Bessastaðir eiga sér sína sögu.

 

Djóklaust.

Það var einhver landsfógeti þarna á 15. öld eða þeirri 16. sem sjónvarpið gerði alveg hrútleiðinlega mynd um, jafnvel á mælikvarða sænska sjónvarpsins, og var það þó fyrirmyndin.

Var ekki svo einhver sem endaði ofaní á í poka, bundið fyrir??  Eða var það biskup??

 

Í alvöru Baldur Þórhallsson, er innri skömm þín svo mikil að þegar þú af Evrópuhollustu á sínu tíma gekkst erinda breta í fjárkúgun þeirra á hendur íslenskum almenningi, föður mínum, tengdaföður mínum og öðrum af þeirra kynslóð sem máttu ekki vamm sitt vita í fjármálum, og kallaðir þá vanskilamenn og jafnvel þjófsnauta.  Reyndar sagðir þú það aldrei beint en það mátti lesa úr orðum þínum ef þýtt var mannamál.

Að þá hafir þú haft rök fyrir máli þínu.

Rök sem þú gast notað kærkomið tækifæri í Spursmálum Mbl.is til að útskýra.

 

Staðið við, sýnt forherðingu eins og Katrín Jakobsdóttir sem skaut sig í báðar fætur, hendur og nefið, þegar hún sagði Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím Joð hafa talað máli íslensku þjóðarinnar í því kúgunarferli öllu saman.

Eða sagt einfaldlega að eftir á hyggja hefði afstaða þín ekki verið rétt, þú iðraðist hennar, og bæðist hér með afsökunar.

Punktur, málið afgreitt.

 

En að segjast ekki muna, það er ræfilsdómur.

Og hingað til hafa Íslendingar ekki verið hrifnir af ræflum.

Eins fínn og málefnalegur náungi þú ert, og hefur undirbúið þig lengi fyrir þann draum ykkar beggja að gera Felix að flottustu forsetafrú jarðar, þá er óskiljanlegt að þú skulir flaska á svona grundvallaratriði.

 

Ég man ekki!!

 

Ég skla fúslega viðurkenna að ég hef fengið blackaout, varð svo mikið um í fyrsta skiptið að ég lét það ekki gerast í rúm 10 ár eftir það.

Seinna komu svo 2-3 önnur skipti sem ég hefði betur sleppt þeirri meinloku að ég væri ennþá tvítugur eða þar um bil.

 

Þó ber að hafa í huga að þó magn áfengisdrykkju hefði verið mikið á mælikvarða dauðlegra, þá hefði hvorki Legolas álfur eða venjulegur Rússi varla deplað auga, og haldið svo áfram með fulla meðvitund og fullt minni daginn eftir.

En kommon, ég var ekki að kjósa í mikilvægustu kosningum Íslandssögunnar, kosningar sem ákváðu hvort þjóðin yrði frjáls eða skuldaþræll til enda síns sjálfstæðis.

Datt bara aðeins hressilega í það.

 

Eins og geta má þá finnst mér þetta svo fyndið að ég er skellihlæjandi þegar ég skrifa þennan pistil.

Um forsetaframbjóðandann sem man ekki hvað hann kaus í ICEsave.

Jafnvel verstu alkólistar sem ég þekki myndu örugglega segja að þeir hafi kosið Nei, svona út frá þeim líkindareikningi að 98.5% þjóðarinnar sagði Nei við fjárkúgun breta og skuldaþrælkun barna sinna.

 

Hins vegar þekki ég engan með sótsvarta samvisku í þessu máli, eða engan yfir höfuð með sótsvarta samvisku.

Nema kannski einn eða tvo sem ráða ekki við raðframhjáhöld sín þrátt fyrir að elska konur sínar mjög heitt.

Svo þekki ég engan sem hefur fengið bráðaminnisleysi nema eftir fyllerí, hef reyndar lesið um mann, jafnvel kannski annan sem misstu minnið í aðdraganda heilablóðfalla.

 

Kannski er Baldur á gjörgæslu núna, hvað veit ég.

Kannski er ég að hæðast að sjúkling, bráðveikum.

 

Held samt ekki.

Veðja frekar á þessa þarna kolsvörtu.

Og ekki út af framhjáhaldi.

 

Æ-i.

Æ-i Baldur.

Kveðja að austan.


mbl.is Baldur: Man ekki hvernig hann kaus í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man það, og hann líka.

Hann þorir bara ekki að segja það !

Fullt af fólki sem man hvernig Samfylkingin vildi setja okkur í skuldafen !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 26.4.2024 kl. 19:19

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Birgir.

Þú heldur sem sagt að hann hafi ekki verið með blackout æskunnar eða heilablæðingu hinna miðaldra.

Ég held það eiginlega líka.

En af hverju ekki að segja bara satt og rétt frá??

Hvað sem öðru líður þá snúast kosningarnar um núið, þó vissulega megi gera upp við fortíðina.

Til dæmis að segja afsakið, en kannski er það ekki forsetalegt.

Hvað veit ég svo sem hérna í sveitinni.

En stórmannlegt er þetta ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.4.2024 kl. 19:40

3 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Í Jóhannesarguðspjalli 8. kafla segir Jesús:

Ef þér eruð stöðugir í Orði mínu, eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.

Í 23. kafla Orðskviðum Salómons Ísraels konungs stendur:

Kauptu sannleika, og seldu hann ekki.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 26.4.2024 kl. 20:49

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hann kom sem "álitsgjafi" í fréttatíma í kvöldfréttum RÚV  árið 2004 og var verið að ræða "fjölmiðlafrumvarpið" og verið mikil umræða um það  fram og aftur í þjóðfélaginu og þar með var afstaða forsetans þáverandi mikið rædd og þá var að sjálfsögðu mikil umræða um 26 grein stjórnarskrárinnar.  Þar sagði Baldur Þórhallsson "AÐ VEGNA NOTKUNARLEYSIS VÆRI 26 GREININ EKKI LENGUR VIRK".  Verður hann spurður út í þessi ummæli???????

Jóhann Elíasson, 26.4.2024 kl. 21:03

5 identicon

Sæll félagi 

Mér finnst ég vera kominn með þetta hvað ég kem til með að kjósa í forsetakosningunum Halla Hrund heitir hún en hún er byrjuð að toppa er í fyrsta sæti í dag skoðunarkönnunum mér var létt því ég er oftast í tapliðinu komin tími á breytingar finnst mér með það. 

Annars er lítið að frétta en fylgist með sérstaklega hjá aðilum eins og þér Ómar því þú ert frábær!

Allra bestu fáanlegu kveðjur,Baldvin Nielsen  

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 26.4.2024 kl. 21:13

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú Bldvin Nielsen, hún er alveg öruggleg ágætis kostur fyrir þá sem er nokkuð sama um sjálfstæði landsins, í það minnsta finnst mér að hún þurfi að gera grein fyrir ver sinni í World Economic Forum  og hveers vegna hún er á skrá þar sem "AENDA DISTRIBUTOR" (lausleg þýðing: "BOÐBERI FAGNAÐARENDIS")..........

Jóhann Elíasson, 27.4.2024 kl. 09:11

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrirgefðu Baldvin, það vantaði þarna "a" í nafnið þitt, ég biðst afsökunar á fljótfærninni.....

Jóhann Elíasson, 27.4.2024 kl. 09:14

8 identicon

Man ekki? Í alvöru?

Þorsteinn Gíslason (IP-tala skráð) 27.4.2024 kl. 09:29

9 Smámynd: FORNLEIFUR

Forseti sem lýgur er ekki

FORNLEIFUR, 27.4.2024 kl. 10:02

10 Smámynd: FORNLEIFUR

... það sem þjóðin þarf.

FORNLEIFUR, 27.4.2024 kl. 10:03

11 identicon

Sæll Jóhann

Gaman að fylgjast með þér ert sannur fullveldis sinni eins og ég var 1991 en þú ert tilbúinn að berjast fyrir fullveldinu til síðasta manns er það vel.

Ég vildi þig líklega sem forseta frekar en Höllu Hrund sem dæmi ef við værum en þá sjálfstæð þjóð á barminum að missa það.

Ég trúi því að upphafið á endrinum á fullveldi okkar var þegar við með undirskrift Jón Baldvins fv. utanríkisráðherra undir kaup Evrópusambandsins(ESB) á Íslandi með Evrópskaefnahagssvæðið(EES kaupsamningnum)fyrir um 30 árum síðan.

Er ekki ráð að kona skrifi undir afsalið við Evrópusambandið(ESB)? Það finnst mér og Halla Hrund er flottur penni og myndi sæma sig vel kannski í Hörpunni þegar Evrópufáninn verður dreginn að húni.

Ef íslendingar skrifa ekki undir sjálfviljugir verðum við dæmd inn í ESB ekki af okkar dómstól heldur Evrópudómstólnum því miður!

Einna sem getur breytt þessari sýn er að þjóðin standi saman og aftur því miður þá hef ég ekki trú á því að það verði eins langt og ég sé inn í framtíðina.

Bestu kveðjur, Baldvin Nielsen 

P.S.

ESB umsóknin bíður í skúffunni held í forsætisráðuneytinu verður líklega tekin upp á þingi þegar Samfylking kemst í ríkisstjórn til að tryggja að ESB þurfi ekki að fara dómstólaleiðina hjá Evrópudómstólnum því miður 

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 27.4.2024 kl. 10:59

12 Smámynd: Haraldur G Borgfjörð

Ja og hvernig verður með öll kosningaloforðin. Hann verður fljótur að gleyma þeim ef hann verður kosinn sem forseti. Þeir sem eru alltaf að ljúga, vita ekki hvenær þeir seigja satt. 

Haraldur G Borgfjörð, 27.4.2024 kl. 13:35

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlit og umræðu félagar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.4.2024 kl. 13:41

14 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Man ekki heldur eftir þessu ...

„Með sakleysislegri myndum af mér“ (mbl.is)

Ég hefði miklar áhyggjur ef þessi maður yrði kjörinn Forseti.

Virðist fljótur að gleyma....

Birgir Örn Guðjónsson, 29.4.2024 kl. 15:01

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Birgir.

Þetta er eiginlega ekki mín deild, svona fyrir utan ICEsave, þá dvel ég ekki mikið í fortíðinni.

Veit samt að það er vitað að Baldur er hommi, og þeir eru líklegri til að eiga sér sögu fyrir utan teflonhúðun ímyndunarfræðinga sem gelda alla stjórnmálamenn, þar til við sitjum uppi með menn sem láta jafnvel Ken hennar Barbie virka líflegan og með persónuleik.

En ég veit að þú ert ekki að vísa í það heldur meint minnisleysi Baldurs.

En hvað skal maður segja, svona fyrir utan mína skoðun á þessu meinta minnisleysi, Bandaríkjamenn, þessi tæplega 350 milljona manna þjóð kaus sér forseta sem gerir ömmu mína líflega, svo ég taki það fram þá er amma mín dáin.

Og það stendur til að endurkjósa hann, þó formalínið geti vissulega haldið aftur af hrukkum og ellimerkjum, sannarlega sást lifandi líkið í Sovétríkjum, félaga Brezhnev, ekki mjög dauðlegur, þá er ljóst að formalín tryggir ekki minni.

Í þeim samanburði er Baldur bráðskarpur, minnugur með afbrigðum, og sannarlega ekki við dauðans dyr.

Hins vegar hefði ég kosið hreinskilni, reisn og vörn, bæði fyrir hann og maka hans Felix, sem sannarlega er ekki hallmælt hér á Neskaupstað.

Þess vegna tjáði ég efa í næstu færslu um hæfni Baldurs og stend við þann efa.

En ekki vegna þess að hann er hommi, og hafi lifað hommalífi, mér kemur að nákvæmlega ekkert við.

Og ég hygg að þjóðin sé sammála mér hvað það varðar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.4.2024 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tólf?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 46
  • Sl. sólarhring: 615
  • Sl. viku: 3827
  • Frá upphafi: 1330003

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 3315
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband