Kjarnyrtur Kári á kjarnyrtri íslensku

 

Segir sannleikann umbúðalaust á máli sem þjóðin skilur.

Hógvær sem fyrr dregur hann upp stöðu mála;

"Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, seg­ir í viðtali við Rás 2 að Íslend­ing­um hafi gengið ágæt­lega að halda utan um stöðuna und­an­farna 12-13 mánuði en það hafi náðst með skerðing­um á per­sónu­frelsi fólks sem sé farið að pirra fólk dá­lítið. Hann tel­ur að menn séu ekki mjög ákaf­ir í að herða skrúf­una að nýju en það er mat Kára að það sé lífs­nauðsyn­legt. "Það sem er merki­leg­ast í þessu öllu sam­an er að við get­um náð utan um þetta ef við mynd­um vakta landa­mær­in eins og gera skyldi.".

 

Já þjóðin er búin að fá nóg, hún skilur ekki þennan hringlanda, og af hverju er það ekki gert sem gera þarf, að landamærin séu vöktuð eins og gera skyldi svo ég hafi orðrétt eftir Kára.

 

Síðan kaghýðir Kári dómskerfið og stjórnvöld svo undan svíður, og það er leitun af manni sem skilur ekki orð hans, kannski 2-3 einstaklingar og þeir eru allir í ríkisstjórn Íslands.

"Að sögn Kára verður annaðhvort að herða regl­un­ar til muna á landa­mær­un­um eða koma því þannig fyr­ir að fólki standi ekki annað til boða en að virða sótt­kví. Sótt­varna­yf­ir­völd hafi reynt að gera það með setn­ingu reglu­gerðar sem kvað á um að setja mætti fólk frá ákveðnum lönd­um í sótt­varna­hús.

"Það var einmana lít­ill héraðsdóm­ari sem kvað úr um að það væri ekki í sam­ræmi við lög sem ný­búið var að setja," seg­ir Kári og seg­ir að það sé nú í hönd­um Alþing­is að setja lög sem séu það skýr að jafn­vel einmana menn úti í horni skilji þau.".

 

Það er vítavert að einmana maður út í horni skuli hafa komist upp með að vega svona að daglegu lífi okkar og ógna heilsu náungans, slík hegðun hefur hingað til verið kennd við villidýr eða villimennsku og sérstakar byggingar byggðar til að hýsa slíkt fólk svo það skaði ekki aðra.

Ennþá vítaverðara var að æðra dómsstig skyldi hafa vísað málinu frá í stað þess að taka efnislaga afstöðu til sóttvarnalaga út frá markmiðum þeirra og almannahag, Alþingi hefur áður sett arfavitlaus lög sem æðri dómur hefur vísað til föðurhúsanna með þeim orðum að eftir þeim eigi enginn maður fara, hvað þá dæma. Það dómsstig brást þjóðinni og eina svar hennar hlýtur að vera að leggja það niður, íslensk lögfræðistétt er það fámenn að virðist að hún hefur ekki mannauð til að mann fleiri en eitt æðra dómstig, það er Hæstarétt.

En vítaverðast af öllu var að ríkisstjórnin skyldi ekki samstundis setja neyðarlög þar sem afglöp óvitanna á Alþingi var leiðrétt svo eins og Kári segir; "að setja lög sem séu það skýr að jafn­vel einmana menn úti í horni skilji þau.".

 

Það er nú það, af hverju brást ríkisstjórnin þjóðinni, af hverju ógnar hún lýðheilsu þjóðarinnar með aðgerðaleysi sínu??

Er það vegna þess að henni er sama þó lekinn á landamærunum verði ítrekað til þess að allt mannlíf sé fyrst, skólum lokað, allt íþróttastarf bannað, öll menningarstarfsemi fryst, engir mannfagnaðir, ekkert sem má kalla eðlilegt daglegt líf??

Eða liggur vandinn í þessum 2-3 sem skilja ekki orð Kára, og ógæfa þjóðarinnar varð það að vopni að viðkomandi eru ráðherrar í ríkisstjórn Íslands?

Og hver er sá þriðji??

 

Þessi orð má lesa á Vísi.is, höfð eftir forsætisráðherra, í þeim kristallast mikill vanskilningur á á þeirri stöðu sem upp er komin.

"Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra var spurð í Víglínunni í dag hvort ítrekuð dæmi um sóttkvíarbrot væru ekki tilefni til að endurskoða reglur á landamærum. "Það er verið að hringja í fólk. Það er verið að kanna sérstaklega hverjar aðstæður fólks eru til sóttkvíar þannig þetta erum við allt að gera þannig við væntum þess að það muni skila árangri," sagði Katrín.".

Hvað finnst ykkur um þessi orð spurði ágætur maður í vinahópi mínum á feisbók, maður sem nýtur feisbókina dagsdaglega í málefni fjölskyldunnar eða þau sem snerta bæjarfélagið okkar sem við lifum í, en ekki í eitthvað sem má flokka undir stjórnmál eða pólitík.

En honum var greinilega misboðið eða hugsi í það minnsta.

 

Já hvernig finnst okkur þessi viðbrögð, það er verið að hringja í fólk, kanna aðstæður, og það á að skila þeim árangri að sóttkví haldi, eða réttara sagt, stjórnvöld vænta þess.

Er eitthvað raunveruleikaskyn í þessum orðum??

 

Víðir benti réttilega á að það hefði verið hringt í viðkomandi, og þar sem hann svaraði þá var farið að grennslast fyrir um hann, og sú eftirgrennslan leiddi til þess að farið var með hann á sóttkvíarhótel.

Í millitíðinni smitaði hann bara fullt af fólki, og það er staðreynd að ný bylgja er hafin.

En hvað ef maðurinn hefði svarað í símann, er einhver svo heimskur, fyrir utan 2-3 í ríkisstjórn Íslands að trúa að hann hefði játað fyrirhugað sóttvarnarbrot sitt??, er ekki líklegra að hann hefði sagt að allt væri í góðu, farið síðan út aftur  og aftur, smitað og smitað, og enginn vitað neitt fyrr en um viku seinna??

 

Síðan en ekki síst, þá er þetta ekki bara eina brotið, bara það sem hafði alvarlegustu afleiðingarnar.

Gleymum svo ekki að pappír um smitleysi er gagnlaus því kóvid veiran smitar óháð vottorð um meint smitleysi, og við höfum þegar dæmi þar um.

Dæmum sem bara á eftir að fjölga.

 

Samt er eins og vanvitar stjórni okkar.

Skilji ekki eða skynji alvöru málsins.

 

Slíkt er ekki einleikið.

Og sá einleikur þarf að taka enda.

 

Forseti Íslands er samkvæmt stjórnarskrá öryggisventill þjóðarinnar þegar þing og ríkisstjórn ganga af vitinu.

Verði þjóðin á ný sett í fjötra sóttkvíar án þess að landamærunum verði lokað fyrir kóvid veirunni, þá ber honum skylda til að grípa inní.

Á þann hátt sem verður ekki misskilinn, hvað sem hann kýs svo sem að gera.

 

Annars sýður uppúr.

Þjóðin vill ekki lengur vera leiksoppur fjársterkra hagsmuna sem hafa stjórnmálin okkar í vasanum.

 

Segi eins og skáldið.

"Ekki meir, ekki meir".

Kveðja að austan.


mbl.is Yfir 20 smit í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1318295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband