Nýtt útgöngubann.

 

Við reyndum að tefja eins og við gátum, eða allt þar til það var bráðnauðsynlegt.

Í öðrum orðum, raunveruleikinn er ekki umflúinn, sama hvaða skoðun þú hefur á honum, sama hvað þú rífst mikið við hann.

Staðreynd sem segir að veiran sem fær að grafa um sig, verður að lokum að óheftum faraldri, og þá er aðeins eitt ráð að stöðva hann, útgöngubann, lokun samfélagsins.

 

Þetta er skýring þess að ríkisstjórn Íslands greip til aðgerða sinna í síðustu viku, það á að reyna að kæfa hina nýju bylgju í fæðingu, ekki leyfa veirunni að grafa um sig, aðeins þannig er hægt að lágmarka þann tíma sem þjóðin þarf að sæta ströngum sóttvörnum.

Aðeins þannig er hægt að forðast hið óhjákvæmilega  útgöngubann.

Eitthvað sem allt fullorðið fólk skilur innst inni þó margir þykist hafa minna vit þessa dagana en guð gaf þeim.

 

Fumið og fátið við að stöðva þessa veiru á heimsvísu, bæði vegna þess að henni var leyft að grafa um sig svo víða, sem og að framleiðsla og dreifing bóluefna skuli ekki vera eina forgangsmál mannkynsins, að allt sé gert sem í mannlegu valdi stendur að bólusetja alla heimsbyggðina fyrir sumarlok, er farið að hafa afleiðingar.

Sem sérfræðingar óttuðust, þær einu sem máttu ekki gerast.

Frá Brasilíu berast fréttir um að aldrei hafi jafn margir dáið í einum mánuð en núna í mars, skýring þess er nýtt hættulegt afbrigði veirunnar; "Bylgju nýrra smita má rekja að hluta til af­brigðis veirunn­ar sem er meira smit­andi en flest önn­ur. Af­brigðið er kallað P1 eða bras­il­íska af­brigðið og get­ur að sögn sér­fræðinga sýkt ein­stak­linga sem áður hafa smit­ast af öðrum af­brigðum.".

Ógnin er áþreifanleg og hún mun aðeins breiðast um heimsbyggðina.

Fleiri munu deyja og hugsanlega þarf að hefja allt bólusetningaferlið uppá nýtt.

 

Þetta er skýring þess að Bretar eru ekki að opna landið sitt þó bólusetningar hafi gengi mjög vel þar í landi, og þetta er skýring þess að þeir ætla banna óþarfa ferðalög landsmanna út fyrir landamærin.

Hérna á Íslandi er hins vegar öll umræða á þá vegu hvernig við getum aukið ferðalög, jafnt þjóðarinnar sem og erlendra ferðamanna.

Við vinnum að því að opna landamærin þegar raunveruleiki veirunnar æpir á okkur að herða sóttvarnir á landamærunum.

 

Svo langt er vitleysan gengin að ekki vel gefinn ráðherra er farinn að munnhöggvast opinberlega við forsætisráðherra um stefnu ríkisstjórnarinnar, að hún gangi of langt, að veiran sé ekki svo alvarleg ógn.

Og forsætisráðherra virðist halda að það sé lýðræðisréttur sinn á neyðartímum að vera gunga og munnhöggvast við ráðherrann í stað þess að víkja honum tafarlaust úr ríkisstjórninni.

 

Í hvaða öðru landi kæmi fréttafyrirsögn þar sem forsætisráðherra segist vera ósammála ráðherra í ríkisstjórn sinni eftir að viðkomandi ráðherra gerir opinberan ágreining við stefnu þeirrar ríkisstjórnar sem hann er í.

Í grundvallarmáli þar sem allt er undir fyrir þjóðina að vel tekst til að hindra útbreiðslu veirunnar út í samfélagið.

 

Þetta er allt eitthvað svo óraunverulegt.

Eins og við séu stödd í brasilískri sápu og séum aðeins að bíða eftir að leikstjórinn kalli kött, og við getum farið heim í alvöru lífið.

 

Það verður þegar Katrín tekur af skarið.

Hún mun gera það eða sitja uppi með vorkunn þjóðarinnar ella.

 

Kata greyið, hún var ekki meiri bógur en þetta.

En þar held ég að Þórdísi hafi vanmetið Katrínu.

 

You ain´t see all yet.

Kveðja að austan.


mbl.is Nýtt útgöngubann í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafðu miklar þakkir fyrir að standa vaktina, Ómar.

Hver pistillinn á fætur öðrum, og hver öðrum betri.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.4.2021 kl. 11:25

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

coolsealedmoney-mouth

Ragna Birgisdóttir, 1.4.2021 kl. 12:17

3 identicon

Er þetta ekki fyrsta "plágan" sem veldur því að íslendingum fjölgar?

A.m.k. var á tímabili meðalaldur þeirra sem létust af völdum Covid hærri en meðalaldur þeirra sem fengu ekki Covid, enda þurfa meirihluti þeirra sem fá þessa "plágu" að fara í próf til að vita að þeir séu veikir.

En núna erum við búin að vera eitt ár undir stjórn einvalds að nafni Þórólfur.  Hann hefur stjórnað því hvert þu mátt fara, hvort þú mátt vinna, fara í skóla eða hitta ættingja og vini.  Allt við kaffiborðið heima hjá sér!

Það tók ekki langan tíma að taka frelsið af manninum fyrir austan!

Kalli (IP-tala skráð) 1.4.2021 kl. 15:57

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ Kalli minn, veistu þú ert dulítið bjánaprik, en huggað þig við að slíkt eldist af flestum.

Takk fyrir innlitið Símon og Ragna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.4.2021 kl. 18:10

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Ómar.

Kannski endar þetta með útgöngubanni á talsmenn veirunnar.

Þær verða þá að flýta sér, Sigríður og Þórdís. Flýta sér að ganga út og yfir í Viðreisn áður en hótel Valhöll skellir í lás og lokar, því það styttist í það með þessu framhjáhaldi. Sú herðaþjónusta gengur ekki svo vel þessi árin.

Ekkert er þó eins gott í ESBEES-húsum fjötranna og útgöngubannið sem er úr Evrópusambandinu. Það er aldrei rætt. Bara lýðskrumast áfram með bla bla bla inn og út. Skrumið lapið úr heimdöllum.

Bráðum þarf líklega kjarnorkuvopn til að brjótast þaðan út. Og þá dugar nú kúbeinir Benedikts og Þorgerðar skammt.

Ég vissi ekki betur en að Evrópusambandið og EES snérust um útgöngubann.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 1.4.2021 kl. 21:04

6 identicon

Ég held að firringin sé núna fyrir austan.

Sóttvarnareinvaldur Breta Chris Whitty var að tilkynna þeim að núna þyrfti bara að læra að lifa með veirunni.  20 þúsund manns dræpust í Bretlandi vegna flensu á hverju ári og Covid væri komið að þeim punkti.  Hún myndi hegða sér eins og flensan og þjóðin yrði að lifa með því.

Kjánaprikin eru þau sem halda að vírus sé bara eytt og að hverfi - þannig virka ekki vírusar.  Minnir á særingamenn til forna sem sviptu menn frelsi, pyntuðu og drápu til að losna við kvilla.  Þannig ofsahræðsla, eins og hjá þér, drepur þjóðfélög og kæfir sálir.

Kveðjur úr höfuðborginni

Kalli (IP-tala skráð) 1.4.2021 kl. 22:44

7 identicon

Þú virðist hafa trú á því að Katrín eigi eftir að bregðast við af skynsemi. Hvað í störfum hennar sem ráðherra mennta og forsætis gefur vísbendingar um það?

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 1.4.2021 kl. 23:58

8 Smámynd: Grímur Kjartansson

Með útgöngubanni þá mundum við fitna enn meir við þessa Covid fitu sem hefur nú þegar safnast utan á okkur vegna lokunar á æfingaraðstöðum

Ef til vill bjargast einhverjir með göngu á eldstöðvarnar en vísindamenn í Svíþjóð segja að innlagðir Covid sjúklingar séu 11 kg þyngri en meðaltalið
sem segir okkur að þessi aukakíló munu reynast þeim sem smitast mjög erfið svo væri ekki skárra að hleypa fólki í líkamsrækt en að fylla bráðvaktina

Inlagda på covid-iva väger 11 kg mer än andra patienter | SVT Nyheter

Grímur Kjartansson, 2.4.2021 kl. 09:16

9 identicon

Sæll Ómar

Megi ég segja mína skoðun, þá er hún sú að hér stefni allt í óefni, frelsisskerðungar innlendra sem erlendra, öllum til leiðinda og ama.  Hreint út sagt:  Fíflagangur.

Betra væri að ganga hreint til verks og taka upp ný-sjálensku leiðina.  Já, loka landinu þar til bólusetningu væri lokið.  Það má ætla að það yrði við sumarlok.  Með því gæfist landsmönnum tækifæri til að ferðast innanlands í sumar og það án kvíðablandinnar tvísýnu sem af reitingi innfluttra smita stafar.  Það er enginn vafi í mínum huga að það yrði þjóðhagslega miklum mun betra, en endalaus "inngrip" og smáskammtalækningar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.4.2021 kl. 13:11

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagar og takk fyrir innlitið.

Sólin er tíminn þar sem hjón vakna snemma og bóna bílinn, sem er mikið verk í vorbyrjun eftir ónýta tjöruvegi vetrarins. Þar með enginn morgunkaffibolli tekinn fyrr en í pásunni á bryggjupollanum á nýju netagerðarbryggjunni.

En pistill dagsins er kominn í hús, því ekki þýðir að slaka á þegar ógnaröfl sækja að þjóð og samfélagi, og núna er kaffibolli síðdagsins kominn í hendur og orkan endurnýjuð í athugasemdarkerfið.

Öllu svarað í réttri röð, en fyrst er það Kalli því hann var þegar kominn og átti sitt fyrsta andsvar.

Og Kalli minn, ástæða þess að þú ert bjánaprik en ekki bjáni, er að jafnvel fólk sem hefur vottorð frá landlækni að vera bjánar, myndi ekki láta þetta út úr sér, hvað þá ljúga þessu upp á einhvern saklausan á erlendri grundu; "Sóttvarnareinvaldur Breta Chris Whitty var að tilkynna þeim að núna þyrfti bara að læra að lifa með veirunni.  20 þúsund manns dræpust í Bretlandi vegna flensu á hverju ári og Covid væri komið að þeim punkti.".

Bjáni veit eins og er að þegar dauðsföll vegna flensu á einu ári hafa aðeins einu sinni á síðastliðnum 100 árum farið yfir 20 þúsund í Bretlandi, að þá alhæfir hann ekki árlegar dánartölur út frá þessu fráviki frá normdreifingunni, ekki frekar en slær því fram að meðaldauði sé um 4.000 þó slíkt hafi gerst á mildum vetrum.  Miðgildið er um 10-12 þúsund, það tók kóvidið rúman mánuð að ná þeirri tölu í Bretlandi, þegar hinar stífu samfélagslegu lokanir síðvetrar og vorsins höfðu því sem næst útrýmt veirunni, þá var talan komin í yfir 40 þúsund, fjórfaldur dauði miðað við meðalár.

Lok, lok og læs síðla nóvember, síðan hefur hvítur hrafn verið algengari en mannsöfnuður á Bretlandseyjum.  Samt er dauðsföllin tí til tólfföld en í meðalflensu ári.  Svo lýgur þú skammlaust upp á manngreyið Kalli, slíkt gera bjánar ekki, en hins vegar bjánaprik, það er fólk sem spilar sig vísvitandi heimskara en guðsgjöfin sem það fékk í vegarnestið út í lífið kvað á um.

Það sem á eftir kemur hjá þér vekur upp hjá æskuminningar, ég er sko kominn á þann aldur að ég betur eftir æskunni en því sem gerðist í síðustu viku, um góðan strák og ágætis félaga sem byrjaði að tala svona tungum þegar leið á síðsumarið, þá vissum við að vissir sveppir væru búnir að ná þroska í fjallinu.

I like it, það er svona minningaráreiti.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.4.2021 kl. 15:57

11 identicon

Mannslát af völdum flensu í Bretlandi fara margoft yfir 20.000 ári.  Gerðu það síðast fyrir þremur árum "and noone noticed" eins og Sóttvarnarlæknirinn segir:

The chief medical officer said that up to 25,000 people die in a bad flu year without anyone noticing and that accepting some Covid deaths would be the price of keeping schools and business open and allowing people to live a "whole life".  ... every few years you get a bad flu year where 20,000 to 25,000 die of it. The last time we had that was three years ago and no one noticed it.

Kannski munt þú síðar segja sögur af plágunni sem reið yfir Ísland og var svo svakaleg að allt frelsi einstaklinga var sett í höft.  Og hversu stór hluti Íslendinga dó mun fólk spyrja.  Var það 50% eins og í Svarta dauða eða bólusóttinni?   Nei verður svarið:  0.007% 

Ásökunum um sveppaát vísa ég til föðurhúsanna.

Kveðja frá höfuðborginni

Kalli (IP-tala skráð) 2.4.2021 kl. 18:06

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Er Sigríður ekki of mikill nagli fyrir Viðreisn??

En þetta er skrýtinn kýrhaus sem talar um einstaklingsfrelsi á neyðartímum, þegar ljóst er að heildin, ríkið þarf að vera heilt til að einstaklingurinn þrífist.

Hvað þá að einbeitnin í að styðja sinn málstað birtist í afneitun á raunveruleikanum líkt og hjá Sigríði.

Ekki frýja ég henni vits, en þarna er hún á vitlausari veðhlaupabraut.

Um ESB þarf ekki að ræða, það fól í sér innri dauða miðstýringar og skrifræðis strax í upphafi, og á í dag fátt eftir annað en andaslitrurnar.

Ekki að ég sakni þess.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.4.2021 kl. 18:20

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Kalli minn, í frysta og eina skiptið sem það gerðist, var fyrir þremur árum síðan.  Reyndar nógu alvarlegt til að menn íhuguðu varnir fjöldabólusetningarinnar.

Þetta veit þarlendur sóttvarnarlæknir, sem og það er hann sem knýr á núverandi sóttvarnir þarlendis, ekki Boris.

Svo ég endurtek, það er ljótt að ljúga uppá karlinn.

Síðan þarftu ekki að reyna að sanna fyrir mér að þú sért ekki bara bjánaprik, hvergi ýjaði ég að því að þú hefðir borða hugvíkkandi sveppi, ég sagði aðeins að þú vektir uppi góðar minningar frá æsku minni, og óþarfi samt hjá þér að endurtaka þær.

Um rökvillu þína má útskýra eitt dæmi fyrir þig.

Hvað létust margir úr kjarnorkusprengingum síðustu 5 árin?? Svarið er 0.

Er þá óhætt að sprengja??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.4.2021 kl. 18:25

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Vorkunin Esja minn, vorkunin;

"Kata greyið, hún var ekki meiri bógur en þetta.".

Hún bítur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.4.2021 kl. 18:27

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Ert þú ekki fullgamall fyrir fitufordóma??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.4.2021 kl. 18:28

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Ég veit ekki betur en að landamæri Nýja Sjálands séu opin en eitthvað talað um brýn erindi.

En þeir hafa stífa sóttkví, og þess vegna leka landamærin miklu sjaldnar hjá þeim.

Eftir því sem ég best veita stafa vandræðin á landamærunum síðustu vikurnar af fólki sem er með innlenda kennitölu, svo ekki er við ferðamenn að sakast.

Heldur götin, eða það segja þeir fóstbræður, Kári og Þórólfur.

Leiðindin stafa hins vegar af vanþroska, firringu og kostuðum uppákomum þröngra hagsmuna.

Sem sagt innlend vandamál.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.4.2021 kl. 18:32

17 identicon

Vandamálið er að stjórnvöld hér á landi báru ekki gæfu til að fara strax ný-sjálensku leiðina.

Þú þekkir það jafn vel og ég að af 5,00 milljónum á Nýja-Sjálandi hafa einungis 2.500 smit og 26 dauðsföll hlotist þar af Covid 19.  Hjá okkur, 0,35 milljón, hafa 6.200 smit og 29 dauðsföll hlotist af Covid 19.  Að ekki sé minnst á að einungis 2,2% samdráttur hefur þar orðið í hagvexti sl. árs, en 6,6% hér á landi.

Lausatök stjórnvalda hér hafa nú opnað lögfræðingum leið til alls kyns fíflagangs. Allt mátti það vera þokkalega skynsömu fólki augljóst. Lausatök og fíflagangs sem koma hefði mátt í veg fyrir með því að fara ný-sjálensku leiðina. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.4.2021 kl. 21:23

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur Örn.

Vissulega hefur eitthvað verið imprað á Nýsjálensku leiðinni hér á þessari síðu, og ítrekað þegar ráðherrar, ekki vel gefnir, segja að ekki sé hægt að halda landinu veirufríu, reyndar ennþá hjákátlegra þegar hugsað er til árangurs Kínverja eftir að þeir feisuðu raunveruleikann og hættu að rífast við veiruna og hvernig hún smitast.

Hins vegar getum við ekki horft framhjá því að í raunheimi hefur engin evrópsk ríkisstjórn farið Nýsjálensku leiðina, þetta er vissulega spurning um þor, en samt í takt við aðra í nágrannalöndum okkar.

Lausatök á landamærum, réttmæt gagnrýni, verri þegar Þórólfur kóaði með, eða alveg þar til hann las pistil menn sem DV gerði mér þann óleik að birta. Hins vegar getur reyndar verið um samhliða tilviljanir að ræða, líkt og þær sem knúðu áfram þá yndislegu mynd Life of Brian.

Síðan þá hefur þetta miðað í áttina, rétt skref stigin þó ekki séu þau stórstíg.  Sem og lagagrundvöllurinn var skerptur þó hann hafi alltaf verið fyrir hendi, varð það með setningu fyrstu sóttvarnarlaganna, sem takast á við aðgerðir gegn smitsjúkdómum sem ógn heilbrigði og lýðheilsu þjóðarinnar.  Orðalag tímans breytist, en eðli smitsjúkdóma og farsótta ekki, váin er alltaf eins þó samfélög hvers tíma nota mismunandi orðalag um slíkar hættur og þær varnir sem gripið er til.

Til þrautarvara eru síðan alltaf neyðarlögin, sem ég minnist á með mínum hætti í nýrri pistli mínum.

Þetta getur ekki verið skýrara Pétur, og við eigum aldrei, aldrei að ljá röddum þess í neðra eyru, sem sáir efa og ógn í eyru veiklundaðra, með því að á einhvern hátt taka undir að það sé vafi í lagagrundvelli sóttvarna.

Á meðan sannarlega er verið að vinna að sóttvörnum, þá eru þau svið sem lögin og lögfræðingar eiga að halda sig til hlés, nema náttúrulega þegar eitthvað er lagt til bóta.

En kostaður skurðgröftur, á aldrei að vera höggstaður á það sem gert er.

Það er of mikið í húfi til þess.

Og mundu, þetta er alltaf sami óvinurinn, frá því að hann leiddi okkur fyrst saman nóttu eina fyrir rúmum áratug síðan hér á þessari bloggsíðu.

Sá sem ógnar tilveru barna okkar og barnabarna.

Ég alla vega ver mitt líf á meðan ég stend í fæturna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.4.2021 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 83
  • Sl. sólarhring: 390
  • Sl. viku: 5574
  • Frá upphafi: 1327398

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 4979
  • Gestir í dag: 74
  • IP-tölur í dag: 74

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband