Er Trump ekki bara Feik??

 

Svona með tilvísun hans í fake news þegar honum mislíkar innihald þeirra.

Það má samt segja að Trump sjálfur hefur dyggilega byggt þá ímynd að hann vaði ekki beint í vitinu.  Útprentun á samtali hans við þjóðarleiðtoga bentu sterklega til að vel gerður krakki hefði meira vit en hann.  Hlítur að hafa verið mjög súríalískt fyrir þá sem áttu samtal við hann, og örugglega mjög erfitt fyrir þá að halda andlitinu.

 

En það er mikil einföldun að afgreiða hann sem fífl og fávita, hann væri ekki þar sem hann er, ef hann hefði ekki mikla hæfileika á sínu sviði.

Hann er örugglega með margar persónuleikaraskanir, sjálfhverfur og almenn rökhugsun virðist ekki þjá hann mjög.

 

En hann veit sínu viti.

Og hann náði þangað sem hann ætlaði sér að komast.

 

Á toppinn.

Geri aðrir betur.

Kveðja að austan.


mbl.is Flestir kalla hann „fífl“ og „fávita“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það góða Ómar er það að Trump virðist hafa sparað skattgreiðendum óendanlegar summur af peningum. Nú getur "geðlækna- og sálfræðingastéttin" sjúkdómsgreint sjúklinga sína án þess að þurfa að hitta þá, né hvað þá að tala við þá. Það er nóg að sjá bara mynd af sjúklingnum. Þetta er alger nýjung í heilbrigðismálum allra þjóða.

Flest sem sagt er um Donald Trump var einnig sagt um Davíð Oddsson og Ronald Reagan og einnig um Winston Churchill. Þá vitum við hver er besti maðurinn í sínum bransa. Afgreiðslumenn sannleikans sjá okkur fyrir því. Algerlega ókeypis. Hlustið á þá, þeir eru gratís.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.1.2018 kl. 02:12

2 identicon

Já, það getur verið að trump sé skrautlegur. Ég tek samt Trump fram yfir glæpakvendið Hillary. Sá tími mun koma þegar Hillary og Bill Clinton verði dregin fyrir rétt og dæmd fyrir landráð (sölu á úrani til rússneskra yfirvalda og synjun á að koma sendiráðsstarfsmönnum í Benghazi til aðstoðar, sem létust þar af leiðandi í árás islamista sem Clinton studdi), og spillingu (Clinton-hjónin stungu öllum þeim milljónum dollara sem þau söfnuðu fyrir heimilslaust fólk í Haïti í eigin vasa). Auk þess mun Mueller sem er að reyna að klína Rússalyginni upp á Trump verða ákærður fyrir að breiða yfir landráðastarfsemi Clinton-hjónanna. Í samanburði við það munu mistök Trumps líta út eins og småtteri.

Ég styð allavega heilshugar ferðabann Trumps gegn múslímskum jihadistum til Bandaríkjanna. En bannið ætti líka að ná yfir Pakistana og Saudi-Araba.

Pétur D. (IP-tala skráð) 6.1.2018 kl. 03:32

3 Smámynd: Ómar Geirsson

hh

Blessaður Gunnar.

Eiginlega hef ég bara hlustað á Trump en ég skil pointið.

Ef þú hefur lesið útprentunina á viðtölum Trump við þjóðarleiðtogana, þá myndir þú ekki einu sinni reyna að halda því fram að Trump réði við línulega rökhugsun.  En málið er Gunnar, eins og ég reyndi að benda á í þessum örpistli mínum, að mannsvitið er svo miklu flóknara, sem og viðfermara en hefðbundin nálgun rökhugsunarinnar.  Tilfinningavitið, innsæi, glópavitið, listræna, nefndu það bara. 

Og allir sem gagnrýna Trump eiga það eitt sammerkt, nema þá kannski Bush eldri, að þeir hafa ekki náð toppnum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.1.2018 kl. 09:51

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur D.

Það fylgir  rökhugsun sem við ráðum báðir yfir, að falla ekki fyrir bábiljum, hvort sem það er meint landráð Trump, eða Clintonhjónanna.

Rökhugsun nýtir sér vissulega bullið sér til framdráttar, en það trúir ekki vitleysunni, jafnvel þó það hafi hannað hana til að ná fram ákveðnum markmiðum.

Varðandi Trump, þá gerði framboð hans nákvæmlega það sama og framboð andstæðinga hans, leitaði að höggstað og nýtti sér þá. 

Bill kallinn var og er síðan fyrirlesari, aðgangur hans að völdum er enginn.  Hillary var síðan lúserinn í ríkisstjórn Obama, völd hennar eftir því.

Síðan veistu að ferðabann Trumps nær ekki til íslamista, þetta eru að uppstöðu fórnarlömb þeirra sem eru á faraldsfæti, og ef þú vilt það ferðabann, þá bætir þú einmitt þessum þjóðum við það er Pakistan og Saudi-Arabíu.  Sem og nokkur ríki í Mið-Asíu, ekki að stjórnvöld þar útbreiði öfganna, eins og Saudar og Tyrkir gera, heldur að þar eiga þeir sé athvarf.

En kjarninn er sá að allir þeir sem tala um stríð eða baráttu við íslamska öfgamenn, og tala um alla aðra en Sauda, meina ekki baun í bala með þeim orðum.

Og sé sem tekur undir með þeim, segir aðeins eitt, og það er um trúgirni sína.

Og eins og Churchill benti réttilega á, þá hefur þú ekki efni á trúgirni þegar þú glímir við andstæðing sem hefur það eina markmið, að útrýma þér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.1.2018 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 1523
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1298
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband