Vér vitringar segjum.

 

Að "gagn­legt væri að út­skýra mark­mið sótt­varnaaðgerða bet­ur og auka fyr­ir­sjá­an­leika um þær eft­ir því sem við verður komið".

 

Og staðfesta þar með að þeir hafi unnið svo mjög fyrir kaupi sínu að þeim hafi ekki gefist tími til að fylgjast með því sem næst daglegum fundum fulltrúa sóttvarnaryfirvalda með þjóðinni í gegnum beina útsendingu Rúv.

Núna þegar birtir til hjá þeim, og verkefnum fækkar, þá má ætlast til að þetta ágæta fólk setjist niður með hlaðvarpi Rúv og renni í gegn fundum síðustu 8 vikna eða svo, þar sem markmið sóttvarnaaðgerða hafa verið vel og ítarlega útskýrt fyrir þjóðinni.  Af hverju, til hvers og svo framvegis.

Í framhaldinu má svo reikna með að fyrri liður þessar kostulegu framsetningar verði strikaður út.

 

En verra er þetta með fyrirsjáanleikann, það er fyrirsjáanleika sóttvarna á tímum þar sem engin veit neitt um þróun veirunnar, hvort hún sé á förum blessunin eða hvort einhverjir vitleysingar innan stjórnkerfisins taki mark á þessu markmið sem lesa má í frétt Mbl.is að "Að skoða hvort aðrar sótt­varnaaðgerðir á landa­mær­um séu mögu­leg­ar án þess að taka of mikla áhættu fyr­ir þróun far­ald­urs­ins er­lend­is."., og afleiðingin verði taka þrjú á nýrri bylgju.

Munum að bylgja tvö hófst á svipuðum orðavaðal þvert gegn varnaðarorðum lækna og hagfræðinga sem voru ekki í vasanum á Samtökum Atvinnulífsins. 

Og allir vita hvernig fór.

 

En að því gefnu að ekki sú hlustað á svona fávisku þá er fyrirsjáanleikinn nokkuð fyrirsjáanlegur, veiran er á leið úr landinu, og henni er bannað að koma aftur.

Sem vekur reyndar upp spurningar um hvort ekki eigi að láta sóttvarnaryfirvöld takast í leiðinni á stöðugan innflutning lífsgæðaflóttafólks, en það er reyndar efni þessa pistil óviðkomandi.

 

En svona djóklaust, hver lætur svona vitleysu út úr sér?

Fyrirsjáanleiki sóttvarna á tímum heimsfaraldurs??

Eiginlega ætti að senda þetta ágæta fólk til Ísraels, sem voru að loka og læsa, eitthvað sem lá ekki ljóst fyrir um mitt sumar, eða til Bretlands sem létu lok og læs miðast við 6 manns, reyndar eitthvað sem mátti sjá fyrir því þar stjórnar fólk með tens fyrir hægri öfgum sem heldur að frasi sé sóttvörn.

En ef íslensku vitringarnir færu til dæmis í sjónvarpsviðtal í þessum löndum, og töluðu um fyrirsjáanleik sóttvarna, þá er hugsanlega möguleiki að aðhláturinn myndi snögglega lækna þau af svona bulli.

 

Og auðvitað veit þetta fólk betur, margt er skynsamlega sagt.

Til dæmis þetta; "Að mati starfs­hóps­ins gegna stjórn­völd lyk­il­hlut­verki í að sporna gegn frek­ara tjóni, t.d. með því að dreifa byrðum áfalls­ins, skapa skil­yrði til að full­nýta fram­leiðsluþætti þegar aðstæður leyfa, vernda sam­band at­vinnu­rek­enda og starfs­fólks, standa vörð um viðskipta­sam­bönd og tryggja að mik­il­væg þekk­ing og reynsla glat­ist ekki á meðan ástandið var­ir.".

Reyndar gruna ég þau um ritstuld en burtséð frá því þá er ljóst að þetta með fyrirsjáanleikann er samvinnuverkefni fulltrúa fjármálaráðherra og fulltrúa Atvinnulífsins, hugsað sem dúsu uppí munn hægri öfga í Sjálfstæðisflokknum sem og því fólki hjá Samtökum atvinnulífsins sem lifir ennþá í afneitun um að þarna úti sé heimsfaraldur sem hefur sett heimsbyggðina á hvolf, þar á meðal allt sem tengist efnahagslífi.

Dúsan fóðrar heimskuna og ég efa ekki að hægri öfginn hér á Morgunblaðinu mun gera sér mikið mat, jafnvel gefa út sérstakan kálf, um mikilvægi þess að auka fyrirsjáanleika sóttvarnaaðgerða á tímum heimsfaraldurs.

 

Hann mun hins vegar þegja þunnu hljóði yfir fallexinni sem afhausaði allt bjánatalið og blekkinguna um að það hefðu verið hertar sóttvarnir á landamærum sem hengdu ferðaþjónustuna.

"Sam­kvæmt skýrsl­unni skar Ísland sig ekki úr hvað varðar sam­drátt í komu ferðamanna í sum­ar. Sam­drátt­ur­inn var svipaður á Íslandi og í mörg­um öðrum lönd­um þar sem ferðaþjón­usta er mik­il­væg, svo sem á Spáni og í Grikklandi.

Bent er á það í skýrsl­unni að vís­bend­ing­ar eru um að tekið hafi að draga úr flug­um­ferð og ferðamennsku sam­hliða vexti far­ald­urs­ins í ág­úst­mánuði bæði hér á landi og víða í Evr­ópu áður en al­menn tvö­föld skimun með sótt­kví hófst á landa­mær­un­um 19. ág­úst. Sú þróun virðist hafa haldið áfram. Einnig er sýnt skýrt fram á það í skýrsl­unni að áhætt­an af ein­faldri skimun sé þó nokkuð meiri en af nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi. Því er lík­legt að sá sam­drátt­ur vegna breytts fyr­ir­komu­lags skimun­ar sé í raun tölu­vert minni af fyrr­greind­um ástæðum. ".

 

Þegja þunnu hljóði því staðreyndir hafa aldrei þjónað markmiðum hans um stöðugt innstreymi á veirunni inní landið með tilheyrandi árásum á daglegt líf landsmanna.

 

Eins reikna ég með að hægrihópsálin hér á Moggablogginu haldi áfram sínu striki, hægri öfginn í Sjálfstæðisflokknum slær taktinn og þetta er taktfast fólk.

Staðreyndir hafa aldrei truflað göngu þess.

 

Verra er með Sigmund Davíð eftir að hann fór að róa á mið lýðskrumsins

Óvissan sem jókst svo mikið þegar loksins var tekin ákvörðun um að loka landamærunum fyrir veirunni.

Skyldu viðbrögð hans við skýrslunni vera að hrópa harðari sóttvarnir, það er enginn fyrirsjáanleiki í afléttingu þeirra, ég fékk ekki klippingu í mars, núna þarf rakarinn aðeins að hafa grímu, á að opna hjúkrunarheimlin, hvaða fyrirsjáanleiki er það miðað við hinar stífu lokanir í mars og apríl, af hverju er ekki ennþá lokað, það á loka þeim víðast í Evrópu.

Fyrirsjáanleiki, fyrirsjáanleiki.

En hann mun ekki biðjast afsökunar á frumhlaupi sínu.

 

En spjótin standa á því aumkunarverðu fólki sem leiða samtök ferðaþjónustunnar, á meðan þau hömuðust gegn hertum sóttvörnum við landamærin með allskonar þvættingi og blekkingum, þá fór í súginn dýrmætur tími til að fá stjórnvöld til að gera ákkúrat það sem starfshópur fjármálaráðherra leggur til og ég feitletraði hér að ofan.

Það er eins og þetta fólk hafi verið á mála hjá erlendu afli, (skamstafað ESB) við ýta undir upplausn og ótta í samfélaginu, og með skrumi sínu hafi það vísvitandi málað ferðaþjónustuna út í vegg, því engin þjóð, enginn almenningur vill atvinnugrein sem segir að forsenda tilveru hennar sé lokað og læst samfélag vegna strangra sóttvarna.

Öll samúð og samkennd gufaði upp á fyrst vikunni eftir að áhlaupið gegn sóttvarnaryfirvöldum hófst.

 

Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart vanda ferðaþjónustunnar er æpandi, en það óp drukknaði í hávaða og glamri fólks sem gaf almenningi puttann með málflutning sem ekki hélt vatni, stóðst enga skoðun í því ástandi sem heimsbyggðin öll er að glíma við.

Munum að það var veiran sem olli högginu, innlendar sóttvarnir hafa mildað það högg eins og hægt er, en þeim er um megn að láta höggið hverfa, láta heimsfaraldur gufa upp.

Það yrði ekki einu sinni reynt í Hollywood mynd, jafnvel ekki í Bollywood mynd, því allur góður endir á sín takmörk, því ef þau eru ekki virt, þá hættir endirinn að vera góður, verður aðeins fíflalegur.

 

Allavega hefur fólk verið rannsakað af minna tilefni.

Það er grafalvarlegt mál að grafa undan lýðheilsu og efnahag þjóðarinnar.

Og munum að aðförin var skipulögð, hún var samræmd þar sem bæði Rúv og Mogginn tók þátt, öll fingraför bentu á almannatengil.

Hver fjármagnaði, hvaða hagsmuna var hann að gæta??

 

En hvernig læt ég.

Það eru víst alltaf minni tilefnin sem eru rannsökuð, og jafnvel þó þau reynist stór, þá liggur sökin oftast hjá skúringarkonunni, stundum hugsanlega hjá húsverðinum.

 

En við fengum skýrslu.

Vonandi taka menn mark á henni.

Það þarf að deila byrðum.

 

Sem minnir mig á, hvar var fulltrúi launafólks??

Hvar var fulltrúi heimilanna??

 

Og er mönnum virkilega alvara með að láta heimsfaraldur, eitthvað sem er algjörlega ófyrirsjáanlegt og óviðráðanlegt, hækka húsnæðisskuldir landsmanna??

Er það þannig sem menn ætla að dreifa byrðunum??

 

Þá getur jafnvel Hollybollywood skrifað góðan endi.

Hvað þá stjórnvöld.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Skammtímafórn fyrir langtímaávinning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 633
  • Sl. sólarhring: 1873
  • Sl. viku: 4109
  • Frá upphafi: 1325195

Annað

  • Innlit í dag: 572
  • Innlit sl. viku: 3617
  • Gestir í dag: 554
  • IP-tölur í dag: 545

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband