3.2.2018 | 08:40
Ríkið, það er ég.
En er það svo??
Bandaríkin Ameríka voru jú stofnuð gegn þessari hugmynd um ríkisvaldið, að það kristallaðist í einni manneskju.
Og stjórnarskrá Bandaríkjanna er hörð á að svo sé ekki.
Svo fróðlegir tímar eru framundan í Bandaríkjunum.
Er Trump ríkið, eða tilheyrir það ennþá þjóðinni.
Á Íslandi búum við hinsvegar við annarskonar Trumpisma, og höfum gert í töluverðan tíma.
Hér er Flokkur sem fullyrðir, að hann sé ríkið.
Og megi allt.
Brjóta lög við skipan dómara.
Panta lögbann til að þagga niður óæskilega umræðu um forystumenn flokksins.
Ástunda pólitískar ofsóknir í stöðuveitingum.
Svo eitthvað sé nefnt.
Og merkilega nokk þá virðist Flokkurinn bara komast upp með þetta.
Fylgið að vísu dalar, og dalar, og er í raun í útrýmingarhættu því það hefur ekki tekist að uppfæra kjósendur flokksins í takt við nýja tíma og þeim fækkar því ört vegna lýðfræðilegra ástæðna.
En Flokkurinn er alltaf við völd.
Og alltaf finnst fólki á þingi sem bakkar hann upp.
Merkilegur andskoti.
Hinn íslenski Trumpismi stendur traustum fótum í valdakerfi þjóðarinnar.
Og miklu líklegra að Trump falli á undan honum.
Því lýðræðið og stofnanir þess eiga sér sterkar rætur í bandarísku þjóðarsálinni.
Þar bakka menn það upp, en samþykkja ekki þegjandi eins og hér á Íslandi.
Sýslumaðurinn í Reykjavík mun halda áfram að vera pöntunarstjóri fyrir Flokkinn.
Ráðherrar Flokksins munu halda áfram að komast upp með geðþótta sinn.
Sumt er eins og það er.
Þó enginn skilji af hverju.
Svoleiðis er það bara.
Kveðja að austan.
![]() |
Vara Trump við að feta í fótspor Nixons |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2018 | 21:39
Þöggun án ábyrgðar.
Er þegar valdaklíka getur beitt fyrir sig valdboði til að þagga niður óæskilega umfjöllun fjölmiðla um gjörðir sínar, fjármál, spillingu eða annað sem þolir lítt dagsljós.
Og enginn svarar til saka þegar dómstólar grípa inní og dæma valdboðið ólöglegt.
Þá verður þetta bara gert aftur og aftur.
Og svo aftur.
Og aftur.
Því ekki skortir þjóna Flokksins í réttarkerfinu.
Sættum við okkur við þetta??
Ætlum við að þegja??
Eða látum við þjónana sæta ábyrgð?
Það er spurningin.
Og henni þarf að svara.
Kveðja að austan.
2.2.2018 | 20:15
Tökum Sjálfstæðisflokkinn á orðinu.
Það hefur ekki farið framhjá neinum að varnir Valhallar í Sigríðarmálinu hefur falist í að mála mynd af einhverri voðalegri klíku, sem kallast dómaraklíkan.
Og þó restin að þjóðinni viti að 98% þessara voðalegu manna eigi frama sinn að þakka að þeir eru sjálfstæðismenn, reyndar misstarfandi og misvirkir, en sjálfstæðismenn eigi að síður.
Hin 2% eru svo frímúrarar, ekki að aðeins 2 % dómara séu frímúrarar, heldur eru þessi 2% bara frímúrarar.
Lögbannið á umfjöllun Stundarinnar á fjármálaspillingu forystu Sjálfstæðisflokksins, var annars vegar vinargreiði hjá kjötkötlum Glitnis, sem og þegnskylda flokkshests, sem bar í augnablikinu titilinn, Sýslumaðurinn í Reykjavík.
Eingin Stalínismi, aðeins flokkshollusta og flokksþjónusta.
En til að verja Sigríði, þá eru allir hinir flokkshollu alltí einu orðnir eitthvað voðalega ljótir menn, svo jarðar við að hrekklaus flokksmaður haldi að þeir séu allir annað hvort opinberlega kommúnistar, eða að minnsta kost laumu kommar, eða til vara vara, einhverskonar sósíalistar.
Allavega ekki sjálfstæðismenn.
Þess vegna er lag að koma böndum á flokkshyglina.
Að dæmt sé eftir leikreglum lýðræðisins, en ekki fyrirmælum Valhallar.
Tökum sjálfstæðismenn á orðinu.
Endum þessi flokksafskipt í eitt skipti fyrir allt.
Þó fyrr hefði verið.
Látum Flokkinn ekki lengur panta dóm.
Látum Flokinn ekki lengur þagga umræðuna.
Flokkurinn er ekki ríkið.
Flokkurinn er ekki valdið.
Það er þjóðarinnar.
Og þjóðin er ríkið.
Eða það skyldi maður halda.
Kveðja að austan.
Kveðja að austan.
![]() |
Fólkið í landinu sem tapar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2018 | 17:13
Hver hengir hvern??
Er Sigríður Andersen að hluta til blóraböggull gerenda málsins.
Ekki ef svo væri þá brást hún alltaf rangt við.
En á sér kannski einhverja réttlætingu.
Að atvinnurekendaauðvaldið, sem blekkti og fékk fólk sem vildi breytingu á gjörspillingunni til að kjósa sig, hafi sagt hreint Nei, þegar ljóst svar að fornir fjendur í baráttu launafólks gegn ofríki og valdi fyrirtækja, hafi verið á lista hæfnisnefndar.
Og þá hefði hið síðbúna viðhorf, um kynfæri umsækjenda, fengið vægi.
Enda ekki í eðli peningavaldsins að lúta lögum, og því ekkert athugavert við að bæta við kynfærasjónarmiðum þegar hæfni umsækjenda um Landsrétt var metin.
Og Sigríði hefði orðið það á að jánka.
Veikleikar þessarar kenningar er að Sigríður er ekki jánkunarmanneskja, hún til dæmis hafði þá reisn að fara gegn forystu flokksins í ICEsave málinu hinu síðara.
Og þar með eru síðpólitískar ofsóknir í anda Stalíns, en í boði Viðreisnar, ekki alveg sem hún myndi óviljug taka þátt í.
Eftir stendur að sjaldan hef ég lesið eins aumkunarverðan kattarþvott eins og hjá Jóni Steindóri Valdimarssyni í þessari frétt Mbl.is.
Margt má segja um Sigríði, en aldrei hefur hún verið svona aum.
Svik Viðreisnar í tryggðum er ekki henni til vansa, heldur þeirra sem baktjaldamökkuðu gegn fólki sem þess eini glæpur var að sækja um dómarastöðu hjá Landsrétti, eftir þeim lögum og reglum sem um þá umsókn gilti.
Og hvergi í þeim lögum og reglum var ákvæði um kynfæri, enda ef á annað borð á að fara að mismuna, þá má ekki gleyma þriðja kyninu, og ókyninu, sem og ópólitíska kyninu.
Viðreisn er nakin í þessu máli.
Reyndar ekki þingmönnum flokksins til skammar, þeir mega þó eiga að þeir hafi aldrei villt á sér heimildir, heldur fólkinu sem kaus þennan frjálshyggjuflokk atvinnurekendaauðvaldsins, og hélt að það væri að kjósa gegn auðræði auðs og auðmanna.
Með því að kjósa hinn beintengda flokk þessa sama auðs og auðmanna.
Hve heimskt getur fólk orðið, hve mikil getur smán þess verið??
Jú, það er hægt að bæta í með því að trúa orðum gjörspillingarinnar.
Með því að trúa þeim öflum sem þjóna auði og auðmönnum.
En sú trúgirni segir allt um þann sem trúir.
Kveðja að austan.
![]() |
Við treystum ráðherranum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2018 | 07:08
Er slúðrið að fá á sig andlit??
Stóðu fleiri að aðförinni að tillögu hæfnisnefndar??
Var leynimakkað gegn ákveðnum umsækjendum sem hinir hægrisinnuðu fulltrúar atvinnurekendavaldsins í Viðreisn gátu ekki sætt sig við?? Höfðu þeir staðið of fast á réttindum launafólks í ströggli sínu við atvinnurekendavaldið??
Hver sagði hvað, hver kjaftaði frá hverju??
Farsinn um Landsrétt ætlar að stefna út í hið óendanlega.
Ætti að verða mönnum lærdómur, hafi menn ekki lært af leyndarhyggjunni sem felldi síðustu ríkisstjórn, að hætta að slúðra, og segja rétt og skilmerkilega frá.
Það var ekkert sem bannaði Sigríði Andersen strax í upphafi að segja hverjir stæðu í vegi þess að tillaga hæfnisnefndar yrði tekin til efnislegrar umfjöllunar á Alþingi, og hvað þeir höfðu að baki sér þegar þeir settu sig uppá móti henni. Voru þeir með nafnalista um þá 33 þingmenn sem myndu greiða atkvæði gegn henni, og þá einnig á hvaða forsendum þessir þingmenn þyrðu ekki að ræða málið opinberlega heldur vildi að um það yrði makkað í leyndarherberginu?
Og allar götur síðan, er ekkert sem bannaði henni að tjá sig í staðreyndum en ekki slúðri. Það þarf ekki að hringja í Morgunblaðið til þess.
Það hefði verið fróðleg umræða að hlusta á Alþingi umræðu þar sem meintur kynjahalli væri ræddur, svona í ljósi þess að hæfnisnefnd átti að meta hæfni og fyrri störf umsækjenda, en ekki meta kynfæri þeirra.
Það er eins og margir alþingismenn átti sig ekki á því að svona nefndir starfa eftir lögum og reglum, og þings og ráðherra að setja á blað eftir hverju á að fara.
Menn breyta fyrst lögunum ef þeir eru ósáttir við þau, en brjóta þau ekki með þeim orðum að viðkomandi sé ekki sáttur við þau.
Alþingi er ekki skrípastofnun þó margir þingmenn telji svo, og kappkosti við að sannfæra þjóðina um það.
Og stjórnmálamenn okkar þurfa að sætta sig við að sá tími þar sem geðþótti þeirra réði öllu er liðinn.
Fólk er búið að fá nóg af þessu, fólk vill ekki svona vinnubrögð.
Tími gjörspillingarinnar er liðinn.
Feisið það.
Kveðja að austan.
![]() |
Viðreisn stöðvaði lista dómnefndarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.2.2018 | 15:51
Pólitísk keila Gunnars Braga
Að bera saman brot á jafnréttislögum sem enginn maður skilur, og aðför Sigríðar Andersen að dómskerfinu, er hugsuð til að bryggja brú yfir til Sjálfstæðisflokksins, að Miðflokkurinn sé tilbúinn að skríða fyrir 25% flokknum ef launin er ráðherrastóll.
Ómerkilegri geta stjórnmál varla orðið.
Þegar smámál eru jöfnuð við stórmál.
Að baki býr enginn siður að þekkja muninn á réttu og röngu.
Og siðleysið heldur íslenskum stjórnmálum ennþá í heljargreipum sínum.
Eftir áratuga afdalamennsku þar sem flokkstengsl eða vinartengsl réðu skipan dómara, með tilheyrandi ófriði og ólgu, þá náðist sátt um að koma dómaraskipan í faglegan farveg, þar sem viðmið eru þekkt, og allavega pólitísk spilling var ekki eitt af þeim, þá er það grafalvarlegt mál að rjúfa þá sátt, að kveikja aftur ófriðarbál um þann einfalda hlut að fá þokkalega hæft fólk til að dæma í málum okkar hinna.
Og jafn grafalvarlegt þó ráðherra hefði ekki tekist að brjóta lög í leiðinni.
Við þurfum sem þjóð svo mikið á friðnum að halda.
Við þurfum að segja endanlega skilið við Sturlungaöldina og losna undan geðþótta höfðingjanna.
Öllu alvarlegra er, eins og að grafalvarlegt sé ekki nóg, var að ráðherra laug til um skýringar sínar, hún sagðist vilja auka vægi dómarareynslu, en sú skýring stóðst ekki þegar hún skipaði mann með minni dómarareynslu en sá sem hún lét fara.
Afhjúpaði þar með geðþótta sinn, og afhjúpaði þar með að annarlegar ástæður lágu að baki.
Og í raunheimi geta þær bara verið tvennskonar.
Annarsvegar það sem kallast út í hinum stóra heimi pólitískar ofsóknir, það er ráðherra lét stjórnmálaskoðanir umsækjenda ráða höfnun sinni á þeim. Og þetta hefur hún í raun staðfest þegar hún slúðrar að viðkomandi hefðu aldrei verið samþykktir af þáverandi hægri meirihluta.
Hinsvegar bein spilling, að einhver hagur, hvort sem það er bein verðmæti, vinargreiði, fyrirgreiðsla eða hver svo sem hinn meinti hagur er, hafi skipt um hendur, frá þeim sáðu þáðu ráðherraskipunina, og hennar sem veitti.
Hvoru tveggja er grafalvarlegt mál.
Pólitískar ofsóknir eiga ekki að líðast í lýðræðisríkjum. Valdsmenn sem verða berir að henni, eiga tafarlaust að víkja.
Bein spilling er ekki síður alvarleg, og ekki líðandi.
Þriðji valkosturinn er ekki til.
Ráðherra gerir svona ekki óvart.
Þess vegna eru pólitískar keilur Miðflokksins svona ömurlegar.
Að valdafíknin getur ekki einu sinni hamið sig þegar grundvallarprinsipp eru í húfi.
Eins og þessu fólki sé ekkert heilagt.
Þjóðin, lýðræðið, lýðveldið; fokk jú.
En það er líka pólitísk keila að tala, ekki gera.
Og hver mínúta sem líður án þess að tillaga um opinbera rannsókn á geðþótta dómsmálaráðherra, til að fá skorið úr um hvort um beina spillingu sé að ræða, eða pólitískar ofsóknir, er mínúta sem eflir þær grunsemdir að það séu allir eins þarna á Alþingi.
Að þetta sé bara valdabarátta þar sem tilviljun stjórnarmyndunarviðræðnanna ráði afstöðu manna.
Að siðurinn, að þekkja muninn á réttu og röngu, sé útlægur úr sölum Alþingis.
Þetta er nefnilega löngu hætt að snúast um stjórnmál.
Þetta snýst um að breyta rétt.
Að virða þjóðina, að virða lýðræðið, að virða lýðveldið.
Annað ekki.
Kveðja að austan.
![]() |
Pólitísk ábyrgð, hvílíkt bull! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2018 | 18:00
Hvar er vantraustið Guðmundur?
Hvar er hin eðlilega niðurstaða rökfærslu þinnar??
Að bera fram vantraust á ráherra sem er ekki bara dæmdur brotamaður, heldur líka staðinn að beinni lygi að þjóð og Alþingi,.
Fyrir utan þá vanvirðingu að ráðherra telji sig ekki hafa haft nægan tíma til að leggja faglegt mat á umsækjendur, þegar ljóst er að Alþingi setti lög um að fagleg matsnefnd skyldi sinna því hlutverki.
Hvert þarf bullið að vera, hver þarf lygin að vera, hve alvarlegt þarf lögbrotið að vera, hve þungur þarf dómurinn að vera, til að kjörnir þingmenn, sem ekki eru samábyrgir gjörspillingunni, leggi fram vantraust??
Er ekki viss samsekt í því fólgin að setja markið það hátt, að engin gjörspilling nái að setja í netið?
Svona ef miðað við gjörðir ráðherra í löndum sem kenna sig við lýðræði en ekki bananalýðræði??
Er bara verið að skora pólitískar keilur??
Án nokkurs annars tilgangs??
En að fá atkvæði, en vitandi innst inni að þingmaðurinn hefði varið ósómann en leikfléttur stjórnarmyndunarviðræðnanna hefðu skilað hans flokki í ríkisstjórn??
Er engin æra, eru engin heilindi eftir í íslenskum stjórnmálum?
Þá er betra að þegja.
En að benda.
Þegar bendingin afhjúpar hin dýpri rök samspillingarinnar.
Vantraust snýst ekki um hvort það sé samþykkt.
Vantraust snýst um að á sé látið reyna hvort Alþingi þekki muninn á réttu og röngu.
Að til sé fólk á þingi sem er ekki samdauna gjörspillingunni.
Og muni bregðast eins við, hvort sem það er í stjórn, eða stjórnarandstöðu.
Það er stóra málið.
Því Alþingi fær ekki mörg önnur tækifæri.
Á einhverjum tímapunkti fær fólk nóg.
Kveðja að austan.
![]() |
Fokið í flest skjól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2018 | 12:34
Varðar lygi ráðherra við lög??
Eða erum við svo frumstætt banalýðveldi að þegar ráðherra lýgur að þingi og þjóð, að hann eigi að komast upp með það?
Af hverju er Sigríður Andersen ráðherra í kvöld?? Afhverju er ekki borinn upp vantraust tillaga á hana núna síðdegis, og ef hún er ekki tekin til efnislegrar umfjöllunar, að þá gangi stjórnarandstaðan ekki út með þeim orðum, að hún taki ekki þátt í lögleysu peninga og peningaafla.
Eins og menn hafi ekki heyrt getið um hvað startaði frönsku byltingunni á sínum tíma.
Eða hin fleygu orð Jóns Sigurðssonar gegn danska nýveldinu, "Vér mótmælum", hafi verið mæld á kínversku sem hinir fjármögnuðu þingmenn kannast ekki við, því Jón var ekki keyptur. Enda hóf hann sjálfstæðisbaráttuna með sínum fleygum orðum.
Af hverju komst Sigríður upp með að ljúga þessu að þingnefnd í beinni útsendingu??
Ef vottur af þessu var réttur, þá bar henni skylda til að greina þingheim frá efasemdum formanna þingflokkanna, sem og að inna þá eftir rökum.
Ekki að grípa til geðþóttans og ljúga til um breytingar sínar.
Hin tilbúna skýring um dómarareynslu féll um sjálfa sig þegar í ljós kom að hún vék úr vegi umsækjenda sem hafði meiri dómarareynslu en einn af þeim sem hún skipaði í staðinn.
Bara þessi ein og sér lygi átti að kosta hana embættið síðasta haust.
Og núna bætir hún í; "Það sem stóð upp úr var að mér varð ljóst að þessi listi yrði aldrei samþykktur á þingi, mér var gert það ljóst. Hún hafi því verið tilneydd til að gera breytingar. ".
Hverjir gerðu henni þetta ljóst??
Hvað rök höfðu þeir til hliðsjónar?'
Höfðu þeir gert sína eign faglega könnun á hæfni umsækjenda??
Eða réðu pólitískir fordómar för??
Eða er Sigríður að ljúga upp á formann Sjálfstæðisflokksins??,. því það er ljóst að hann er sá eini sem hefði getað hreyft andmælum.
Og er þögn Bjarna staðfesting þess.
Að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipi ekki vinstra fólk í dómarastöður.!!!!!!!!!!!!!!!!
Og ef svo er, þá upplifum eitthvað sem íslenska lýðveldið hefur aldrei upplifað áður.
Að pólitískar ofsóknir ráði skipa fólks í dómarastöður á Íslandi í dag.
Og hver trúir þessu??
Að Bjarni sé eins og Erdogan??. Að hann standi fyrir pólitískum ofsóknum á Íslandi á 21. öldinni.
Hve lágt er hægt að leggjast til að skíta út samflokksmenn sína??
Eða sagði Sigríður satt í þessu tilviki?
Það kemur í ljós í kvöld.
Ef hún er ráðherra á morgun.
Þá þarf ekki að efast um hennar orð.
En þá mun samsekt annarra blasir öllum við.
Kveðja að austan.
.
![]() |
Var tilneydd til að gera breytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2018 | 11:56
Erum við að upplifa sjaldgæfan fávitaskap?
Sem í öllu sínu veldi gerir Donald Trump að mannvitsbrekku??
Niðurlægjum Sigríði ekki meir en hennar eigin orð gera. Ímyndum okkur frekar samtal milli ákærða og dómara, þar sem ákærði var dæmdur fyrir að keyra fullur, mjög fullur, þrátt fyrir sannanlegar aðvaranir.
"Herra dómari, vissulega var mér bent á að ég væri fullur, og vissulega var mér bent á að drykkja undir stýri varðaði við lög. En ég veit betur, ég er sjálfskipaður sérfræðingur, og get mælt mig sjálfan án þess að mælingu þurfi til. Ég vissi að ég var ekki drukkinn, þó ég hefði drukkið, og þegar kona mín varaði mig við, þá hefur hún oft varað mig við áður. Til dæmis, þá sagði hún að ég hefði ekki átt að vera með kófflótta bindið í veislunni, og þá sem oft áður þá hafði hún rangt fyrir sér.... Herra dómari, þú spyrð hvort þessu sé saman að jafna, annars vegar ráð sem snúa að mér, og hins vegar ráð sem snúa að lögum, og ég segi eins og er, ég þekki ekki muninn.
Svo finnst mér ég miklu hæfari til að meta drykkju mína, en lög og reglur sem annað fólk þarf að fara eftir.
Ég er jú lögfræðingur og veit miklu betur.
Svo er ég í Sjálfstæðisflokknum, og þar eru engin lögbrot viðurkennd, nema að aðrir en flokksmenn eigi í hlut.
Svo ætla ég að skipa flokksdómara, sem dæmir eftir mínum vilja, og flokksins að sjálfsögðu, en ekki eftir lögum og reglum.
Herra dómari, þú ert rekinn.".
Bandaríkin í gær.
Ísland í dag.
Í boði Katrínar Jakobsdóttir, Sigurðar Jóhannessonar og Bjarna Benediktssonar.
Kveðja að austan.
![]() |
Þurfti ekki að fara að ráðum sérfræðinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2018 | 20:09
Þegar einn leiðtogi er í kjöri.
Þá vill hann oft vinna með yfirburðum, það er þegar engin annarleg sjónarmið eru í mótframboði.
Það er þannig að stjórnmál snúast um völd og áhrif, og það er eins með stjórnmálaflokka og fótboltalið, ef ekki tekst að móta sterka liðsheild út á við, þá ná menn ekki þeim árangri sem að er stefnt.
Leitni prófkjara er fylgni milli fjármuna og árangurs, þó vissulega séu á því undantekningar.
Eins og til dæmis tengsl inní sterk félagasamtök eða vinsældir fjölmiðlanna.
En prófkjör búa sjaldnast til sterka liðsheild og þeim hættir mjög til að búa til einsleitna lista. Líkt og til dæmis listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var fyrir síðustu kosningar.
Leiðtoginn þarf ekki endilega að vera með mestu mannkostina, eða mesti mannasættirinn, en hann þarf að hafa áruna sem fiskar. Hafa bæði sjarma og trúverðugleika.
Að þeirri einföldu ástæðu var ekkert leiðtogakjör hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík, aðrir frambjóðendur en Eyþór höfðu ekki þá eiginleika sem leiðtogi þarf að hafa.
Þeir fiska ekkert umfram fastafylgi flokksins, og flokkurinn sem slíkur gat endurunnið pappalöggur Sólveigar fyrrum dómsmálaráðherra og málað jakkaföt yfir löggubúninginn og teflt fram pappaleiðtoga eins og að láta þetta ágæta fólk leiða listann. Pappaleiðtoginn hefði allavega ekki stuðað hina með tilheyrandi hjaðningavígum.
Það er full ástæða til að óska Eyþóri velfarnaðar, borginni er ekki vel stjórnað.
Þeir sem ráða líta á að borgin sé til fyrir þá, en ekki þeir fyrir hana.
Þjónustan eftir því, sérviskan og tiktúrur ráða ríkjum.
Eyþór mun örugglega ná að fá umræðuna til að snúast um kjarnann, þjónustu og velferð borgarbúa.
Hann er skólaður úr háskóla lífsins, með allskonar mar og skrámur eftir fjölda mistaka, en hann hefur alltaf komið sterkari til baka.
Með öðrum orðum, háskóli lífsins fer bráðum að útskrifa hann sem alvöru mann, sem þarf ekki almannatengla eða upplyftingu auglýsingastofa til að koma frá sér orði.
Ef hann stendur sig vel, þá er Bjarni í hættu.
Bjarni er nefnilega að klúðra sínu síðasta tækifæri með því að sína ekki þann þroska sem þarf til að henda úr forystusveit flokksins fólki sem er í stjórnmálum út á eigið egó, en sinnir ekki þeirri frumskyldu að láta ekki félaga sína og flokkinn gjalda egóstæla sinna.
Fólk sem þekkir ekki sinn vitjunartíma og skaðar allt og alla í kringum sig.
Festir flokkinn í sífelldri spillingarumræðu, ljær honum ásýnd frekju og yfirgangs.
Bjarni er nefnilega að klikka sem alvöru maður, hefur hvorki kjarkinn og styrkinn til að bjarga sjálfum sér og flokknum.
Og afsökunarbrunnur hans fyrir þverrandi fylgi er að tæmast.
Sem sýnir hið fornkveðna, að þó silfurskeiðin geti keypt menntun, og það í dýrustu skólum. Þó hún geti tryggt farsælan feril upp tröppugang valdastigans, þá getur hún aldrei tryggt eitt.
Árangur í háskóla lífsins.
Jafnvel þó nestið að heiman hafi verið góð ættarfylgja, og ýmsir mannkostir.
Skiptir mig svo sem ekki máli.
En það skiptir þjóðina máli.
Lýðræðið okkar þolir ekki enn eitt ruglkjörtímabilið þar sem krakkar í sandkassaleik leika sér að fjöreggi þjóðarinnar.
Það er heppni, túristaheppnin sem skýrir velmegun dagsins í dag.
En undirliggjandi er sundurklofin þjóð, ennþá í sárum, holsárum eftir Hrunið haustið 2008.
Það er vitlaust gefið, aðeins heimskingjar, sem og þeir sem hagsmuna hafa að gæta, bera á móti því.
Og aðeins eitt orð nær yfir umræðuna um okkar brýnustu mál:
Rugl.
Hvort sem það er aðförin að byggðum landsins sem endurspeglast í aðförinni að landbúnaðinum, tillögum um að slátra gullgæs sjávarútvegsins, ósættið um nýtingu orkuauðlinda, að ekki sé minnst á þá heimsku að fjárfesta ekki í innviðum samfélagsins því það gæti tímabundið dregið úr ofureyðslu og lúxuseyðslu.
Allt ber að sama brunni, við höfum ekki tilfinningu fyrri því hvað gerir okkur að þjóð, og við skiljum ekki að það þarf að afla til að eyða. Og síðast þegar ég vissi, þá hefur enginn étið aurinn á bankabókinni, eða gullið í kistlinum.
Efnahagsmál eiga ekki að snúast um sterkan gjaldmiðil, efnahagsmál eiga að snúast um fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Það seinna leiðir hins vegar til hins fyrra, en aldrei öfugt.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir er síðasta tækifæri hefðbundinna stjórnmála til að snúa ógæfuþróuninni við, sem og að hefja bygginga brúa yfir allar þær gjár sem kljúfa þjóðfélagið í herðar niður.
Mistakist henni, þá er lýðræðið dautt, hver sem gengur af því dauðu.
Kannski bara aðgerðarleysið, sundrungin og spillingin.
Þjóðin þarf leiðtoga.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf leiðtoga.
Borgarstjórnarflokkur hans fékk hins vegar sinn leiðtoga í dag.
En hér með er auglýst eftir hinum.
Kveðja að austan.
![]() |
Ákall um breytingar í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 234
- Sl. sólarhring: 504
- Sl. viku: 4108
- Frá upphafi: 1490978
Annað
- Innlit í dag: 204
- Innlit sl. viku: 3442
- Gestir í dag: 194
- IP-tölur í dag: 194
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar