18.11.2019 | 12:02
Heiðarleiki er auðlind.
Og til skamms tíma áttum við Íslendingar hluta í þeirri auðlind, sem smáþjóð með góðan orðstír, vær hægt að ætla að óhætt væri að eiga viðskipti við íslensk fyrirtæki, til dæmis á svið sjávarútvegs eða jarðhita svo dæmi sé nefnda, því það hékk aldrei neitt annað á spýtunni en gagnkvæm viðskipti.
Við vorum of smá til að taka þátt í hinni alþjóðlegu græðgivæðingu.
Svo sá frjálsa flæði til þess að við eignuðumst bankamenn sem slógu um sig, og tóku upp hætti stórra stráka, gerðu út á undanskot og skattskjól, voru bendlaðir við peningaþvætti, og spiluðu sig stóra fyrir annarra manna fé.
Og gerðu út á ímynd landsins og nutu til þess aðstoðar stjórnvalda, bæði ráðherra sem og forsetaembættisins.
En fiskurinn og slorið var alltaf talið ómengað enda vandséð hvernig strákar í teinóttum jakkafötum gátu komið nálægt slíkri atvinnugrein, sem lyktaði og var talinn vera aðeins fyrir alvöru karlmenn.
Það reyndist misskilningur.
Land sem er hluti af alþjóðlegu regluverki græðgivæðingarinnar, þar sem skattaskjól, aflandsfélög og önnur leiktæki auðmanna til undanskota og feluleiks, eru bæði lögleg og umborin, það heldur ekki hreinleika sínum þegar auðfenginn gróði er annars vegar.
Framferði Samherja hefur skaðað okkur sem þjóð.
En það afsakar samt ekki ónákvæmni eða beinar lygar, eða þá herferð sem ríkisútvarpið rekur til að sannfæra þjóðina að við séum eitthvað sér á báti í þessum efnum.
Þó strippstaður hafi verið opnaður í Reykjavík á sínum tíma, þá urðum við ekki um leið forysturíki í klámvæðingunni eða táknmynd alls þess ósóma sem þar viðgengst.
Við vorum aðeins orðin þátttakendur.
Það er ekki hægt að gera fólk samábyrgt með Epstein þó það hafi við einhver tækifæri tekið í höndina á Andrési prinsi svo dæmi sé tekið.
Það er rangt hjá Evru Joly að segja að "Þetta er sjávarútvegsfyrirtæki, sem átti að koma Namibíumönnum til aðstoðar.", þegar hið rétta er að Samherji tók þátt í kapphlaupinu um kvóta Namibíumanna sem þeir gátu ekki nýtt sér sjálfir.
Samkvæmt uppboðskerfinu sem við Íslendingar höfðum platað Namibíumenn til að innleiða. Í slíkur kerfi er ekki gert ráð fyrir samfélagslegri ábyrgð, samvinnu við heimamenn eða neitt annað en það sem það er, að sá sem borgar best, fær kvótann.
Ef Eva Joly getur ekki haft þetta rétt eftir, hvar fer hún þá annars staðar með rangt mál??
Síðan má benda á að Ruv afhjúpaði sig algjörlega í fréttatíma gærkveldsins, þar sem norski handlangari vogunarsjóðanna sem átti að sjá til þess að ICEsave væri greitt og allar aflandskrónur færu út á fullu verði samkvæmt samkomulaginu við AGS, talaði mikið um skaðað orðspor þjóðarinnar, til dæmis varðandi peningaþvætti.
Svo rétt á eftir var talað við norskan sérfræðing þar um, sem benti réttilega á að bankar á Norðurlöndum, eða réttara sagt Skandínavíu væru innvinklaðir í peningaþvætti, dæmi Samherja og DNB væri nýjasta dæmi þar um.
Hún minntist ekki orði á íslenska banka, hins vegar hefði íslenskt fyrirtæki nýtt sér þjónustu norrænna banka, og á því er grundvallarmunur.
Samt er sama bilaða platan spiluð aftur og aftur, og þjóðin blekkt til að trúa að við séum fremst meðal jafningja í spillingu og peningaþvætti svo ég vitni í formann VR.
Heiðarleiki er nefnilega auðlind.
Og mjög þverrandi hjá fleirum en Samherja.
Þeir sem hrópa í tómum tunnum ættu að líta sér nær hvað það varðar.
Kveðja að austan.
![]() |
DNB verði rannsakaður, segir Joly |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2019 | 16:04
Firring umræðunnar.
Styrmir Gunnarsson á einn af pistlum ársins í laugardagsblaði Moggans. Og sá ágæti pistill var tilefni þessarar fyrirsagnar þar sem ég fór að velta fyrir mér af hverju við sem þjóð höfum ekki náð okkur uppúr hjólfari átakaumræðunnar frá Hruni. En hugleiðingar um það eru inntak pistils Styrmis.
Áður en ég vík að því hvað það var hjá Styrmi sem hreyfði við mér langar mig að taka nokkur dæmi um skrumskælingu staðreynda og afvegleiðingu umræðunnar, og fyrsta ber að nefna manninn sem gerði ákaflega heiðarlega tilraun til að leggja sjávarbyggðir landsins í eyði á sínum tíma.
Þessi orð eru höfð eftir Þorstein Pálssyni í frétt Mbl.is; "..segir Samherjamálið þannig vaxið að nú þurfi að fá óháða aðila til að meta hvað Samherji hafi borgað samanlagt fyrir veiðirétt í Namibíu og hvernig það sé í samræmi við greiðslur hér heima."
Þegar Þorsteinn Pálsson var sjávarútvegsráðherra þá barðist hann fyrir því að engin höft væru á framsali aflaheimilda og vísaði títt í árangur Nýja Sjálendinga við að ná fram hagræðingu í sínu kvótakerfi. En á um 5 árum höfðu allar minni útgerðir í landinu selt frá sér kvótann og eftir voru 3 risar sem skiptu aflaheimildum sín á milli. Menn geta ímyndað sér auðnina sem varð í sjávarbyggðum þegar örfáir menn gátu selt frá sér verðmæti og flutt í burtu með fulla vasa fjár, en eftir sátu samfélög án atvinnu og verðlausar eignir. Síðan má bæta við að kerfið reyndist ekki betur en það, að helstu fiskistofnar hrundu og í kjölfar þess samdráttar þá fengu risafyrirtækin þrjú heimild til að ráða verktaka frá Thailandi og víðar til að veiða fyrir sig fiskinn. Kaup og kjör og annar aðbúnaður var þess eðlis að að þessi skip komust á lista samtaka sem berjast gegn nútíma þrælahaldi.
En frjálshyggjan hans Steina Páls spyr ekki að því, hún spyr bara um hagræðinguna.
Spurningar sem Þorsteinn Pálsson endurtekur núna í kjölfar nýjustu frétta frá Namibíu.
Fiskveiðikerfið í Namibíu er hannað eftir draumsýn Þorsteins sem hann náði ekki að innleiða á Íslandi, svo ég vitna í Sighvat Björgvinsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóra Þróunarsamvinnustofnunarinnar, kvótakerfi þar sem ólíkt á Íslandi, aflheimildir boðnar hæstbjóðanda.
Þessi ófögnuður frjálshyggjunnar var gjöf okkar Íslendinga til namibísku þjóðarinnar og núna þegar íslenskt fyrirtæki fór eftir þeim leikreglum, og gerum okkur grein fyrir því að þetta íslenska fyrirtæki ber enga ábyrgð á kerfinu, þá er allt brjálað hér á Íslandi, talað um níðingshátt, arðrán og algjöran skort á samfélagslegri ábyrgð.
En ég spyr, hvar voru þessar raddir þegar ófögnuðurinn var sendur suður eftir??
Og við skulum gera okkur grein fyrir því að það er ekkert mál fyrir íslenska stórútgerð að borga há veiðigjöld ef hún getur frýjað sig frá hlutaskiptakerfinu og ráðið til sín fólk á þriðjaheims kaupi, ber enga samfélagslega ábyrgð, og megi þess vegna taka ákvörðun um það að hafa bara eina verstöð þar sem risaskip eru gerð út og landa afla sínum.
En viljum við slíkt samfélag, sjávarbyggðir rústir einar, peningaöflin ráða öllu, kerfi sem hefur spillingu og misnotkun innbyggt í sér??
Já segir íslenska Andófið, fólkið á móti sem bergmálar raddir Þorsteins Pálssonar og félaga hans hjá Viðreisn, þvílík er firring þessa fólks.
Talandi um bergmál frjálshyggjunnar þá las ég annan góðan pistil í morgun, Stóra prófið eftir formann VR, Ragnar Þór Ingólfssonar. Hefði meir að segja marserað með honum ef ég hefði ekki hnotið um tungutak frjálshyggjunnar í herhvöt hans.
Ragnar segir; "Viðhorfið er svo sjúkt og ríkjandi að eftir er tekið á erlendri grund, sem einhvers konar þjóðaríþrótt Íslendinga. Og erum við listuð upp sem fremst á meðal jafningja þegar kemur að peningaþvætti og annarri spillingu.". Fyrir utan ruglið eða skrumið að við séum fremst meðal jafningja í peningaþvætti, þá endurrómar Ragnar hér atlögu peningaafla að tilvist og tilverugrundvelli þjóðarinnar. Með því að reyna telja okkur í trú um að það sem er að hér, og það er vissulega margt, sé eitthvað sér íslenskt, jafnvel líkt og við hefðum fundið upp leikreglur hins frjálsa flæðis, eða leikföng auðmanna eins og skattaskjól, aflandsfélög og annað sem hefur mjög komið við sögu í umræðu síðustu daga.
Við sem þjóð erum fórnarlömb kerfis sem smátt og smátt var komið á í Evrópusambandinu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Fjármálareglurnar sem gera allt þetta kleyft koma þaðan, hið frjálsa flæði á fátæku farandverkafólki kemur þaðan, og óeðli frjálshyggjunnar, hinn tvíhöfða þurs, kvöðin um að leita eftir og taka the cheapest bid svo ég vitni í gúrúinn Frú Thatcher, og krafan um að almanna gæði séu boðin út á markaði hæstbjóðanda, er meitlað í allt regluverk ESB.
Það er þetta kerfi sem hefur alið af sér sundrunguna og misskiptinguna á Vesturlöndum síðustu áratugina, og er skýring hinnar miklu stjórnmálalegu ólgu sem núna ríður röftum. Hinn vinnandi maður er í uppreisn gegn kerfinu og frjálshyggju þess, það skýrir kosningu Trumps og uppgang hinna svokölluðu hægri öfgaflokka eða populistaflokka í Evrópu.
Þetta vita allir nema þeir sem eru samdauna tungutaki frjálshyggjunnar og gera sér grein fyrir að kerfinu þarf að breyta, það þarf að skipta út óeðlinu sem sundrar samfélögum okkar og þjónar þeim eina tilgangi að gera þegar ofurríka, ofsaríka, og þó það sé gert lokal, þá breytist ekkert ef menn gera sér ekki grein fyrir að meinið er global.
Styrmir Gunnarsson orðar eina birtingarmynd þessa vanda mjög vel í grein sinni;
"Á heimsvísu er það svonefnd alþjóðavæðing sem hefur átt mestan þátt í að skapa ójöfnuð en helztu málsvarar hennar hafa verið jafnaðarmenn á Vesturlöndum. Það er fyrst nú á allra síðustu árum sem þeir virðast vera að byrja að átta sig á að með því hafa þeir gerzt talsmenn alþjóðlegra stórfyrirtækja sem nýta sér lág laun í þriðja heiminum til þess að framleiða vörur sem seldar eru á markaði ríku þjóðanna fyrir eins hátt verð og nokkur kostur er. Þannig verður yfirgengilegur gróði alþjóðlegra stórfyrirtækja til auk þess sem þau nýta sér alla möguleika til þess að komast hjá skattgreiðslum og gengur vel".
En þegar les skrif Drífu Snædals eða Ragnars Ingólfssonar þá er eins og þau geri sér ekki grein fyrir þessu. Það er eins og þau líti á afleiðinguna sem orsök, og þau bergmála raddir frjálshyggjunnar um að meinsemdir kvótakerfisins séu lagfærðar með ofurskattlagningu sem þjappar saman fyrirtækjum, gerir í raun út af við hina smáu sem eru valkostur hins vinnandi manns gegn þrúgandi ofríki stórfyrirtækjanna, með tilheyrandi atvinnuleysi og jafnvel lokun heilla byggðanna.
Enda sést þetta skilningsleysi einna best á því þegar byggingarfélag í eigu launþegasamtaka var staðið að því að nýta sér lág laun i Eystrasaltslöndum við að ná niður kostnaði við íbúðarbyggingar sínar.
Hvernig er hægt að berjast fyrir hærra kaupi og bættum kjörum, og um leið að treysta sér ekki til að skipta við þau fyrirtæki sem þurfa að greiða þau laun sem barist er fyrir??
En slík er firring umræðunnar að menn já ekki samhengið.
Víkjum þá frekar að Styrmi.
Fyrir þá sem falla í þá gryfju að styðja ofurskattlagningu ökutækja, hina svokölluðu vegtolla, þá ættu þeir vel að íhuga þessi orð Styrmis; "... og upplifir þar það sem hún kallaði ofbeldi gagnvart almennum borgurum. Úti um allt séu myndavélar sem smelli myndum af númeraplötum á bílum og síðan séu fólki sendar rukkanir vegna veggjalda. Hér sé orðið um svo háar upphæðir að ræða að almennir launamenn hafi tæpast efni á því að ferðast um í einkabíl".
Veggjöld líkt og aðrir ofurskattar eru verulega íþyngjandi fyrir venjulegt launafólk, þau eru lögð á óháð efnahag, þau mismuna eftir búsetu, og þau eru sumpart refsiskattur sem lagður er á fólk sem flýr ultra hátt fasteignaverð miðkjarna út í úthverfin.
Hugmyndafræði þeirra er úr ranni frjálshyggjunnar, að fólk greiði fyrir þá þjónustu sem það notar, sama eðlis og skólagjöld eða þjónustugjöld í heilbrigðisþjónustunni, eru hugsuð til að draga úr notkun, og að sjálfsögðu bitna þau á fátækari hluta samfélaga. Þar sem frjálshyggjan er sjúkust hefur efnaminna fólk ekki efni á að nýta sér heilsugæslu, mennta börn sín, nýta vegakerfið og svo framvegis.
Samt er firring umræðunnar slík að góða fólkið, þetta sem segist vera félagshyggjufólk og þykir alveg ofsalega vænt um allt fátækt fólk, að það styður skattlagningu af svona meiði, kallar það reyndar kolefnisskatt eða skatta til að takmarka notkun jarðefnaeldsneytisfarartækja eða hvað nafni það nefnir hina nýja skattheimtu sem á að bjarga jörðinni, en í eðli sínu er þetta allt skattar sem gera efnaminna fólki illkleyft eða ókleyft að taka þátt í nútíma samfélagi.
Það eru nefnilega fátæklingarnir sem eru sökudólgarnir, það eru þeir sem bera meginábyrgðina á hlýnun jarðar. En ofsalega þykir okkur vænt um þá.
Og þá er ég kominn að því sem kveikti á efni þessa pistils.
Styrmi er tíðrætt um átakaumræðuna, svo ég vitni í hans orð;
"En þrátt fyrir það ríkir óáran í samfélaginu og í samskiptum fólks. Að einhverju leyti er það vegna þess að sá trúverðugleiki og það traust sem brast í hruninu hafa ekki skilað sér á ný. Fólk ber mjög takmarkað traust hvort sem er til landstjórnarinnar í breiðum skilningi eða stofnana samfélagsins".
Mikið rétt en af hverju skyldu efnahagsböðlar innlendu og erlendu hrægammanna ná svo góðum árangri að kynda undir upplausn og óáran umræðunnar?
Skoðum þessi orð Styrmis; "Okkur hefur tekizt ótrúlega vel að vinna okkur upp úr hruninu".
En er það svo, er það alskostar rétt??
Vissulega eru hagvísar góðir, og margt gat farið verr en það fór, og það er staðreynd að kaupmáttur hefur vaxið mikið síðust ár.
En það breytir ekki þessum staðreyndum, það breytir ekki illviljanum og illmennskunni sem stjórnmálastétt okkar gerði sig seka um í endurreisn landsins. Með því að afskrifa skuldir hinna auðugust, ganga hart fram gegn venjulegu fólki, og skilja tugþúsundir eftir á köldum klaka, þar sem margir napra enn þann dag í dag.
"Réttarríkið Ísland hefur núna í nær 10 ára refsað fórnarlömbum fjármálaglæps af hörku fyrir glæp sem þau ekki frömdu. Gerendurnir hafa hins vegar hagnast stórkostlega á lögbrotum sínum.... Frá hruni hafa 10.000 fjölskyldur misst heimili sín á uppboðum og sennilega eru þær a.m.k. jafnmargar sem hafa misst heimili sín án þess að til uppboðs hafi komið. Varlega áætlað hafa því fleiri en 15.000 fjölskyldur misst heimili sín eða á bilinu 45.000 60.000 einstaklingar sem samsvarar öllum íbúum Kópavogs og helmingnum af Garðabæ. Á sama tíma hafa verið gerð 164.000 fjárnám hjá þessari 360.000 manna þjóð. Þar af voru 127.000 fjárnám árangurslaus.".
Það er firring að skauta fram hjá þessum staðreyndum.
Þær eru holundarsár sem ennþá blæðir úr þjóðarsálinni.
Þær eru gjaldþrot mennskunnar, gjaldþrot mannúðarinnar.
Og þjóðfélag án mannúðar og mennsku, er eins og þjóðfélagið sem við lifum í dag.
Það er firring að halda öðru fram.
Það er firring að afneita helför heimilanna.
Og á meðan það er gert mun ekkert lagast á Íslandi í dag.
Firring eða afneitun staðreynda er nefnilega meinsemd í sjálfu sér.
Sem grefur um sig þar til samfélagið eins og við þekkjum það gefur upp öndina.
Og í hvers þágu er það??
Kveðja að austan.
![]() |
Alvarlegt áfall fyrir þjóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2019 | 23:26
Saklaus engill í viðtali.
Eina spurningin hvernig Logi fer að því að feika geislabauginn.
Hann stóð samt fyrir innihaldslausri aðför að Samherja á sínum tíma, og hefur ekki ennþá haft þann manndóm að biðjast afsökunar á þeim gjörðum sínum.
Og ef einhver skyldi ekki hafa dómgreindina í lagi, þá bætir bankaræningi ekki fyrir fyrri bankarán sín, þó hann ákveði að næsti banki sem hann rænir sé í eigu vafasams fólks.
Síðan skal því haldið til haga að Helgi Seljan kom aldrei nálægt neinu eftir Hrun sem gekk gegn hagsmunum hrægamma og arðráni þeirra á heimilum landsins.
Ekki eitt orð í þágu fólks.
Rifjum upp glæpina;
""Réttarríkið Ísland hefur núna í nær 10 ára refsað fórnarlömbum fjármálaglæps af hörku fyrir glæp sem þau ekki frömdu. Gerendurnir hafa hins vegar hagnast stórkostlega á lögbrotum sínum.... Frá hruni hafa 10.000 fjölskyldur misst heimili sín á uppboðum og sennilega eru þær a.m.k. jafnmargar sem hafa misst heimili sín án þess að til uppboðs hafi komið. Varlega áætlað hafa því fleiri en 15.000 fjölskyldur misst heimili sín eða á bilinu 45.000 60.000 einstaklingar sem samsvarar öllum íbúum Kópavogs og helmingnum af Garðabæ. Á sama tíma hafa verið gerð 164.000 fjárnám hjá þessari 360.000 manna þjóð. Þar af voru 127.000 fjárnám árangurslaus.".".
Jafnvel siðblindur einstaklingur rennur til rifja þær hörmungar sem venjulegt fólk gekk í gegnum á þessum árum. Jafnvel lönd sem hafa sætt árásum óvinveittra ríkja hafa ekki upplifað slíkar hlutfallslegar hörmungar líkt og íslenskur almenningur gekk í gegnum í boði gjörspilltrar stjórnmálastéttar okkar.
En annað hvort er langt í rifin hjá Helga eða hann þáði laun fyrir að gæta hagsmuna hrægammanna sem sugu hundruð milljarða út úr samfélagi okkar.
John Perkins, höfundur bókarinnar "Confessions of an Economic Hit Man" lýsti vel í viðtali í Silfri Egils hvernig efnahagsböðlar vinna við að skapa sundrungu, upplausn og múgæsingu í þeim löndum sem eru skotmörk alþjóðlegra hrægamma.
Öll upphlaupin frá Hruni falla vel inní þau vinnubrögð, saga Suður Ameríku er full af dæmum um slíkt, og þó að CIA hafi markað veginn, og þróað slík vinnubrögð, þá er langt um liðið síðan sú stofnun ber ábyrgð á upplausn og óáran. En John Perkins benti á hverjir hefðu tekið við.
Wintris uppljóstrun Ruv er skýrt dæmi um slík vinnubrögð.
Í fyrstu mátti halda að það var verið að afhjúpa spillingu, þó engin gæti sýnt fram á hvers eðlis hún ætti að vera, en þegar í kjölfarið fylgdi pólitísk upplausn, þar sem formaður Sjálfstæðisflokksins flaut einhver veginn ofaná, og hann tók síðan ákvörðun um að lækka stöðugleikaframlag hrægamma um hátt í 500 milljarða, þá er ljóst að engin tilviljun bjó að baki.
Eða að Helgi Selja og hans menn væru einhverjir bláeygðir sakleysingjar í vinnu fyrir réttlætið.
Í raun er um að ræða stærsta þjófnað Íslandssögunnar, og með stærri í vestrænni sögu.
Mikið megum við hin vera fávís og vitlaus ef við sjáum ekki samhengið.
Að við teljum að þekkt vinnubrögð, þekktir hagsmunir, þekktur ávinningur, hafi verið tilviljun ein, og meint verkfæri hrægammanna hafi ekki verið verkfæri, heldur riddarar réttlætisins sem fyrir tilviljun eina hafi verið staddir á vitlausum stað á vitlausum tíma.
Og hrægammarnir hafi sætt lagi.
Vissulega var Samherji afhjúpaður, ekkert réttlætir mútugreiðslur og arðrán á fjarlægum slóðum.
En það hangir meir á spýtunni, það liggur fiskur undir steini.
Hann var úldinn í Wintris, og ýldan er þegar farin að gjósa upp í krossfestingunni án dóms og laga.
Ráðumst inní Írak sagði Rumsfeld strax eftir árásina á Tvíburaturnana, þó vitað væri að hryðjuverkamennirnir væru á vegum Al Kaida, væru Sádar, og fjármagnaðir þaðan. Og Al Kaida sjálft naut skjóls í Afganisthan.
Setjum kvótann á uppboð og rústum þar með sjávarbyggðum landsins sögðu þingmenn Viðreisnar og Samfylkingarinnar um leið og fréttir bárust um mútur Samherja í Namibíu.
Ef eitthvað óljósari tenging en vilji Rumsfeld til að ráðast inní Írak.
Undirliggjandi er tækifærið til að nýta sér hörmungar til að ráðast á meinta óvini sína.
Óháð sekt, óháð sakleysi.
Kannski ekki Helga sök.
En sporin hræða.
Það er verðmæti í auðlindum Íslands, og hrægammarnir hafa þegar komist á blóðbragðið.
Það er gróði í markaðsvæðingu orkunnar og uppboði veiðikvótans.
Þjóð í innbyrðiserjum, á barmi upplausnar, ver sig ekki.
Það er þekkt staðreynd, sem dæmi sögunnar sanna.
Þau sannindi þekkja efnahagsböðlar, enda skaparar slíkra sanninda.
Og líkt og aðrir góðir iðnaðarmenn þá kunna þeir með verkfæri að fara.
Hvað rekur verkfærin áfram er síðan annar hlutur.
Græðgi, hégómagirni, mikilmennskubrjálæði, eða hrein fáviska úr ranni vitgrennsku?
Veit ekki.
Veit samt að englakomplexar eru ekki á þeim lista.
Það eru til margar leiðir til að afhjúpa.
En þegar krossfesting er hluti af pakkanum, þá er ljóst að afhjúpunin hefur ekkert með betra samfélag að gera.
Hvað þá samúð með fórnarlömbum rangindanna.
Aurinn býr að baki.
Beint eða óbeint.
Og valið er milli öskunnar eða eldsins.
Kveðja að austan.
![]() |
Ég var skíthræddur þegar ég vann á DV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2019 | 13:29
Jamm og jæja.
Það eru víst tvær hliðar á peningnum, og önnur kemur fram í þessari fréttatilkynningu Síldarvinnslunnar.
Voru meint áform um uppbyggingu í Afríku blekking, eða voru það tölur á blaði, byggðar á raunsæju mati?
Eiginlega ber bæði Morgunblaðinu og Ruv skylda til að kanna það mál nánar, og ef þau fá gögn þar um, að eitthvað hefi verið spáð í uppbyggingu vinnslu, og grófar kostnaðaráætlanir settar á blað, þá eru miðlarnir ekki í svo góðum málum.
Því þá er ekki verið að leita sannleikans, heldur að safna tréverki í krossa, í þeim tilgangi að krossfesta menn og fyrirtæki.
Að valda skaða, sem ekki bara bitnar á þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem um ræðir, heldur líka öllu því fólki sem vinnur hjá viðkomandi fyrirtækjum og því fólki sem vinnur undir stjórn viðkomandi manna.
Það er auðvelt að gagnrýna.
Það er erfiðara að takast á við gagnrýni.
Nú reynir á fréttamiðlana, hvort þeir séu í slúðri eins og Metoo hreyfingin, eða hvort þeir axli ábyrgð á fréttaflutningi sínum og hafi það sem sannara reynist.
Sjáum hvað gerist.
Kveðja að austan.
![]() |
Síldarvinnslan segir frétt ranga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2019 | 09:06
Með því að þykjast!!
Er þetta ekki Ísland í dag, land þar sem öll umræða snýst um að þykjast, snýst um ímynd, snýst um að blekkja.
Þar sem almannatenglarnir eru menn dagsins.
Hvernig var þetta í orkupakkaumræðunni?, þegar forysta Sjálfstæðisflokksins gerði sér grein fyrir andstöðunni innan flokksins, með tilvísan í þá staðreynd að ódýr orka öllum til handa væri ekki bara ljósið í dýrtíðinni fyrir almenning heldur líka samkeppnisforskot atvinnulífsins, að þá ráðlagði almannatengill Bjarna Ben að segja að hann styddi regluverkið einmitt á þessum forsendum.
Svona svipuð lógík og að ég styð dauðarefsingu vegna þess að ég er á móti því að fólk sé líflátið.
Eða hvað talar góða fólkið í VG og Samfó oft um sjálfbærni sem leiðina til að berjast gegn hamfarahlýnun, og svo er það á fullu í störfum sínum að leggja steina í götu innlendrar framleiðslu með innleiðingu reglugerða frá Evrópusambandinu sem eru sérstaklega hugsaðar til að ganga að innlendri farmleiðslu dauðri.
Innflutningur á hráu kjöti, markaðsvæðing orkunnar, allskonar íþyngjandi reglur svo er landið opnað uppá gátt fyrir innflutningi frá löndum þar sem engar reglur eru virtar, hvorki í umhverfismálum eða varðandi kaup og kjör vinnandi fólks.
Þá þykjast menn bara.
Segja eitt.
Meina annað.
Framkvæma annað.
Sveitungi minn er ekki í góðum málum.
Ef það er eitt sem fólkið í sýndarveruleikanum fyrirgefur aldrei, þá er það þegar menn passa sig ekki og upp um þá kemst.
Það beinir nefnilega kastljósinu að öllum hinum.
Ég spái langri röð af fólki með grjóti í hendi,.
En sem betur fer stendur góða fólkið fyrir frjálsum innflutningi af fátæku fólki til að vinna fyrir sig illa launuð skítastörf, glerbrotin verða örugglega sópuð upp.
Ég man hins vegar eftir því að þegar góðærið skall á sjávarútveginum þegar kreppan skall á í fjármálakerfinu, þá voru bónusar til starfsfólks hækkaðir.
Skipastóllinn endurnýjaður, skuldir borgaðar niður, allar undirstöður styrktar til að takast á við óvissutíma sem framundan eru.
En það telur sjálfsagt ekkert í komandi umræðu.
Kveðja að austan.
![]() |
Vildi aðstoð við að blekkja Grænlendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2019 | 21:11
Kostuð aðför er alltaf einhliða.
Varla borga menn fyrir réttlæti handa þeim sem þeir ætla að knésetja, eða það skyldi maður ætla.
Í þessu samhengi skyldu menn rifja upp fleyg orð Kristins Hrafnssonar um að ætlunin væri að fella núverandi stjórnvöld í Namibíu, og slíkt er aldrei gert nema í þágu hagsmuna annarra. Og Kristinn er varla sá einfeldningur að halda að stjórnarandstaðan sé á einhvern hátt betri en sú um margt gæfustjórn sem andspyrnuhreyfingin Swapo reyndist vera fyrir Namibíu.
Allavega þekkir Afríka ekki önnur dæmi betri um valdatöku byltingarmanna, og þá er Suður Afríka Nelson Mandela ekki undanskilin.
Himin og haf er á milli spillingarinnar í Suður Afríku og Namibíu, frelsishetjunni miklu og arftökum hans í óhag.
En kannski eitthvað sem skiptir hvorki vestrænan hroka eða einbeittan góðvilja góða fólksins máli, þegar knésetning pólitískra andstæðinga er annars vegar.
Og Ruv hefur áður beitt sér í pólitískum tilgangi eða til að þjóna ákveðnum hagsmunum.
Afhjúpun Samherja hefur ekkert með lög eða rétt að gera, markmiðið er að skapa fár, að ná fram ákveðnum pólitískum markmiðum, og ná fram grundvallarbreytingum á fiskveiðistjórnarkerfi þjóðarinnar.
Frá kvótakerfi yfir í uppboðskerfi, líkt og grunnhugsunin er í markaðsvæðingu orkuauðlindarinnar í regluverkinu kennt við Orkupakka 3.
Árásir eru alltaf einhliða, þær hafa alltaf það markmið að sigra andstæðinginn.
Samherji hjálpaði samt til með fáránlegri yfirlýsingu sinni um að skúringarkonunni væri um að kenna, trix sem virkaði kannski í fjarlægri fortíð þegar flokkurinn og stjórnkerfið var eitt, og því sem næst hægt að segja hvað sem er líkt og í alræðisríkjum væri, en jafnvel skoffín umræðunnar létu ekki út úr sér í dag.
Jafnvel skömminni skárra að játa sekt með þeim orðum að fyrirtækið hafi fundið upp spillinguna í Afríku, og fyrirtækið beri alfarið ábyrgð á henni í dag, í gær, í fjarlægri fortíð og um ókomna framtíð. Og vísað síðan í Loga Einarsson um nánari útlistun á hinni altæku ábyrgð.
Allt annað en að segja að ábyrgðin væri einhvers millistjórnanda sem hefði verið ríki í ríkinu.
Eiginlega getur ekkert annað en taugaáfall æðstu stjórnenda ásamt fáránlega heimskum almannatenglum útskýrt slík viðbrögð.
Þar sem það er hagur þjóðar að kostað fár í þágu auðs og auðmanna, leppa og skreppa sem hafa það eina markmið að eignast auðlindir okkar, landið okkar í bókstaflegri merkingu, nái ekki að fella íslenskan sjávarútveg, eina að grunnstoðum velmegunar okkar og velferðar, þá er það gleðiefni að Þorsteinn víki og hæfur einstaklingur taki við.
Einstaklingur, sem hefur alla burði til að skapa traust um að fyrirtækið bæði upplýsi um athafnir sínar í Namibíu og vinni að fullum heilindum með stjórnvöldum, bæði hér og í Namibíu, þegar mál þess er tekið til rannsóknar.
Því þegar svona er komið þá er sannleikurinn ekki bara sagna bestur, hann er í raun eina forsenda þess að Samherji sem fyrirtæki lifi af.
Refskákinni lauk þegar tilraunin til að blekkja og afvegleiða var andvana fædd, aðeins til háðungar þeim sem það reyndu.
Samherji er framsæknasta fyrirtækið í sjávarútvegi í heiminum í dag.
Það er íslenskt, og á beinan og óbeinan hátt mun það vera ein af grunnstoðum velmegunar barna okkar.
Stjórnendum þess ber skylda til að taka hagsmuni þess fram yfir sína eigin, ber skylda bæði gagnvart starfsfólki sínu sem og hluthöfum, að gera það sem þarf að gera til að fyrirtækið lifi af, að það skaðist ekki meir en þegar er orðið.
Og okkur sem þjóð ber skylda til að láta ekki lýðskrum vanvita eða annarlega hagsmuni málaliða verða fyrirtækinu að fjörtjóni.
Við getum haft mismunandi skoðanir á stjórnkerfi fiskveiða, og við þurfum ekki að vera sátt við leikreglur nýfrjálshyggjunnar sem gegnsýra allt samfélag okkar í gegnum regluverk Evrópusambandsins.
Það er bara allt annar handleggur, sú barátta, það stríð er háð á öðrum vettvangi en á vígvelli múgæsingarinnar sem annarlegir hagsmunir kynda undir.
Það á að fara saman hjá okkur að krefjast þess að lög og regla sé virt, og að við sjálf virðum þær leikreglur sem lögum og reglu eru sett.
Þetta mál er nógu sorglegt, afleiðingar þess eru nógu alvarlegar þó við færum auðnum ekki vopn og verkfæri til að knésetja sjálfstæði okkar og velferð.
Það býr ekkert gott í því fólki sem hefur hæst þessa dagana.
Kveðja að austan.
![]() |
Umfjöllun Kveiks einhliða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2019 | 13:30
Skaðinn.
Hvernig sem á það er litið þá er ljóst að afhjúpun á meintum ráðgjafagreiðslum Samherja til stjórnmálamanna í Namibíu mun skaða marga, jafnt í Namibíu sem og Íslandi.
Doktor Ásgeir Brynjar kemst vel að orði í þessari frétt um það sem snýr að okkur sem þjóð:
"Þannig sé einna sorglegast varðandi mál Samherja hvaða áhrif það kunni að hafa á orðspor íslenskrar þekkingar og fiskveiðistjórnunar. Hvaða skoðun sem fólk kann að hafa á okkar fiskveiðistjórnunarkerfi er alveg ljóst að það hefur reynst vel til þess að hamla gegn ofveiði. Þátttaka okkar í þróunaraðstoð í þessum efnum undanfarna tvo áratugi hefur byggst á útflutningi á þekkingu okkar og kerfisuppbyggingu.".
Orðspor okkar er nefnilega órofinn hluti af markaðsímynd okkar, að við séum heiðarlegt fólk sem hörðum höndum hefur náð að byggja upp þekkingu og færni á sviði sjávarútvegs, og þessa þekkingu og færni erum við tilbúin að selja öðrum gegn sanngjarni þóknun, ekkert annað hangir á spýtunni.
Þess vegna er ákaflega mikilvægt að við náum að kryfja hvað fór úrskeiðis, að lærum af þessu og við sem þjóð setjum okkur eigin markmið og leikreglur sem við ætlumst til að íslensk fyrirtæki og lögaðilar virði í viðskiptum sínum og samskiptum við aðrar þjóðir. Já, jafnvel þó það kosti málsóknir af hendi ESA, þá mega leikreglur hins frjálsa flæði ekki vera skálkaskjól fjárúlfa sem einskis svífast.
Gagnsæi ætti til dæmis vera helsti lærdómurinn, það ætti strax á morgun að setja löggjöf sem banna íslenskum lögaðilum að nota gervifélög eða aflandsfélög í viðskiptum sínum, og engin slík félög í erlendri eigu ættu að fá að reka starfsemi eða eiga eignir í íslenskri viðskiptalandhelgi.
Heiðarleiki er nefnilega auðlind, ekki síðri en orkan eða fiskimiðin.
Það er einnig augljóst að Samherji hefur skaðast mjög, orðspor fyrirtækisins er í rúst, það á örugglega yfir höfði sér sakamálarannsókn, sem jafnvel gæti endað með ákæru og dómi.
En slíkt er jafnvel aukaatriði við rústirnar á ímynd fyrirtækisins, og hafi eitthvað verið eftir, þá er ljóst að viðbrögð Þorsteins Más og hans manna gengu endanlega frá trúverðugleika fyrirtækisins.
Þeir annaðhvort afhjúpa sig sem lygara, eða ef þeir segja satt, sem algjöra aula sem láta millistjórnanda spila sóló með fjármuni fyrirtækisins án þeirra vitneskju. Eins og ekkert væri bókhaldskerfið, ekkert væri eftirlitskerfið og innri endurskoðun væri kínverskt hugtak skráð á kínversku táknmáli.
Hvað var að því segja að meintar ráðgjafagreiðslur væru forsenda viðskipta í Namibíu líkt og í öllum öðrum Afríkulöndum, það væri þeirra siður, engu síðri eða óheilbrigðari en sú kvöð á evrópsk stórfyrirtæki að þurfa ráða fyrrum meðlimi framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins sem ráðgjafa eða skipa þá í vel launaðar stjórnir fyrirtækja.
Höfum við virkilega ekkert breyst í hrokanum frá því að kristnir trúboðar unnu markvist gegn innlendum siðum og menningu, töldu hana óæðri og þeim bæri skylda að útrýma henni, þó þeir hefðu skýr fyrirmæli í biblíunni að boða aðeins trú sína. Lifir frasinn um hálfnakta villimenn svona góðu lífi??
Kristinn Hrafnsson og Wikileaks afhjúpuðu sig líka sem gerendur með skýr markmið. Í viðtali í morgunútvarpi Ruv segir Kristinn án þess að skammast sín að það hefði ekki verið hægt að bíða eftir umfjöllun Al Jazeera því það væru kosningar í Namibíu bráðlega og meiningin væri að hafa áhrif á þær.
Hvaða rétt hefur Kristinn Hrafnsson til að leika guð og ráðskast svona með fólk í fjarlægu landi?? Ekki getur það verið vegna meintrar spillingar í Namibíu, samkvæmt lista um spillingu ríkja er Namibía í þriðja sæti Afríkuríkja, á eftir Botsvana og Rúanda, svo ljóst er að eitthvað annað gengur honum til. Í þessu samhengi skulum við átta okkur á að það er ekkert sem segir að andstæðingar Swapo, stjórnarflokksins séu á einhvern hátt óspilltari eða hæfari til að stýra landinu, það er því gjörræðisverk að ætla sér að fella ríkisstjórn landsins á þessum forsendum.
Ef fjárhagslegur ávinningur útskýrir ekki slíkt óhæfuverk, þá er ljóst að slíkt athæfi má rekja til persónuleikabresta, hvort sem það er fyrirlitning á íbúum meintra frumstæðra landa, drottnunargirni, eða Neró komplexar.
Persónulega finnst mér illskárra að Kristinn og hans félagar hjá Wikileka séu málaliðar í þjónustu samkeppnisaðila, líkt og blaðamenn Stundarinnar hafa verið frá fyrsta degi.
Hins vegar er ekki augljóst hvort íslenskir stjórnmálamenn hafi skaða sjálfa sig með viðbrögðum sínum og yfirlýsingum.
Því til að geta skaðað orðspor eða ímynd, þarf eitthvað slíkt að vera til staðar. Sem það náttúrulega er en ef hlustað er á raddir götunnar og jafnvel hlerað spjallið við eldhúsborðið þá er ljóst að inneignin er mjög takmörkuð í huga margra.
Eina sem er hægt að deila um með Samfylkinguna er hvort vitið fór algjörlega með brottför Ingibjargar eða endanlega þegar Jóhanna fór eftirlaun. Hvernig geta viðskiptahættir í Namibíu verið forsenda enn einnar aðfarar að landsbyggðinni með stórhækkun veiðileyfisgjalda?? Hvernig er hægt að leggja að jöfnu tekjur landeiganda að laxveiði og tekjum þjóðarinnar af sjávarútvegi, og komast að þeirri niðurstöðu að laxabarónar græði meira en þjóðin?? Eða sú forheimska að leggja til að stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins sé gert óstarfhæft með því að eigur þess séu frystar??
Dugði ein saga af Bakkabræðrum eða þurfti margar??
Eða höfum við ekki heyrt allan ofstopann og yfirlýsingarnar áður??
Eða réttlætingarnar hjá þeim sem Samflokkurinn fól það hlutverk að stjórna í augnablikinu??
Er þetta ekki bara sama leikritið hjá fólki sem fyrir löngu seldi auð og auðmönnum sálu sína og hefur löngu fyrir Hrun unnið í einu og öllu að innleiða nýfrjálshyggju Evrópusambandsins sem kallast hið frjálsa flæði, og hefur með verkum sínum löngu sýnt að því er alveg sama um afleiðingar gjörða sinna.
Er þetta fólk ekki nýbúið að innleiða regluverk um markaðsvæðingu orkuauðlinda þjóðarinnar með tilheyrandi græðgivæðingu??
Endurreisti það ekki fjármálakerfið á sömu forsendum og fyrir Hrun, vann það ekki með hrægömmum að rýja vasa almennings, var ekki sátt meðal þess að auðmenn fengu skuldir sínar afskrifaðar á meðan harkan ein var í boði gagnvart venjulegu fólki.
Ekki tókst það á við regluverkið og kerfið sem leyfði auðnum að flytja gróðann til aflanda á meðan skuldir voru skyldar eftir á eignalausum kennitölum, ekki varðist það fjárkúgun breta, ekki var það samstaða á Alþingi sem felldu hin ólöglegu gengislán.
Þð er ekki úr háum söðli fyrir þetta fólk að falla.
Nei ofstopinn og yfirlýsingarnar hafa heyrst áður.
En ekki alltaf.
Ekkert heyrðist þegar þessi sárgrætilegu orð voru fest á blað af núverandi og fyrrverandi formönnum Hagsmunasamtakanna Heimilanna.
"Réttarríkið Ísland hefur núna í nær 10 ára refsað fórnarlömbum fjármálaglæps af hörku fyrir glæp sem þau ekki frömdu. Gerendurnir hafa hins vegar hagnast stórkostlega á lögbrotum sínum....
Frá hruni hafa 10.000 fjölskyldur misst heimili sín á uppboðum og sennilega eru þær a.m.k. jafnmargar sem hafa misst heimili sín án þess að til uppboðs hafi komið. Varlega áætlað hafa því fleiri en 15.000 fjölskyldur misst heimili sín eða á bilinu 45.000 60.000 einstaklingar sem samsvarar öllum íbúum Kópavogs og helmingnum af Garðabæ. Á sama tíma hafa verið gerð 164.000 fjárnám hjá þessari 360.000 manna þjóð. Þar af voru 127.000 fjárnám árangurslaus.".
Því þetta eru jú bara við, fólkið í landinu.
Hver grætur náungann sem rekinn er út á gaddinn??
Skaði er skeður.
Það er samt óþarfi að magna hann upp.
Hann á að vera lærdómur, á þann hátt að við veltum fyrir okkur hvernig við viljum hafa ímynd landsins.
Hann á líka að fá okkur til að íhuga vitsmuni stjórnmálamann, siðferði þeirra, og hvaða hagsmuni í raun þeir þjóna.
Við eigum að setja spurningarmerki um hvernig við látum keypta fjölmiðamenn stjórna umræðunni, hvernig þeir reyna að sveigja hana frá meintum lögbrotum yfir í umræðu um ofurskatta eða eyðingu landsbyggðar með uppboðskerfi á kvóta, að ekki sé minnst á að þeir nýta svona fréttir til að ná fram markmiðum eiganda sinna, hver svo sem þau markmið eru.
Og við eigum ekki að láta fífla okkur.
Það gilda lög í landinu, það á að framfylgja þeim
Meint lögbrot eiga aldrei að vera forsenda fjölmiðlafárs, þar sem lukkuriddarar og harðsvíraðir málaliðar auðmanna nýta sér sviðsljósið til að ná fram persónulegum ávinningi, sér og sínum til handa.
Þau er aldrei tylliástæða til að ógna lífsafkomu tugþúsunda, eða stefna byggð og búsetu í hættu.
Og þau hafa ekkert með stjórnarskrá landsins að gera.
Áttum okkur á þessu.
Áttum okkur á hagsmununum sem knýja fárið áfram.
Treystum lög og reglu, föllum í ekki í far múgæsingar og skrílshugsunar.
Þá verður skaðinn aldrei svo að ekki megi bæta úr.
Kveðja að austan.
![]() |
Skaðar orðspor greinarinnar og Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
27.10.2019 | 22:52
Með morðum skal bæta heiminn.
Lítilmenni tísta víða og stæra sig af því að hafa vegið úr launsátri voðamenni sem hafði sagt siðmenningunni stríð á hendur.
Mann sem taldi að morð og dráp væru leiðin til að bæta heiminn og átti fylgjendur um allan heim sem tóku orð hans og boðskap bókstaflega og myrtu saklaust fólk umvörpun til að gera heiminn betri.
Þetta voðamenni varð ekki til úr engu, ekki frekar en Eva eða Aþena, skapari hans og guðfeður eru annars vegar miðaldafólkið sem stjórnar Tyrklandi og hins vegar miðaldaríkin við Persaflóa.
Það fylgir fréttunum að annar að guðfeðrunum, Tyrkir hefðu hjálpað til við launsátrið, en hinn hefur líklegast ekki mátt vera að því, enda á fullu við að fjármagna hatur og hryðjuverk gagnvart kristnu fólki um allan heim.
Sbr. með morðum og hatri skaltu bæta heiminn.
Það sem lítilmennin átta sig ekki á að það er ákveðinn munur á siðmenningu og villimennsku, sá sem aðhyllist það fyrra stærir sig aldrei af verknaði sem kostar þrjú saklaus börn lífið.
Og hinn siðmenntaði drepur aldrei án dóms og laga.
Þess vegna talar hinn siðmenntaði um hryðjuverk þegar villimennirnir gera slíkt.
Þessi hugsun er árþúsunda gömul í vestrænni menningu, öll þekkjum við sögurnar af Salómon konungi sem reyndi að kveða upp réttláta dóma, byggðan á lögum guðs og manna.
Lögin gátu vissulega verið villimannsleg, sem og hegðun valdsmanna, en þáttaskil urðu í vestrænni siðmenningu þegar kristinn siður og kristin lífsviðhorf mótuðu lög og þjóðfélagsgerð til þess sem við þekkjum í dag.
Villidýrið ekki svo glatt tamið, en lét smán saman temjast svo að í dag vitum við að Bakr al Baghdagi var voðamenni, og að morð bæta ekki heiminn.
Nema síður séð.
En það er eins og við séum farin að gleyma því.
Kveðja að austan.
![]() |
Hlédrægi draugurinn Baghdadi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2019 | 17:14
Sjálfstæðið og Engeyjarættin.
Er samofin sögu þjóðarinnar.
Benedikt Sveinsson alþingismaður, afi Björns Bjarnasonar, greiddi atkvæði gegn sambandslagafrumvarpinu 1918, ekki vegna þess að hann var á móti sjálfsstjórn, heldur fannst honum frumvarpið ekki ganga nógu langt.
Núna er Snorrabúð stekkur og Engeyingar eru í fararbroddi þeirra sem styðja hjáleigusambandið við Evrópusambandið sem kennt er við EES.
Þetta er svona líkt og barnabarn Lenín væri oligarki og flytti afrakstur af auðlindum Rússa inná alþjóðlega reikninga kennda við aflönd.
Það ræður nefnilega enginn sinni arfleið.
En það er alltaf hægt að snúa sér við í gröfinni.
Þegar að ættlerar eiga í hlut.
Kveðja að austan.
![]() |
Kappsmál að styrkja stoðirnar tvær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2019 | 13:36
Þegar heimska ræður för.
Þá er niðurstaðan þessi;
"Hún segir að lokum, að nú hafi þingmenn Samfylkingar og VG komist að þeirri niðurstöðu að lög hreinu vinstri stjórnarinnar um endurnýjanlegt eldsneyti sem áttu að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hafi þvert á móti aukið losunina, valdið stórkostlegri loftmengun í Asíu, auk þess að stuðla að eyðingu regnskóga, ógna líffræðilegri fjölbreytni og ýta undir vinnuþrælkun og illa meðferð á konum og börnum.."
Hvaða fávita datt í hug að nota mat sem eldsneyti??
Og hver er ábyrgð hinna heimsku sem tóku undir og lögleiddu??
Þó Íslendingar keyptu elstu díselbíla í heimi, og það 5 á hverja fjölskyldu, þá næði sú mengun ekki prómilli af þeirri mengun sem þessi heimska löggjöf leiddi af sér.
Að ekki sé minnst á atlöguna af tilvist mannsins þegar regnskógarnir eru gegndarlaus eyddir til að framleiða matvælaeldsneyti.
Og núna þykjast fíflin koma ofan af fjöllum, ekkert vita, ekkert skilja, nema jú eitt, að finna nýja fíflsku til að slá um sig til umhverfisriddara.
Kolefnaskattur á landsbyggðina, kolefnaskattur á fátækt fólk, þá getur það réttlætt sína eigin bílnotkun eða sínar eigin utanlandsferðir.
Og svona í leiðinni að innleiða evrópskt regluverk sem hækkar raforkuna til matvælaframleiðanda í dreifbýlinu.
Svona að það sé öruggt að maturinn komi sem lengst af.
Helst undir formerkjum matvælaeldsneytisins; " valdið stórkostlegri loftmengun .... ógna líffræðilegri fjölbreytni og ýta undir vinnuþrælkun og illa meðferð á konum og börnum.".
Ódýr matur verksmiðjubúanna er nefnilega aldrei án kostnaðar.
Og ef ekki er nóg að gert til að menga, skemma og eyða, þá skal reynt til ýtrasta að hægja á umferð og auka umferðarteppur, svo öruggt er að tugþúsundir bíla gangi hægaganginn á höfuðborgarsvæðinu.
Þá fyrst geta riddarar heimskunnar, loftslagsriddararnir barið sér á brjóst og þóst vera virkilega umhverfisvænir, virkilega góðir fulltrúar góða fólksins.
Bankað svo á dyrnar hjá auðnum og innheimt aurinn sem það fær fyrir að markaðsvæða orkuna, og eyðileggja innlenda framleiðslu svo landið falli í heljargreipar innflutningsgreifa.
Því þessir riddarar eru kannski ekki svo mjög heimskir.
Jú vissulega heimskir þannig séð, en samt ekki eins og þeir virðast.
Þeir vita nefnilega sínu viti.
Þeir vita hverjir borga.
Þeir vita hverjum þarf að þjóna.
Auðnum og hinum Örfáu.
Hinum ofsaríku sem eiga næstum því allan auð heimsins.
En finnst það litla sem við hin eigum of mikið.
Það er bissness í heimskunni.
Kveðja að austan.
![]() |
Sigríður furðar sig á pálmaolíuviðsnúningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 2
- Sl. sólarhring: 284
- Sl. viku: 4372
- Frá upphafi: 1488607
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3805
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar