Trumpvæðing Sjálfstæðisflokksins.

 

Árásir Sjálfstæðisflokksins á sjálfstæði dómsstóla er kominn út fyrir allan þjófabálk, fer að minna á mannvitsbrekkuna sem núna stýrir Bandaríkjunum, og árásir hans á þarlenda dómsstóla.

Hvað er svona erfitt að sætta sig við það að tími flokksdómara er liðinn??

Að það spillingartæki er fyrir bí.

 

Sigríður Andersen eyðilagði trúverðugleik Landsréttar strax í upphafi þess ágæta réttar með skipan flokksdómara sinna.  Og eins og það var ekki nóg, í kjölfarið hófst hatrömm rógsherferð þar sem flokksmenn, og aðrir trúgjarnir voru mataðir á staðleysum um hæfni lögskipaðar matsnefndar til að meta umsækjendur.

Þó skal haldið til haga að það var ekki bara tíst, heldur líka skrifaðar greinar og leiðarar, sem og voru athugasemdakerfi fjölmiðla óspart notað fyrir róginn.

Byggðist á þeirri visku að mat á fólki væri mati háð, eins og höfundar rógsherferðarinnar hefðu aldrei frétt af þeirri staðreynd áður. Og því hlyti dómsmálaráðherra alveg eins getað metið hæfni. 

Sem er örugglega alveg rétt, en lögin um matsnefndina voru sett til að taka skipan dómara úr pólitísku argþrasi og flokkshygli, hugsuð til að skapa frið og sátt um þennan þriðja hornstein stjórnskipunar okkar. 

Ekki vegna þess að matsnefndin væri talin óskeikul.

 

Það mun reyna á flokksdómarana hvort þeir axli ábyrgð á forsendubrestinum við ráðningu sína, og þeir segi af sér til að skapa frið um Landsdóm.

Vonandi skynja þeir að sú krafa beinist ekkert að persónu þeirra eða faglegri hæfni, axarskaftið og spillingin var ráðherrans.

Lítilsvirðingin gagnvart faglegri hæfni matsnefndarinnar var síðan Sjálfstæðisflokksins, en þiggi þeir þessa stöðu, þá er það aðeins opinver yfirlýsing um að þeir séu sammála henni.  Og sammála um að dómararáðningar eigi um ókomna tíð vera pólitískt bitbein stjórnmálamanna.

Næstu vikur munu manninn reyna.

 

Setji síðan Alþingi dæmd embættisafglöp Sigríðar í opinbert ferli, til dæmis með skipan rannsóknarnefndar um hinar raunverulegu forsendur skipunar hennar, í útlöndum tengist svona spilling yfirleitt mútugreiðslum, vinarhygli eða ákveðnum pólitískum markmiðum.  Þá má vænta friðar um Landsrétt, og þetta verði eins og hin seinni sókn Þjóðverja í Ardennafjöllum, síðustu fjörbrot fallins veldis.

Vinnubrögð sem munu aldrei sjást aftur.

Vinnubrögð sem í raun voru síðustu ríkisstjórnar, og ættu sem slík ekki að trufla núverandi stjórn.

 

Eða allt þar til Guðlaugur ákvað að taka Trump á málið, og þóttist vita faglega betur en þrautreyndir menn í bransanum.

Hann gerði ekki ágreining við forsendur þeirra, heldur gaf það ákaflega sterklega í skyn að hæfnisnefndin væri ekki hæf, umsögn hennar hefði verið ófullkomin, og gjörið svo vel að gera betur.

Rökin; "Ég heiti Trump, og veit allt mest og best".  Eða reyndar, ég heiti Guðlaugur.  En miðað við hvað hann er illa haldinn af Trump heilkenninu, þá er stutt í að það ágæta nafn hverfi úr vitund hans. 

Svona svipað og hjá bestu Elvis hermunum.

 

Trumpvæðing Sjálfstæðisflokksins er síðan kóun flokksmanna með vitleysunni.

Svo ég vitni í Benna frænda í Morgunblaðspistli hans, þegar hann lýsti þessari Trumpvæðingu, að lýðræði væri í húfi, ef fólk þekkti ekki lengur muninn á rökum og rökleysu.

Og það er ekki rök í málinu fyrir forystu flokksins að fullt að flokksmönnum þekki ekki þann mun, allavega þegar flokksvörn er annars vegar.

 

Bjarni þarf að grípa inní, og það strax, áður en vitleysan grefur endanlega undan trúverðugleika flokksins.

Og þar með trúverðugleika ríkisstjórnar Katrínu Jakobsdóttur.

Hans síðasta tækifæri í stjórnmálum.

 

Sigríður er og verður Svarti Pétur í ríkisstjórninni, og mikið má stjórnarandstaðan vera aum ef hún krefst ekki rannsóknar á embættisfærslum hennar.  Það trúir því varla nokkur maður að afglöp hennar séu án skýringar.  Og það þarf að brjóta þá hefð að embættisafglöp dómsmálaráðherra við skipan dómara, séu aðeins spurning um skaðabætur en ekki pólitíska ábyrgð.

Axli Bjarni ekki ábyrgð á Sigríði og reki hana, þá axlar hann ekki ábyrg á hinum nýju tímum sem þjóðin öll kallar eftir, og skýrir hið mikla fylgi ríkisstjórnarinnar meðal hennar.

Og tekur hræðslu sína fram yfir langtíma hagsmuni flokksins. 

Því Sjálfstæðisflokkurinn þarf virkilega á því að halda að slíta naflastrenginn við spillingu og flokkshygli fortíðarinnar.

 

Síðan þurfa bæði Bjarni og Katrín að meta það í sameiningu hvort þau vilji hafa Trump með sér í ríkisstjórn.

Það er önnur ella, kannski erfitt að reka tvo ráðherra sömu vikuna.

 

En vitleysunni þarf að linna.

Því þetta er ríkisstjórn þjóðarinnar, ekki Sjálfstæðisflokksins.

Og reyndar ekki heldur VinstrGrænna eða Framsóknarflokksins.

 

Þjóðin ætlast til þess að menn taki heildarhagsmuni fram yfir flokkshagsmuni.

Og starfi að heilindum.

 

Það læðist nefnilega að manni sá grunur að Trumpvæðingin sé í raun aðför að Bjarna.

Að litlir kóngar sjái tækifæri við fall hans.

 

Það er illt að svo er.

Mjög illt.

Því Alþingi og stjórnmálastéttin er á síðasta séns hjá þjóðinni.

 

Enn einar kosningarnar eru svanasöngurinn.

Enn ein spillingarumræðan er svanasöngurinn.

Enn eins fábjánaumræðan er svanasöngurinn.

Í raun er allt hið gamla og ónýta svanasöngur.

 

Og þjóðin er ekki svo vitlaus að kjósa Trump ef einhver skyldi halda það.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Lýtur ekki boðvaldi ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 217
  • Sl. sólarhring: 1836
  • Sl. viku: 3693
  • Frá upphafi: 1324779

Annað

  • Innlit í dag: 190
  • Innlit sl. viku: 3235
  • Gestir í dag: 190
  • IP-tölur í dag: 189

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband