Samræðan við þjóðina.

 

Við Íslendingar stöndum á tímamótum.

Ný öld felur í sér nýjar áskoranir sem við verðum að mæta, þær áskoranir verða ekki leystar með hugmyndafræði eða stjórnmálum liðinnar aldar, sú öld er liðin, hugmyndafræði hennar, óheft auðhyggja og glóbalismi gjaldþrota.

 

Þrátt fyrir áður óþekkta velmegun og efnahagslegan styrk, þá eru lykil innviðir okkar að grotna, vinnumarkaðurinn okkar er kvalinn af félagslegum undirboðum hins frjálsa flæði Evrópusambandsins, sama frjálsa flæði veltir hverri krónu úr landi í gegnum skúffufélög aflandseyjanna, sama regluverk hefur náð til sín yfirstjórn á orkuauðlindum þjóðarinnar og mun knýja fram markaðsvæðingu þeirra innan ekki svo margra ára.

Önnur regla úr þeim ranni, krafan um hið lægsta tilboð skýrir að við kunnum ekki lengur að byggja hús nema úr hálfónýtum efnum, myglandi og grotnandi fyrir tímann.

Enn önnur meinsemd er offjölgun háskólamenntaðs fólks, fyrir utan siðblinduna að ætla að önnur störf séu unnin af fátæku fólki úr fjarskanum, þá virðist margt af því halda að hlutverk þess sé að semja reglur, verkferla, viðmið, skrifa síðan skýrslur, gera kröfur á að aðrir skrifi skýrslur, útkoman er óskilvirkni í stjórnsýslunni sem sýgur til sín fólk og fjármuni og skilar æ minna frá sér.

 

Erum við sátt við þetta??

Sátt við hnignunina, sátt við að vinnumarkaður okkar gagnvart ófaglærðu fólki líkist æ meir vinnumarkaði hinnar fornu Rómar, erum við sátt við reglufarganið, óskilvirknina, við hina síhækkandi þröskulda sem mæta fólki sem ætlar að gera eitthvað, en einmitt þetta að ætla að gera eitthvað er forsenda grósku og gróandans í samfélaginu.

Erum við sátt við þá hugmyndafræði að við komandi orkuskiptum sé betur stæðu fólki hyglað en kostnaðurinn látinn lenda á fullum þunga á hinum tekjuminni, eða að innviðir eins og vegir séu fjármagnaðir með notendagjöldum þar sem skúringakonan greiðir jafnt og forstjórinn þegar vegir eru notaðir??

Eða þá hugmyndafræði sem hefur kallað eftir flötum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu frá því lengur en ég man, afleiðingarnar sífellt stirðara og óskilvirka kerfi sem jú sýgur til sín fjármuni en býr við ákaflega frumstæðar aðstæður til að leysa verkefni sín. Við starfsmannaumhverfi þar sem fólk er pískað út, með þekktum afleiðingum, æ stærri hluti launaútgjalda fara í veikindi og sjúkrakostnað, restin af starfsfólkinu vinnur stanslausar aukavaktir, sem er dýrasta form launagreiðslna.

 

Erum við sátt við þetta, erum við sátt við hitt??

Ef svo er þá þarf stjórnmálastétt okkar ekki að þurfa að eiga samræður við þjóð sína.

Allir ligegladir, og styrkur samfélagsins til að takast á við nýjar áskoranir fjarar út, en þær eru óumflýjanlegar, við munum sem þjóð þurfa að takast á við þær.

 

Þessar kosningar áttu að snúast um þessa samræðu.

Stjórnmálaflokkar hafa þrátt fyrir allt margt að segja, stjórnmálamenn okkar hugsa sitt þó þeir segi annað í því umhverfi sem þeim er boðið uppá.

Þeir hafa skoðanir á til dæmis fjórða orkupakkanum, þeir hafa skoðanir á því hvort sem við þjóð getum ekki lengur staðið sjálfstæð og þurfum skjól og forræði stærri ríkja eða ríkjabandalaga, það er allavega ekki boðlegt að við séum innlimuð í Evrópusambandið í gegnum regluverk EES samningsins, án umræðna.

Auðvitað er það hlægilegt að hlusta á formenn Viðreisnar og Samfylkingarinnar tala um evru sem einhverja lausn til að bæta lífskjör þjóðarinnar, svona miðað við hina stanslausu kreppu eða stöðnun á evrusvæðinu síðustu 10 árin eða svo, og hvaða stöðugleiki er fólginn í að sækja um inngöngu í ríkjabandalag sem er á fallandi fæti vegna innri sundrungar og óstöðugleika??

En er núverandi ástand eitthvað betra??, erum við ekki raun að aðlagast Evrópusambandinu í einu og öllu, í dag krefst það yfirráða yfir orkuauðlindinni, hvenær krefst það yfirráð yfir öðrum auðlindum þjóðarinnar, til dæmis undir merkjum sameiginlegrar matvælastefnu??

 

Hvernig á að fjármagna vegi eftir innreið rafmagnsbílana??, er annað í boði en veggjöld??

Er hægt að hrista uppí heilbrigðiskerfinu, fá heilbrigða togstreitu á milli ríkis og einkarekstra, án þess að sígræðgi auðhyggjunnar rýi allt inn að beini??

Hvernig sjáum við fyrir okkur framtíðina þar sem allir eru háskólamenntaðir en mörg störf krefjast annars konar menntun eða færni??  Ætlum við að leyfa lögmáli framboðar og eftirspurnar að ráða, sem þýðir að háskólamenntað fólk lækkar í launum en ófaglært hækkar, eða eiga lífskjör háskólamenntaðra að byggjast á lúsarlaunum hinna ófaglærðu, að þeim sé haldið niðri með félagslegum undirboðum og innflutningi á fólki frá fátækari löndum??

Hvernig??, hvernig??, hvernig??

 

Þar sem ég tengdi þennan pistil sem ég ætlaði að vera búinn að skrifa fyrir löngu, við frétt um að ríkisstjórnin gæti haldið, þá er annað mjög mikilvægt sem þarf að ræða og snýr að þjóðinni.

Og það er í hvernig þjóðfélagi viljum við lifa??

Þolum við ekki velmegun og velferð, þurfum við sundrungu og upplausn til að bregðast við þeim ósköpum.

Hvað sem sagt verður um þessa ríkisstjórn, fortíð sumra flokka og svo framvegis, þá er ljóst að hún náði að stýra þjóðarfleyinu í gegnum öldusjó heimsfaraldursins, og gerði það þokkalega vel.

Lífskjarasamningarnir, mesta kjarabót láglaunafólks í manna minnum, héldu meir að segja þrátt fyrir eitthvað væl um að ekki hafi verið staðið við hitt og þetta, eins og það sé eitthvað issjú þegar þriðjungur gjaldeyristekna þjóðarinnar hverfur á einni nóttu.

 

Við getum rifjað upp starf barnamálaráðherra, manns sem reynir að láta eitthvað gott af sér leiða og hefur gert það með sóma.

Við getum rifjað upp að tannlækningar barna eru loksins orðnar gjaldfrjálsar, þvílík tekjubót fyrir barnafjölskyldur.  Eða það er staðið við reglugerðina um endurgreiðslu á helmingshlut öryrkja vegna sömu þjónustu.

Það eru nefnilega svona atriði sem telja, eru kjarabót, líkt og þegar til dæmis Samfylkingin kom á ókeypis skólamáltíðum í grunnskólum Fjarðabyggðar.

Bætt lífskjör snúa nefnilega ekki um hækkun á einhverjum bótum eða launum, eitthvað sem hverfur jafnóðum vegna til dæmis hækkaðs kostnaðar við að eiga eða leigja húsnæði, heldur um að eitthvað sem er brýnt, er gert viðráðanlegt.

 

Ef laun heimsins á alltaf að vera vanþakklæti, þá geta menn ekki búist við öðru en að ekkert verði til að þakka.

Að stjórnmál snúist eingöngu um lygi og lýðskrum líkt og þessi kosningabarátta er gott dæmi um.

Af hverju halda stjórnmálaflokkarnir að bull og vitleysa, að ekki sé minnst á yfirboð jólasveinsins, sé leiðin að réttu e-xi á kjörseðilinn??

Er sökin ekki líka okkar, er hún ekki beggja??

 

Allavega, samræður óskast, vonandi verður þetta síðustu kosningarnar þar sem allir haga sér eins og fífl, látandi slagorðasmiði auglýsingastofanna reka hana.

Búið og gert, en þörfin fyrir samræðuna mun aðeins aukast eftir að úrslit liggja fyrir.

 

Knýjum á þá samræðu.

Tökum hana sjálf.

Kveðja að austan.


mbl.is Ríkisstjórnin gæti haldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk Ómar fyrir þennan góða, og þarfa, pistil.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.9.2021 kl. 09:54

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sælir

Sammála Pétri, góður hugleiðingar fyrir kosningadag. Bloggið um KSÍ og rógburð var gott dæmi um það sem þurfti að segja en fáir höfðu á orði.

Vandi er að velja þegar margir lofa miklu en geta ekki staðið við þegar á hólminn er komið. Skertur kosningaréttur eins og allir í Kraganum búa við, hátt í hundraðþúsund manns í komandi kosningum er skert lýðræði. Á síðasta þingi var tækifærið til að leiðrétta með frumvarpi Viðreisnar en aðrir flokkar stungu höfðinu í sandinn. 

Ef engin þorir að ráðast gegn verðbólgukapphlaupi verkalýðsfélaga og SA, samtökum atvinnulífs sem eru veik munum við búa við flöktandi krónu næstu árin. Stór erlend félög munu fá tækifærin, koma og framkvæma fyrir lánsfé í annarri mynt. Þor og áræði þarf til þess tengja krónuna við aðra stærri mynt eins og Færeyingar hafa gert. Man ekki betur en að Bakkafrost þeirra hafi keypt upp laxeldið í Skotlandi og þannig náð fram samkeppnisforskoti. Íslenskur sjávarútvegur er eins að ná hagkvæmni stærðarinnar.

Íbúar á Austfjörðum ættu einnig að getað tekið ákvörðun um að bora göng í fjöll og greiða mestan part niður á 30 árum eins og Hvalfjarðagöngin. Ákveða sjálfir hve há gjaldtaka verður og lánstími.

Var að lesa pistill Áslaugu dómsmálaráðherra í Þjóðmálum. Þar eru grunngildin útlistuð og sannur vegvísir. Ungir menn og framsæknir eru að koma fram í öllum flokkum. Lofar góðu. 

Sigurður Antonsson, 24.9.2021 kl. 10:51

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar og athugasemdir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.9.2021 kl. 11:21

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrátt fyrir nafnið er Miðflokkurinn lengst til hægri á Alþingi og ríður nú ekki feitum (grað)hesti frá þessum kosningum, þrátt fyrir allt orkupakkakjaftæði flokksins og annarra aftaníossa Hádegismóra. cool

Þorsteinn Briem, 24.9.2021 kl. 12:56

5 identicon

Þú ferð fögrum orðum um barnamálaráðherrann en horfir fram hjá hinni hliðinni á þeim manni sem er félagsmálaráðherrann.

Eftir að hafa reynt að ná meginefni greinar þinnar kom ég við á Vísi og fann þar greina Spilaborgir félagsmálaráðherra. Þig gæti langað til að lesa hana https://www.visir.is/g/20212160728d/spila-borgir-fe-lags-mala-rad-herra

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 24.9.2021 kl. 14:37

6 identicon

Ómar. Þetta er góður samantektar pistill, og þörf á samræðugrundvelli er mikil. Stóru fjölmiðlarnir eru pólitískir og ritskoðaðir af einhverjum ósýnilegum og nafnlausum stjórum. Ekkert nema ólýðræðislegur Gallup, MMR og Maskínu kosninga-heilaþvottur. Lýðræðinu er ógnað með þessum fjölmiðlafluttu skoðanakönnunum.

EES/ESB er líkast svartamarkaðs braski með verkamannaþræla og kynlífsþræla. Allskyns mannsal er leyft með þögguninni, í þessum ríkjum, með núverandi fríverslunarsamningi, (''fríverslunar-frelsið'' dásamaða). Það er óverjandi, og þarf að siðmennta stjórnina og reglurnar á þeim EES/ESB einræðisherra-bænum. Endurskoðun og breyting á þessum ríkjasamningi er nauðsynleg, ef á með réttu að tala um þetta ferða, búsetu og frelsis-verslunar-bandalag sem siðmenntað og eftirsóknarvert félag.

Þrælabandalag getur ekki talist gott og siðmenntað félag. Evran gerir svartamarkaðs-braskið auðvelt, milli ríkjanna. Það getur sumum þótt kostur. Það er að mínu mati vægast sagt vafasamur og óverjandi kostur. Annars erum við ekkert skárri en Hitler, Stalín, Maó, og hvað þeir hétu nú allir þessir einræðisherrar.

Kannski er öll heimsbyggðin meir og minna komin inn á þetta þrælaverslunar plan. Það eru víst ekki bara Evrópuríkin sem þurfa að nútímavæða og siðmennta hugarfarið.

Það er verið að auka stéttarskiptingu hér á svipaðan hátt og fær að líðast hjá Bretlands-stjórunum. Og skattpíndur þrælandi allra ríkja almenningur verður látinn borga fyrir að anda. Líka börn framtíðarinnar. Alla vega ef ekki verður spornað við þessari yfirvofandi skattpíningu. Enginn veit hvert skatturinn fer. Skattaskjól hafa ekki verið lögð niður, þrátt fyrir fjölmiðlaleikritin frægu, sem sumir tóku fullan þátt í, og skammast sín ekkert fyrir vafasama ''sjálfsbjargar-viðleitnina''. Þeir ætla bara að halda áfram á sömu nótum, með stóru fjölmiðlana til aðstoðar.

Umræða einstaklinga er eina aðhaldið, sem getur tekið á þessum spillingarmálum, og opinberað hvað er raunverulega í gangi bak við tjöldin. Hver og einn er mikilvægur í umræðunni. Það græðir enginn til lengdar á að spila áfram með spillingunni ógnandi og óttastjórnandi. Tæknin er komin það langt að enginn kemst upp með sömu feluleikina eins auðveldlega og áður. Tæknin er góð ef hún er notuð í þágu réttlætis og mannréttinda. Allir vita eitthvað en enginn veit allt. Þess vegna þarf fólk að standa saman í veikri stöðu, en ekki fjármálastofnana og fjölmiðlasundrað.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2021 kl. 16:05

7 identicon

''

Þessi tákn og tölur eru ekki skrifaðar af mér. Birtist eftir að ég sendi athugasemdina. Veit ekki hvað þessi tákn og tölur þýða, og undarlegt að sjá það birtast í minni athugasemd. Tæknin er semsagt góð ef sumir misnota hana ekki, með svona innrásum í athugasemdir og kannski víðar á mikilvægari og hættulegri svæðum. Hver skyldi standa fyrir þessum tækninnar innrásum og misnotkun, og hvernig á fólk að verjast tækniofbeldi? Ekki veit ég það, en einhverjir vita það. Nú væri gott ef einhverjir segðu frá því sem þeir vita um þetta. Hver og hvað verður næst fyrir svona innrásum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttira (IP-tala skráð) 24.9.2021 kl. 16:20

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steini.

Kannski hefur flokkurinn klikkað á samræðunni??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.9.2021 kl. 20:42

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Esja minn.

Ferðu ekki að vera þreyttur á þessu fúllyndi þínu, ekki gott fyrir sýrstigið í maganum, sem og að svona ritrýni skemmir augun, sérstaklega ef þú notar kertaljós við rýnina.

En þér hefur greinilega mistekist að ná pointinu í þeim hluta sem ég fjallaði um barnamálaráðherrann (er hann annars virkilega barnamálaráðherra??), svo reyndu aftur og hættu svo að vísa á einhverja fýlupúka.

Þú gætir hins vegar sent þeim línu og bent þeim á þetta með sýrustigið.

Gæti verið gustukaverk.

Annars gangi þér vel að kjósa á morgun Esja minn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.9.2021 kl. 20:47

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Það er ekkert samsæri í gangi með því að troða þessum geimverutáknum inní texta þinn, þetta hefur eitthvað með gæsalappir og nokkur önnur tákn að gera.  Þegar ég til dæmis tilvitna innan gæsalappa, þá passa ég mig á að vera með báðar gæsalappirnar uppi, eins þarf ég að breyta þeim í tilvitnuðum texta, eins er þetta með ensk orð þar sem kemur komma og svo s til dæmis, allavega, þá hefur þetta eitthvað með tölvumálið að gera.

En þrátt fyrir geimverutákn, þá var lesningin hressilega þegar ég leit yfir athugasemd þína.

Kannski er meginmeinsemd þess unga fólks sem vill ganga í ESB, að því vantar hjarta, það sér ekki afleiðingar hins frjálsa flæðis, því í raun telur það ekkert rangt við þær afleiðingar, finnst líklegast sjálfsagt að fátækt fólk vinni meint skítastörf fyrir það.  Telur sig samt vera gott fólk því það er rétthugsandi.

Annars er þetta ekki félegt með loftlagsskattana, og þeir draga hratt þrótt úr vestrænu efnahagslífi, sem og orkuskorturinn sem er bein afleiðing þessarar stefnu.

Þegar viðspyrnan er farin, þá er fátt til ráða, mannkynið í raun doomed.

Svona fer andskotinn að þessu væri hann meðal vor, en hugmyndafræði hans er það sannarlega.

Það þarf samt að halda haus og gefast ekki upp fyrir þessum andskotum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.9.2021 kl. 20:56

11 identicon

Takk fyrir svarið Ómar minn. Geimverur eru ekki til í mínum huga, þegar ég bendi á að sumt er ekki frá mér komið í athugasemdunum. Frekar trúi ég á raunheima heldur en geimveru heima-bull. getur þú útskýrt þessi tákn og tölum á þinni síðu?

Trúðu því að ég sé rugluð, eða afskrifaðu mig.

Lokaðu á mig ef ég er ímyndunarveik og geimveru-vafasöm á blogginu þínu. Ekki glata trúverðugleikanum vegna minna athugasemda. það væri synd.

Þú ert með réttlátt hjarta Ómar. Takk fyrir að ég fæ að skrifa á þinni bloggsíðu, þrátt fyrir mína auglýstu og fordæmdu galla. Gallað fólk hefur ekki endilega verið rænt skoðunum og réttlætiskennd, þrátt fyrir fjölmiðlanna allskonar umfjöllun og áróður. Gangi þér sem best.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2021 kl. 22:05

12 identicon

Nú birtust táknin ekki með athugasemdinni? Stundum og stundum ekki? Kannski búið að reka innrásar-geimveruna, eða þannig?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2021 kl. 22:10

13 Smámynd: Grímur Kjartansson

Riðlaðist ekki heimsveldi Róm vegna velmegunar og þar var líka mikið um innflutta þræla go í því sambandi má benda á að það helsat sem sameinar þrjá sigurvegara kosninganna í Noregi var að þeir vildu allir auka eftirlitið með starfsmannleigum sem eru nútímaorð yfir þrælasölum

En ósköp er ég sammál þér um töfralausnina sem boðið er upp á með upptöku evru - þetta er bara skröksaga sem ætti ekki að virða viðlits

Endanlega hlýtur pólitík alltaf að snúast um hvernig á að skipta kökunni - en það þarf líka að skaffa hráefnið,blanda og baka kökuna í ofni sem þarf orku

Grímur Kjartansson, 24.9.2021 kl. 22:46

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Núna ert þú orðin of viðkvæm fyrir virðulegum aldri, ég útskýrði fyrir þér hvernig þessi tákn eru til komin, þetta hefur eitthvað með tölvumál eða skriftuna að gera, til að geta útskýrt betur, þá þarf ég að sjá á hvaða takka þú ert að ýta.   Ég lendi reglulega í þessu þegar ég afrita texta, það eru þá gæsalappirnar sem birtast svona með táknumum í java-skriftinni, sem og komman á undan s-inu.  Og örugglega eitthvað fleira en ég hef annars ekki hundsvit á tölvumáli.

Ég skal afrita texta sem útskýrir þetta;, vitna í ítalskan prófessor í upphafi kórónufaraldurins þar í landi, set tilvitunina inní gæsalappir, báðar fyrir ofan en í textanum kemur fyrir bein tilvitnun innan gæsalappa; "Massimo Galli, professor of infectious diseases at the University of Milan and director of infectious diseases at the Luigi Sacco hospital in Milan, said preliminary evidence suggested the virus could have been spreading below the radar in the quarantined areas.“I can’t absolutely confirm any safe estimate of the time of the circulation of the virus in Italy, but … some first evidence suggest that the circulation of the virus is not so recent in Italy,” he said, amid suggestions the virus may have been present since mid-January."

Táknin koma örugglega þar sem innri gæsalöppin er og ´komman.  Sjáum annars til með það.

En ég gat svo sem ekki ætlast til að þú skyldir geimveruvísun mína, en alltaf þegar ég sé svona tákn þá rifjast upp fyrir mér atriði úr bíómynd þar geimverur heyrðust tala, það var ískur eins og í faxtæki, og síðan þá kemur þetta ískur alltaf uppí huga mér þegar ég sé þessi tákn.  Því þó ég sé gamall og grár, þá ólst ég upp við sjónvarp og bíómyndir, FHH, ET, Star Trek, Star Wars, nefndu þetta bara.  Tilvist þeirra snýst ekki um trú, heldur að horfa og njóta.  Hvað svo er þarna úti, það er önnur saga sem höfðar lítt til mín.

Haltu áfram Anna, láttu ekki tæknina trufla þig, það er innihaldið sem skiptir máli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.9.2021 kl. 10:11

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Jú þetta heppnaðist.

Ætla að afrita sama texta og vara mig á "geimverutáknunum".

"Massimo Galli, professor of infectious diseases at the University of Milan and director of infectious diseases at the Luigi Sacco hospital in Milan, said preliminary evidence suggested the virus could have been spreading below the radar in the quarantined areas. "I can not absolutely confirm any safe estimate of the time of the circulation of the virus in Italy, but some first evidence suggest that the circulation of the virus is not so recent in Italy," he said, amid suggestions the virus may have been present since mid-January.",

Sjáum hvort ekki hafa fækkað táknum.

Ómar Geirsson, 25.9.2021 kl. 10:16

16 Smámynd: Ómar Geirsson

ÉG passa mig nefnilega á þessu Anna, en stundum þegar ég er að flýta mér, þá fæ ég þessa romsu sem gerir textann alltaf leiðinlegri aflestrar.

En aftur er það kveðjan að austan.

Ómar Geirsson, 25.9.2021 kl. 10:17

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Jú jú, sagan var ekki skrifuð í gær, velmegun hefur áður orðið samfélögum að falli, einnig má benda á þessa frægu þriðju kynslóð sem tekur við rekstri fyrirtækja, Kaninn nota það hugtak allavega mikið.

Það er rétt að það verður lítið til að éta ef ekki er gætt að hráefnum, og það sem er étið óætt ef menn sinna ekki bakstri af alúð, nota rétt hráefni, rétt hlutfall og svo framvegis. 

Eitthvað sem virðist algjörlega gleymast í til dæmis umræðuna um sjávarútveginn eða hvaða afleiðingar markaðsvæðing orkuauðlinda hefur á allt annað í samfélaginu.

Síðan er það gott að Norðmenn ætli að skoða starfsmannaleigur, en rótin eða meinsemdin liggur í kerfinu, hinu frjálsa flæði, ekki fólkinu sem nýtir það.

Segi því eins og Páll, burt með EES.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.9.2021 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 83
  • Sl. sólarhring: 409
  • Sl. viku: 788
  • Frá upphafi: 1320635

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 682
  • Gestir í dag: 64
  • IP-tölur í dag: 62

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband