Hvar liggja mörk mannúðarinnar.

 

Er spurning sem við þurfum að spyrja áður en lengra er haldið.

 

Flestum, nema kannski samtökunum No Border, er ljóst að smáþjóð eins og Ísland getur ekki tekið nema við brot af öllum þeim börnum sem eru á flótta í heiminum í dag.

Slíkt verkefni er meir að segja ofviða meðalstórum þjóðum eins og Svíþjóð eða Hollandi, og yrði erfitt stærstu þjóðum Evrópu.

 

Og eftir stæði alltaf spurningin, hvað svo??

Kæmi ekki önnur bylgja fólks í leit að betri lífskjörum, í Afríku búa yfir 1,3 milljarðar samkvæmt síðustu tölum, margir við mikla fátækt, og hvað hindrar mikla fólksflutninga norður eftir ef opinber stefna er að það sé tekið á móti öllu börnum á flótta??

Svo má ekki gleyma fólki sem er á raunverulegum flótta undan stríði og öðrum hörmungum, en það er fólkið sem er í flóttamannabúðum, hefur ekki efni á að vera á faraldsfæti.

Síðan er fátækt ekki bara bundin við Afríku.

 

Tekur Evrópa endalaust við??

Tekur Ísland endalaust við??

 

Breytir samt ekki því að vandinn er kominn heim í stofu og uppi er hávær krafa um að við bregðumst við eins og enska hefðarfrúin sem gaf betlarabarninu mat og smáaur, en hundskammaði síðan ráðsmanninn fyrir að barnið skyldi hafa sloppið inn fyrir hlið og girðingu.

Við eigum sem sagt að herða reglurnar næst og sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur.

Lausnin er því eins og með óhreinu börnin hennar Evu, ef þau sjást ekki, þá eru þau ekki til.

 

Endirinn á mannúðinn er þá gagnvart næstu fjölskyldu, að kerfið eigi að sjá til þess að henni sé vísað úr landi áður en börnin festi rætur.

En gerir slíkt okkur eitthvað að betri manneskjum??

 

Vissulega má færa rök fyrir því að það er erfitt að horfast í augun á saklausum börnum og vísa þeim á dyr út í kulda og óvissu.

Mikil herpa þarf að vera í hjarta okkur ef við skiljum ekki þessi orð Friðþjófs, skólastjóra Háaleitisskóla Ásbrúar.

"„Ég vona að það komi ekki til þess­ar­ar brott­vís­un­ar. Það myndi hryggja mig mjög ef það yrði niðurstaðan, ég vil bara ekki trúa því að það verði að veru­leika,” seg­ir Friðþjóf­ur Helgi, sem tel­ur aðgerðir yf­ir­valda grimmi­leg­ar.

Friðþjóf­ur Helgi seg­ir börn­in hafa myndað vina­tengsl við skóla­fé­laga sína og lagt rækt við ís­lensku­námið sem og annað nám. „Þetta eru kurt­eis­ir og prúðir krakk­ar sem eiga sína drauma um framtíðina og vilja gjarn­an að þeir draum­ar ræt­ist á Íslandi.”".

Þó við getum ekki leyft draumum annarra barna rætast á Íslandi, þá getum við leyft draumum þessara barna að rætast.

 

Enski hefðarmaðurinn sem ættleiddi Oliver Twist, bjargaði ekki öllum götubörnum, en hann bjargaði einu og gaf þar með hinum von.

En hvað hefði hann gert ef daginn eftir hefðu verið 10 fátækt börn fyrir utan dyrnar hjá honum, starandi á hann soltnum vonaraugum??

Svo 100, svo 1.000, svo 10.000??

Dickens gerði sér grein fyrir þessari dilemmu og lét því Oliver vera af göfugum ættum, hann var í raun að komast í rétt umhverfi, en hin 9.999 götubörnin höfðu ekki þá forsendum, lífið ætlaði þeim fátækt og örbirgð.

 

Mannúð okkar hefur nefnilega mikið með uppruna þess sem er hennar aðnjótandi.

Margir gagnrýna að faðirinn er bókstafstrúarmaður og tilheyrir stjórnmálaarmi öfgasamtaka sem berjast fyrir nýjum miðöldum í Mið Austurlöndum, það var víst eitthvað óklárað í þeim fyrri.

Eins að slíkt komi eitthvað börnunum við eða þannig.

 

Aðrir segja, og þar með margir fulltrúar Góða fólksins, að trúaröfgamenn, allavega ef þeir eru múslímskir, sem neyða dætur sínar til að bera slæðu um leið og þær komast á blæðingar, eigi að vera velkomnir í samfélag okkar.

Þeir séu fulltrúar fjölbreytileika mannlífsins, og vísa þá sjálfsagt í að þjóðfélag sem tryggir almenn mannréttindi kvenna, veiti ekki af mótvægi þeirrar miðaldahugsunar að staða konunnar sé einhvers staðar á milli húsdýra og manna.

Rök út af fyrir sig myndu kannski margir segja inní sér, þó þeir myndu vart ljá máls á því opinberlega.

 

Hins vegar er öruggt að  mannúð þessa fólks, sérstaklega Góða fólksins, fyndi sér sín takmörk ef viðkomandi flóttamaður væri meðlimur Ku Klux Klan, á flótta undan bandarískri réttvísi, en segði það hér blákalt að það væri vegna stjórnmálaskoðana sinna.

Léti hann taka mynd af sér með kúgaðri konu sinni og brosandi börnum, sjálfur með hakakrossinn tattóveraðan í andlit sitt þá er ég hræddur um að margir sem núna mótmæla, myndu taka undir kröfuna um brottvísun barna hans úr landi.

Sérstaklega ef hann útskýrði að hinn áberandi hakakross á andliti nýlegrar kynþroska dóttur hans, væri hans leið til að tjá trú sína á yfirburði hvíta kynstofnsins.

Krossinn væri tákn þess að kynþroska hvítum stúlkum væri ætlað að eiga mörg börn til að fjölga hvíta kynstofninum og hann væri einmitt búin að finna frænda í gamla landinu, reyndar ekki frá Pakistan eða Egyptalandi, heldur feitan miðaldra bónda úr fjöllum Montana, sem myndi bráðlega sækja stúlkuna og giftast henni.

 

Já börnin myndu ekki njóta vafans, mannúðin myndi benda á föðurinn en ekki þrá þeirra um drauma sem þau vilja láta rætast í nýju landi í stað þess lands sem er föðurland þeirra.

Munurinn er að hatursboðskapurinn nærist á kynþætti en ekki trú, hann er hvítur, ekki brúnn, og það að kúga ungar stúlkur til að hylja hár sitt þykir víst minni kúgun en krafan um tattú, þó er annarhver maður með tattú og glingur á líkama sínum í dag.

 

Mannúð okkar er nefnilega alltaf valkvæð, hræsnin er að kannast ekki við það.

Og hún á sér mörk.

Alltaf.

 

Hvort komið er að þeim mörkum í dag skal ég hins vegar ekki um segja.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Vill ekki trúa að þeim verði vísað úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mörkin miðast við fjölda lögfræðinga hjá Rauða krossinum.

Þar fjölgar lögfræðingunum stöðugt.

Viltu svipta hina vel launuðu lögfræðinga vinnu sinni?  Þetta er orðin ein helsta tekjulind þeirrar stéttar; að nærast í hræsni sinni og æpa "hjálpum þeim"

Ómar, það hafa um 8000 blóðborinna Íslendinga skrifað undir bænaskjal lögfræðinganna, auk rúmlega 3000 af erlendu bergi brotið.

Það þýðir að einungis um 4% blóðborinna Íslendinga skrifa undir bænaskjalið og um 10% þeirra sem hér búa og vinna og eru af erlendu bergi brotnir. 

Það þýðir því einnig að um 96% þjóðarinnar tekur ekki þátt í hræsni lögfræðinganna hjá Rauða krossinum.  Þetta er bissness þeirra.  Mér, sem 96% þjóðarinnar, finnst hann lykta af hræsni.

Það er ekkert gott hægt að segja um atvinnugóðmennsku hræsnaranna. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.9.2020 kl. 11:32

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Réttmæt nálgun Símon og ekki megum við gleyma að flóttamannaiðnaðurinn er mjög arðbær atvinnugrein þar sem annars vegar flóttamennirnir sjálfir fóðra sem og samfélagið.

En ég var svo sem aðeins að velta þessu máli fyrir mér frá fleiri hliðum, sérstaklega finnst mér athyglisverð nálgunin sem segir "ókey, látum undan þrýstingi núna, en pössum uppá að þetta komi ekki fyrir aftur".

Svo vildi ég virkilega óska þess að við fengjum einn svona virkilega bandarískan hægriöfgamann, barnmargan, tilbúin með ungana til að ofsækja fólk af öðrum litarhætti eða kynþætti í skólanum.

Verður tekið mildilegra á slíku áreiti eins og tekið er á áreiti ungra múslima gagnvart hinu gagnstæða kyni??

Það er öruggt að ungu brosmildu drengirnir eiga eftir við kynþroska sinn að taka upp siði feðra sinna, ég held að það sé ekki lengur rifist um það í Skandinavíu að svo sé, og það að hafa látið þetta viðgangast sé smán viðkomandi samfélaga.

Þó auðvitað megi ekki orða rótina, heldur stunda kattariðju kringum heitan graut.

En ég skil skólastjórann vel Símon Pétur, og hygg að væri ég í hans sporum, þá brygðist ég eins við.

Það er bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.9.2020 kl. 12:05

3 identicon

Það er leitt að sjá hversu margir hafa gleymt og vanvirt, nú um stundir, þau hin vísustu orð sem sögð hafa verið hér á landi og þurfti sá er mælti þau að liggja lengi undir feldi og hugsa þau stíft, áður en hann mælti þau fram:

Því ein lög og einn sið skulum við hafa,

því annars er úti um friðinn.

Mér þykir miður að t.d. svo vel gefinn maður sem Styrmir Gunnarsson er, skuli ekki minnast þeirra orða í bloggpistli dagsins; en kannski hann hafi gleymt fyrir hvað skuli barist, eitt eilífðar titrandi smáblóm lengst norður í ballarhafi.  Kannski það þyki einskis vert lengur?  Það sé svo lítið í heimi þjóðanna, að það megi þess vegna hverfa og sundur traðkast.  Og það í nafni hinnar glóbalísku "mannúðar"?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.9.2020 kl. 13:41

4 identicon

Ómar, þú segir að spyrja verði hvar mörk mannúðar liggi? Hvers vegna ætti að spyrja að því? Hvað ætti að gera við svarið. Spurningunni yrði án efa svarað á fleiri en einn veg og hvaða svar af mörgum ætti að velja? Hver ætti að stýra valiunu á svari og skera úr um vafamál í leit að svari?

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 15.9.2020 kl. 13:54

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er djúp viska í þessum fornu orðum Símon.

Og já, núna mega þjóðir hníga, ekki að ég sakni Svía, og stutt er í að Norðmenn og Danir fari sömu leið, en mér finnst kínverska spekin, að það sem lítið er megi hverfa og sundur traðkast, og því hafa þeir gleypt margar þjóðir og þjóðarbrot og innlimað í mannhaf sitt, ekki vera af öðrum meiði en rök búllans, sem treður allt undir í krafti stærðar sinnar.

Hið smáa á líka sinn tilverurétt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.9.2020 kl. 14:19

6 identicon

Hér að ofan segirðu, Ómar, að "mikil herpa" þurfi að vera í hjarta þeirra sem skilji ekki tilvitnuð orð. Í tilvitnuðum orðum segist eigandi þeirra "telja aðgerðir yf­ir­valda [vera] grimmi­leg­ar." Hver er grimmdin? Að íslensk stjórnvöld setja lög og reglur, stofna stjórnsýslustofnanir og gera þeim skylt að vinna skv. bæði lögum og reglum, rannsaka mál og rökstyða niðurstöðu sína?

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 15.9.2020 kl. 14:20

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Lestu aftur kæri Esja, ætli nálgun mín hafi ekki verið af ætt þess sem þú ræðir.

En ég benti á að það væru alltaf mörk, og benti á nokkur þeirra.

Álitamálið er hvar þau eru sett, og á hvaða forsendum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.9.2020 kl. 14:21

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Og hættu svo að snúa út úr kæri Esja eða taka hluti úr samhengi.

Fyrri hlutinn er ekki skilinn nema sá seinni komi með; "Friðþjóf­ur Helgi seg­ir börn­in hafa myndað vina­tengsl við skóla­fé­laga sína og lagt rækt við ís­lensku­námið sem og annað nám. „Þetta eru kurt­eis­ir og prúðir krakk­ar sem eiga sína drauma um framtíðina og vilja gjarn­an að þeir draum­ar ræt­ist á Íslandi.".

Og öfugt.

Reglur búrókratans hafa ekkert með mannúð eða grimmd að gera.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.9.2020 kl. 14:23

9 identicon

Ágæti Ómar, ég er sennilega betur læs en textinn þinn þolir.

Þakka svörin.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 15.9.2020 kl. 14:29

10 identicon

Takk fyrir Ómar.

Já, það verður aldrei of oft minnt á smæð okkar örþjóðar og að það er okkar að hlú að henni.

Og sýna henni ræktarsemi, menningu okkar og sögu, móðurmáli okkar og landinu kalda.

Og minnast orða Þorgeirs Ljósvetningagoða

og einnig orða Einars Þveræings um Grímsey

og erlendan her.

Þau orð voru oft rifjuð upp í baráttunni gegn Icesave og ásælni hins kínverska Nubo hér á landi.

Á sama hátt er nú erlend ásælni hafin, nú í nafni hinnar glóbalísku "mannúðar" og beitt þar því slægasta af öllu, tilfinningakláminu.  Og sjá, m.a.s. Styrmir kiknar í hnjáliðunum.  Minni furða er þó einn skólastjóri geri það.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.9.2020 kl. 14:56

11 Smámynd: Grímur Kjartansson

Einsog lesa má úr textanum hjá þér 

þá má spurja þá sem taka vilja við fleiri flóttafólki að því hverja vilja þau ekki taka á móti

Því varla heldur einhver fram í alvöru að við ættum að taka við öllum

Grímur Kjartansson, 15.9.2020 kl. 16:43

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Eitthvað svona orðaði ég niðurstöðu mína;

"Mannúð okkar er nefnilega alltaf valkvæð, hræsnin er að kannast ekki við það.

Og hún á sér mörk.

Alltaf".

Á hvaða forsendum er valið?, núna er barist fyrir landvist trúaröfgamanns á þeim forsendum að hann eigi börn. 

Ég velti því fyrir mér hvort sama fólk myndi berjast fyrir hvítum hægriöfgamanni sem væri að flýja réttvísina líkt og þessi Egypti, þeir eiga líka börn.

Efa það samt, að einhverri ástæðu er kvennakúgarar inn hjá Góða fólkinu og það liggur við að vera höfuðglæpur að benda á samhengið milli trúarskoðana þeirra og kúgun og ofsóknir á hendur konum, sérstaklega fara dætur þessara manna mjög illa út úr samskiptum við þá og trúarsamfélag þeirra.

Ég sagði það ekki beint, en það lá milli línanna að Salómonsdómurinn væri, það er ef við færum leið ensku hefðarkonunnar, að frelsa konuna og dótturina, og leyfa svo drengjunum að velja hvort þeir færu úr landi á eftir föður sínum.

Setja svo fleiri hengilása á dyrnar.

Því í alvöru þá getum við ekki tekið á móti öllum.

Vandi heimsins er nefnilega leystur heima hjá sér, en ekki með því að flytja hann inn til landa þar sem hann hefur ekki tekið sér bólfestu.

Eitthvað svo augljóst að ætti ekki að þurfa að ræða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.9.2020 kl. 20:13

13 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er bara rangt að börnin séu alltaf saklaus. Þau eru tækifærissinnuð og margar verstu ákvarðanir sem stjórnmálamenn taka eru teknar af barnaskap og einfeldni. Og víða í fréttatímunum flæða krókódílatárin til að ná fram pólitískum markmiðum, útreiknað allt.  Maður veit það 100% að á eftir hverri svona frétt um að nú eigi að senda fjölskyldu úr landi verða mótmæli við Alþingishúsið, pottþétt, bregst ekki. Svo er það stór hluti vinstrisinnaðra listamanna sem mótmælir alltaf, hluti af flóttamannaiðnaðinum. Slíkir listamenn fagna hverju svona tækifæri til að mótmæla og vekja á sér athygli. Æskudýrkunin er orðin skelfilega þreytandi. Að öðru leyti prýðileg grein og þarfar umræður. 

Ingólfur Sigurðsson, 16.9.2020 kl. 01:43

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur.

Sé ekki alveg samhengið milli saklausra barna og barnaskapar og einfeldni.

En tilgangur fréttarinnar er mótmælin, og líklegast var sá tilgangur önnur af kveikju þessarar greinar.

Hin var náttúrulega sú hugsun sem flögraði þegar ég sá fyrst mynd af fjölskyldunni, og kona mín orðaði svo vel þegar hún horfði á tíufréttir gærkvöldsins; "hvað á hann svona unga konu", því hin þjakaða eiginkona var ekki í mynd.

Mér ofbauð slæðan á ungri stúlku, birtingarmynd miðaldakúgunar trúaröfga á hinu kyninu.

Og Góða fólkið segir ekkert.

Svo ég sagði eitthvað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.9.2020 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband