Skrípaleikur í hérðasdómi.

 

Það er vanvirðing við þjóðina að réttarhald í máli þeirra sem una ekki dvölinni á sóttkvíarhótelinu skuli vera lokað.

Eins og það sé eitthvað mál í gangi eða vafi um lögmæti sóttvarna þjóðarinnar.

Slíkt er ólíðandi með öllu, og vekur uppi grunsemdir um sjálfstæði dómsstóla þjóðarinnar, að armur sérhagsmunanna nái í vasa dómara.

 

Réttarhaldið á að vera opið, og það á að taka þann tíma sem tekur dómara að lesa upp dómsorðið.

"Máli vísað frá".

Annað er óeðli á tímum farsóttar, að dómsstólar telji sig umkomna að segja til um sóttvarnir þjóðarinnar.

Þannig  séð er Héraðsdómur Reykjavíkur þegar fallinn á prófinu.

 

En á meðan beðið er eftir að leikritinu linni, þá er hollt og gott að borða páskaegg, og lesa vísdómsorð Gunnars Heiðarsonar sem má finna í nýjum pistli hans á Moggablogginu í dag.

Langar að vitna í hluta þeirra;

"Réttur fólks til að tjá sig er auðvitað óumdeildur. Fjölmiðlar ættu hins vegar að gæta þess að flytja mál beggja aðila, líka þeirra sem telja ekki nægjanlega langt gengið. Sumir þingmenn hafa farið mikinn og einstaka lögfræðingar bakka þá upp, í frasanum um að um lögbrot sé að ræða, jafnvel brot á stjórnarskrá. Þegar heimsfaraldur geisar ber sóttvarnalækni að leiðbeina stjórnvöldum um varnir landsins, til að lágmarka smit hér innanlands. Stjórnvöldum ber eftir bestu getu að verja landsmenn. Til þess eru sóttvarnarlög. Nú þekki ég ekki þann lagabálk til hlítar, en til að hann virki hlýtur hann að vera ansi sterkur og jafnvel fara á svig við önnur lög landsins. Þá hljóta sóttvarnarlög að vera sterkari. Annars væri lítið gagn af þeim.

Réttur landsmanna til að veirunni sé haldið utan landsteinanna eftir bestu getu er að engu gerður hjá þeim sem taka hanskann upp fyrir þeim sem telja sóttvarnir óþarfar, eða of miklar. Sá réttur, bæði lagalegur og stjórnarskrárlegur, hlýtur að vega meira en þeirra sem velja að ferðast um heiminn á tímum heimsfaraldrar. Þeir sem velja slík ferðalög eiga að gjalda fyrir, ekki hinir sem heima sitja og halda allar þær takmarkanir sem settar eru.".

 

Sóttvarnarlög eru gagnslaus ef keyptir lögfræðingar í vinnu hjá þröngum sérhagsmunum telja sig geta hártogað þau, hvað þá ef dómsstólar leggjast svo lágt að eyða tíma í þær hártoganir.

Eftir farsóttina má ræða þau, slípa til, læra af reynslunni.

En ekki þegar allt er undir að þau virki eins og ætlast er til.

 

Þess vegna er skrípaleikur í gangi í héraðsdómi í dag.

Honum þarf að linna.

 

Lögfræðingar eiga ekki, mega ekki komast upp með að halda þjóðinni í gíslingu á dauðans alvöru tímum.

Slíka úrkynjun lifir engin þjóð af.

 

Vonandi skynjar héraðsdómur sinn vitjunartíma.

Kveðja að austan.


mbl.is Lokað þinghald í máli um sóttkvíarhótel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Jafnt skyldi yfir alla ganga Ómar.

En á meðan Íslenskir ríkisborgarar eru skikkaðir í sóttkví, þá leka 

landamærinn endalaust vegna þessa...

9. Undanþágur vegna brýnna erindagjörða

Ferðatakmarkanir eiga ekki við um útlendinga sem ferðast til landsins vegna brýnna erindagjörða, þ.á.m. eftirtaldir:

    • starfsfólk á sviði heilbrigðisþjónustu og öldrunarþjónustu,

    • starfsfólk sem sinnir flutningum á vöru og þjónustu,

    • einstaklingar sem hafa þörf á alþjóðlegri vernd,

    Á meðan hælisleitendur/flóttamenn/velferðar-sækjendur koma hér vegna brýnna eriniagjörða, hverjar sem þær eru og eru undaþegnir 

    þessum reglum, er þá bara sjálfsagt að Íslenskir ríkisborgarar þurfi að sæta slíkri einangrun..?? 

    Ef á að loka landamærum og skikka fólk í sóttkví, þá á enginn, og þá meina ég ENGINN að hafa undnaþágu.

    Annað býður bara uppá sundurlyndi og ekki trú á því sem þessar aðgerðir eiga að standa fyrir.

    M.b.kv.

    Sigurður Kristján Hjaltested, 4.4.2021 kl. 17:52

    2 Smámynd: Ómar Geirsson

    Það er margt skrýtið í kýrhausnum Sigurður, og lög um einföld efni verða torræð og torskilin eftir eftir að lögfræðingar hafa komið nálægt texta þeirra.

    Ég skil reyndar þetta með farþega í tengiflugi, ef engin snerting er við umhverfið, en þá þyrftu starfsmenn sem sinna þeim annað hvort vera í geimferðabúning við vinnu sína, eða sæta sóttkví þegar þeir koma af vakt.

    Kjarninn er sá að veiran spyr ekki um nafn, kennitölu, stöðu, erindi eða annað, hjá henni eru allir jafnir.

    Og annað hvort er henni haldið úti eða ekki.

    Þess vegna er líka álíka fáránlegt að skikkja ekki fólk frá öðrum svæðum en eldrauðum í sóttkví, en ég held að þetta þróist allt saman, það er ef menn læra af reynslunni og bregðast við leka.

    Því þjóðin er ekki tilbúin í sífelldar samfélagslegar lokanir ef landamærunum er leyft að leka.

    Svo einfalt er það.

    Kveðja að austan.

    Ómar Geirsson, 4.4.2021 kl. 18:19

    3 identicon

    Þér kemur bara ekkert við hverjir það eru sem leita réttar síns og átt engan rétt á þeim persónulegu heilbrigðisupplýringum sem kunna að koma fram í réttarhöldunum.

    Að neita fólki að leita réttar síns og að starfa eins og lög skipti engu máli á engum að líðast. Og síst af öllum lögmenn og dómstólar. Að svifta fólk frelsi án lagaheimildar er alvarlegt mál. Svo alvarlegt að viðkomandi má dæma til langrar fangelsisvistar.

    Vagn (IP-tala skráð) 4.4.2021 kl. 18:24

    4 Smámynd: Ómar Geirsson

    Nei blessaður Vagn minn, er fríi þínu í rafeindadraumum lokið, og þú svona eðalfúll þegar þú kemur til baka.

    Ég skil það, tónlistin, þessi elektríska var ekki góð.

    Leitt að þú skulir ekki geta fengið þér páskaegg, en mér skilst að það sé til sýndarbragð, þú ættir kannski að tékka.

    Á meðan er það kveðjan., að austan.

    Ómar Geirsson, 4.4.2021 kl. 20:17

    5 identicon

    Þótt mann kunni að misbjóða málið þá kann manni að þykja sjálfsagt að einstaklingar megi efast um lögmæti laga og reglna. Hvernig dómurinn dæmir er það sem skiptir máli. Í því samhengi er eftirtektarvert að þau sem skrifa fréttir fyrir aðra að treysta skuli ekki beina sjónum að því hver dæmir: Er dómurinn fjölskipaður eða er málið lagt í dóm eins manns? Málið varðar alla þjóðina miklu og þar af leiðandi hvílir mikil ábyrgð á herðum dómaranna/dómarans.

    Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 4.4.2021 kl. 21:41

    6 Smámynd: Ómar Geirsson

    Jamm Esja, þú segir það.

    Pointið er ekki hvort einstaklingurinn efist eða spyr um rétt sinn, það er jú hans réttur.

    Réttilega skiptir það öllu hvernig dómurinn dæmir og á hvaða forsendum, og hans vegna vona ég að hann átti sig á að núna er það alvaran, hann kemst ekki upp með lagavaðal líkt og þann sem heldur hlífðarskyldi yfir skipulagðri glæpastarfsemi, eða fær höfuðpaura sýknaða vegna þess að alltaf má finna eitthvað handbendi sem greiddi höggið, að sögn.

    Ríkisstjórnin lætur ekki slíkan vaðal fella sig, og hún nýtur stuðnings þjóðarinnar.

    Gildir einu hvort það sé einn eða fleiri dómarar sem eru hluti af samsærinu, það verða þá aðeins fleiri sem falla.

    Ófétið sem kippir í spotta bak við tjöldin, er heimskt ef það leggur út í opið stríð við þjóðina, og ég held að það sé ekki heimskt.

    En morgundagurinn veit.

    Kveðja að austan.

    Ómar Geirsson, 4.4.2021 kl. 23:10

    7 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

    Sama hver eða hvað á í hlut, þá er réttarfarsferfið okkar íslendinga bara rusl!!

    Eyjólfur Jónsson, 5.4.2021 kl. 00:24

    8 Smámynd: Ómar Geirsson

    Blessaður Eyjólfur.

    Það á nú sína spretti, en heildin er sú að það er löngu hætt að virka fyrir almenning, hæstbjóðendur stjórna því, hinn venjulegi maður er löngu hættur að hafa efni á því, og stofni hann til skulda og lætur reyna á rétt sinn gagnvart fjársterkum, þá er slíkt vonlaust, þeir þæfa málið, endalausar frávísanir, hártoganir og annað, sem einokunarstéttin, lögfræðingar hafa geirneglt bæði í lög sem og dómaframkvæmd, og stórskuldugur þrýtur hann örendið í málssókn sinni.

    En fari það gegn þjóðinni í dag, þá er það upphaf af endalokum þess í núverandi mynd.

    Þetta veit höndin sem fæðir, þetta veit vitiborið fólk í dómarastétt, þetta veit þorri lögfræðinga.

    Mikið er undir hjá þjóðinni, en ennþá meira hjá þeim hagsmunum sem stálu réttarkerfinu, og réttlætinu af almenningi.

    Eins og ég hef sagt áður í athugasemdum mínum, ríkisstjórnin lætur ekki dómara fella sig, þessari aðför að henni og þjóðinni verður svarað.  Eitt svarið verður að spurningarnar, af hverju fær skipulögð glæpastarfsemi að þrífast í skjóli laga og rétta, af hverju er leigumorðingi ekki lengur mikilvægasti starfsmaður mafíunnar sem og annarra glæpasamtaka, heldur lögfræðingurinn, af hverju er lög flækt svo að alls staðar eru glufur fyrir þá skipulöguðu, af hverju er dómaframkvæmd það kröfuhörð á sönnunarbyrði gagnvart ríkum skjólstæðingum lögmanna, að því sem næst er ómögulegt fyrri lögregluna að fá aðra dæmda en samlokuþjófa, útigangsmenn, og venjulega borgara sem verður á.

    Og það verður leitað svara við þeim spurningum.

    Þegjandi þögnin verður ekki látin mæta þeirri spillingu að fjársterkir hagsmunir kippi í spotta og fái dóm gegn þjóðinni á örlagatímum hennar, ekki þegar dauðinn er málsaðili.

    Þannig að, úr fæðingarhríðum dómsins kemur lítil mús.

    Kveðja að austan.

    Ómar Geirsson, 5.4.2021 kl. 10:31

    9 identicon

    Varðandi athugasemd Sigurðar, aths. nr. 1, þá má einnig velta fyrir sér hlutverki Rauða krossins í þessu öllu.

    Og má þá minna á frétt frá janúar 2021 um tengsl Rauða krossins við nasista Þýskalands og útrýmongarbúðirnar og birtist sú frétt á ruv.is, byggð á grein Deutsche Welle um málið.

    Það sem er hið sérkennilega er að Rauði krossinn kemur bæði að innflutningi hælisleitenda og einnig á rekstri sóttkvíahúsa.

    Heitir það ekki að standa báðu megin við borðið?  Og græða á öllu saman.

    Af hverju er Rauða krossinum falin þessi hlutverk og það af íslenskum stjórnvöldum?  Er það eðlilegt?  Hvað liggur þar að baki?

    Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.4.2021 kl. 11:42

    10 identicon

    https://www.ruv.is/frett/2021/01/16/segja-rauda-krossinn-hafa-verid-i-slagtogi-vid-nasista

    Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.4.2021 kl. 11:46

    11 identicon

    Og í þessu samhengi

    tek ég svo heils hugar undir

    athugasemd þína, nr. 8

    Minni einnig á Biederman og brennuvargana, leikritið sígilda, sem varar við undanlátsseminni og meðvirkninni.  Skinhelgi og meðvirkni hinna borgaralegu músa sem fara út að kaupa eldspýturnar fyrir þá sem setja svo allt í bál og brand.

    Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.4.2021 kl. 12:08

    12 Smámynd: Ómar Geirsson

    Kæri Símon.

    Það voru allir innvinklaðir í óhæfu Þriðja ríkisins, hvort sem það var af hugmyndafræðilegum ástæðum (aðrir tímar og nasismi spratt úr umhverfi andkommúnisma og hvítrar kynþáttahyggju) eða ótta, þú varðst að vera með eða sæta kárínum ella.  Í því samhengi megum við aldrei gleyma að hundruð þúsunda Þjóðverja voru látnir gista fangabúðir í lengri eða skemmri tíma á fjórða áratugnum, áður en hinar formlegu gyðingaofsóknir hófust, þetta voru stjórnarandstæðingar, hugsjónafólk, fólk sem sagði Nei, og þar fram eftir götunum.

    Rauði krossinn sem slíkur, þá út frá höfuðstöðvunum í Sviss vann kraftaverk og bjargaði lífi milljóna. 

    Þó við séum ósátt við innflytjendastefnu stjórnvalda, þá megum við ekki missa okkur í þeirri umræðu.

    Það er í eðli samtaka eins og Rauða krossins að hjálpa fólki á flótta, hvers eðlis sem það nú er.

    Hvort þeir eigi að reka farsóttarhús, má ræða, en ég reikna með að í okkar fámenna landi þurfi stjórnvöld að treysta á skipulaga sem var til fyrir, þegar reynt er að bregðast við skyndilegum uppákomum og breyttum aðstæðum.

    Aðalatriðið er að þetta sé gert af viti, og einurð.

    Kveðja að austan.

    Ómar Geirsson, 5.4.2021 kl. 12:12

    13 identicon

    Kæri Ómar,

    minni á leikritið sígilda,

    Biederman og brennuvargana.

    Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.4.2021 kl. 12:44

    14 identicon

    Í aths. 12 er allt tínt til sem þarf til að skýra út hvers vegna bóndanuum í Hákoti verður hugsað til hans Biedermans og brennuvarganna.

    Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 5.4.2021 kl. 13:21

    15 Smámynd: Ómar Geirsson

    Það mætti halda að þið hefðuð farið saman í leihús félagarnir.

    Kveðja að austan.

    Ómar Geirsson, 5.4.2021 kl. 15:00

    16 identicon

    Þekki Hákotsbóndann aðeins sem gest hér hjá þér.

    En vissulega gæti hann hafa setið í almennu sætunum í leikhúsinu.

    Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 5.4.2021 kl. 15:43

    17 Smámynd: Ómar Geirsson

    En annað útilokar ekki hitt, svo hélt ég að Hákot væri í Kjósinni.

    Kveðja að austan.

    Ómar Geirsson, 5.4.2021 kl. 15:52

    18 identicon

    Mitt Hákot er reyndar utan allra veðra og vinda :-)

    Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.4.2021 kl. 16:25

    19 Smámynd: Ómar Geirsson

    Passar það ekki við Kjalanesið Símonm, fíkur ekki allt þar, hvort sem það er naglfast eður ei.

    Kveðja að austan.

    Ómar Geirsson, 5.4.2021 kl. 17:53

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Um bloggið

    Ómar Geirsson

    Höfundur

    Ómar Geirsson
    Ómar Geirsson
    Mars 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30
    31            

    Nýjustu myndir

    • Screenshot (49)
    • Screenshot (49)
    • ...img_0104a

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (29.3.): 1
    • Sl. sólarhring: 1
    • Sl. viku: 33
    • Frá upphafi: 1318297

    Annað

    • Innlit í dag: 1
    • Innlit sl. viku: 31
    • Gestir í dag: 1
    • IP-tölur í dag: 1

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband