Syndaaflausn.

 

En vonandi ekki sú síðasta því þegar ég las þetta og leit til hliðar á hana Míu mína, sem er kattþrifin, þá var eins og ég sæi hana þrífa sig alla.  En hún er reyndar sofandi.

 

Tökum fyrst brandarann; "Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra mun hafa frum­kvæði að því að Alþjóðamat­væla­stofn­un­in (FAO) vinni út­tekt á viðskipta­hátt­um út­gerða sem stunda veiðar og eiga í viðskipt­um með afla­heim­ild­ir, þar á meðal í þró­un­ar­lönd­um."  Afsakið en þetta er einfaldlega hlægilegt, bæði í ljósi þess sem gerðist, í ljósi þess sem er að gerast um allan heim, að ekki sé minnst á að framferði stórútgerða í fjarlægari löndum hafa veið í deiglunni í mörg, mörg ár, og öruggt er að síðbúið samviskubit íslenskra stjórnvalda breytir engu þar um.

Íslensk stjórnvöldum væri nær að biðjast formlegrar afsökunar á þeim ófögnuði sem sendur var suður til Namibíu.

Besta kvótakerfi í heimi, þar sem aflaheimildir eru seldar hæstbjóðanda, er ekki samfélagslegt ábyrgt, það ýtir undir rányrkju og vonda meðferð auðlindarinnar, og hjálpar heimamönnum ekki á einn eða neinn hátt að byggja upp sinn eigin sjávarútveg.

Í raun mega Namibíumenn þakka fyrir að það vöru ekki verri gaurar en Samherjamenn sem komu og gaukuðu aur að ráðamönnum.

 

Ekki síðri brandari er krafan um aukið gagnsæi, og þá vísað í reglur kauphallarinnar.

Voru ekki mörg fyrirtæki útrásarinnar í Kauphöllinni, og óð ekki uppi á sama tíma leynimakk þar sem skattaskjól og aflandsreikningar komu við sögu??

Þetta er orðavaðall sem tekur ekki á einn eða neinn hátt á meinsemdinni sem skattaskjól og leynifélög eru.

Það á bara banna feluleik, flóknara er það ekki.

 

Minni enn og aftur á orð Lilju Mósesdóttur.

"... að verður ekki komið í veg fyrir undanskot og peningaþvætti fyrr en auður, sem nýtur verndar í gegnum falið eignarhald á fyrirtækjum og reikningum í skattaskjólum, verður skattlagður! Fyrsta skrefið í þá átt er að skattyfirvöld fái víðtækar heimildir og fjármagn til að rannsaka sölu og leigu á kvóta aftur í tímann með það fyrir augum að afhjúpa og sekta skattaundanskot. Næsta skref er að innleiða í lög ákvæði um að gefa verði upp nöfn eigenda fyrirtækja og reikninga í skattaskjólum, þegar fjármagn er fært frá Íslandi inn á þessa reikninga. Jafnframt þarf að vinna að því alþjóðlega að banna fjármagnsfærslur til þekktra skattaskjólslanda."

Ekkert flókið, aðgerðir sem virka.

Aðgerðir sem eru ekki kattarþvottur eða tilraun til að kasta málum á dreif.

 

Og að lokum eitt, ef núverandi stjórnvöldum er einhver alvara, byrja þau á að láta rannsaka sín eigin tengsl við skattaskjól og leynifélög, þar á meðal tengsl vina, venslamanna auk kostunaraðila.

Aðeins þá er þvotturinn ekki kattarþvottur, heldur alvöru bað sem hreinsar upp stóran hluta af þeirri spillingu sem hér hefur grasserað alltof lengi.

 

Menn byrja nefnilega að líta í eigin barm.

Kveðja að austan.


mbl.is Sjö aðgerðir til að auka traust á atvinnulífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skjal ríkisstjórnarinnar er á stofnanamáli og það er ekki tilviljun. Liðir 1 og 2 snúa að því að "auka gagnsæi." Hvað þýðir það? Liður 5 er tileinkaður umfangi (heiðarleikans) og flækjustigi (hvað getur það þýtt hér) og þar af leiðandi þeirri staðreynd að skattrannsóknirnar munu kosta fé. Fer ekki vel (?) á því að "bjóða rannsóknirnar út?" að auglýsa eftir kostendum! Samkvæmt lið 7 hefur stjórnsýslunni ekki borist "teljandi fyrirspurnir." Þetta er greinilega "allt undir control" trúverðuleiki stjórnvalda... ja, hvar hefur hann lent?

Kveðja til Míu.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 19.11.2019 kl. 17:02

2 identicon

Heill og sæll Ómar

Því miður eru þessar boðuðu aðgerðir ríkisstjórnarinnar grátbroslegar og innihaldslausar og síst til þess fallnar að auka á trúverðugleikann.  

Þarf ekki annað en að lesa pistil þinn og athugasemd Esju til að það sé öllum augljóst.

Eiginlega er maður sorgmæddur yfir því, hversu illa er komið fyrir stjórnvöldum hér á landi.  Manni virðist sem þau rói að því öllum árum að auka enn frekar hina margræmdu gjá milli stjórnvalda og þjóðar. 

En guðlaun, eða þannig, að Kristján Þór leiti til aðstoðarframkvæmdastjóra FAO, Árna Mathiesen.  Vafalaust telja núverandi stjórnvöld það traustvekjandi, en vart finnst þjóðinni það.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.11.2019 kl. 18:36

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Esja.

Búinn að skila kveðjunni til Míu, hún tók sinn kattarþvott í dag, og eitthvað fannst henni mínum þvotti vera ábótavant, því hún sleikti líka puttana mína þegar ég klóraði henni.  Kannski var eitthvað smit í rafeindaheimi, milli plaggsins sem ég smellti á, og puttanna minna á lyklaborðinu þegar ég sló inn pistilinn.

Já, þetta er allt undir kontról.

Og trúverðugleikinn for ekki suður í Borgarfjörð, mér skilst að hann hafi staðar numið í Fljótshlíðinni, hjá Birni Bjarnasyni, allavega fann hann hann út á hlaði hjá sér, og lét dygga lesendur Moggabloggsins vita.

Gott hjá Birni.

Aukum svo gagnsæið Esja, aukum svo gagnsæið, það er allra (spillingu)meina bót.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.11.2019 kl. 20:16

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur Örn.

Það sárlega vantar brúarsmiði þessa dagana, það þarf ekki annað en að keyra suðurleiðina til Reykjavíkur til að sjá það.

En mér líst vel á þetta með Árna, að hann fái eitthvað að gera.

Hann hefur áður gert sig að fífli, og fer örugglega létt með þetta hlutverk.

Bros er eitt af viðgerðarefnum sálarinnar, svo eitthvað gott hlýst allavega af þessum flumbrugangi.

Næg er alvaran samt í þessum heimi í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.11.2019 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 1529
  • Frá upphafi: 1321537

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1304
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband