Stendur Gnarrinn uppúr??

 

Íslenskir stjórnmálaforingjar urðu sér til ævarandi skammar á Alþingi í gær.  

Kinnroðalaust þá skiptu þeir um hlutverk, en ekki ræður.

Þeir fluttu ræðu stjórnar, og ræðu stjórnarandstöðu, sömu frasarnir, sömu nálganirnar, sama aðgerðarleysið.  

Veruleikafirring þeirra var algjör, ef þeir gista sömu plánetu og við hin, þá er allavega ljóst að þeir eru ekki í sömu vídd.

 

Og á meðan blæðir þjóðinni út. 

Arðrænd af innlendu og erlendu fjármagni

 

Þá les maður viðtal við Jón Gnarr, ljómandi gott viðtal.

Rökstuðningur sinna sjónarmiða, ekki frasar, ekki bull.

Fólk þarf ekki að vera sammála Jóni, en það skilur hann.

Hann er á sömu plánetu, í sömu vídd.

 

Gnarrinn er kominn til að vera.

Og hann mun leggja fjórflokkinn ef ekki verður breyting á bullinu sem þar kemur.

Ekki að Jón hafi lausnir, en hann misbýður ekki fólki.

 

Það þarf ekki meira til.

Ekki eins og staðan er í dag.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is „Ljóst að flugvöllurinn þarf að fara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður rökstuðningur? Lestu fyrstu málsgreinina og útskýrðu rökfræðina á bak við hana.

Finnst þér þessi snillingur bera af? http://eyjan.pressan.is/frettir/2011/03/15/jon-gnarr-greidir-atkvaedi-med-icesave-thvi-hann-er-ordinn-leidur-a-malinu/

Við hérna í Reykjavík þurfum að þola kjánann á meðan aðrir geta bara hlegið að honum.

Kalli (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 10:00

2 Smámynd: Njörður Helgason

Jón Gnarr sveiflar ekki um sig lygi eins og Sigmundur og Bjarni. Jón talar skýrt og styður vel sitt mál.

Njörður Helgason, 3.10.2013 kl. 10:04

3 identicon

Gnarrinn lofaði að svíkja öll kosningaloforðin fyrir síðustu kosningar (sem hann gerði), hann er stoltur af þekkingarleysi sínu á helstu málefnum borgarinnar (Orkuveitan), ef hann er gagnrýndur þá segir hann að það sé einelti eða ofbeldi. Borgarstarfsmaður sagði í viðtali hjá Rás 2 fyrir nokkrum mánuðum að stjórn borgarinnar þyrfti að aðlaga sig að borgarstjóra sem væri ekki að stjórna eða vildi vera inn í málefnum borgarinnar. Gnarr sjálfur segir síðan að það mikilvægasta við starf sitt sé að hann sjálfur skemmti sér.

Þeir kjósa hann sem vilja.

Kalli (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 10:12

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Kalli fyrir að koma svona snöggt inn, ég leit aftur á pistilinn og sá þá stafsetningarvillu í fyrirsögn, sem er alltaf leiðinlegt og gott að geta leiðrétt í tíma.

Víkjum þá að því sem angrar.

Hvað viltu að ég segi um rökstuðninginn í fyrstu málsgrein??, vona að þú sért að vísa í samantekt Mbl.is,  er þetta ekki eins skýrt og framast getur???  Hann ætlar ekki að keyra gegn meirihlutanum, sem er eitthvað sem íslensk stjórnmálastétt mætti hafa bak við eyrað, en hann færir rök fyrir að flugvöllurinn þurfi að fara.

"spurning hvert, með hvaða hætti og hvenær" .

Rökin koma svo á eftir, rök sem þú getur tekið afstöðu til.

Það eina sem mér dettur í hug að skýri gremju þína er að Jón kom þessu skammlaust frá sér, það gerði þig graman, en fékk mig til að pistla.

Hvort pistill minn er Jóni til hrós, eða stjórnmálastéttinni til háðungar má svo alveg velta fyrir sér, og þeir sem lesa mig reglulega vita alveg svarið.

Varðandi fortíðina sem þú vitnar í, þá verð ég að benda þér á að ég er að fjalla um nútíð, og legg út frá þessu viðtali.  Líklegast á fortíðin samt þátt í "hissun" minni svo ég beygi aðeins íslenskuna til að ná að lýsa Gnarrinum.

En mér fannst Jón ekki mjög snjall í þessari frétt sem þú vísar í, reyndar mjög ósnjall, og fyrir vikið lenti Besti flokkurinn á sérstaka hillu hjá mér sem heitir, "handbendi vogunarsjóða", ICEsave þjófa eða hvað annað eftir því hvernig liggur á mér.

Og er á þeirri hillu ennþá.

En ég er bara ekki að fjalla um það í þessum pistli.

Að lokum vil ég benda þér á Kalli að ef þú þolir kjánann illa, þá skaltu hættu að styðja fólk sem er verra en kjánar, og spá í að styðja fólk sem er annað en frasi og heimska.

Því ef eftirspurn er eftir slíku fólki, þá segir lögmálið um framboð og eftirspurn, að slíkt fólk mun stíga fram.

Orsakasamhengið er nefnilega ekki öfugt, að framboð skapi eftirspurn, þess vegna uppskerir þjóðin eins og hún sáir til.

Stjórnmálastétt þar sem Gnarinn stendur uppúr.

Flóknara er það nú ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2013 kl. 10:31

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Sammála því Njörður.

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2013 kl. 10:32

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér hefur nú skilist að meirihluti Reykvíkinga vilji flugvöllinn áfram, hvað er maðurinn eiginlega að bullal.  Hann er sama þykkildið og Jóhanna Sigurðardóttir, ekkert kemst inn fyrir hausinn á honum nema það sem hann vill sjálfur, slíkt fólk er stórvarasamt, svo ekki sé meira sagt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2013 kl. 10:43

7 identicon

Ómar til að forðast misskilning þá var ég að vísa í fyrstu málsgreinina í frétt Mbl. Þar segir Jón í sömu setningu að flugvöllurinn verði að vera (ekki hægt að hunsa vilja borgarbúa) og verði að fara.

En það skiptir litlu máli. Stjórnmálamaður sem heldur því fram að samþykkja ætti Icesave vegna þess að "hann væri orðinn leiður á því" er óhæfur.

Kalli (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 10:57

8 Smámynd: Ómar Geirsson

"Jón Gnarr, borgarstjóri segir að ekki sé stætt á því að hunsa vilja meirihluta borgarbúa sem vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni".

Ég sé nú ekki annað Ásthildur en að hann viðurkenni þessa staðreynd, en færir síðan rök fyrir því af hverju hann telur að völlurinn þurfi að fara.

Það er rökstuðningur sem knýr umræðu áfram, ekki frasar.

Persónulega finnst mér að leysa þennan hnút, sem flugvallarmálið er í, að hætti Alexanders mikla, með því að höggva á hann.

Eini friðurinn um innanlandsflugið er að flytja það frá Reykjavík, til Akureyrar.  Samhliða þarf að flytja helstu stjórnsýslustofnanir til Akureyrar því góðar samgöngur eru jú forsenda staðsetningar þeirra.

Reykvíkingar ráða svo hvort þeir nota Keflavíkurflugvöll, eða engan flugvöll.  

Sama er mér.

En ég reikna samt ekki með að það séu allir sammála mér.

Rök eru jú til að taka afstöðu til, ekki að þau séu órök því þau halda fram annarri skoðun en maður hefur sjálfur.

Og Gnarrinn er margt, en Jóhanna er hann ekki, þó hann klæði sig í kjól endrum og eins.

Kveðjur vestur, að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2013 kl. 10:58

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, Kalli hann sagði það ekki.

Hann sagði að það væri ekki hægt að knýja fram ákvörðun í trássi við vilja meirihluta borgarbúa, en hann hins vegar teldi að völlurinn ætti að fara.

Á þessu, og því sem taldir hann sagt hafa, er reginmunur..

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2013 kl. 10:59

10 identicon

Ef þessi pistill er lesin þá sýnir hann og sannar að flugvöllurinn á að vera þar sem hann er; http://www.visir.is/rokin-um-flugvollinn-i-vatnsmyri-standast-alla-skodun!/article/2013710039977. Þar að auki væri gaman að vita hvernig á að fjármagna byggingu á nýjum flugvelli. Hvorki ríkissjóður eða borgarsjóður eru færir um það núna né næstu 10 - 15 árinn. Við verðum að huga að því að ekki er hægt að loka Reykjavíkurflugvelli og byrja svo að byggja annann.

Kjartan (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 13:54

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Þar er ég mikið sammála þér Kjartan.

Það er eðli góðrar rökfærslu að hún leiðir til niðurstöðu, til dæmis afhjúpar hún hvar menn hafa rangt fyrir sér.

En þeir sem tala í frösum, hugsa í frösum hafa alltaf rétt fyrir sér.

Og ná ekki einu sinni því að vera kjánar.

Svoleiðis fólk stjórnar Íslandi í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2013 kl. 14:15

12 identicon

Ómar,

Þetta er það sem Jón sagði (tekið úr Kjarnanum, upprunalega viðtalinu):

"Ekki er stætt á því að hunsa vilja meirihluta borgarbúa sem vilja hafa flugvöllinn áfram."

og síðan strax á eftir:

"En hann fer. Annað kemur ekki til greina,“

Auðvitað er þetta í mótsögn við hvort annað!

Kalli (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 14:20

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta er mótsögn, ber ekki á móti því.

Minni aðeins á að þessi orð mín, "vona að þú sért að vísa í samantekt Mbl.is, ".

Það er nú ekki þannig að ég hafi nennt að lesa viðtal við Jón Gnarr um flugvöllinn.

En ég las viðtalið við hann í Morgunblaðinu sem Kolbrún tók við hann á sínum tíma.

Það var gott viðtal.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2013 kl. 14:37

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eini friðurinn um flugvöllinn ef hann verður ekki í Vatnsmýrinni er að hann verði fluttur til Keflavíkur, og höfuðborgartitillinn með, ásamt öllum opinberum stofnunum sem sinna landsbyggðinni, fyrirtæki og verslanir kæmu síðan örugglega á eftir, því málið er að Reykjavík hefur einmitt notið nálægðarinnar við innanlandsflugið. 

Þá yrði fyrst allt vitlaust ef það ætti að flytja hann til Akureyrar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2013 kl. 14:39

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvað er að því að allt verði vitlaust Ásthildur??

En innanlandsflug leggst niður í núverandi mynd ef það verður flutt til Keflavíkur.  Ástæða þess er ákaflega einföld, þá er tímamunurinn milli þess að keyra og fljúga frá Akureyri það lítill, að æ fleiri myndu keyra.  Þróun sem þegar er hafin, ef fleiri en einn þarf að ferðast.  

Án Akureyrar er ekki hægt að reka þessa þjónustu sem Flugfélag Íslands veitir. 

Nafni minn Ragnarsson bendir á í bloggi sínu í dag að góðar samgöngur séu forsendur höfuðborgar, vilji höfuðborg ekki samgöngur, þá gegni hún ekki hlutverki sínu lengur.

101 Reykjavík vill ekki samgöngur, og í stað þess að standa í þessu eilífðarþrasi þar sem sífellt er verið að þrengja að flugvellinum, þá á að stíga skrefið til fulls, og flytja höfuðborgina þangað þar sem til staðar er vilji er til að uppfylla skyldur höfuðborgar.  

Vilji Reykvíkingar ekki sátt, þá eigum við að slíta öllum stjórnunartengslum við þá.

Þegar ótímabær dauði náungans skiptir menn engu í offorsi sínu, þá er óbrúanleg gjá milli tómhyggjunnar annars vegar, og hins siðaða manns hins vegar.

Gjá sem verður aldrei brúuð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2013 kl. 15:08

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála því að ef Reykjavík vill ekki samgöngur við landsbyggðina, ber að flytja hana þangað sem hagstæðast er fyrir landsbúa.

Sá staður er Keflavík, þar er nóg pláss fyrir allar þær byggingar sem þarf að byggja til að tryggja þjónustuna, þá þurfum við ekki að fara gegnum Reykjaík til útlanda. 

Það eru örugglega businessmenn og stjórnmálamenn á Akureyri og nágrenni sem þurfa að skreppa til höfuðborgarinnar að morgni og heim aftur að kvöldi og kjósa frekar að sitja í flugvél en að aka þessa leið.

Það sem ég á við með allt vitlaust, er að ef þú hefur ekki orðið var við það að það er mikill landsbyggðarígur hér á landi og mörgum finnst sem Akureyringum hafi verið hyglað nóg undanfarin ár, þar hafa farið fyrstir í flokki stjórnmálamenn þaðan sem hafa miskunnarlaust verið með kjördæmapot í sitt heimahérað, á kostnað annara.  Þannig er það nú bara. 

En við megum reyndar ekki fara að rífast svona innbyrðis um staðsetningu flugvallarins, því það grefur bara undan samstöðu landsbyggðarinnar og er hún nú ekki beysin fyrir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2013 kl. 15:20

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú segir nokk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2013 kl. 15:45

18 identicon

Jón hefur margoft sagt að það sé ekki að marka neitt sem kemur frá honum

Þetta var bara smá grín

ég lofa að svíkja

allt sem ég lofa

eða ekki

Grímur (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 19:57

19 identicon

Stendur Gnarrinn uppúr?

Nei.

Hann er bara búinn að læra smávegis pólitík á tæpum 4 árum.

Gefðu hinum greyjun smá sjens - margir þeirra stóla á ráðgjöf misviturra og illa ráðgefandi eftirhreyta velferðarstjórnarinnar.

Láttu ekki hafa þig að fífli góði maður.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 20:33

20 identicon

"hinun greyjunum" ætlaði ég að segja.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 20:34

21 identicon

Nýjan MEGA-VÖLL með hátæknisjúkrahúsi á Rangárvelli, og tollahlið við litlu kaffistofuna

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 22:23

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú getur þá ímyndað þér standard þeirra sem hann gnæfir yfir Grímur.

Fátt er betra en að láta hafa sig af fífli, ef maður tekur það ekki of alvarlega.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2013 kl. 22:24

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Lýst vel á það Jón Logi, völlurinn ætti líka að nýtast Landsmóti hestamanna.

Eiginlega held ég að allir sjái sér hag í að hafa flugvöll, nema 101 Reykjavík.

Og af hverju ekki að aflétta þeirri áþján af þeim???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2013 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 142
  • Sl. sólarhring: 420
  • Sl. viku: 4787
  • Frá upphafi: 1326318

Annað

  • Innlit í dag: 132
  • Innlit sl. viku: 4230
  • Gestir í dag: 131
  • IP-tölur í dag: 125

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband