Skrípaleikur í hérðasdómi.

 

Það er vanvirðing við þjóðina að réttarhald í máli þeirra sem una ekki dvölinni á sóttkvíarhótelinu skuli vera lokað.

Eins og það sé eitthvað mál í gangi eða vafi um lögmæti sóttvarna þjóðarinnar.

Slíkt er ólíðandi með öllu, og vekur uppi grunsemdir um sjálfstæði dómsstóla þjóðarinnar, að armur sérhagsmunanna nái í vasa dómara.

 

Réttarhaldið á að vera opið, og það á að taka þann tíma sem tekur dómara að lesa upp dómsorðið.

"Máli vísað frá".

Annað er óeðli á tímum farsóttar, að dómsstólar telji sig umkomna að segja til um sóttvarnir þjóðarinnar.

Þannig  séð er Héraðsdómur Reykjavíkur þegar fallinn á prófinu.

 

En á meðan beðið er eftir að leikritinu linni, þá er hollt og gott að borða páskaegg, og lesa vísdómsorð Gunnars Heiðarsonar sem má finna í nýjum pistli hans á Moggablogginu í dag.

Langar að vitna í hluta þeirra;

"Réttur fólks til að tjá sig er auðvitað óumdeildur. Fjölmiðlar ættu hins vegar að gæta þess að flytja mál beggja aðila, líka þeirra sem telja ekki nægjanlega langt gengið. Sumir þingmenn hafa farið mikinn og einstaka lögfræðingar bakka þá upp, í frasanum um að um lögbrot sé að ræða, jafnvel brot á stjórnarskrá. Þegar heimsfaraldur geisar ber sóttvarnalækni að leiðbeina stjórnvöldum um varnir landsins, til að lágmarka smit hér innanlands. Stjórnvöldum ber eftir bestu getu að verja landsmenn. Til þess eru sóttvarnarlög. Nú þekki ég ekki þann lagabálk til hlítar, en til að hann virki hlýtur hann að vera ansi sterkur og jafnvel fara á svig við önnur lög landsins. Þá hljóta sóttvarnarlög að vera sterkari. Annars væri lítið gagn af þeim.

Réttur landsmanna til að veirunni sé haldið utan landsteinanna eftir bestu getu er að engu gerður hjá þeim sem taka hanskann upp fyrir þeim sem telja sóttvarnir óþarfar, eða of miklar. Sá réttur, bæði lagalegur og stjórnarskrárlegur, hlýtur að vega meira en þeirra sem velja að ferðast um heiminn á tímum heimsfaraldrar. Þeir sem velja slík ferðalög eiga að gjalda fyrir, ekki hinir sem heima sitja og halda allar þær takmarkanir sem settar eru.".

 

Sóttvarnarlög eru gagnslaus ef keyptir lögfræðingar í vinnu hjá þröngum sérhagsmunum telja sig geta hártogað þau, hvað þá ef dómsstólar leggjast svo lágt að eyða tíma í þær hártoganir.

Eftir farsóttina má ræða þau, slípa til, læra af reynslunni.

En ekki þegar allt er undir að þau virki eins og ætlast er til.

 

Þess vegna er skrípaleikur í gangi í héraðsdómi í dag.

Honum þarf að linna.

 

Lögfræðingar eiga ekki, mega ekki komast upp með að halda þjóðinni í gíslingu á dauðans alvöru tímum.

Slíka úrkynjun lifir engin þjóð af.

 

Vonandi skynjar héraðsdómur sinn vitjunartíma.

Kveðja að austan.


mbl.is Lokað þinghald í máli um sóttkvíarhótel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru fangelsin að yfirfyllast.

 

Eða ganga þessir sóttvarnarglæpamenn lausir í skjóli samúðarfullra ráðherra ríkisstjórnarinnar??

Tifandi ógn við okkur hin, í húfi er opið samfélag, eðlilegt mannlíf í vor og sumar.

 

Það hafa löng, fjölmenn lönd, náð að halda veirunni fyrir utan landamæri sín.

Á því er ein ástæða, þau taka sóttvarnir við landamærin alvarlega.

Í þeim alvarleika felast tafarlaus viðurlög gagnvart þeim sem virða ekki sóttvarnir, og ekki bara sektir.

 

Það er ekkert annað í boði.

Hinn möguleikinn er samfélagsleg smit sem ná að grafa um sig, síðan hvert undanhaldið á fætur öðru þar sem reynt er að hamla útbreiðslu veirunnar, loks uppgjöf.

Samfélagslegar lokanir.

 

Þetta er í húfi.

Og þjóðin mun ekki líða ríkisstjórninni að framfylgja sóttvörnum á landamærum með hangandi hendi.

 

Fólk bíður átekta núna því það virðist ganga vel að ná tökum á núverandi bylgju, við höfum fyrirheit um að hún verði kæfð í fæðingu.

En það tekur því ekki þegjandi ef það mistekst, og skýringin er stuðningur einstakra ráðherra ríkisstjórnarinnar við sóttvarnaglæpamenn og iðju þeirra.

 

Það er bara svo.

Kveðja að austan.


mbl.is Einn gestur hefur yfirgefið sóttkvíarhótelið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn gegn þjóðinni.

 

Ævarandi skömm gagnvart þeim sem á fyrstu áratugum síðustu aldar gerðu Morgunblaðið að þungamiðju borgaralegra stefnu ásamt kröfunni um sjálfstæði þjóðarinnar sem væri forsenda þróunar hennar, velferðar og framtíðar.

Í dag elta viðrini frétt um önnur viðrini, það er ekki lengur hægt að afsaka óeðlið með vísan í hinn nýráðna hægriöfgamann, sem var ágætur sem kverúlant á Viðskiptablaðinu, en á enga samsvörun í lesendahóp Morgunblaðsins.

 

Eftir standa tvær spurningar.

 

Annað, á starfsfólk á Morgunblaðinu ekkert líf sem þarf að vernda??

Hvernig getur það starfað innan um viðrini hinna keyptu fjárhagslegu hagsmuna sem gerðu hægri öfgamanninn að issjú innan ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins??

Fyrir börn innan við aldur og þroska, þá vil ég vitna í unga sjónvarpsþulinn, kvenkyns, sem sagði þessa örlagaríku setningu;

"Ég get ekki lengur lesið þetta bull".

Sá sannleikur kostaði hana lífið, en ógnartök kommúnískra stjórnvalda í Rúmeníu þoldu ekki þann sannleik, almenningur kastaði af sér hlekki óttans, og safnaðist saman út á stræti og torg og mótmælti, alræði og kúgun hinna Örfáu.

En engar eru systur hennar á Mogganum í dag.

 

Hin er, hvenær hætti Morgunblaðið að vera borgarlegt blað sem stendur vörð um samfélagið, gildi þess og hagsæld??

Á hvaða tímapunkti ákváðu eigendur þess að gefa skít í æru þess og arfleið, að tefla fram þröngum fjárhagslegum hagsmunum gegn þjóðarheill, gegn almanna heill??

 

Hliðarspurningin er, hvað rekur Guðbjörgu í Vestmannaeyjum, og Þorstein á Akureyri, að fjármagna slíkan viðbjóð gegn þjóð sem ól þau upp og fóstraði??

Læknisfræðin kann vissulega fræðiheit um slíka sjálfsmorðshvöt, en þegar grimm hagsmunaöfl í bandalagi við Eurokrata sækja að sjávarútvegi þjóðarinnar, er slík geðveiki, það er hvötin til að eyðileggja allt sem viðkomandi er kært, ekki afsökun fyrir ásókn Morgunblaðsins gegn þjóðinni, að ekki sé minnst á þann hóp eldri borgara sem ennþá kaupir blaðið og les það??

Spyr sá sem ekkert veit, og ég get svarið, að þó viska alls heimsins um slík geðhvörf, þá skýrir það ekki fjármögnun hins íslenska útgerðaraðals á ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins sem er bein atlaga að þjóðinni.

 

Davíð elliær, Davíð í barndóm, Davíð þetta og hitt, Davíð er aldrei issjú í slíkum hráskinnsleik.

Hin óendanlega yfirgengilega heimska, að halda að þröngir fjárhagslegir hagsmunir í bland við hina algjöra hugmyndafræðilega fávisku að afneita alvarleik kóvid faraldursins, er aðeins ávísun á eitt, óbrúanlegt gap milli blaðs og lesenda þess.

Og þegar blaðið, löngu rúið trausti hjá lesendum þess, en lifandi vegna ytri fjármögnunar, ætlar að verja hagsmuni hinna fjársterku útgerðarmanna, þá er það máttlaust, aðeins snepill sem er lesinn af fólki sem náði að fara í gegnum lífið án þess að upplifa uppeldi, án æru, og líklegast án mennsku.

 

Til hvers allt þetta fjárhagslega tap, Guðbjörg og Þorsteinn??

Var það til þess að fjármagna viðrini sem vega að þjóðinni??

 

Veit ekki.

En aum eruð þið.

 

Það ég veit.

Kveðja að austan.


mbl.is Seinagangur sóttvarnalæknis „óásættanlegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögfræðingar bregða á leik.

 

Það heilbrigða í þessu leikriti er að fá úr því skorið hvort heilbrigðisráðherra ásamt ríkisstjórn sé hæfur til að setja lög um sóttvarnir.

Þar hræða viss spor sem kallast stóra klúðrið um bólusetningar.

 

En sé einhver aulaskapur í gangi, hafi lögfræðingur ráðuneytisins í samráði við vini sína í lögfræðistétt, skilið vísvitandi eftir glufur fyrir lögfræðinga að bregða sér á leik, þá þarf tafarlaust að bregðast við.

Neyðarlög í kvöld sem bregðast við ef samsærið nær inní dómarastétt.

 

Óeðlið er að til sé fólk sem kvartar yfir hertum reglum á dauðans alvöru tímum, líkt og það hefi einhvern rétt á bregða sér út fyrir landsteinana, og á meðan megi ekki bregðast við breyttum aðstæðum varðandi smit í þjóðfélaginu.

Að það skuli yfir höfuð verið tekið í mál að vísa þessu til dómstóla  á þeim forsendum sem er reifaðar í fréttinni, er eina frétt málsins.

Sem og hugsanlega að þessi sjálfhverfa tengist einstaklingi af erlendum uppruna sem vanvirðir þjóðina sem veitti honum ríkisborgararétt.

Vegna fyrri tengingar við leka á landamærum sem tengjast fólki af erlendum uppruna og flakki þess á milli á tímum heimsfaraldurs.

 

Höfum kjarna málsins á hreinu, fékk hann vel orðan í athugasemdarkerfi gærdagsins;

"Það er mannréttindabrot að landsmenn geti ekki treyst því að veirunni sé ekki hleypt inn í landið, að sjúkdómnum sé viðhaldið hér á landi, að ástæðu lausu. Stjórnvöldum ber skilda til að verja þegna landsins og geri þau það ekki er full ástæða til að láta reyna á slíkt fyrir dómstólum".

Heildin þrífst ekki ef óeðli einstaklingsins fær að grafa undan hagsmunum hennar.  Á neyðartímum er slíkt einfaldlega ekki í boði.

Í ólgusjó kemst enginn upp með að fá að höggva gat á byrðinginn með þeim rökum að það séu mannréttindi hans séu að fá að drekkja öðrum.Viðkomandi er heppinn með að sleppa við að vera settur í bönd í stað þess að vera hent rakleyðis útbyrðis.

 

Það er tímabært að við sem þjóð áttum okkur á þessum sannindum.

Það er tímabært að sambýlingar okkar af erlendum uppruna geri það upp við sig hvort þeir tilheyri þessari þjóð eður ei, og hagi sér svo í samræmi við það.

Hina á að svipta ríkisborgararétti, og það á að setja þá í bönd sem fjármagna þetta leikrit.

 

Við eigum ekki að líða þetta.

Punktur.

Kveðja að austan.


mbl.is Telja sóttvarnalög og stjórnarskrá brotna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögmenn eru þjóðarógn

 

Þá er ég ekki að vísa í hina skipulögðu glæpastarfsemi sem þrífst í skjóli þeirra, sbr hinir 15 opinberu glæpahópa sem stunda ósnertir iðju sína fyrir framan nefið á lögreglunni, heldur hvernig fjársterkir hagsmunaaðilar kippa í spottana og senda þá um víðan völl hrópandi um meinta lögleysu lífsnauðsynlegra sóttvarna þjóðarinnar.

"Rann blóð til skyldunnar" segir einn pótintátinn þegar hann tilkynnti ókeypis málsókn.

Lögfræðingar að vinna frítt, kanntu annan betri.

 

Núna þegar hver þjóðin á fætur annarri er aftur að herða sóttvarnir, jafnvel grípa til samfélagslegra lokana, og við fáum fréttir frá Brasilíu að þegar er komið fram stökkbreytt afbrigði sem sýkir þegar sýkta aftur, þá er ljóst að aðgerðirnar á landamærunum eru ekki nógu harðar.

Það þarf ekki að ræða það, það eiga allir á faraldsfæti að þurfa sæta einangrun við komuna til landsins, alveg þar til öruggt er að þeir beri ekki smit til landsins.

Það er krafa þjóðarinnar, hin örfáu viðrini sem skeyta í engu um þá ógn sem óþarfa ferðalög þeirra eru samfélaginu, njóta ekki hljómgrunns nema hjá hægri öfgafólki og anarkistum, þeir fyrri eru snatar sem gelta þegar fjársterkur hagsmunaaðili segir voff voff, þeir seinni hafa gert heimskuna að mottói lífs síns.

 

Þjóðin er ekki tilbúin í endalausar samfélagslegar lokanir vegna samfélagslegra viðrina sem skeyta í engu un afleiðingar gjörða sinna fyrir heildina, þetta eru gaurarnir sem fara í mál ef þeir mega ekki grilla í skræfaþurrum skógum, hirða ekki upp hundaskít og míga í sundlaugar.

Svo eitthvað sé talið upp af þeirri andfélagslegri hegðun sem hrjáir þá.

 

Þjóðin vill að landamærin haldi og stjórnvöld geri það sem þarf að gera til að svo sé.

Ef það er rétt hjá voff voff snötum hinna þröngu fjárhagslegu hagsmuna að hin nýsettu sóttvarnarlög séu óskýr, þá þarf að keyra neyðarlög í gegn í kvöld sem taka af allan vafa.

Og til að koma í veg fyrir svona röfl og nöldur, að þá á að vera viðauki í þeim um að allir voff voff snatar í lögfræðistétt sé fjarlægðir úr samfélaginu líkt og hundar sem eru með hundaæði, og fluttir í öruggt skjól, til dæmis eru vel einangraðar búðir, ónotaðar uppá Gunnólfsvíkurfjalli, það er hægt að hleypa þessu liði til byggða um þarnæstu jól.

 

Það á ekki að líða þetta nöldur.

Það á að stöðva það í fæðingu.

 

Heimska er ekki mannréttindi á neyðartímum.

Kveðja að austan.


mbl.is „Sóttkvíargúlag í Þórunnartúni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt útgöngubann.

 

Við reyndum að tefja eins og við gátum, eða allt þar til það var bráðnauðsynlegt.

Í öðrum orðum, raunveruleikinn er ekki umflúinn, sama hvaða skoðun þú hefur á honum, sama hvað þú rífst mikið við hann.

Staðreynd sem segir að veiran sem fær að grafa um sig, verður að lokum að óheftum faraldri, og þá er aðeins eitt ráð að stöðva hann, útgöngubann, lokun samfélagsins.

 

Þetta er skýring þess að ríkisstjórn Íslands greip til aðgerða sinna í síðustu viku, það á að reyna að kæfa hina nýju bylgju í fæðingu, ekki leyfa veirunni að grafa um sig, aðeins þannig er hægt að lágmarka þann tíma sem þjóðin þarf að sæta ströngum sóttvörnum.

Aðeins þannig er hægt að forðast hið óhjákvæmilega  útgöngubann.

Eitthvað sem allt fullorðið fólk skilur innst inni þó margir þykist hafa minna vit þessa dagana en guð gaf þeim.

 

Fumið og fátið við að stöðva þessa veiru á heimsvísu, bæði vegna þess að henni var leyft að grafa um sig svo víða, sem og að framleiðsla og dreifing bóluefna skuli ekki vera eina forgangsmál mannkynsins, að allt sé gert sem í mannlegu valdi stendur að bólusetja alla heimsbyggðina fyrir sumarlok, er farið að hafa afleiðingar.

Sem sérfræðingar óttuðust, þær einu sem máttu ekki gerast.

Frá Brasilíu berast fréttir um að aldrei hafi jafn margir dáið í einum mánuð en núna í mars, skýring þess er nýtt hættulegt afbrigði veirunnar; "Bylgju nýrra smita má rekja að hluta til af­brigðis veirunn­ar sem er meira smit­andi en flest önn­ur. Af­brigðið er kallað P1 eða bras­il­íska af­brigðið og get­ur að sögn sér­fræðinga sýkt ein­stak­linga sem áður hafa smit­ast af öðrum af­brigðum.".

Ógnin er áþreifanleg og hún mun aðeins breiðast um heimsbyggðina.

Fleiri munu deyja og hugsanlega þarf að hefja allt bólusetningaferlið uppá nýtt.

 

Þetta er skýring þess að Bretar eru ekki að opna landið sitt þó bólusetningar hafi gengi mjög vel þar í landi, og þetta er skýring þess að þeir ætla banna óþarfa ferðalög landsmanna út fyrir landamærin.

Hérna á Íslandi er hins vegar öll umræða á þá vegu hvernig við getum aukið ferðalög, jafnt þjóðarinnar sem og erlendra ferðamanna.

Við vinnum að því að opna landamærin þegar raunveruleiki veirunnar æpir á okkur að herða sóttvarnir á landamærunum.

 

Svo langt er vitleysan gengin að ekki vel gefinn ráðherra er farinn að munnhöggvast opinberlega við forsætisráðherra um stefnu ríkisstjórnarinnar, að hún gangi of langt, að veiran sé ekki svo alvarleg ógn.

Og forsætisráðherra virðist halda að það sé lýðræðisréttur sinn á neyðartímum að vera gunga og munnhöggvast við ráðherrann í stað þess að víkja honum tafarlaust úr ríkisstjórninni.

 

Í hvaða öðru landi kæmi fréttafyrirsögn þar sem forsætisráðherra segist vera ósammála ráðherra í ríkisstjórn sinni eftir að viðkomandi ráðherra gerir opinberan ágreining við stefnu þeirrar ríkisstjórnar sem hann er í.

Í grundvallarmáli þar sem allt er undir fyrir þjóðina að vel tekst til að hindra útbreiðslu veirunnar út í samfélagið.

 

Þetta er allt eitthvað svo óraunverulegt.

Eins og við séu stödd í brasilískri sápu og séum aðeins að bíða eftir að leikstjórinn kalli kött, og við getum farið heim í alvöru lífið.

 

Það verður þegar Katrín tekur af skarið.

Hún mun gera það eða sitja uppi með vorkunn þjóðarinnar ella.

 

Kata greyið, hún var ekki meiri bógur en þetta.

En þar held ég að Þórdísi hafi vanmetið Katrínu.

 

You ain´t see all yet.

Kveðja að austan.


mbl.is Nýtt útgöngubann í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krabbamein samfélagsins.

 

Er úrkynjun stéttarinnar sem kennir sig við réttlæti, en þiggur fjármuni til að hindra að lög og reglu nái yfir glæpamenn sem stunda hið svokallaða skipulagða glæpi.

Birtingarmynd þessarar úrkynjunar er sú nöturlega staðreynd sem lesa má um í Morgunblaðinu í dag þar sem yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra segir að um 15 glæpahópa stundi óáreittir iðju sína hér á landi, fyrir opnum tjöldum, fyrir framan nefið á lögreglunni.

 

Önnur birtingarmynd þessar úrkynjunar er fréttin um að núna sjá lögfræðingar fram á bissness þar sem almenningur á borga brúsann.

Sóttkví í farsóttarhúsi er ígildi fangelsisvistar segir formaður Lögfræðingafélags Íslands og tilkynnir að lögmenn hugsi sér gott til glóðarinnar vegna fyrirhugaðra málsóknar þeirra sem þurfa að hlíta sóttvörnum á landamærum.

Kanntu annan betri??

 

Líkt og  Þjóðverjar hefðu ekki þurft flugvélar og önnur sóknartæki til að leggja undir sig Bretland, þeim hefði dugað að lögsækja bresk stjórnvöld sem undirlögðu allt mannlíf til að verjast fyrirhugaðri innrás þeirra.

Auðvitað skýlaust brot á mannréttindum, hvað þá þegar ríkið yfirtók hvert fley til að sækja hermennina sem voru innikróaðir við Dunkirk.

 

Að sjálfsögðu var það ekki þannig.

Það reyndi aldrei á slíka fávitaumræðum, en hefðu Þjóðverjar reynt að láta flugmenn sína hefja slíkar málssóknir gegn neyðarlögum stríðstímans, þá beið gálginn slíkra flugumanna.

Og í raun hefur ekkert breyst síðan þá, neyð er neyð, og við henni þarf að bregðast.

 

Þar á meðal að stöðva svona umræðu í fæðingu.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Sama gildi um farsóttarhús og fangelsisvist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klofin ríkisstjórn.

 

Viðtalið við Þórdísi Kolbrúnu sem vitnað er í þessari frétt, útskýrir nákvæmlega af hverju ekki er stoppað í lekann á landamærunum.

 

Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn í herðar niður, hluti hans samsinnar sig við hægriöfga fólk víðsvegar um heiminn, sem hefur frá fyrsta degi barist fyrir frelsi veirunnar til að sýkja, til að veikla, til að drepa, rökin eru meint borgarleg réttindi einstaklingsins til að fá að fara sínu fram óháð almanna hag.

Úrkynjun sem lífsbarátta þjóðanna hefur aldrei liðið því slíkt er alltaf ávísun á beinan ósigur, þess vegna eru sett á herlög á stríðstímum, og sá sem hlýðir ekki, taldist heppinn með að sleppa við að vera skotinn.

Sem reyndi sjálfsagt lítið á, eða halda menn að það hafi fundist svo heimskur Breti sem kvað það borgaraleg réttindi sín að hafa kveikt ljós á nóttunni, þó slík ljós væru leiðarljós þýskra sprengjuflugvéla til að finna skotmörk sín??

Að sjálfsögðu ekki, fólk gefur eftir slík réttindi á neyðartímum.

 

Í dag hins vegar er fullt að fólki, hægrisinnað í bland við anarkista, sem berst fyrir frelsi veirunnar til að drepa náungann, það afneitar staðreyndum, rífst við raunveruleikann, er í raun litlu betra en fjöldamorðingjarnir sem í nafni meintra hugsjóna sprengja á almannavettvangi eða í nafni tómhyggju og tilgangsleysis, mæta vopnaðir í skóla og skjóta samnemendur sína.

Nema í gjörvallri hryðjuverka og morðingjasögu heimsins, hafa slíkir klikkhausar ekki náð að drepa eins marga og þetta hægrisinnaða öfgafólk hefur náð með baráttu sinni fyrir frelsi veirunnar til að drepa, þess réttlæting að fórnarlömbin séu hvort sem er í eldri kantinum, og myndu deyja hvort sem er.

 

Þetta er fólkið sem klýfur Sjálfstæðisflokkinn.

Þetta er fólkið sem skýrir tregðu ríkisstjórnirnar til að loka landamærunum með sóttkví sem heldur.

 

Rök þess eru fals, eins og til dæmis að þetta sé eins og hver önnur illvíg kvefpest svo ég vitni í fræg orð Sigríðar Andersen, eða að "að veiru­frít land sé út­ópía" líkt og Þórdís Kolbrún lætur hafa eftir sér.

Samt veit hún að það eru lönd sem hafa náð að verja landamæri sín líkt og Nýja Sjáland og Taiwan, að ekki sé minnst á Kína, fjölmennasta land heims og það fjórða að flatarmáli.

 

Sem og að hún veit að á meginlandi Evrópu eru ríki meira og minna lokuð vegna sóttvarna, flest frá því í haust, því samfélagsleg smit voru ekki kæfð í upphafi, heldur leyft að grafa um sig þar til það eina sem dugði var að loka á mest allt mannlíf.

Og hún ætti að vita að síðla sumars og fram eftir hausti var reynt að hemja faraldurinn með smitrakningu og sóttkví, þar til eina ráðið var að loka og læsa, og sú lokun stóð yfir hátt í þrjá mánuði.

 

Í dag eru þrjár vikur undir, ásamt tillögum að hertum aðgerðum á landamærunum.

Samt er böðlast gegn því, og klofningurinn innan ríkisstjórnarinnar gerður opinber.

 

Opinberar að grimm hagsmunaöfl vinna gegn þjóðinni, eru í raun þjóðarvá.

Þetta hefur alltaf verið vitað, en á meðan það er ekki opinbert, þá hefur formlega verið hægt að neita því að helsta ógn við velsæld og velferð þjóðarinnar sé innan sjálfrar ríkisstjórnarinnar.

 

Í djókríki, í Grínlandi er svona liðið.

En ekki hjá alvöru þjóðum.

 

Það stýrir enginn ríkisstjórn þar sem innanborðs eru ráðherrar sem í besta falli er hægt að segja um að séu mjög heimskir, því ef menn trúa sínum eigin orðum, fölsunum og blekkingum, þá er ekkert annað sem getur skýrt slíkan málflutning.

Sem er auðvitað ekki tilfellið, það er annað sem býr að baki.

Það slæmt að það gerir venjulegan heiðarlegan hryðjuverkamann að hvítþvegnum engil.

 

Viðtalið við Þórdísi Kolbrúnu eru vatnaskil ríkisstjórnarinnar.

Líði Bjarni Benediktsson það, þá er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er óstjórntækur.

Hann er í raun þjóðarvá.

Vinnur gegn allri viðleitni þjóðarinnar við að verjast veirunni.

 

Að djóka sig frá þessu er ekki í boði.

Það er vanvirðing gagnvart þjóðinni og fórnir hennar.

Annað hvort er Þórdís vikið, eða ríkisstjórnin víkur.

Hvað þetta varðar á Katrín ekkert val.

 

En auðvitað gerir hún ekkert.

Grettir sig kannski í viðtali á morgun, verður hún spurð.

Lafhræddur Bjarni við hægri öfgana innan síns eigin flokks, mun bulla eitthvað líkt og hann gerði þegar hann reyndi að verja þá ákvörðun dómsmálaráðherra að auðvelda veirunni að sleppa í gegnum varnirnar á landamærunum.

Sigurður Ingi mun þegja, hann kann svo sem fátt annað.

 

Þannig er Ísland í dag.

Við erum þjóð sem getum ekki einu sinni tekið dauðans alvöru alvarlega, ekki þegar kemur að stjórnun landsins.

Þess vegna gafst stjórnmálastéttin upp fyrir fjárkúgun breta, þess vegna var þjóðin svikin í tryggðum í orkupakkamálinu.

Þess vegna eigum við í hjáleigusambandi við Brussel, lútum lögum þess og reglum í einu og öllu, allt sjálfstæði í lagasetningu löngu horfið.

Allt í þágu stórfyrirtækja og stóreignamanna.

 

Það er bara svo.

En það á ekki að vera svo.

Ekki ef við sem þjóð höfum snefil af sjálfsvirðingu.

 

En það er með þennan snefil.

Hann er stundum vandfundinn.

 

En þar er sökin ekki stjórnmálamannanna.

Það eitt er víst.

Kveðja að austan.


mbl.is Gagnrýnir sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve lengi á lekinn á landarmærunum líðast??

 

Erum við þjóð aumingja og ræfla sem unum sátt við okkar, samfélagslegar lokanir, ónýt páskahelgi, og aðeins veik von um að skólar sem og eðlileg íþróttastarfsemi opni eftir páskana.

Að ekki sé minnst á köttið sem slátraði fermingarveislum, lokaði sviðslistum, bannaði okkur að horfa á kappleiki, eða annað sem tilheyrir eðlilegu lífi.

 

Ha ha fyndið, líklegast stærsta tilfinning kynslóðarinnar sem varð fórnarlamb samfélagsmiðla, hennar stærsta áhyggjumál er líklegast skorturinn á selfí með gosið í bakgrunni.

Svo djúpur er aumingjaskapurinn, svo víðtæk er meðvirkni hinnar ótakmörkuðu heimsku, að Mogginn kaus að setja fávita hegðun fávita á forsíðu, fyrir Instagram var spilað blak.

Hvernig getum við endurheimt líf okkar þegar jafnvel kletturinn, hinn borgaralegi fjölmiðill kóar með í stað þess að biðja um nafn og kennitölu fíflanna.

Sem og að krefjast þess að þeir aðilar í stjórnsýslunni sem ábyrgðina bera, hvort sem þeir heita lögreglustjórar, skipaðir eftir virkni starfseminnar hjá Ungum Sjálfstæðismönnum, að ekki sé minnst á sjálft höfuðið, sem ennþá er að bíða eftir þyrluflugi, að þeir axli sína ábyrgð.

Að hegðun forheimskunnar og fátvitahegðunarinnar sé ekki liðin.

 

Við lifum í vonin, við erum þjóðin, 99,95 prósent þjóðarinnar, að við fáum líf okkar eftir páskahelgina.

Fyrir utan fávitafréttina um fávitahegðun fávita á gosslóðum, þá segir Þóróflur að nokkur smit hafi greinst utan sóttkvíar, þau tengist "„Það hef­ur komið í ljós að sum af þess­um smit­um sem hafa greinst [utan sótt­kví­ar] und­an­farið má rekja til landa­mæra þar sem fólk hef­ur ekki haldið fimm daga sótt­kví al­menni­lega,“ seg­ir Þórólf­ur í sam­tali við mbl.is. ".

Þar með enginn endir á því sem hófst fyrir síðustu helgi, þó við hegðum okkur vel, þá er smitum hleypt inní landið í boði Sjálfstæðisflokksins, með þegjandi samþykki hinna stjórnarflokkanna.

 

Svo þegjum við bara.

Horfum á fávitana sem flykkjast á gosstöðvar.

 

Og sættum okkur við að ekkert breytist.

Kveðja að austan.


mbl.is Smit utan sóttkvíar tengjast landamærum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bólusetningar eru nauðsyn.

 

Í öllum aldurshópum þar til hjarðónæmi hefur náðst.

Aðeins þá og ekki fyrr er hægt að slaka á aðgæslunni við landamærin.

 

Það er vissulega rétt að elstu aldurshóparnir eru viðkvæmastir fyrir pestinni, en við óheftan faraldur þá ógnar hún fólki í öllum aldurshópum, og hún er miklu banvænni en nokkur annar faraldur frá því að spænska veikin var og hét.

Í raun banvænni því þegar spænska veikin felldi fólk, þá var næring fólks og heilsugæsla, að ekki sé minnst á þau meðöl og tól sem voru í boði, á allt öðrum level en er í dag.

 

The Guardian hefur tekið saman fjölda dauðsfalla heilbrigðisstarfsmanna í Bandaríkjunum og greint eftir kyni og aldri, upprunalandi og svo framvegis, og þar má meðal annars þetta lesa;

"As of 24 March 2021, Lost on the frontline has counted more than 3,500 healthcare worker deaths. The pandemic is not over, and this project is therefore a work in progress, with new names added weekly. These are our findings to date.

More than half were younger than 60. In the general population, the median age of death from Covid-19 is 78. Yet among healthcare workers in our database, it is only 59. The majority of people who died were under the age of 60. Hundreds of even younger people also died while working on the frontlines.".

 

Meiri en helmingurinn er sem sagt yngri en 60 sem hlýtur þá að skýrast af undirliggjandi sjúkdómum og öðrum þáttum sem gerir fólk viðkvæmt fyrir veirunni.

Þetta er fólkið sem er varið í starfi sínu, en vegna stöðugrar návistar við veiruna þá þarf lítið út af bregða til að það eigi á hættu að veikjast.

 

Á meðan almenningur er heima og forðast veiruna, þá er þetta fólkið sem fer í vinnuna til að hitta hana, svona líkt og yrði ef faraldurinn fengi að herja óheftur líkt og margir í heimska hægrinu berjast fyrir.  Já sem og náttúrulega margir aðrir því vissulega óar mörgum við samfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar hinna sífeldu hafta og lokana á allt mannlíf.

Sambærilegt nema við yrðum ekki í geimverubúning í okkar daglega lífi, yrðum óvarin, og ef það er eitthvað undirliggjandi, í stöðugri lífshættu.

Því fyrirfram veit enginn hver deyr og hver lifir, eina sem er öruggt, það verður ekki bara gamla fólkið, nógu illt sem það er nú samt.

 

Annað sem er sláandi við þessar tölur, er sjálfur fjöldinn, 3.500, hjá fólkinu sem býr við mestu varnirnar.

Ég rakst á þessa grein þar sem mig langaði að forvitnast um hvort Gúgli frændi vissi eitthvað um árlegan fjölda heilbrigðisstarfsmanna sem féllu úr flensunni, sem margir vilja líkja þessari pest við.

Nema, eftir að vera búinn að lesa á annan tug greina, þá var hvergi minnst á slíka tölfræði, aðeins beint á að bólusetningu heilbrigðisstarfsmanna drægju úr líkum þess að aldraðir skjólstæðingar þess smituðust af flensunni og þar með fækkaði dauðsföllum í þeim hópi.

Samt notar enginn geimverubúninga til að forðast smit, aðeins minnst á bólusetninguna.

 

Auðvita veit fólk þetta.

Líka þeir sem halda öðru fram.

 

Og flensan er skæðasta umgangspestin sem við höfum fengið síðustu áratugina, og verður verri með hverju árinu eftir því sem pestarbælið Kína opnast meir fyrir umheiminum.

Samt er himinn og haf á milli, annars vegar líkurnar að deyja úr flensu, og hins vegar úr kóvid.

 

Og það veit enginn hvernig kóvidið endar.

Hvað dugar bólusetningin lengi?

Búa í erfðamengi hennar illvígari stökkbreytingar sem bóluefni ræður ekki við, og er jafnvel banvænna líka??

 

Spurningar sem ekkert svar er við í dag.

Aðeins tíminn einn veit.

 

En við vitum hins vegar að hjarðónæmi næst aðeins þegar fjöldinn er bólusettur.

Og þangað til er það bein tilraun til manndrápa að opna landamærin fyrir nýju smiti.

 

Slíkt gerir fólk ekki.

Alla vega ekki vitandi vits.

 

Því það er eins og Kári sagði; "Ein­hvers staðar á milli þess að vera fá­rán­legt, hlægi­legt og glæp­sam­legt, gjör­sam­lega út í hött".

Já, gjörsamlega út í hött.

Kveðja að austan.


mbl.is 45.422 einstaklingar hafa fengið bóluefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 67
  • Sl. sólarhring: 739
  • Sl. viku: 3785
  • Frá upphafi: 1484302

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 3258
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 64

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband