Vitglöp Bjarna.

 

Er að fatta ekki grundvallarmuninn á að reka ríki eða reka heimili.

Heimili skera niður þegar endar ná ekki saman vegna samdráttar launa, ríki bæta í þegar endar ná ekki saman vegna samdráttar.

 

Bjarni hefur haft 4 ár til að tileinka sér afleiðingar niðurskurðarstefnu Brusselelítunnar í löndum Suður Evrópu.  

Fjögur ár hefur hann haft til að tileinka sér einföldustu staðreyndir efnahagsmála, fjögur ár hafði hann til að undirbúa sig til að taka við stjórn ríkisfjármála.

Fjögur ár hafði hann til að móta stefnu sem ekki var ættuð úr ranni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Steingrímur Joð Sigfússon framfylgdi af svo mikilli hörku að nafn hans er ritað í frægðarhöll Friedmans.

 

Og hann klúðraði tækifæri sínu algjörlega. 

Nýtti aðeins tímann til að læra ræður Steingríms utanbókar.

Ræðst að almenning, en hlífir fjármagninu.

 

Vandi ríkissjóðs stafar að vaxtastefnu Seðlabankans og þeim trúarbrögðum Friedmanista að neyða ríkissjóð að taka lán hjá öðrum en Seðlabankanum.

Vandi fyrirtækja stafar af vaxtastefnu Seðlabankans og of mikilli skuldsetningu þeirra eftir að fjárglæpamennirnir sem settu þjóðina á hausinn komust upp frjálsar hendur við endurskipulagningu skulda atvinnulífsins.

Efnahagslífið líður fyrir háa vexti,  mikilli skuldasetningu, skattahækkunum og niðurskurði ríkisútgjalda.

Heimilin líða svo fyrir alla þessa vitleysu sem lýst er hér að ofan.

 

Þjóðin þarf fjármálaráðherra sem skilur þetta.

Núverandi fjármálaráðherra gerir það ekki.

 

Þrautagöngunni er ekki að ljúka.

Kveðja að austan.


mbl.is Endurfjármögnun bankanna kostaði 250 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins sjúkt fólk rukkar sjúka fyrir að veikjast.

 

Ef Sjálfstæðismönnum er svo mikið í mun að útvega LÍ þessa 200 milljónir, þá geta þeir rukkað Pétur Blöndal um hluta af þeim mútum sem hann þáði frá Kaupþingi fyrir að aðstoða bankann við að rústa sparisjóðakerfinu.

Fá hluta af því fé án hirðis sem rann í vasa Péturs.

 

En þetta snýst ekki um 200 milljónir.

Óeðlið er á hærra stigi en það.

 

Þetta er takmörkunarskattur í anda Friedmans, takmarkar aðgang sjúkra að heilbrigðiskerfinu.

Það er þeirra sem standa höllum fæti fyrir í samfélaginu.

 

Flóknara er það nú ekki.

Kveðja að austan.


mbl.is Innheimta gjald fyrir legu á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá sem talaði nútímamál.

 

Og ógnaði stöðu Jóns Gnarr.

Er hættur.

Líklegast vegna þess að Davíð Oddsson leit vitlaust á dagatalið, að það væri ekki 2013, heldur 1913.  Og að hann gæti mótað tuttugustu öldina eftir sínu höfði, alveg eins og Hannes greyið skráði sögu flokksins, eftirá.

 

Ég hef haldið því fram, og bent á hið augljósa, að Besti flokkurinn er kostað skrípi til að klára þjófnað hinna ofurríku, en ég hafði ekki hugmyndarflug til að sjá að Besti flokkurinn væri kaup hinna ofurríku númer 2.

Mogginn var þeirra fyrsta fjárfesting.

 

Núna skil ég fyrirsagnir Samfylkingarinnar, um að réttlæti í skuldamálum, sé ávinningur þeirra sem skulda meira.  Bull sem kostaði Samfylkinguna fylgið, en Mogginn tók upp á sína arma, svo öruggt væri að enginn læsi blaðið eftir næsta haust.

Ég skil það vegna þess að ég þekki til Óskars útgefanda, og veit að hann hefur sál, sem hann álítur verðmæti, og geti grætt á.

En ég skil ekki Steingeitina, sem í kjarna er eins og ég.

 

Er ekki til sölu, og vil rétt.

Og þá er ég ekki að tala um ólíkar lífsskoðanir sem móta hina endanlegu niðurstöðu.

 

Ég vil Sjálfstæðisflokkinn niður fyrir 30% í borgarstjórn, en ég fæ ekki skilið fyrrverandi borgarstjóra flokksins sem vil það sama.

Ekki út frá lífsskoðunum, ekki út frá pólitískum hagsmunum Sjálfstæðisflokksins.

 

En út frá veskinu hans Óskars skil ég það vel, hann hóf snemma söfnun í það.

En að Davíð rúmaðist í því veski fatta ég ekki.

 

Ekki það að ég fagna ekki því að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að vera í borgastjórn, en meiningin var ekki að fella flokkinn til að auka völd hinna ofurríku.

Að skrípi Besta flokksins væru keypt  í annað sinn.

Ef þeir sem nauðguðu þjóðinni réðu ekki öllu, þá myndi ég fagna þessu Hari Kari flokksins, og jafnvel mæta á fund til að klappa upp tungutak fortíðar sem Júlíus Vífill hefur tekið að sér að flytja.

 

En framtíð barna minna er í húfi og þjófar mega ekki stjórna öllu.

Íhaldið hafði sína galla en þjóðin vissi fyrir hvað það stóð.

Heiðarleg sjálfsstæðisstefna er í dag mesta ógn hinna ofurríku, það var hún sem felldi síðustu atlögu þeirra að siðmenningunni.  Hin sjúklega græðgi lærði sína lexíu, hennar mesta ógn, "gjör rétt, þol ei órétt", var skrumskælt með féburði og uppkaupum, þannig að í dag er stefna þeirra sem felldu hina siðlausu græðgi, "gjör rangt, líðum rangindi".

Og er biblía ráðherra flokksins í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs.

 

Máttur hins  illa fjármagns er mikill, óþarfi að minnast á þá staðreynd.

Nema að ég hélt að Steingeitin í Hádegismóum væri ekki til sölu.  Að hún meinti skrif sín um hið kostaða skrípi auðmanna, sem kallast Besti flokkurinn.

Ég fattaði ekki að skrifin voru til að drepa von Sjálfstæðisflokksins, manninn sem talar nútímamál.

Að útgefandinn, sem átti sál til sölu, og seldi hana, að hann hefði selt Morgunblaðið.

 

En við sveitamennirnir höldum svo margt, vitum svo fátt.

Bloggum aðeins þegar við erum hissa um hjaðningavíg þeirra sem við töldum ástæða að berjast gegn.

Ég harma ekki endalok Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.

 

Ég harma hinsvegar sigur hinna ofurríku auðmanns sem rændu og svívirtu þjóðina.

Ég fatta núna að Nei í Icesave voru hagsmunir hluta þeirra, þeirra sem kosta Morgunblaðið, og þess vegna stóð blaðið með þjóðinni.

 

En fattarinn dugar ekki, og harmurinn nær inní dýpstu rætur.

Ég skil ekki Steingeitina sem fórnaði Gísla Marteini.

 

Steingeitur fórna, en þær fórnir eiga sín takmörk.

Ef fórnin vinnur gegn lífinu og framtíðinni, þá er Steingeit ekki þar nærri.

 

Hún fórnar ekki þjóðinni í þágu hinna ofurríku.

Hver sem það gerir, þá er það ekki Steingeit.

 

Hver fórnaði Gísla Marteini??

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Gísli Marteinn hættir í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fársjúk þjóð.

 

Greiðir erlendum aðilum tugi milljarða í vexti, sama tíma og hún lætur heilbrigðiskerfi sitt grotna niður.

Ástandið á Landsspítalanum er eins og á stríðshrjáðum svæðum, starfsemin er við það að hrynja vegna undirmönnunar og álags.  Álag án upplits, sýgur allan þrótt úr fólki þar til einn daginn, það getur ekki meir.  Í bókstaflegri merkingu.

Og þá hrynur allt.

 

Þetta er spítalinn sem sinnir börnunum okkar, foreldrum okkar, og okkur sjálfum þegar við fáum krabbamein, eða aðra lífshættulega sjúkdóma.

Og við eyðileggjum hann því við látum Friedmanista stjórna landinu í þágu auðs og ofurauðmanna.

Tug milljarða vextirnir eru ekkert náttúrulögmál, þeir eru verk þjóna fjármagnsins sem þiggja ríflega þóknun fyrir að rúa þjóð sína.

 

Af hverju halda menn að vextir slefi rétt núllið í höfuðríkjum Vesturlanda??

Það er vegna þess að skuldir þessara ríkja eru það háar, að þau standa ekki undir hærri vaxtarprósentu án þess að eyðileggja innviði samfélaga sinna líkt og gert hefur verið hér á Íslandi.

Þó menn kannski vildu þjóna fjármagninu á þann hátt, þá gera menn það ekki.

 

Mig langar að vitna í Michael Hudson,  sem benti á þessa einföldu staðreynd í grein sem hann skrifaði snemma árs 2009.

 

"Lausn nýfrjálshyggjunnar á þessu vandamáli er að selja eignir með gríðarlegum afföllum til alþjóðlegra arðræningja og brjóta niður félagslegt kerfi þjóða, einmitt þegar þær þurfa mest á því að halda. Þetta gildir þó aðeins um litlu þjóðirnar. Þær þjóðir sem hæst hrópa á Íslendinga að greiða lán spákaupmannanna eru undanskildar. Þar eru fremstar í flokki þær þjóðir sem eru skuldsettastar, Bandaríkin og Bretland, undir stjórn manna sem dytti aldrei í hug að leggja slíkar byrðar á eigin þegna. Um leið og þessar þjóðir lækka skatta og auka á fjarlagahallann reyna þær að kúga peninga út úr smærri og veikburða þjóðum, líkt og þær stunduðu gagnvart Þriðjaheimsríkjum á 9. og 10. áratug síðustu aldar."

 

Við  Íslendingar náðum að andæfa með því að verjast ICEsave fjárkúguninni en ofurvextirnir hafa hægt og hljótt sogið allan þrótt úr hagkerfinu.

Þar að fara tugir milljarðar árlega í vasa erlendra spákaupmanna og vogunarsjóða.

 

Núverandi ríkisstjórn ætlar að greiða þjóðinni rothöggið.

Með niðurskurðarfjárlögum sínum, Fjárlögum dauðans.

 

Það eina sem verður ekki skorið niður, eru vaxtagreiðslurnar.  Við þeim helgu véum Friedmanismans verður ekki hróflað.

Við fjármagninu verður ekki hróflað.

Við afætum auðs og sníkjudýrum sjálftökunnar verður ekki hróflað.

 

Aðeins samfélagið okkar, velferðin okkar, límið sem heldur þjóðinni frá vígaferlum, verður skorið.

Þar sem ekkert meir er til að skera, án þess að það verði skorið til ólífis.

 

Ríkisstjórnin þykist ætla að ráðast á kerfið, kerfið sem er undirstaða valda hennar.

Það mætti trúa því ef hún hefði tilkynntu um uppsögn EES samningsins, sem er undirstaða kerfisvæðingu síðustu 20 ára eða svo.  Sem hún hefur ekki gert og á meðan verður hún að fara eftir leikreglum regluveldis Evrópusambandsins.

Gjörðir sýna vilja, ekki orðaglamur.

Orðaglamur er til að blekkja, þyrla upp moldviðri, til að etja fólki saman.

 

Af hverju er Hörpu stillt upp gegn heilbrigðiskerfinu en ekki hinum erlendu vaxtagreiðslum??

Af hverju er ráðist á útsæðið sem skilar uppskeru í ríkiskassann??

Af hverju er ráðist á græðlingana sem skila framtíðarvexti í hagkerfið??

Af hverju er ráðist á réttlæti skuldaleiðréttingarinnar með afbökun og rangfærslum??

Af hverju er sama ræðan flutt og hjá síðustu ríkisstjórn??

 

Af hverju, af hverju??

Hvað er að okkur, af hverju látum við þetta líðast??

 

Að við séum rænd þjóð, svívirt.

Og að þeir sem rændu okkur og svívirtu ráði öllu í gegnum þjóna sína og leppa.

 

Erum við fársjúk þjóð??

Þekkjum við ekki lengur muninn á röngu og réttu.

 

Og gerum rangt, líðum órétt. 

Látum fólk deyja svo fé dafni.

 

Eitthvað mikið er að í landi feðra okkar.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Liggur ekki á að komast úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins viðspyrna gegn taumlausri græðgi.

 

Hefði mátt koma fyrr, til dæmis þegar auðmönnum var leyft að kaupa Ísland fyrir verðlausa pappíra.

Að fólk hefði tekið höndum saman gegn taumlausum Friedmanisma, að fjármagni drottni yfir öllu mannlífi.

En samfélög er hægt að endurreisa, en náttúrspjöll eru óafturkræf.

 

Og því meir sem gengur á ósnortna náttúru, því verðmætara er það sem eftir er.

Og okkur ber að varðveita, höfum við hin minnstu tök til þess.

 

Hraunvinir gera það sem við eigum öll að gera.

Sýna það í verki að þeim er ekki sama, og eitthvað sé þess virði að berjast fyrir.

 

Eins og við gerðum í ICEsave.

Eins og við munum gera þegar Friedmanistar svíkja þjóðin um leiðréttingu á ránum verðtryggingarinnar.

 

Þjóðin er að rumska.

Það eru menn þarna úti sem eru byrjaðir að vekja hana.

 

Við munum eignast samfélag okkar aftur.

Kveðja að austan.


mbl.is Pattstaða í hrauninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtið en þó kannski ekki.

 

Það þarf góða leitarvél til að finna mun á Besta flokknum og hinum kerfisflokkunum.

Núverandi borgarstjórn er kerfisstjórn sem reynir eins og aðrar kerfisstjórnir að láta enda ná saman, og starfar innan ríkjandi ramma laga og reglna.

Besti flokkurinn er enginn byltingarflokkur en það er eitthvað við hann sem gengur upp.

Það er eins og hann fangi betur nútímann en aðrir flokkar.

 

En það þarf meira til ef flokkur augnabliksins ætlar að lifa af tvennar kosningar, með um og yfir 30% fylgi.

Stóra skýringin er aulaskapur andstæðinganna sem hvorki hafa kunnað að mæta húmor Jóns Gnarr eða ná tökum á tungumáli nútímans.

Og fyrst að Besta flokknum tókst hvorki að klúðra sjálfum sér með innbyrðis deilum eða stjórn borgarinnar með fleirum axarsköftum en gengur og gerist hjá öðrum kerfisflokkum, þá býr hann að því forskoti að vera ekki flokkur gærdagsins.

Með menn gærdagsins í forystu.

 

Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki ógna Besta flokknum.

"Ég býð, þú borgar", meint slagorð Júlíusar Vífils, sem flokkseigandafélagið með Moggann í þungamiðju, ætlar að tefla fram sem oddvita gegn Jóni Gnarr, segir allt sem segja þarf.

Ekki bara vegna þess að svo stutt er síðan að vildarvinir Sjálfstæðisflokksins tóku þetta kjörorð bókstaflega, og létu þjóðina borga sukk sitt og svínarí, heldur ekki síður vegna þess að þeir sem þetta slagorð höfðar til, kjósa flokkinn hvort sem er.

Og það þarf ekki að brýna þetta fólk, Jón Gnarr sér alveg um það.

Aðrir eru ósnortnir af svona röfli og frösum.

 

Þegar það bætist við Sjálfstæðisflokkurinn mun afhjúpa sig með næstu fjárlögum, Fjárlögum dauðans, sem flokk fjármagnseiganda og ofurauðmanna, líkt og handbendi AGS í síðustu ríkisstjórn, og við taka stanslausar erjur við þjóðina næsta vetur, þá er ekki líklegt að steingeld forysta andlegra gamlingja muni höfða til þess fólks sem núna ætlar að kjósa Besta flokkinn.

Líklegra er að fylgið stráfalli en að magnist upp í forystuafl í Reykjavík.

Víglínan gæti verið í 25% eins og hjá flokknum á landsvísu.

Og jafnvel neðar ef eini mælandi maðurinn í borgarstjórnarflokknum verður á hliðarlínunni að kröfu flokkseiganda.

 

Það eina sem gæti ógnað Besta flokknum er nýtt framboð sem bendir á hið augljósa.

Að flokkurinn er kostað skrípi auðmanna og vogunarsjóða og er ætlað að hindra að afl myndist gegn völdum þeirra og því sjálftökuhagkerfi sem þeir hafa byggt upp eftir Hrun.

Stuðningurinn við ICEsave frá fyrsta degi, "ekki orð" um herferð auðmanna gegn þjóðinni, "ekki aðgerð" til að styðja fórnarlömb Hrunsins, "ekkert" sem sker sig frá hefðbundnum hægri flokki annað en fíflaskapur og trúðsmennska.

Og slíkt í miklu hófi.

 

Þjóðin er í álögum, en það er eðli álaga að þau rofna.

Sýndin brestur, raunveruleikinn blasir við, þannig að allir sjá og skilji.

 

Við erum rænd þjóð, við erum svívirt þjóð.

Og við verjum okkur ekki.

 

En hve lengi enn???

Svarið við þeirri spurningu er um leið svarið hvenær fylgi Besta flokksins hættir að skipta máli.

Fjárlög dauðans geta verið örlagarík fyrir fleiri en borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins.

 

Og þau nálgast.

Klukkan tifar.

Álög munu rofna.

 

Þjóðin mun rísa.

Upp.

Á ný.

 

Það er ekki spurning, þar er enginn efi.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Besti flokkur stærstur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin hefur heyrt þessi orð áður.

 

"Atvinnuleysi komið niður í 4,5%, vaxandi hagvöxtur og ríkisfjármálin í betri málum vonandi með nýrri ríkisstjórn."

Sem er skýring þess að hún kaus ekki yfir sig aftur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Sem er skýring þess að Sigmundur Davíð er forsætisráðherra.

 

Þessi orð voru sögð gegn raunveruleikanum, skuldaánauð fólks og fyrirtækja, hrörnun innviða samfélagsins,  útburði fólks.

Þjóðin sá raunveruleikann og lét orðinn ekki blekkja sig þrátt fyrir magnaðan áróður auðmanna og skrípenta þeirra.

 

Og gerði kröfu um breytingar.

Ekki til að það væri skipt úr drakt í jakkaföt heldur úr lygi í sannleika, úr aðgerðaleysi í aðgerðir.

Úr svartnætti í von.

 

Og uppskar sömu orðin, sama aðgerðaleysið.

Sama Friedmanismann, sömu óráðin.

 

Eða hvað??

Kveðja að austan.

 


mbl.is Íslendingar aldrei viljað í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómenning.

 

Ættuð úr ranni Friedmanista.

Þeirri kenningu þeirra að fólk eigi að éta það sem úti frýs, geti það ekki borgað.

Samt á það um leið að þrífa undan þeim skítinn og halda grunnstoðum samfélagsins gangandi í illa borguðum störfum sínum.

 

Sú nöturlega lýsing sem kemur fram í þessari fréttatilkynningu Krafts er öllum stjórnmálamönnum sem setið hafa á Alþingi síðustu 20 árin til ævarandi skammar.

Háðungar.

Vansæmdar.

 

Þetta á ekki að vera svona.

Þetta þarf ekki að vera svona.

 

Afsökunin er enginn.

Kveðja að austan.


mbl.is Áhyggjur af ungu fólki með krabbamein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friedmanismi í sinni tærustu mynd.

 

Hefur stjórnað landinu frá Hruni,.

Innviðir samfélagsins eru skipulega sveltir á meðan tugir milljarðar eru afhendir vinum og vandamönnum fjármagnsins í vexti og vaxtavexti.

Þegar hrun samfélagsþjónustunnar blasir við, þá er kanínan í töfrahatti Friedmanista, einkavæðing.

Rökin eru léleg þjónusta, peningaskortur og guð má vita hvað.

 

Þessi atlaga að almannaheill er ekki bara bundin við Ísland, hún tröllríður vestrænum samfélögum í dag.

Gjaldmiðlar eru varðir á meðan almannaþjónusta blæðir út.

Fjármagnið er verndað, almenningi fórnað.

 

Landsspítalinn ákallar þjóðina, sem heyrir ekki.

Einn daginn berst ekkert ákall, það verða engir eftir til að senda út slíkt kall.

 

Fjárlögin 2014 er síðasta tækifæri þjóðarinnar til að verja það kerfi sem tók áratugi að byggja upp, kerfi sem sinnti öllum sem þurftu, óháð efnahag, óðháð búsetu, óháð þjóðfélagsstöðu.

Verði áfram skorið niður, þá er þetta búið.

Við tekur draumur Friedmansista, martröð hins venjulega manns.

Heilbrigðisþjónusta háð tekjum og stöðu.

 

Sem vissulega er rökrétt niðurstaða af því að kjósa Friedmanista til valda.

En ekki það sem þjóðin vildi.

Kveðja að austan.

 


mbl.is „Það var aldrei góðæri á Landspítala“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ísland fyrst út úr kreppunni!"

 

Er það??

Í hvaða heimi lifir Sigmundur Davíð???

Sama heimi og Jóhanna Sigurðardóttir???

Gerviheimi.

 

Íslenska hagkerfið er í djúpstæðri kreppu sem enginn sér framúr..

Það fjárfestir ekki, það er skuldum vafið.

Það er með verðtryggðan gjaldmiðil, það eru gjaldeyrishöft.

 

Utanðkomandi aðstæður, sem við sem þjóð höfðum engin áhrif á, makríll og ferðamenn, héldu lífi í hagkerfinu.

Og sjálfstæður gjaldmiðill.

Og almenningur sem var tilbúinn að bera byrðarnar í von um betri tíð.

 

En hve lengi enn mun almenningur bíða, hve lengi enn munu innviðir samfélagsins þola fjársvelti??

Hve lengi enn mun atvinnulífið skila tekjum án þess að fjárfesta???

Hve lengi enn mun landið komast af án ríkisstjórnar??

 

Það er spurningin, þar er efinn.

Kveðja að austan.


mbl.is Ísland verði fyrst út úr kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot 2025-09-19 at 16-13-03 Bandaríkin beittu aftur neitunarvaldi
  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 3168
  • Frá upphafi: 1494323

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2679
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband