Smán Alþingis minnkar lítt.

 

Þó það með skottið á milli fótanna, hafa ekki fundið sér fleiri skúmaskot til flýja réttláta reiði almennings.

Menn urðu ekki góðir í Berlín þegar þeir gáfust upp á sínum tíma, að gefast upp þegar allar brýr eru brenndar að baki, er ekki góðverk, heldur uppgjöf.

 

Alþingi hefur aldrei verið í vandræðum að finna peninga handa sér og sínum.

En þegar kemur að því að breyta rétt, að haga sér eins og siðuð manneskja, þá eru allar hirslur tómar, ekkert hægt að gera.

Sem er aumt, ákaflega aumt.

 

Og lágkúran kristallast algjörlega í þeirri aumingjahótun að kærleiksverkið bitni á öðrum, að það þurfi að reka einhverja, loka einhverju, níðast á einhverjum, þannig er það þakið auri og skít fólks sem þekkir ekki rétta breytni.

Fjárlagaárið verður gert upp með halla, á því verður engin breyting þó eitthvað Exel skjal segi annað.

Kærleiksverkið skiptir þar engu til og frá.

 

Ef hýenur Friedmanismans fara að væla yfir Exel skjalinu, þá hljóta að finnast svöng ljón sem myndu þiggja þær í málsverð.

Íslendingar eru beygð þjóð, en ekki brotin, og kunna að sýna fyrirlitningu sína í verki þegar þeim ofbýður.

Háðið og spottið mun aðeins bíða þeirra sem hagfræðibulla um jöfnuð í ríkisfjármálum þegar fjármunir eru settir í jafn sjálfsagðan hlut og jólabónus handa atvinnulausum.

 

Smán Alþingis er mikil.

Þetta mál átti aldrei að verða að ásteytingarsteini, hafi það gleymst fyrir slysni, þá átti að leiðrétta það um leið í meðferð fjárlaganefndar.

Biðin og óvissan leikur fólk grátt, er fóður uppgjafar og vonleysis.

 

Núna á Alþingi aðeins einn kost til að endurheimta æru sína.

Og það er að tilkynna um myndarleg fjárframlög til þeirra hjálparsamtaka sem veitt hafa fátæku fólki aðstoð hvort sem það er Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálpin, Samhjálp, Hjálpræðisherinn eða Hjálparstofnun kirkjunnar.  Svo einhver samtök séu nefnd.

Í dag á að tilkynna um sérstakt fjárframlag, opið því umfang neyðarinnar er ekki þekkt, og þessi samtök eiga að geta sótt um, án skriffinnsku og leiðinda, þá fjármuni sem þau þurfa til að létta neyðinni.

Ekki aðeins létta á henni.

Það á enginn að vera svangur þessi jól í landi alsnægtanna.  

 

Þetta er ekki spurning um fjármuni, hvað þá vilja.

Þetta er aðeins spurning um að þekkja sinn innri mann.

Og hlusta á hann þegar hann segir að sérhvert líf heimti samúð þína.

 

Smán Alþingis mun þiðna og hverfa líkt og klakinn í hlákunni  sem nú leikur um landið.

Og allir geta haldið gleðileg jól.

 

Líka alþingismenn.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Samþykkt að greiða desemberuppbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Haltu áfram að segja það sem þú meinar.

Það gera fáir betur en þú. 

Árni Gunnarsson, 18.12.2013 kl. 19:14

2 identicon

Heill og sæll Ómar æfinlega / sem og Árni og aðrir gestir.

Vel mælt - Árni fornvinur.

Ómar !

Því miður - er Íslendingum EKKI VIÐBJARGANDI úr þessu / og þeim bezt fyrirkomið í þjóða höfum Kanadamanna og Rússa.

Aulaleg tilraunin - (1944 - 2008) með Lýðveldis búskapinn hefir beðið FULLKOMIÐ SKIPBROT gömlu góðu félagar !!!

Með beztu kveðjum - sem oftar af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.12.2013 kl. 22:35

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Árni, málið er kannski að það þarf meira til að ergja mig þessa dagana.

Ekki að ég sé sáttur, heldur er erfitt að berjast gegn, þegar ekkert er til að berjast fyrir, í þeirri merkingu að það vantar valkost.

Gagnrýni í dag styrkir þá sem maður gagnrýndi í gær, og því miður eru þeir í dag illskárri en þeir sem voru áður.

En þetta er allt sami skítalandinn, illa soðinn og gerjaður.

Og það er miður.

Kveðja að austan,.

Ómar Geirsson, 18.12.2013 kl. 22:43

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Láttu ekki svona Óskar.

Samfélagið okkar er gott og fóstrar börnin mín vel.

Atlaga fjármagnsins hér er síðan global, ekki lokal.

Og íslenska þjóðin reyndi þó að verjast, en það sama verður ekki sagt um almenning á meginlandinu.

Og stríðið við fjármagnið er rétt að byrja.

Láttu ekki lognmolluna blekkja þig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.12.2013 kl. 22:46

5 identicon

Sælir - á ný !

Íslenzkt samfélag - er FULLKOMINN VIÐBJÓÐUR Ómar minn.

Reynum ekki - að breyta því.

Þess utan - er ekki verandi hér / frá Október til Apríl mánaða sökum ÖMURLEGRAR Vetrar veðráttunar / er þó skár að umbera hana en DRAGÚLDIN stjórnmála- og Banka Mafíu VÐRININ Austfirðingur góður !!!

Ekki síðri kveðjur - hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.12.2013 kl. 22:57

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvað er þetta Óskar, nú hljóta víkingabeinin að vera orðin kulvís fyrst þú agnúast út í veðráttuna, sem gerir fátt annað en að herða menn og stæla.

Og eykur söluna á skjólfatnaði ýmiskonar sem er gott fyrir ríkiskassann.

Þig vantar hákarl og það strax.

Samt ekki dragúldin, það er nóg af ýldu samt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.12.2013 kl. 08:29

7 identicon

Komið þið sælir - sem fyrr !

Ómar síðuhafi !

Engin ''víkingabein'' er að finna í mínum skrokki - og hefir aldrei verið ég fyrirlít þann óþjóðalýð sem iðkaði rán og gripdeildir á Miðöldum Austfirðingur góður - svo fram komi.

Ét ekki ómeti - eins og Hákarl aukinheldur.

Farðu bara - að sætta þig við raunsætt og yfirvegað mat mitt á þessu andstyggðarinnar samfélagi SEM BRÝNA NAUÐSYN BER TIL AÐ UPPRÆTA hið fyrsta Ómar minn !!!

MEÐ UTANAÐKOMANDI AÐSTOÐ - vel að merkja !!!

Með - ekki síðri kveðjum en öðrum áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.12.2013 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 598
  • Sl. viku: 3802
  • Frá upphafi: 1329978

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 3292
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband