Kjarninn er svo einfaldur.

 

Þetta gerist og mun alltaf gerast, á meðan ekki er séð til þess að þetta gerist ekki.

Sóttkví milli skimana þarf að vera örugg, ekki háð brotavilja einstaklingsins.

 

Þjóðerni smitberans, erindi hans til landsins, hæð, kyn, útlit, ekkert af þessu skiptir máli.

Heldur að smit leiti ekki inn í samfélagið.

 

Það er skylda stjórnvalda að sjá til þess að svo verði.

Annars eru þau ekki starfi sínu vaxin.

 

Og þá ber þeim að víkja.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Smitrakning nær óvenjulangt aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ælta að vera ósammála þér um að þjóðerni skipti ekki máli og erindi fólks til landsins. Þjóðerni skiptir máli og erindi fólks til landsins skiptir málii. Þetta sýna skráðar upplýsingar, stundum kallaðar smitrakning.

Í lagan tíma hefur mátt lesa milli lína hjá þeim sem hafa haft upplýsingar um þau sem brjóta sóttvarnir að þau eru að langstærstum hluta útlent fólk; "fólk með íslenska kennitölu," hefur verið sagt. Íslendingar eiga því að venjast að yfirvöld kalli þá Íslendinga  en ekki "fólk með íslenska kennitölu."

Nú hefur þetta verið viðurkennt svo skýrt sem verða má.

Lögreglumaðurinnn, talsmaður Almannavarna sagði í dag að "flestir sem brjóta sóttkví [séu] búsettir á Íslandi" og bætti við: "Þeir eru reyndar flest allir með erlent ríkisfang." Í annarri frétt í dag hefur komið fram að viðkomandi er með pólskt ríkisfang. Nánar hér https://www.visir.is/g/20212098576d/veiran-mallad-i-samfelaginu-sa-sem-braut-sottkvi-kom-til-landsins-fyrir-rumum-tveimur-vikum

Þegar eitthvað sem er til rannsóknar einkennir "flest alla" þá er það þáttur sem hafið er yfir vafa að skiptir máli.

Hvaða erindi á þetta fólk sem virðir ekki lög og reglur?

Ómar, þú þekkir örugglega þá tilfinningu að ganga vel um þar sem þér þykir vænt um það sem þar er; þar sem þú tilheyrir; þar sem þú vilt vel. Íslendingum þykir vænt um samfélagið sitt.

Íslendingar hafa tekið sóttvarnir mjög alvarlega margítrekað. "Flest allir" lögbrjótarnir koma annars staðar frá. Þetta skiptir máli.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 18.4.2021 kl. 22:22

2 identicon

Átt þú við stjórnvöldin sem þú varst að hvetja til lögbrota fyrr í þessum mánuði og dómstóla til að hundsa lögin í sínum dómum? Þegar það hentaði þér og þú taldir þjóna þínum hagsmunum betur en að virða lögin og fara eftir þeim? Þau stjórnvöld? Og eiga þau núna að vera hörð á því að fólk virði og fari eftir lögum vegna þess að nú hentar þér það?

Þegar fólk hugsar eins og þú þá telur það frelsi eða heilsu sína rétthærri heilsu eða frelsi annarra. Lögbrot séu réttmæt til að verja þetta frelsi eða þessa heilsu. Þá má svipta fólk frelsi í trássi við lög eða brjóta sóttkví. Það sem þið viljið fær meira gildi en lögin.

Orð þín um réttmæti þess að brjóta lög eru móralskur stuðningur og hvatning þeim sem vilja hundsa sóttkví. Barátta þín skilaði öðrum árangri en þú væntir, að grafa undan réttarríkinu virkar oft þannig. Til hamingju með þessa nýju smitbylgju sem þú áttir e.t.v. þátt í að búa til. En við hverju var að búast frá útlendingi austan við Pútin?   Kveðjur austur.

Vagn (IP-tala skráð) 19.4.2021 kl. 02:33

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er vindgangur í þér kæri rafeind mín, þú verður að passa þig á að það leiði ekki til rafmagnstruflana og slái út örgjafanum.

Og ég sem hélt að þú hefðir lagst í lærdóm, kynnt þér Passion áður en þú tjáðir þig næst úr öryggi þinna heima um mál okkar hinna dauðlegu.  Benti þér meir að segja á góða mynd, Passion of the Christ, reynda langa og leiðinlega, svo ég reiknaði með að þögn þín stafaði af löngum og djúpum svefni í draumheimi rafheimsins.

Nei, nei, þá er bara eins og þú hafir sloppið út, og komist í hundsroð og haldið að það væri fyndni.

Veit ekki hvað ég get ráðlagt þér núna Vagn minn, nema kannski að ef þú ætlar að leggja fyrir þig fyndni, að þá eru til góðar bækur þar um; Íslensk fyndni.  Fást á Landsbókasafninu og öllum helstu fornbókabúðum.

Kíktu nú í fimm eða átta, taktu svo aðra tilraun á fyndni, þó þú treystir þér ekki að læra um samúð og samkennd, þó sýndarvera hafi gert það með góðum árangri í einni af Star Trek þáttaröðunum, þá ætti að vera auðveldara fyrir forritaðan gagngrunn að lesa sér til um rammíslenska fyndni.

Gangi þér vel og lifðu sæll á meðan en ekki snúinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.4.2021 kl. 08:20

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Esja minn.

Vissulega er ágætt að lesendur pistla minn, þeir sem það ekki vissu, fái staðfestingu að ég viti hvað ég er að segja, en þá ættu þeir líka að átta sig á að ég veit hvað ég er að segja þegar ég bendi á að þetta snúist ekki um þjóðerni, erindi, hárlit eða annað.

Vísindalega forsenda þessarar ályktunar er að það þarf aðeins eitt smit til að smita heilt samfélag sem gætir ekki að sér, og hættan felst þá í þessari staðhæfingu Víðis; "flest allir", en þurfa að vera allir, og það í framtíðinni til að landamærin halda.

Ég efa ekki Esja að Íslendingar upp til hópa passi sig á þeim forsendum sem þú raktir, en það eru samt alltaf göt í þeirri samstöðu.

Voru það ekki serbneskar mæðgur með íslenskt ríkisfang sem gáfu gestrisni þjóðar okkar puttann með málsókn sinn??, íslenskt ríkisfang er engin trygging á tryggð við land og þjóð. 

Og ég þekki fullt af ágætu rammíslensku fólki, sem á sumum sviðum getur verið algjörir asnar, til dæmis að geta ekki farið eftir böðum og bönnum, svo er það hið góðglaða fólk sem hefur ekki runnið af í margar vikur á Kanaríeyjum, margt hálf hjálparlaust fyrir, þó það vilji vel, er margt af því í því ástandi að geta virt sóttkví eftir öllum kúnstarinnar reglum??

Síðan þurfa brotin ekki vera viljabrot, kom ekki upp smit í fjölbýlishúsi vegna stundaróvarkárni??

Sóttkvíarhótelin hins vegar virka ef vel er staðið að málum, það hefur reynsla fjölda þjóða staðfest, þó aldrei séu þau 100% örugg, en líkurnar bara svo margfalt margfalt minni á að smit sleppi út í samfélagið.

En þetta er samt ekki meginröksemdin Esja, það eru sterk hagsmunaöfl, sem hafa náð að virkja vissa hugmyndafræðilega úrkynjun, það er afbökunina á frelsishugtakinu, sem vinna gegn sóttvörnum þjóðarinnar.  Þau hafa þegar mikinn stuðning í stjórnkerfinu, og leiðtogar þjóðarinnar eru engir skörungar, ímyndaðu þér umræðuna á þeim forsendum sem þú raktir hér að ofan, "við" versus "þeir", þeir þá einhvern hátt óæðri en við hin.

Sóttvarnir eru nógu mikil inngrip í líf fólks þó við berjumst ekki líka við rasistastimpilinn Esja minn góður, ég tók þessa umræðu á þeim forsendum að þeir sem hefðu hagsmuni á félagslegum undirboðum, beittu ítökum sínum innan Flokksins til að hindra að sóttkví yrði tekin út á öruggum stað, þá nálgun er engan veginn hægt að tengja við rasisma, ég myndi ekki einu sinni reyna við hina, kalla ég nú samt ekki allt ömmu mína í að vera út úr kú við meinstrím hugsun.

Trúðu mér Esja, ég veit hvað ég er að segja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.4.2021 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 71
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 1065
  • Frá upphafi: 1321617

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 878
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband