Kaustu rétt??

 

Er spurning sem ég spurði nokkra í bæjarferð minni sem og ferð minni á kjörstað.

Ekki að mér kæmi það nokkuð við, aðeins árétting á að það sem maður kýs, er rétt.

 

Sigmundur Davíð er bjartsýnn í þessari frétt.

Það er vel, líklegast hefur ekki nokkur flokkur háð ömurlegri kosningabaráttu en Miðflokkurinn, flokkurinn sem stóð vörð um sjálfstæði þjóðarinnar, féll í gryfju ömurlegustu frjálshyggju sem aðeins getur tengst einum Klausturdónunum, þingmanni sem gerir Hannes að hóflegum miðjumanni, jafnvel vinstrimanni.

 

Sigmundur hafði fjöregg að verja, en augljóst var að hann var ekki þarna langa lengi, á meðan fór sá kjaftforasti á kreik.

Fjöreggið var sjálfstæði þjóðarinnar, andstaða við reglufarganið og frjálshyggju hins frjálsa flæðis.

 

En kjóstu rétt, allavega fór mitt atkvæði ekki til svertunnar sem hafði yfirtekið Miðflokkinn.

Breytir samt því ekki, að ég veit, að það sem maður kýs, er rétt á þerri stundu sem er kosið.

 

Og að það sem aðrir kjósa, kjósa þeir rétt.

Eftir bestu samvisku og þeirri sýn sem þeir hafa á þjóðmál og stjórnmál.

 

Niðurstaðan kallast svo lýðræði.

Skyldan er svo þeirra sem fengu stuðning, að mynda starfshæfa ríkisstjórn.

 

Margir eru svartsýnir á flokkakraðakið, en munum eitt, þegar á reyndi í heimsfaraldrinum, þá voru allir flokkar samstíga.

Sýndu ábyrgð, létu ekki undan freistingu lýðskrumsins.

Nema kannski hluti Sjálfstæðisflokksins, en var það ekki aðeins öryggisventill fyrir meinta óánægju í samfélaginu?

 

Við eigum nefnilega þrátt fyrir allt mikið af góðu fólki í stjórnmálum.

Sýn þess og áherslur eru vissulega mismunandi, en þetta er gott fólk.

Vill vel, og bregst rétt við þegar ógn eða hætta steðjar að.

 

Hvort það dugi til að mæta áherslum nýrrar aldar, eða þeim ógnum sem smán saman byrja að skella á fjörur og ströndum landsins, skal ósagt látið.

Í raun veit aðeins tíminn þar um.

 

Kjósum samt.

Kjósum rétt.

 

Treystum svo fólkinu sem við kusum til að ná saman og breyta rétt.

Þau allavega reyna.

 

Tökum svo slaginn við niðurstöðuna.

Styðjum hana ef við erum sammála.

Reynum að breyta henni ef svo er ekki.

 

Þetta kallast lýðræði.

Það besta sem við höfum.

Kveðja að austan.

 

PS. Núna er kosningapistlum mínum lokið, þakka lestur og athugasemdir.  Kveðjan að austan mun örugglega heilsa á ný.


mbl.is Telur líklegt að fylgið verði meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Ómar, ég kaus rétt, allavega þar til annað kemur í ljós. Á milli kosninga er það svo verkefni almennings að veita alþingi sanngjarnt gagnrýnandi aðhald. Það er ekki síður mikilvægt, heldur en hverjir vinna kosningar hverju sinni. Þannig á lýðræðislegt aðhald að vera virkt milli kosninga. Við megum ekki sem samfélag, láta pólitíska fjölmiðla mata okkur án sjálfstæðrar sanngjarnrar einstaklings gagnrýnandi hugsunar og umræðna.

Þegar ég flutti til Noregs fannst mér mjög óvenjulegt að hlusta á hvernig samfélagsmála-umræðan var virk í matar og kaffitímum í vinnunni. Þar var lýð-umræðan virk. Mér fannst þetta fyrst bara vera nöldur og kvartanir yfir ýmsum þjóðfélagsmálum. Ég hef líklega lært af þessu, hvernig virkt lýðræði gerir raunverulega kannski eitthvert smágagn. Ekki bara umræða rétt fyrir kosningar, í gegnum fjölmiðla og Gallup-arana.

Lýðræðið getur verið öflugt ef það er virkjað með samræðum um ólík álitamál, af öllum ólíkum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2021 kl. 20:01

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Mikið rétt Anna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.9.2021 kl. 20:52

3 identicon

Einu alvöru lögin eru forlögin óhjákvæmilegu.

Nú er líklega best að fara að sofa, og sjá svo hvernig forlögin hafa stjórnar-flokkað okkur öll, í fyrramálið.

Lýðræðisvakt almennings er á aðhalds-skylduvakt, sama hvaða dagur er, og sama hverjir eru valdir til að stjórna. Við erum nefnilega samfélag, en ekki sundrunarfélag.

Stöndum með þeim sem tapa og stöndum með þeim sem sigra. Það er samfélagslegt og lýðræðislegt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2021 kl. 01:04

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Vissulega Anna.

En ég ræð ekki við mig þegar ég glotti yfir hraklegri útkomu Samfylkingarinnar, líklegast vegna þess að ég hef ekki ennþá fyrirgefið henni ríkisstjórnarár Jóhönnu.

SEm og ég er ánægður með Ingu, sérstaklega hvað Ásta Lóa fékk góða útkomu.

En enn og aftur allt rétt sem þú segir.

Þið þurfum að virða hvort annað, í dag, og jafnvel að hluta í gær hef ég setið á strák mínum.

Reynt að láta svona eitthvað sannmæli fylgja með í pistlum mínum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.9.2021 kl. 01:50

5 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll Ómar

Vorum við ekki flest öll að kjósa rétt?

Allavega reið botnleðjan ekki feitum hesti frá kosningunum, landsöluliðið náði ekki í gegn

Þjóðin er greinilega vel minnug Jógrímu og vill ekki endurtaka það, 

Píratar sitja einir uppi með stjórnarskrár bullið,

,kjósendur keyptu ekki evru-tengingu króununnar né annað af viðrinunum 

og hræddur er ég um að sá sem fjármagnaði auglýsingar Viðrinanna nái ekki upp í nefið á sér.

kv. hrossabrestur.

Hrossabrestur, 26.9.2021 kl. 11:47

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei og jafnvel þó það hafi verið langt uppí nefið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.9.2021 kl. 07:40

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hann Sigmundur og flokkur stoppaði hálendis frumvarpið rétt fyrir kosningar---gerði einhver betur?

Helga Kristjánsdóttir, 27.9.2021 kl. 17:39

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Sigmundur gerði margt gott, en að hann stoppaði hálendisfrumvarpið, það er í besta falli stórar ýkjur, það framvarp stöðvaðist vegna þess að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn vildu ekki veita því brautargengi í núverandi mynd, og líklegast verður það stóri ásteytingarsteinn komandi stjórnarmyndunarviðræða.

En þessi pistill hóf svo sem upphafi sitt út frá þessari frétt, þar sem ég benti á að ég hefði ekki kostið einn flokk, sagði af hverju, vegna þess að þetta er flokkur sem var alveg verður íhugunar.

En sá ætla komandi kjósendum sínum últra heimsku, ekki bara heimsku, heldur últra heimsku, hann á fátt annað skilið en að bíða mikið afhroð.

Vonandi hefur Sigmundur eitthvað lært, til dæmis að vinna í sínum málum, og koma svo heill til baka.

Það gengur ekki að mýsnar fari á kreik þegar hann er frá.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.9.2021 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 1525
  • Frá upphafi: 1321533

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1300
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband