Flagðið.

 

Þorsteinn Pálsson, guðfaðir og einn helsti hugmyndafræðingur Viðreisnar, var sjávarútvegsráðaherra megnið af þeim árum (1991-1999) sem hið frjálsa framsal kvótakerfisins reið um héruð með hernaði gegn sjávarbyggðum landsins.

Útgerðarmenn gátu leigt eða selt aflaheimildir sínar, hjá mörgum dugði það aðeins fyrir skuldum, en hjá flestum var afgangur sem menn stungu í eigin vasa, fóru með verðmætin úr heimabyggð sinni, skildu fólk og fénað eftir í sárum verlausra eigna, án atvinnu, án nokkurrar framtíðar.

 

Yfirskinið var meint hagræðing, sem sannarlega gekk eftir, en það hvarflaði ekki að Þorsteini Pálssyni í allri sinni ráðherratíð að hafa frumkvæði að hluti hinnar meintu hagræðingar færu til baka til fólksins sem miskabætur fyrir tjón þess og atvinnumissi.

Hver er hin raunverulega hagræðing þegar fjöldinn situr uppi með tapið en Örfáir með gróðann??

Að ekki sé minnst á siðleysið og siðblinduna að ganga svona fram.

 

Þorsteinn Pálsson ítrekaði hins vegar iðulega í ræðu og riti að honum fannst hagræðingin ekki ná nógu langt, vísaði hann í fordæmin frá nýfrjálshyggjunni á Nýja Sjálandi þar sem 4 fyrirtæki áttu megnið af aflaheimildum, og sjávarbyggðirnar voru rústir einar líkt og fjandsamlegur óvinaher hefði herjað með eldi og brennum.

Þorsteinn Pálsson hafði hins vegar ekki þann styrk sem þurfti til að láta draum sinn um rústir sjávarbyggðanna rætast, það þótti ekki pólitískt klókt sökum vægi landsbyggðarkjördæmanna, málamiðlun þings við hann var að skorður voru sett á eignarhald aflaheimilda, þar sem miðað var við að einstök fyrirtæki máttu ekki eiga hærri hlutfall af aflaheimildum en sem nam 10% af heildinni.

 

Síðan náðist jafnvægi, eftir kvótahringekjuna eru ennþá mörg byggðarlög blómleg, önnur svona skrimta la la, þær smærri eru flestar aðeins minning um það sem var.

En þó Þorsteinn sé liðinn sem stjórnmálamaður, þá gengur draugur hans aftur í hugmyndafræði Viðreisnar.

Sjávarútvegurinn er vel rekinn, skilar hagnaði, hefur reynst kjölfesta þjóðarinnar í gegnum efnahagshremmingar síðasta áratugar eða svo, það var hann sem hélt þjóðinni á floti eftir fjármálahrunið 2008, og það var hann sem stóð keikur þegar ferðamannaiðnaðurinn hrundi í kóvid heimsfaraldrinum.

Hann borgaði niður skuldir, fjárfesti í nýjum skipum og búnaði í landvinnslu, er samkeppnisfær við sjávarútveg miklu stærri landa eins og Rússlands og Noregs.

 

Einhver hefði sagt að það væri fjandi gott.

Jafnvel hrósað happi að það sé borð fyrir báru á tvísýnum tímum, hvort sem það er vegna heimsfaraldurs, hlýnun jarðar eða átaka og upplausnar þar sem menningarheimar takast á, ný stórveldi eins og Kína ryðjast fram, og þau gömlu taka á móti og svo framvegis.

En fyrir menn eins og Þorstein Pálsson er þarna lag til sjá gamla drauma rætast, um alræði stórfyrirtækja yfir sjávarauðlind þjóðarinnar.

 

Það þarf ekki að efast um að hann er hugmyndafræðingur þeirrar árásarstefnu Viðreisnar á sjávarbyggðir landsins, þingmenn eins og Hanna Katrín eða Þorgerður Katrín hafa ekki hundsvit á sjávarútvegi, þeir hafa örugglega séð mynd af fisk og bát, en þekkingin nær ekki mikið dýpra en það.

Þeir eru nytsamir sakleysingjar í fláráðu plotti biturs manns sem á harma að hefna.

 

Uppboð veiðiheimilda mun þjappa saman eignarhaldi í sjávarútvegi líkt og gerðist á Nýja Sjálandi.

Ekki bara vegna þess að stórfyrirtækin hafa skip, búnað og sölukerfi, heldur líka að þau hafa fjármagnið, þau þola yfirboðin á meðan samkeppnin deyr út.

Vissulega munu nokkur smáfyrirtæki í bolfiskveiðum lifa af hið blóðuga stríð, þau sem búa að nálægð við flug eða gjöfulustu miðin, en hættan er alltaf að þau leitist út í útgerð á þrælagaleiðum eins og litlu yfirbyggðu beitningabátarnir eru í dag.

 

Síðan er það öruggt að aldagamlir kjarasamningar sjómanna sem byggjast á hlutskiptakerfi munu falla, innan ekki svo skamms munu áhafnaleigur sjá um að manna skipin, láglaunavinnuafl sem lætur bjóða sér hvað sem er.

Þetta er ekki forspá, þetta er raunveruleiki uppboða þar sem sá fær sem býður hæst, forsenda slíkra boða er að lágmarka allan kostnað sem snýr að vinnuafli.

Sama mun gerast í landvinnslunni, sá sem svínar mest og svindlar á starfsfólki sínu, hann er handhafi hinna hæstu boða.

Enn og aftur ekki forspá, svona er raunveruleikinn um allan hinn vestræna heim, og reyndar um allan heim þar sem glóbalhagkerfið knýr niður launakostnað, íslenskur sjávarútvegur er sjaldgæf undantekning um framleiðsluatvinnugrein sem borgar mannsæmandi laun.

 

Byggðirnar munu því ekki bara daga uppi vegna samþjöppunar aflaheimilda, langt um fram það sem nú er, þær munu líka blæða holsári vegna þess allur kostnaður er keyrður niður, með innflutningi á ódýru erlendu vinnuafli.

Það verður ekkert mannlíf lengur, aðeins þrælalíf.

Forsendur margra byggða mun bresta, martröðin frá sjávarútvegsráðaherratíð Þorsteins Pálssonar á tíunda áratug síðust aldar, mun ganga aftur, bara miklu illvígari en þá.

 

Í sjálfu sér býr ekki mannvonska að baki þess sem flagðið leggur til, aðeins þjónkun við auð og auðmenn, við sígræðgi og óseðjandi þörf að eignast meira, verða stærri, að ná til sín hverri krónu sem veltur um í samfélaginu.

En það er ekkert annað en mannvonska eða tær illska að styðja flagið, að vilja öðru fólki svona illt.

Reyndar gömul saga og ný, milljónir Þjóðverja studdu stjórnmálamenn sem ætluðu að skapa þýsku þjóðinni lífsrými í austri með því að leggja undir sig lönd og gera heimamenn að þrælum.

Og milljónir á milljónir ofan studdu kommúnista í ránsskap sínum, hvort sem þeir þjóðnýttu fyrirtæki eða lögðu undir sig jarðir bænda og neyddu þá síðan að vinna kauplítið á sínum gömlu jörðum undir merkjum ánauðar sem kommúnistarnir kölluðu samyrkjubú.

 

Það fyndna kannski í dag er að stuðningur við þessa aðför að sjávarbyggðum er mestur hjá fólki sem telur sig andófsfólk, gott fólk, vel meinandi fólk.

Það hlálega er að þetta fólk er svo heimskt að það sér ekki samhengið á milli arðseminnar af vel reknum fyrirtækjum í blómlegum sjávarbyggðum, og sinna eigin lífskjara.

Það heldur að mjólkurkýrin mjólki þegar búið er að rista hana á hol.

Menn geta síðan svo spurt sig hvort er verra, heimskan eða mannvonskan??

 

Flagðið hefur enn og aftur sýnt sitt rétta andlit.

En margir, kannski ekki fjöldinn, en mjög margir sjá aðeins hið fagra skinn.

Týndur er lærdómur ævintýranna, of langt síðan að horft var á Disney teiknimyndir sem voru alveg með á hreinu hvert hlutverk flagða er samfélaginu.

 

Þess vegna kemst flagðið upp með málflutning sinn.

Þess vegna fær það atkvæði í komandi kosningum.

 

Það er eins og velmegunin hafi svipt okkur allri sjálfsbjargarhvöt.

Kveðja að austan.


mbl.is Verja núverandi kerfi „gegn allri skyn­semi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll æfinlega Ómar; sem og aðrir þínir gestir !

Raunsönn lýsing þín; á þessum andskotans óskapnaði, sem hrundið var á flot á árunum 1983/1984, með upptöku kvótakerfisins.

Hvað Útgerð og fiskvinnzlu snertir; má líta á staði, eins og : Eyrarbakka - Stokkseyri - Breiðdalsvík og Stöðvarfjörð t.d.(svo farinn sje hringurinn um landið, rangsælis), sem eyðimerkur klasa Þorsteins Pálssonar og annarra þeirra gerenda, sem komu þessum fjanda á stúfana, 9. og 10, áratugum liðinnar aldar: algjörlega.

Jeg væri ennþá; líklega, Birgðavörður freðfiskjar hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar h/f, (gegndi þeim starfa árin 1983 - 1991) hefðu þessi ósköp ekki dunið yfir þar / sem og allt of víða annarrs staðar, um landið.

Þær gerðu bezt í því; þær stöllurnar Hanna Friðriksson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem og aðrir fylgjendur Viðreisnar klúbbs Evrópusambandsins, að halda kjapti hjeðan í frá, ekki hvað sízt með tilliti til skelfilegrar aðkomu aðal- hugmyndafræðings þeirra, Þorsteins Pálssonar að þessum höfuð- atvinnuvegi landsmanna, í aldanna rás.

Þau Þorsteinn; ættu að hypja sig í skjól einhverra Próventu kontóra ESB, suður á Brussel völlum eða þá, austur til Berlínar sjálfrar, hinnar eiginlegu miðstöðvar Fjórða ríkisins, í stað þess að vera að angra ærlegt og skikkanlegt fólk hjer heima, með sínum stráksskap og dárahætti.

Með; hinum beztu kveðjum austur í fjörðu - sem endranær / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.9.2021 kl. 23:50

2 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Samþjöppun kvóta verður ekki meiri en yfirvöld leyfa (12% í dag). Fullkomna kvótakerfið okkar stenst ekki skoðun.  Brottkast,viktarsvindl þar sem fiski er m.a.breytt í ís, er innbyggt í kerfið.  Við erum á sama stað með veiðiheimildir í þorski og fyrir 37 árum. Hversvegna ætli það sé?  Hér er útgerð með fiskvinnslu niðurgreidd þar sem 80% af fiski fer framhjá fiskmarkaði og í mörgum tilfellum vel undir markaðsverði.  Gleymum ekki að kvótinn, hvað sem okkur kann að finnast um hann, var settur á til að vernda fiskinn í sjónum en ekki einstakar fiskvinnslur í landi. Til að gera fiskveiðikerfið heilbrigðara þarf að klippa milli veiða og vinnslu og setja allan fisk á markað. Þar má svo taka geiðigjald af hverju veiddi kílói.

Tryggvi L. Skjaldarson, 24.9.2021 kl. 07:28

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Hressandi lesning, læt hana standa án þess að bæta við.

Gaman að heyra í þér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.9.2021 kl. 09:31

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Tryggvi.

Brottkast og viktarsvindl voru til áður en kvótinn kom til, en magnast náttúrulega þegar verðmæti eru takmörkuð og kvóti settur á þau.  Slíkt er kerfislægt til að auka verðmæti. 

Önnur kerfi hafa líka sína galla, í raun hefur allt sína galla, en gallarnir einir og sér geta ekki ráðið ákvörðun um hvaða kerfi eru notuð, slíkt er alltaf  mat á kostum versus göllum.

Þetta markað er ein birtingarmynd hugmyndafræði andskotans, kippir grundvelli undan byggð.

Og veistu, þegar frjálsar hetjur hafsins fluttu út á markað í Grimsby, þá sáu þeir að slíkt var ekki gullið og grænu skógarnir, há verð vissulega þegar það var skortur, en þá var bara svo lítið selt.  En þegar vel aflaðist, þá féll verðið, og heildin kom út með tapi.

Kennsla raunveruleikans var að flýja hinn frjálsa markað og leita eftir föstum viðskiptum. 

Fiskmarkaður virkar aðeins sem tekjubót á meðan fáir nýta hann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.9.2021 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 38
  • Sl. sólarhring: 445
  • Sl. viku: 743
  • Frá upphafi: 1320590

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 646
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband