Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.12.2021 | 17:38
Heimskunni þarf að linna.
Þjóðin er í fangelsi.
Á annað tug þúsunda fólks, ekkert eða í besta falli smávægilega veikt, er í sóttkví eða einangrun, starfsemi fyrirtækja raskast, þjónusta er ekki veitt, ráðist er að eðlilegu lífi barna okkar.
Og af hverju??
Farsóttarnefnd Landspítalans svarar þessari spurningu með ákalli sínu.
"Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa þungar áhyggjur af þeim hópi fólks sem ekki hefur látið bólusetja sig. Þau segja að tölur um fjölda innlagna og alvarlegra veikinda meðal fólks í þessum hópi tali sínu máli.
Fram kemur í tilkynningu, að frá upphafi fjórðu bylgju í sumar hafi 43% innlagna (110 einstaklingar) verið úr hópi óbólusettra sem telji um 27 þúsund manns á meðan 54% innlagna (140 einstaklingar) hafi komið úr hópi fullbólusettra sem eru nær 300 þúsund. Nú sé svo komið að 5 af 6 sjúklingum á gjörgæslu séu óbólusettir.
Starfsfólk Landspítala biðlar til þeirra sem valið hafa að láta ekki bólusetja sig að endurskoða þá ákvörðun hið fyrsta; þeirra vegna, spítalans vegna og í þágu samfélagsins alls, segir í tilkynningunni. ".
Og ég spyr bara, hversu heimskt getur fólk í ábyrgðarstöðu eiginleg orðið??
Á allt að vera í hershöndum í þjóðfélaginu vegna einstaklinga sem tóku þá meðvitaða ákvörðun að láta ekki bólusetja sig, þegar bólusetning var í boði fyrir alla og kostir og gallar bólusetninga lágu fyrir.
Að láta ekki bólusetja sig er meðvituð ákvörðun, byggð á mati og lífsskoðunum fólks.
Að restin af þjóðfélaginu er í spennutreyju vegna þessarar meðvitaðar ákvörðunar er út yfir öll mörk skynseminnar.
Ef Landsspítalinn finnur fyrir álagi sem hann ræður ekki við, þá lokar hann einfaldlega á þetta fólk, það á að axla ábyrgð á ákvörðun sinni, ekki aðrir.
Ekki heilbrigðisstarfsfólk.
Ekki sá stóri hluti þjóðarinnar sem tók þá meðvituðu frjálsu ákvörðun að þiggja bólusetningu eftir að hún var í boði.
Hvað er eiginlega að fólki sem réttlætir sóttvarnir á tímum bólusetningar og meinlausrar kvefpestar, með vísan í eitthvað miniprómil sem kaus að fara aðra leið??
Sökin liggur ekki hjá hinum óbólusettu eða fólkinu sem dag og nótt hefur barist gegn sóttvörnum til að tryggja ótímabæran dauða samborgara sinna.
Það er eins og það er, en að kóa með, er á ábyrgð þeirra sem láta svona út úr sér.
Vandinn er sem sagt í raun enginn.
Af hverju þá þetta fangelsi þjóðarinnar??
Meikar ekki sens nema eitthvað annarlegt búi að baki.
Að veiran sé kærkomið tækifæri fyrir helsi og höft.
Trúi því ekki.
En þá þarf heimskunni að linna.
Með því að segja hingað og ekki lengra.
Hættið þessari vitleysu.
Kveðja að austan.
![]() |
Óbólusettir endurskoði sína ákvörðun sem fyrst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2021 | 17:31
Frelsi, já þetta frelsi.
Eftir stendur ábyrgð einstaklingsins á gjörðum sínum, sem og skylda stjórnvalda að vernda þegna sína.
Á neyðartímum fara aðeins viðrini gegn almannahag, og í þessu máli er ekki deilt um slíkan rétt.
Frekar svona, hvar eru mörkin??
Málflutningur Arnars væri heill ef hann héldi sig við þessa spurningu, hvar eru mörkin??
En óheill er hann þegar hann styður sig við málstað vitleysingahjarðarinnar, fólksins sem fyrst afneitaði alvarleik veirunnar, og þegar raunveruleikinn gerði út um þau viðhorf, afneitar mikilvægi bólusetninga, notar árangurinn sem rök gegn tilgangi þeirra.
Meinið er bullið sem hjörðin fóðrar forheimsku sína á, rétt eða rangt skiptir engu máli þegar trúin er annars vegar.
Eitt slíkt er árásin gegn veiruprófunum sem vísindin hafa þróað til að greina veiruna, og sóttvarnaryfirvöld nota sem tæki til að ákvarða sóttvarnir, sóttkví og einangrun smitaðra.
Rök forheimskunnar er að þau séu ekki hundrað prósent örugg, eins og eitthvað sé öruggt í þessum heimi.
Aðeins illa vitlaust fólk sér skynsemina í slíkum málflutningi, og illa vitlaust fólk er aldrei aðhald gegn einu eða neinu, allra síst umdeildum ákvörðunum stjórnvalda.
Slíkt skemmir aðeins fyrir að nauðsynlegar spurningar séu spurðar.
Spurningum sem þarf að spyrja og við þurfum að ræða.
Án þess að ég nenni að vitna í frétt Mbl.is þar sem sjónarmið Jóns Ívars, Harvardprófessors voru reifuð, þá skiptir öllu að sjónarmið hans séu rædd, ekki bara út frá göllum, heldur líka út frá því gilda sjónarmiði Jóns Ívars, að ekki sé hægt að gera börnunum okkar sem eiga að erfa landið, að þau séu lokuð inni ár eftir ár.
Og núna þegar bólusetningin virkar, því látum við ekki á hana reyna??
Vissulega eru sjónarmiðin mörg, meðal annars fjöldasýking þeirra sem eiga að annast afa okkar og ömmur á hjúkrunarheimilum, sem og hlúa að og sinna veikum.
Að ekki sé minnst á lækna og hjúkrunarfólk sem veikjast, bæði geta ekki sinnt verkum sínum, eða það sem verra er, sýkja viðkvæma við aðgerð, eða eftir aðgerð.
Þess vegna þarf sóttvarnir, hömlur á útbreiðslu veirunnar eru nauðsynlegar.
En að því gefnu, hver er áhættan af því að fullbólusett fólk sýkist??
Bæði er það ólíklegra til að smitast, sem og að það smitið nær varla að slá við slæmu kvefi.
Vissulega eru margir sem eru bólusettir ekki varðir, hefur eitthvað með ónæmiskerfi þeirra að gera, en slíkt er hægt að rannsaka, og verjast í kjölfarið með ýtrustu sóttvörnum viðkomandi.
Eftir stendur hinir óbólusettu, fólkið sem tekur þá sjálfstæðu ákvörðun að treysta á guð og lukkuna, og það fólk má aldrei vera faktur í þeim nauðsynlegu ákvörðunum sem samfélagið þarf að taka.
Vissulega er þetta fólkið sem yfirfyllir sjúkrahúsin, veldur því neyðarástandi sem sóttvarnaryfirvöld telja sig knúin til að bregðast við.
Þetta er fólkið sem er að deyja, og mun deyja, en stóra spurningin er, hvað með það??
Er það ekki frjálst ákvarðana sinna??
Ef ákvörðunin er röng, þá á hún ekki að bitna á öðrum.
Hvað þá að hún sé röksemd fyrir lokunum á eðlilegt mannlíf, á ráni á eðlilegu lífi æsku okkar.
Bólusetningar eru valkostur, þeim stendur öllum til boða.
Sá sem kýs að bólusetja sig ekki, fyrirgerir rétt sínum á þjónustu heilbrigðiskerfisins, ef ákvörðun hans reynist röng.
Hann verður að taka afleiðingum af meðvitaðri ákvörðun sinni, axla ábyrgð hvað þær varðar.
Vissulega má senda honum lyf, sérstaklega þau lyf sem hann telur hjálpa, og ef það hlýtur að vera hægt að tryggja nægjanlegt súrefni handa þeim sem þurfa á því að halda, má senda það til hans, annars hefur viðkomandi fyrirgert sér réttinn á þjónustu heilbrigðiskerfisins,
Í því er jú frelsi hans fólgið.
Eftir stendur slaki sem á að duga til að við komust í gegnum núverandi smitbylgju.
Sóttvarnir hindra að hún verði of brött og setji allt á hliðina, bólusetningar tryggja að hún ógni ekki fleirum en hægt er að vernda.
Allsherjarlokun, frysting mannlífs, getur ekki verið valkostur, núna tæpum tveimur árum eftir að kóvidveiran fékk frelsi að smita heimsbyggðina vegna þess að keyptir stjórnmálamenn glóbalsins gátu ekki lokað á smitleiðir hennar frá Kína í tíma.
Í dag höfum við bóluefnin, í dag höfum við lyf sem virka.
Ekkert réttlætir því Groundhog day endurtekninganna.
Veiruna þarf að feisa á meðan bólusetningar virka.
Annað er afglapaferð.
Í anda þess frelsis sem afneitar alvarleik veirunnar eða staðreyndum sem sóttvarnaryfirvöld byggja ákvarðanir sínar á.
Heimskan er valkvæð.
En það er líka valkvætt að læsa samfélaginu vegna veiru sem bólusetningar koma í veg fyrir alvarleg veikindi.
Þetta er næstum því eins og að banna kvef.
Frelsum því skynsemina.
Stjórnum þessu.
Mætum veirunni á meðan við ráðum við hana.
Kveðja að austan.
![]() |
Vonar að stigið verði á bremsuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
14.11.2021 | 13:36
"Við erum enn á barmi stórslyss í loftslagsmálum"
Segir Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, stóra spurningin er þá, af hverju gerir hann þá ekkert??
"Loftslagsbreytingar ógnar tilveru mannkyns" segir "Carolyn Maloney, sem er formaður eftirlisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings við yfirheyrslu á forstjórum stóru olíufyrirtækjanna vestra. Það var eins og hún var að gera þá ábyrga fyrir notkun mannkyns á jarðeldsneyti, líkt og hún væri að leita að blóraböggli til að réttlæta aðgerðaleysi Bandaríkjanna í lofslagsmálum.
"Stund sannleikans fyrir mannkynið" sagði Boris Johnson í aðdraganda lofslagsráðstefnunnar, í opnunarræðu sinni líkti hann ógninni af manngerðum lofslagsbreytingum við dómsdagtæki út James Bond mynd, þó nærri lagi væri að hann sýndi cult kunnáttu og líkt henni við Helstirnið í Star Wars.
Úlfur, Úlfur var hrópað og niðurstaðna var gaggandi hæna.
Svo ætlast þetta fólk til þess að það sé tekið mark á því.
Ef hættan er svona alvarleg, þá mæta menn henni, í stað þess að tala um hana, mála hana sterkum litum, og gera svo lítið sem ekkert sem skiptir máli.
Slíkt er alltaf blekking, sýndarmennska.
Í viðtengdri frétt er sagt að "Alok Sharma, forseti COP26 var tárvotur um augun þegar þegar niðurstaðan var ljós og baðst afsökunar því hvernig málin hefðu þróast."
Hver biðst afsökunar í stað þess að standa í lappirnar og segja, þetta er rangt?
Við gerðum ekki nóg segir aðalritarinn, skrýtin játning þegar fyrir liggur að loftslagsvísindamenn segja að "að þær aðgerðir sem voru samþykktar dugi skammt til að sporna við hlýnun jarðar."
Til hvers eru þá menn að þessu, til hvers er leikurinn gerður??
Þetta er svona eins og að ef stjörnufræðingar hefðu fundið lofstein á braut um sólu sem myndi skarast við braut jörðu eftir 5 ár, mannkynið hefði 5 ár til að þróa eldflaug sem myndi mæta steininum og sprengja hann í loft upp, en ágreiningur um hver ætti að gera hvað, bera ábyrgðina og svo framvegis, varð til þess að samþykkt var að varnir jarðar yrðu í því fólgnar að flokkur götustráka yrðu settir uppá Effel turninn og þeir ættu að kasta steinum í átt að loftsteininum eftir að hann kæmi inní gufuhvolf jarðar.
Eitthvað sem skiptir engu, en leiðtogar jarðar gætu þó sagt að þeir hafi náð samkomulagi þó það "sé ekki nóg".
Hvaða skrípaleikur er þetta eiginlega??
Nú þegar er byrjað að taka viðtal við íslensku lofslagstrúðana sem tala um árangur, skref í rétta átt, og eru örugglega þegar byrjaðir að brugga hinu dreifðu byggðum sem og tekjulægri hópum launráð sín.
Kostnaður við samgöngu og flutninga verður brátt óbærilegur fyrir landsbyggðina, kolefnaskattur umhverfisráðherra mun bíta tekjulægri hópa svo þeir dragi úr ferðum og ferðalögum, eitthvað sem skiptir litlu því hinir tekjuhærri bera meginábyrgðina á því kolefnaspori.
Svo fara menn að gróðursetja tré, horfandi framhjá því að vegna hlýnandi veðurfars eru tré að spretta upp í tugþúsundavís á hverju ári af sjálfsánu fræi.
Og jú, hækka raforkuverð, þvinga orkuskipti í samgöngum með illu uppá þjóðina, og bæta fríverslunarkjörin við Kína svo það er öruggt að það litla jákvæða sem gert er, þurrkist út með innflutningi á ódýrum kolefnamengandi varningi.
Í því síðastnefnda kristallast nefnilega hin algjör hræsni íslenskra ráðamanna varðandi lofslagsbreytingar af mannavöldum.
Innlend framleiðsla, vörur og þjónusta frá orku sem er umhverfisvæn, er brotin niður með innflutningi á ódýrum vörum frá mengunarbæli heimsins.
Það dugar ekki minna en fríverslunarsamningur til að tryggja innflutning á þeirri mengun.
Aðförin að íslenskum landbúnaði er annað dæmi.
Í stað þess að efla innlenda matvælaframleiðslu, nýta jarðorkuna okkar til að framleiða megnið af öllu grænmeti og ávöxtum sem þjóðin þarf, gera kjötframleiðsluna að fyrirmynd fyrir heimsbyggðina varðandi kolefnisspor, þá er stjórnvöld í beinu stríði við landbúnaðinn.
Raforkukostnaðurinn er vísvitandi hækkaður með vísan í ESB reglugerðir í stað þess að líta á matvælaframleiðendur sem eina samningsheild og bjóða þeim rafmagn á stóriðjuverði, flutningsgjöld stórhækkuð með eldsneytissköttum og kolefnaskatti, að ekki sé minnst á hina hægdrepandi aðgerð að leyfa innflutning á ófrosnu kjöti, tifandi tímasprengju búfjársjúkdóma.
Eitt er sagt, annað er gert.
Það sama gildir um hinn stóra heim, ríki þriðja heimsins sem bera enga ábyrgð á útblæstri gróðurhúslofttegunda, þurfa sætta sig við orkuskort og það sem býðst verður á verði sem fátækir íbúar viðkomandi landa munu hafa illa efni á.
Skýringin er kárínur gagnvart jarðeldsneytisiðnaðinum sem og hinn tilbúni orkuskortur í Evrópu.
Matvælaverð mun hækka, burt séð frá öllum meintum náttúruhamförum, dýrari orka eða orkuleysi hækkar öll aðföng og ef bændur eiga að lifa af, þá þurfa þeir hækkun á afurðum sínum.
Orkuskortur, hungur, hjá fólki sem síst skyldi og enga ábyrgð ber.
Þannig er framtíðarsýn lofslagsráðsstefna Sameinuðu þjóðanna, aðgerðir sem eiga bíta, svo ég vitni í umhverfisráðherra, vega að lífi og tilveru fátækari hluta heimsbyggðarinnar, jafnt í þriðja heiminum sem og á Vesturlöndum.
Að baki er helstefna hugmyndafræði sem færir mengun til, frá Vesturlöndum í kolabræðslur Kína og Indlands, sem skattleggur orku til að þvinga fram orkuskipti, í orkugjafa sem sannarlega í dag geta ekki sinnt núverandi orkuþörf mannkyns.
Helstefna sem fjármagnar og gerir út lofslagstrúða, og nærir múgæsing, aðallega æskunnar sem býr í foreldrahúsum og nýtir fjármuni sína í borgarferðir mörgum sinnum á ári, og heimsreisur þess á milli.
Með öðrum orðum, Leikhús fáránleikans.
Þetta er aumkunarvert.
Það er aumkunarvert fólk sem mætti til Glasgow og gerði sjálfa sig og heimsbyggðina að fífli.
Það verður síðan ennþá aumkunarverðar þegar það berst fyrir kvaðir á náungann og þvingar fram orkuskipti í löndum sem hafa ekki aðra orku til að hlaupa í.
Því hin manngerða kreppa mun engu breyta um lofslagsvána, þó litla Evrópa hætti að blása gróðurhúsloftegundum út í andrúmsloftið, þá er aukningin í kolbrennslu glóbalsins það mikil að heildarmengun eykst, og það er það sem skiptir máli.
Mengun á heimsvísu en ekki mengun einstakra landa.
Á meðan megnið af neysluvörum heimsbyggðarinnar er framleitt í Kína og í minna mæli hjá öðrum verksmiðjubúum alþjóðavæðingarinnar, þá skiptir engu þó vel stæð ríki nái að fjármagna orkuskipti sín, eða ofstækisfólk að knýja þau í gegn.
Koltvísýringurinn í andrúmsloftinu eykst, veðuröfgar magnast, mannkynið allt situr í súpunni.
Þess vegna er svo broslegt þegar leiðtogar landa eins og Danmerkur eða Kosta Ríka í sýndarmennskunni einni saman stíga á stokk og segjast hætta að nota jarðeldsneyti fyrir 2050, jafnvel þó tugir leiðtoga smáríkja herma eftir þeim, þá skiptir það engu.
Ekki á meðan Kína og Indland er ekki með, og ekki á meðan hin "frjálsa" verslun glóbalsins drepur niður alla framleiðslu en þá sem kemur frá mengunarsóðunum.
Eitthvað svo augljóst.
Nema það segir þetta enginn.
Enginn bendir á hinn nakta keisara og segir; Oj bara.
Á meðan grætur framtíð barna okkar í takt við grát jarðar.
Kveðja að austan.
![]() |
Nýr loftslagssamningur samþykktur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
11.11.2021 | 22:36
Sannleikann um loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna.
Má sjá á þessari mynd um losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum frá Ríó ráðstefnunni 1992, en þá var alþjóðasamfélagið búið að viðurkenna hættuna og lofaði að grípa til aðgerða.
Vesturlönd hafa markvisst losað mengandi framleiðslu til Kína og í minna mæli til annarra svokallaðra nýiðnaðarríkja, sem hafa engar kvaðir haft, og getað losað að vild gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið.
Allar aðgerðir hafa í raun verið sýndarmennska, engu skilað til að draga úr útblæstri, þvert á móti, mun minna mengandi verksmiðjum hefur verið lokað og framleiðsla þeirra flutt til landa sem nýta kol sem aðalorkugjafa.
En kola menga margfalt meira en jarðgas, og mun meira en olía.
Það eru engar líkur á að eitthvað breytist á morgun í Glasgow, nema síður sé, útlit er fyrir að vestrænir lofslagstrúðar þrýsti á lofslagsskatta, og óraunhæf markmið um orkuskipti með einni afleiðingu, orkukreppu af mannavöldum.
Æ fleiri vestræn fyrirtæki munu leggja upp laupana, og þar sem neyslan minnkar ekki, eykst innflutningur á mengandi vörum frá Kína og öðrum mengunarsóðum.
Niðurstaðan, aukin loftslagsmengun, mannkynið fjarlægist loftslagsmarkmið sín.
Loftslagstrúðurinn, við þekkjum þá nokkra hérlendis, er nefnilega drifinn áfram af allt öðrum hvötum en þeim að gera eitthvað sem skiptir máli varðandi lofslagsmál.
Hjá honum snýst þetta um völd, um að viðhalda hræðsluáróðri með því að geta bent sífellt á að heimurinn versnandi fer, þökk sé honum og þeirri stefnu sem hann seldi sálu sína.
Það er nefnilega ekki einleikið hvað afneitun loftslagstrúðanna á raunveruleikanum, og því sem þarf að gera, líkist mjög hinum kostuðu friðarhreyfingum Vesturlanda á áttunda og níuna áratug síðustu aldar, en þar börðust menn fyrir einhliða afvopnun vestrænna ríkja gagnvart óvini sem var grár fyrri járnum, sem bætti í á meðan krafan var um að vestræn ríki leggðu niður vopn.
Að sjálfsögðu fjármögnuðu Sovétmenn þessa heimsku, friðartrúðarnir voru ekki vitlausir eftir allt saman, þeir voru aðeins verkfæri hagsmuna, og er það ekki sama með lofslagstrúðanna??
Hverjir hafa grætt á flutningi framleiðslu frá lókal yfir í glóbal??
Kínverjar vissulega en megnið af gróðanum hefur orði eftir í vasa glóbal fjármagnsins, sem lætur framleiða eins ódýrt og mögulegt er, og selur vestrænum neytendum á margföldu verði.
Sem dæmi þá myndu Nike skór ekki lækka mikið í verði, kannski 3-5%, ef framleiðslukostnaðurinn færi niður í krónu stykkið.
Þetta er liðið sem er að baki lofslagstrúðunum.
Þetta er liðið sem segir, ferðumst um á seglskipum svo við mengum ekki himinhvolfið, svo vitnað sé í einn trúðinn og ímynd hans.
Þetta er liðið sem stanslaust fóðrar hræðsluáróðurinn þar sem lausnin er skattar, álögur, aðför að störfum fólks, áróður sem kemur samviskubiti inní dýpstu hjartarrætur fólks, svo það trúir að þess eini kostur sé að hafna nútímanum og taka uppi hætti miðaldamanna, það er lífið fyrir jarðeldsneyti.
Eða réttara sagt, að fátæka fólkið sem hefur ekki efni á hinn nýju orku, fari þangað, atvinnulaust, eigandi ekki fyrir hita og rafmagni, hefur ekki efni á fæðunni eftir stórhækkun matvælaverðs, getur ekki ferðast, bæði fyrir sköttum og gjöldum, sem og það hefur ekki efni á töfrabílunum sem ekkert eiga að menga.
Það er nefnilega ekki bara loftslagstrúðarnir sem segja eitt og gera annað, sá sem er kvalinn af samviskubiti, hann fær sína syndaaflausn með því að styðja kvaðir á náungann.
Þetta er kjarni þess að ekkert breytist.
Vestrænir stjórnmálamenn eru í vasa hagsmuna sem hafa gert út á loftslagsumræðuna í áratugi, stjórna umræðunni, móta hugmyndafræðina, fóðra múgæsingu og heimsku.
Fóðra bæði loftslagsafneitara sem og lofslagstrúða.
Tryggja þar með ruglanda umræðunnar og það að ekkert sé gert sem skiptir máli, nema þá í flugumynd þess sem annars hægt væri að gera.
Á meðan hlýnar jörðin, sannarlega.
Og öfgarnar sem við höfum þegar séð í veðurfarinu undanfarin ár, eru aðeins upphaf þess sem koma skal.
Siðmenningin er undir því hún þolir ekki þessa veðuröfga, þegar heilu samfélögin hrynja, líkt og þegar er að gerast í Karabíska hafinu og hluta Mið Ameríku, þá leitar fólk þangað þar sem samfélögin halda ennþá velli.
Flóttamannastraumurinn sem við þekkjum í dag verður aðeins hjóm eitt miðað við þann sem á eftir að verða eftir áratug eða svo.
Svo heldur ástandið aðeins áfram að versna.
Það er ótrúleg forheimska að feisa þetta ekki.
Afneitun okkar er glæpur gagnvart lífinu sem við ólum.
Við sem örþjóð getum kannski lítið gert í hinu stærra samhengi, en okkar framlag gæti samt skipt sköpum, að við verðum fyrsta þjóðin sem segir lofslagstrúðunum að þegja þegar þeir koma heim með óráð sín frá þessari ráðstefnu sýndarmennskunnar og blekkingarinnar.
Það væri þarft, bæði fyrir okkur og heiminn.
Við erum ekki heimsk.
Það er í eðli okkar að verja lífið sem við ólum.
Og það er úrkynjun að gera það ekki.
Kveðja að austan.
11.11.2021 | 13:15
Það er faraldur Haraldur.
Nema Haraldur Briem er víst ekki lengur sóttvarnalæknir.
Eftir stendur spurningin, hvernig ætlum við að tækla þennan haustfaraldur, núna þegar ljóst er að bólusetningar koma ekki í veg fyrir smit, og fáum dettur í hug lengur að skella skuldinni á óbólusetta.
Ætlum við að verja landamærin??.
Ætlum við að þrauka í nokkurn veginn eðlilegu samfélagi þar til obbinn er búinn að fá þriðju sprautuna?
Ætlum við að efla heilbrigðiskerfið til að takast á við þessu fáu prósent sem bólusetningin er sögð ekki vernda??
Eða ætlum við virkilega, virkilega að hjakka aftur og aftur í sömu hjólförunum, spilandi sömu plötuna, að það sé kominn faraldur??
Þessum spurningum þurfa heilbrigðisyfirvöld að svara, annað er háðung, líkt og reka puttann framan í þjóðina.
Það er síðan vítavert að þeim hafi ekki þegar verið svarað, og niðurstaðan kynnt núna þegar heilbrigðisyfirvöld telja sig knúin til að herða sóttvarnir með tilheyrandi inngripi í daglegt líf fólks.
Það er ekki eins og það hefði ekki verið vitað að bólusettir bæru með sér smit þegar landið var opnað, og þá þegar voru komnar fram vísbendingar frá Ísrael að virkni bóluefna gegn smiti minnkað hratt nokkrum viku eftir bólusetningu, þó enginn hefði kannski trúað að þetta væri svikin vara, og landsmenn væru ekki einu sinni öruggir fram að jólum.
Svar óskast.
Annað en að það sé faraldur, Haraldur.
Kveðja að austan.
![]() |
Hertar aðgerðir á teikniborðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2021 | 23:05
Landsspítalinn kallar á hertar aðgerðir.
Hættir að ráða við ástandið á næstu dögum.
Gott og vel, ekki er hægt að mótmæla því að bólusetningar ná ekki að hemja kóvid veiruna, og eitthvað þarf að gera.
Og eins og staðan er í dag, þá er augljóst að við þurfum að láta eins og þjóðin sé ekki bólusett, og byrja aftur að loka og læsa.
En samt þurfum við að spyrja okkur einnar spurningar, er það boðlegt að stjórnvöld opni ítrekað fyrir innflutning á veirunni, eftir langt tímabil fórna almennings, og það koma alltaf jafn mikið á óvart að faraldurinn fari á flug á ný??
Aftur og aftur, og alltaf jafn hissa.
Alltaf sami einfeldningshátturinn, sagt að núna sé óhætt að slaka á hömlum, því aðrar þjóðir gera það.
Ekki að það er ekki til lengdar hægt að loka heila þjóð inni, bæði inní landinu sem og inná heimilum sínum og fólki sé meinað fátt annað en að sinna vinnu og heimili því annars er lokað á flest allt sem tengist afþreyingu og tómstundum.
En samt, á einhverjum tímapunkti þarf að treysta á varnirnar, bæði bólusetningu, ný lyf, bætta meðferð, sem og þekkingu almennings við að sinna persónulegum sóttvörnum.
Sem og að gera heilbrigðiskerfinu kleyft að takast á við kúfinn á meðan hann gengur yfir.
Og það er þar sem stjórnvöld hafa brugðist, staðan á Landsspítalanum er nákvæmlega sú sama og í upphafi faraldurs, nema núna er hún verri ef eitthvað er því það saxast á starfsfólk þegar það vinnur í langan tíma undir svona stöðugu álagi eins og hjúkrun kóvidsjúklinga er.
Hvernig dettur heilvita manni í hug að það sé hægt að takast á við heimsfaraldur með aðeins 16 gjörgæslurúm, eða hvað lág sú tala annars er, því þetta er pikkað inn eftir minni.
Gjörgæslan ræður ekki einu sinni við alvarlegt rútuslys, ætla menn þá til öryggis að banna allar rútuferðir??
Það er eitthvað mikið virkilega að í stjórnun þjóðarinnar í dag.
Það er ekki eðlilegt að faraldurinn komi mönnum jafn mikið á óvart, og söngurinn sé alltaf sá sami, núna þarf að herða því Landspítalinn ræður ekki við ástandið.
Og ástandið slær ekki einu sinni við meðalflensu, ekki í augnablikinu, þökk sé bólusetningunni sem virðist þó duga til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi fjöldans.
Þetta er ekki lengur boðlegur málflutningur hjá sóttvarnalækni eða stjórnendum Landsspítalans.
Þetta er meðvirkni með algjörlega óviðunandi ástandi og sofandahætti stjórnvalda.
Það er ekki endalaust hægt að biðla til þjóðarinnar á meðan ekki er kjarkur til að benda á hinn raunverulega vanda sem er lamað sjúkrahúskerfi eftir langvarandi flatan niðurskurð síðustu áratuga, því vandinn er miklu dýpri en svo að hægt sé að tala um eitthvað sem núverandi ríkisstjórn ber ein ábyrgð á.
En hennar er ábyrgðin að hysja upp um sig brókina, og bæta úr, bæta í, að gera í stað þess að tala.
Samsektin er hins vegar þeirra sem þegja þegar þeir eiga að krefjast tafarlausra úrbóta og aðgerða.
Hringekja vitleysunnar þarf að ljúka.
Strax, helst í gær.
Munum svo að það er kostnaður að loka samfélaginu, kostnaður sem fellur beint og óbeint á ríkissjóð.
Margfaldur miða við það fjármagn sem þarf að setja í gjörgæslukerfið svo það geti sinnt hlutverki sínum á tímum heimsfaraldurs.
Þjóðin er ekki leikfang sem er hægt að setja í skúffu hvenær sem ráðþrota fólk rekur sig á heimsfaraldur veirunnar.
Það er mál að linni.
Það þarf að tala mannamál og gera það sem þarf að gera.
Þá er stuðningur vís.
Kveðja að austan.
![]() |
Aðgerðir verði hertar strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2021 | 18:09
Gengur axarmorðingi laus á Menntamálastofnun??
Eða hvernig á að skilja þessi orð fréttaþular í hádegisfréttum Ruv; "stjórnarhættir á Menntamálastofnun ógnar lífi og heilsu starfsfólks".
Og er ekki von þó meintur sökudólgur kvarti yfir að mat mannauðsfyrirtækisins Auðnast standist ekki kröfur um hófsemd og nærgætni ef það er hægt að leggja þessi orð út af skýrslu fyrirtækisins.
Í fréttinni, reyndar hjá Ruv og eins hér á Mbl.is, er talað um öryggi og heilsu en samt, er ekki verið að ræða um vinnustað blýantsnagara??
Skrifstofufólks þar sem menntagráðurnar eru örugglega fleiri en hausatalan að baki, helstu meint vopn blýantur, penni og lyklaborð.
Eða er verið að meina að orð séu orðin svo illvíg að heilsa og öryggi er undir??
Svo er talað um kynferðislegt ofbeldi, kynferðislega áreitni og einelti, sem er þá líklegast ekki kynferðislegt, en heyrðu, varðar þetta ekki allt við lög í dag??
Var ekki ríkissaksóknari núna nýlega að eltast við meint káf hjá ellilífeyrisþega á fyllerí í heimahúsi á Spáni, draga gamalmenni fyrir dóm og krafðist fangelsisrefsingar??
Svona í ljósi ástandsins í undirheimum Reykjavíkur, þar sem eitrið flýtur, handrukkarar fara ekki lengur hljótt með níðingsverk sín, komast upp með að drepa fólk án þess að vera ákærðir, að ekki sé minnst á að þeir sem selja eiturlyf fyrir opnum tjöldum fá alltaf bætur frá ríkinu eftir að löggan vogar sér að skipta sér að iðju þeirra, og já, eru farnir að drepa hvorn annan að hætti erlendra mafíósa, þá er ljóst hve alvarlegum augum ríkissaksóknari, og þær konur sem eru undir hans stjórn, líta meinta kynferðislega áreitni.
Menn geta síðan ímyndað sér viðbrögðin ef gamalmennið hefði gerst sig sekan um kynferðislegt ofbeldi, eða verið sakaður um slíkt, svo af hverju, af hverju kæra ekki meint fórnarlömb, vita þau ekki að þetta er bannað? Eru þau meðvirk, er meðvirkni ekki líka glæpur??
Þó meintur dólgur eigi í hlut, þá er svona fréttaflutningur og svona umfjöllun ekki boðleg.
Það er verið að gjaldfella alvöruna þar til við hættu að gera greinarmun á raunverulegri hættu og raunverulegu ofbeldi og upplifun fólks á slíku.
Því sá sem verður fyrir ofbeldi upplifir ekki, hann er beittur ofbeldi.
Svona framsetning er til þess eins hugsuð að bola viðkomandi yfirmanni úr störfum, líklegast vegna þess að ráðherra telur sig ekki hafa neitt í hendi til að reka hann, eða réttindi ríkisstarfsmanna gera honum það ókleyft.
Nema þetta er bara ekki rétta leiðin, þetta er leið ístöðuleysisins og aumingjaskaparins.
Alveg eins og grenjið sem kemur fram í skýrslunni, hver vinnur á stað þar sem heilsa hans og öryggi er í húfi??
Hver vinnur á stað þar sem hann er beittur kynferðislegu ofbeldi??
Hver tekur ekki á móti og ver mennsku sína og réttindi??
Það er skítalykt af þessu.
Og sú lykt kemur ekki bara úr forstjórastólnum.
Sá sem þarf skýrslu frá fyrirtæki út i bæ til að fóðra neikvæða fjölmiðlaumfjöllun svo hann treysti sér til að reka undirmann sinn, hann er ekki starfi sínum vaxinn.
Kemur ekki á óvart að viðkomandi er ráðherra í ríkisstjórn Íslands.
Hafið þið ekki heyrt um kóvid??
Ekki ríkisstjórnin, núna einu og hálfu ári eftir að heimsfaraldurinn hófst, hefur hún ekki lagt krónu í að mennta gjörgæslustarfsfólk og fjölga gjörgæslurúmum.
Slíkur er fílabeinsturninn sem núna er staddur á ráðstefnu um hvernig hægt er að koma tekjulægri hópum aftur á miðaldir með sköttum og atvinnumissi.
Það vantar tötsið.
Kellingavælið hefur tekið yfir.
Trúið mér, það gengur ekki axarmorðingi laus.
Hann var handtekinn 1596 og ekkert til hans spurt síðan.
Alveg satt.
Kveðja að austan.
![]() |
Matið standist ekki kröfur um hófsemd og nærgætni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2021 | 17:05
Kennarar höfnuðu Gróu og rógi.
Með afgerandi hætti, rógurinn og slúðrið fékk innan við 20% stuðning hjá stétt þar sem væntur markhópur er í afgerandi meirihluta.
Þeir sem lesa Mbl.is að staðaldri, og fylgjast ekki með annarri umræðu, eiga líklegast erfitt með að skilja þessa niðurstöðu kvennastéttarinnar, kennara.
Gróa á Morgunblaðinu hefur vægast sagt fengið frítt spil til að dreifa viðbjóði sínum á netmiðli blaðsins.
Hampað Gróunum sem hafa kennt sig við jafnrétti í ýmsum nefndum, eða alveg þar til blaðamaður Morgunblaðsins spurði einn rógberann, sem mig minnir að kenni sig við stýru hjá einhverju skrifræðisapparati sem kallað er Jafnréttisskóli Reykjavíkurborgar; "En er það hlutverk íþróttahreyfingarinnar að taka sér stöðu dómstóla í samfélaginu?"
Eitthvað sem reyndar viðkomandi blaðamaður hafði ekki kjark til að spyrja Gróu á Morgunblaðinu, samstarfsmann sinn (enginn sem segir að Gróa sé kvenkyns), lét hana áfram komast upp með að skrifa fréttir sem tengdust svæsnum árásum á karlalandslið, þar sem götustrákar voru alltaf látnir hnýta við athugasemdir við fréttina, athugasemdir sem hvaða skítadreifari í sveit hefði verið talinn hverrar krónu virði.
Því er eðlilegt, að lesendur þessa borgaralegs miðils sem Morgunblaðið og netmiðill þess er, séu mjög hissa á að rógberi hafi ekki verið kosinn formaður kvennastéttar.
Svona miðað við fjölmiðlaathyglina og upphafningu slúðursins og rógsins, að ekki sé minnst á stuðning Forseta Íslands, forsætisráðherra og menntamálaráðherra við aðförina að Guðna Bergssyni, þáverandi formanns KSÍ.
Stuðning sem reyndar viðkomandi hafa ekki haft manndóm til að biðjast afsökunar á, eftir að ljóst var og afhjúpað að viðtalið við hið meinta fórnarlamb var því sem næst uppspuni frá rótum.
Morgunblaðið, forsetinn, forsætisráðherra, menntamálaráðherra, samt hafnar kvennastéttin rógi Gróu og Gróu, að ekki sé minnst á hið blinda ofstæki götustrákanna sem tröllríður vissu útskoti samfélagsmiðlanna, og reyndar enginn vissi af, ef Ríkisútvarpið og Morgunblaðið gæfi skít þeirra ekki vægi.
Kæmu þeim inní meinstrím umræðuna, inní fréttir og fréttaskýringar, gerðu jaðarhetjuna að almannahetju eða þannig.
Ríkisútvarpið er sem betur fer ekki einsleit stofnun, þó alvarlega megi efast um að fagmennska og hæfni hafi verið höfð til hliðsjónar þegar bæði fréttafólk og dagskráargerðarfólk var ráðið, efasemdir sem banka uppá skýringar eins og kyn og útlit, þá hafði stofnunin kjark til að vega að ofstækinu og útilokunarmenningunni sem götustrákarnir í jaðarsamfélaginu hafa gert að normi í þjóðfélaginu undanfarin misseri.
En Morgunblaðið, þessi hornsteinn borgarlegra gilda, telur ætternisstapann vera sitt hlutskipti, sker á rætur sínar og gildi, rær á ný mið forheimsku og ofstækis.
Líklegast samkvæmt kjörorðinu, if you can´t beat them, þá join them, og vísað í 336 Reykjavíkurbréf núverandi ritstjóra um vanhæfni Rúv.
Aldrei hélt ég, það er aldrei eftir stuðning Fréttablaðsins við ICEsave fjárkúgun breta, að ég myndi vitna í leiðara blaðsins, en þegar krosstré borgarlegra blaðamennsku og borgaralegra gilda, bregst, snýst ekki til varnar gegn skrílræði götustrákanna, þá verður svo að vera.
Þessi orð má lesa í nýlegum leiðara Fréttablaðsins,reyndar með Hringbraut sem millilið; "heldur sé hún (Kobrún Bergþórsdóttir) einungis að nefna það augljósa, "hversu stjórnlaus umræðan er orðin þegar hægt er að benda á hvern sem er og saka hann um alls konar hluti og dæma viðkomandi sekan vegna orðróms, með tilheyrandi ærumissi og jafnvel atvinnumissi."".
Og Kolbrún kemur síðan með skýringuna á því af hverju Gróa fékk svona hraklega kosningu hjá kvennastéttinni; "Kolbrún spyr hvort við viljum lifa í slíku sakbendingarfólki og segir að þeirri spurningu sé líklega auðsvarað hjá meginþorra fólks. "Stærstur hluti þjóðarinnar vill það örugglega ekki og veit mætavel að stjórnlaus refsigleði er ekki einkenni á siðuðu samfélagi."".
Já fólk hefur fengið nóg.
Munum það næst að þegar fólk sem hefur fengið nóg af skrílræði hinnar íslensku Menningarbyltingar, er hrakyrt og svívirt í afkimum samfélagsmiðla, og þeim skít er endurvarpað á Ruv og Mbl, að slíkt er hvorki eðlilegt eða líðandi í siðuðu samfélagi.
"Nú um stundir grassera hér alls kyns hópar sem samanstanda af æstu og refsiglöðu fólki, aðallega konum, sem taka sér það vald að rétta yfir karlmönnum. Það er til marks um jafnvægisleysi þessa fólks að einn hópurinn kallar sig Öfgar hann gæti allt eins kallað sig Ofstæki. Þetta fólk vill að þeim karlmönnum, sem það telur hafa brotið af sér gagnvart konum, sé gert að búa við eilífa útskúfun. Þá skiptir engu þótt viðkomandi hafi verið sýknaður fyrir dómstólum eða að mál viðkomandi hafi aldrei farið fyrir dómstóla. Orðrómur nægir til að hópurinn stígi fram með ásakanir og kveði upp sinn miskunnarlausa dóm. Og hver sem leyfir sér að andmæla þeim vinnubrögðum er talinn vera sorp í augum dómstóls götunnar, stimplaður sem andstyggilegur talsmaður ofbeldismenningar og sagður þjást af alvarlegri gerendameðvirkni."
Kennarar vissu þetta.
Ríkisútvarpið er farið að skynja þetta.
En hvenær nær Morgunblaðið áttum??
Sá hnífur í kúnni getur slátrað jafnvel þeim stærstu sem sagt er frá í sögnum af Jötnum og goðum, því hann er endalok borgaralegs siðgæðis og blaðamennsku.
Kyn og útlit er ekki næg forsenda þess að titla sig blaðamann.
Það þarf líka vitsmuni og siðferði.
Er slíkt ekki til staðar á Morgunblaðinu í dag.
Er Snorrabúð stekkur??
Svarið felst ekki í enn einu Reykjavíkurbréfinu um Trump eða Dag.
Það eitt er víst.
Kveðja að austan.
![]() |
Magnús Þór Jónsson kjörinn formaður KÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2021 | 12:35
Óbólusettir skýra ekki faraldurinn.
Ekki hér á Íslandi hið minnsta, hlutfall þeirra af heildinni er það lágt að öll bönd hljóta að berast á langtímavirkni þeirra bóluefna sem eru í boði.
Sem er greinilega engin því þjóðin var bólusett í vor og byrjun sumars.
Þess vegna þarf umræðunni að linna gagnvart óbólusetti fólki, það er ekki það sem er að smita eða bera út smitið.
Læknar segja að það veikist alvarlegra, en hvað um það, þetta er jú þeirra val, upplýst val.
Ef spítalar telja sig vera að springa út af álaginu að sinna óbólusettum, sem vart verður séð miðað við tölfræði dagsins, þá er einfalt að taka þá upplýstu ákvörðun að setja þá aftast á biðlistana, þó það lenska í dag að fáir haldi fjöldanum í gíslingu, þá gengur það ekki þegar um líf og heilsu fjöldans er að ræða.
Allavega getur vísan í óbólusetta einstaklinga ekki verið röksemd samfélagslegra hafta.
Það þarf hins vegar að feisa þá staðreynd að bóluefni virka ekki, núverandi framleiðendur þeirra virðast vera á villigötum varðandi framleiðslu á bóluefni sem kemur í veg fyrir heimsfaraldra.
Í dag virðast þau svona aðeins vera grið, svona líkt og miðja fellibylsins, til að vísindin nái að þróa lyf sem bíta á sjúkdómnum, hindra alvarleg veikindi og dauðsföll.
Og grið fyrir aðra að þróa ný og öflugri bóluefni.
Sóttvarnarlæknir talar um þriðju bólusetninguna, hún virðist virka í Ísrael.
En hve lengi??, það veit enginn, sporin hræða.
En hann bendir réttilega á að það er ekki valkostur að veiran fái frelsi frjálshyggjunnar til að eyða og drepa líkt og auðmenn vora daga, nema þeir eyða samfélögum.
Það er heldur ekki valkostur að loka allt og alla inni um aldur og ævi, slíkt er ekki líf, og aðeins mestu ógnir réttlæta slíkt til lengdar.
Þess vegna, einmitt þess vegna er svo mikilvægt að fullorðið fólk stjórni vörnum þjóðarinnar, stjórni vörnum þjóðanna.
Að heilbrigðiskerfin séu efld, og gífurlegir fjármunir séu settir í að þróa lyf og varnir, þar á meðal bóluefni sem virka.
Fjöregg okkar eigum við ekki að eiga undir Örfáum risalyfjafyrirtækjum, þar sem að baki leyndu eignarhaldi er peningaþvottur, glæpasamtök, illyrmi.
Einokun sem hugsar um að hámarka gróða en ekki að lækna.
Hér á Íslandi þurfum við að sætta okkur við að stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar skipar börn í ráðherraembætti, börn sem yfirlæknir á Landsspítalanum segir fullum fetum að það sé ekki það að þau viti ekki hvað þau segja, þau hreinlega segja ósatt.
Tilefnið er orð dómsmálaráðherra um auknar fjárveitingar til Landsspítalans.
Þar sem dómsmálaráðherra endurrómar reyndar opinbera vörn Sjálfstæðisflokksins á gagnvart þeirri staðreynd að frá 2009 hefur leguplássum á Landsspítalanum fækkað um þriðjung, á meðan bæði hlutfall aldraðra hefur aukist, sem og þjóðinni fjölgað mikið vegna innflytjenda.
Hvernig er hægt að liða svona málflutning á neyðartímum?
Að þjóðin sé í gíslingu barna sem eru óhæf til að taka réttar ákvarðanir?'
Af hverju var útspil fjármálaráðherra í vor að leggja til 2% flatan niðurskurð, vitandi um heimsfaraldurinn og álag hans á heilbrigðiskerfið??
Það er mál að linni.
Við þurfum á einhvern hátt að tækla faraldurinn.
Hann er ekki á förum, ekki á meðan bólusetningarnar duga ekki til að hefta útbreiðslu hans.
Það þarf að gera það sem þarf að gera.
Strax.
Kveðja að austan.
![]() |
Um 10% hafa ekki þegið bólusetningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2021 | 17:18
Ekki í boði að vera fúll og hengja haus.
Segir Víðir Reynisson þegar hann tilkynnir nýjar sóttvarnaraðgerði, sem eru endurnýttar frá því síðla sumars.
Eftir stendur spurningin, hvar var Víðir þegar slakað var á??, þá var vitað að bóluefni hindruðu ekki smit, samt sagði hann ekkert, varaði ekki við, tók reyndar undir.
Hver er trúverðugleiki fólks þar sem vindhani á stafni er besta lýsing á afstöðu þess og málflutningi??
Annað hvort var rétt að leggja niður sóttvarnir og sætta sit við aukin smitfjölda, eða það var rangt, en þá er trúverðugleiki heilbrigðisyfirvalda, að ekki sé minnst á Víði og almannvarna, að hafa andhæft gegn afléttingunni, og bent á þekktar staðreyndir um að slíkt myndi leiða til fjölda smita, og seinna meir til neyðarástands á gjörgæslu Landspítalans.
Það var jú vitað allan tímann að hún réði ekki við viðbótarálag í meðalári, hvað þá illvíga faraldra smitsjúkdóma.
Og nóta bene, það eru rétt tæp 2 ár síðan að ljóst var að áður óþekkt veira myndi valda heimsfaraldri með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfi heimsbyggðarinnar.
Núna, eftir fjöldabólusetningu þjóðarinnar, er vísað í þetta meinta álag, að við sem þjóð séum ekki að upplifa meðalár, sem enn og aftur var illviðráðanlegt eftir áratug niðurskurð þeirrar hagstefnu sem kennd er við frjálshyggju, og spámann hennar á Íslandi, Hannes Hólmstein.
Af hverju gerðu menn ekkert??
Af hverju var ekki tekist á við undirmönnun, skort á gjörgæslurúmum, hið algjöra viðbúnaðarleysi þjóðarinnar gagnvart farsóttum, hópslysum eða annað sem rúmast ekki innan Exels þessa fólks sem skar niður, og brást við heimsfaraldur kóvid með því að leggja til flatan niðurskurð uppá 2% núna í vor??
Ef einhver stuðningsmaður Hannesar og frjálshyggju núverandi ríkisstjórnar er svo heimskur að tala um kostnað, þá er það ljóst, faktur sem meitlaður er í harðasta granít, að hliðarráðstafanir ríkisstjórnarinnar til að bæta fólki og fyrirtækjum upp tekjumissi vegna sóttvarnarráðstafana er margfaldur miðað við þann kostnað að endurræsa Landsspítalann úr heljargreipum þess niðurskurðar sem hefur því sem næst gert spítalann óstarfhæfan.
Í því samhengi er nauðsynlegt fjármagn til Landsspítalans aðeins smáaurar miðað við kostnað ríkissjóðs af þeim sóttvörnum sem hafa varið þjóðina.
Samt, enn og aftur er niðurskurðurinn, þessi helstefna Hannesar og frjálshyggjunnar, notuð sem réttlæting þess að læsa þjóðfélagið aftur inni í fjötra sóttvarna.
Hjá bólusettri þjóð sem hefur allar varnir til að verjast faraldrinum, bæði með viðbótarbólusetningum sem og að fjölga sjúkrarúmum til að sinna þeim bólusettum sem þó sýkjast alvarlega.
Enginn af þeim hefur dáið sem sannar að bólusetningin virkar, þó hún hindri ekki útbreiðslu veirunnar í samfélaginu.
Eftir stendur boðið um viðbótarbólusetningu, sem og að bólusetja þann hóp sem hefur hafnað bólusetningu fram að þessu.
Þeir sem eru í áhættuhópi og þiggja ekki viðbótarbólusetningu, verða einfaldlega að eiga það við sig, þeir eru aldrei réttlæting þess að skólum sé lokað, eða samfélaginu almennt haldið í herkví sóttvarna.
Þeir sem þiggja ekki bólusetningu, hafa tekið afstöðu, sem heilbrigðisyfirvöldum ber að virða, þeir vilja kljást við sinn sjúkdóm í sínu eigin rúmi, þeirra afstaða kemur meintu neyðarástandi heilbrigðiskerfisins ekkert við.
Þeir eru aldrei afsökun fyrir að fangelsa restina að þjóðinni, okkur hinum sem trúðum að bólusetning væri vörn sem myndi binda enda almennar sóttvarnir, að við værum varin gegn alvarlegum veikindum farsóttarinnar.
Smittölur, hjá fólki sem veikist lítt eða ekkert, er ekki ástæða eða afsökun alræðis til að loka á eðlilegt mannlíf, aðeins raunveruleg farsótt getur réttlætt slíkt.
Sem Þórólfur tekur skýrt fram, það er enginn bólusettur að sýkjast alvarlega, ekki nema þeir sem eru í sérstökum áhættuhópi, og þeim stendur til boða þriðja bólusetning, og örugglega sú fjórða og sú fimmta, á meðan er ekki til bóluefni sem hindrar útbreiðslu veirunnar.
Eftir stendur aðeins vísunin í niðurskurðar heilbrigðiskerfið og sú smán að við skulum hafa láti keypta stjórnmálastétt okkar komast upp með að skera niður í samtíma þar sem þjóðin hefur aldrei haft það betra, tekjulega, efnahagslega.
Til að gera þeim kleyft sem fjármagna hana að ræna okkur og rupla, hvað fluttu hrægammarnir mikið fjármagn úr landi??, hvað stjarnfræðilegar upphæðir hafa bankarnir hagnast um frá Hruni??
Óhæfuverk þeirra réttlæta ekki viðbrögð sóttvarnaryfirvalda, í dag eru þau meðsek fólkinu sem skar niður í stað þess að hlúa að eða byggja upp.
Slíkt er pólitísk afstaða, hefur ekkert með meinta fagmennsku Þórólfs, Víðis eða Ölmu að gera.
Samt er neyðarástand, og frá því er ekki undan vikist að feisa.
En það gera menn ekki með því að loka og læsa, heldur að bæta í fjármagn og fjölga gjörgæslurúmum.
Að gera heilbrigðiskerfinu kleyft að takast á við heimsfaraldurinn á tímum bólusetninga.
Það er ekki gert í dag.
Vegna þess að Víðir, Þórólfur og kó vilja ekki vera fúlir og hengja haus.
Þeir kóa með í stað þess að tækla vandann.
Vissulega bera þeir ekki ábyrgð á fjárveitingum Hannesa, en þeir bera ábyrgð á orðum sínum og gjörðum.
Það var þeirra að benda á í stað þess að þegja.
Þeirra var trúverðugleikinn sem gefinn var uppá bátinn því þau höfðu ekki kjark til að rugga honum.
Þar með urðu þau hluti af vandanum.
En ekki fólkið sem tók stríðið gegn honum.
Eru í raun vinnumenn veirunnar í dag.
Sem er ekki hlutverk þeirra.
Sé svo, hafa þau brugðist.
Þá er kominn tími á annað fólk.
Einhver, einhver þarna úti hlýtur að geta tekið stríðið gegn veirunni.
Þetta snýst jú aðeins um að halda haus.
Kveðja að austan.
![]() |
Neyðarástand skapist með sama áframhaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 0
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 1120
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 951
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar