5.1.2018 | 17:04
Er Trump ekki bara Feik??
Svona með tilvísun hans í fake news þegar honum mislíkar innihald þeirra.
Það má samt segja að Trump sjálfur hefur dyggilega byggt þá ímynd að hann vaði ekki beint í vitinu. Útprentun á samtali hans við þjóðarleiðtoga bentu sterklega til að vel gerður krakki hefði meira vit en hann. Hlítur að hafa verið mjög súríalískt fyrir þá sem áttu samtal við hann, og örugglega mjög erfitt fyrir þá að halda andlitinu.
En það er mikil einföldun að afgreiða hann sem fífl og fávita, hann væri ekki þar sem hann er, ef hann hefði ekki mikla hæfileika á sínu sviði.
Hann er örugglega með margar persónuleikaraskanir, sjálfhverfur og almenn rökhugsun virðist ekki þjá hann mjög.
En hann veit sínu viti.
Og hann náði þangað sem hann ætlaði sér að komast.
Á toppinn.
Geri aðrir betur.
Kveðja að austan.
![]() |
Flestir kalla hann fífl og fávita |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.1.2018 | 15:15
Innantómur orðavaðall.
Er skipan starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu á meðan dómsmálaráðherra situr sem fastast og axlar ekki ábyrgð á dæmdum geðþóttarákvörðunum sínum.
Með því að segja af sér.
Þú skipar nefnilega ekki nefnd, en heykist á því að framkvæma.
Bjarni og Katrín verða að höggva á þann hnút sem Sigríður Andersen er fyrir ríkisstjórnina.
Áður en hennar skítur, verður þeirra skítur.
Kveðja að austan.
![]() |
Starfshópur um traust á stjórnmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2018 | 12:33
Heldur rennilásinn?
Glitnir tók að sér skítverk fyrir Flokkinn og annar flokksmaður, á launum hjá okkur hinum, greiddi götu þess skítverks.
Nú reynir á innistæðuna, er hægt að panta eftir þörfum rennilása á óþægilega umfjöllun.
Skyldi niðurstaðan fara eftir flokkshagsmunum?
Kveðja að austan.
![]() |
Tekist á um vernd heimildarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2018 | 07:09
Málsvörn Sigríðar
Er "ég taldi".
Hún taldi sig vita betur en fagnefnd.
Hún taldi sig vita um hug Alþingis gagnvart niðurstöðu fagnefndarinnar, að það myndi telja sig vita betur en fagnefndin, og myndi því ekki una niðurstöðu hennar.
Hún taldi sig ekki þurfa að virða einfalda rökleiðslu með því að nota réttlætingu um dómarareynslu þegar hún skipaði mann með minni dómareynslu en einn af þeim sem hún hafnaði með þeim rökum.
Og hún telur sig vita betur en Hæstarétt um hvernig á að túlka stjórnsýslulög.
Eina sem hún ekki telur, er að hún eigi að axla pólitíska ábyrgð.
Dæmdur ráðherra vegna geðþóttaákvarðana.
Eftir stendur, hvað telur Alþingi?
Mun það krefjast afsagnar dómsmálaráðherra?
Mun það rannsaka hinar raunverulegu ástæður þess að ráðherra vék frá tillögum hæfnisnefndar?
Eða er það samdauna??
Kemur í ljós þegar þing kemur saman á ný.
Kveðja að austan.
![]() |
Taldi sig starfa eftir núgildandi lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2018 | 19:19
Trumpvæðing íslenskra stjórnmála nær nýjum hæðum.
Þó reyndar í hroka sínum hefur enginn ennþá náð Calígúla keisara.
Svona ef einhver skyldi ekki vita, þá skipaði hann gæðing sinn i öldungaráð Rómar. Gæðingurinn var reyndar ekki tryggur þingmaður, hann var hestur.
Sigurður Ingi þekkir greinilega ekki þessa sögu, og gerir ekki greinarmun á gæðing og tryggum þingmanni.
En ömurleikinn er sá sami.
Nema að Calígúla vissi allan tímann að gæðingurinn væri hestur.
En sú viska hafði greinilega farið framhjá Sigurði Inga.
Hvers á Trump að gjalda???
Ég bara spyr.
Kveðja að austan.
![]() |
Þórunn formaður samgönguráðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2018 | 16:58
Fjölgun brota krefst víggirðinga.
Og viðurkenning þess er viðurkenning samfélagsins að þú fjárfestir ekki í frjálshyggjunni, og þeim flokkum sem hafa trúarbrögð Mammons sem sína trúarjátningu, án þess að uppskera afleiðinga gjörða þinna.
Í raun er þetta óttalegt væl hjá hinum opinbera starfsmanni, það er eins og hann hafi aldrei komið til Mið og Suður Ameríku, og upplifað öll þau tækifæri sem óréttur og misskipting elur af sér.
Menn eins og hann eru þar í fullu vinnu dag og nótt að tryggja öryggi hinna Örfáu sem fjármagna Sjálfstæðisflokkinn, að ekki sé minnst á bissnessinn við að reisa girðingar, og útbúa þær með öllum nýtísku öryggisráðstöfunum.
Það er eins og manninum skorti alla framtíðarsýn,.
Eins og blessaður yfirlögregluþjónninn sé ekki í vinnu hjá Samatökum Atvinnulífsins, sem réttilega benda á að hinir ríku, hvað þá hinir Ofurríku , borgi of mikið í skatt.
En glaðir greiði margfalda þá upphæð í varnir og vígi.
Algjör skortur á framtíðarsýn sem hrjáir lögregluna.
En verður bætt úr öllum kröfum Evrópusambandsins, OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, eða hvað þær heita allar hinu hagfræðilegu skynsemisstofnanir hins alþjóðalegs fjármagns.
Sem í gjafmildi sinni hafa endalaust upphafið hagvöxt skúffanna í alþjóðlegum skattaskjólum.
Og til að vernda þann hagvöxt, þarf að fjárfesta í vörnum, víggirðingum, sem og reyndar öllu bullukollaliðinu sem dásamar þesa sjálftöku hinna Öfurríku.
Valhöll þarf að bregðast við.
Óupplýst fólk í kenningum Friedmans og Hayeks veður uppi, og Hannes hefur ekki undan að fræða og tukta þá sem í háskólann fara.
Sem reyndar er vandamál við lögregluna, hún útskrifar fólk án þess að það hafi hlustað á Hannes.
Sem bendir til þess að við vælnum og skælnum er aðeins eitt svar, og það er ekki metoo, heldur skortur á háskólamenntun lögreglumanna.
Vel menntaður lögreglumaður hefði aldrei látið svona vitleysu út úr sér.
Hann hefði bent á að fleiri skýrslur þurfi að semja, og þeir sem efni hafi á öryggi, þeir eigi að fjárfesta í því öryggi.
Fengið síðan stöðuhækkun, og seinna meir góða vinnu í einkabransanum.
Vel lesinn.
Víðsýnn.
Og tryði á hagvöxt öryggisleysisins.
Kveðja að austan.
![]() |
Fjölgun brota krefst aukins mannskaps |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2018 | 13:58
Íþróttir án mismunar.
Er nútíminn.
Er hugarfar 21. aldar.
Sögur um mismun fortíðarinnar er hvatning um breytingar, og almenn skynsemi, að gera jafn vel við helming þjóðarinnar, ætti að hnykkja á hinni augljósu breytingu.
Og staðfesta að mannkynið sé aðeins eitt.
Og Rétturinn nái til allra.
Oft er því borið við að Rétturinn sé svo dýr, að ekki séu til fjármunir til að gera jafnvel við bæði kynin.
Og þá er vísað í gamla hefð, að fyrst íþróttaiðkun karla hafi komið á undan, þá njóti hún forgangs.
Ranghugmynd, sem vissulega má skýra með tíðarandanum, en ef svo er, þá má líka skýra ákvörðun KSÍ með tíðarandanum.
MISMUNUR er ekki lengur liðinn.
Og það þarf ekki að ræða það meir.
Önnur sérsambönd munu fylgja í kjölfarið.
Þau eiga ekkert val, þú rifst ekki við tíðarandann.
Og einn daginn munu íþróttir kvenna og karla vera jafnréttháar.
Rétturinn mun verða þeirra.
Það mun vera góður dagur.
Kveðja að austan.
![]() |
KSÍ jafnar greiðslur til landsliða karla og kvenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2018 | 12:54
Bannon missti vitið.
Það þarf ekki að fjölyrða meir um það.
Og þó Trump hafi bent á, þá breytir það ekki hinni augljósu staðreynd.
Að gomma að peningum, dollurum, hagsmunum getur ekki þagað lengur yfir því sem blasir við.
Við hin sem sáum fáráðin, en fengum aldrei staðfestingu frá innsta hring um hringavitleysuna sem kom Trump til valda.
Og í heimi sígræðgi og sjálftöku, þá er það algjör vitfirring að segja satt, í stað þess að kaupa sér snekkju, og hafa það gott næstu 5500 árin.
Og þar með er Bannon algjör vitfirringur, og rétt hjá Trump að benda á það.
Þó Trump segi margt sem aðrir myndu aldrei segja, þá má hann samt eiga, að þegar margt er sagt, að þá er stundum sagt eitthvað sem gæti alveg meikað sens.
Við hin sem höfum annað gildismat, fögnum hjaðningavígum hinnar gjörspilltu. Og vonum að sannleikurinn finni sér einhverja glufu í varnarmúr sérhyggju og sjálftöku sem umkringir Washington.
Virðum Bannon, þrátt fyrir fortíð hans og lífsviðhorf, að hann hafi kjarkinn til að segja satt, og vonum að það hjálpi til að koma Trump úr herberginu sem hýsir rauða hnappinn.
Um það ættum við öll að geta sameinast.
Vonum það besta.
Og munum að Trump býr meðal vor.
Að Katrín og Bjarni eru ekki öfundsverð.
Kveðja að austan.
![]() |
Segja Bannon hafa rofið þagnareið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2018 | 22:30
Trumpvæðing Sjálfstæðisflokksins.
Árásir Sjálfstæðisflokksins á sjálfstæði dómsstóla er kominn út fyrir allan þjófabálk, fer að minna á mannvitsbrekkuna sem núna stýrir Bandaríkjunum, og árásir hans á þarlenda dómsstóla.
Hvað er svona erfitt að sætta sig við það að tími flokksdómara er liðinn??
Að það spillingartæki er fyrir bí.
Sigríður Andersen eyðilagði trúverðugleik Landsréttar strax í upphafi þess ágæta réttar með skipan flokksdómara sinna. Og eins og það var ekki nóg, í kjölfarið hófst hatrömm rógsherferð þar sem flokksmenn, og aðrir trúgjarnir voru mataðir á staðleysum um hæfni lögskipaðar matsnefndar til að meta umsækjendur.
Þó skal haldið til haga að það var ekki bara tíst, heldur líka skrifaðar greinar og leiðarar, sem og voru athugasemdakerfi fjölmiðla óspart notað fyrir róginn.
Byggðist á þeirri visku að mat á fólki væri mati háð, eins og höfundar rógsherferðarinnar hefðu aldrei frétt af þeirri staðreynd áður. Og því hlyti dómsmálaráðherra alveg eins getað metið hæfni.
Sem er örugglega alveg rétt, en lögin um matsnefndina voru sett til að taka skipan dómara úr pólitísku argþrasi og flokkshygli, hugsuð til að skapa frið og sátt um þennan þriðja hornstein stjórnskipunar okkar.
Ekki vegna þess að matsnefndin væri talin óskeikul.
Það mun reyna á flokksdómarana hvort þeir axli ábyrgð á forsendubrestinum við ráðningu sína, og þeir segi af sér til að skapa frið um Landsdóm.
Vonandi skynja þeir að sú krafa beinist ekkert að persónu þeirra eða faglegri hæfni, axarskaftið og spillingin var ráðherrans.
Lítilsvirðingin gagnvart faglegri hæfni matsnefndarinnar var síðan Sjálfstæðisflokksins, en þiggi þeir þessa stöðu, þá er það aðeins opinver yfirlýsing um að þeir séu sammála henni. Og sammála um að dómararáðningar eigi um ókomna tíð vera pólitískt bitbein stjórnmálamanna.
Næstu vikur munu manninn reyna.
Setji síðan Alþingi dæmd embættisafglöp Sigríðar í opinbert ferli, til dæmis með skipan rannsóknarnefndar um hinar raunverulegu forsendur skipunar hennar, í útlöndum tengist svona spilling yfirleitt mútugreiðslum, vinarhygli eða ákveðnum pólitískum markmiðum. Þá má vænta friðar um Landsrétt, og þetta verði eins og hin seinni sókn Þjóðverja í Ardennafjöllum, síðustu fjörbrot fallins veldis.
Vinnubrögð sem munu aldrei sjást aftur.
Vinnubrögð sem í raun voru síðustu ríkisstjórnar, og ættu sem slík ekki að trufla núverandi stjórn.
Eða allt þar til Guðlaugur ákvað að taka Trump á málið, og þóttist vita faglega betur en þrautreyndir menn í bransanum.
Hann gerði ekki ágreining við forsendur þeirra, heldur gaf það ákaflega sterklega í skyn að hæfnisnefndin væri ekki hæf, umsögn hennar hefði verið ófullkomin, og gjörið svo vel að gera betur.
Rökin; "Ég heiti Trump, og veit allt mest og best". Eða reyndar, ég heiti Guðlaugur. En miðað við hvað hann er illa haldinn af Trump heilkenninu, þá er stutt í að það ágæta nafn hverfi úr vitund hans.
Svona svipað og hjá bestu Elvis hermunum.
Trumpvæðing Sjálfstæðisflokksins er síðan kóun flokksmanna með vitleysunni.
Svo ég vitni í Benna frænda í Morgunblaðspistli hans, þegar hann lýsti þessari Trumpvæðingu, að lýðræði væri í húfi, ef fólk þekkti ekki lengur muninn á rökum og rökleysu.
Og það er ekki rök í málinu fyrir forystu flokksins að fullt að flokksmönnum þekki ekki þann mun, allavega þegar flokksvörn er annars vegar.
Bjarni þarf að grípa inní, og það strax, áður en vitleysan grefur endanlega undan trúverðugleika flokksins.
Og þar með trúverðugleika ríkisstjórnar Katrínu Jakobsdóttur.
Hans síðasta tækifæri í stjórnmálum.
Sigríður er og verður Svarti Pétur í ríkisstjórninni, og mikið má stjórnarandstaðan vera aum ef hún krefst ekki rannsóknar á embættisfærslum hennar. Það trúir því varla nokkur maður að afglöp hennar séu án skýringar. Og það þarf að brjóta þá hefð að embættisafglöp dómsmálaráðherra við skipan dómara, séu aðeins spurning um skaðabætur en ekki pólitíska ábyrgð.
Axli Bjarni ekki ábyrgð á Sigríði og reki hana, þá axlar hann ekki ábyrg á hinum nýju tímum sem þjóðin öll kallar eftir, og skýrir hið mikla fylgi ríkisstjórnarinnar meðal hennar.
Og tekur hræðslu sína fram yfir langtíma hagsmuni flokksins.
Því Sjálfstæðisflokkurinn þarf virkilega á því að halda að slíta naflastrenginn við spillingu og flokkshygli fortíðarinnar.
Síðan þurfa bæði Bjarni og Katrín að meta það í sameiningu hvort þau vilji hafa Trump með sér í ríkisstjórn.
Það er önnur ella, kannski erfitt að reka tvo ráðherra sömu vikuna.
En vitleysunni þarf að linna.
Því þetta er ríkisstjórn þjóðarinnar, ekki Sjálfstæðisflokksins.
Og reyndar ekki heldur VinstrGrænna eða Framsóknarflokksins.
Þjóðin ætlast til þess að menn taki heildarhagsmuni fram yfir flokkshagsmuni.
Og starfi að heilindum.
Það læðist nefnilega að manni sá grunur að Trumpvæðingin sé í raun aðför að Bjarna.
Að litlir kóngar sjái tækifæri við fall hans.
Það er illt að svo er.
Mjög illt.
Því Alþingi og stjórnmálastéttin er á síðasta séns hjá þjóðinni.
Enn einar kosningarnar eru svanasöngurinn.
Enn ein spillingarumræðan er svanasöngurinn.
Enn eins fábjánaumræðan er svanasöngurinn.
Í raun er allt hið gamla og ónýta svanasöngur.
Og þjóðin er ekki svo vitlaus að kjósa Trump ef einhver skyldi halda það.
Kveðja að austan.
![]() |
Lýtur ekki boðvaldi ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2018 | 19:02
Idjótinn!?
Er það sem Jakob Möller er að segja á kurteislegan hátt??
Og eru það skilaboðin sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir er að senda út í samfélagið.
Að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins séu bjánar??
Er ekki mál að linni.
Þarf ekki að tukta.
Tukta menn til svo þeir hætti þessari vitleysu.
Þetta bætir hvorki orðspor lögbrjótsins sem þurfti að víkja í þessu máli, sem og þess sem kaus að leika bjána til að ná fram einhverri eftirá réttlætingu á gjörspillingu Sjálfstæðisflokksins í Landsréttarmálinu, sem verður alltaf Flokksréttur í huga þjóðarinnar.
Nema vera kynni að hinir flokkskipuðu ættu til sóma.
Og segðu af sér.
Hver veit.
Kannski þekkir einhver til siðs.
Og hagar sér sem siðuð manneskja.
Kemur í ljós.
Sem og hvort agi sé á ríkisstjórninni.
Kveðja að austan.
![]() |
Vill að svarbréfið verði líka birt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 320
- Sl. sólarhring: 415
- Sl. viku: 4194
- Frá upphafi: 1491064
Annað
- Innlit í dag: 285
- Innlit sl. viku: 3523
- Gestir í dag: 256
- IP-tölur í dag: 256
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar