Á kjaftæðið sér engan endi???

 

Er ráðherrum ríkisstjórnarinnar fyrirmunað að tala mannamál??

"Hagkvæmni og öfluga grunnþjónustu að leiðarljósi.".

Vestmannaeyingar vilja skurðstofu, og skatttekjur þeirra duga til að fjármagna þá þjónustu.

Vestmannaeyingar telja það öryggisatriði og færa fyrir því rök.

Svar ráðherra Sjálfstæðisflokksins er kerfismál sem enginn skilur.

 

Hver stillir orðinu "hagkvæmi" gegn öryggisatriði??, 

Og hvað er átt við með orðinu "grunnþjónusta"??  Er það þjónusta án öryggis, eða er öryggi alltaf inní grunnþjónustu??

Af hverju hafa menn ekki kjark til að fjalla um þann vanda sem deilt er um???  Hvort það eigi að hafa skurðstofuna áfram opna eða það eigi að loka henni??

 

Er þetta kjarkleysi, að þora ekki að segja að þeir þori ekki að loka, eða ráða menn ekki lengur við íslenska tungu, geta aðeins tjáð sig á kerfismáli??

En í ljósi ræðu forsætisráðherra, sem er það argasta kjaftæði sem flutt hefur verið í sölum Alþingis, og ekki skortir þó samkeppnina í þeim málum, þá er ljóst að kjaftæði er hið nýja tungumál ríkisstjórnar Íslands.

Henni er fyrirmunað að tala við þjóðina um þau vandamál sem við blasa, og þær lausnir sem eru nauðsynlegar til að þjóðin eigi sér viðreisnar von.

 

Maður bjóst við ýmsu, en þessu átti ég aldrei von á.

Að hin nýja ríkisstjórn myndi reyna að toppa þá gömlu, og að henni tækist það.

 

Ömurlegt er þetta allt saman, en ömurlegast að öllu er fólkið sem áður vissi hvað væri rangt, en reynir núna að verja þau ósköp sem það fordæmdi áður á meðan "hinir" voru í stjórn.

Stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar eiga mjög bágt.

Mjög bágt.

 

En vonandi er þeim viðbjargandi.

Kveðja að austan.


mbl.is Skurðstofa í Eyjum mönnuð fram í nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viljum við svona samfélag??

 

Þar sem alvarleg veikindi eru ekki bara spurning um líf eða dauða, heldur líka hvort fólk komist af fjárhagslega??

Að þegar bata er náð þá er það fulltrúi sýslumanns sem samfagnar manni, svona um leið og hann afhendir útburðartilkynninguna.

Við getum öll veikst, okkar nánustu geta veikst, vinnir okkar, vinnufélagar, samferðarfólk.

Sjúkdómar gera ekki mannamun, þeir leggjast til dæmis líka á sjálfstæðisfólk.

Á mig, á þig.

 

Á síðustu árum höfum við falið fólki að stýra landinu sem telur fjármagn æðra fólki.

Spenar eru útbúnir til að auðvelda fjármagninu að sjúga verðmæti úr hagkerfinu, og þegar að kreppir, þá er fólk skorið svo hægt sé að gefa fjármagninu blóð.

 

Samt er fjármagn ekkert annað en peningar sem búnir eru annars vegar til í prentsmiðju, og hinsvegar úr kóda núll-einn gilda í tölvukerfum.  Verðgildi þeirra ræðst svo af verðmætasköpun okkar, hve menntuð við erum, hvað við framleiðum mikið, og hve mikið við flytjum út af vörum í önnur hagkerfi.

Engin verðmætasköpun, ekkert verðgildi.

Fjármagnið er algjörlega háð fólkinu sem skapar verðmætin.

Ekki öfugt.

 

Fjármagnsdýrkun er því blóðug skurðgoðahjátrú líkt og sóldýrkun Azteca og á ekki að líðast í siðuðu samfélagi.

Samt líðum við Íslendingar hana, og það sem meira er, við leyfum fjármagnsdýrkendum að stjórna landinu.

Og látum krabbameinssjúklinga ekki bara glíma við dauðann, heldur líka við óttann um Útburð.

Eins og við óttumst að sólin komi ekki upp að morgni ef við fórnum ekki fólki.

En álítum okkur samt siðað fólk.

 

Það er eitthvað sem gengur ekki upp í þessu dæmi.

Eitthvað sem snýr að okkur.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Milljón úr eigin vasa í meðferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er auglýsing birt sem frétt??

 

Á hvaða brautir hefur útgáfustjórinn neitt ritstjórnina??

Að þörfin fyrir aur sé æðri þeim trúverðugleika sem fréttamenn Morgunblaðsins hafa haft í gegnum tíðina??

Kallast þetta ekki að framlengja líf sitt með næringu úr eigin blóði???

 

Eða skiptir aurinn ekki um hendur, heldur hagsmunagreiði þeirra sem innvinklaðir eru í Sjálfstæðisflokkinn??

Er það gáfulegt fyrir Morgunblaðið að teysta alfarið á lestur sjálfstæðismanna þar sem forysta flokksins hefur ákveðið að fylgja fordæmi Steingríms Joð Sigfússonar, og athuga hve langt er hægt að keyra niður fylgi flokksins.  VG slapp reyndar fyrir horn þar sem vogunarsjóðirnir náðu að splundra andófi almennings með framboði hinna ótal flokka.  

En Steingrími skorti ekki viljann til að koma fylgi flokksins niður fyrir 5%, sami metnaður og Bjarni Ben hefur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.

 

Hvað sem veldur, þá er það pirrandi að sjá þessa Fréttablaðsmennsku hér á síðum Mbl.is

Það er ekkert að því að kynna vörur þegar ljóst er að um vörukynningu er að ræða.

En það þarf að vera ljóst.

 

Lágmarkið er að sleppa þessum frasa; "ólíkt öllum öðrum", hann var kannski sniðugur fyrstu 437 skiptin, en ekki lengur.  Menn eiga að geta haldið fram ágæti sinnar vöru án þess að hnýta í aðrar.

Síðan er gott að minnast á aðrar klínískar rannsóknir en sjálfan sig.

 

Hvað sem veldur, aurinn eða flokksgreiðinn, þá þarf ritstjóri Morgunblaðsins að átta sig á að það verður ekki bæði sleppt og haldið, hann getur ekki gert grín að Fréttablaðinu fyrir vinnubrögð sem hans eigið blað stundar.

Okkur sem hafa lesið Moggann frá unga aldri, og þykir vænt um blaðið, við eigum annað skilið en að sjá blaðið falla með vansæmd.

 

Í heimi breytileikans þarf sumt að fá að vera í friði.

Ef óreiðan á ekki að verða algjör.

 

Gefið Mogganum grið.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Ásdís Halla hjálpar fólki að grennast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er of seint að bíða eftir næstu kosningum.

 

"Til að henda þessu fólki út " eins og Kári bendir réttilega á að þurfi að gera.

Heilbrigðiskerfið, sem byrjað er að hrynja, verður þá endanlega hrunið. 

Og það mun taka langan tíma að byggja það upp á nýju, þó við losnum við handbendi ræningjanna úr stjórnarráðinu.

 

Ef við teljum að foreldrar okkar þurfi umönnun í ellinni, að börn okkar þurfi lækningu, að þjóð okkar eigi sér annan tilverurétt en að vera þrælalýður í verkssmiðjum erlendra fjárfesta líkt og boðskapur bankagauranna er í dag, þá verðum við núna að svara hjálparkallinu.

Ekki seinna þegar úlfurinn ljóti er búinn að éta allt.

 

Kári Stefánsson bendir réttilega á að Kristján Þór Júlíusson er að ákalla þjóðina um stuðning í helstríðinu við stuttbuxnadeild flokksins.

Hann vill ekki verða maðurinn sem drap kerfið.

Fjármagnið sem þarf er aðeins brot af því fjármagni sem við fóðrum fjármagnið með á hverju ári, algjörlega að óþörfu.

 

Það er of seint að rísa upp þegar ekkert er eftir til að verja.

Hættum að hræðast músagildrurnar.

 

Við erum ekki mýs.

Kveðja að austan.


mbl.is Frumvarp stuttbuxnastráka í matador
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðum Kína norðursins!!

 

Segir einn af gaurunum sem setti okkur á hausinn.

 

"Í því fælist mikill sparnaður, lítil einkaneysla og öflugur útflutningur."

 

Fyrst rændu þeir okkur, núna ætla þeir að þrælka okkur.

Og komast upp með það því við kusum þá yfir okkur.

 

Okkur þykir svo vænt um börnin okkar.

Kveðja að austan.

 


mbl.is „Þarf eiginlega einbeittan brotavilja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær fær þjóðin nóg af þessu kjaftæði stjórnmálamanna???

 

Þó Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sé einn gangandi frasi, lögfræðingur að mennt, án nokkurrar þekkingar á hagfræði eða hagsögu, og stefni því þjóð sinni í glötun með stefnu sinni um hallalaus fjárlög á kostnað innviða samfélagsins, þá á hann ekki að komast upp með lygi.

Lygi sem hefur verið ástundið í fjögur ár, en gerir lygi Bjarna engu betri fyrir vikið.

Bjarni stendur ekki vörð um velferðarkerfið, hann stendur vörð um fjármagnið.

Það er varðstaðan um fjármagnið sem skýrir hallan á ríkissjóð, og skýrir hina meintu skuldastöðu ríkisins.

 

Ekki samfélagssáttmálinn sem honum ber skylda að standa vörð um.

 

Það er engin velferð án heilbrigðis, og varðstaða um heilbrigðiskerfið felst ekki í að brenna það til grunna.

Eins og ætlun Bjarna er með fjárlagafrumvarpi sínu.

 

Vilji menn ekki lygi og kjaftæði eins og fjármálaráðherra býður þjóð sinni uppá, þá skulu menn lesa frétt á Mbl.is, sem ber yfirskriftina, "Sjúkrahúsið liggur eftir í sárum", og vísar í grein Helgu Ágústu Sigurjónsdóttir, sérfræðings á lyflæknadeild Landsspítalans.  Grein sem birtist í Læknablaðinu  og Morgunblaðið linkar á.

Þetta segir Helga meðal annars;

 

"Læknir sem ekki hefur ritara, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða aðra lykilheilbrigðisstarfsmenn sér við hlið læknar færri sjúklinga. Punktur! Til að reyna að hindra þetta hafa allir hlaupið hraðar – en nú stöndum við á öndinni og þegar deildarlæknum á sviðinu hefur fækkað um meira en helming náum við ekki andanum lengur. Tækjakostur sjúkrahússins er úr sér genginn á mörgum sviðum. Sérfræðilæknar hafa ekki lengur þann tækjakost eða þau úrræði sem voru talin sjálfsögð í framhaldsnámi þeirra.

Bráðveikum er sinnt en það sem má bíða, bíður. Einfalt. Er eitthvað skrítið að deildarlæknarnir á sviðinu séu flestir farnir? Þau hafa val bæði innanlands og utan. Þau sækja ekki í lyflækningar þar sem þau hafa í litlum mæli átt kost á að kynnast því hve áhugaverðar og skemmtilegar sérfræðigreinar sviðsins eru í eðlilegu starfsumhverfi. Hér er framtíð lyflækninga á Íslandi í húfi!,"

 

Það þarf enga glöggskyggni til að skynja örvæntinguna sem býr að baki þessum orðum hennar.

Og þessi orð eru sönn, ólíkt kjaftæðinu í Bjarna.

Stefna hans er heims, andstæð allri hagþekkingu, og dæmd af sögunni sem rugl, og sami dómur mun verða kveðinn upp yfir henni ef vitiborið fólk rís ekki upp, einu sinni og ver framtíð barna sinna.

 

Sjálfstæðismenn klappa, blístra, fagna, loksins á að ráðast á fjárlagahallann ógurlega.

Eins og þeir verði aldrei veikir, eins og það þurfi ekki að annast foreldra þeirra, þurfi ekki að sinna börnum þeirra þegar þau veikjast.

Þeim er ekki vorkunn eins og stuðningsmönnum síðustu ríkisstjórnar, því í fjögur ár hafa sjálfstæðismenn gagnrýnt óhæfu síðustu ríkisstjórnar og fordæmt árásir hennar á heilbrigðiskerfið.

Að skipta um skoðun á einni nóttu vegna þess að þeirra menn eru heimskir, það er óhæfa.

 

Það má vera að það þurfi að skera niður lífsnauðsynlega þjónustu þegar tekjur dragast saman, en aðeins þegar önnur ráð eru ekki í stöðunni.

Til dæmis þegar búið er að lækka stýrisvexti niður undir núllið.

 

Tekjur ríkissjóðs eru nægar í dag til að reka mannsæmandi heilbrigðiskerfi, en þessum tekjum er rangt varið.

Þær  fóðra fjármagn á kostnað fólks.

Sem er hin algjöra heimska, því án fólks, er engar tekjur, enginn arður, engar vaxtatekjur.

Það þarf fólk til að framleiða, það þarf fólk til að skapa verðmæti.

 

Þess vegna skera menn ekki niður grunnþjónustu samfélagsins.

Ekki frekar en menn lækni blóðeitrun  með því að fjarlæga hjartað.

 

Heilbrigðiskerfið er hjarta samfélagsins.

Og það er ekki að hruni komið.

 

Hrun þess er þegar hafið.

Við fáum ekki önnur fjárlög til að stöðva þá þróun.

 

Og kjaftæði fær því engu breytt.

Kveðja að austan.


mbl.is Staðinn verði vörður um velferðarkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stendur Gnarrinn uppúr??

 

Íslenskir stjórnmálaforingjar urðu sér til ævarandi skammar á Alþingi í gær.  

Kinnroðalaust þá skiptu þeir um hlutverk, en ekki ræður.

Þeir fluttu ræðu stjórnar, og ræðu stjórnarandstöðu, sömu frasarnir, sömu nálganirnar, sama aðgerðarleysið.  

Veruleikafirring þeirra var algjör, ef þeir gista sömu plánetu og við hin, þá er allavega ljóst að þeir eru ekki í sömu vídd.

 

Og á meðan blæðir þjóðinni út. 

Arðrænd af innlendu og erlendu fjármagni

 

Þá les maður viðtal við Jón Gnarr, ljómandi gott viðtal.

Rökstuðningur sinna sjónarmiða, ekki frasar, ekki bull.

Fólk þarf ekki að vera sammála Jóni, en það skilur hann.

Hann er á sömu plánetu, í sömu vídd.

 

Gnarrinn er kominn til að vera.

Og hann mun leggja fjórflokkinn ef ekki verður breyting á bullinu sem þar kemur.

Ekki að Jón hafi lausnir, en hann misbýður ekki fólki.

 

Það þarf ekki meira til.

Ekki eins og staðan er í dag.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is „Ljóst að flugvöllurinn þarf að fara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Sigmundur þá bara blaðra eftir allt saman???

 

Bústinn pabbastrákur sem fékk almannatengil til að kosta ímynd sína??

Ísland getur orðið fyrirmyndarland, við höfum allt til þess, en rænd og svívirt þjóð, sitjandi uppi með handbendi ræningjanna, býr aldrei í fyrirmyndarlandi, heldur rændu landi og svívirtu.

 

Sigmundur vakti vonir, því hann talaði um margt af viti og skynsemi.  Hann þekkti til hagsögunnar, hann þekkti til nútímasögu Evrópu.  

Hann vissi af hverju stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins myndi aldrei ganga upp, og hann gat sagt frá því þannig að hinn venjulegt fólk skyldi orð hans.  Í greinum sínum og ræðum útskýrði hann neikvæð áhrif niðurskurðar, hann útskýrði áhrif ofurskuldsetningar heimila og fyrirtækja, og hann útskýrði af hverju það yrði að bæta í, byggja upp, að taka á móti kreppubolanum með því eina ráði sem dygði, að taka í hornin á honum og snúa niður.

Milli Sigmundar annars vegar og formanna S-flokkanna, þeirra Jóhönnu og Bjarna var himinn og haf.  Sigmundur skildi, þau skildu ekki.

 

Það er rétt hjá Sigmundi að Ísland geti orðið fyrirmyndarland.

En það er ljóst að það mun ekki gerast í ríkisstjórnartíð hans.  Ekkert af því sem hann sagði fyrir kosningar, segir hann í dag.

Þegar á reyndi bauð hann uppá sömu stefnuna, sömu veruleikafirringuna, sama bullið og Jóhanna Sigurðardóttir.

Ef eitthvað er, óforskammaðri.

Eða hvað á að segja um þessi orð sem Morgublaðið hefur eftir honum undir yfirskriftinni; "Fjárlögin lýsa upphafi sóknar"!! 

 
"Þau boða lækkandi skuldir um leið og hafist er handa við endurreisn grunnstoðanna, heilbrigðisþjónustu og annarra velferðarmála. Álögur á millitekjufólk og lágtekjufólk eru minnkaðar og fyrri skerðingar á kjörum eldri borgara og öryrkja afnumdar. Grunnur er lagður að vexti, fjárfestingu, atvinnusköpun og kjarabótum.“"
 

Er eitt orð satt í þessu??

Er eitthvað sem á sér stoð í raunveruleikanum???

 

Það sem næst kemst  raunveruleikanum er leiðréttingin á kjörum eldri borgara og öryrkja, en eitthvað heyrist mér að fólk í þeim hópi sé ekki sátt við þá fullyrðingu að skerðingar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur séu allar dregnar til baka.  En vissulega er þetta réttlætisspor og fyrir það ber að þakka.

En restin er í besta falli argasta háð um þann raunveruleika sem fjárlagafrumvarpið hýsir.

Og á þeim tímapunkti sem það er lagt fram, fjögur ár óhæfu ríkisstjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að baki, þá er það ekki bara vont, heldur upphaf af endinum.  Það vita það allir sem grípa inní stjórn skips sem er komið langleiðina uppí kletta, að þegar í brimgarðinn er komið, þá er of seint að snúa við.  Í besta falli er hægt að finna leið að landi sem hugsanlega gæti bjargað áhöfn þó skipið farist.

 

Sigmundur Davíð á eitt loforð eftir ósvikið, og það er atlaga hans að erlendu kröfuhafa bankanna.  

Margt bendir til þess að það hafi verið innantómt hjal eins og allt hitt.

Hjal til að ná völdum, án nokkurs vilja til þeirra átaka sem þarf til brjóta vogunarsjóði og leppa þeirra á bak aftur.

Þó er eitt sem bendir til að eitthvað verði gert.  Og það eru hin algjöru svik Sjálfstæðisflokksins  gagnvart skuldalækkun heimilanna sem flokkurinn ætlaði einmitt að ná í gegnum ríkisfjármálin.  Eftir standa tillögur Framsóknarflokksins sem sjálfstæðismönnum þóttu með öllu ótækar.

En verði þær líka sviknar, þá er allt svikið.  Sem bendir til að einhvers er að vænta.

 

Sigmundur Davíð hefur klúðrað öllum sínum málum, hann þagði í sumar, laug í kvöld.

Hann fékk sitt tækifæri, og hann misnotaði það.

Annað tækifæri mun hann ekki fá.

 

Nema, nema ......, hann taki slaginn við vogunarsjóðina.

Þar er efinn sem aðeins tíminn kann svar við.

Kveðja að austan.


mbl.is Ísland getur orðið „fyrirmyndarland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálpaði Steingrímur við ræðuskrifin??

 

Að eigin sögn er Steingrímur Joð hjálpsamur þessar dagana, heldur á töskum, mætir á fundi, heldur uppi aga í þingsal.  

Spurningin er því, hjálpaði hann við ræðuskrifin, sem reynslubolti mikill, jafnt í stjórn sem stjórnarandstöðu.

Katrín hefur örugglega þegið góð ráð en stóra spurningin er, hvað með núverandi fjármálaráðherra??

Sem þarf að útskýra öll sviknu loforðin og réttlæta um leið áframhaldandi stefnu síðustu ríkisstjórnar.

 

Steingrímur er vanur maður á þessu sviði.

Gæti örugglega hjálpað, gæti jafnvel skrifað sjálfa ræðuna án þess að nokkur yrði þess var.

 

Spurningin er með stolt Bjarna, þiggur hann ráð frá þeim sem ráð hafa að gefa.

Það skýrist í kvöld, ef ræðan er mælsk, og ekki vottur af iðrun yfir sviknum orðum, þá er handbragð Steingríms auðþekkt.

En hinn möguleikinn er vissulega til staðar, að þeir noti sama ræðuskrifara, einhvern óþekktan úr fjármálaráðuneytinu sem þráir að geta lokað ríkisreikningunum á núlli þó það sé á kostnað velferð og velmegun þjóðarinnar.

 

Allavega mun þjóðin hlusta á sömu ræðuna og hún hefur heyrt frá Hruni.

Að hún hafi ekki efni á tilveru sinni því fjármagnið þarf sitt.

 

Og sömu menn munu klappa og áður, menn sem kallast stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar.

Þeir kyngja öllu, þeir styðja sína menn.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Ætlar ekki að vera til vandræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frost á sér sínar skýringar.

 

Frostið í janúar er vegna þess að það er vetur.  Frostið í júlí vegna þess að kalt loft frá Norður Pólnum berst til landsins með sterkri hæð yfir Grænlandi.

Og hagnaður bankanna útskýrir frost efnahagslífsins.

 

Það er ekki skattastefna síðustu ríkisstjórnar, hún gerði aðeins illt verra, það var ekki niðurskurður síðustu ríkisstjórnar, hann gerði aðeins slæmt vont.

Mergsjúging bankanna er meginskýring þess að hér er allt í kyrrstöðu, og þeir sem halda öðru fram, þiggja sporslur frá þeim sem blóðmjólkunina stunda.

 

Og það er ekki lausn að skattleggja þennan hagnað, slíkt er aðeins sú skammtímalausn sem felst í næringu blóðmjólkunarinnar, og lýkur um leið og mjólkurkýrin hættir að mjólka.

Lausnin felst í því að skera niður vexti og aflétta skuldaáþján heimila og fyrirtækja.

Lausnin felst ekki í því að skera niður vaxtarbrodda eða eyðileggja heilbrigðiskerfið endanlega.

Skattalækkanir einar og sér duga ekki, þær fara beint í skuldahítina.  Þær eru líkt og að láta litla trillu fara í togkeppni við öflugan dráttarbát, þó trillan togi í rétta átt, þá verður dráttarbátur stöðnunar og samdráttar lítt var við það átak.

 

Ómenntað fólk, fólk frasa og bábilja stjórnar landinu í dag.  Það þekkir ekki hagsöguna, það þekkir ekki samtímasöguna, veit ekkert hvað er að gerast í þeim löndum Evrópu þar sem frösum þeirra er framfylgt.

Það skilur ekki þann vanda sem við er að etja, og er því ófært að koma með tillögur að lausnum sem virka, sem munu afþýða frostið í efnahagslífi landsins.  Í raun er það hluti af vandamálinu og ein forsenda endurreisnar landsins er að losna við þetta fólk af Alþingi.

 

Erfitt verk bíður þjóðarinnar því ítök vogunarsjóða og fjárbraskara eru rótföst á Alþingi, og ná til allra flokka sem þar sitja.

Það er áberandi að stjórnarandstaðan vælir yfir mörgu, og skammar fleira, en enginn úr hennar röðum hefur haft kjark til að benda í hið raunverulega vandamál þjóðarinnar.

Blóðmjólkun almennings, blóðmjólkun fyrirtækja, blóðmjólkun ríkissjóðs af hálfu fjármagns og fjármagnsafla.

Það er látið eins og hinar háu vaxtagreiðslur ríkissjóðs séu föst stærð sem hafi verið meitluð í steintöflur á svipuðum tíma og boðorðin tíu.  Óumbreytanleg, ekki mannanna verk.  Ekki eitthvað sem hægt er að takast á við, eitthvað sem hægt er að breyta.

 

Það eina sem í raun hefur breyst á Alþingi frá síðasta kjörtímabili er að flokkarnir hafa skipt um hlutverk, en ræðurnar eru þær sömu.

Núna hafa sjálfstæðismenn og framsóknarmenn gleymt öllu sem þeir sögðu um skaðsemi niðurskurðar og mikilvægi þess að bætt væri í til að vega á móti kreppunni.  Og fyrrverandi stjórnarflokkar hafa gleymt að þeir gerðu það sama fyrir ári síðan og þeir gagnrýna núna hástöfum.

Og þeir gerðu það líka árið áður, og árið þaráður, og árið þarþaráður.

Þar, þar, þaráður samdi Sjálfstæðisflokkurinn við AGS um að vernda fjármagn á kostnað þjóðar, eitthvað sem hann gleymdi nokkrum mánuðum seinna þegar flokkurinn lenti alveg óvart í stjórnarandstöðu eftir að Davíð og Styrmir stöðvuðu fyrirhugaða Evrópusambandsaðild flokksins á frægum landsfundi í janúar 2009.

 

Þá töpuðu Bjarni og Illugi fyrir gömlu mönnunum, í dag hafa þeir fengið tækifæri til að bæta fyrir það tap.

Með því að framkvæma alla meginvitleysu ESB í efnahagsmálum, með því að fórna samfélagi fyrir jafnvægi kreppunnar í fjármálum ríkisins.

Tilgangur Brussel er að halda áfram þar sem KarlaMagnús hætti, að skapa Evrópskt stórríki, tilgangur þeirra Bjarna og Illuga er að koma þjóð sinni í ESB.

Kreppan og fátæktin á að lemja fólk til hlýðni.

 

Frost á sér sínar skýringar.

Mannanna afglöp eiga það sér líka.

 

En það er engin skýring að við sem þjóð skulum sætta okkur við óhæfuna, og óhæfufólkið.

Spillinguna, sjálftökuna, sjúkleikann.

 

Sumt er ekki hægt að skýra.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Sex milljónir á klukkustund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 115
  • Sl. sólarhring: 121
  • Sl. viku: 3577
  • Frá upphafi: 1494321

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 3047
  • Gestir í dag: 91
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband