Hlutdrægir fjölmiðlar og vanhæft fjölmiðlafólk,

er ein mesta meinsemd íslensks þjóðfélags í dag.  Ráðamenn komast endalaust upp með að fela staðreyndir, afbaka þær eða fullyrða eitthvað sem fær ekki staðist.

Sömu mennirnir sem sögðu þjóð sinni að allt var í lagi fyrir Hrun, þeir eru núna að blekkja okkur að við þurfum okurvexti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og nauðungasamninga ICEsave deilunnar til að hér sé hægt að "hefja endurreisn" eins og það er orðað.

Þó blasir það við að þessir tveir þættir, hvor fyrir sig duga til að setja þjóðarbúið á hausinn.  Og þeir sem fullyrða þetta eru núna taldir spámenn þó við vitum að ekki höfðu þeir rétt fyrir sér í spádómum sínum hinum fyrri.  

Vilhjálmur segir að nauðungin sé nauðsynleg svo útlendingar geti aftur farið að fjárfesta á Íslandi.  Þó voru fjárfestingar þeirra á góðæristímanum óverulegar þó gengið væri frjálst og skattar hagstæðir.  En hann vill drepa þjóðina í vaxtaokri og blóðugum niðurskurði ríkisútgjalda til að fleyta genginu, sem hann telur nauðsynlega forsendu erlendra fjárfestinga.

Af hverju er maðurinn ekki spurður um hvaða fjárfestingar það voru sem við fengum til dæmis 2004-2008??  Og af hverju er hann ekki spurður hver staða íslensks atvinnulífs er eftir að vinirnir hans hjá IFM fengu að stjórna bjargráðum þjóðarinnar???  Hverju hefur það skilað?

Við þurfum að semja um ICEsave, annars til dæmis fellur lánshæfismat þjóðarinnar niður úr öllu valdi segja Vilhjálmur og Gylfi.  En hvert getur það fallið???? Kemst það neðar??  Það vantar núna einn nagla í líkkistuna og sá nagli heitir fjárskuldbindingar Íslands vegna ICEsave ábyrgðarinnar.  Þá er öllum matsfyrirtækjum ljóst að Ísland getur ekki staðið við skuldbindingar sínar. 

En samt fá bjánabelgirnir að fullyrða hið gagnstæða.

Og svo er það 75 milljarða skuldbindingin sem vantar upp á eigur Landsbankans í Bretlandi til að ekkert falli á íslenska ríkið.  Sú lygi var endurtekin aftur og aftur í fjölmiðlum án þess að nokkur einasti fjölmiðill tæki þessa fullyrðingu í gegn sem bull.  Og þegar matið var endurskoðað þá breyttist það í 100 milljarða og ennþá var sú tala tekin góð og gild, það er í opinberi umræðu stjórnvalda og fjölmiðla.

Samt er óvissan gífurleg segir formaður skilanefndar Landsbankans.  Og verstu eignirnar voru skyldar eftir í bankanum.   En samt leyfa fjölmiðlamenn ráðamönnum endalaust að bulla um sína 75 milljarða eða 100 milljarða eftir því hvernig liggur á þeim.

Í dag er fréttaskýring í Viðskiptablaði Morgunblaðsins um gildi verðmats Deloitte á eignasafni gömlu bankanna.  Lítið hald í því segja menn í dag þrátt fyrir mikla vinnu Deloitte og mikinn kostnað við úttekt þeirra.  

En samt fullyrða menn upp á þúsund kall hvert verðmæti eigna Landsbankans í Englandi sé.  Okkar ágæti forsætisráðherra tjáir sig ekki svo um ICEsave deiluna án þess að minnast á hve lítið standi eftir þegar eignir Landsbankans hafa gegnið upp í ábyrgðirnar.  Og fréttamenn kinka svo mikið kolli að jafnvel Doddi í Leikfangalandi mætti vera stoltur að.  

Enginn spyr, enginn efast, enginn stoppar bullið.

Í dag er stöðuleikasáttmáli undirritaður sem er jákvætt út af fyrir sig.  En hvernig á að ná stöðugleika án þess að leyfa unga fólkinu, sem ræður ekki við húsnæðisskuldir sínar og námslán, að vera með.  Eða telja menn það mikinn stöðugleika að gera þúsundir af ungu fólki upp?  Af hverju kemst verklýðshreyfingin upp með að skrifa undir plagg með almennu snakki í lífsspursmálum heimilanna, heimila unga fólksins sem elur upp börnin okkar?  Af hverju kemst ríkisstjórn félagshyggjufólks endalaust upp með að svíkja hina boðuðu skjaldborg um heimili landsins?  Og hvar eru þessi 6.000 störf sem var lofað fyrir kosningar?  Var þetta bara kosningabrella, til að ná völdum með blekkingum?

Tók enginn eftir því þegar ágætur bloggari afhjúpaði blekkinguna í kringum hið "faglega  mat" virtrar breskrar endurskoðunarskrifstofu sem mat eignasafn Landbankans allt að 95% af nafnvirði.  Hvað er ekki oft búið að vitna í þessa blekkingu?? Og hvaða fjölmiðill tók ekki undir bullið???  Og var það fjölmiðlamaður, maður sem þiggur laun fyrir að koma réttum upplýsingum á framfæri til þjóðarinnar, sem kom upp um bullið????  Og nei, það var bloggari sem kynnti sér málið.

Og af hverju geta Borgunarsinnar endalaust komist upp með að vísa í EES samninginn í ICEsave deilunni án þess að rökstyðja mál sitt með tilvísun í lagagreinar og aðrar samþykktir sem staðfesta málflutning breta, fyrst þeir eru svona ákafir í að borga þeim? 

Bara lágmarks fagmennska, lágmarkshæfni til að spyrja spurninga, smá þekkingarleit fyrir viðtöl.  Það er enginn að fara fram á meira.  

Alvöru endurreisn hefst ekki fyrr en staðreyndir eru látnar fljóta en bullið kaffært.

Kveðja að austan.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

TAKK OG AFTUR TAKK

Er sammála al flestu sem hér er ritað.

Meira seinna að ég vona

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 25.6.2009 kl. 17:46

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Svona þegar maður fer að hugsa út í það þá er líklega það eina sem stendur af yfirlýsingum ráðamanna, og það er sameining fólks, fólks með ólíkan bakgrunn og ólíkar lífsskoðanir.  

Og fólk er að sameinast gegn vitleysunni.  Æ fleiri sjá í gegnum lygarnar og staðleysurnar og það er æ verra að fela þá staðreynd að hér er allt að stöðvast.  Meira að segja opinberar framkvæmdir gera lítið fyrir verktakafyrirtæki því þær eru í tilboðsfarvegi þar sem tilboðin eru langt undir kostnaðaráætlun, eða með öðrum orðum, aðeins frestun á fjárhagsvandræðum fyrirtækja.

En þetta þarf ekki að vera svona.  En verður svona meðan vitleysan ræður för.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.6.2009 kl. 19:51

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég get ekki að því gert að velta því fyrir mér Ómar hvað búi að baki gjörðum stjórnarinnar og viðsnúningi VG. Ég held að verið sé að hanna atburðarás, (innlimun í ESB og upptaka evru), og að verið er að fela eitthvað ægilegt sem við megum alls ekki vita. Ég ætla að reyna finna mér tíma til að blogga um það um helgina.

Þú átt heiður skilinn fyrir baráttublogg þitt og dugnað. Ég hef einfaldlega of lítin tíma, ennþá.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 25.6.2009 kl. 20:08

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Þetta er náttúrlega stóra spurningin.  Ég hélt að það væri nóg að senda Sjálfstæðisflokkinn í frí á meðan hann sinnti innri hundahreinsun (lesist frjálshyggjuúthreinsun) en þá fengum við lítið frjálshyggjuíhald í staðinn, kallast VG.  

Hvað er eiginlega að gömlu góðu íhaldsstefnunni?

En þú hefur spáð í þetta og það verður gaman að lesa hugleiðingar þínar.  En ég fyrir mína parta er sama, ég vil ekki ICEsave og ég vil ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.  

Ekkert, ekkert getur réttlætt þau ósköp sem við erum að gera börnum okkar.

Ekkert.

Kveðja Ómar.

Ómar Geirsson, 25.6.2009 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 406
  • Sl. sólarhring: 680
  • Sl. viku: 1467
  • Frá upphafi: 1322230

Annað

  • Innlit í dag: 337
  • Innlit sl. viku: 1216
  • Gestir í dag: 308
  • IP-tölur í dag: 307

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband