Það þarf að verja siðmenninguna.

 

Hildarleikurinn sem kenndur er við seinni heimsstyrjöld, kostaði hátt í hundrað milljónir mannslífa, og álfu í rúst.

Hann átti sér aðdraganda, sem var að illskan og ómennskan fékk að grafa um sig í hjarta Evrópu og allir litu í hina áttina.

Fatlaðir á stofnunum voru vanaðir, eða hreinlega drepnir, trúarhópur ofsóttur, eignir gerðar upptækar, fangabúðir reistar, og opinber stefna að útrýma óæskilegu fólki. 

Að ekki sé minnst á pólitískar ofsóknir, fangelsun stjórnmálaandstæðinga, aftökur, jafnt án dóms og laga sem og með dómi og lögum.

Samt hélt heimsbyggðin Ólympíuleikana í höfuðborginni þar sem illskan og mannhatur var opinber stefna.

 

Í dag er eins og við höfum ekkert lært af sögunni.

Miðaldafólk með fulla vasa af olíupeningum fjármagnar hryðjuverk og dráp á fólki sem játast ekki trú þeirra.

Til skamms tíma var það opinbert kennsluefni í Saudi Arabíu að trúleysingja ætti að drepa, og svo þykjast ráðamenn okkar vera svaka hissa þegar trúarmiðstöðvar og moskur sem þeir fjármagna séu hreiður haturs, hatursboðskapar, og þangað megi finna rætur þessara hryðjuverka og trúarofsókna sem eru daglegt brauð víða um heim, og breiðast út um jarðir eins og bráðpest Svarta dauða.

Hér á Íslandi líðum við þessu illþýði að fjármagna slík hreiður.

Og flytja inn kennimenn úr ranni þessarar miðaldamennsku.

 

En einhvers staðar hljóta mörkin að liggja.

Og Brúnei hefur farið yfir þau mörk.

Siðað fólk og siðaðar þjóðir eiga að krefjast þess að landinu sé vikið úr Sameinuðu þjóðunum hið bráðasta, og öll viðskipti með olíu og annað séu stöðvuð þar til ómennska Sharia laganna er afturkölluð.

Annað er samsekt.

 

Sama samsekt og var 1936.

Samsekt sem mun enda á sama veg.

Því illgresi endar alltaf á að kæfa.

 

Nema því sé haldið í skefjum.

Kveðja að austan.


mbl.is Segja ákveðinn misskilning í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Svo rétt Ómar.

En það sem er mesta hættan hér á vesturlöndum er þessi

pólitíski réttrúnaður, þar sem aldrei má segja hlutina eins

og þeir eru. Allt súkkulaði hjúpað til þess eins að reyna

blekkja fólk. Svo einfallt er það.

Sigurður Kristján Hjaltested, 22.4.2019 kl. 17:27

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Einhverjir myndu segja að ef víkja eigi Brúnei úr Sameinuðu þjóðunum ætti að gera sama með Saudi-Arabíu, Íran og fleiri lönd þar sem svipuð lög gilda. Og þar sem það er erfiðleikum bundið eigi bara að láta vera að gera nokkuð. Á hinn bóginn má segja að við eigum einmitt að ganga hart fram gegn Brúnei, einfaldlega vegna þess að það þurfi að senda skýr skilaboð um að breytingar í þessa átt séu ekki liðnar. Ég hallast að þeirri skoðun.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.4.2019 kl. 17:31

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Við erum allavega ekki í rétttrúnaðardeildinni en það má samt ekki gleymast að það eru svipaðir öfgar í hina áttina að heimfæra glæpi miðaldafólks uppá miklu stærri heild, sem er allt það fólk sem játar Alla og telur Múhameð spámann hans.

Svipað eins og ákæra kristna fyrir alla þá glæpi sem hafa verið framdir í gegnum tíðina í nafni þeirrar ágætu trúar.

Við eigum að verja mennskuna, hverjir svo sem ráðast á hana, og í þeirri vörn okkar eigum við að virða mennskuna, það er þannig sem við þekkjumst frá villimönnunum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2019 kl. 17:44

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn.

Ekki hefði ég á móti því að slagurinn við Sádana verði tekinn og á einhverjum tímapunkti verður það gert.

En ekki í dag.

Tek því undir lokaorð þín um skýru skilaboðin.

Hins vegar megum við ekki falla í fjármagnaða áróðursgildru þeirra að leggja Íran að jöfnu við þá, þó miðaldamenn stjórni vissulega þeirri ágætu menningarþjóð.

Það er rétt að Íranar eru að andskotast við Ísraela, en eru ekki einir um það í þessum heimshluta, og þó víðar væri gáð.  Einnig er það rétt að ýmis forneskja tíðkast í refsikerfi þeirra, en fæst af því opinbert eins og til dæmis að grafa konur í jörðu og grýta fyrir hjúskaparbrot er sveitasiður en ekki landssiður.

En framkvæmd Írana á sharia lögunum er ekki eins grimmúðleg og hjá Sádunum, og öll kúgun er þar miklu nútímalegri.  Og þeir fjármagna ekki Islamista eins og Saudarnir, enda sprengja Islamistar ekki síður upp Shíta en okkur sem játa kristna trú.

Íran er meira svona nútíma einræðisríki og þau eru mörg í Sameinuðu þjóðunum, og hafa verið mörg í Sameinuðu þjóðunum, en miðaldamennskan sem er tilefni þessa pistils er fyrir neðan allan þjófabálk, og þar sem hún er líka útflutningsvara, þá eigum við ekki að líða hana.

Annað er bein ávísun á óöld um allan heim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2019 kl. 17:55

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sammála þér um Íran. Saudi-Arabía er í rauninni stóra vandamálið því vegna olíuhagsmunanna er enginn sem þorir í þá.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.4.2019 kl. 18:42

6 identicon

Trump er allavega ekki að dæla peningum í þessi öfgasamtök líkt og Hillary gerði í umboði Obama

Hver er annars utanríkisráðherra USA?

Grímur (IP-tala skráð) 22.4.2019 kl. 20:11

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Stærsti gallinn við bull, er að maður virkar eitthvað svo vitlaus þegar maður trúir því, og það vill smita yfir á annað sem maður segir.

En Trump má alveg vera eins og hann er, og óneitanlega er hann öðruvísi en margur annar.

Breytir samt ekki nánum tengslum hans við stjórnvöld í Saudi Arabíu, og þá beina afstöðu sem hann hefur tekið með núverandi valdaklíku.

En ef þú skyldir ekki vita það þá er búið að beintengja krónprinsinn við árdaga fjármögnunar á hryðjuverkum í Evrópu, líkt og kom fram í heimildarmynd BBC sem var sýnd á Ruv fyrr í vetur.

Hann lærði reyndar af því, það er að fela slóð sína betur, en samt ekki nóg og er úthrópaður morðingi af eiginlega öllum, nema Trump.

Þannig að ef þú styður Trump, þá verður þú að sætta þig við beintengingu hans við öfgaöfl miðaldamúslima og útflutning þeirra á öfgum, hatri og hryðjuverkum.

Og bullið um Hillary fær þar engu breytt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2019 kl. 20:39

8 identicon

"Hvor er betri, brúnn eða rauður?" var haft eftir sr. Sigurði Einarssyni í Holti, fréttamanni ríkisútvarpsins í byrjun síðari heimsstyrjaldarinnar, og var hann þá að sjálfsögðu að tala um Hitler og Stalín.

Svipað mætti segja um valdhafana í Íran og Sádí-Arabíu. Satt að segja efast ég um að réttarfarið hjá klerkastjórnininni í Írna sé nokkuð betra heldur en hjá Sádunum.                 Iran sentences woman to 148 lashes and 38 years in prison for just doing her job               

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 22.4.2019 kl. 20:51

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Ætli þú hafir ekki svarað þessari spurningu sjálfur Hörður, Stalín var bandamaður i stríðinu við Hitler, og gerði gæfumuninn.

Hann var samt enginn engill fyrir það.

Við megum aldrei falla í  þann fúla pytt að draga úr því sem ekki er hægt að mæla bót, með því að týna til aðra skálka.

Meðal annars vegna þess að þá náum við aldrei að losa okkur við þá sem verma sætin fyrir neðan það fyrsta.

Sem hlýtur að vera markmiðið.

Að lokum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2019 kl. 22:16

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð Grein og sönn. við erum að renna inn í einhvað slæmt tímaskeið þar sem miklar erjur eiga eftir að vera. Ekki stór stríð fjármögnum af þjóðum heldur terror fjármagnað að billjónamæringa eins og Soros. Þeir munu gera þetta hljóðlega en taktfast. Evrópa er stjórnlaus. Fólki er vopnlaust og fyrir utan það bannað að verja sig hvað þá lögsótt fyrir að tala illa um erkióvin sin og kristna menn. 

Við sjálf eru á svipuðu róli. Kunnum ekki sjálförn og skiljum hana ekki já við ræðum þetta bars á meðan kúlurnar dynja á ræðumanninum.Verjum við okkur þá erum við lögsótt.

Þjóð sem hefir verið í álögum síðan 1252 og ekki enn vöknum mun missa landið sitt innan tíðar. múslímarnir þegja og stjórnvöld þegja yfir aðgerðum múslíma á Íslandi. 

Valdimar Samúelsson, 22.4.2019 kl. 22:36

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Valdimar.

Vil aðeins ítreka að ef við virkilega erum á móti þessum viðbjóði, þá gerum við honum ekki þann greiða að láta hann falla inní stærri hóp.

Fjármögnun Sáda, sem sannarlega aðhyllast hugmyndafræðina, auk þess að breiða hana út, sem er rótin að allri illskunni, á trúarmiðstöðum, moskum og öðru sem tengist trúariðkun múslima í Vestur Evrópu og víðar, er hins vegar umhugsunarefni.

Það umhugsunarefni að hver er sekt þess sem leyfir og hver er sekt þess sem tekur á móti.

Alla vega er hvorugur með hreinan skjöld.

Hins vegar þá fjallar pistill minn um þá samstöðu sem þarf að myndast til að sagt sé hingað og ekki lengra, og Brúnei sé kastað út úr samfélagi siðaðra þjóða.

Eða eins og Þorsteinn orðar svo ágætlega í athugasemd sinni að ofan; "Á hinn bóginn má segja að við eigum einmitt að ganga hart fram gegn Brúnei, einfaldlega vegna þess að það þurfi að senda skýr skilaboð um að breytingar í þessa átt séu ekki liðnar.".

Þetta er kjarni málsins, því þetta skýrt, afmarkað, viðráðanlegt og sendir skýr skilaboð.

Allir endar eiga sína byrjun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2019 kl. 23:06

12 identicon

Reyndar voru Hitler og Stalín "bandamenn", þegar Sigurður sagði þetta, skömmu eftir innrásina í Pólland.

Hins vegar sagðist Churchill myndi gera samning við djöfulinn sjálfan, ef hann vildi berjast með sér gegn Hitler.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 22.4.2019 kl. 23:31

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Já vegna þess að sumt er meiri viðbjóður en sjálfur djöfullinn, þó það sem slíkt sé engin sérstök meðmæli um hann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2019 kl. 06:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband