Viljum við svona samfélag??

 

Þar sem alvarleg veikindi eru ekki bara spurning um líf eða dauða, heldur líka hvort fólk komist af fjárhagslega??

Að þegar bata er náð þá er það fulltrúi sýslumanns sem samfagnar manni, svona um leið og hann afhendir útburðartilkynninguna.

Við getum öll veikst, okkar nánustu geta veikst, vinnir okkar, vinnufélagar, samferðarfólk.

Sjúkdómar gera ekki mannamun, þeir leggjast til dæmis líka á sjálfstæðisfólk.

Á mig, á þig.

 

Á síðustu árum höfum við falið fólki að stýra landinu sem telur fjármagn æðra fólki.

Spenar eru útbúnir til að auðvelda fjármagninu að sjúga verðmæti úr hagkerfinu, og þegar að kreppir, þá er fólk skorið svo hægt sé að gefa fjármagninu blóð.

 

Samt er fjármagn ekkert annað en peningar sem búnir eru annars vegar til í prentsmiðju, og hinsvegar úr kóda núll-einn gilda í tölvukerfum.  Verðgildi þeirra ræðst svo af verðmætasköpun okkar, hve menntuð við erum, hvað við framleiðum mikið, og hve mikið við flytjum út af vörum í önnur hagkerfi.

Engin verðmætasköpun, ekkert verðgildi.

Fjármagnið er algjörlega háð fólkinu sem skapar verðmætin.

Ekki öfugt.

 

Fjármagnsdýrkun er því blóðug skurðgoðahjátrú líkt og sóldýrkun Azteca og á ekki að líðast í siðuðu samfélagi.

Samt líðum við Íslendingar hana, og það sem meira er, við leyfum fjármagnsdýrkendum að stjórna landinu.

Og látum krabbameinssjúklinga ekki bara glíma við dauðann, heldur líka við óttann um Útburð.

Eins og við óttumst að sólin komi ekki upp að morgni ef við fórnum ekki fólki.

En álítum okkur samt siðað fólk.

 

Það er eitthvað sem gengur ekki upp í þessu dæmi.

Eitthvað sem snýr að okkur.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Milljón úr eigin vasa í meðferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þú segir nokkuð Ómar, ég fór í krabbameinsmeðferð 2010 sem kostaði mig yfir 5 miljónir og ég fékk enga niðurgreiðslu frá Ríkinu.

Ég er ekkert ósáttur við þetta og ættlast ekkert til að aðrir greiði fyrir minn sjúkrakostnað, en ég er ánægður að ég er enn á lífi.

Er ekki kominn tími til að fólk hætti að vonast til að Ríkið borgi fyrir allt og fólk fari að hugsa um sig sjálft.

Kveðja frá Niamey Niger.

Jóhann Kristinsson, 4.10.2013 kl. 13:06

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú hefðir sem sagt drepist Jóhann ef þú hefðir ekki átt þessar 5 milljónir tiltækar.

Íhugaðu aðeins betur orð þín og komdu svo aftur að spjalla.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.10.2013 kl. 13:32

3 identicon

Jóhann - En til hvers ertu þá að borga skatta?

Getur þú ekki lagt þinn veg sjálfur, eða bara gengið í vinnuna?

Eða, hvers vegna ekki að smíða þítt reiðhjól sjálfur?

Velferðarkerfið byggist á því að nýta skattapeninga eftir þörfum samfélagsþegnana en ekki í gæluverkefni.

Þín krabbameinsmeðferð átti ekki að kosta þig neitt, ef velferðarkerfið er virkt og ekki þjófar sem stela þínum skattpeningum.

Kveðja frá Spáni.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.10.2013 kl. 13:35

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er eitthvað skrítið við þá hugsun að allt eigi að vera frítt og Ríkið á að borga frá mínu sjónarhóli séð.

Það sem flestir fara fram á er ekki fræðilegur möguleiki að framkvæma með þeim tekjum sem Ríkissjóður hefur í dag.

Sjálfsagt er hægt að láta Ríkið borga allt sem fólk fer fram á, en sennilega verða skattar og gjöld að hækka töluvert til að fjármagna allt það sem fólk vill láta Ríkið borga.

Ríkið er ekki fyrirtæki og hefur í sjálfu sér engar tekjur, heldur kemur fjármagnið frá almennum borgurum og fyrirtækjum.

Kanski að það ætti að vera system sem skattgreiðendur mundu hafa meiri áhrif á í atkvæðisgreiðslum. Setjum til dæmis upp dæmi:

Ef að bíókarlar vilja fá 2 miljarða í styrk þá þarf skattgreiðandi að greiða 2% hærri skatta, ertu með eða á móti? Völ á Svörum Já eða Nei.

Viltu að það verði byggt nýtt hátæknisjúkrahús ef skattar hækka um 25%? Völ á svörum Já eða Nei.

Villt þú að allur sjúkrakostnaður sé greiddur af Ríkinu ef skattar verða hækkaðir um 30%? Völ á svörum Já eða Nei.

Og svona mætti lengi telja um framkvæmdir Ríkisins, spurningin er einföld; hversu mikla skatta vill almeningur borga til að fá þá þjónustu sem þau vilja fría frá Ríkinu.

Auðvitað er ekkert frítt, einhver verður að borga fyrir kostnaðinn ekki satt. Það sem ég sé í þessu fjármálafrumvarpi er einfaldlega: það er ekki til fjármagn í kassanum að gera allt það sem landsmenn vilja, nema að hækka skatta.

Og eins og ég benti á hér að ofan hversu mikla skatta og gjöld af tekjum eru landsmenn tilbúnir til að láta af hendi til Ríkisins fá til að allt sé frítt?

Ég held að það væri betri lausn að koma Ríkinu út úr sem flestum framkvæmdum, en auðvitað er þjónusta sem kemur til með að verða handlað af Ríki og Bæ eins og til dæmis gatnagerð.

Til þín Ómar ég hef ekki verið þekktur fyrir það að leggjast niður og fara að væla og gera ekki neitt af því að allir eru svo vondir við mig (Ríkið vill ekki borga fyrir mig).

Kanski ef skattar væru lækkaðir (hvað ættli það sé mikið af tekjusköttum sem eru ættlaðir heilbrigðiskerfinu?) ég bara að gizka á, um 15% og fólk keypti sér almennilegar sjúkratryggingar fyrir þessi 15% sem ekki færu í skatta, þá kanski þyrftu landsmenn ekki að stóla á þetta þykjastuniheilbrigðiskerfi á Íslandi?

Ekki stóla ráðherrar á þykjastuniheilbrigðiskerfið á Íslandi, ef þeir fá nasakvef þá eru þau komin til læknis erlendis.

Ég hef ekki getað skilið af hverju Ríkið á að borga fyrir allt, þess vegna hef ég sett mér þá reglu að ég þarf að sjá fyrir mér sjálfur.

Bara mín skoðun á málunum og ég er viss um að það eru yfir 320 þús. aðrar skoðanir á þessu á íslandi.

Kveðja frá Niamey Niger.

Jóhann Kristinsson, 4.10.2013 kl. 14:31

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Jóhann, þetta snýst ekki um skoðanir.

Þetta snýst um hvaða gerð samfélags við viljum.

Fyrir okkur sjálf, og fyrir náungann.  Ég skal ekki nota siðferðisleg rök á þig, benda þér á þá einföldu staðreynd að genetískt erum við forrituð til að koma genum okkar áfram, að ala af okkur líf sem við viljum að lifi af.

Ég skal nefna þér þrjú dæmi um samfélög Ég um mig frá mér til mín.

Sómalía, þar ríkir lögmál frumskógarins.

El Salvador, þar þarf fólk sem á eitthvað, að lifa í víggirtum hverfum, býr við stöðugan ótta að lýðurinn sleppi í gegn.

USA, ríkasta land heims, og um leið stærstu fangabúðir heims, stærri en í Kína og Norður Kóreu.

Sómalía er glatað, El Salvador á barmi glötunar, USA púðurtunna, dóp og fangelsi halda fátækralýðnum ekki endalaust niður.

Þér er tíðrætt um að við höfum ekki efni á samhjálp, ég segi á móti, við erum glötuð ef við höfum ekki efni á henni.

Og að lokum, það eru ekki skattar þínir sem fjármagna ríkið, það er ríkið sem gerir þér kleyft að afla tekna.

Eftir því sem innviðir samfélaga eru öflugri, því hærri eru tekjur fólks.

Samfélög án miðstýrðs ríkisvalds eru ekki til í dag, og hafa ekki verið til frá því að íslenska þjóðveldið leið undir lok.  

Það ætti að segja þér eitthvað.

Og hvernig dettur þér í hug að tengja samhjálp við þá hugsun að ríkið eigi að borga allt???

Og hvernig hefur þú geð í þér að þiggja þjónustu fólks sem vinnur störfin þegar þú veist að það er dáið ef það fær alvarlega sjúkdóma???

Og hvað hefðir þú gert ef þú hefðir gert ef þú hefðir ekki átt þessar 5 milljónir???

Farið út í banka, og rænt hann líkt og glæpagengin í San Salvador??

Eða bara dottið í það og beðið þess sem koma skal??

Samhjálp Jóhann er ekki lúxus, hún er nauðsyn ef mannkynið ætlar að lifa af.

Spáðu í það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.10.2013 kl. 15:41

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hver sagði að ég hafi átt þessar 5 miljónir?

Þú segir mér að vera ekki með skoðanir, en svo kemur löng runa sem er ekkert nema skoðanir.

Ég hef ekki unnið hjá Ríkinu, þar af leiðandi hefur Ríkið ekki aflað mér tekna, heldur hafa það verið einstakklingar sem hafa farið út í fyrirtækjarekstur.

Nema að þín skoðun sé að allar þær tekjur sem þú hefur sé eign Ríkisins og Ríkið leifir þér að halda einhverju eftir, með öðrum orðum einkafyrirtækið er eign Ríkisins?

Nei Ómar ég er ekki tilbúinn að vera sammála þér um allar þínar skoðanir í athugasemd #5, þar verður við að sitja.

Kveðja frá Niamey Niger.

Jóhann Kristinsson, 4.10.2013 kl. 16:10

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Nú ertu ekki lifandi Jóhann, varla ertu að ræða við mig að handan??

En ég skal útskýra það betur í rökfærslu minni sem þú hnýtur um.

Við getum haft skoðanir á mörgu, til dæmis að sjóðandi heitt vatn eigi ekki að brenna fólk, en það gerir það samt, afleiðing af því að líkami okkar er ekki gerður til að þola svona mikinn hita.

Við getum haft skoðanir á hvernig þjóðfélag eigi að vera, en raunveruleikinn sker úr um hvað virkar.  Þess vegna tók ég dæmi um þrjár afleiðingar Ég um mig frá mér til mín.

Ég sagði ekki þú hefðir tekjur af ríkinu, heldur að tekjur þínar væri afleiðing af því að það væri til ríkisvald.

Og í gegnum tíðina er bein fylgni á milli þróun ríkisvalds, og þróun tekna.

Og það er bein fylgni milli öflugra innviða, og þjóðartekna.

Menn geta haft skoðanir á staðreyndum Jóhann, en menn rífast ekki um þær.

Og þegar framtíð lífs á jörðunni er í húfi, og það vill svo til að við erum öll tengd lífinu, þá er eins gott að fólk átti sig á að þjóðfélag villimanna lifir ekki af.

Það er ekki skoðun, það er staðreynd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.10.2013 kl. 16:30

8 Smámynd: Flowell

Nei, svona viljum við alls ekki. Ísland er ekki lengur velferðarsamfélag en bróðurpartur Íslendinga vilja velferðarsamfélag. Það verður þó ekki hægt fyrr en almenningur sjálfur stígur upp og tekur sínar eigin náttúruauðlindir af klíkunum - sem mergsjúga almenning ár eftir ár með hrokafullu glotti samhliða. Mig grunar sterklega að það þurfi ofbeldi til að leysa þetta vandamál. Það verður að hafa það ef þannig er komið fyrir okkur.

Flowell, 4.10.2013 kl. 21:03

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Flowell.

Hræddur um að það þurfi meir til.

Til dæmis hugarfarsbreytingu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.10.2013 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 1523
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1298
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband