23.11.2019 | 22:07
Lýðræði er ekki auðræði.
En lýðræðið er heldur ekki lýðskrum og þar verður Sólveigu Önnu, formanni Eflingar mikið á.
Það er rétt að það er kapítalismi á Íslandi, flest fyrirtæki eru í einkaeigu og eigendur þeirra mega ráðstafa bæði eignum sínum, sem og hagnaði eftir sínum geðþótta.
Samfélagsleg ábyrgð þeirra er að fara eftir lögum og reglum, og kannski að haga sér á ábyrgan hátt, bæði gagnvart starfsfólki, umhverfi, og ekki hvað síst nærsamfélagi sínu.
Ég segi kannski því um þetta eru deildar meiningar hjá kapítalistunum sjálfum.
Sólveig Anna kaus að stökkva upp á lest hagsmunaafla sem gera út ákveðna lýðskrumsflokka til að skapa hér ólgu og upplausn, með því markmiði að veikja viðnámsþrótt þjóðarinnar, annars vegar gagnvart algjöri frjálshyggju hins frjálsa flæðis Evrópusambandsins, sem og að hún haldi sjálfstæði sínu gagnvart Evrópusambandinu.
Sem verkalýðsleiðtogi á Sólvegi Anna að vita að öll félagslegu undirboðin eru vegna regluverks ESB, sama regluverk er að knýja byggðaeyðingu í landbúnaði með tilheyrandi fækkun starfa í vinnslu, hefur knúið fram markaðsvæðingu orkuauðlindarinnar, og öll skattaskjólin og annað eru beintengd inní fjármálaregluverk sambandsins.
Eins ætti hún að vita að lestarfélagar hennar mættu ekki niður á Austurvöll að mótmæla markaðsvæðingu orkuauðlindanna, enda hver mótmælir þeim sem fjármagnar mann, og það sem verra er, þetta fólk steinþagði þegar hrægömmunum var gefið veiðileyfi á almenning, sem er mesta hryðjuverk á friðartímum í Evrópskri nútímasögu.
Þegar þú mætir á torg í svona félagsskap þá má virkilega spyrja hvað býr að baki, hver er hinn undirliggjandi hvati. Og því miður kvikna hugrenningartengsl við nýsósíalistann Gunnar Smára, sem vann beint fyrir útrásarvíkinga, þáði hundruð milljónir í mútur frá þeim, og ekkert í hans málflutningi bendir til þess að hann þjóni ekki ennþá sínum gömlu húsbændum, sé svona dobbel.
Og þegar félagsskapurinn leggur til upptöku kvóta, ekki til að dreifa út til fólksins, sem reyndar er ekki beint skynsamlegt en ágætis sósíalismi, heldur til að bjóða hann út til hæstbjóðanda, þá kemst ekki jafnvel mesti einfeldningur hjá því að átta sig á í hvaða félagsskap hann er.
Kvóti seldur hæstbjóðanda er argasta frjálshyggja sem jafnvel Steini Páls lét sig ekki einu sinni dreyma um í sínu blautasta blæti þegar hann var sjávarútvegsráðherra og þó dásamaði hann opinberlega hina meintu hagræðingu kvótakerfisins i Nýja Sjálandi þar sem 3 fyrirtæki eignuðust allan kvóta á um 5 árum.
Í slíku uppboði felst arðrán á sjávarbyggðum sem er áður óþekkt á Íslandi, og líklegast í öllum frjálsum löndum, þó evrópsk nýlenduveldi teldu slíkt arðrán góða siði í nýlendum sínum.
Arðrán á samlöndum sínum, arðrán á einstökum byggðum, er í engu réttlætanlegri þó meintur arður eigi að renna í sameiginlega sjóði.
Arðrán er alltaf í eðli sínu siðlaust, það er ein birtingarmynd þrælahalds.
Í raun óeðli sem formaður Eflingar virðist ekki á nokkurn hátt bjóða við.
Samt hefur fólk gott af því að hlusta á orð hennar, vega þau og meta og taka afstöðu til;
"Kæru félagar, kæra fólk. Þetta er slagur, slagur um grundvallargerð samfélagsins. Slagur um hver fær að reikna og hvaða formúlur eru notaðar. Slagur um það fyrir hverja er stjórnað. Slagur um það hverju megi fórna; lífsgæðum fjöldans fyrir græðgi fárra eða græðgi fárra fyrir lífsgæði fjöldans, sagði Sólveig í ræðu sinni. Lýðræði ekki auðræði. Við sættum okkur ekki við að niðurstaða hins fjárhagslega útreiknings sé að sífellt meira af auðæfum samfélagsins renni til nokkurra manna og afkomenda þeirra.".
Frjálshyggjan hefur snert þjóðfélag okkar, og auðurinn safnast á æ færri hendur.
En félagsskapurinn sem Sólveig Anna er í, er svona hjálparsamtök hans um að flýta þeirri þróun.
Breytir samt ekki réttmæti þess sem hún er að segja.
En því miður er þessi orð aðeins nýtt til að æsa upp lýðinn gegn einni atvinnugrein, og skaða lífsafkomu hinna brothættu byggða með því að vega að fyrirtækjunum sem eru undirstaða í atvinnulífi þeirra.
Og þá er gripið til lýðskrumsins, að sjávarútvegurinn skili ekki arði í samfélagið, að einhver óeðlilegur arður lendi í vasa kvótaeiganda, og honum sé komið úr landi til skattaskjóla.
Svona í hnotskurn sem sagt var á múgæsingarfundinum á Austurvelli, vissulega ekki allt af munni Sólveigu Önnu, en hún var hluti af þessu lýðskrumi sem gírugir hagsmunir kostuðu.
Skoðum nokkrar staðreyndir.
Sjávarútvegurinn hefur greitt rúma 60 milljarða í arð frá Hruni, bankarnir rúmlega 500 milljarða.
Sjávarútvegurinn er undirstöðuatvinnuvegur, skapar lífsnauðsynlegan gjaldeyri, bankakerfið, ja það er nauðsynlegt en það sýgur fjármagn úr kerfinu en skapar sem slíkt enga nýja fjármuni fyrir efnahagskerfið.
Ósanngjarn samanburður því hluti af guðsspjalli frjálshyggjunnar er að fjármálakerfið sé birtingarmynd guðdómsins og um það gildi önnur lög en mannanna lög, en berum þá arðgreiðslur sjávarútvegsins árið 2017 við arðgreiðslur heildsölunnar.
Heildsalar greiddu sér 16 milljarða í arð, kvótagreifarnir 17 milljarða. Samt eru engar kröfur um að heildsalan verði leyfisskyld og leyfin boðin út til hæstbjóðanda. Enda sjaldgæft að múgur í múgæsingarástandi vilji skaða sjálfan sig eða nágranna sína, þó hann telji það í góðu lagi að skaða aðra sem búa lengra í burtu.
Heildsalan er samt aðeins ein af mörgu atvinnugreinum á höfuðborgarsvæðinu, svæðið sem fóðrar að stórum hluta þennan öskrandi múg, smásöluverslun er með 10 milljarða, þar sem örfá stórfyrirtæki skipa markaðnum því sem næst alveg á milli sín.
Og margar atvinnugreinar aðrar má telja upp sem greiða sér út arð, án þess að sérstakur fundur sé haldinn sem krefst þjóðnýtingar á þeim.
Lýðskrumararnir eða réttara sagt þessir vinnumenn hins gíruga fjármagns gætu þá í nauðvörn gegn staðreyndum, reynt að benda á að arðurinn sé of mikill í sjávarútvegi og þá í samanburði við aðrar atvinnugreinar.
En það er þá enn eitt bullið, arðgreiðslur af hagnaði er 21% í sjávarútvegi miðað við 31% að meðaltali í atvinnulífinu.
Og þeir geta ekki heldur vitnað í að sjávarútvegurinn borgi illa, stærstu útgerðirnar eru í hópi þeirra fyrirtækja sem borga hæstu meðallaunin.
Hvar er þá þetta meinta arðrán sem á að stöðva, sbr auglýsingarnar um að stöðva auðlindaránið.
Það kemur ekki fram í arðgreiðslum sjávarútvegsfyrirtækja, það kemur ekki fram í launagreiðslum þeirra, hvar þá??
Að það séu kapítalistar í greininni sem græða, en gildir það ekki líka um allar aðrar atvinnugreinar á Íslandi??
Og hvaðan koma allflestir útrásarvíkingarnir??, ekki úr sjávarútvegi, það eitt er víst.
Komu þeir ekki úr fjármálageiranum eða urðu ríkir af hlutabréfabraski eða öðru braski??
Eigendur Samherja eru vissulega auðugir menn í dag, en þeir standa uppúr stórum hópi sem lagði að stað í upphafi kvótakerfisins, og væri það ekki óeðlilegt að í undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar yrði enginn ríkur á rúmum 30 árum??
Fyrr mætti arðránið gegnum ranga gengisskráningu vera ef svo væri ekki.
Það er ekki steinn yfir steini í öllu þessu skrumi og bulli.
Múgástandið og upphlaupið minnir miðaldra mann eins og mig á þegar allt varð brjálað í Chile nokkrum mánuðum eftir að fyrsti sósíalistinn var kjörinn þar forseti í lýðræðislegum kosningum.
Það reyndi aldrei á stefnu hans, því uppúr þurru logaði allt í verkföllum og deilum, eins og hann væri ábyrgur fyrir öllu því sem miður fór í 50 ára stjórnartíð íhaldsmanna þar á undan.
Síðan var það upplýst að CIA skipulagði og kostaði alla þá upplausn og óáran.
Allar lygarnar, allar blekkingarnar, og lagði grunn að valdaskiptum sem herinn stóð fyrir.
Hvað er langsóttara en meintar mútur í Namibíu, sem voru forsenda viðskipta þar, urðu tilefni þess að múgur safnaðist saman og réðist að sjávarbyggðum landsins.
Að krefjast þess að undirstöðu atvinnugrein þeirra yrði þjóðnýtt og nýtingarrétturinn síðan seldur hæstbjóðanda líkt og um þræla og þrælahald væri að ræða.
Og hvernig var hægt að tengja meintar mútugreiðslur við stjórnarskrána, og nýta þær sem kröfu um nýja sem hefur þann eina tilgang að koma í veg fyrir að þjóðin geti hafnað í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu ólögum frá Brussel.
Hefði Jóhönnustjórnin náð að plata hana uppá þjóðina strax eftir Hrun þá hefði ICEsave ekki farið í þjóðaratkvæði.
Þetta er of heimskt til að vera sjálfsprottið.
Ekki frekar en hin skyndilegu mótmæli sem blossuðu upp gegn Allende á sínum tíma og voru öll fjármögnuð af bandarísku leyniþjónustunni.
Hvað býr að baki, hvaða hagsmunir fóðra.
Hverjir græða á niðurbroti samfélagsins, hverjir græða á hinu svæsna arðráni sem felst í þjóðnýtingu kvótans og hann síðan seldur hæstbjóðanda??
Bull og heimska er kannski vefnaðurinn sem múgæsingin er ofin úr.
En hver er vefarinn??
Það eina sem ég veit að það er ekki CIA.
Lýðræði er ekki auðræði.
Lýðræði er ekki lýðskrum.
Lýðræði er réttur okkar til að ráða málum okkar sjálf.
Það er vegið að þessum rétti í dag.
Og okkur ber ekki gæfa til að verja hann.
Tek undir með Pet Shop Boy;
"It´s a sin".
Kveðja að austan.
![]() |
Lýðræði ekki auðræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2019 | 07:07
Eru forsetar ekki til að stjórna??
Það eru fáar tærari birtingarmyndir spillingar en sú þegar Biedin yngri, án nokkurs hæfileika annars en að vera sonur föður síns, var beðin um að vera í stjórn þekkts spillingarfyrirtækis.
Þar með var landlæg spilling austur frá, færð inn í hjarta stjórnkerfis Bandaríkjanna.
Að trúa að greiði sé án greiða er einfeldni á mjög háu stigi.
Þeir sem góla hæst í dag, þögðu þá.
En gala hærra en hópur hana sem hafa aðeins eina hænu sér til gagns þegar forseti Bandaríkjanna beitir þarlend stjórnvöld þrýstingi til að þau rannsaki spillinguna heima fyrir.
Til hvers er forsetinn ef hann beitir ekki valdi sínu í svona málum.
Og hvað er hann ef hann horfir í hina áttina.
Bieden málið afhjúpar nefnilega þá gjörspillingu sem hefur grafið um sig í stjórnmálum vinstra megin við miðju.
Þar sem tækifærisinnar með frasa á vörum, hafa skarað elda að hagsmunum sínum í náinni samvinnu við stórfyrirtæki og auðmenn.
Þeir tala um jöfnuð og réttlæti, en í reynd fóðra alþjóðavæðingu þrælahaldsins, þar sem innlend framleiðsla er markvisst brotin niður, samfélög skilin eftir í sárum, en gróðinn í stanslausu flæði í vasa auðsins.
Við þekkjum þetta hérna á Íslandi, hverjir færðu hrægömmum heimili landsins á silfurfati?
Sama fólkið sem ætlar að mæta á Austurvöll í dag og góla.
En sagði ekki orð þegar mestu mannlegar hörmungar í nútíma vestrænni sögu á friðartímum voru í bakgarði þess.
Hræsnin er yfirgengileg.
Og undir glittir í hið skítuga fjármagn sem ennþá hefur ekki eignast allt.
Til dæmis lýðræðið, að til sé fólk sem kýs gegn því, að til sé fólk sem vinnur gegn því.
Það liggur nefnilega úldinn fiskur undir steini.
Kveðja að austan.
![]() |
Sagði demókrata vilja ná sér niðri á Trump |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.11.2019 | 20:22
Arður, arður.
Einstaklingar sem græða.
Græða.
Hvílík ósvinna, hvílík sjálftaka, hvílík undirliggjandi spilling.
Að ekki sé minnst á allan aurinn sem hinn sameiginlegi verður af.
Þetta er garúgt, gruggugt, og snöfurmannlega þarf að grípa inní.
Núna reynir á snögg viðbrögð formanns VR, hann hlýtur að vera samkvæmur sjálfum sér og krefjast að auðlindagjald sé lagt á tryggingarfélög, varla er hann pólitískur lukkuriddari sem kaus að fá stundarathygli múgæsingarinnar þegar hann lagði til að allur kvóti væri innkallaður og settur á markað.
Það sama hlýtur að gilda um aðrar atvinnugreinar þar sem kapítalistar græða pening.
Sjávarútvegur er aðeins með um 10% af arðgreiðslum þjóðarinnar, og þá er hvorki vátryggingarstarfsemi eða fjármálastarfsemi inní þeim tölum. Svo í raun er hlutfall hans ennþá lægra.
Ekki er landbúnaðurinn að greiða arðinn svo ljóst er að spjótin hljóta að beinast að verslun og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu, félagssvæði VR.
Og menn samkvæmir sjálfum sér geta ekki látið slíkt óátalið.
Eins þarf ekki einu sinni talnaglöggvan til að sjá að öllum að meinalausu mætti fækka fermetrum um helming í verslun á höfuðborgarsvæðinu.
Og jafnvel blindur kemst ekki hjá því að taka eftir öllum lúxusvillunum og risasumarbúðstöðunum sem vitna um taumlausa einkaneyslu eigendanna.
Leyfisveiting og auðlindagjald myndi ekki bara auka hagkvæmni greinarinnar heldur líka færa ómældan aur í ríkiskassann enda vita allir sem hafa séð Disney myndina um Hróa Hött að lengi má kreista skattinn og fylla fjárhirslur af gulli.
Vissulega myndu margir missa vinnunna, slíkt er eðli hagræðingar líkt og bankamenn reyna á sínu skinni þessa dagana.
Og vissulega yrði formaður VR ekki vinsæll hjá sínum félagsmönnum ef hann tæki upp slíka baráttu.
En menn sem eru sjálfum sér samkvæmir hljóta vilja að láta eitt yfir alla ganga, varla er innrætið þannig að þeir viljum öðrum það sem þeir vilja ekki sínum.
Og ef menn eru á annað borð hlynntir arðráni kvótauppboða, eða arðráni ofurskattlagningar, þá handvelja þeir ekki þær atvinnugreinar sem fyrir barðinu á slíku ráni verða.
Rökin eru þau sömu, það eru ekki bara sjávarútvegsfyrirtæki sem nýta sér regluverkið til að borga sem minnst til samfélagsins, svo vitnað sé í orð formanns VR.
Hvernig sem á það er litið þá voru það ekki útgerðarmenn sem voru fjöldinn á Panamalistanum, og ósköp hefði fjárfestingarleið Seðlabankans skilað litlu ef hún hefði verið einskorðu við þá.
En þeir liggja við höggi, og þó fólkið á landsbyggðinni sé ekki niggarar, þá er það allavega allt saman vanþróað á sauðskinsskóm.
Þess vegna er svo auðvelt að æsa múginn gegn því með bulli og staðleysum.
En formaður VR er ekki umbótamaður, hann er byltingarmaður, og byltingarmenn ástunda ekki skrum og fara með fleipur, í þeim brennur eldheitur logi réttlætisins.
Og sá logi gerir ekki greinarmun á fólki eftir búsetu þess, eða fyrirtækjum eftir því í hvaða atvinnugrein þau eru.
Þess vegna býð ég spenntur eftir viðbrögðum hans.
Þau hljóta að koma í Býtið á morgun.
Kvóti á verslun, kvóti á þjónustu.
Arðurinn í ríkissjóð gegnum auðlindaskatt.
Já, ég er strax farinn að sjá fyrir mér viðbrögðin.
Múgurinn mun fagna og skunda á Austurvöll og taka undir með formanninum.
Loksins hefur hann eignast sinn mann.
Mann sem er sjálfum sér samkvæmur.
Laus við skrum og tækifærimennsku.
Mann fólksins.
Eða er það ekki??
Kveðja að austan.
![]() |
Svanhildur og Guðmundur selja hlut sinn í VÍS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2019 | 09:18
Þau eru mörg furðin í þessum heimi.
Og margt skrýtnara en það en það er ekkert furðulegt að stjórn Samherja sæti gagnrýni fyrir fyrstu viðbrögð sín við uppljóstrunum Kveiks.
Þau voru eitthvað svo útúr kú að ef stjórn Samherja beri minnstu ábyrgð á þeim, þá ætti ekki bara Þorsteinn að víkja á meðan rannsókn málsins stendur.
Þó það hafi reynst vel fyrir ríkisstjórn Katrínu Jakobsdóttir að nýta sér þjónustu almannatengla til að ljúga og blekkja þegar hún ákvað í sama högginu að brjóta stjórnarskrána og fremja þau landráð að afhenda erlendu valdi yfirráð yfir orkuauðlindum þjóðarinnar, þá hefði stjórn Samherja átt að vita að sú tíð var liðin að handbók almannatengla um hvernig ætti að bregðast við uppljóstrunum dygði, því fólk um alla Evrópu, þar með talið Íslandi væri búið fá nóg af fjármálamisferli og sóðaskap viðskiptaelítunnar.
Þar er blekkingarmælirinn fullur.
Hin meinta innri endurskoðun Samherja er ekki trúverðug þegar hún er kynnt á sama tíma og forstjóri fyrirtækisins hafnar ábyrgð, reynir að skella skuldinni á undirmann sinn, og nýtir almannatenglanna til að hefja ímyndargagnsókn.
Hann áttaði sig ekki á því að hann hafði bara eitt tækifæri til að segja satt, og hann nýtti ekki það tækifæri.
Eina vörn stjórnar Samherja er sú að Þorsteinn sé það sterkur persónuleiki og ráðríkur að hann hafi ekki spurt hana, og hún hafi verið svo aum að spyrja ekki.
Og það er ekki góð vörn vægast sagt.
Það vita allir hvernig fór um sjóferð þá, ekki mikið betur en skammtímasóknin í Namibíu, og núverandi forstjóri var ráðinn til að berja í bresti sem vart er hægt að sjá hvernig barið er í.
Nöldur er ekki góð þétting, nær væri að óska eftir hlutlausum þriðja aðila sem fyrirtækið fjármagnaði en hefði að öðru leiti enga aðkomu af.
Því héðan af snýst þetta ekki um að bjarga æru eða stöðu einstakra manna, þetta er lífróður fyrirtækisins, og hann er ekki róinn með brotnum árum eða skaddaðri ímynd.
Björgólfur bendir réttilega á að "Traust skipti slík fyrirtæki öllu máli, enda séu þetta aðilar sem gefi sig út fyrir trúverðugleika. Ef trúverðugleikinn bregðist hafi fyrirtækin enga viðskiptavini,".
Samherji sem fyrirtæki er undir.
Og það snertir ekki bara eigendur þess, heldur líka starfsmenn, viðskiptavini, lánardrottnum, sem og framtíð sjávarútvegsins því Samherji sökum fjárhaglegs styrks síns hefur verið í fararbroddi við að bæði þróa og innleiða nýja tækni í veiðum og vinnslu.
Það er vegna öflugra fyrirtækja eins og Samherja að það er liðin tíð að við lítum öfundaraugum til annarra þjóða varðandi tæki og tól, og þegar nýja hátækniverksmiðjan á Dalvík verður komið í gagnið, þá er frekar að öfundaraugun beini sjónum að okkur.
Nákvæmlega þetta eru lífskjör, og af þessum lífskjörum er sótt með bulli og skrumi.
Ástæða, atferli Samherja í Namibíu.
Það hangir því miklu meira á spýtunni og því full ástæða að brækur séu girtar í höfuðstöðvum Samherja, nöldur sé sett ofaní skúffu, undanbrögðum sé hent í ruslið, samt ekki með endurnýjanlegu sorpi, og gluggar séu opnaðir til að hleypa inn fersku lofti heiðarleika og sannsögli.
Þá lifir Samherji af.
Og viðskiptalífið okkar verður heilbrigðara á eftir því stjórnmálastéttin okkar, þessi þarna sem er nýbúin að opna veiðilendur orkunnar fyrir bröskurum og hinum svokölluðum markaðsöflum, mun ekki komast upp með skrumið og bullið, eða benda á annað en hin raunverulega sökudólg.
Regluverkið.
Regluverk sem líður feluleik og svindl, þó öðru sé haldið fram.
Minn enn og aftur á raunverleg viðbrögð, vitna í orð Lilju Mósesdóttur;
"... að verður ekki komið í veg fyrir undanskot og peningaþvætti fyrr en auður, sem nýtur verndar í gegnum falið eignarhald á fyrirtækjum og reikningum í skattaskjólum, verður skattlagður! Fyrsta skrefið í þá átt er að skattyfirvöld fái víðtækar heimildir og fjármagn til að rannsaka sölu og leigu á kvóta aftur í tímann með það fyrir augum að afhjúpa og sekta skattaundanskot. Næsta skref er að innleiða í lög ákvæði um að gefa verði upp nöfn eigenda fyrirtækja og reikninga í skattaskjólum, þegar fjármagn er fært frá Íslandi inn á þessa reikninga. Jafnframt þarf að vinna að því alþjóðlega að banna fjármagnsfærslur til þekktra skattaskjólslanda".
Vandinn er að kerfið er hannað fyrir svindl og svínarí, það er eins og það hafi verið skrifað af handbendum mafíósa sem þurfa að koma óhreinu fjármagni í umferð, fela raunverulegt eignarhald sitt, skjóta undan skatti, og allt á löglegan hátt.
Úrbætur koma seint, illa, yfirleitt eftir á.
Fjármagnið er ríki í ríkinu.
Það er global.
Það níðist á öllu.
Sýgur í sig öll verðmætin áður en þau koma til skiptanna.
Braskaravæðir allt, aðeins tímaspursmál hvenær andrúmsloftið verðir einkavinavætt og við þurfum að borga leigu fyrir að draga lífsandann.
Safnar auði heimsins í vasa Örfárra, nokkur þúsund manns eiga í raun heiminn.
Og það er eins og fólk sjái ekki hvað það er galið.
Því ef það sæi það þá myndi það ekki ljá eyru fólki sem þykist berjast við sígræðgina og heljartök hins skítuga fjármagns, með tungutaki frjálshyggjunnar.
Það tungutak nýtir sér athæfi Samherja til að vega að saklausu fólki byggðanna.
Það bendir á auð örfárra og notar það sem rök til að gera út af við þó þau fyrirtæki sem einstaklingurinn á og rekur. Gerist þannig böðlar hinna stóru.
Vörn Samherja er því vörn fólksins.
Eins skrýtið og það nú er.
Þökk sé frjálshyggjunni sem engu eirir.
Eitt fyrirtæki, ein verðstöð, það er hin fullkomna hagræðing í hennar augum.
Því í hennar augum er fólk og samfélög ekki til.
Við erum aðeins kostnaður sem á að hagræða.
Ofurskattar og kvótauppboð eru hennar leið.
Eru hennar tungutak.
Og á því tungutaki þekkjast stuðningsmenn hennar.
Og þeir eru margir þessa dagana.
Kveðja að austan.
![]() |
Furðar sig á gagnrýni á rannsókn Samherja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2019 | 18:20
ASÍ á hálum ís heimskunnar.
Samherji var að öllum líkindum staðinn að því að greiða hluta af kvótaafgjaldi sínu inná reikninga ráðamanna í Namibíu.
Um það er ekki deilt.
En sú gjörð afsakar samt ekki alla þá heimsku sem vellur uppúr fólki í kjölfarið hér á Íslandi.
Við Íslendingar fundum ekki upp múturnar, samkvæmt alþjóðlegum skýrslum er leitun að viðskiptum í Afríku þar sem mútugreiðslur koma ekki við sögu. Ef það væri birtur listi yfir til dæmis öll norræn fyrirtæki sem eiga í viðskiptum í Afríku þá teldist það stórtíðindi að ef eitt fyrirtæki fyndist á listanum sem kæmi ekki nálægt þóknunum og milliliða greiðslum af einhverju tagi.
Og það voru ekki íslenskir bankar sem komu nálægt hinu meinta peningaþvætti, milligönguna hafði norskur banki, og felufélögin voru skráð á Kýpur.
Alþýðusambandið hefur blandað sér í þessa umræðu undir forystu Drífu Snædal.
Munum í þessu samhengi að Drífa Snædal sagði ekki orð allan tímann þegar hrægammar rifu í sig heimili landsins, eða lyfti litla fingur til að hjálpa Hagsmunasamtökum heimilanna í málsókn sinni út af ólögmæti gengislánanna, en sú gjörð ásamt Nei-inu á ICEsave, baráttu sem Drífa Snædal kom heldur ekki nálægt, bjargaði því sem bjargað varð fyrir íslenskan almenning.
En Drífu þykir vænt um náungann í fjarlægum löndum, og er það vel, samkvæmt kristnum sið eigum við að elska náungann, þó það skaði ekki að elska líka þann sem stendur nær þér en fjær.
Í vikupistli sínum á vef ASÍ minnist hún á arðrán Samherja í Namibíu, og sú afstaða er áréttuð í þessari yfirlýsingu ASÍ.
"Það er hrollvekjandi að sjá hvernig Samherji virðist hafa nýtt sér árangursríkt þróunarstarf íslenska ríkisins í Namibíu, siglt í kjölfar þess góða starfs og arðrænt fátækt samfélag, segir meðal annars í yfirlýsingunni, þar sem arðránið sem afhjúpað var í umfjölluninni er fordæmt".
En spurningin er hvert er hið meinta arðrán?
Í þessu samhengi verðum að hafa í huga hvers eðlis fiskveiðikerfið er í Namibíu.
Vitnum í Sighvat Björgvinsson, fyrrum framkvæmdarstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, en hann kom mjög að málum í Namibíu.
"Auk þess hafi namibískum stjórnvöldum verið útvegaður sjávarútvegsráðgjafi, sem Sighvatur segir að hafi í raun teiknað upp kvótakerfi fyrir Namibíumenn. Hann býr til það sem við kratarnir dreymdum alltaf um og komum ekki einu sinni í gegn á Íslandi: Markaðsverð á kvóta.".
Og í útvarpsviðtali heyrði ég Sighvat segja að ólíkt hér á Íslandi hefði veiðirétturinn verið seldur hæstbjóðanda.
Hvernig sem þessi orð Sighvats eru lesin, eða annað sem hann hefur sagt um þetta mál, þá er hvergi minnst á að íslenska ráðgjöfin, sem Namibíumenn fóru eftir, hefði falið í sér einhverja samfélags ábyrgð, eða skilyrta samvinnu við heimamenn.
"Markaðsverð á kvóta", þýðir einfaldlega markaðsverð á kvóta, og ef í því felst eitthvað arðrán, þá er allavega ekki ljóst að það er ekki við þau fyrirtæki að sakast sem bjóða í kvótann.
Hið meinta arðrán Samherja hlýtur þá að hafa falist í því að hluti af kvótagreiðslunum fóru ekki í ríkiskassann heldur í einkavasa, en hver þá í raun að arðræna?'
Sá sem greiðir, eða sá sem stingur undan??
ASÍ segist standa með namibísku verkafólki og rétti þess til mannsæmandi kjara.
Á skipum Samherja unnu margir Namibíumenn og þeir voru örugglega ekki á íslenskum launum. En þeir voru líklegast á mannsæmandi launum miðað við namibískan mælikvarða, allavega hef ég það frá fyrstu hendi að namibísku sjómennirnir virtust vera ánægðir með kjör sín og störfin um borð í togurum Samherja voru eftirsótt.
Að halda öðru fram þarf að rökstyðja. Til dæmis eru mörg verktakaskip á lista samtaka sem berjast gegn nútíma þrælahaldi, Thailenskar útgerðir sem veiða eða veiddu því nokkur ár eru síðan ég las þetta, kvótann við Nýja Sjáland í verktöku, voru illræmdar fyrir meðferðina á sjómönnum sínum, barsmíðar, ónógur matur, svik og prettir varðandi kjör sem voru þó á skala þræla, og svo framvegis.
Það þarf ekki að taka fram að svona verktakaútgerðir geta boðið vel í kvóta sem er boðinn hæstbjóðanda, en enginn hefur sýnt fram á að Samherji sé á slíkum þrælahaldaralista.
Samt er fullyrt út í eitt.
Öllu alvarlega er sá hluti ályktunar ASÍ sem snýr að íslensku launafóli og vitnað er í fyrirsögn fréttar Mbl.is ; ".. hvetur launafólk til að láta í sér heyra gegn spillingu og arðráni".
Hvaða aðdróttanir eru þetta gagnvart Samherja og öðrum fyrirtækjum í íslenskum sjávarútvegi??
Menn setja ekki svona fram nema að hafa eitthvað fyrir sér, annað en fréttir frá fjarlægum löndum.
Er Alþýðusambandið að meina að fyrirtæki í sjávarútvegi standi ekki við gerða kjarasamninga og arðræni þannig verkafólk sitt?
Eða er verið að gefa í skyn að íslenskir kjarasamningar séu svo lélegir að í raun sé um arðrán að ræða þegar fyrirtæki fara eftir þeim.
Er þá verið að vísa í laun sjómanna eða verkafólks? Er það þá tilfellið að laun í sjávarútvegi séu lægri en í öðrum atvinnugreinum á Íslandi??
Og af hverju gerir þá Alþýðusambandið ekkert í því??
Svona málflutningur er fyrir neðan virðingu Alþýðusambandsins, hann er skaðlegur, og hann lítillækkar sambandið og er lítillækkandi fyrir núverandi forystufólk þess.
Það er engum samtökum hollt að fólk fái það á tilfinninguna að bjánar stýri því.
Að magna upp bull til að skaða fyrirtæki er um leið skaði fyrir það fólk sem þiggur laun sín frá viðkomandi fyrirtæki.
Rógur og slúður er alltaf til þess fallinn að skaða.
Það er rétt hjá ASÍ að það er skýlaus krafa að "farið sé vel með hana (sjávarauðlindina) og allt samfélagið njóti arðs af henni".
Lífskjör á Íslandi eru með því besta sem gerist í heiminum. Þó sjávarútvegurinn sé ekki lengur eina undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar, þá er hann ákaflega mikilvægur í tekjuöflun þjóðarinnar, svo einhverju hlýtur hann að skila.
Hann er sjálfbær og hann er í fremstu röð í heiminum.
Spjótin sem standa á honum eru því fáránleg í alla staði, og til þess eins fallin að skaða, að draga úr arðsemi hans og hagkvæmni, með öðrum orðum, þau vinna gegn bættum lífskjörum, og jafnvel ef lýðskrumið nær hæstum hæðum, stuðla að verri lífskjörum þjóðarinnar.
Þess vegna, ef menn vilja spila sig fífl, þá verða menn að finna annan vettvang en Alþýðusambandið til þess.
Hins vegar geta menn haft skoðun á skiptingu þjóðarkökunnar og hversu réttlát hún er.
En það er önnur umræða, og á meðan ekki er sýnt fram á að hegðun fyrirtækja í sjávarútvegi er önnur en hjá öðrum atvinnugreinum landsins, þá eiga spjótin ekki að standa á honum vegna þess að þar eru stór vel rekin fyrirtæki sem skila eigendum sínum arði, sem síðan er ráðstafað eftir þeim reglum sem gilda hér á landinu.
Þeim reglum má breyta, en það er ekki gert með róginum og lýðskruminu.
Það eitt er víst.
Það er mál að linni.
Kveðja að austan.
![]() |
Launafólk láti í sér heyra gegn spillingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2019 | 15:32
Munu mannvitsbrekkur Pírata.
Og gáfnaljós Samfylkingarinnar krefjast neyðarfundar á Alþingi í kvöld.
Vegna hinna alvarlegu tíðinda frá Ástralíu um peningaþvætti enda öllu stórgáfuðu fólki ljóst að þarna eru bylgjuáhrif frá Samherja.
Og skrifast alfarið á íslenska kvótakerfið.
Þó ríkisstjórnin hafi "glutrað niður góðu tækifæri til þess að ráðast í grundvallarbreytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu" svo vitnað sé í Pírata á Alþingi gær, þá hlýtur hún að hysja upp um sig brækurnar áður fleiri váleg tíðindi berast upp að landssteinum.
Ef kvótinn verður ekki þjóðnýttur, þá allavega þrefalda veiðigjöld, ef ekki fimmfalda þau.
Hin ólæknandi íslenska spilling má ekki breiðast eins og farsótt um alla heimsbyggðina, sem fram að þessu hefur ekki einu sinni heyrt af afspurn minnst á mútur eða peningaþvætti, allavega ekki áður en kvótinn var settur á.
Eins hljóta radikalar verkalýðshreyfingarinnar að blása í samstöðulúðra gegn þessu spillingaræxli og taka undir stórhækkun veiðigjalda.
Þeir vita eins og er að við Íslendingar erum fremst meðal jafningja i spillingu og peningaþvætti svo vitnað sé í eldmessu formanns VR.
Svo núna þarf virkilega að ná samstöðu um fækkun starfa á landsbyggðinni til að hægt sé að uppræta þessa óværu sem ógnar heiðarleika í öllum alheiminum.
Þetta er vitað.
Svo augljóst.
Nema kannski heimsbyggðin veit þetta ekki og sér ekki samhengið milli alþjóðlegrar spillingar og íslenska kvótans.
En hún veit ekki allt.
Það nægir að "VIÐ" vitum.
Kveðja að austan.
![]() |
Ástralskur banki sakaður um peningaþvætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2019 | 20:06
Er botnlaus heimska!
Lýðræðislegur réttur þingmanna??
Rifjum fyrst upp um hvað meint brot Samherja í Namibíu snúast.
Það er rökstuddur grunur um mútur, og slíkt athæfi varðar allt að 5 ára fangelsi.
Síðan eru uppi grunsemdir um bókhaldsbrot og blekkingar, líklegast til að fela múturnar, og einhver refsirammi gildir þar um, best að spyrja lögfræðinga Samherja um slíkt því varla hafa menn farið í þessa vegferð án þess að vega og meta afleiðingarnar miðað við ávinning.
Vitnum svo í háttvirtan talsmann Pírata í þessu máli;
"... ríkisstjórnar sem ætlar augljóslega að glutra niður góðu tækifæri til þess að ráðast í grundvallarbreytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og því koma auðlindum í þjóðareign með stjórnarskrárákvæði.".
Hvert er vitræna samhengið þarna á milli??
Hvað yrði sagt við mann, annað en að hann væri illa haldinn af þjóðrembing eða útlendingahatri, sem segði í kjölfar grunsemda um að búð ein í Reykjavík, í eigu Pólverja, væri notuð sem skálkaskjól eiturlyfjainnflutnings og peningaþvættis, að vegna þessa grunsemda ætti að banna öllum Pólverjum að vera með rekstur á Íslandi.
Hreint út myndi enginn nota orðið útlendingaandúð, valið væri smekksatriði hvort viðkomandi yrði sagður hálfviti eða fáviti, og ekki fleiri orðum eitt á hann.
Hvað kemur þetta fiskveiðistjórnarkerfinu við, og af hverju ætla menn að ráðast í grundvallarbreytingu á því??
Gallagripur er það vissulega, og íbúar landsbyggðarinnar hafa fundið á eigin skinni, bæði kostnaðinn við hagræðinguna, sem og upplifað óöryggið þegar kvótinn getur horfið á einn nóttu.
Og hverjum datt í hug að braskvæða þessa atvinnugrein sem er ekki bara lífæð hinna smærri byggða, heldur líka mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar.
En þetta eru þekktar staðreyndir og áður spurðar spurningar.
Samherjamálið hefur ekkert með þær að gera sem og þær spurningar snúa ekki að grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem er skynsamleg nýting fiskistofna og sjálfbærni veiða og vinnslu.
Og þar erum við í fremstu röð, bæði varðandi tækni og arðsemi.
Allar breytingar verða því að vera vel ígrundaðar, sá sem er fremstur, getur vissulega farið framar, en auðveldara er að fara aftur.
Glutra niður grundvellinum sem er forsendur hins góða árangurs.
Í þessu samhengi megum við ekki gleyma að það eru ekki svo mörg ár síðan að flotinn í heild var gamall og úreltur, og nýju skipin okkar voru skip sem aðrar þjóðir voru að skipta út fyrir endurnýjun.
Tæknin í vinnslunni var líka svona la la, en samt í stöðugri framþróun.
Í dag eru uppsjávarskipin okkar í fremst röð og í dag erum það við sem þróum tæknina í vinnslunni, en erum ekki lengur þiggjendur.
Og þá spyr maður sig, hvaða önnur atvinnugrein er í þeirri stöðu í dag, og af hverju sætir hún slíkum árásum stjórnmálamanna??
Hvað veldur??
Ókei, hugsanlega valdabarátta, en af hverju þá þessar árásir á heilbrigða skynsemi??
Og af hverju þessi illvilji gagnvart fólkinu sem á afkomu sína undir stöðugleika, að menn geti treyst því að fyrirtækið sem vinna hjá verði til staðar á morgun.
Er hin sviðna jörð eftir brask fortíðarinnar ekki næg, þó þingmenn bætist ekki í hópinn og svíði enn stærra landsvæði, verði þess valdandi að ný bylgja fólksflutninga hefjist á stórborgarsvæðið??
Skiptir samt ekki máli hvort innvilji knýr þingmenn áfram eða botnlaus heimska, vanhugsaðar kerfisbreytingar með tilheyrandi upplausn og óvissu, hafa ekki bara áhrif á landsbyggðina, blóðmjólkaðar atvinnugreinar skila aldrei arði til lengri tíma.
Síðan má spyrja hver er trúverðugleiki þingmanna sem nýbúnir eru að afhenda einni af stofnun Evrópusambandsins full yfirráð yfir orkuauðlindum þjóðarinnar, og innleiða í leiðinni regluverk sem braskaravæðir raforkuframleiðslu þjóðarinnar, og tala síðan um að meintar mútur í Namibíu þýði að núna eigi að breyta stjórnarskránni og setja í hana ákvæði um að auðlindir þjóðarinnar séu þjóðareign.
Marklaust ákvæði hvað varðar orkuna því regluverk Evrópusambandsins er æðra stjórnarskrá landsins á meðan EES samningurinn er í gildi, og í fyrstu grein fiskveiðilaganna er það tekið skýrt fram að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar.
Sýndarmennska, heimska??
Fattar þetta fólk ekki hvað það samþykkti nýlega regluverk Evrópusambandsins um skipan raforkumála, veit það ekki að samkvæmt EES samningnum þá víkur stjórnarskrá ef ákvæði hennar skarast á við fjórfrelsisákvæðin, eða er það bara að blekkja, að fífla kjósendur sína.
Og fiskur í stjórnarskrá, jafnvel þó hann væri teiknaður, breytir engu um þær reglur sem leiddu til veðsetningar kvótans.
Þjófar geta ekki sett það í stjórnarskrá að það megi stela.
Til hvers þessi sýndarmennska??
Froða eða blekking??
Eða er þetta allt hluti af kostuðu leikriti í þágu annarlegra hagsmuna.
Hverjir hafa hag af upplausn og óáran.
Að heimskan sé fóðruðu, að blekkingar séu ofnar???
Ekki þjóðin, það eitt er víst.
Kveðja að austan.
![]() |
Áframhaldandi plástrapólitík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.11.2019 | 12:58
Syndaaflausn.
En vonandi ekki sú síðasta því þegar ég las þetta og leit til hliðar á hana Míu mína, sem er kattþrifin, þá var eins og ég sæi hana þrífa sig alla. En hún er reyndar sofandi.
Tökum fyrst brandarann; "Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunin (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir, þar á meðal í þróunarlöndum." Afsakið en þetta er einfaldlega hlægilegt, bæði í ljósi þess sem gerðist, í ljósi þess sem er að gerast um allan heim, að ekki sé minnst á að framferði stórútgerða í fjarlægari löndum hafa veið í deiglunni í mörg, mörg ár, og öruggt er að síðbúið samviskubit íslenskra stjórnvalda breytir engu þar um.
Íslensk stjórnvöldum væri nær að biðjast formlegrar afsökunar á þeim ófögnuði sem sendur var suður til Namibíu.
Besta kvótakerfi í heimi, þar sem aflaheimildir eru seldar hæstbjóðanda, er ekki samfélagslegt ábyrgt, það ýtir undir rányrkju og vonda meðferð auðlindarinnar, og hjálpar heimamönnum ekki á einn eða neinn hátt að byggja upp sinn eigin sjávarútveg.
Í raun mega Namibíumenn þakka fyrir að það vöru ekki verri gaurar en Samherjamenn sem komu og gaukuðu aur að ráðamönnum.
Ekki síðri brandari er krafan um aukið gagnsæi, og þá vísað í reglur kauphallarinnar.
Voru ekki mörg fyrirtæki útrásarinnar í Kauphöllinni, og óð ekki uppi á sama tíma leynimakk þar sem skattaskjól og aflandsreikningar komu við sögu??
Þetta er orðavaðall sem tekur ekki á einn eða neinn hátt á meinsemdinni sem skattaskjól og leynifélög eru.
Það á bara banna feluleik, flóknara er það ekki.
Minni enn og aftur á orð Lilju Mósesdóttur.
"... að verður ekki komið í veg fyrir undanskot og peningaþvætti fyrr en auður, sem nýtur verndar í gegnum falið eignarhald á fyrirtækjum og reikningum í skattaskjólum, verður skattlagður! Fyrsta skrefið í þá átt er að skattyfirvöld fái víðtækar heimildir og fjármagn til að rannsaka sölu og leigu á kvóta aftur í tímann með það fyrir augum að afhjúpa og sekta skattaundanskot. Næsta skref er að innleiða í lög ákvæði um að gefa verði upp nöfn eigenda fyrirtækja og reikninga í skattaskjólum, þegar fjármagn er fært frá Íslandi inn á þessa reikninga. Jafnframt þarf að vinna að því alþjóðlega að banna fjármagnsfærslur til þekktra skattaskjólslanda."
Ekkert flókið, aðgerðir sem virka.
Aðgerðir sem eru ekki kattarþvottur eða tilraun til að kasta málum á dreif.
Og að lokum eitt, ef núverandi stjórnvöldum er einhver alvara, byrja þau á að láta rannsaka sín eigin tengsl við skattaskjól og leynifélög, þar á meðal tengsl vina, venslamanna auk kostunaraðila.
Aðeins þá er þvotturinn ekki kattarþvottur, heldur alvöru bað sem hreinsar upp stóran hluta af þeirri spillingu sem hér hefur grasserað alltof lengi.
Menn byrja nefnilega að líta í eigin barm.
Kveðja að austan.
![]() |
Sjö aðgerðir til að auka traust á atvinnulífinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2019 | 07:14
Við höfum ekkert að fela.
Segir Samherji.
Málið er að sá sem notar aflandsreikninga, skattaskjól og önnur leikföng hins frjálsa flæðis, hefur eitthvað að fela.
Annars væri hann ekki í feluleik.
Þess vegna minni ég enn og aftur á orð Lilju Mósesdóttur;
"... að verður ekki komið í veg fyrir undanskot og peningaþvætti fyrr en auður, sem nýtur verndar í gegnum falið eignarhald á fyrirtækjum og reikningum í skattaskjólum, verður skattlagður! Fyrsta skrefið í þá átt er að skattyfirvöld fái víðtækar heimildir og fjármagn til að rannsaka sölu og leigu á kvóta aftur í tímann með það fyrir augum að afhjúpa og sekta skattaundanskot. Næsta skref er að innleiða í lög ákvæði um að gefa verði upp nöfn eigenda fyrirtækja og reikninga í skattaskjólum, þegar fjármagn er fært frá Íslandi inn á þessa reikninga. Jafnframt þarf að vinna að því alþjóðlega að banna fjármagnsfærslur til þekktra skattaskjólslanda.".
Við skulum taka eftir hvaða stjórnmálamenn taka undir þau.
Því þeir sem gera það ekki, hafa mikið að fela.
Til dæmis tengsl sín við þá sem ástunda feluleik.
Að ekki sé minnst á tengsl þeirra við hrægamma og efnahagsböðla.
Það er ekki að ástæðulausu að það glymur hátt í tómum tunnum.
Í íslenska andófinu, í íslensku stjórnarandstöðunni.
Það er eitthvað verið að fela.
Og hin æpandi þögn stjórnflokkanna sem vilja allt gera annað en það sem þarf að gera.
Segir líka allt um tengslin.
Þeir hafa eitthvað að fela.
Aðeins hið feluleikur skýrir að hið augljósa er ekki sagt.
Að meinsemdin, skattaskjól og gervieignarhald sé liðið.
Og það eru stjórnmálamenn sem setja reglurnar.
Ekki fyrirtækin sem nýta sér þær.
Þeirra er ábyrgðin.
Þeir eiga að svara til saka.
Af hverju, af hverju??!!??
Kveðja að austan.
Þ
![]() |
Bankar skoða Samherja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2019 | 17:13
Lögbrot fyrirtækja verði ekki liðin.
"Íslensk stjórnvöld munu ekki líða það að fyrirtæki brjóti lög", segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Eftir stendur spurningin hvernig dettur manneskjunni það í hug að það sé á hennar valdi??
Hvort lögum sé framfylgt í landinu eður ei, eða er hún að gefa í skyn að stjórnvöld hafi vald til að setja bráðabirgðalög sem geti gefið einstökum aðilum undanþágu að fara eftir lögum??
Eða að ægivald framkvæmdarvaldsins sé slíkt að það geti skipað réttarkerfinu að láta lögbrot þóknanlegra óátalin.
Sjálfsagt er þetta ekki þannig meint, en þannig hljómar samt bullið sem vellur út úr þingmönnum frá því að Samherjamálið kom upp.
Þeir tengja þetta við allsóskylda hluti og telja sig jafnvel hæfa til að taka þátt í dómstól götunnar og sakfella áður en málið er rannsakað.
Hjá þeim er þetta sorgarmál tækifæri til að ná sér niður á pólitískum andstæðingum, tækifæri til að níða niður þjóð og land til að veikja enn frekar fullveldi þjóðarinnar, opinskátt markmið Viðreisnar og Samfylkingarinnar, og að ráðast á brothættar sjávarbyggðir landsins með ofurskattlagningu kennda við veiðigjöld.
Kynda undir múgæsingu sem einna helst er farin að minna á lönd þar sem það þykir viðkvæmt að einhver teikni mynd af skeggi spámannsins.
Katrín mælir þó skynsemisorð enda er hún ekki lengur í stjórnarandstöðu. "Það verður sömuleiðis farið yfir lagarammann, hvort einhverjar ástæður séu til úrbóta.".
Imprar þarna á topp á ísjaka sem hún og allflestir samþingmenn hennar hafa hvorki þekkingu, og miðað við hávaðapólitík síðustu ára, sumir hverjir ekki vitsmuni að greina.
Það hefur Lilja Mósesdóttir hins vegar og á feisbókarsíðu sinni orðar hún kjarna þeirra breytinga sem þurfa að verða á umgjörð og regluverki.
"Það verður ekki komið í veg fyrir undanskot og peningaþvætti fyrr en auður, sem nýtur verndar í gegnum falið eignarhald á fyrirtækjum og reikningum í skattaskjólum, verður skattlagður! Fyrsta skrefið í þá átt er að skattyfirvöld fái víðtækar heimildir og fjármagn til að rannsaka sölu og leigu á kvóta aftur í tímann með það fyrir augum að afhjúpa og sekta skattaundanskot. Næsta skref er að innleiða í lög ákvæði um að gefa verði upp nöfn eigenda fyrirtækja og reikninga í skattaskjólum, þegar fjármagn er fært frá Íslandi inn á þessa reikninga. Jafnframt þarf að vinna að því alþjóðlega að banna fjármagnsfærslur til þekktra skattaskjólslanda. Ef þessi leið reynist ófær, þá er ekki um annað að ræða en að banna framsal og leigu á kvóta og koma upp byggðakvótakerfi. Við munum aldrei sætta okkur við að hópur auðmanna ræni okkur velferðinni og atvinnutækifærunum!".
Þetta er svo augljóst og þetta er það sem við þurfum að gera til að ná samfélögum okkar úr höndum hins sígráðuga fjármagns sem engu eyrir.
Við eigum meira að segja að stíga skrefinu lengra og banna gervifélög, aflandsfélög, skúffufyrirtæki eða hvað allur þessi ódámur heitir sem nýttur er til að fela, til að stinga undan, til að þvo, fjármuni og fjármagn.
Það á enginn að geta nýtt slíkt form til að reka fyrirtæki innan íslensku efnahagslögsögunnar, eða að skrá eignir eða fyrirtæki á slíkar kennitölur.
Þeir sem raunverulega vilja breytingar tala á þessum nótum.
Þeir sem eru með hávaða og upphlaup, eða grípa gæsina til að höggva, en minnast ekki einu orði á kjarnann, þeir eru á einn eða annan hátt í vinnu hjá þeim öflum sem haga sér á þann hátt sem Samherji gerði í Namibíu.
Og það er mikill misskilningur að Viðreisn sé eini flokkurinn í slíkri vinnumennsku.
Það er nefnilega hlutverk stjórnmálamanna að segja lög og reglur, að marka stefnur og takast á við hluti.
Alltof lengi hafa þeir næstum allir sem einn verið á mála hjá fjármagninu, á einn eða annan hátt.
Þegjandi hafa þeir horft á allt frjálsa regluflæðið smjúga inní íslenska löggjöf, en æpa síðan hæst á torgum eða þingsölum um ósómann þegar hann vellur út um ýlduboxið sem fjármálakerfi frjálshyggjunnar er.
En greyin sem eru á þingi núna, sérstaklega í stjórnarandstöðunni, er sjálfsagt ekki kunnugt um þetta hlutverk sitt.
Nema með örfáum undantekningum eins og fjármálaráðherra sem er ligeglad með öll verkfærin sem regluverk Evrópusambandsins skapar honum og hans fólki, vinum og vandamönnum, til að stunda viðskipti í leynum.
Veit sínu viti en það vit nýtist því miður ekki þjóðinni eða hagsmunum almennings.
Hvað höfum við gert guðunum til að sitja uppi með þá stjórnarandstöðu sem við höfum í dag??
Eitthvað skelfilegt allavega, kannski er ennþá verið að refsa okkur sem þjóð fyrir þau níðingsverk á fátæku verkafólki sem viðgengust við Kárahnjúka.
En er ekki mál að linni??
Eða var Hrunið okkar refsing, er sjálfskaparvítið síðan í okkar boði?
Þar liggur efinn.
Efi sem skýrist ef þúsundir deila þessari færslu Lilju, lesi hana sér til skilnings og gagns.
Krefjist kerfisbreytinga.
Kjósi svo aldrei aftur hávaðaseggi og rugludalla á þing.
Hver veit.
Kveðja að austan.
![]() |
Lögbrot fyrirtækja verði ekki liðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 273
- Sl. sólarhring: 298
- Sl. viku: 5087
- Frá upphafi: 1488593
Annað
- Innlit í dag: 238
- Innlit sl. viku: 4408
- Gestir í dag: 224
- IP-tölur í dag: 218
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar