Ef réttlætinu er fullnægt.

 

Þá er gjörðir þeirra manna sem settu þjóðina á hausinn, hvítþegnar.

Ekkert rangt við þær, Hrunið af náttúrlegum ástæðum.

 

Enda segir Eva Joly að því hafi aðeins verið fullnægt í þessu máli.

En þetta mál getur aldrei verið lokamálið, heldur upphaf þess ferlis að gera upp við Hrunið.

Það var aðeins dæmt vegna sjálfsbjargar hvatar drukknandi manna sem reyndu að bjarga því sem bjargað varð.  Og beittu til þess blekkingum og lygum.

 

En aðdragandi Hrunsins er ennþá óuppgerður.

Hvernig var hægt að ljúga svona að þjóðinni??

Hvernig var hægt að breyta fjármálakerfi heillar þjóðar í spilavíti??

Hvernig var hægt að leyfa örfáum mönnum að yfirtaka öll helstu fyrirtæki þjóðarinnar og mergsjúga alla fjármuni úr hirslum þeirra??

Hvernig gat peningaklíka örfárra yfirtekið alla fjölmiðla landsins, alla stjórnmálaflokkana, þó í mismiklum mæli, og ekki hvað síst, fengið háskólamenn til að gefa öllu gæðastimpil??

 

Þarf enginn að svara til saka??

Þarf enginn að útskýra sinn hlut í Hrunadansinum??

Hvaða fjármunir fóru á milli??, hvert var gjald álitsgjafanna fyrir uppklappið??

 

Síðan er það sérkapítuli hvað gerðist eftir Hrun.

Af hverju reyndu stjórnmálamenn að fjárkúga þjóðina í ICEsave??

Af hverju var fórnarlömbum Hrunsins neitað um réttlæti á sama tíma og auðmagnið fékk allt sitt eftirgefið ??

Af hverju var ríkissjóður skuldsettur vegna endurreisnar fjármálakerfisins??

Af hverju geta auðmenn gert út sömu fjölmiðlana og klöppuðu upp útrásina, núna gegn þjóðinni,  í þágu vogunarsjóða og erlendra fjárkúgara??

Af hverju er sömu mennirnir og þáðu fé fyrir að skrifa greinar til stuðnings bretum í ICEsave deilunni, að beita sér gegn skuldaleiðréttingu handa heimilum landsins??

 

Af hverju hefur ekkert breyst??

Af hverju er fólk ennþá borið út af heimilum sínum??

Af hverju hefur fólk sem með rangindum var svipt húsnæði sínum, ekki fengið það til baka??  

Af hverju er verið að eyðileggja innviði samfélagsins vegna hinnar tilbúnu skuldar ríkissjóðs við Seðlabankann og vegna þess að erlendar krónueignir eru á hávöxtum í stað þess að vera á 0,25% eins og er útí hinum stóra heimi??

 

Af hverju?

Af hverju?

Af hverju?

 

Af hverju er réttlætinu ekki fullnægt??

Sem er aðeins hægt með því að öllum fórnarlömbum Hrunsins sé tryggð sanngjörn úrlausn sinna mála.

Því réttlæti er ekki fangelsisvist örfárra, réttlæti er réttlát viðbrögð gagnvart skaða fólks, og réttlát niðurstaða er sú lausn þar sem allt hefur verið gert sem hægt er til að bæta fyrir þann skaða.

Því réttlæti hefur ekki verið fullnægt.

 

Og ekkert bendir til þess að það verði gert.

Banaspjótin verða arfleið okkar.

Kveðja að austan.


mbl.is Eva Joly: Réttlætinu fullnægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pistillinn er góður, en nokkuð nöturlegur í ljósi þess að fréttin er góð. Þetta eru þeir fyrstu á bekknum sem fá dóm í grjótið, og margir dómar eftir. Margur hvítflibbinn er örugglega kaldsveittur í dag.
Annars setti ég bara þetta innlegg til að hrósa þér fyrir orðalagið í:
"Hvernig var hægt að breyta fjármálakerfi heillar þjóðar í spilavíti??"
Tær snilld og hverju orði sannara.
Kveðja af Suðurlandi.

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.12.2013 kl. 10:22

2 identicon

Það þarf þjóð til svo hægt sé að gera fjármálakerfi heillar þjóðar að spilavíti.

Ég léti mig ekki bregða að Hæstiréttur lækki refsinguna hjá þeim því jú þeir fengu engar málsbætur í héraði.

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 14.12.2013 kl. 11:02

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það kostar því miður gífurlegar persónulegar fórnir, að fara eftir lögum á Íslandi. Lögin eru samin og flækt, til að verja glæpamafíur.

Fólki er tæplega gert mögulegt að vera löghlýðnir og heiðarlegir samfélagsþegnar. Þeir sem raunverulega vilja vera heiðarlegir og lifa eftir ósamstæðum og mótsagnarkenndum lögum og reglum á siðmenntaðan hátt, þurfa að afsala sér öllu, sem kallast mannréttindi og siðferðisréttlæti. Það er ekkert skrýtið að margan lífeyrissjóðs/bankarændan, kaupmáttarsvikinn, kúgaðan og fátækan einstakling skorti sálar og líkamsþrek til að berjast gegn þessum AGS=Alþjóðabanka-stýrðu heimsveldis-valdafíklum.

Almættið algóða gefi heimsfólki öllu, sálar og líkamsþrek, til að þola þessa kúgun, og berjast gegn henni. Eva Joly var því miður ekki elítunni í Frakklandi siðboðin, í forystusætið. Í staðinn fengu Frakkar stríðsbrjálæðing í forstjórastólinn. Áframhaldandi þrælahald í Afríku og víðar, er aðaláhugamál þessa Frakklands-foringja.

Guð hjálpi almenningi í Afríku og annarsstaðar í heiminum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.12.2013 kl. 11:34

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú segir: "Hvernig var hægt að breyta fjármálakerfi heillar þjóðar í spilavíti??"...

og lætur að því liggja að það hafi verið eitthvert sér íslenskt stjórnmálafyrirbrigði að það fór sem fór. Það er auðvitað ekki rétt því þetta gerðist nákvæmlega eins um víða veröld og íslensk stjórnvöld, frekar en annars staðar, höfðu ekki vald til að grípa inn í. Farið var eftir sömu reglum hér og t.d. í ESB ríkjum. Alvarleikinn var hins vegar meiri hér vegna smæðar þjóðarinnar.

En það þarf auðvitað að læra af reynslunni og búa þannig um hnútana að þetta geti ekki gerst aftur. Það verður þó tæplega gert eingöngu með íslenskri lagasetningu. Held að það þurfi að vera glóbalt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.12.2013 kl. 11:46

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna erum við að vissu leiti sammála þetta er ekki það sem við þurfum fangilsi í 3-4-8 ár er bara kosnaður fyrirlandið okkar!!Sektir í milljörðum er nær og hitt bara þegnskyldu vinna,og huga heldur að þeim sem urðu fyrir skaðanum meira á voru landi!!!!Kveðja að sunnan

Haraldur Haraldsson, 14.12.2013 kl. 13:58

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Logi, þetta er gamalt og gott, margnotað víða í netheimum.  Annar frasi sem nær að lýsa vel ástandinu er að líkja þjóðfélaginu við einn risastóran vogunarsjóð þar sem allt var lagt undir.

Skiptir svo sem ekki máli, ekkert var eðlilegt í mörg ár fyrir Hrun, og ótrúlegt hvað þjóðin varð samdauna óeðlinu.

En þetta  með hvítflibbana, ég hef heyrt að það sé líka titringur á toppnum í Norður Kóreu, samt mun sá titringur fáu breyta.

Það þarf nýtt hugarfar, það þarf nýja nálgun.

Stjórnmálastéttin fær sitt síðasta tækifæri til að leiðrétta lán fólks, og stöðva Útburðinn, í eitt skipti fyrra allt, núna á þessu þingi, eða mæta vaxandi ólgu og upplausn.

Hvað kemur út úr því veit enginn.

En það endaði ekki vel í Rúmeníu á sínum tíma.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.12.2013 kl. 17:09

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Baldvin.

Það þarf þjóð til, og sú sama þjóð er ennþá samdauna vitleysunni, og mun jafnvel trúa að þessir dómar hafi eitthvað með réttlæti að gera.

Fattar ekki kattarþvot fjármálaþjófanna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.12.2013 kl. 17:57

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Því miður held ég að þú sért nærri lagi í þessum orðum þínum.

"Lögin eru samin og flækt, til að verja glæpamafíur."

Uppstokkun laga, og útilokun lögfræðinga frá réttarkerfinu, er eitt brýnasta lífspursmál hins venjulega manns ef hann ætlar að endurheimta samfélög sín úr höndum þessara glæpamafíum.

Það þarf að hleypa réttlætisgyðjunni aftur inn í dómssali.

Og dómarar kveði upp réttláta dóma.

Koma tímar, koma ráð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.12.2013 kl. 18:02

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Þó reglurnar hafi verið evrópskar, þá var ekkert þjóðfélag leikið svo grátt eins og það íslenska.

Og fyrir því eru séríslenskar ástæður sem við þurfum bæði að horfast í augun á, takast á við þær, og síðan sjá til þess að þetta endurtaki sig aldrei aftur.

Fyrir utan veruleikafirringuna sem fólst í orðunum, "sjáið þið ekki veisluna???", þá reikna ég með að fáir stjórnmálamenn hafi haft það sitt beina markmið að eyðileggja þjóð sína.

En þeir máttu sjá hvað var að gerast, og þeir áttu að gripa inní.  

Í stað þess að gera allan þjófnað auðveldari með lagabreytingum, og skipulögðu einelti í garð þeirra sem reyndu að andæfa.

Sjálfstæðismenn hefðu til dæmis ekki átt að láta Kjartan Gunnarsson komast upp með aðför sína að Davíð Oddssyni, þegar Davíð var hrakinn út úr stjórnmálum með stanslausu níði og baknagi.  

Hvað þá að leyfa sömu klíku að stinga Davíð ítrekað í bakið þegar hann varði þjóðina gegn óráðum AGS.

Það sem gerðist, gerðist ekki að sjálfum sér, og það hafði ekkert með reglur utanúr hinum stóra heimi að gera.

Ef menn tryðu því, þá hefðu þeir breytt þeim strax eftir Hrun.

Og sagt upp EES samningnum.

Og síðan tryggt fórnarlömbum Hrunsins réttlæti.

Ekkert af þessu var gert, heldur róið áfram í sömu knérum.

Slíkt gera aðeins sekir menn, sekari en sjálf syndin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.12.2013 kl. 18:13

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Haraldur.

Þú ert þá að ræða réttlæti, ekki kattarþvott.

Það er mikill munur á viðbrögðum bandaríska stjórnvalda og þeim íslensku.

Grundvallarmunur, þar voru hrunvaldar sektaðir og sektirnar eiga að notast til að bæta úr því tjóni sem þeir ollu.

Bófum er alltaf sama þó einn og einn úr þeirra hópi sé látinn afplána, það er partur af starfi þeirra, áhætta sem þeir vita af þegar þeir hefja glæpaferil sinn.

En þeir sem ræna aðra, eru nískari en sjálfur andskotinn þegar kemur að þeirra eigin aur.  Vilja hvorki að hann sé rændur, eða tekinn af þeim á annan hátt.

Enda heyrir þú rammakveinið í vinstri mönnum þegar á að taka fé úr vasa ræningjanna og nýta það til að lækka skuldir heimilanna.

Það er eins og það sé verið að taka fé úr þeirra eigin vasa.

Slíkur er gráturinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.12.2013 kl. 18:18

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Eitt, sem er athyglivert.  Ef Hæstiréttur kemst að sömu niðurstöðu og héraðsdómur og þeir dæmdu verða látnir dúsa á bak við lás og slá í nokkur ár, - hver borgar þá brúsann?  Þeir dæmdu féflettu landsmenn, var ekki svo?  Hvers eiga þeir sömu landsmenn þá að gjalda?  Fyrst að láta stela frá sér og þurfa síðan að halda svikurunum uppi í nokkur ár, á fríu fæði og húsnæði.  Þeir fá aukheldur kaup fyrir "vinnuframlagið". 

Hvernig væri nú, að segja sig úr Shengen, loka landamærum okkar fyrir erlendum lýð og gera alla brotamenn brottræka frá Íslandi fyrir lífstíð vegna afglapa þeirra.  Hvers vegna eigum við að byggja fimm stjörnu fangelsi fyrir þessa vandræðagemlinga og bjóða þeim atlæti, sem vinnandi einstaklingar þurfa að greiða fullt verð fyrir. 

Með því að vísa skálkunum af skerinu, vinnst ekki einungis það að geta sleppt því að byggja glæsihýsi yfir þá, heldur sleppa landsmenn einnig við frekari kostnað af gjörðum þeirra.  Þetta glæpasafn getur sjálft komið sér í ærlega vinnu (ef það hefur einhverja glóru um hvað það er) í útilöndum, og fríað Íslenska skattgreiðendur við frekari útlátum, sem af afbrotum hyskisins hlaust. 

Man ekki betur en þeir hafi sjálfir verðlagt snilli sína hátt, annarsvegar með háu kaupi, aukasporslum og kaupréttarsamningum.  Það var gert til þess að vera jafngildir viðmiðunarstéttinni erlendis (hverjir sem þær nú eru) og vöruðu, máli sínu til stuðnings, að "atgerfisflóttinn" úr stéttinni gæti lagt alla velmegun á Íslandi í rúst. 

Jahérna, nú fer ég framm og æli.

Benedikt V. Warén, 14.12.2013 kl. 18:29

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Benedikt.

Í den borguðu menn fyrir gistiplássið í fangelsum hins opinbera.  En veit ekki hvort það virkað vel í dag.

Hins vegar veit ég viðskiptajöfnuð okkar hvað fanga varðar, margir samlandar okkar gista erlend grjót.

Málið er frekar að vinna gegn glæpum, en eyða stórfé að takast á við afleiðingar þeirra.

Mæli með tillögu minni um uppstokkun réttarkerfisins.

Og síðan Miskunn, hún skaðar ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.12.2013 kl. 18:52

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hefur mikið verið staglast á því að það hefði átt að grípa í taumana fyr, en engin kemur eitthvað bitastætt hvað það átti nákvæmlega að vera. Það átti bara að gera "eitthvað" eins og nefnt var í Landsdómi, sællar minningar.

Komið hefur fram að ef setja hefði átt íslensku bönkunum skorður, umfram aðra evrópska banka, þá hefði ríkisstjórnin vaðið elg í málshöfðunum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.12.2013 kl. 20:11

14 identicon

Sæll.

Gunnar hefur mikið til síns máls.

Annars átta menn sig ekki á því að hrunið 2008 verður eins og púðurkerling á við þann hvell sem okkar bíður. Hvernig væri að Ómar beitti nú sínu bloggi og reyndi að koma í veg fyrir næstu kreppu? Það geta allir tuðað um það sem gerðist og sagst hafa varað við o.s.frv. Hvað með komandi kreppu sem á eftir að verða enn verri? Er ekki nauðsynlegt að koma í veg fyrir næstu kreppu? Sér Ómar ekki komandi kreppu? Er honum sama um hana?

Þeir sem nú fengu dóm voru bara lítil peð og létu glepjast. Hvað með þá sem slepptu þeim öflum lausum sem ollu hruninu? Eiga þeir að sleppa? Hverjir ollu heimskreppunni?

Helgi (IP-tala skráð) 15.12.2013 kl. 12:33

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Það er gott að þú sért búinn að sjá að þýðir ekki að halda sig við þá afsökun að hamfarir heillar þjóðar sé öðrum að kenna en þeim sem ábyrgðina bera.

Þeim sem stjórnuðu landinu, þeim sem komu á því kerfi sem eyðilagði fjármálakerfið, og saug til sín allt eigið fé heimila og fyrirtækja.

Eina sambærilega dæmið í Evrópu um hina algjöra eignaupptöku er þjóðnýting  Leníns 1921 eða svo.  

Þú viðurkennir þetta með því að spyrja hvað hægt hefði verið að gera, annað en þetta eitthvað.

Og það er alveg rétt hjá þér, það var ekki margt hægt að gera ef ekki var ráðist á sjálfan grundvöll eyðileggingarinnar, EES samninginn og Friedmanismann í stjórnun peningamála.  Og það er á hreinu að enginn stjórnmálamaður hafði afl til að berjast gegn fjármálaglæpaklíkunni, það sást þegar Davíð var veginn vegna þess að hann fór að spyrja óþægilegra spurninga, og neitaði að dansa með Hrunadansinn.

En í þessu er tvennt Gunnar.

Það afsakar ekki fylgispektina, og það afsakar ekki eineltið í garð þeirra sem þó sáu eitthvað athugarvert.  

Þjóðverjar lentu í slæmum málum á fjórða áratugnum, sátu uppi með kerfi sem að lokum lagði allt í rúst í landinu.  Þeir gerðu upp við kerfið, bönnuðu þá flokka sem höfðu það á stefnuskrá sinni, og þeir völdu sér til forystu mann sem hafði hreinan skjöld, Konrad Adenauer.  

Vegna þess að hann hafði ekki fylgt kerfinu, vegna þess að hann hafði gagnrýnt það.  Og hlotið fyrir það kárínur miklar.  

Davíð væri í þessum sporum hefði honum borið gæfu að fara alla leið í uppgjöri sínu við þá hnífstungufélaga sína, þá  Kjartan og Hannes, afhjúpað fals Friedmanismans og krafist réttlætis handa heimilum og fyrirtækjum.

En hann var of samdauna því sem hann sjálfur kom á, og hafði stutt meginhluta stjórnmálaferils síns.  Áttaði sig ekki á því að það er ekki spurt um fortíð, heldur um uppgjör við fortíðina, og nýja sýn inní framtíðina.

Davíð lítur aðeins upp til Churchils, hann er enginn Churchil.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2013 kl. 15:38

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Ég sé ekki neina "næstu kreppu" í kortunum, ég sé sjálf endalokin ef andkristnin sjálf, frjálshyggjan verður ekki stöðvuð.

Þess vegna blogga ég, ég á líf sem þarf að vernda.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2013 kl. 15:41

17 identicon

@16:

Sæll.

Ekki get ég sagt að þetta svar þitt komi mér á óvart, enn áttar þú þig ekki á því hvað frjálshyggjan er og kennir henni um allt sem þér er illa við.

Þú ættir kannski að prófa að kynna þér stefnumál Ron Paul en hann er einn af fáum frjálshyggjumönnum á þingi í USA. Hann er að vísu nýhættur. Eru hans stefnumál í takt við það sem þú hefur verið að gagnrýna?

Svo svarar þú auðvitað ekki spurningum sem til þín er beint. Hverjir ollu heimskreppunni? Af hverju er þeir ekki í tugtinu?

Hvaðan komu allir þessir peningar sem lánaðir voru út um alla koppa og grundir? Já, frá frjálshyggjunni - er það ekki :-) ?

Í 15 talar þú um eyðileggingu fjármálakerfisins. Hvað eyðilagði fjármálakerfið? Græðgi? Spilling? Vanhæfir stjórnendur banka? Stjórnmálamenn?

Hvernig saug fjármálakerfið til sín allt eigið fé einstaklinga og fyrirtækja þegar einstaklingar og fyrirtæki eru skuldsett upp í rjáfur? Var það þá ekki öfugt?

Helgi (IP-tala skráð) 15.12.2013 kl. 17:14

18 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það sem gerði hrunið á Íslandi október 2008 að sér íslenzku fyrir brigði var Verðtrygging á fasteignalánum.

Með vertrygginguni hvarf auður fólks eins og dögg fyrir sól og þess vegna er verið að bera heimilin út á götu.

Vegna verðtryggingarinar þá hækkuðu afborganir af fasteignalánum á Íslandi, en t.d. á Írlandi þar var engin verðtrygging og þess vegna ekki heimilin borin út á götuna eins miklum fjölda og á Ísland.

Írar gerðu aðra skissu að mínu áliti, auðvitað með þvingunum frá ESB, þeir ábyrgðust allar skuldir einkabankana, þess vegna tekur það írska ríkið langan tíma að koma sér úr sínum fjárhagsörðugleikum.

Vegna þess að verðtrygging var á fasteignalánum þá var hrunið eins og eins og handsprengja sem tvístraði heimulum, sem börðust við að halda húsnæðum fyrir hrunið október 2008, gátu með engu móti haldið húsnæðinu eftir hrunið, jafnvel þó það eyddi öllum séreignarsparnaði ef hann var fyrir hendi.

Og því fór sem fór.

Íslenzkur almenningur fór verra út úr hruninu 2008 miðað við almenning í öðrum löndum vegna verðtryggðra fasteignalána.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 15.12.2013 kl. 17:14

19 identicon

Fróðlegt væri að vita hvort Írar áttu sitt húsnæði í sama mæli og Íslendingar.

Aðilar tapa ekki húsnæði sem þeir eiga ekki.

Sama krónan, á lánum og launum.

Við gerðum trúlega skyssu þegar við felldum verðtrygginguna af laununum,

en hjéldum henni áfram á lánunum.

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1328853/

Egilsstaðir, 15.12.2013  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 15.12.2013 kl. 20:15

20 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvað hefði gerst, gagnvart fasteignaeigendum, ef neyðarlög Geirs Haarde hefðu jafnframt innifalið það í sér, að fella niður verðtrygginguna?!?

Benedikt V. Warén, 15.12.2013 kl. 20:18

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Benedikt.

Eðli neyðarlaga held ég að geti ekki verið að kollvarpa annarri lagasetningu.

En þau eiga að takast á við það atriði sem valda því ástandi sem kallar á setningu slíkra laga.

Og neyðarlögin áttu að frysta verðtrygginguna á meðan hagkerfið aðlagaði sig að minni tekjum og auknum greiðslum á erlendum lánum.

Og það hefði svo sem ekkert annað gerst en að þjóðfélagið væri komið í lag núna, jafnvægi nást, fólk almennt sátt, og framtíðin blasað við.

Reikna með að slíkt kæmi fasteignaeigendum til góða eins og öðrum.

Þessar tillögur komu fram en AGS kæfði þær.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2013 kl. 22:09

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónas.

Við gerðum ekki skyssu með því að afnema verðtryggingu á launum, skyssan var að afnema hana ekki líka á lánum.

Skyssa sem hefur eyðilagt krónuna og aðeins uppstokkun gjaldmiðilsins mun ná að leysa öll þau vandamál sem blasa við krónunni.

Lilja var með þetta og fólk ætti að fara að hundskast til að lesa sér til um skiptikrónu leið hennar, rökin, ástæðurnar, ávinninginn.

Þegar bullið brennur á fólki, þá á það að hætta að bulla.

Sá dagur mun vonandi renna upp fyrr en síðar.

Varðandi það að fólk geti ekki tapað því sem það á ekki, þá er það mjög kaldrifjuð nálgun á skuldaerfiðleikum heimilanna.  

Eitthvað sem ég hélt að Jóhannes frá Kötlum hefði kveðið í kútinn.

Fólk vill ekki í nefið þegar mæður og börn eru borin út.

Kveðja að austan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2013 kl. 22:15

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann.

Svona varðandi muninn á Írlandi og Íslandi, þá eru Írar að glíma við annað form vítisvélar, og það er handstýrð lækkun launa svo ekki sé hróflað við ranga gengisskráningu.

Niðurstaðan að mörgu leiti sú sama, það sem var skynsöm fjárfesting í húsnæði, var það ekki eftir fjármálakreppuna, sem nota bene, venjulegt fólk bar enga ábyrgð á.

En ég er alveg sammála þér um áhrif verðtryggingarinnar, hún er vítisvél, hún er ekkert annað.

En verðtryggingin olli ekki Hruninu, saklaus af því.

Hún magnaði aðeins upp ástandið eftir Hrun, gerði vont, margfalt verra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2013 kl. 22:19

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Helgi, hættu þessu suði um að ég átti mig ekki á hvað frjálshyggja er, ég fjalla um raunveruleik hennar, ekki draumaútgáfu hennar í höfðum þeirra sem átta sig ekki á hvernig raunveruleikinn virkar.

Átta sig ekki á að þeir eru nytsamir sakleysingjar í vélabrögðum hinna Örfáu sem nýta sér kenningar frjálshyggjunnar til að auka völd sín og auð.

Frjálshyggjan hefur ekkert með frelsi að gera, hvorki einstaklinga, eða samfélaga.  

Því hún ræðst að forsendum frelsisins, ríkisvaldinu.

Ég hef ekki kynnt mér Ron Paul nema að því yfirborðskenndu marki að sjá að hann er enn einn bjánabelgurinn sem þyggur fé fyrir að bulla, fjármagnaður til að vera forsveit þeirra sem á eftir koma. 

Það er hlutverk þeirra öfgafyllstu.

Og ég veit að ef Ron meinti orð af því sem hann segði, þá væri hann ekki í þessum félagsskap.  

Það er margbúið að útskýra fyrir þér Helgi hvernig fjármálakerfið virkaði, hverjir það voru sem mögnðu upp peninga, og í hvaða tilgangi.

Það er búið að útskýra fyrir þér kerfið sem upphóf stjórnlausa grægði og sjálftölu, ofurlaun og ofurbónusa, skuldsettar yfirtökur, ræningjayfirtökur til að sjúga öll verðmæti úr fyrirtækjum, og svo framvegis.

En þú hlustar ekki Helgi, endurtekur sömu plötuna, áttar þig ekki á því að rökfærlur þínar hvítþvo alla gerendur glæpaverka.  

"Þeir sögðust ætla að gera annað, þeim tekst betur upp næst".

Ef þú vilt virkilega ná tökum á þessu, lestu þá Flowel, og reyndu að skilja hann.

Því skilningur er forsenda andmæla.

Veruleikafirring eða eitthvað þaðan af verra??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.12.2013 kl. 22:31

25 identicon

Mæli með lestri á Huxley, sem spáir neysluhyggjunni strax um 1930.
Mæli svo með þessum fyrirlestri. Ætti að vera skyldufyrirlestur fyrir bankara og pólítíkusa. Merkilega skemmtilegt líka, og nauðsynleg fræðsla fyrir bloggara og grúskara.

Hérna:

 http://www.youtube.com/watch?v=umFnrvcS6AQ

kveðja af Suðurlandi ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.12.2013 kl. 10:26

26 identicon

@24:

Kæri Ómar, ég hætti ekki að suða í þér á meðan þú ferð ekki rétt með.

Hvar og hvenær hefur frjálshyggja verið ríkjandi?

Það að þú viðurkennir að hafa ekki kynnt þér Ron Paul er viðurkenning þín á því að hafa ekki sett þig inn í hvað frjálshyggja er. Ég sá það snemma þegar ég fór að eiga við þig orðastað en ágætt að þú skulir viðurkenna það. Annars var Ron Paul ekki meira fjármagnaður en svo að hann neyddist til að slaufa sínu forsetaframboði vegna fjárskorts. Ef hann hefði orðið forseti væri nú uppgangur í USA en ekki dýpkandi kreppa sem skoðanasystkini þín í USA bera ábyrgð á. Þín barátta er við jafnaðarmennskuna en ekki frjálshyggjuna.

Margt af því sem þú segir um hrunið stenst engan veginn. Hverjar voru orsakirnar? Hrundi hér allt vegna græðgi bankamanna? Hvað skoruðu þeir hátt á græðgiskvarðanum? Vegna vanhæfni stjórnmálamanna? Hve mörg vanhæfnisstig voru þeir komnir í? Voru það kannski bara íslenskir stjórnmálamenn sem voru vanhæfir? Hvernig geta bankamenn tekið sér ofurlaun og ofurbónusa? Af hverju er það bara hægt í þeim geira en ekki öðrum? Hvers vegna verða sumir bankar "too big to fail"?

Ég hlusta virkilega en þegar fólk ber á borð málflutning sem er eins og svissneskur ostur gerir ég auðvitað athugasemdir.

Vonandi fæ ég fljótlega tækifæri til að eiga orðastað við Flowell, hann gufaði upp um daginn :-(

Svo er athyglisvert að þú skulir segja að ríkisvaldið sé forsenda frelsis. Hvernig færðu það út? Samt neyðir ríkið einstaklinga til að gera hitt og þetta sem þeir ekki vilja.

Nú veit ég ekki hvort þú ert í vinnu eður ei en ef svo er ættir þú að prófa að kíkja á skattframtalið þitt og reikna út hve stórt hlufall af þínum launum fer beint í skatta. Þá eru auðvitað óbeinu skattarnir eftir. Þú ert sennilega að vinna um tvo daga í viku bara fyrir hið opinbera, hvort sem þú vilt það eða ekki. Hvernig færðu út að hið opinbera sé forsenda þíns frelsis þegar þú vinnur fyrir það hvort sem þú vilt það eða ekki? Hefur þú prófað að segja við ríkið og þitt sveitarfélag: "Nei, ég ætla ekki að greiða ykkur skatta". Þá færðu að sjá valdbeitingu og ógnanir frá þeim sem er forsenda þíns frelsis. Þú yrðir sennilega að endingu sviptur þínu frelsi ef þú heldur því til streitu að fá að gera það við þitt fé sem þér dettur í hug - ekki stjórnmálamönnum.

Svo er það auðvitað þannig að ríkið þiggur sín völd frá borgurum hvers lands. Hvernig færðu þá út að ríkið sé forsenda frelsins þíns? Hvort ætli hafi orðið fyrr til, hinn frjálsi maður eða ríkið?

Nú er hið opinbera farið að skipta sér t.d. að því hvað við borðum. Er það ekki frelsissvipting? Hið opinbera ákveður ansi margt fyrir þig. Hvað með afskipti ríkisins af viðskiptum þínum við aðila bæði hér og erlendis? Þú er látinn borga meira en þörf er á af ríkinu og þér bannað að kaupa sumt. Hvernig stuðlar ríkið þannig að frelsi þínu?  

Getur þú unnið við það sem þér dettur í hug?

Var þýska ríkið á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar forsenda frelsis Þjóðverja? Hvað varð um frelsi sumra hópa í USSR og Þýskalandi á þessu tímabili?

Ríki fara iðulega í stríð og þá eru borgarar þess neyddir til að berjast og margir missa auðvitað sitt líf. Er það þannig sem ríkið er forsenda frelsis. Ertu að tala um það?

Helgi (IP-tala skráð) 16.12.2013 kl. 14:54

27 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ný -frjálshyggja í heimi Risa fjármálaSjóða, merkir ný Risa uppbyggingar lánsform, lána út á bakveð í byggingu að hámarki 5 ár. þá eru bakveð til og hægt skipta yfir eðlilegar lána fyrirgreiðslur.  Þetta er hægt þegar  Risa sjóðir eins USA, UK, AGS, tryggja vöru viðskipti í framhaldi.  Ef þessi form hefðu ekki komið til þá hefðu virkjanir og verksmiðjur vart sprottið upp í Afríku og S-Ameríku, og víða í Asíu, eða allar þess glæsilegu neytenda borgir [afleiðu sjóðir] í þessum heimshlutum sem eru veruleiki í dag. Aukinn kaupmáttur borgara, fjölgar öruggum vertygginga bakveðum , réttlættir heilsu fras rannsóknir sem gera keypt að selja þessum borgum lyf í framhaldi að hafa efni á að greiða fyrir þau.

  Formin buðu upp á misnotkun,  þar sem örsjóðir geta ekki bakkað upp slík lánsform.   Slík lán er hægt að nota til fjámagn yfir töku á keppnis markaði þannig að 120 keppendum fækkar í 3 en þá er líka þörf fyrir verðlags hámörk og lámörk  og strangt regluverk eins og í USA og EU. 

  Almennur skilingur á Nýfrjálhyggju eru í samræmi við tilfinngar aula sem skilja ekki hlut í samhengi Risnanna sem líta niður á allt og alla í sínum risa greininum.  Þursarnir sem þegja þunnu hljóði.

Insular greiningar einkennast að þröngum sjóndeildar hring og þeirri reynslu sem  ríkir á þessum eyjum, sem höfða ekki til risanna, hvað varðar 1 lögheimili.
 Insular lið er einfalt og elskulegt og getur verið tilbreyting að skoða þessi tegundir , þar sem hver eyja hefur sín sérkenni.

Snobba upp á við  gera alltaf apar og þeir minniháttar hingað til og það tryggir yfirburði þeir sem snobbað er fyrir.     Tilgangur helgar Meðal-liðið .  

Margur verður af aurum api.    Völd eru spurningar um risa upphæðir ekki aura.  13 billjón dollara framleiðsla Íslands er skítur á priki í samanburði.   Vægi Íslanda ekkert í Alþjóðsamhengi þegar á hólm er komið.    Ísland [elítan] hefur engin forréttindi utan lögsögu. 

Árs Raunvirði Íslands í augum erlendra markaðar 3,8 billion Dollar í dag [ef allt söluhæft er selt úr landi].  hámarkið á því hvað getum valið til að staðgreiða af vörum frá öðrum ríkjum.   Hér á Íslandi er lið sem segir ég vil velja hvað ég keypt. Útlendingar segja [Ríkistjórn Íslands hefur ekkert umboð] þú getur valið ef þú hefur efni á því.  3,8 billjón Dollar á gengi kaupenda  [það þeir vilja greiða]   475 milljarða með "Service" álagningu sem leggst á hér,  1.625 milljarðar.  Þegar Ísland leggur meira á  þá er það kallað að ofmeta sitt sitt ágæti í Alþjóða samanburði. 

Júlíus Björnsson, 16.12.2013 kl. 19:54

28 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Það er suð að fara enn einu sinni í sömu umræðu, þegar báðir aðilar hafa útskýrt sín sjónarmið.  Ég er búinn að útskýra fyrir þér hvernig ég nota orðið frjálshyggja, og bað þig aldrei að vera sáttan við það, þú mátt nota þína hvar og hvenær sem er.  

Líka hérna, þú mátt meir að segja fræða mig og aðra lesendur um Ron Paul og aðra góða menn, hef aldrei neitt á móti fróðleik.  Og hann getur alltaf verið forsenda nýrrar umræðu ef þannig æxlast.

En Helgi, ég geri ekki neitt annað ef ég tek aftur og aftur upp sömu hringavitleysuna.  Ég hef nokkrum sinnum tekið við þig umræðu um staðreyndir í botn, og þegar þú annað hvort kemst að því að þínir menn hafa platað þig með frösum sínum, eða þú finnur ekki fleiri rök á móti, þó þú sért sannfærður um að þau séu til, þá getur þú ekki komið seinna eftir smá þögn, og vilja hefja sama leik á ný.  

Það liggur við að mig sé farið að gruna að þú sért tölvuforrit þegar þú lætur svona, forritaður til að finna slæmt umtal um frjálshyggjuna, og þá mætir þú á svæðið með fyrirfram ákveðið prógramm, til að halda mönnum uppteknum svo þeir hafi ekki tíma í ný styggðaryrði.

Ekki sterkur grunur, en þar sem er lykt, vill oft vera reykur segir reykskynjarinn, eða var það öfugt?

Við höfum rætt Hrunið margoft, þar glími ég við þá erfiðleika sem er samsvarandi og kennarinn sem reyndi að útskýra fyrir  nemanda sínum af hverju sönnun hans í rúmfræði væri röng.  Þegar nemandinn viðurkenndi ekki að milli tveggja punkta væri stysta leiðin bein lína, þá féll náttúrlega allar hinar reglurnar, hvort sem það var hornareglur eða flatamálsreglur.

Eins er það með þig Helgi, þegar þú kennir monatorista við Keynisma, fullyrðir síðan að fyrst það var regluverk og ríkisvald, þá hafi það borið ábyrgðina, afneitar síðan áhættuhegðun fjármálafyrirtæka, afleiðuviðskiptum þeirra, peningamyndun í gegnum skuldsetningu og svo framvegis, þá getum við aldrei komist að niðurstöðu.

Því eins og maðurinn sagði, það er afstætt hvort bein lína sé stysta leiðin milli tveggja punkta, fyrir mig er það leið 8 og hún fer í hring.

Og við þessu er svo sem engin rök, því forsenda þeirra er að ákveðnar grunnstaðreyndir séu virtar.  

Eftir stendur hér að ofan umræðan um mótsögn frjálshyggjunnar, að berjast gegn ríkisvaldinu í nafni frelsis, þá er svo sem ekki margt um rök þín hér að ofan að segja.

Ofnotkun á mat, eða það að innbyrða eitraðan mat, eða mat sem ýtir undir ákveðna sjúkdóma, kemur ekkert við hvort matur eða fæða sé forsenda lífs okkar.

Spurningin er hvort við getum lifað án mats.

Og það er eiginlega ekki hægt að snúa út úr því með rökleiðslu efahyggjunnar, hún getur vissulega spurt hvað er matur, beðið um skilgreiningu á honum og svo framvegis.  En ef matar er ekki neitt á meðan sú rökleiðsla á sér stað, þá er henni að lokum sjálfhætt.

Og það er eins með frelsið Helgi, ef þú hefur ekkert ríkisvald, þá hefur þú ekkert frelsi.

Ríkisvaldið er forsenda frelsisins, ekki öfugt.  

Um hitt eru engin dæmi.

Þökk sé frjálshyggjunni, það er viðleitni hinna örfáu við að kúga fjöldann.

Ræna hann og rupla, leggja hann í fjötra og ánauð.  Arðræna samfélög, eyða íbúum þeirra, leggja heilu landsvæðin í auðn.

Vissulega hafa hinir örfáu stjórnað flestum ríkisheildum, en viðleitni fjöldans til að fá að lifa í friði, fá að vera frjáls með athafnir sínar og líf sitt, hafa allar snúist um að koma á lögum og reglu, og réttlátu stjórnarfari.  

Umræða sem er jafngömul hinum siðaða manni.

Og þó reglur hamli, þá eru þær ekki rök fyrir ófrelsi, ófrelsið er þegar það eru engar reglur, aðrar en yfirgangur og kúgun hins sterka, hins freka, hins siðblinda.

Það er ekkert líf án matar, og það er ekkert frelsi án reglna.

Raunveruleikinn hefur skorið úr um það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.12.2013 kl. 22:38

29 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Júlíus.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.12.2013 kl. 22:40

30 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://epp.eurostat.ec.europa.eu/cache/ITY_OFFPUB/KS-DU-13-001/EN/KS-DU-13-001-EN.PDF


Hér sést hvernig Ísland er öðruvísi en önnur ríki.   Hér eru Starfsmenn ekki látar skila í sínu nafni neinu þjóðargrunn öryggisgjaldi. 
Engin Ríkis grunnþjóðar öryggisjóður.   Ísland er í raun rekið eins og lénsveldi , þar sem lykil starfsmannhöldar einoka allt. 
Þess vegna verða allir efnhagslægðir á Íslandi mikið þyngri fyrir þá undir meðal innkomu í reiðfé á skattári.

Skatta uppstilling er hönnuð til lykil tölur fyrir sundurliðinu , komi fallega út.   

Það er kennt í Sorbonne að fyrrum skatt hjálendur, búi við hefðir í bókhaldsfölsum , og þess eru til dæmis allar uppskeru tölur frá Miðöldum þegar Frakkland var Ríkjasamaband undir París, endurskoðarmeð jarðvegsýnum og veðurfræðivísinum.

Þjóðverjar eru mest til fyrmyndar og fjámagna alla samtíma tekju og heilsu trygginga sjóði, með þjóðar framlagi sem Allir höldar verða rukka markað um og skila svo 40% ofan á öll laun til starfsmanna undir 800.000 kr.  Höldar skila 50% á móti 50% sem þeir skila í nafni starfsmanns.  Enginn þarf að hræðast kreppu eða verðbólgu, elli eða atvinnu leysi. Veltu samdráttur í efnhagslægðum verður hlutfalla mikið minni hjá þeim sem þjóna 80% fátækustu.  þar þar engin á hlusta á alþingsmenn  og Sveitarstjórnamenn  daginn inn og út á bullandi kaupi karpa um hvenig eigi að fjármagn grunn samfélagssskyldur.  Kerfið er þannig að bókað er 20% framlag á laun starfsmanna sem skilað er í þeirra nafni.  Þrepskattar borga svo rekstur Stjórnsýslu stiga í þágu einstklinga , sölu skattar fjámagn þjónustur við höldanna.    En það eru skerðingar á laun þeirra sem er meðlagi í innkomu.  


Starfsmaður er með laun 300.000 kr. og 1 þrep er afsláttur 250.000 kr. og útsvarið 10 % [1 þrepið] þá borgar hann 50.000 x 10% = 5.000 kr, í útsvar.  En er látinn skila 60.000 kr. í Samfélgslega grunntryggina sjóð : heilsu geira, elli lífeyrir, örorku lífeyris, veikinda lífeyrir, barn lífeyrir og ráðingarskorts lífeyri.  

Svíþjóð Danmörk og Noregur er hliðstæð, Danir með Folker Pension frá 1903, og því fá starfsmenn  eftir 65 ára allir sama grunn elllífeyri og viðbót úr framlagi í vinnveitenda elli sjóði.   Þjóðverja láta þjóðaframlagið renna beint til opberar tryggingar stofnunar. Danir taka þetta inn með útsvar og þann fer framlagið í Folke Pension. Skandinafar lát alla innkomu af 1 þrepi renna óskipta í heilsu grunn trygginar. Þar er þá persónu afsláttur lægri.

Hér væru sennilega aldrei neinar sveiflur eða ofurbólga ef Ísland hefið tekið upp þjóðaröryggs gjald sem allir mennskir  skila hlutfallslega jafnt til þeira sem geta ekki bjargað sér í ríkandi kringumstæðum .  Greitt mest af þeim sem eyða mestu fyrir selda vöru og þjónustu.  land talar ekki og hugsar ekki eins og Siðmenntaðir víðast annarstaðar í heimum.

Landsbyggðing tapar mest á núverandi skattakerfi.  Lítil fjölskyldu verslun þar að borga fullt útsvar.   En 100 til 1000 manna lálaun keðja borgar ekkert útsvar af fyrstu 150.000 kr. sem starfsmaður fær í hendurnar.   því engan skatt nematil vinnuveitenda elli sjóða.  Þess sem fylltu vasa útrásar víkinga með kaupi starfsmanna á háraunvaxta reinkum.

Kveðja að Suð-Vestan, úr Breiðholtinu.  Fjármagna þarfir sínar á illa upplýstum almenningi er ekki karlmennska eða virðingar vert.

Júlíus Björnsson, 17.12.2013 kl. 05:09

31 Smámynd: Flowell

Sæll Ómar. Afar vel sagt í athugasemd nr. 28.

Flowell, 17.12.2013 kl. 22:10

32 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Flowel.

Og takk fyrir að deila link þínum um Bartlet Jón Logi, svona gullmolar verða aðeins verðmætari eftir því sem lengra líður á ögurstundina.

Og Júlíus, þú átt lokaorðin, í bili að minnsta kosti, flott setning hjá þér; 

"Fjármagna þarfir sínar á illa upplýstum almenningi er ekki karlmennska eða virðingar vert. "

Ofaná að vera andskotar, þá eru þetta gungur líka.

Ærulaust lið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.12.2013 kl. 08:14

33 identicon

Sæll.

Í 28 talar þú um áhættuhegðun fjármálafyrirtækja. Mörg þeirra hegða sér auðvitað óábyrgt en hvers vegna heldur þú að þau geri það? Hver bjargar bönkum ef þeir lenda í vandræðum? Hvaða batterí bjargar hárgreiðslustofum ef þér lenda í vandræðum? En fatahreinsunum? En bifvélaverkstæðum? En matvöruverslunum?

Svo talar þú um peningamyndun. Hver setur fjármálafyrirtækjum reglur um eigið fé? Hvaða batterí stjórnar peningamagni í umferð? Ég hef ekki afneitað áhættuhegðun fjármálafyrirtækja - vertu ekki að leggja mér orð í munn.

Þú sérð ekki hver stjórnar fjármálakerfinu. Bankamenn gera það sem þeir geta til að hámarka stöðu bankanna og við það er ekkert að athuga nema þeir brjóti lög. Á meðan þeir koma fólki og öðrum í klandur með löglegri hegðun verður auðvitað að sakast við þann sem setur reglurnar og þá sem stjórna fjármálakerfinu. Það sem þú ert að gera er að sakast við bíl sem veldur skaða - þú lítur algerlega framhjá ökumanninum.  

Hefur þú, eða Flowell, t.d. einhverja hugmynd um það hvers vegna einstaklingar, fyrirtæki og ríki eru að drukkna í skuldum? Af hverju er það? Tilviljun? Græðgi bankamanna? Eitthvað annað?

Svo er það nú þannig Ómar að fullyrðing verður ekkert sannari við að vera slengt fram oft. Þú sleppir því iðulega að rökstyðja þitt mál og slíkt er auðvitað mikill ljóður.

Frjálshyggjan vill hámarka frelsi einstaklingsins, hún er ekki viðleitni fárra til að stjórna fjöldanum enda samræmist þessi fullyrðing þín engan veginn skilgreiningum á frjálshyggju.

Þér er auðvitað alveg sama um það :-)

Helgi (IP-tala skráð) 18.12.2013 kl. 16:29

34 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Þú verður að sætta þig við þetta, ég er þekktur fyrir að rökstyðja ekki mál mitt, skil enda aldrei hvað fólk er að ræða við mig.

Og hvað get ég sagt við þig, kommúnisminn byggist á sömu viðleitni, frelsi einstaklingsins.  Skil heldur ekki af hverju menn eru að núa honum raunveruleikanum um nasir.

Það eru jú orðin sem gilda, frasarnir og markmiðin.

Hinn eini sanni rökstuðningur.

Fólk skilur þetta bara ekki, vitnar í söguna eins og hún komi frösunum eitthvað við!!  

Og vill ekki gefa kommúnistum enn eitt tækifærið til að brjóta niður samfélagið í þágu frelsis og jafnaðar.  Já og réttlætis líka, og bræðralags.

Hver getur eiginlega haft á móti því??

Allavega ekki fórnarlömb kommúnismans, þau eru öll dauð.

En svona er þetta Helgi, lífið stinkar.

En ég held að Flowel hafi góða hugmynd um af hverju allt er að drukkna í skuldum, og hann hefur meir að segja reynt að útskýra það fyrir þér, með þekktum tilvísun í viðurkenndar grunnstaðreyndir, en það er eins og það er, ekki allra að viðurkenna þær.

En varðandi tilvísun þína í að fjármálahrunið mikla megi rekja til ábyrgðar ríkisins á innstæðum, að þá ætla ég að virða þér það til vorkunnar, að þessi algjöra forheimska hefur verið markaðssett af reyndari og menntaðri mönnum en þér.

Og í trausti þess að ef nógu mikil vitleysa sé endurtekin nógu oft, þá éti þeir sem ekki lágmarksþekkingu hafa, hana upp athugarsemdarlaust.  Ég tek til dæmis eftir því að leikari nokkur góður, nýhættur að drekka, og nýskilin, hann getur ekki svo mætt í viðtal um líf sitt og leik, að hann komi þessari ábending á framfæri.  Og það næstum orðrétt, þó ár líði á milli.

Ástæðan fyrir því Helgi að þetta er heimskara en það sem heimskt er, er sú að reglan um ábyrgð ríkisins á innstæðum, en það er það eina sem satt er í þessari fullyrðingu  því  hundruð banka hafa farið á hausinn eftir fjármálahrunið, og mörg hundruð bankar á áratugunum milli Kreppunnar miklu og Hrunsins haustið 2008, sem þýðir með öðrum orðum að bönkum er ekki bjargað nema ef ríkisvaldið telur tjónið af lokun þeirra meira en kostnaðurinn við björgun þeirra, að þessi regla var svar bandarískra stjórnvalda við keðjuverkun bankagjaldþrota á fyrstu árum Kreppunnar miklu.  Því ástæða gjaldþrota þeirra var vantraust, vel stæðir bankar gátu lent í áhlaupum, og eðli bankaviðskipta er þannig að enginn banki, fyrir utan nokkra í Sviss, getur reitt út allar innistæður ef þeirra er krafist á stundinni.

Ríkiábyrgð á innistæðum stöðvaði þessa hrinu gjaldþrota og var forsenda þess að hægt var að endurreisa fjármálakerfið.  

Ef þessi ríkisábyrgð leiðir til sjálfkrafa áhættuhegðunar, þá hefur markaðurinn verið ákaflega fattlaus, því það liðu rúmlega 70 ár til næstu global fjármálakreppu.

Að halda þessu fram er heimska á sama stigi og að benda á nakinn mann og segja að hann sé í fötum.  

Að kenna því um sem hefur virkað vel síðustu 70 ár og líta alveg framhjá breytingum sem áttu sér stað í regluverki fjármálakerfisins síðustu  2 áratugina, regluverki sem var sett í kjölfar lærdóms á fjármálakreppunni 1928-1933, er ekki boðlegt vitiborinni umræðu, og segir fyrst og fremst um ógnarítök fjármagns á hinni opinberu umræðu.  Einu þekkta samsvörunin er ægivald kaþólsku kirkjunnar á síðmiðöldum og í upphafi nýaldar, þegar jörðin átti að vera flöt, þvert á öll skynsamleg rök.

Síðan byggist forheimskan á algjöri rökvillu.

Af hverju ættu eigendur banka að keyra banka sína í þrot, í trausti þess að þeim verði bjargað, þegar ábyrgðin er aðeins á innstæður.  

Reglan er við slíkar björgunaraðgerðir að allt eldra hlutafé er þurrkað út.

Þó bankinn haldi áfram rekstri, þá hafa eigendurnir tapað eignarhlut sínum.

Helgi, það er sorglegt að fullorðið fólk skuli taka undir þessa vitleysu, ef það á ekki hagsmuna að gæta, hvort sem það eru fjárhagslegir eða pólitískir.

Nakti keisarinn var sagður í fötum því fólk annað hvort hafði hagsmuni að skjalla hann, eða það þorði ekki að segja satt.

Ég vona það þín vegna Helgi minn að þú hafir einhverja hagsmuni að gæta.

Ef ekki, þá ráðlegg ég þér að leita að lítilli stúlku, síðast sást til hennar í ævintýri eftir H.C. Andersen.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.12.2013 kl. 23:24

35 Smámynd: Júlíus Björnsson

Uppskera hráefna [og orku]  fer á markaði á hverju ári og gerir því kleyft að eign færa reiðufé upp á nýtt. Ofna alla þess raunvirðis grunnþætti , bætast við ,markaðslaun þættir á leiðinni til þjónustu Geiranna sem bæta bara við markaðs launa virðisauka.  Ríki verða Ð koma reiðufé í umferð [bóka á vsk. veltum] til geta tekið 42% af því til baka í formi beina og óbeina  skatta. þess vegna er Ríkis þjónustubönkum komið á fót . til að markaðasetja reiðufé og taka á móti sköttum og stunda skattaeftirlit. Sjóðreikningar í USA eru staðfestir með yfirlitum frá USA ríkisbönkum. Ríkisbankar geta verið ohf eða ehf , allir lúta þeir vilja Ríkisins og hafa frelsi inna reglugerða og langtíma bókhaldslaga.  Viðskiptabankar eru bankar sem leggja á áhættu raunvexti til eiga á móti afföllum, þetta eru í eðli sínu ekki Ríkisbankar því Ríki er passive [hlutlaus og stunda óarðbæra tryggingastarfsemi það er tryygja líf og velferð sinna borgara] og þjónusta þá sem skila nýjum  rauneignum inn í kerfið á hverju ári : t.d. með bankaþjónustu.      Gordon Brown sagiðst ekki hafa skilið að þrír veltu mestu bankar Íslands  væru reknir eins og vogunarsjóðir það væri í maximal risky buisness með öllum þeim raunvöxtum sem því fylgir.  Áhættu raunvexti er ekki hægt að greiða út í arð og laun. Þegar búið er greiða þá. Eftir 1970 þá eru tölvur komnar og endurskoðun nánast óþörf , hægt er halda um hverja einustu kröfu og bíða eftir því hvort áhætta breytist í reiðufé.       

 Jafngreiðslu veðskuldir í USA  til 30 ára eru með verðbólgu áhættu vöxtum sem dekka 150%  verðbólgu  minnst á 30 árum , og þá þarf að bíða minnst 20 ár með greiða út  raunvextina.  Þjóðverjar sundur liða veðaflosun og raunvexti  og verbólgu raunvexti á kvittum þegar skráður eignandi losar til sín veð. 

Íslendinga skilja ekki mun á því sem þeir þekkja ekki. Ef þeir skildu fjármál erlendis,þá vita þeir að hér er nánast allt öfugt í þessum efnum.  Skil eru á milli áhættu lausra verðtrygginga: viðhalda varasjóðum  og leggja áhættu vexti umfram max verðbólgu  hámörk.  Á Íslandi eru engin skil. þar sem hér vantar áhættu lausar verðtryggingar inn kerfið.  Erlendi kýs hluthafa fundur stjórn til verðtryggja stofn Kapital [bæta á varsjóðina sem rýrna um 3,0% í reiðufé á hverju ári], sé hún vanhæf þá sannast það eftir á. 

Júlíus Björnsson, 21.12.2013 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 625
  • Sl. sólarhring: 644
  • Sl. viku: 5270
  • Frá upphafi: 1326801

Annað

  • Innlit í dag: 573
  • Innlit sl. viku: 4671
  • Gestir í dag: 539
  • IP-tölur í dag: 524

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband