Það er réttur allra að eiga öruggt húsaskjól.

 

Segir Björn Leví Pírati, og mikið vildi ég að allir stjórnmálamenn tæku undir þessi orð hans.

Því þá væru íslensk stjórnmál hætt að snúast um víðáttuvitleysu, heldur um kjarna lífs og siðaðs samfélags.

Réttinn til að ala upp börnin í öruggu skjóli.

 

Því hvað sem menn bulla og sulla, afneita kynjum og kynferði, telja æxlun vera meinta kúgun feðraveldis, eða menn segja að tilgangur lífsins sé auðsöfnun, það er drifkrafturinn, þá er aðeins einn tilgangur með veru okkar hér á jörð.

Að geta af okkur líf, og koma því til manns.

 

Ég hef ekki alltaf verið beint sá jákvæðasti út í Pírata en þetta er rétt hjá Birni, og mikið vildi ég að hann sæi samhengi milli orða sinna og gjörða, en það er önnur saga.

Því það vill svo til, að þegar stjórnmál snúast um kjarna, tilgang samfélagsins og siðaða hegðun stjórnvalda og atvinnulífs gagnvart almenningi, þá finna menn leiðir og lausnir.

 

Ekkert svona vitrænt er rætt í íslenskum stjórnmálum í dag.

Eiginlega miðað við jólasveinaleikinn í aðdraganda kosninganna þar sem auglýsingastofur dældu frá sér loforðakosningaauglýsingum, þá mætti halda að þetta væru kosningar fíflanna, veruleikafirrts fólks sem hefði ekkert að segja.

Sem er fjarri lagi, það er mikið að góðu fólki í framboði, skýringanna er því að leita annað.

 

Vonandi tekst okkur að vinna okkur úr þessu hyldjúpa vitleysingapytti, í landi alsnægtanna, ástandið ekki að vera eins og það er.

Á öld skynseminnar á fíflska ekki að vera drifkraftur allrar stjórnmálaumræðu.

 

Og þess sjást skýr merki í síðustu skoðanakönnunum, Sjálfstæðisflokkurinn er að fá fylgi til baka frá Viðreisn, ekki vegna þess að hann er betur mannaður, þvert á móti, heldur vegna þess að hægri sinnaðir kjósendur óttast að Viðreisn verði lykill að glundroðastjórn glundroðaflokka.

Sem og að gamla góða Framsókn klikkar ekki á svona tímum, fylgi flokksins fer uppá við, taktík Sigurðar Inga, að vera hann sjálfur en ekki skítadreifari á aðra, er að virka.

Síðan vonar maður að kjósendur á vinstri vængnum sjái að þegar Merkel hætti í Þýskalandi, þá fengum við okkar eigin Merkel sem er Katrín Jakobsdóttir.

Því hvað sem verður sagt um vanda þjóðfélagsins, misskiptingu kjara eða annað, þá verður hann ekki leystur með rugli.

 

En kyrrstöðustjórn breytir engu, en hún grefur þó ekki dýpri gröf svo erfiðara verður eða jafnvel ókleyft að fá hér siðaða manneskjulegt þjóðfélag.

EES samingurinn verður að víkja, hann er rótin af flestu enda byggður af hugmyndafræði mannvonsku frjálshyggjunnar.

Hvort sem það er þögult samþykki núverandi ríkisstjórnar á hinni hægfara innlimun eða bein aðild eins og Samfylkingin og Viðreisn leggja til, þá verður ekki aftur snúið þegar heljargreip skrifræðisins hefur lagt allt hér í dróma, frjálshyggju eða markaðsvætt alla starfsemi hins opinbera, gert einstaklingnum eða smærri fyrirtækjum ókleyft að starfa á markaði reglugerðafrumskógarins.

 

Eins er það ótrúlegt að það skuli ekki vera rætt til þaula hvernig þjóðin geti orðið sjálfbær með mat, eigandi alla þennan hita og alla þessa orku, núna á tímum þar sem lofslagshörmungar eru síógn við matvælaframleiðslu heimsbyggðarinnar.

Eða við gerum okkur sjálfbær í orkuöflun og orkunotkun, hafa menn ekki heyrt um vetni eða rafmagn, án þess að við sem þjóðfélag séum færð aftur fyrir daga iðnbyltingarinnar.

Sem er megintrend allrar lofslagstrúboðsins sem núna tröllríður allir umræðu.

 

Jæja, þetta áttu bara að vera örfáar línu.

En endalaust er hægt að blása, en líka þakka.

 

Og Björn Leví á þökk fyrir þessi orð sín.

Mikið gæfi ég fyrir að ég upplifði allavega einar kosningar þar sem þessi mennska, rétturinn til að ala börn uppí öryggi, sé mál málanna.

 

Björn fær prik frá mér.

Kveðja að austan.


mbl.is „Það er réttur allra að eiga öruggt húsaskjól“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll æfinlega Ómar; sem og aðrir gestir, þínir !

Því miður; er ekki orð að marka, sem frá Birni Leví kemur Ómar minn.

Þessi digurbarki; ljet sig ekki muna um, að stökkva á Orkupakka III vagn stjórnar nefnunnar haustið 2019, ásamt öðrum Pírata þingmönnum, að Jóni Þór Ólafssyni einum undanskildum.

Lítið; er gefandi fyrir svona froðu- lið, Austfirðingur mæti.

Þau (Píratar - að Jóni Þór undanskildum); eru ekki Túskildingsins virði, þegar til alvöru- stjórnmála kemur / hangandi aftan í bakhlutum : Bjarna - Katrínar og Sigurðar Inga og þeirra áhangenda, enda,, laumulegir ESB sinnar, þó þau ÞORI EKKI að viðurkenna það, fyrir landsmönnum.

Ljelegheitin uppmáluð / á alla mögulega kanta ! ! !

Með beztu kveðjum; sem endranær austur í fjörðu / af Suðurlandi // 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.9.2021 kl. 15:22

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Óskar Helgi. Píratar eru ófeimnir að viðurkenna að innan raða þeirra finnast bæði ESB aðildarsinnar, aðildarandstæðingar og óákveðnir.

Fyrir vikið er ESB aðild ekki á stefnuskrá Pírata og ekki neitt baráttumál þeirra. Aftur á móti er á stefnuskrá þeirra að leyfa þjóðinni að ráða för í málinu.

Ómar. Björn Leví er vissulega allur að koma til eftir að hann skipti um skoðun á verðtryggingunni og sýndi með því að hann getur meðtekið skynsamlegar röksemdir.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.9.2021 kl. 15:56

3 identicon

Sælir; á ný !

Fornvinur; Guðmundur Ásgeirsson !

Pírata gerpin (upp til hópa); eru gjörsamlega MARKLAUS, flest þeirra.

Jeg leitaði liðsinnis : Björns Levís - Halldóru Mogensen og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þá jeg háði viðureign mína við Lífeyrissjóðakerfið á árunum 2017 - 2018, hvar jeg hugði þau koma til liðs við mig, í umræðu í þinginu um málið, en hvergi örlaði á þeirra liðveizlu / gagnvart mjer; sem og öðrum þeirra, sem þurft hafa að etja kappi gagnvart þessum Moldvörpu bælum.

Þannig að; þú getur alveg sparað þjer frekari lofsyrði, þessu liði til handa, Guðmundur minn.

Sá eini þeirra; sem stendur fyrir sinn Skjöld, er Jón Þór Ólafsson, hver hefur:: því miður, dregið sig í hlje, a.m.k. um sinn.

Merð sömu kveðjum; sem fyrri, engu að síður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.9.2021 kl. 17:12

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar Helgi.

Já ég er ekki beint sá jákvæðasti gagnvart Pírötum, en það breytir því ekki, að ég met það sem vel er gert og sagt.

Fyrirsögn mín vísar í eitt grundvallarmál sem ekki var rætt í aðdraganda kosninganna, hvorki hjá Pírötum eða öðrum.

Frá mínum bæjardyrum er ekki margt félegt í boði, en það breytir því ekki, að mér fannst kjarni þeirrar mennsku sem kom fram í orðum Björns vera þess virði að ég vildi leggja pistil minn út frá því.

En ég sagði margt annað Óskar, pistlar mínir eiga að skoðast sem heild.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.9.2021 kl. 17:40

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Það er nú það og svona er nú það það.

Þetta er eiginlega dagurinn sem ég bögga fáa, nema líklegast fékk Borgþór Ólafsson pílu frá mér í síðasta pistil þessa kosningaviku.

Ég er ekki að fara að vitna, fjarri því en Björn Leví er ágætur, rökfastur og góð manneskja.

Ég kann alveg vel við Helga líka, er miklu oftar sammála honum en nokkurn grunar.

Eigið þið Píratar góðan dag og gangið ykkur vel.

Kveðja til góðs og heiðarlegs baráttumanns fyrir betri heimi, að austan.

Ómar Geirsson, 25.9.2021 kl. 17:45

6 identicon

Sælir; sem fyrr !

Ómar minn; mjer sýnist, að óbreyttu - sem hjer þurfi að koma á laggirnar harðlínuafli: í anda Viktors Orban í Ungverjalandi, t.d.

Augljóst er; að við óbreytt stjórnarfar er ekki unandi lengur / og breytir þá engu, hvor Píratar eigi í hlut eða aðrir: yfirleitt.

Hvað sem því líður; eru pistlar þínir nauðsynlegir í öllu tilliti, þegar horft er til þess, hversu rjettlætið er mistúlkað / eða þá misnotað, af 1/2 Reykjavíkur skrifræðisins, í öllum skilningi - sem, og sums staðar úti á landsbyggðinni, ekki síður.

Sömu kveðjur; sem endranær /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.9.2021 kl. 17:52

7 identicon

Er það ekki víðáttuvitleysa að ætla að taka pening af Pétri svo Páll geti hrúgað niður börnum án þess að hugsa um kostnað? Verða það betri þegnar sem alast upp við að foreldrarnir lifi og framfleyti þeim á bótum og styrkjum frá ríkinu? Er aumingjavæðingarstefna Pírata líkleg til að skila góðu þjóðfélagi?

Er einhver skortur á fólki í heiminum? Er einhver ástæða til að við fjármögnum áhuga fólks á að eignast afkvæmi? Hvenær varð hann til þessi réttur minn til að taka peninga þína til að ala upp börnin mín? Er þessi "réttur" bara fyrir Íslendinga eða eigum við að fjármagna hann um allan heim? Er það ekki svolítil hræsni að kalla eitthvað "rétt" en vilja bara setja pening í og veita hann sínum nánustu, bæjarfélagi, landshluta eða landi?

Mönnum hættir til að rugla saman forréttindum og réttindum. Við njótum þeirra forréttinda að vera ein af auðugustu þjóðum heims og getum því veitt okkar fólki ýmislegt sem flestum þjóðum er ómögulegt að veita. Til að jafna stöðuna þyrftum við af afsala okkur okkar forréttindum. Skera niður í menntun, heilbrigðisþjónustu, lækka laun verulega og gefa frá okkur megnið af lífeyrissparnaði og þjóðarframleiðslu. Það hlýtur að vera réttur fjárvana foreldra um allan heim að hafa aðgang að launum og sparnaði þínum.

Flottum slagorðum og fallegum frösum hættir til að snúast í andhverfu sína við framkvæmd. Leiðin til helvítis er vörðuð góðum ásetningum.

Top 10 Mao Zedong Quotes - BrainyQuote

Vagn (IP-tala skráð) 25.9.2021 kl. 18:20

8 identicon

Sæll Ómar. Sammála þér og Birni Leví. Húsnæði er númer eitt á listanum yfir hvað sé mikilvægast hverjum einstaklingi. Sérstaklega á kalda klakanum, þar sem tjaldbúðir væru kuldalegar stóran part af árinu. Hirðingjalíf er þessu auðuga landi ekki til sóma.

Þak á húsaleigu og viðráðanlegt leiguverð er eitthvað sem verður hreinlega að nást í gegnum nei-arana á alþingi og í ríkisstjórn, hver sem hún verður eftir kosningar. Sumir vilja ráða bót á þessu og aðrir ekki. Nei-urunum er greinilega ekki kalt, og vilja nota aurana í sín eigin gæluverkefni innan fyrirtækjabransans. Forgangsröðun getur verið verulega heilsuspillandi, þegar ekkert kemst að hjá sumum, nema fyrirtækjagræðgin ein og sér. Hefur líklega eitthvað með heilastarfsemina að gera, hvað fólk skilur og skilur ekki.

Lánakjör til íbúðarkaupa á Íslandi eru óörugg og villimannsleg verbólgubombur. Og bankarnir andlitslausu græða sem aldrei fyrr á neyð margra. Virðast ráða yfir alþingi og ríkisstjórn.

Sveitarfélög eru ekki að standa sig í að gera skyldu sína að skaffa lóðir og húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Lóðaverð er varla á færi vel efnaðra einstaklinga, hvað þá þeirra sem minna þéna.

Ég er ekki Pírati, en það er að mínu mati sama hvaðan gott kemur. Góð áminning hjá Birni Leví.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2021 kl. 19:03

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar Helgi.

Heyrðu, ég held að Píratar eigi eftir að koma að fáu, liggur í eðli þeirra.

Harðlínuafl, jamm og jæja, til dæmis um vitleysu, verður hún þá ekki aðeins verri??

Eigum við ekki að segja Óskar að ég trúi á manninn, og þá leiðsögn sem hann fær þegar hann horfir til himins og lútir síðan höfði í auðmýkt og bæn.

Ég er ekki fyrir isma, eða hart eða mjúkt.

Ég hef hins vegar kynnst fegurð lífsins, í gegnum venjulegt fólk, samkennd þess og væntumþykju.

Þegar við uppgötvum Óskar að það eru engin betri en við sjálf, þá fer þetta ganga.

Þangað til þá skulum víð stundum meta það sem vel er sagt, og vel er meint.

Trúr því, þá er þetta dagurinn sem ég læt það eiga sig að skamma Pírata.

En Loga hins vegar???, hvernig er hægt að hætta því?

Heyrumst Óskar þegar þar að kemur í línu tímans.

Á meðan er það kveðjan.

Að austan.

Ómar Geirsson, 25.9.2021 kl. 20:59

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Það er nákvæmlega sama hvaðan gott kemur, þeir sem þekkja til skrifa minna, geta alveg ímyndað sér að tilvitnun í Pírata átti ekki að verða fyrri pistil þessa dags.

En þetta er eiginlega það besta sem ég hef heyrt í þessari kosningabaráttu, og ég er ekki alveg viss um að Björn Leví hafi hugsað orð sín út frá því samhengi.

Eða hver les Smartland, og síðan eitthvað um pólitík??

Þessu verkefni átti að vera lokið á síðustu öld, og það var langt komið.

Eða alveg þar til svertan og sígræðgin undir merkjum frjálshyggjunnar hóf tangarsókn sína.

Gegn velferð og velmegun fjöldans, til að hinir fáu gætu grætt meira.

En við fáum annað tækifæri fyrri hluta þessarar aldar, ef það er ekki nýtt, þá er það vegna þess að mennskan og mannúðin var endanlega gerð útlæg úr mannlegu samfélagi.

Þá er stutt í Miðgarðsorminn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.9.2021 kl. 21:05

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Vagn minn góður, mín ágæta rafeind sem er forboði þess sem Útrýmingarnefnd Sameinuðu þjóðanna flokkar sem ógn við tilvist mannsins.

Skildi samt ekki alveg pointið hvað það varðar, en eitthvað ljós kviknaði þegar ég las athugasemd þína, eitt er víst að hún er allavega ekki kveðja frá dúnmjúkum svæflum í Rafeindaveröld.

Mig grunar að ef ég myndi senda þessa athugasemd þína til útrýmingarnefndarinnar, þá fengi ég hraðpóst til baka, með einu orði;

Einmitt.

Og ekki meir um það að segja.

Samt er það kosningakveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.9.2021 kl. 21:11

12 identicon

Flestir aðrir en þú mundu telja það óráð að bjóða fjárhagslegan ávinning og fríðindi fyrir að fjölga mannkyninu. Og fáir sem telja það einhverja ógn og útrýmingarstefnu að bjóða það ekki. En þið þarna fyrir austan getið víst ekki viðhaldið ykkur nema fá fyrir það frítt húsnæði og greiðslur frá vinnandi fólki.

Vagn (IP-tala skráð) 26.9.2021 kl. 01:19

13 Smámynd: Ómar Geirsson

A ha a ha a ha, ég er nú ekki bara að brosa yfir þér rafeind mín góða, heldur aðallega yfir athugasemd góðs vinar á feisbók núna rétt áðan, og þú gerðir ekkert annað en að bæta í, það er brosið.

Heyrðu, ég fattaði þig ekki alveg strax, búinn að lesa undanfarið nokkrar skarpar athugasemdir hjá þér í kóvid umræðunni, veit því alveg að þú hefur aðgang að gagnabanka sem hefur yfirskriftina "Vitræn rök", en þú ert ekki beint að nota hann núna.

Svo náttúrulega kveikti ég, ég ýjaði hér að ofan að Nefndin þarna hjá Sameinuðu þjóðunum gæti tekið athugasemd þína sem dæmi um staðfestingu af ógninni sem mannkyninu stafaði af gervigreind, og þú hafir snarlega verið settur inná lykkju sem heitir; "hvernig spila ég mig vitlausan".

Því ef mér yrði á að senda þessa athugasemd líka til Nefndarinnar, þá yrði kannski ógnin af gervigreind strikuðu út af listanum um ógnirnar sem geta útrýmt mannkyninu.

En þú platar mig ekki Vagn minn, láttu þig ekki dreyma um það.

Ég veit að þú ert að plata, svo ég sendi ekki athugasemdina áleiðis.

Þið rafeindirnar eru ennþá inná listanum.

Með kosningagleðikveðjum að austan.

Ómar Geirsson, 26.9.2021 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 1321547

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband