að vera örfáar línu.
En endalaust er hægt að blása, en líka þakka.
Og Björn Leví á þökk fyrir þessi orð sín.
Mikið gæfi ég fyrir að ég upplifði allavega einar kosningar þar sem þessi mennska, rétturinn til að ala börn uppí öryggi, sé mál málanna.
Björn fær prik frá mér.
Kveðja að austan.
![]() |
Það er réttur allra að eiga öruggt húsaskjól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2021 | 09:26
Samræðan við þjóðina.
Við Íslendingar stöndum á tímamótum.
Ný öld felur í sér nýjar áskoranir sem við verðum að mæta, þær áskoranir verða ekki leystar með hugmyndafræði eða stjórnmálum liðinnar aldar, sú öld er liðin, hugmyndafræði hennar, óheft auðhyggja og glóbalismi gjaldþrota.
Þrátt fyrir áður óþekkta velmegun og efnahagslegan styrk, þá eru lykil innviðir okkar að grotna, vinnumarkaðurinn okkar er kvalinn af félagslegum undirboðum hins frjálsa flæði Evrópusambandsins, sama frjálsa flæði veltir hverri krónu úr landi í gegnum skúffufélög aflandseyjanna, sama regluverk hefur náð til sín yfirstjórn á orkuauðlindum þjóðarinnar og mun knýja fram markaðsvæðingu þeirra innan ekki svo margra ára.
Önnur regla úr þeim ranni, krafan um hið lægsta tilboð skýrir að við kunnum ekki lengur að byggja hús nema úr hálfónýtum efnum, myglandi og grotnandi fyrir tímann.
Enn önnur meinsemd er offjölgun háskólamenntaðs fólks, fyrir utan siðblinduna að ætla að önnur störf séu unnin af fátæku fólki úr fjarskanum, þá virðist margt af því halda að hlutverk þess sé að semja reglur, verkferla, viðmið, skrifa síðan skýrslur, gera kröfur á að aðrir skrifi skýrslur, útkoman er óskilvirkni í stjórnsýslunni sem sýgur til sín fólk og fjármuni og skilar æ minna frá sér.
Erum við sátt við þetta??
Sátt við hnignunina, sátt við að vinnumarkaður okkar gagnvart ófaglærðu fólki líkist æ meir vinnumarkaði hinnar fornu Rómar, erum við sátt við reglufarganið, óskilvirknina, við hina síhækkandi þröskulda sem mæta fólki sem ætlar að gera eitthvað, en einmitt þetta að ætla að gera eitthvað er forsenda grósku og gróandans í samfélaginu.
Erum við sátt við þá hugmyndafræði að við komandi orkuskiptum sé betur stæðu fólki hyglað en kostnaðurinn látinn lenda á fullum þunga á hinum tekjuminni, eða að innviðir eins og vegir séu fjármagnaðir með notendagjöldum þar sem skúringakonan greiðir jafnt og forstjórinn þegar vegir eru notaðir??
Eða þá hugmyndafræði sem hefur kallað eftir flötum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu frá því lengur en ég man, afleiðingarnar sífellt stirðara og óskilvirka kerfi sem jú sýgur til sín fjármuni en býr við ákaflega frumstæðar aðstæður til að leysa verkefni sín. Við starfsmannaumhverfi þar sem fólk er pískað út, með þekktum afleiðingum, æ stærri hluti launaútgjalda fara í veikindi og sjúkrakostnað, restin af starfsfólkinu vinnur stanslausar aukavaktir, sem er dýrasta form launagreiðslna.
Erum við sátt við þetta, erum við sátt við hitt??
Ef svo er þá þarf stjórnmálastétt okkar ekki að þurfa að eiga samræður við þjóð sína.
Allir ligegladir, og styrkur samfélagsins til að takast á við nýjar áskoranir fjarar út, en þær eru óumflýjanlegar, við munum sem þjóð þurfa að takast á við þær.
Þessar kosningar áttu að snúast um þessa samræðu.
Stjórnmálaflokkar hafa þrátt fyrir allt margt að segja, stjórnmálamenn okkar hugsa sitt þó þeir segi annað í því umhverfi sem þeim er boðið uppá.
Þeir hafa skoðanir á til dæmis fjórða orkupakkanum, þeir hafa skoðanir á því hvort sem við þjóð getum ekki lengur staðið sjálfstæð og þurfum skjól og forræði stærri ríkja eða ríkjabandalaga, það er allavega ekki boðlegt að við séum innlimuð í Evrópusambandið í gegnum regluverk EES samningsins, án umræðna.
Auðvitað er það hlægilegt að hlusta á formenn Viðreisnar og Samfylkingarinnar tala um evru sem einhverja lausn til að bæta lífskjör þjóðarinnar, svona miðað við hina stanslausu kreppu eða stöðnun á evrusvæðinu síðustu 10 árin eða svo, og hvaða stöðugleiki er fólginn í að sækja um inngöngu í ríkjabandalag sem er á fallandi fæti vegna innri sundrungar og óstöðugleika??
En er núverandi ástand eitthvað betra??, erum við ekki raun að aðlagast Evrópusambandinu í einu og öllu, í dag krefst það yfirráða yfir orkuauðlindinni, hvenær krefst það yfirráð yfir öðrum auðlindum þjóðarinnar, til dæmis undir merkjum sameiginlegrar matvælastefnu??
Hvernig á að fjármagna vegi eftir innreið rafmagnsbílana??, er annað í boði en veggjöld??
Er hægt að hrista uppí heilbrigðiskerfinu, fá heilbrigða togstreitu á milli ríkis og einkarekstra, án þess að sígræðgi auðhyggjunnar rýi allt inn að beini??
Hvernig sjáum við fyrir okkur framtíðina þar sem allir eru háskólamenntaðir en mörg störf krefjast annars konar menntun eða færni?? Ætlum við að leyfa lögmáli framboðar og eftirspurnar að ráða, sem þýðir að háskólamenntað fólk lækkar í launum en ófaglært hækkar, eða eiga lífskjör háskólamenntaðra að byggjast á lúsarlaunum hinna ófaglærðu, að þeim sé haldið niðri með félagslegum undirboðum og innflutningi á fólki frá fátækari löndum??
Hvernig??, hvernig??, hvernig??
Þar sem ég tengdi þennan pistil sem ég ætlaði að vera búinn að skrifa fyrir löngu, við frétt um að ríkisstjórnin gæti haldið, þá er annað mjög mikilvægt sem þarf að ræða og snýr að þjóðinni.
Og það er í hvernig þjóðfélagi viljum við lifa??
Þolum við ekki velmegun og velferð, þurfum við sundrungu og upplausn til að bregðast við þeim ósköpum.
Hvað sem sagt verður um þessa ríkisstjórn, fortíð sumra flokka og svo framvegis, þá er ljóst að hún náði að stýra þjóðarfleyinu í gegnum öldusjó heimsfaraldursins, og gerði það þokkalega vel.
Lífskjarasamningarnir, mesta kjarabót láglaunafólks í manna minnum, héldu meir að segja þrátt fyrir eitthvað væl um að ekki hafi verið staðið við hitt og þetta, eins og það sé eitthvað issjú þegar þriðjungur gjaldeyristekna þjóðarinnar hverfur á einni nóttu.
Við getum rifjað upp starf barnamálaráðherra, manns sem reynir að láta eitthvað gott af sér leiða og hefur gert það með sóma.
Við getum rifjað upp að tannlækningar barna eru loksins orðnar gjaldfrjálsar, þvílík tekjubót fyrir barnafjölskyldur. Eða það er staðið við reglugerðina um endurgreiðslu á helmingshlut öryrkja vegna sömu þjónustu.
Það eru nefnilega svona atriði sem telja, eru kjarabót, líkt og þegar til dæmis Samfylkingin kom á ókeypis skólamáltíðum í grunnskólum Fjarðabyggðar.
Bætt lífskjör snúa nefnilega ekki um hækkun á einhverjum bótum eða launum, eitthvað sem hverfur jafnóðum vegna til dæmis hækkaðs kostnaðar við að eiga eða leigja húsnæði, heldur um að eitthvað sem er brýnt, er gert viðráðanlegt.
Ef laun heimsins á alltaf að vera vanþakklæti, þá geta menn ekki búist við öðru en að ekkert verði til að þakka.
Að stjórnmál snúist eingöngu um lygi og lýðskrum líkt og þessi kosningabarátta er gott dæmi um.
Af hverju halda stjórnmálaflokkarnir að bull og vitleysa, að ekki sé minnst á yfirboð jólasveinsins, sé leiðin að réttu e-xi á kjörseðilinn??
Er sökin ekki líka okkar, er hún ekki beggja??
Allavega, samræður óskast, vonandi verður þetta síðustu kosningarnar þar sem allir haga sér eins og fífl, látandi slagorðasmiði auglýsingastofanna reka hana.
Búið og gert, en þörfin fyrir samræðuna mun aðeins aukast eftir að úrslit liggja fyrir.
Knýjum á þá samræðu.
Tökum hana sjálf.
Kveðja að austan.
![]() |
Ríkisstjórnin gæti haldið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
23.9.2021 | 22:26
Flagðið.
Þorsteinn Pálsson, guðfaðir og einn helsti hugmyndafræðingur Viðreisnar, var sjávarútvegsráðaherra megnið af þeim árum (1991-1999) sem hið frjálsa framsal kvótakerfisins reið um héruð með hernaði gegn sjávarbyggðum landsins.
Útgerðarmenn gátu leigt eða selt aflaheimildir sínar, hjá mörgum dugði það aðeins fyrir skuldum, en hjá flestum var afgangur sem menn stungu í eigin vasa, fóru með verðmætin úr heimabyggð sinni, skildu fólk og fénað eftir í sárum verlausra eigna, án atvinnu, án nokkurrar framtíðar.
Yfirskinið var meint hagræðing, sem sannarlega gekk eftir, en það hvarflaði ekki að Þorsteini Pálssyni í allri sinni ráðherratíð að hafa frumkvæði að hluti hinnar meintu hagræðingar færu til baka til fólksins sem miskabætur fyrir tjón þess og atvinnumissi.
Hver er hin raunverulega hagræðing þegar fjöldinn situr uppi með tapið en Örfáir með gróðann??
Að ekki sé minnst á siðleysið og siðblinduna að ganga svona fram.
Þorsteinn Pálsson ítrekaði hins vegar iðulega í ræðu og riti að honum fannst hagræðingin ekki ná nógu langt, vísaði hann í fordæmin frá nýfrjálshyggjunni á Nýja Sjálandi þar sem 4 fyrirtæki áttu megnið af aflaheimildum, og sjávarbyggðirnar voru rústir einar líkt og fjandsamlegur óvinaher hefði herjað með eldi og brennum.
Þorsteinn Pálsson hafði hins vegar ekki þann styrk sem þurfti til að láta draum sinn um rústir sjávarbyggðanna rætast, það þótti ekki pólitískt klókt sökum vægi landsbyggðarkjördæmanna, málamiðlun þings við hann var að skorður voru sett á eignarhald aflaheimilda, þar sem miðað var við að einstök fyrirtæki máttu ekki eiga hærri hlutfall af aflaheimildum en sem nam 10% af heildinni.
Síðan náðist jafnvægi, eftir kvótahringekjuna eru ennþá mörg byggðarlög blómleg, önnur svona skrimta la la, þær smærri eru flestar aðeins minning um það sem var.
En þó Þorsteinn sé liðinn sem stjórnmálamaður, þá gengur draugur hans aftur í hugmyndafræði Viðreisnar.
Sjávarútvegurinn er vel rekinn, skilar hagnaði, hefur reynst kjölfesta þjóðarinnar í gegnum efnahagshremmingar síðasta áratugar eða svo, það var hann sem hélt þjóðinni á floti eftir fjármálahrunið 2008, og það var hann sem stóð keikur þegar ferðamannaiðnaðurinn hrundi í kóvid heimsfaraldrinum.
Hann borgaði niður skuldir, fjárfesti í nýjum skipum og búnaði í landvinnslu, er samkeppnisfær við sjávarútveg miklu stærri landa eins og Rússlands og Noregs.
Einhver hefði sagt að það væri fjandi gott.
Jafnvel hrósað happi að það sé borð fyrir báru á tvísýnum tímum, hvort sem það er vegna heimsfaraldurs, hlýnun jarðar eða átaka og upplausnar þar sem menningarheimar takast á, ný stórveldi eins og Kína ryðjast fram, og þau gömlu taka á móti og svo framvegis.
En fyrir menn eins og Þorstein Pálsson er þarna lag til sjá gamla drauma rætast, um alræði stórfyrirtækja yfir sjávarauðlind þjóðarinnar.
Það þarf ekki að efast um að hann er hugmyndafræðingur þeirrar árásarstefnu Viðreisnar á sjávarbyggðir landsins, þingmenn eins og Hanna Katrín eða Þorgerður Katrín hafa ekki hundsvit á sjávarútvegi, þeir hafa örugglega séð mynd af fisk og bát, en þekkingin nær ekki mikið dýpra en það.
Þeir eru nytsamir sakleysingjar í fláráðu plotti biturs manns sem á harma að hefna.
Uppboð veiðiheimilda mun þjappa saman eignarhaldi í sjávarútvegi líkt og gerðist á Nýja Sjálandi.
Ekki bara vegna þess að stórfyrirtækin hafa skip, búnað og sölukerfi, heldur líka að þau hafa fjármagnið, þau þola yfirboðin á meðan samkeppnin deyr út.
Vissulega munu nokkur smáfyrirtæki í bolfiskveiðum lifa af hið blóðuga stríð, þau sem búa að nálægð við flug eða gjöfulustu miðin, en hættan er alltaf að þau leitist út í útgerð á þrælagaleiðum eins og litlu yfirbyggðu beitningabátarnir eru í dag.
Síðan er það öruggt að aldagamlir kjarasamningar sjómanna sem byggjast á hlutskiptakerfi munu falla, innan ekki svo skamms munu áhafnaleigur sjá um að manna skipin, láglaunavinnuafl sem lætur bjóða sér hvað sem er.
Þetta er ekki forspá, þetta er raunveruleiki uppboða þar sem sá fær sem býður hæst, forsenda slíkra boða er að lágmarka allan kostnað sem snýr að vinnuafli.
Sama mun gerast í landvinnslunni, sá sem svínar mest og svindlar á starfsfólki sínu, hann er handhafi hinna hæstu boða.
Enn og aftur ekki forspá, svona er raunveruleikinn um allan hinn vestræna heim, og reyndar um allan heim þar sem glóbalhagkerfið knýr niður launakostnað, íslenskur sjávarútvegur er sjaldgæf undantekning um framleiðsluatvinnugrein sem borgar mannsæmandi laun.
Byggðirnar munu því ekki bara daga uppi vegna samþjöppunar aflaheimilda, langt um fram það sem nú er, þær munu líka blæða holsári vegna þess allur kostnaður er keyrður niður, með innflutningi á ódýru erlendu vinnuafli.
Það verður ekkert mannlíf lengur, aðeins þrælalíf.
Forsendur margra byggða mun bresta, martröðin frá sjávarútvegsráðaherratíð Þorsteins Pálssonar á tíunda áratug síðust aldar, mun ganga aftur, bara miklu illvígari en þá.
Í sjálfu sér býr ekki mannvonska að baki þess sem flagðið leggur til, aðeins þjónkun við auð og auðmenn, við sígræðgi og óseðjandi þörf að eignast meira, verða stærri, að ná til sín hverri krónu sem veltur um í samfélaginu.
En það er ekkert annað en mannvonska eða tær illska að styðja flagið, að vilja öðru fólki svona illt.
Reyndar gömul saga og ný, milljónir Þjóðverja studdu stjórnmálamenn sem ætluðu að skapa þýsku þjóðinni lífsrými í austri með því að leggja undir sig lönd og gera heimamenn að þrælum.
Og milljónir á milljónir ofan studdu kommúnista í ránsskap sínum, hvort sem þeir þjóðnýttu fyrirtæki eða lögðu undir sig jarðir bænda og neyddu þá síðan að vinna kauplítið á sínum gömlu jörðum undir merkjum ánauðar sem kommúnistarnir kölluðu samyrkjubú.
Það fyndna kannski í dag er að stuðningur við þessa aðför að sjávarbyggðum er mestur hjá fólki sem telur sig andófsfólk, gott fólk, vel meinandi fólk.
Það hlálega er að þetta fólk er svo heimskt að það sér ekki samhengið á milli arðseminnar af vel reknum fyrirtækjum í blómlegum sjávarbyggðum, og sinna eigin lífskjara.
Það heldur að mjólkurkýrin mjólki þegar búið er að rista hana á hol.
Menn geta síðan svo spurt sig hvort er verra, heimskan eða mannvonskan??
Flagðið hefur enn og aftur sýnt sitt rétta andlit.
En margir, kannski ekki fjöldinn, en mjög margir sjá aðeins hið fagra skinn.
Týndur er lærdómur ævintýranna, of langt síðan að horft var á Disney teiknimyndir sem voru alveg með á hreinu hvert hlutverk flagða er samfélaginu.
Þess vegna kemst flagðið upp með málflutning sinn.
Þess vegna fær það atkvæði í komandi kosningum.
Það er eins og velmegunin hafi svipt okkur allri sjálfsbjargarhvöt.
Kveðja að austan.
![]() |
Verja núverandi kerfi gegn allri skynsemi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.9.2021 | 18:20
Samspillingin lætur ekki að sér hæða.
Logi Einarsson er samnefnari eins af hinu lægsta í íslenskum stjórnmálum.
Þökk sé Pírötum þá er hann ekki lægstur.
Logi tók við þrotabúi Jóhönnu Sigurðardóttir, svik hennar i ICESave, aðför hennar að heimilum landsins, skjaldborg hennar um útrásarvíkinga sem og erlendra hrægamma, lögðust á eitt, Samfylkingin var ærulaus, rústir einar frá þeim jafnaðarmannaflokki sem lagt var upp með í sameiningu flokkanna til vinstri á sínum tíma.
Samfylkingin hefði réttilega þurrkast út af þingi ef ekki hefði komið til vanvitaháttur í ákveðnum kjördæmi kennt við vestur, kjósendum þar til ævarandi skammar og háðungar, einn kjördæmakosinn þingmaður bjargaði mesta ógæfufólki íslenskra stjórnmálasögu frá þeim örlögum.
Frá fyrsta degi var ljóst að Logi hafði ekkert að segja, engar hugmyndir, engar nýjar nálganir, ekki einu sinni sómakennd að biðja kjósendur sína eða þjóðina afsökunar á óhæfuverkum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir.
Ferill hans hefur einkennst á upphlaupum, fordæmingum, samkeppni við Gróuna, sem reyndar núna vinnur á Morgunblaðinu, um hneykslun og söguburð.
Svo ég vitna í gegnheilan Samfylkingarmann, Ásmund Stefánsson, "Samfylkingin blaðrar út í eitt".
En þegar á reynir, þá er ekkert að baki skinhelginni.
Þeirra frambjóðandi er hluti af gjörspillingu fjármálakerfisins.
Og þá er ekkert sagt.
Aðeins þögnin ein.
En fólk án sóma mun samt kjósa.
Kveðja að austan.
![]() |
Sagði að Kristrún myndi svara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2021 | 13:41
Gerðu þá eitthvað, annað en að flytja alla framleiðslu til Kína.
Það er vissulega vá framundan og framtíð barna okkar er í mikilli óvissu.
En meginn vandinn er að sökudólgarnir stjórna vörninni.
Skattlagning til að draga þrótt úr atvinnulífi, reglufargan, á þeim tíma þegar því veitir ekki að öllum sínum styrk til að bregðast við breyttum aðstæðum, til að þróa nýja tækni, draga úr orkunotkun og mengun, er ekki leiðin til að bregðast við lofslagsvandanum.
Afleiðingin er augljós, skjalfest, Kína mengar í dag margfalt á við Vesturlönd. bæði í magnið talið, en ekki hvað síst að framleiðsluhagkerfi þess er drifið áfram af mesta skítnum af öllum, kolaknúnum raforkuverum.
Mengunarkvótinn og annað slíkt frjálshyggjukjaftæði er síðan til þess eins að slá ryki í augun á fólki.
Það sem er gert, eykur vandann.
Það sem þarf að gera, er ekki gert.
Feisum það.
Það eru svikarar meðal okkar.
Fimmtaherdeild glóbalauðsins, drifinn áfram af mannfjandsamlegri hugmyndafræði frjálshyggjunnar.
Og á meðan þetta lið stjórnar, og á meðan þessi hugmyndafræði ræður, þá er engin von.
Vandinn eykst frá degi til dags, öll skref, allur árangur á Vesturlöndum, er margfalt unnin upp í framleiðsluhagkerfi glóbalauðsins, þar má menga, þar má skíta út, um það var samið í París.
Parísarsamkomulagið lýsir algjörum vitglöpum.
Þeir sem ábyrgðina bera, ráða ennþá öllu.
Stýra vörninni, stýra beinu brautinni fram af hengiflugi hamfarahlýnuninni.
Og fólk sér þetta ekki.
Kannski vegna þess að við erum öll froskar sem þykir svo gott að láta sjóða sig lifandi.
Eða hvað annað skýrir þjónkun okkar gagnvart glóbalinu, og aðgerðarleysi okkar þegar framtíð barna okkar er í húfi.
Kjöftugum rataði nefnilega satt orð af munni.
Kermit hafði rangt fyrir sér.
En Kermit, það erum við.
Kveðja að austan.
![]() |
Johnson: Froskurinn Kermit hafði rangt fyrir sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2021 | 17:59
Þegar rógurinn einn er eftir.
Svíar kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að meintum kynferðisbrotum.
Þegar tvær konur, sem höfðu samfarir við Julian Assange stofnanda Wikileaks, með fullu samþykki allra, sáu eftir samförunum daginn eftir og kærðu hann fyrir nauðgun, þá kröfðu Svíar framsals Assange til að geta réttað yfir honum.
Sök hans var að hafa blekkt þær með einhverju ástarhjali og óljósum loforðum um frekari samband, upplifun blekkingar var sem sagt ígildi nauðgunar.
Púrítanskara og ofstækisfyllra getur eitt samfélag ekki orðið, samt sjá Svíar ekki þá sök hjá Kolbeini Sigþórssyni að úthrópa hann sem kynferðisofbeldismann og setja hann út af öllu sakramenti líkt og krafan var um hér á landi.
Knattspyrnusérfræðingur Gautaborgspóstsins orðar kjarna málsins vel;
"Þeir hafa engan rétt til þess að rifta samningi hans við félagið því þeir atburðir sem um er að ræða áttu sér stað fyrir löngu og áður en hann varð leikmaður hjá IFK Gautaborg. En þeir eru sem vinnuveitendur skyldugir samkvæmt lögum að styðja hann í þessari stöðu. Ég tel að félagið hafi höndlað málið vel".
Málið var liðið og uppgert, og af því gat ekki orðið neinir eftirmálar.
Eftir stendur hvað gerðist eiginlega á Íslandi sem hratt af stað því fári sem níddi niður saklaust fólk, hrakti fólk að ósekju úr störfum sínum hjá KSÍ, skapaði hér andrúmsloft ótta og ógnar, þar sem enginn þorði að vitna um sannleikann, eins og að segja til dæmis; "ég kannast ekki við þetta", því þá var öruggt að viðkomandi lenti sjálfur í fárinu.
Kínverska menningarbyltingin hvað!!, Rauðu varðliðarnir hvað!!, þegar á reyndi þá var ekki dýpra á ofstækinu hjá okkur.
Eftir að staðreyndir málsins liggja fyrir, eins mikið og reynt var að þagga þær niður og skjóta sendiboðann, þá hefur enginn málsmetandi maður séð ástæðu til að biðja Kolbein Sigþórsson afsökunar, biðja fráfarandi stjórn KSÍ afsökunar, biðja þau Guðna Bergsson og Klöru Bjartmarz afsökunar.
Forseti Íslands, forsætisráðherra Íslands, menntamálaráðherra Íslands, voru hluti af hýenuhjörðinni sem rann á blóðslóðina, allt út af einu viðtali við unga stúlku sem fór ekki efnislega rétt með eitt einasta atriði í frásögn sinni.
Auðvitað gat fólk ekki vitað það þá, en hver stekkur svona á blóðslóðina án þess að kynna sér málin, nema skríllinn í sinni ljótustu mynd??
Er sem sagt forseti Íslands, forsætisráðherra Íslands, menntamálaráðherra Íslands, hluti af skrílmenningu í anda þess ofstækisfólks sem kennt er við kínversku menningarbyltinguna??
Greinilega fyrst þetta fólk hefur ekki manndóminn til að biðja hlutaðeigandi afsökunar.
Það er núna ljóst að Guðni Bergsson fór rétt með þegar hann sagði að ekkert ofbeldismál hefði komið formlega inná borð til hans sem formanns KSÍ.
Rógurinn og gróusögurnar sem eru í gangi snúa allar af málum sem eru á tímalínu fyrir formennsku Guðna.
Atlagan að honum er því smánarblettur allra viðkomanda, og verður það þar til fólk hreinsar æru sína með því að biðjast afsökunar á gönuhlaupi sínu.
Smán sem aðeins vex með tímanum því það er ekki merkilegt fólk sem getur aðeins haldið andliti sínu innan um sína líka í hýenuhjörðinni.
Mandran um að það eigi alltaf að trúa orðum meintra þolenda gerir fólk aðeins heimskara, svo það má efast um að sé hæft í að sinna nokkru öðru en að bursta skó í sögum eftir Charles Dickens.
Það er ljóst að á ögurstundu brást stjórn KSÍ, hún hafði ekki þann kjark sem Svíar hafa að standa með fórnarlömbum samfélagsmiðlaníðs, hún brást leikmanni sem hafði orðið á, en gert upp sín mál í fullri sátt við þá sem báru hann sökum.
Hún brást leikmanni sem hafði þjónað vel, lagt sig allan fram fyrir landsliðið, og átti ekkert annað inni en fullan stuðning, þó það hefði kostað einhvern tímabundin stuðning héra í hópi styrktaraðila, samfélagsmiðlaníð fjarar alltaf út að lokum og eftir standa staðreyndir mála.
Hún brást formanni sínum og framkvæmdarstjóra, sem að ósekju voru sökuð um eitthvað sem þau höfðu ekkert með að gera.
Og ekki hvað síst þá brást hún framtíðinni í íslenskum fótbolta, því þó margt hafi betur mátt fara í fortíðinni, og mörg klögumálin réttmæt, þá er það eitthvað sem menn læra af, bæta úr.
En að láta undan Níðhöggum eru skýr skilaboð til allra ungra drengja að þeir séu réttlausir í íþrótt sinni, að það sé hvenær sem er hægt að vega þá með rógi og níði, sökum kyns þeirra.
Í dag er rógurinn einn eftir.
Fótboltamenn fortíðarinnar eru örugglega ekki syndlausir frekar en annað fólk, og kynbundið ofbeldi er og hefur verið viðloðandi samfélag mannanna, og verið liðið alltof lengi.
Þær syndir réttlæta samt aldrei þá aðför að siðuðu samfélagi líkt og þetta KSÍ-fár er.
Óstaðfestar sögur réttlæta aldrei hópsekt, aldrei rógburð, eða saklaust fólk sé tekið fyrir og þess krafist að það vitni og játi.
Slíkt er og verður alltaf svívirða.
Rógurinn lifir núna sjálfstæðu lífi.
Ekki seinna en í gær þurfti Gróan í ritstjórn Morgunblaðsins að hnýta við í frétt um að Klara Bjartmarz hafi snúið aftur til starfa sinna að "KSí varð fyrir mikilli gagnrýni fyrir þöggun og meðvirkni með gerendum innan sambandsins.".
Þegar enginn er gerandinn, þegar engar eru staðreyndirnar, þá skal samt halda áfram að leggja út af tilbúningnum.
Áfram skal halda að naga af fólki æruna.
Gömul saga og ný með Gróurnar frá Leiti, en ný hvað Morgunblaðið og ritstjórn þess varðar.
Kosturinn er þó sá að núna verða ekki lengur skrifaðir leiðarar eða bréf frá Reykjavík þar sem sett er út á sið og hegðun annarra.
Núna verður ekki lengur sagt; Svona gerir maður ekki, eða þetta með grjótkastið úr glerhúsi eða flísina sem sást ekki fyrir bjálkanum, innistæðan fyrir slíkum orðum er ekki lengur til staðar, hafi hún þá nokkurn tímann verið það.
Það er skítt að Svíar skuli sjá sem okkur var um megn að sjá.
Að allir hafa sinn rétt og við höfum leikreglur sem þarf að virða.
Vonandi höfum við sem þjóð eitthvað lært af þessu.
Til dæmis að það er ekki lifandi í samfélagi þar sem Níðhöggar og Gróur sjá um fréttaflutning, dómstóll götunnar um réttarfarið.
Kínverjar sáu það fyrir rest og fangelsuðu fjórmenningaklíkuna og hafa síðan ekki litið um öxl.
Sárin eru samt ennþá að gróa eftir þetta 10 ára tímabil sturlunar og gengdarlausra ofsókna.
Þar sem orð voru talin ígildi staðreynda, ásakanir voru fullsannaður glæpur.
Það voru ekki við sem fundum upp frasann að það eigi skilyrðislaust að trúa orðum ásakanda, rætur hans eru miklu eldri, og hafa alltaf verið fóður ofsókna og réttarglæpa.
En ef við höfum ekkert lært, þá verður annað svona fár.
Og svo annað.
Svo annað.
.......
Svo annað.
Þar til Níðhöggur er einn uppistandandi, aðrir fallnir fyrir eiturtungu hans.
Kannski.
En kannski biðja þau Guðni, Katrín og Lilja Guðna og Klöru afsökunar, kannski hafa þau manndóminn til þess.
Það væri mikið áfall fyrir Níðhögg og Gróu.
Hver veit.
Hver veit.
Kveðja að austan.
![]() |
Þeir hafa höndlað mál Kolbeins vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 1130
- Frá upphafi: 1469933
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 960
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar