1.1.2014 | 03:08
Ræða milljóna mannanna.
Ágæt sem slík, en sagði ekki orð um það sem máli skiptir.
Endurreisn landsins, og þjóðarsátt um samfélagið sem ól okkur öll.
Enda hvað veit sá sem hefur milljón á mánuði um hlutskipti þeirra sem safna skuldum um hver mánaðarmót??
En Sigmundi mæltist vel.
Ef hann væri barn síns tíma að halda ræðu á fyrirfram skipulagðari ráðstefnu fólks sem trúir.
Trúir á bull sem vitleysu væri.
Og þá er mikið sagt.
Og ekki er hægt að segja um sjónhverfingarræðuna hinna miklu.
Ágæt sem slík, en er ekki slík sem ágæt.
Þegar þurfti að segja satt, þá gleymdist að hafa það sem satt reyndist.
Kveðja að austan.
![]() |
Tilefni til bjartsýni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2013 | 23:32
Björt Framtíð.
Án Jóns Gnarr.
Á ekki möguleika í Reykjavík.
Hafi einhver efast, þá afhjúpaði áramótaskaupið flatneskju hinna kostuðu skrípa Evrópusambandsins og vogunarsjóðanna.
Fyrir utan Ilm, og mislukkaða grínið um skuldaleiðréttinguna, þá vottaði ekki fyrir húmor og gleði.
Á meðan sýnir Ruv sketsur þar sem Gnarrinn á sviðið.
Munurinn er algjör, líkt og munurinn milli frelsis og frjálshyggju.
Milli áramótaskaupa og Bjartrar framtíðar, sem fékk kostaðan klukkutíma í kvöld.
Gnarrinn vissi sínu viti, hann hætti áður en kostuðu skrípin tóku yfir.
ESB náði ekki einu sinni að kosta áramótaskaup sem hægt var að brosa yfir.
Vonbrigðin með skuldaþrældóminn sem íslenska þjóðin hafnaði náðu að kæfa allt grín.
Eldgamall húmor með Pétri í hlutverki Jóns Ársæls var hápunktur kvöldsins.
Restin var ættuð frá Brussel.
Blóð sviti og tár.
Þjáningar gleðinnar, þjáningar evrunnar.
Andlegur dauði, gerilsneiddur húmor hinnar evrópsku reglugerðar.
Hvar er Flosi??
Hvar er Laddi??
Hvar er áramótaskaupið???
Kveðja að austan.
22.12.2013 | 11:06
Markaði dagurinn í gær endalok lýðræðisins??
Og upphaf alræðis peninga, eða auðræðis.
Spurningar sem vert er að spyrja, og verður spurð í ekki svo fjarlægðri framtíð, en ómögulegt er að svara á þessu augnabliki. Af þeirri einni ástæðu að morgundagurinn er ekki þekktur.
Ég ætla ekki á nokkurn hátt að reyna að kryfja hana til mergjar í þessum bloggpistli, aðeins að vekja athygli á nokkrum lykilatriðum sem útskýra þessa spurningu.
Af hverju dagurinn í gær var slíkur vendipunktur að vert væri að tengja hann við endalok lýðræðisins.
Víkjum fyrst að tilefni þessarar fréttar þar sem haft er eftir Vilhjálmi Birgissyni að verkalýðshreyfingin sé dauð, hún hafi ekki samið í gær, heldur gefist upp.
Sem er rétt mat hjá Vilhjálmi, en uppgjöf verkalýðshreyfingarinnar er aðeins viðurkenning á staðreyndum, vegna verðtryggingarinnar og ægivalds Seðlabankans á peningamálum, þá er ekki lengur um neitt að semja. Allar launahækkanir leita út í hækkun lána, og ef kjarasamningar eru taldir ógna hinum meinta stöðugleika, sem er fínt orð yfir kreppu, eða miðaldir, þá hótar Seðlabankinn vaxtahækkunum sem annars vegar auka útgjöld launafólks og hins vegar sjúga til sín þann pening sem fyrirtæki hefðu annars í launagreiðslur.
Þegar Már Guðmundsson seðlabankastjóri tilkynnti að allar launahækkanir um fram 2% yrði mætt með vaxtahækkunum, þá lét hann reyna á hið nýja vald, peningavald, og þegar verklýðshreyfingin beygði sig undir boðvald seðlabankastjóra þá er ljóst að kjarasamningar eru ekki lengur kjarasamningar, heldur útfærsla á tilskipun Seðlabankans.
Þar sem frelsi til að semja um kaup og kjör hefur verið einn af hornsteinum nútíma lýðræðisþjóðfélaga, þá er endalok þessa samningafrelsis aðför að lýðræðinu, afturhvarf til þess tíma þegar fáir höfðu valdið en fjöldinn varð að hlýða.
En samt ekki endalok lýðræðisins, en þegar peningavaldið ákvað líka fjárlögin, eftir sinni hugmyndafræði, þá er ljóst að Alþingi Íslendinga er orðin afgreiðslustofnun, en ekki valdstofnun.
Það sem slíkt er ekki endalok lýðræðisins, þar sem peningavaldið hefur ekki ennþá afnumið kosningaréttinn, en til hvers er kosningaréttur ef niðurstaðan er alltaf sú sama???
Sú sama í þeirri merkingu að það skiptir ekki máli hvað flokkarnir segja fyrir kosningar, eða hvað þeir hafa sagt á því tímabili sem þeir voru í stjórnarandstöðu, þeir framfylgja allir sömu stefnunni þegar þeir eru komnir í ríkisstjórn.
Stefnu sem kennt er við evru og hallalaus fjárlög. Stefnu sem bæði lýtur forskrift peningavaldsins, sem og boðvaldi þess því flokkum er miskunnarlaust skipt út ef þeir framfylgja ekki stefnu þess.
Á Íslandi hafa verið gefnar út á síðustu 10 árum tvær bækur sem skipta máli, í þeirri merkingu að þær hafa eitthvað að segja um það sem er að gerast í samtíma okkar.
Báðar eru þær eftir Einar Már Jónsson, prófessor við Svarta skóla í París og heita Bréf til Maríu og Örlagaborgin. Og fjalla um hina nýju Helför, atlögu peningavaldsins undir merkjum frjálshyggjunnar að samfélagssáttinni, velferðakerfinu, sem batt enda á 300 ára stéttaátök í Evrópu.
Án þess að ég fari nánar út í þá sálma, þá vil ég minnast á eitt lykilatriði sem Einar Már bendir á í Bréfi til Maríu, það er ártalið 1997, sem er vendipunktur lýðræðisins í Frakklandi, en þá tók við ríkisstjórn miðju og vinstri flokka, sem höfðu lofað breytingum á frjálshyggjustefnu fráfarandi hægri stjórnar, og sú ríkisstjórn reyndist kaþólskari en sjálfur páfinn, framkvæmdi það sem hægri menn höfðu aðeins látið sig dreyma um.
Þessi vendipunktur var upphaf auðræðisins í Frakklandi, það skipti engu máli hvað almenningur kaus, niðurstaðan var alltaf Helförin. Stefna hinna Örfáu gegn fjöldanum. Sem kallast frjálshyggja í daglegu tali.
Á Íslandi sáum við þessa stefnubreytingu VinstriGrænna eftir að þeir komust í ríkisstjórn vorið 2009, öll arfleið flokksins og stefnumál voru sett til hliðar, og flokkurinn varð dyggur þjónn peningavaldsins.
Svik sem var refsað fyrir, en hvað fékk fólk í staðinn??
Sömu stefnu, sama áhersla peningavaldsins á stöðugleika fram yfir velferð og velmegun, sama skuldsetning ríkissjóð vegna endurfjármögnunar fjármálakerfisins, sama krafan um hallalaus fjárlög, sama skattpíningin, sama verðtryggingin.
Meir að segja aðlögunin að Evrópusambandinu heldur áfram í gegnum EES samninginn.
Með öðrum orðum, ekkert breyttist.
Ef núverandi stefna, það er stefna síðustu ríkisstjórnar, hefði verið stefna núverandi stjórnarflokka í kosningabaráttunni, eða árin þar á undan í stjórnarandstöðu, þá væri fátt um málið að segja, lýðræðið hefði virkað eins og það átti að gera.
Almenningur hefði þá talið flokkana í síðustu ríkisstjórn ekki nógu skilvirka í stefnu sinni að skera niður velferðarkerfið, og ekki þjónað peningavaldinu nógu vel.
Ekki farið í einu og öllu eftir stefnu Evrópusambandsins um niðurskurð og hallalaus fjárlög.
En kosningabaráttan snérist öll um gagnrýni á þessa stefnu.
Formaður Framsóknarflokksins lagði mikla áherslu á keynískar aðgerðir til örvunar, þar var vissulega skuldaleiðréttingin fyrirferðarmest, en jafnframt var niðurskurðarstefna ríkisstjórnarinnar harðlega gagnrýnd. Jafnvægi í ríkisfjármálum átti að nást með auknum umsvifum, aukinn veltu, ekki með samdrætti niðurskurðarins.
Formaður Sjálfstæðisflokksins lagði vissulega alla tíð áherslu á jafnvægi í ríkisfjármálum en megin áherslan var á skattalækkanir og örvun hagkerfisins í gegnum uppbyggingu á stóriðju.
Niðurstaðan var hins vegar nákvæmlega sama stefna og hjá síðustu ríkisstjórn, með því fráviki að það á að örva hagkerfið með almennum skuldalækkunum.
Skattalækkanirnar eru sýndarmennska, ef til dæmis hundrað prósent hækkun tryggingargjaldsins er talin hafa skaðleg áhrif á umsvif atvinnulífsins, þá er ljóst að örlækkun, þannig að nettóhækkunin frá Hruni er 95%, hefur engin áhrif til að snúa þróuninni við.
Ekki er tekist á við skaðsemi peningastefnunnar, verðtryggingin heldur sig, hin tilbúna skuld ríkissjóðs vegna fjármálhrunsins er látin standa, áfram er unnið að eyðileggingu innviða samfélagsins undir merkjum meintrar hagræðingar. Eins og stjórnmálamenn átti sig ekki á því að ríkisvaldið sinni mikilvægu hlutverki og að skaða starfsemi þess er það sama og að skaða samfélagið í heild.
Aðrir flokkar, sama stefna, það er jafnt og að úrslit kosninga skipta ekki máli.
Fjárlagafrumvarpið staðfestir það, fulltrúalýðræðið er sýndarmennskan ein.
Eftir gærdaginn liggur ljóst fyrir að Alþingi er afgreiðslustofnun, markar ekki sjálfstæða stefnu í neinu máli.
Evrópusambandið semur lögin og sendir til Alþingis til samþykktar.
Seðlabankastjóri ræður niðurstöðu kjarasamninga.
Peningastefna Seðlabankans er efnahagsstefna landsins. Vaxtastefna hans og verðtryggingin marka umgjörðin sem ríkisstjórnir verða að lúta.
Fjármagnið og þarfir þess er í forgrunni, aðrar hagstærðir eins og laun eða samfélagsleg útgjöld sæta afgangi.
Jafnvægi í hagkerfinu á að nást með síaukinni fátækt og örbirgð tekjulægri hópa.
Með öðrum orðum, Ísland er aðili að Evrópusambandinu nema að nafninu til.
Efnahagsstefnan er sú sama, afleiðingarnar þær sömu.
Regluverkið það sama, lögin þau sömu.
Og kosningar fá þar engu breytt.
Vilji hinna Örfáu, vilji peningavaldsins réði.
Sem er auðræði, ekki lýðræði.
Kveðja að austan.
![]() |
Verkalýðshreyfingin brugðist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
21.12.2013 | 15:42
Samtryggingarbandalagið eyðir óvissu.
Samtryggingarbandalagið um ICEsave og ESB tók að sér fyrir ríkisstjórnina að eyða óvissu um hvort átök yrði á vinnumarkaðnum næstu misserin eður ei.
Eins og að einhver óvissa væri um samtrygginguna.
Eins og einhver óvissa væri um að ASÍ myndi hlýða Seðlabankanum um forsendur næstu kjarasamninga.
En Óvissan, með stóru Ó, hefur ekki verið eytt.
Óvissan um hvernig endar nái saman hjá þeim sem lægstu launin hafa.
Óvissa öryrkja um hvernig þeir lífi af næstu mánaðarmót.
Að ekki sé minnst á óvissu þeirra sem hent hefur verið út af atvinnuleysiskrá, eða þeirra sem ennþá fá að hanga inn á þeirri ágætu skrá.
Eins hefur ríkisstjórnin ekki aflétt óvissu þeirra skuldara sem boðaðar aðgerðir hennar í skuldamálum ná ekki til.
Aðgerðirnar hjálpa ekki þeim sem verst eru staddir játaði forsætisráðherra þegar hann kynnti annars sínar ágætu tillögur. Og þá hefði maður haldið að næsta skrefið yrði að kynna úrbætur fyrir þann hóp.
Allavega er það skrýtin speki að mæta flóðasvæði, og byrja fyrst að hjálpa þeim sem komist hafa í öruggt skjól, en láta þá sæta afgangi sem eru við það að drukkna. Hvað þá að gera ekki tilraun til að hjálpa drukknandi fólki.
Óvissan blómstrar sem aldrei fyrr.
Og komandi kjarasamningar eyða í raun aðeins einni óvissu, og það er óvissan um það að verkalýðshreyfingin og ríkisstjórnin muni gera eitthvað fyrir þá sem þessa Óvissu upplifa.
Og það sem slíkt er ekki mikið til að státa sig af.
En eyðir jú þó einni óvissu.
Kveðja að austan.
![]() |
Kjarasamningar eyða óvissu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2013 | 10:11
Hallalaus fjárlög
Ef einhver 2 orð ná að skýra kreppuna á evrusvæðinu þá er það þessi orð: hallalaus fjarlög.
Ef eitt orð nær að skýra kreppuna á evrusvæðinu, þá er það evran, hinn erlendi gjaldmiðil einstakra þjóðríkja.
Við Íslendingar eigum okkar evru, það er hin verðtryggða króna, vegna hennar má ekki hækka laun, má ekki auka ríkisútgjöld, má ekki tryggja fátækum lágmarks lífsafkomu.
Við Íslendingar eigum líka ríkisstjórn sem setur hallalaus fjárlög á oddinn, með sömu afleiðingum og á evrusvæðinu, stöðnun og að lokum samdráttur þegar ytri skilyrði duga ekki lengur til að vega upp neikvæð áhrif hinna hallalausu fjárlaga.
Í 5 ár hefur Evrópusambandið barist gegn stöðnun með hallalausum fjárlögum, í 5 ár hefur árangur þeirrar stefnu verið sá sami.
Áframhaldandi kreppa, sem ekki sér fyrir endann á.
Ásamt síaukinni fátækt, matarbiðröðum, neyðaraðstoð hjálparsamtaka.
Ekkert sem kemur á óvart því þessi stefna beið líka skipbrot á fjórða áratug síðustu aldar, á árunum sem kennd var við Kreppuna miklu.
Þá vissu menn ekki betur, en í dag vita menn betur.
Mig langar að vitna í sagnfræðinginn A.J.P. Taylor í umdeildri bók sem hann fjallar um orsakir seinni heimsstyrjaldar, þar sem hann fjallar um efnahagsástandið á fjórða áratugnum, og lærdóminn sem var dreginn af því ástandi.
Heimskreppan hófst vegna bankahruns í Bandaríkjunum og breiddist út og dýpkaði er kaupmáttur fólks hélt ekki í við vaxandi framleiðslukostnað. Þetta skilja allir nú á dögum, rétt eins og allir vita að til þess að komast út úr kreppuástandi þarf að auka ríkisútgjöld. Árið 1929 voru þeir næsta fáir sem skildu þetta og þeir fáu sem gerðu það höfðu engin áhrif á stefnumótun í stjórnmálum.
Þá voru flestir þeirrar skoðunar að verðhjöðnun væri eina ráðið, gjaldmiðlar ættu að vera traustir, jafnvægi ætti að ríkja í fjárhagsáætlunum og skerða bæri laun og útgjöld hins opinbera. Því aðeins mætti ætla að verðlag myndi lækka svo mikið að fólk hefði aftur efni á að kaupa.
Hinir hagfræðilegu leyndardómar, sem Schact hafði lokið upp í Þýskalandi og hin svonefnda New Deal Roosevelts Bandaríkjaforseta hafði sýnt enn skýrar, voru enn ókunnir breskum ráðamönnum. Þeir höfðu óbilandi trú á stöðugu verðlagi og stöðugu pundi, töldu aukin ríkisútgjöld af hinu illa og aðeins réttlætanleg í styrjöld, þar sem þó bæi að varast slíka léttúð. Þeir höfðu ekki hugmynd um að aukin ríkisútgjöld til nánast hvers sem var, jafnvel hermála, höfðu í för með sér aukna velsæld. Eins og nánast allir hagfræðingar samtímans, að J.M.Keynes undanskildum, fóru þeir með ríkisfjármál eins og þau væru fjármál einstaklinga. Þegar einstaklingur eyðir peningum í óþarfa hefur hann minna til að eyða í annað og þá minnkar eftirspurnin. Þegar ríkið eyðir peningum skapar það hins vegar aukna eftirspurn og þar aukna velsæld í samfélaginu í heild. Þetta er öllum ljóst nú á dögum, en fáir vissu það á þessum tíma.
Þegar Taylor skrifaði bók sína um 1960, þá var rifist um kenningar hans um hverjir báru ábyrgð á styrjöldinni, en um þessi orð hans var ekki rifist.
Þau voru almenn sannindi.
Og eru það ennþá dag í dag.
Kreppa evrusvæðisins sannar það.
Kveðja að austan.
![]() |
Umræða um fjárlög hefst kl. 14 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2013 | 15:39
Bullið endalausa.
Ríkisendurskoðun bendir á.
Ef eitthvað staðfestir árangursleysi íslenska menntakerfisins, og þá er ekki vísað í úrelta Pisakönnun, þá er það þessi setning; "Ríkisendurskoðun bendir á".
Heimskir, fáfróðir alþingismenn, komast upp með í okkar umboði, að semja fjárlög sem tengjast ekki raunveruleikanum á neinn þann hátt, sem vitiborið fólk kemur nálægt, og þá mætir ríkisendurskoðun á svæðið, og segir, "þeir fóru fram úr fjárheimildum".
Eins og eyðilegging almannaþjónustu sé mörkuð af yfirnáttúrlegum öflum.
Sem dæmi má nefna um hina óendalega heimsku, þá halda aldraðir læknar uppi heilbrigðiskerfinu í dag.
Þegar þeir deyja, þá deyr hið íslenska heilbrigðiskerf.
En hin verðtryggða króna lifir, hin hallalaus fjárlög lifa.
Fólk metur dauðan gjaldmiðil fram yfir umönnun foreldra sinna, fram yfir sitt eigið heilbrigði.
Sem er reyndar ekki bull.
Heldur dauðans alvara.
Forheimska sem siðuð saga mannsins kann engin dæmi um.
Þar til froðan féll á Íslandi haustið 2008.
Eftirleikurinn þegar reynt var að fórna þjóð fyrir fjármagn, er líkt og sagan endalausa.
Þegar eitt vígið er varið, þá mætir ginningargap heimskunnar, hin hallalaus fjárlög, og sýgur til sín grunnþjónustu sem ekki verður bætt.
Þjóðin þoldi hina grímulausu heimsku ESB í 4 ár, og lifði af, heilbrigðiskerfið var skaðað, grunnþjónustan var sködduð, en vinstri stjórnin náði ekki til að eyðileggja samfélagið.
Þjóðin kaus stjórnarandstöðuna, því hún hélt að í orðin andstaða fælist ný hugsun, ný viðhorf.
Og uppskar sömu stefnu, nema bætt var við silkiklæðum á helstefnu Evrópusambandsins.
Á meðan ríkið er eyðilagt, þá er fólki talið í trú um að þrotabú útrásarvíkinganna greiði fyrir skuldaleiðréttingu heimilanna.
Leiðréttingu sem verðtryggingin mun éta upp á örfáum mánuðum. Sem rímar við stefnu hinna örfáu, sem er að þeir fái arðinn, en þjóðin fái örbirgðina.
Aumast er fólkið sem vissi heimsku ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, gagnrýndi hana fyrir niðurskurð og skattahækkanir.
En kyngdi skattahækkunum og lagði á sig að mæta á torg til samfagna niðurskurðinum.
Heimskan sem þau Jóhanna og Steingrímur gerði sig seka um, skattahækkanirnar og niðurskurðurinn, var ekki heimska eftir allt, þeirra glæpur, var að gera það sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði sér alltaf að gera.
Að skera niður og eyðileggja samfélagið var þeirra glæpur.
En fjármagnið vissi hvað það gerði.
Glæpurinn eini var í boði vinstra fólks.
Í dag ver enginn þjóðina.
Að henni er sótt bæði frá vinstri og hægri.
Niðurstaðan er helstefna frjálshyggjunnar.
Niðurskurður, skattahækkanir, vaxtagjöld almannasjóða.
Bullið endalausa.
The Never Ending Story.
Kveðja að austan.
![]() |
30 milljarða halli á ríkissjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.12.2013 | 09:03
Smán Alþingis minnkar lítt.
Þó það með skottið á milli fótanna, hafa ekki fundið sér fleiri skúmaskot til flýja réttláta reiði almennings.
Menn urðu ekki góðir í Berlín þegar þeir gáfust upp á sínum tíma, að gefast upp þegar allar brýr eru brenndar að baki, er ekki góðverk, heldur uppgjöf.
Alþingi hefur aldrei verið í vandræðum að finna peninga handa sér og sínum.
En þegar kemur að því að breyta rétt, að haga sér eins og siðuð manneskja, þá eru allar hirslur tómar, ekkert hægt að gera.
Sem er aumt, ákaflega aumt.
Og lágkúran kristallast algjörlega í þeirri aumingjahótun að kærleiksverkið bitni á öðrum, að það þurfi að reka einhverja, loka einhverju, níðast á einhverjum, þannig er það þakið auri og skít fólks sem þekkir ekki rétta breytni.
Fjárlagaárið verður gert upp með halla, á því verður engin breyting þó eitthvað Exel skjal segi annað.
Kærleiksverkið skiptir þar engu til og frá.
Ef hýenur Friedmanismans fara að væla yfir Exel skjalinu, þá hljóta að finnast svöng ljón sem myndu þiggja þær í málsverð.
Íslendingar eru beygð þjóð, en ekki brotin, og kunna að sýna fyrirlitningu sína í verki þegar þeim ofbýður.
Háðið og spottið mun aðeins bíða þeirra sem hagfræðibulla um jöfnuð í ríkisfjármálum þegar fjármunir eru settir í jafn sjálfsagðan hlut og jólabónus handa atvinnulausum.
Smán Alþingis er mikil.
Þetta mál átti aldrei að verða að ásteytingarsteini, hafi það gleymst fyrir slysni, þá átti að leiðrétta það um leið í meðferð fjárlaganefndar.
Biðin og óvissan leikur fólk grátt, er fóður uppgjafar og vonleysis.
Núna á Alþingi aðeins einn kost til að endurheimta æru sína.
Og það er að tilkynna um myndarleg fjárframlög til þeirra hjálparsamtaka sem veitt hafa fátæku fólki aðstoð hvort sem það er Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálpin, Samhjálp, Hjálpræðisherinn eða Hjálparstofnun kirkjunnar. Svo einhver samtök séu nefnd.
Í dag á að tilkynna um sérstakt fjárframlag, opið því umfang neyðarinnar er ekki þekkt, og þessi samtök eiga að geta sótt um, án skriffinnsku og leiðinda, þá fjármuni sem þau þurfa til að létta neyðinni.
Ekki aðeins létta á henni.
Það á enginn að vera svangur þessi jól í landi alsnægtanna.
Þetta er ekki spurning um fjármuni, hvað þá vilja.
Þetta er aðeins spurning um að þekkja sinn innri mann.
Og hlusta á hann þegar hann segir að sérhvert líf heimti samúð þína.
Smán Alþingis mun þiðna og hverfa líkt og klakinn í hlákunni sem nú leikur um landið.
Og allir geta haldið gleðileg jól.
Líka alþingismenn.
Kveðja að austan.
![]() |
Samþykkt að greiða desemberuppbót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2013 | 09:21
Ef réttlætinu er fullnægt.
Þá er gjörðir þeirra manna sem settu þjóðina á hausinn, hvítþegnar.
Ekkert rangt við þær, Hrunið af náttúrlegum ástæðum.
Enda segir Eva Joly að því hafi aðeins verið fullnægt í þessu máli.
En þetta mál getur aldrei verið lokamálið, heldur upphaf þess ferlis að gera upp við Hrunið.
Það var aðeins dæmt vegna sjálfsbjargar hvatar drukknandi manna sem reyndu að bjarga því sem bjargað varð. Og beittu til þess blekkingum og lygum.
En aðdragandi Hrunsins er ennþá óuppgerður.
Hvernig var hægt að ljúga svona að þjóðinni??
Hvernig var hægt að breyta fjármálakerfi heillar þjóðar í spilavíti??
Hvernig var hægt að leyfa örfáum mönnum að yfirtaka öll helstu fyrirtæki þjóðarinnar og mergsjúga alla fjármuni úr hirslum þeirra??
Hvernig gat peningaklíka örfárra yfirtekið alla fjölmiðla landsins, alla stjórnmálaflokkana, þó í mismiklum mæli, og ekki hvað síst, fengið háskólamenn til að gefa öllu gæðastimpil??
Þarf enginn að svara til saka??
Þarf enginn að útskýra sinn hlut í Hrunadansinum??
Hvaða fjármunir fóru á milli??, hvert var gjald álitsgjafanna fyrir uppklappið??
Síðan er það sérkapítuli hvað gerðist eftir Hrun.
Af hverju reyndu stjórnmálamenn að fjárkúga þjóðina í ICEsave??
Af hverju var fórnarlömbum Hrunsins neitað um réttlæti á sama tíma og auðmagnið fékk allt sitt eftirgefið ??
Af hverju var ríkissjóður skuldsettur vegna endurreisnar fjármálakerfisins??
Af hverju geta auðmenn gert út sömu fjölmiðlana og klöppuðu upp útrásina, núna gegn þjóðinni, í þágu vogunarsjóða og erlendra fjárkúgara??
Af hverju er sömu mennirnir og þáðu fé fyrir að skrifa greinar til stuðnings bretum í ICEsave deilunni, að beita sér gegn skuldaleiðréttingu handa heimilum landsins??
Af hverju hefur ekkert breyst??
Af hverju er fólk ennþá borið út af heimilum sínum??
Af hverju hefur fólk sem með rangindum var svipt húsnæði sínum, ekki fengið það til baka??
Af hverju er verið að eyðileggja innviði samfélagsins vegna hinnar tilbúnu skuldar ríkissjóðs við Seðlabankann og vegna þess að erlendar krónueignir eru á hávöxtum í stað þess að vera á 0,25% eins og er útí hinum stóra heimi??
Af hverju?
Af hverju?
Af hverju?
Af hverju er réttlætinu ekki fullnægt??
Sem er aðeins hægt með því að öllum fórnarlömbum Hrunsins sé tryggð sanngjörn úrlausn sinna mála.
Því réttlæti er ekki fangelsisvist örfárra, réttlæti er réttlát viðbrögð gagnvart skaða fólks, og réttlát niðurstaða er sú lausn þar sem allt hefur verið gert sem hægt er til að bæta fyrir þann skaða.
Því réttlæti hefur ekki verið fullnægt.
Og ekkert bendir til þess að það verði gert.
Banaspjótin verða arfleið okkar.
Kveðja að austan.
![]() |
Eva Joly: Réttlætinu fullnægt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2013 | 15:56
Orðræða andskotans er að snúa öllu á haus.
Og dæmi um slíka orðræðu er að kalla fordæmalausan niðurskurð síðustu ára "hömlulaus útgjöld".
Og önnur öfugmæli eru að kalla slíkt sókn til framfara.
Þetta er kölluð orðræða andskotans því ekki einu sinni alvarleg veruleikabrenglun útskýrir svona málflutning.
"Arbeit macht frei" er þekktasta dæmi slíkra öfugmæla en þau eru mýmörg þar sem kaldrifjaðir einstaklingar blindaðir af valdþorsta hafa afskræmt umræðuna með því að pakka ljótleika sínum inní fallegar umbúðir.
Réttlæting hinnar algjöru heimsku að stefna að hallalausum fjárlögum með því að skera niður fólk en ekki fjármagn er af svipuðu meiði öfugmælanna, vondur hlutur er réttlættur með innantómu falsi og lygum.
Allt gert til að breiða yfir þann glæp að fjármagna endurreisn fjármálakerfisins í gegnum ríkissjóð en ekki Seðlabankann.
Og að þessi orðræða sé reynd á 21. öldinni, og gangi upp því hið meinta andóf rífst um niðurskurðinn í stað þess að beina spjótum sínum að hinum raunverulega meini, sem er Friedmanismi glæpaklíkunnar sem öllu ræður, er líka eitthvað sem kenna má við þann í neðra.
Engin rök, engin lögmál raunheims fá útskýrt slík fáráð.
Það er eins og að þjóðinni sé haldið sofandi í heimi martraðar og ofskynjana, vitund hennar sé víðsfjarri, í veruleika sem er ekki þessa heims.
Annað getur ekki skýrt hið óendanlega bull.
Og þegar fólk loksins vaknar er auðnin ein eftir.
Innviðirnir ónýtir, samfélagið allt á banaspjótum.
Ekki sú arfleið sem við vildum börnum okkar.
Eða hvað??
Kveðja að austan.
![]() |
Snúa af braut hömlulausra útgjalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2013 | 09:00
Lygin dæmd sek.
Þó miklu væri til kostað.
Eftir stendur með alla hina sem lugu.
Sem sögðu þjóðinni að allt væri í lagi, jafnvel nokkrum dögum fyrir Hrun.
Þeir sleppa, þeir halda völdum sínum á einn eða annan hátt.
Og ekki eru þeir dregnir til ábyrgðar sem komu á þessu kerfi sjálftöku og græðgi.
Þeir sleppa og eru ennþá að.
Ennþá að herða tökin á samfélaginu, sívinnandi gegn þjóðinni.
Sum ræningjatæki þeirra hafa verið dæmd ólögleg, en samkvæmt kenningunni, að byssan hleður sig sjálf og því ber ekki sá ábyrgð sem miðar, að þá er ekki talið ástæða til að rétta yfir og dæma þá sem rændu.
Þúsundir landa okkar hafa verið sviptir húsnæði sínu vegna ólöglegra hækkana lána, og svar réttarkerfisins er að dæma þjófa gærdagsins.
Það er gott og gilt að menn sæti ábyrgð, en það er ekki gott og gilt að sekir geti handvalið úr sínum hópi þá sem á að dæma, þá sem mega missa sín, þá sem er fórnað til að friðþægja lýðinn.
Rán er alltaf rán, og það er ekki til alvarlegri glæpur en að gera þjóð sína að féþúfu fjármagnsræningja.
Þeir ganga lausir sem það gerðu, og á meðan svo er þá er Ísland ekki réttarríki.
Lygin er sek á meðan hún þjónar þeim tilgangi að hafa fé af öðru fólki.
Að hafa fé af almenningi, hafa fé af almannasjóðum.
Meðlimir glæpaklíkunnar skuldsettu ríkissjóð um hundruð milljarða vegna þess sem þeir kölluðu, "endurfjármögnun fjármálakerfisins", og árlega greiðir þjóðin tugi milljarða í vexti af hinni tilbúnu skuld.
Fjármunir sem eru teknir úr heilbrigðiskerfinu, úr bótasjóðum almannatrygginganna, úr skólakerfinu, úr grósku nýsköpunar og rannsókna, frá mér og frá þér, og frá öllum hinum.
Því er logið að þjóðinni að hún skuldi þessa peninga, og þess vegna þurfi að skera niður.
Glæpaklíkan setur svo á svið leiksýningu við Austurvöll, þar sem sumir eru með, og aðrir á móti, það er deilt, og það er skammast, en passað vel uppá að enginn leikaranna minnist á sjálft ránið.
Hina tilbúnu skuld.
Hvað þá að minnst sé á að núna þurfi að bæta í, blása til sóknar, leggja undir sig nýja öld, gera hana að öld framfara og uppbyggingar.
Því þá er ekki logið, þá er sagt satt. Eitthvað sem þjónar ekki hagsmunum glæpaklíkunnar.
Lygi var samt dæmd sek í gær.
Fordæmi sem gæti leitt til þess að sjálf lygin yrði dæmd sek í næstu réttarhöldum.
Lygin í þágu ICEsave fjárkúgunar breta, lygin í þágu vogunarsjóðanna, lygin gegn heimilum landsins, lygin sem er að eyða innviðum samfélagsins.
Því allt á sitt upphaf.
Líka réttlæti á tímum sjálftöku og græðgi.
Og hin sístelandi glæpaklíka gæi yfirfyllt réttarsali, ekki til að bera út fólk og fénað, heldur til að svara til saka, og dæmast samkvæmt lögum siðaðra samfélaga sem líða ekki lygi í ábataskyni.
Hvað þá þjófnað á heilu samfélagi.
Hver veit hvað gerist þegar snjóboltinn byrjar að rúlla?
Kveðja að austan.
![]() |
Greiða verjendum tugi milljóna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 486
- Sl. sólarhring: 512
- Sl. viku: 4097
- Frá upphafi: 1494204
Annað
- Innlit í dag: 400
- Innlit sl. viku: 3436
- Gestir í dag: 378
- IP-tölur í dag: 367
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar