24.4.2019 | 11:57
Farsótt rekin áfram að grægði.
Og fáir sæta ábyrgð, allra síst sú hugmyndafræði sem upphefur græðgi og aðra lesti og segir slíkt drifkraft framfara og hagsældar.
Þú mátt drepa ef þú græðir, passaðu þig bara fyrst á að kaupa þér hagstæða lagasetningu, og legðu svo í púkkið með öðrum svipaðs sinnis og keyptu þér stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka.
Þú mátt ræna vel rekin fyrirtæki og skilja þau rústir einar, fólk atvinnulaust, blæðandi samfélög, passaðu þig bara á að taka þátt í púkkinu með stjórnmálamennina, og passaðu þig líka á að dreifa út styrkjum til meintra fræðimanna, það tryggir að akademían kvakar með.
Þú mátt útvista fyrirtækjum og blómlegum rekstri til þrælabúða fátækra landa þar sem þú þarft engin lög að virða, hvorki um aðbúnað starfsfólks, kaup þess og réttindi, umhverfisvernd, mengun, passaðu þig bara á að láta skriffinnana í Brussel setja nógu stífar reglur heima fyrir svo þar geti enginn keppt við þig og þinn ódýra innflutning. Já, reyndar, muna eftir að leggja í púkkið með stjórnmálamennina, tryggja kvakið úr háskólanum, og passa vel uppá almannatengla svo þú lendir ekki í leiðindaumræðu eins og kollegar þínir vestra sem gerðu ekkert annað að sér en að græða.
Þú mátt eiginlega allt ef þú passar þig bara á að vera ekki nískur þegar kemur að því að fóðra stjórnmál, fræðin og skoðanastjórnendur. Og auðvita, þú þarft að græða.
Og það er mikill gróði í orkuauðlindum Íslands.
En smá kostnaður við að koma þeim úr almannaeigu í þína eigu.
Gengur samt vel.
Flestir fræðimenn kvaka, stjórnmálastéttin því sem næst einhuga, aðeins nokkrir menn á aldur við geirfuglinn sem tuða eitthvað um þjóðareign, yfirráð þjóðar yfir auðlindum sínum.
Eins og þú getir ekki alveg verið innlendur eins og erlendur, og þá ert þú þjóðin.
Þú átt allavega stjórnmálin, allflesta fræðimennina, að ekki sé minnst á skoðanastjórnina kennda við almannatengla og álitsgjafa.
Getur sagt með sanni, "þjóðin það er ég".
Já, græðgi er góð.
Ég má allt, ég á allt.
Ég er engin farsótt.
Ég er ég.
Ég er græðgin.
Kveðja að austan.
![]() |
Farsótt rekin áfram af græðgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
23.4.2019 | 09:41
Að afhjúpa sjálfan sig.
Að eigin frumkvæði er ekki öllum gefið, en segja má að Helgi Pírati hafi gert heiðarlega tilraun þar um í grein í Morgunblaðinu í dag.
Píratar hafa gefið sig út fyrir að vera andófsflokkur gegn kerfinu, fyrir að standa með almenningi gegn ítökum auðs og fjármagns, og þeim hefur tekist að safna til sín atkvæðum óánægjunnar.
Fólks sem telur sig vera að kjósa gegn kerfinu, gegn frjálshyggjunni sem er náttúrulega últra fyndið því leitun er að tærari frjálshyggjuflokki, og gegn auðnum. Sem er reyndar ennþá fyndnara því hverjir hafa klappað upp Pírata og gert þá svona áberandi í andófsumræðunni??
Áður en lengra er haldið þá skulum við taka saman kjarna deilunnar um orkupakka 3.
Hún er annars vegar milli fólks sem vill að þjóðin ráði yfir orkuauðlindinni, að regluverkið sé á forræði hennar og eignarhaldið og hins vegar fólks sem vill afsala sér forræðinu til yfirþjóðlegs regluverks sem hefur þann eina tilgang að auðlindin sé markaðsvædd, í einkaeigu og að orkan sé seld á samkeppnisverði hins evrópska markaðar sem er langtum hærra en almenningur greiðir í dag.
Það má bara ekki segja það, það má bara ekki viðurkenna það.
En það er hægt að segja hlutina óbeint og gera allar skoðanir jafnréttháar. Og það er það sem Helgi Pírati gerir í grein sinni og full ástæða til að gefa honum orðið;
"Það er rétt að hvá þegar stjórnmálamenn láta eins og þeir séu að leggja eitthvað til, þegar þeir stinga upp á því að verja hagsmuni Íslands. Það er enginn stjórnmálamaður ósammála því að verja hagsmuni Íslands og enginn stjórnmálamaður hefur lagt til neitt annað. En einmitt vegna þess að hugmyndin er svo gott sem þýðingarlaus er hún líka heppileg til þess að afvegaleiða kjósendur, vegna þess að hún setur hlutina upp eins og ef aðrir stjórnmálamenn en sá sem talar ætli sér þá ekki að verja hagsmuni Íslands.
Hið rétta er að fólk er ósammála um hvernig hagsmunir Íslands séu best tryggðir. Hvort sem fólk kallar eftir innleiðingu 3. orkupakkans, sæstreng eða inngöngu Íslands í Evrópusambandið, þá gerir það svo vegna þeirrar sannfæringar að það stuðli að hagsmunum Íslands. Svo má auðvitað vel vera að það sé algjör misskilningur, en á íslenskum hagsmunum er þá sá misskilningur byggður.
Já, allir hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, hvort sem þeir vildu leggja skuldaklafa ICEsave á hana í nafni evrópskrar samvinnu eða hafna honum. Þeir sem vilja einkavæða auðlindina og gera hana að féþúfu eða þeir sem vilja að hún sé sameign og tryggi allri þjóðinni orkuverð á viðráðanlegu verði.
Sem sagt fyllibyttan Jeltsín hafði rétt fyrir sér þegar hann leyfði örfáum olígörkum að söðla undir sig náttúruauðlindir rússnesku þjóðarinnar og selja allt úr landi og stinga afrakstrinum í eigin vasa. Því að sögn var það allt gert í þágu hagsmuna lands og þjóðar.
Það þyrfti að þýða þessa grein Helga og senda hana tafarlaust til Noregs, þar hefur æra Quslings lengi legið í garði óbætt, en enginn dregið það samt í efa að hann taldi sig hafa hagsmuni þjóðar sinnar í huga þegar hann sveik hana. Og þeir sem skutu hann töldu sig líka gera það út frá hagsmunum þjóðar, en voru sem sagt að afvegleiða landa sína.
Já, margt er sagt til að réttlæta brigsl sín en kemur samt ekki á óvart þegar Píratar eiga í hlut.
Hins vegar það sem kemur mér sífellt á óvart er fólkið sem kýs þá á þeim forsendum sem ég rakti hér að ofan.
Allavega mega vinir auðs og frjálshyggju hans vera góðir, ef þeir eru betri en hinir meintu óvinir hans.
En regluverkið skal styðja, og EES samninginn skal styðja, þrátt fyrir að hann taki sér sífellt meir og meir yfirþjóðlegt vald, og skerpi á leikreglum hins frjálsa flæðis og hins frjálsa markaðar, á þann hátt að jafnvel Milton Friedman taldi ekki mögulegt í raunheimi.
Og vitiði af hverju, jú leyfum einfeldninni að svara því.
"Það getur ekki verið svo umdeilt að samstarf Íslands við önnur ríki, þá fyrst og fremst EES-samningurinn, hafi veitt Íslandi velmegun og frelsi sem fólk hefði ekki getað ímyndað sér fyrir einni öld. Eina ástæðan fyrir því að það meikar yfirhöfuð nokkurt sens fyrir ungt fólk að vera á Íslandi er góðar tengingar við umheiminn, bæði hvað varðar samskipti, viðskipti og ferðafrelsi. Ísland er frábært að svo mörgu leyti, en það er líka eyja úti í hafsauga, einangruð nema sökum auðveldra samgangna, samskipta og viðskipta við umheiminn.".
Skrýtið að EES samningnum skuli ekki líka verið þökkuð umbreytingin frá torfkofa í nýtískuleg einbýlishús, frá árabót í fjölveiðiskip, frá hestvagni til vöruflutningabifreiðar, frá talnagrind til spjaldtölvu.
Og skrýtið að það skuli yfir höfuð vera siðmenning eða jafnvel nútími í löndum sem standa fyrir utan hins evrópska efnahagsvæðis. Að restin af heiminum skuli ekki vera allur ein stór Norður Kórea.
Það er oft sagt að einfeldningurinn sé mesti snillingurinn, að hann sjái kjarna málsins.
Frægur er leikur Peters Sellers í myndinni Being there en við eigum núna Helga og svei mér þá held ég að hann slái flestu við.
Til dæmis vissi ég þetta ekki um lífsskoðanir mínar þegar ég tel það gæfu þjóðar að hafa barist fyrir sjálfstæði sínu á sínum tíma og það sjálfstæði skýri það fölbreytta mannlíf sem hér er, svona vitandi að alls staðar annars staðar í heiminum er svona fámenn samfélög fiskimanna og bænda útnárar þar sem fáir vilja búa.
En Helga tókst að afhjúpa mig; "Þá er gjarnan talað um ferðafrelsi og alþjóðlegt samstarf sem andstöðu sjálfstæðis Íslands, sem hvorugt er. Ferðafrelsi og alþjóðlegt samstarf eru fyrst og fremst Íslandi sjálfu til heilla og hvort tveggja treystir sjálfstæði okkar og vissulega hagsmuni.".
Ég skil bara ekki hvernig ég gat ferðast á milli landa fyrir daga EES samningsins, eða verið hlynntur Sameinuðu þjóðunum, Nató og Evrópska knattspyrnusambandinu. Sé núna að ég sem sjálfstæðissinni að ég er algjörlega á móti þessu öllu saman, og þess vegna var ég á móti ICEsave fjárkúgun breta, ég er á móti alþjóðlegu samstarfi.
Og ég er svo tregur að átta mig ekki á að það að neita að gefa eftir forræði þjóðarinnar yfir eigin málum sé eins og að fara útí búð og neita að borga fyrir vöru því eins og snillingurinn Helgi segir; "Það að við ákveðum sjálf að undirgangast skuldbindingar er ekki meiri svipting á sjálfræði en að einstaklingur ákveði að fara út í búð og láta af hendi pening gegn því að fá vöru afhenta".
Já, það er nú það, en ég ætla samt að halda áfram að borga í búðinni og að vera á móti einhliða alþjóðlegu samstarfi þar sem annar aðilinn setur reglunnar, og hinn hlýðir. Ég verð bara að sætta mig við það að vera ekki snillingur, eða vera Pírati.
Þess vegna get ég heldur ekki tekið undir þessi orð Helga; "Sjálfstæði Íslands er óumdeilt og fullkomin eining ríkir um mikilvægi þess í stjórnmálum á Íslandi.".
Ekki frekar en Quisling seldi þjóð sína með svipuðum orðaleppum.
Sum öfugmæli á ekki að láta menn komast upp með.
Það er deilt um sjálfstæði landsins.
Það er deilt um forræðið yfir auðlindum þess.
Sú deila er núna.
Og þjóðin er í nauðvörn.
Auðurinn ásælist og hann gerir út fólk.
Jafnt snillinga sem aðra.
Og það er okkar að verjast.
Kveðja að austan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
22.4.2019 | 15:51
Það þarf að verja siðmenninguna.
Hildarleikurinn sem kenndur er við seinni heimsstyrjöld, kostaði hátt í hundrað milljónir mannslífa, og álfu í rúst.
Hann átti sér aðdraganda, sem var að illskan og ómennskan fékk að grafa um sig í hjarta Evrópu og allir litu í hina áttina.
Fatlaðir á stofnunum voru vanaðir, eða hreinlega drepnir, trúarhópur ofsóttur, eignir gerðar upptækar, fangabúðir reistar, og opinber stefna að útrýma óæskilegu fólki.
Að ekki sé minnst á pólitískar ofsóknir, fangelsun stjórnmálaandstæðinga, aftökur, jafnt án dóms og laga sem og með dómi og lögum.
Samt hélt heimsbyggðin Ólympíuleikana í höfuðborginni þar sem illskan og mannhatur var opinber stefna.
Í dag er eins og við höfum ekkert lært af sögunni.
Miðaldafólk með fulla vasa af olíupeningum fjármagnar hryðjuverk og dráp á fólki sem játast ekki trú þeirra.
Til skamms tíma var það opinbert kennsluefni í Saudi Arabíu að trúleysingja ætti að drepa, og svo þykjast ráðamenn okkar vera svaka hissa þegar trúarmiðstöðvar og moskur sem þeir fjármagna séu hreiður haturs, hatursboðskapar, og þangað megi finna rætur þessara hryðjuverka og trúarofsókna sem eru daglegt brauð víða um heim, og breiðast út um jarðir eins og bráðpest Svarta dauða.
Hér á Íslandi líðum við þessu illþýði að fjármagna slík hreiður.
Og flytja inn kennimenn úr ranni þessarar miðaldamennsku.
En einhvers staðar hljóta mörkin að liggja.
Og Brúnei hefur farið yfir þau mörk.
Siðað fólk og siðaðar þjóðir eiga að krefjast þess að landinu sé vikið úr Sameinuðu þjóðunum hið bráðasta, og öll viðskipti með olíu og annað séu stöðvuð þar til ómennska Sharia laganna er afturkölluð.
Annað er samsekt.
Sama samsekt og var 1936.
Samsekt sem mun enda á sama veg.
Því illgresi endar alltaf á að kæfa.
Nema því sé haldið í skefjum.
Kveðja að austan.
![]() |
Segja ákveðinn misskilning í gangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2019 | 17:46
Uppreisn almennings.
Gegn spilltri veruleikafirrtri stjórnmálaelítu á sér margar birtingarmyndir.
Í Frakklandi mótmæla gulvestungar, í Englandi sagði þjóðin Nei við ESB, í Bandaríkjunum kaus fólk mann sem sagðist ætla í stríð við kerfið og fá atvinnuna aftur heim, og í Úkraínu kjósa menn grínista til forseta.
Að ekki sé minnst á uppgang allskonar þjóðernis og átakaflokka hér og þar og næstum allstaðar í gömlu álfunni.
Við Íslendingar erum alltaf aðeins á eftir, það tekur tíma fyrir stefnur og strauma að sigla yfir Atlantshafið en að lokum ná þær landi og allt verður mjög svipað og út í hinum stóra heimi.
Þess vegna höfum við í dag stjórnmálaelítu sem vinnur leynt og ljóst að koma orkuauðlindum landsins í vasa innlendra eða erlendra óligarka samkvæmt stefnu Evrópusambandsins þar um.
Og hún telur sig geta hundsað vilja þjóðarinnar, trikkið fram að þessu er að hluti hennar þykist vera á móti, og fær síðan andstöðu atkvæðin, en ekkert breytist nema að þá fara hinir í stjórnarandstöðu, og eru alltí einu á móti því sem þeir voru með í ríkisstjórn.
Eitthvað sem virkaði mjög vel í Evrópu til skamms tíma þar sem fólk kaus gegn frjálshyggju og einkavinavæðingu með því að kjósa vinstri flokka, en þeir reyndust ef eitthvað vera ennþá harðari í einkavæðingu eða taka undir reglur hins frjálsa flæðis.
En virkar ekki lengur, hefðbundnir stjórnmálaflokkar eru á útleið, sérstaklega jafnaðarmenn sem eru búnir að panta pláss á safni við hliðina á Geirfuglinum.
Samt læra menn ekkert.
Lemja hausnum ítrekað í vegg, tautandi fólk er vitlaust, fólk er fífl, við vitum betur.
Sem er efnislega rök íslensku stjórnmálaelítunnar í orkupakkamálinu.
Við þurfum samt ekki að óttast að við fáum grínista sem forsætisráðherra, sá djókari var fullreyndur í stjórnartíð Jóns Gnarr í Reykjavík.
Og vandséð er það fólk sem treystir góða fólkinu sem núna stjórnar Reykjavík fyrir að stjórna öðru en Gokart bíl á lokaðri braut, sem er rafmagnslaus til öryggis.
Það afl sem mun steypa stjórnmálastéttinni er einfaldlega ekki komið fram.
En það mun koma ef Alþingi heldur fast í að nauðga þjóðarviljanum í orkupakkamálinu.
Við lifum því spennandi tíma.
Umbrotatíma, þar sem nýtt landslag í íslenskum stjórnmálum mun rísa líkt og Surtsey úr hafi.
Vonandi til góðs, en það er ekkert sjálfgefið.
Undir okkur komið hvort við náum samstöðu um það sem sameinar, eða látum óligarkana gera út sundurlyndi og úlfúð.
En núverandi stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar þurfa litlar áhyggjur að hafa.
Tími þeirra flestra er liðinn.
Menn svíkja ekki helg vé án afleiðinga.
Uppreisn almennings er hafin.
Hún verður ekki flúin.
Hún verður ekki kæfð.
Það er jú blessun Orkupakka 3.
Kveðja að austan.
![]() |
Grínistinn sigraði í Úkraínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2019 | 16:19
Hinir aumkunarverðu.
Fátt er aumkunarverðara en þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem keppa núna hver um annan að útskýra afhverju þeir sviku sín helgustu vé, fullveldi þjóðarinnar og yfirráð hennar yfir auðlindum sínum.
Einhver hefði haft vit á það þegja í stað þess að réttlæta það sem ekki er hægt að réttlæta.
Páll Magnússon er ekki í þeim hópi.
"Og nú er ég spurður af hverju ég hafi skipt um skoðun á 3. orkupakkanum og sé ekki lengur andvígur innleiðingu hans. Svarið er: Ég hef ekki skipt um skoðun. Forsendur fyrir innleiðingu orkupakkans á Íslandi hafa breyst; þær eru ekki lengur hinar sömu og ég var andvígur. Í fyrsta lagi er nú búið þannig um hnútana að stjórnarskrárvandinn er ekki lengur til staðar að mati sömu varfærnu fræðimannanna og ég fylgdi að málum þegar þeir sögðu að hann væri fyrir hendi. Í öðru lagi er nú hafið yfir allan vafa að það verður enginn sæstrengur lagður til raforkuflutnings án þess að Alþingi taki um það sérstaka ákvörðun. Í þriðja lagi er nú alveg á hreinu að á meðan enginn er sæstrengurinn hefur raforkupólitík í Evrópu, á borð við þá sem snýr t.d. að verðlagningu, ekkert gildi og enga þýðingu á Íslandi. Með öðrum orðum: innleiðing 3. orkupakkans leiðir ekki af sér hærra raforkuverð til notenda á Íslandi.".
Þetta skrifar Páll í Moggann í dag, og er svo ósvífinn að vitna í Vörð Íslands í ICEsave deilunni, Stefán Má Stefánsson prófessor, að hann hafi gefið Páli syndaaflausn.
En Stefán sagði þetta og færði fyrir því rök sem enginn hefur treyst sér að andmæla.
"Engin heimild er til þess að taka í lög ákvæði sem ekki fá staðist íslenska stjórnarskrá þó að svo standi á að ekki reyni á umrædd lagaákvæði í svipinn. Verður því að telja rökrétt og raunar óhjákvæmilegt að tekin sé afstaða til stjórnskipulegra álitaefna sem tengjast þriðja orkupakkanum nú þegar og það áður en Alþingi samþykkir þriðja orkupakkann. ......
Það breytir því þó ekki að innleiðing þriðja orkupakkans þarf að standast stjórnarskrána. Í því sambandi verður að hafa hugfast að lagasetning sem brýtur gegn stjórnarskránni getur haft skaðlegar afleiðingar í för með sér, og skiptir þá í sjálfu sér ekki máli hvort slíkar afleiðingar koma fram strax við samþykkt laganna eða á síðari tímapunkti.".
En hann bendir á að það sé hægt að flýja vandann á meðan ekki er lagður sæstrengur, en hann bendir á um leið, að slíkt sé ekki á forræði íslenskra stjórnvalda, ekki ef ESA höfðar mál gegn íslenskum stjórnvöldum og krefst þess að þau aflétti markaðshindrunum á hinum frjálsa evrópska raforkumarkaði.
Eins bendir hann á að þegar stjórnskipulegum fyrirvörum er aflétt, þá höfum við ekkert að segja um þróun tilskipana ESB um orkumál, en vitað er um hina endanlegur niðurstöðu, orkumarkaðurinn á að vera einn, á markaðsforsendum, og lúta boðvaldi yfirþjóðlegs valds, það er ESB.
Svo skrif Páls eru lygin ein, til þess eins að réttlæta sjálfan sig.
En vonandi ekki til að blekkja kjósendur sína.
Ef svo er þá er hann í harðri samkeppni við að toppa hina íslensku lágkúru, meistarann sjálfan, þann sem er aumkunarverðastur af öllum sem tilkall til þess gera.
Steingrím Joð Sigfússon sem seldi þjóð sína í skuldaþrælkun ICEsave, gerði upp heimili alþýðunnar þegar skuldir auðmanna voru afskrifaðar, og afhenti hrægömmum hið nýreista bankakerfi.
Steingrímur toppar samt, og kemst á topp tíu á lista þeirra í heiminum sem hafa svikið sín helgustu vé án þess að skammast sín.
En það bætir ekki hlut Páls, hann á að hafa vit á að þegja.
Nógu aumkunarverður er hann samt.
Þó gæti hann bætt úr með því að játa að hann sé eins og Þórdís Kolbrún fylgjandi lagningu sæstrengs og þeim markaðsviðskiptum sem fylgja í kjölfarið.
Einkavæðingu, margföldun raforkuverðs, rústun þess innlends iðnaðar sem treystir á lágt raforkuverð, gígantígskrar tilfærslu úr vasa almennings í vasa auðs.
Sjónarmið út af fyrir sig, en allavega ekki logið.
Því það er ekki þessi frjálshyggja sem er aumkunarverð, hún er afstaða.
Það er lygin að kannast ekki við hana sem er aumkunarverð.
Og aumast að öllu að kannast ekki við gjörðir sínar.
Allt sem Páll segir er rangt.
Orkupakki 3 þýðir akkúrat allt það sem hann afneitar.
Hans eina von er að afneita þrisvar.
Og iðrast svo, og ljúga ekki framar.
Kallast upprisa.
Til þess eru jú páskarnir.
Kveðja að austan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
20.4.2019 | 13:45
Nefndin taldi sig bundna af lögum og reglum.
Og merkilega nokk, þá fór hún eftir því.
Ráðherra hins vegar taldi sig ekki bundna að slíku, og þess vegna fór eins og fór.
Öryggisventillinn, sem fylgist með að lýðræðisríki Evrópu fari eftir leikreglum, felldi áfellisdóm yfir stjórnsýslu ráðherra.
Og þeir sem skilja ekki til hvers lög og reglur eru, mótmæltu og töluðu um afskipti af innanlandsmálum, í stað þess að íhuga eitt augnablik að þeim hefði orðið á.
Í víðara samhengi lýsir þetta meinsemd sem lengi hefur grafið um sig í íslenskum stjórnmálum.
Að lög og regla séu í besta falli viðmið, en aðalatriðið er að geta farið sínu fram.
Að mitt sé valdið.
Við sjáum þetta núna síðast í umræðunni um orkupakka 3, sem sannarlega mun ganga gegn fullveldi landsins eins og stjórnarskráin skilgreinir það.
Sniðgangan þar er að hinum meintu brotum sé frestað þar til landið verður tengt við orkumarkað Evrópu, sem er samt ekki nema réttlæting að hluta. Eftir að stjórnskipunarlegum fyrirvörum er aflétt af orkupakkanum, að þá veit enginn hvaða viðbótarvöld Evrópusambandið mun taka sér í framtíðinni.
Í allri þessari umræðu er eins og stjórnarskráin skipti ekki máli því hún er eitthvað gamalt plagg, jafnvel arfur fortíðar sem eigi ekki við í dag. Allavega þegar þingmenn telja sig vita betur, þá á hún ekki að vera hindrun.
Samt var Alþingi í lófa lagt að breyta stjórnarskránni eins og Norðmenn gerðu áður en þeir samþykktu EES samninginn, á þá vegu að hún heimili slíkt valdaafsal til yfirþjóðlegra stofnana.
Eins gat dómsmálaráðherra þegar hún lét endurskoða lög um skipan dómara í Landsrétt, sett inn ákvæði um kynjakvóta, að dómareynsla fengi aukið vægi og svo framvegis.
Það er nefnilega hægt að breyta lögum í stað þess að brjóta þau.
Í stað þess að vanvirða þau eins og þingheimur ætlar sér að gera með samþykkt orkupakka 3.
Það er hægt að virða lýðræðið og leikreglur þess.
En það er bara ekki gert.
Og það er mein.
Kveðja að austan.
![]() |
Hefði átt að vega þyngra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2019 | 13:06
Þegar orð stangast á raunveruleikann.
Það kann að bera í bakkafullan lækinn varðandi orkupakka 3 að þurfa sífellt að hamra á efnisatriðum málsins gagnvart sífelldum fullyrðingum stjórnmálamanna sem enga skoðun standast en það er samt skylda okkar sem viljum að þjóðin haldi fullum yfirráðum orkuauðlindum sínum í lengd og í bráð.
Það sem hefur einkennt þessa umræðu af hálfu stjórnvalda er að nýta sömu taktík og lengi hefur verið nýtt við að selja bíla, þar að láta fáklædda snót sitja á húddinu á bílnum eins og það komi gæðum hans og útliti eitthvað við, hér að nýta sér kvenlegt sakleysi til að hamra á rangfærslum.
Núna síðast var ritari Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Arna látin gera lítið úr sjálfri sér með því að rífast við raunveruleikann.
"Efasemdir um innleiðingu þriðja orkupakkans byggjast á þeim misskilningi að í honum felist afsal á yfirráðum yfir auðlindum, framsal á fullveldi, skuldbinding um lagningu sæstrengs og jafnvel brot á stjórnarskrá. Ekkert af þessu á hins vegar við rök styðjast. Allir þeir aðilar sem unnið hafa að málinu, bæði stjórnmálamenn og sérfræðingar, eru sammála um að eins og málið er nú lagt upp feli það ekki í sér brot á stjórnarskrá, framsal á fullveldi eða afsal á auðlindum.".
Þegar erlent regluverk breytir orkuauðlindum þjóðarinnar úr auðlind í markaðsvöru sem skal lúta forræði þess og fara í hvívetna eftir reglum um frjálst flæði voru og þjónustu, þá er það afsal á yfirráðum yfir auðlindum. Að halda öðru fram er líkt og segja við fyrrum nýlendur Evrópuríkja í Afríku, að þau hafi í raun verið frjálsar því innlendir kæmu að því að stimpla fyrirmæli frá Brussel eða hvaðan sem valdboðið kom.
Slíkt er alltaf framsal á fullveldi og það er rangt að segja annað.
Hinsvegar þarf framsal á fullveldi ekki að vera stjórnarskráarbrot, til dæmis breyttu Norðmenn sinni stjórnarskrá áður en þeir fóru í EES samstarfið þar sem framsal á fullveldi var heimilað að ákveðnu marki.
Um slíkt er ekki að ræða í íslensku stjórnarskránni, henni var ekki breytt, og hún heimilar ekki slíkt framsal, hvað þá að hún heimili að íslenskir ríkisborgarar og íslenskir lögaðilar þurfi að lúta erlendu dómsvaldi án þess að eiga möguleika að um mál þeirra sé fjallað fyrir íslenskum dómsstólum. Það var þess vegna sem þeir félaga Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson komust að þessari niðurstöðu í álitsgerð sinni sem er fylgiskjal með þingsályktun utanríkisráðherra um orkupakka 3.
"Engin heimild er til þess að taka í lög ákvæði sem ekki fá staðist íslenska stjórnarskrá þó að svo standi á að ekki reyni á umrædd lagaákvæði í svipinn. Verður því að telja rökrétt og raunar óhjákvæmilegt að tekin sé afstaða til stjórnskipulegra álitaefna sem tengjast þriðja orkupakkanum nú þegar og það áður en Alþingi samþykkir þriðja orkupakkann. ......
Það breytir því þó ekki að innleiðing þriðja orkupakkans þarf að standast stjórnarskrána. Í því sambandi verður að hafa hugfast að lagasetning sem brýtur gegn stjórnarskránni getur haft skaðlegar afleiðingar í för með sér, og skiptir þá í sjálfu sér ekki máli hvort slíkar afleiðingar koma fram strax við samþykkt laganna eða á síðari tímapunkti.".
Þetta er svo skýr niðurstaða að um hana þarf ekki að rífast.
Þess ber þó að geta að í álitsgerð sinni segja Stefán og Friðrik frá því að þeir hafi verið beittir þrýsting frá ráðuneytinu til að leggja til að það sé hægt að samþykkja orkupakkann núna án þess að það brjóti á þessum tímapunkti stjórnarskrána því hið yfirþjóðlega vald virkjast ekki nema landið tengist hinum sameiginlega orkumarkaði. Álitamálum varðandi brot á henni er þá frestað þar til sæstrengur er lagður, en þeir telja þá leið ekki án galla eins og þeir orða það.
Gallarnir eru þeir að ESB líður ekki einhliða fyrirvara sem kom í veg fyrir að einstök aðildarríki evrópska efnahagssvæðisins þurfi að fara eftir efni tilskipana þess, eða hindrað hið frjálsa flæði. Enda augljóst að hið frjálsa flæði virkar ekki ef slíkt er hægt.
Um það vitna ótal dómar en enginn um hið gagnstæða.
Nýlegur dómur þar sem íslenska ríkið var dæmt til að greiða skaðabætur vegna þess að íslensk lög bönnuðu innflutning á hráum kjöti er skýrt dæmi um haldleysi einhliða fyrirvara. Í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur um innflutning á hráu kjöti má lesa þetta "Niðurstaða EFTA-dómstólsins var að gildissvið EES-samningsins, sem undanskilur ákveðnar landbúnaðarvörur, leiddi ekki til þess að EES-ríki hefðu frjálsar hendur um setningu reglna um innflutning hrárrar kjötvöru, þar sem svigrúm þess takmarkaðist af ákvæðum sem tekin hefðu verið upp í viðauka við EES-samninginn".
Þó byggðist bann íslenskra stjórnvalda á skýrum lögum sem bönnuðum slíkan innflutning; "Þá er því haldið fram að ákvarðanir stjórnvalda hafi verið í samræmi við ákvæði laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, og reglugerðar nr. 448/2012 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins. ".
Þetta er grundvallarmál þar sem tilskipun ESB getur lagt búfjárstofna þjóðarinnar að velli ef illa tekst til, samt halda lög okkar og fyrirvarar í EES samningnum ekki.
Af hverju, um það má lesa í minnispunktum Jóhannes Karls Sveinssonar lögmanns, sem hefur mikla reynslu af málarekstri þjóðarinnar við ESA og EFTA dóminn;
"Á hvaða forsendum tapaði Ísland málinu? Í stuttu máli má segja að Ísland hafi tapað málinu á þeim forsendum að EFTA-dómstóllinn taldi að ef tilskipun felur í sér fulla samræmingu á löggjöf þá geti aðildarríkin ekki skotið sér undan henni með vísan til varúðarsjónarmiða. .... .
Löggjöf Íslands um frystiskyldu, vottorð og leyfi var talið brjóta í bága við bannið í tilskipun 89/662 og þar með var málið ekki mikið flóknara af hálfu EFTA dómstólsins. Þessi dómaframkvæmd fetar sömu slóð og dómstólar ESB höfðu áður gert í málum þar sem tekist var á um takmarkanir frjálsu vöruflæði á hinum innri markaði á áttunda og níunda áratugnum. ....
.. bókun þar sem segir að ef komi til árekstra á milli EES-reglna og annarra laga í EFTA ríkjunum þá skuldbindin ríkin sig til þess að setja laga ákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum.
EFTA dómstólinn veitti sjónarmiðum um einsleitni og gagnkvæmni meira vægi en margir áttu von á með dómi sínum í svonefndu Erlu Maríu máli (mál nr. E-9/97).Þar var komist að þeirri niðurstöðu að einstaklingur gæti átt bótarétt gagnvart EFTA ríki vegna ófullnægjandi innleiðingar á tiltekinni tilskipun.Slík bótaábyrgð var reist á dómi Evrópudómstólsins í svokölluðu Francovich máli.
Í hugum ýmissa gat þessi niðurstaða illa samræmst því eðli EES samningsins að vera þjóðréttarsamningur þar sem löggjöf krefst sérstakt innleiðingarferlis með þátttöku löggjafarvalds.Hvernig hægt væri að komast að því að einstaklingur gæti átt bótarétt vegna réttinda sem hann átti ekki kom ýmsum undarlega fyrir sjónir.
Með þessum dómi, og því sem í kjölfarið hefur fylgt, má segja að dómstólinn hafi minnkað bilið á milli EES samningsins og ESB-sáttmálanna miðað við upphaflega stöðu þeirra. ESB ríkin hafa tekið upp nánara og fjölþættara samstarf sem EES ríkin hafa þá í raun talist skuldbundin að fylgja miðað við kröfur EFTA dómstólsins um einsleitni og gagnkvæmni.Aukið yfirþjóðlegt valdstofnana ESB hefur sett þetta mál í nýtt samhengi.".
Þetta er gallinn, sá raunveruleiki að fyrirvara halda ekki og að nýjar reglur og tilskipanir herða alltaf á boðvaldi hinna yfirþjóðlegra valdstofnana ESB.
Slíkt mun gerast í orkupakka 4 og orkupakka 5 og að lokum verður einn sameiginlegur orkumarkaður á Evrópska efnahagssvæðinu, sem lýtur reglum hin frjálsa flæðis, og undir boðvaldi Brussel.
Þess vegna eru lokaorð Áslaugar svipað eðlis og að dómkirkjuprestur færi með faðirvorið aftur á bak við messu í Dómkirkjunni, og segði það samræmast kristnum sið.
"Það er og verður stefna Sjálfstæðisflokksins að standa vörð um fullveldi landsins og yfirráð Íslendinga yfir þeim auðlindum sem hér er að finna. Það á ekki síður við í þessu máli.".
Samþykkt orkupakka 3 er ekki að standa vörð um fullveldi landsins og yfirráð Íslendinga yfir orkuauðlindum sem hér er að finna.
Hvort menn telji það nauðsynlegt vegna EES samstarfsins er svo annað mál.
En þá eiga menn að ræða efnisatriði málsins og stilla upp kosti og göllum, og halda sig við staðreyndir.
Það hafa stjórnvöld ekki gert í þessu máli.
Kveðja að austan.
17.4.2019 | 23:27
Ef lygin er endurtekin nógu oft.
Þá hugsanlega gætu ráðherrarnir sjálfir í nauðvörn sinni trúað því sem þeir segja.
Á þeirri vegferð er Þórdís Kolbrún.
Tökum fullyrðingar hennar og skoðum:
1. "... með innleiðingu orkupakkans sé verið að framselja valdheimildir umfram það sem stjórnarskráin leyfir,".
Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Friðrik Árni Friðriksson landsréttarlögmaður;
"Með vísan til framanritaðs er það niðurstaða höfunda álitsgerðarinnar að verulegur vafi leiki á því hvort framsal ákvörðunarvalds til ESA samkvæmt 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009, eins og ráðgert er að taka hana upp í EES-samninginn samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 5. maí 2017, rúmist innan ákvæða stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Er þá m.a. tekið tillit til þeirra almennu stjórnskipulegu viðmiðana sem líta ber til í þessum efnum, sbr. kafla 4.2.2 og 4.2.3, og þeirra sérstöku sjónarmiða sem eiga við um það viðfangsefni sem hér er til athugunar. Skal sérstaklega tekið fram að sjónarmið um forsendur EES-samningsins64, afmörkun framsalsins og víðfeðmi þess, sbr. kafla 4.3.2. og 4.3.3, teljast vega þungt i þessu sambandi. Með vísan til framanritaðs er það álit höfunda að ekki séu að óbreyttu forsendur til þess að Ísland aflétti stjórnskipulegum fyrirvara við umrædda ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um að taka þriðja orkupakkann upp í EES-samninginn, sbr. 1. mgr. 103. gr. EES-samningsins, nema tryggt sé að reglugerð nr. 713/2009 verði innleidd i íslenskan rétt á þann hátt að samræmist stjórnarskránni".
Hver er að afvegleiða hvern, sá sem fullyrðir, eða sá sem rökstyður út frá stjórnskipunarrétti??
2. ".. að hingað verði lagður sæstrengur sem muni hækka raforkuverð mikið".
Eitt meginmarkmið tilskipunar ESB um orkumál er að koma á samkeppnismarkaði sem nær yfir landamæri aðildarríkja, " "Í fimmta tölulið forsendna reglugerðarinnar um þriðja orkupakkann kemur fram að aðildarríkin geti í raun ekki gert neina fyrirvara eða sett aðrar lagalegar hindranir: "Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri í því skyni að ná fram markmiðum Bandalagsins á sviði orku.". Og þessi markmið virka ekki ef einstök aðildarríki setja fyrirvara sem koma í veg fyrir slík viðskipti, eins og til dæmis að leggja bann við að raforkukerfi viðkomandi lands sé tengt hinum sameiginlega markaði. Slíkir fyrirvarar halda ekki nema um þá sé samið upphaflega, og þá gilda þeir aðeins tímabundið.
3. "... að verið sé að veita ESB heimild til að krukka í okkar auðlindum varðandi virkjanir.".
Regluverkið skilgreinir orku sem vöru sem á að flæða frjáls um hinn sameiginlega markað, og eftirlit með því hefur "Orkustjórnsýslustofnunin, ACER (Agency for the Cooperation of Energy Regulators)", hún hefur beint boðvald ef til ágreinings kemur milli einstakra ríkja og henni ber að sjá til þess að Orkustofnun sé algjörlega sjálfstæð gagnvart stjórnvöldum, og Orkustofnun ber að sjá til þess að efni tilskipunarinnar gildi á íslenskum raforkumarkaði. Þetta snýst ekki um að krukka í orkuauðlindinni varðandi virkjanir, heldur að regluverk Evrópusambandsins setur rammann og skorðurnar, og íslensk stjórnvöld hafa fátt um málið að segja. Og orkupakkar 4 og 5 munu skerpa ennþá á þessu sjálfstæði, þannig að í raun verður yfirstjórn orkumála í Evrópu undir einni stjórn, yfirþjóðlegri.
Þetta er raunveruleiki, það er ekki verið að afvegleiða einn eða neinn.
"En við leggjum ekki sæstreng, treystið því", en af hverju ætti fólk að treysta henni ef hún getur ekki viðurkennt þann raunveruleika sem felst í regluverki ESB.
Og hún vill sæstreng, telur þjóðina hafa hag af tengingunni við hinn sameiginlega orkumarkað. Hún hefur sagt það í viðtölum, og hún hefur lýst vilja sínum á opinberum vettvangi; "Iðnaðarráðherra áréttar að orkan tilheyri eignarrétti á landi og sé ekki þjóðareign líkt og fiskurinn í sjónum. Milljarðaverðmæti liggi í sölu umframorku um sæstreng, og orkupakkarnir hafi verið markaðspakkar." segir í Viðskiptablaðinu um orð ráðherra á ársfundi Landsvirkjunar.
Reiknar hún með að Sjálfstæðisflokkurinn þurrkist því sem næst út og muni engu ráða um stjórnun landsins næstu árin??
En hvað með hina flokkana sem eru jafn hallir undir ESB og markaðssjónarmið þess??
Afvegleiðingin er nefnilega sú árátta að afneita raunveruleikanum því menn hafa ekki kjark til að ræða kosti og galla hins sameiginlega evrópska orkumarkaðar, og því er látið eins og regluverkið sé bara eitthvað sem gerist í útlöndum.
Það er hvorki heiðarlegt eða sanngjarnt gagnvart kjósendum flokksins eða þjóðinni.
Og ekki síður er það óheiðarlegt að bera öðrum það á brýn sem menn ástunda sjálfir.
Aftur og aftur þarf að leiðrétta ráðherra þegar þeir fullyrða eitthvað sem stenst hvorki reglur eða raunveruleika.
Og það er ekki merkilegur málstaður sem þarf á slíkum vinnubrögðum á að halda.
Segir í raun allt sem segja þarf.
Kveðja að austan.
![]() |
Viljandi verið að afvegaleiða umræðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2019 | 17:34
Er þetta í síðasta skipti sem Sigurður Ingi slær í gegn??
Svona í ljósi þess að hann ákvað, í harðri samkeppni við Miðflokkinn, að ganga í björg Evrópusambandsins.
Sem getur alveg verið ágætt, en því er illa við íslenska landsbyggð, sem fram að þessu var síðasta vígi Framsóknarflokksins.
Þið skulið flytja inn sýkla segir Evrópusambandið, og er slétt sama að þar með eru íslenskir bústofnar undir. Fyrir utan markaðsverndina sem bann við innflutning á hráu kjöti óneitanlega var.
Afleiðingin verður dauði íslensks landbúnaðar, allt í boði Sigurðar Inga, sem sló í gegn fyrir vikið hjá Samfylkingunni og öðru landsölufólki. En myndi frekar frjósa í helvíti en að kjósa þann sama Sigurð Inga.
Og þegar sveitirnar tæmast, hvað verður þá eftir af fylgi flokksins??
Vandsvöruð spurning og Sigurður Ingi er ekki áhugamaður um svona flóknar spurningar.
Þess vegna vill hann samþykkja Orkupakka 3, sem mun auka samkeppni og hækka raforkuverð, þó það væri ekki nema vegna þess að núna á að verðleggja dreifingarkostnaðinn sérstaklega.
Sem þýðir á mannamáli að raforkan mun stórhækka í hinum dreifðu byggðum.
Og jafnvel þó það finnist það trúað Framsóknarfólk að það telji þessa hækkun verðskuldaða refsingu æðri afla, og það lofi og blessi Sigurð Inga fyrir vikið, að þá mun það hrökklast frá búi og byggð, og flytja á mölina þar sem blessun Evrópusambandsins hefur ekki ennþá hækkað raforkuna það mikið að ekki sé búandi þar.
Galinn er bara sá, að þó það kjósi áfram leiðtoga sinn og flokkinn, þá vega atkvæði þeirra ekkert í fjölda borgarinnar, þó það dugði á landsbyggðinni.
Eftir stendur formaður í flokki án þingmanna.
En sá fyrrverandi í flokki sem sló ekki í gegn, heldur sagði Nei við ESB og atlögu þess að landsbyggðinni, hann er formaður í flokki sem mun innan tíðar lenda í vandræðum með þingflokksherbergi sitt, því þangað leita atkvæðin þar sem skjól er að finna.
Hann sló ekki í gegn, en hann myndaði varnarmúr gegn atlögu Evrópusambandsins að byggðum landsins, og reyndar þjóðinni allri.
Atlögu sem fólkið sem vill gefa eftir sjálfstæði landsins styður heilshugar, og undirliggjandi eru hagsmunir Örfárra auðmanna sem sjá ótal gróðatækifæri í innflutningi á matvælum til þjóðar sem lítt eða ekkert framleiðir, eða eignast orkuauðlindir hennar í þeim eina tilgangi að selja hana hæstbjóðanda.
Sigurður Ingi sló í gegn vegna þess að hann er samgönguráðherra.
Vegna þess að þrátt fyrir var allt til fólk sem treysti Framsóknarflokknum til að standa vörð um líf þess og tilveru.
Hann mun ekki slá aftur í gegn.
Svik hans munu ganga að Framsóknarflokknum dauðum.
Miðflokkurinn mun hinsvegar rísa og verða afl sem mun standa ístaðið gegn ásælni Evrópusambandsins og leppa þess.
Varnarmúr sem atlögur fjármagnsins munu ekki fá yfirunnið.
Og ef þjóðin er ekki feig, verða langstærsti flokkur á þingi.
Því sum svik eru ekki fyrirgefin.
Og þó Sigurður Ingi hafi líklegast svikið helgustu vé sem hægt er að svíkja, þá eru aðrir flokkar að reyna sitt besta að slá honum við.
En slá ekki í gegn, uppskera aðeins reiði og fyrirlitningu kjósenda sinna.
Auðmenn og dindlar þeirra, eru svo fáir að jafnvel Viðreisn er stór í því samhengi.
Og afkomendur þess fólks sem taldi Stalín mikinn mann, og Gúlagið hefði verið endurhæfingarbúðir, það mun kjósa sinn flokk, enda þeim eðlislægt að kjósa þá sem svíkja helgustu hugsjónir mennskunnar, drauminn um jafnrétti, frelsi og bræðralag. Svo VG mun ekki deyja út, en vandfundið mun venjulegt fólk sem kýs svik þó þau séu vafin inní umbúðir frasa og útsérgenginna slagorða.
Síðan á Samfylkingin alltaf sín atkvæði, það er alltaf til fólk sem hreykir sér að því að svíkja náungann og þjóð sína, og kvartar einna helst yfir því að svikin gengu ekki eftir útaf aumingjaskap forystunnar.
Samanlagt er þetta samt lítill minnihluti, kannski í heild um þriðjungur þjóðarinnar.
Sem engu mun skipta nema að við hin munum alltaf hafa einhverja til að aumka okkur yfir.
Svona svipað og bent var á heimili í gamla daga og sagt að þarna býr drykkjumaður, og þess vegna ber okkur skyldu til að hjálpa börnum hans, þeirra er ekki sökin,.
Og þessi þriðjungur sem vill okkur hinum illt, honum er örugglega ekki sjálfrátt, og við eigum ekki að erfa það við hann.
Og kannski var hann blekktur, auðmenn fjárfestu jú í vilhöllum stjórnmálamönnum og þeir jú lugu og sviku út í eitt.
Hvort það sé síðan afsökun að selja framtíð barna sinna er annað mál.
Allavega, þá slá þeir í gegn á morgun sem standa ístaðið í dag.
Og þeir sem lá í gegn í dag, munu iðrast þess á morgun þegar enginn vill með þá hafa.
Því í lýðræði uppskera þeir sem ekki svíkja.
Og þeir sem svíkja munu skóggangsmenn verða.
Þannig er það.
Og það mun ekki breytast.
Það er bara svo.
Kveðja að austan.
![]() |
Sigurður Ingi sló í gegn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2019 | 08:28
Orkan okkar er auðlind.
Og hvað felst í því að hún sé auðlind??
Því svarar Þórólfur Gíslason svo ekki verður betur gert í þessu viðtali þar sem hann gagnrýnir hugmyndafræðina við þjóðarsjóðinn.
Arðurinn kemur frá samfélaginu, samkeppnishæfni þess og lífskjörum almennings;
"Þórólfur bætir við að nýta þurfi auðlindirnar skynsamlega, og þar með raforkuna því hún þurfi að vega upp á móti öðrum kostnaði sem Íslendingar hafi af vörum og flutningi og slíku. Því finnst mér miklu eðlilegra að fallorkan sé nýtt til að auka samkeppnishæfni samfélagsins og fyrirtækja og auka kaupmátt almennings, frekar en að ríkið sé með orkuna á sínum vegum að gera einhvern sjóð sem ég hef miklar efasemdir um að menn hafi einhverja stjórn á, og ætli að láta verða einhvern öryggissjóð. Ég held að þetta verði bara einhver framkvæmdasjóður. Við höldum ekki kaupmætti uppi í samfélaginu nema samkeppnishæfni samfélagsins sé í lagi, segir Þórólfur.".
Við erum eyja langt frá öllum mörkuðum og við erum fámenn, náum því sjaldnast einhverri stærðarhagkvæmni.
En eyjan okkar er gjöful, hreint vatn, hreint loft, hrein orka. Og þær gjafir eigum við að nýta til hagsældrar allra, ekki aðeins þeirra Örfáu sem hafa fjármuni til að kaupa upp stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka, og fá þá til að setja þessi gæði í einkaeigu, svo hægt sé að mjólka okkur hin fyrir að nýta þessi gæði.
Þá verður byggðabrestur því kostirnir eru farnir en ágallarnir fara ekkert.
Hugmyndin um þjóðarsjóðinn er angi af þeirri hugmyndafræði að orkan sé ekki auðlind, heldur vara, og arðsemi hennar felist í því verði sem hægt er að fá fyrir hana.
Gróska mannlífs, gróska atvinnulífs, velmegun og velsæld fjöldans er ekki mæld þegar sú arðsemi er metin.
Eða sú staðreynd að núverandi fyrirkomulag hefur skilað almenningi hagstæðasta rafmagnsverði miðað við kaupmátt sem þekkist í vestræna heimi.
Nei, það vantar samkeppni, líklegast til að hækka verð til almennings svo hægt sé að bjóða stærri kaupendum lægra verð. Svipað og við sjáum með flutningana þar sem almenningur borgar afslætti stórfyrirtækja með hærri flutningsgjöldum.
Og samkeppni sem lækkar verð á höfuðborgarsvæðinu en hækkar í hinum dreifðu byggðum, er samkeppni sem elur á sundrungu og sundurlyndi.
Svo vitnað sé í iðnaðar og nýsköpunarráðherra í nýlegu útvarpsviðtali;
"Það sem er jákvætt úr þessum orkupakka er að fyrsti og annar orkupakki opnuðu fyrir samkeppni á þessum markaði og ég er almennt hrifinn af samkeppni og nú er það í umræðunni að raforkuverð hafi hækkað, það er ekki rétt. Dreifikostnaður raforku hefur hækkað, það skýrist aðallega að fjárfestingarþörf á dreifingarkostnaði á landsbyggðinni. Það sem gerist með þessu er að það er búið að skilja á milli framleiðslu á rafmagni, flutningi á rafmagni og dreifing á raforku og sala á raforku. Áður var þetta allt í sömu súpu og neytendur vissu ekki hvað kostaði hvað. Núna vitum við hvað kostar að dreifa raforku, hvað kostar að flytja raforku, og hvað raforkan sjálf kostar. Og það er samkeppni hérna í sölu á raforku."
Hún sem landsbyggðarþingmaður er stolt af þeirri hækkun á raforku í hinum dreifðu byggðum sem varð í kjölfar innleiðingar á orkupökkum Evrópusambandsins, og hún vill skerpa á þeirri hækkun.
Hjálpa þannig til að ganga að innlendri matvælaframleiðslu dauðri, allt í nafni gagnsæis og samkeppni.
Hugsar ekki á móti að fyrst við erum ekki ein þjóð í nafni samkeppninnar, að þá þurfa bændur ekki að láta land sitt endurgjaldslaust fyrir raflínur til höfuðborgarsvæðisins, eða við sem framleiðum gjaldeyrinn eigum þá líka að njóta markaðslögmálanna, og fá að ráða því hverjum við afhendum gjaldeyrinn, og á hvaða verði.
Því ef markaðslögmálin ganga í báðar áttir, þá býðst höfuðborgarbúum ekki lág orka, heldur rándýr orka, og grundvöllur verslunar og þjónustu er horfinn, því innspýtingin, gjaldeyririnn verður seldur dýrum dómi.
Það er nefnilega ekki þannig að það sé bara hægt að selja landsbyggðinni allt á samkeppnisverði og hún láti allt í staðinn á kostnaðarverði, frumskógarlögmálin og sérhyggjan gilda þá í báðar áttir.
Af hverju vildu forfeður okkar ekki svoleiðis þjóðfélag??
Ætli það sé ekki það vit að hafa séð hvað kynnti undir ólgu og átök í Evrópu í hundruð ára, og við sjáum víða í Afríku í dag þar sem barist eru um auðlindir. Eða í múrunum í kringum hverfi ríkra í Mið og Suður Ameríku þar sem fólk lifir í stöðugum ótta við þá sem voru skildir eftir í fátækt og örbirgð sérhyggjunnar.
Samkennd og samhygð er nefnilega forsenda velmegunar og velferðar.
Og friðar.
Friðar.
Rjúfum ekki friðinn þó einhverjir auðmenn geti orðið ríkari fyrir vikið.
Þeir eru ekki þjóðin.
Höldum sátt um það sem hefur reynst okkur svo vel.
Annað er ógæfan ein.
Kveðja að austan.
![]() |
Gagnrýnir þjóðarsjóðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 60
- Sl. sólarhring: 725
- Sl. viku: 4468
- Frá upphafi: 1489340
Annað
- Innlit í dag: 54
- Innlit sl. viku: 3903
- Gestir í dag: 53
- IP-tölur í dag: 53
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar