Er þetta í síðasta skipti sem Sigurður Ingi slær í gegn??

 

Svona í ljósi þess að hann ákvað, í harðri samkeppni við Miðflokkinn, að ganga í björg Evrópusambandsins.

Sem getur alveg verið ágætt, en því er illa við íslenska landsbyggð, sem fram að þessu var síðasta vígi Framsóknarflokksins.

 

Þið skulið flytja inn sýkla segir Evrópusambandið, og er slétt sama að þar með eru íslenskir bústofnar undir. Fyrir utan markaðsverndina sem bann við innflutning á hráu kjöti óneitanlega var.

Afleiðingin verður dauði íslensks landbúnaðar, allt í boði Sigurðar Inga, sem sló í gegn fyrir vikið hjá Samfylkingunni og öðru landsölufólki.  En myndi frekar frjósa í helvíti en að kjósa þann sama Sigurð Inga.

Og þegar sveitirnar tæmast, hvað verður þá eftir af fylgi flokksins??

 

Vandsvöruð spurning og Sigurður Ingi er ekki áhugamaður um svona flóknar spurningar.

Þess vegna vill hann samþykkja Orkupakka 3, sem mun auka samkeppni og hækka raforkuverð, þó það væri ekki nema vegna þess að núna á að verðleggja dreifingarkostnaðinn sérstaklega.

Sem þýðir á mannamáli að raforkan mun stórhækka í  hinum dreifðu byggðum.

Og jafnvel þó það finnist það trúað Framsóknarfólk að það telji þessa hækkun verðskuldaða refsingu æðri afla, og það lofi og blessi Sigurð Inga fyrir vikið, að þá mun það hrökklast frá búi og byggð, og flytja á mölina þar sem blessun Evrópusambandsins hefur ekki ennþá hækkað raforkuna það mikið að ekki sé búandi þar.

Galinn er bara sá, að þó það kjósi áfram leiðtoga sinn og flokkinn, þá vega atkvæði þeirra ekkert í fjölda borgarinnar, þó það dugði á landsbyggðinni.

 

Eftir stendur formaður í flokki án þingmanna.

En sá fyrrverandi í flokki sem sló ekki í gegn, heldur sagði Nei við ESB og atlögu þess að landsbyggðinni, hann er formaður í flokki sem mun innan tíðar lenda í vandræðum með þingflokksherbergi sitt, því þangað leita atkvæðin þar sem skjól er að finna.

Hann sló ekki í gegn, en hann myndaði varnarmúr gegn atlögu Evrópusambandsins að byggðum landsins, og reyndar þjóðinni allri.

Atlögu sem fólkið sem vill gefa eftir sjálfstæði landsins styður heilshugar, og undirliggjandi eru hagsmunir Örfárra auðmanna sem sjá ótal gróðatækifæri í innflutningi á matvælum til þjóðar sem lítt eða ekkert framleiðir, eða eignast orkuauðlindir hennar í þeim eina tilgangi að selja hana hæstbjóðanda.

 

Sigurður Ingi sló í gegn vegna þess að hann er samgönguráðherra.

Vegna þess að þrátt fyrir var allt til fólk sem treysti Framsóknarflokknum til að standa vörð um líf þess og tilveru.

Hann mun ekki slá aftur í gegn.

Svik hans munu ganga að Framsóknarflokknum dauðum.

 

Miðflokkurinn mun hinsvegar rísa og verða afl sem mun standa ístaðið gegn ásælni Evrópusambandsins og leppa þess.

Varnarmúr sem atlögur fjármagnsins munu  ekki fá yfirunnið.

Og ef þjóðin er ekki feig, verða langstærsti flokkur á þingi.

 

Því sum svik eru ekki fyrirgefin.

Og þó Sigurður Ingi hafi líklegast svikið helgustu vé sem hægt er að svíkja, þá eru aðrir flokkar að reyna sitt besta að slá honum við.

En slá ekki í gegn, uppskera aðeins reiði og fyrirlitningu kjósenda sinna.

 

Auðmenn og dindlar þeirra, eru svo fáir að jafnvel Viðreisn er stór í því samhengi.

Og afkomendur þess fólks sem taldi Stalín mikinn mann, og Gúlagið hefði verið endurhæfingarbúðir, það mun kjósa sinn flokk, enda þeim eðlislægt að kjósa þá sem svíkja helgustu hugsjónir mennskunnar, drauminn um jafnrétti, frelsi og bræðralag.  Svo VG mun ekki deyja út, en vandfundið mun venjulegt fólk sem kýs svik þó þau séu vafin inní umbúðir frasa og útsérgenginna slagorða.

Síðan á Samfylkingin alltaf sín atkvæði, það er alltaf til fólk sem hreykir sér að því að svíkja náungann og þjóð sína, og kvartar einna helst yfir því að svikin gengu ekki eftir útaf aumingjaskap forystunnar.

 

Samanlagt er þetta samt lítill minnihluti, kannski í heild um þriðjungur þjóðarinnar.

Sem engu mun skipta nema að við hin munum alltaf hafa einhverja til að aumka okkur yfir.

Svona svipað og bent var á heimili í gamla daga og sagt að þarna býr drykkjumaður, og þess vegna ber okkur skyldu til að hjálpa börnum hans, þeirra er ekki sökin,.

Og þessi þriðjungur sem vill okkur hinum illt, honum er örugglega ekki sjálfrátt, og við eigum ekki að erfa það við hann.

Og kannski var hann blekktur, auðmenn fjárfestu jú í vilhöllum stjórnmálamönnum og þeir jú lugu og sviku út í eitt.

Hvort það sé síðan afsökun að selja framtíð barna sinna er annað mál.

 

Allavega, þá slá þeir í gegn á morgun sem standa ístaðið í dag.

Og þeir sem lá í gegn í dag, munu iðrast þess á morgun þegar enginn vill með þá hafa.

 

Því í lýðræði uppskera þeir sem ekki svíkja.

Og þeir sem svíkja munu skóggangsmenn verða.

 

Þannig er það.

Og það mun ekki breytast.

 

Það er bara svo.

Kveðja að austan.


mbl.is Sigurður Ingi sló í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, vel slegið. Svona pistill kallast að hitta naglann á höfuðið.

Með kveðju að ofan.

Magnús Sigurðsson, 17.4.2019 kl. 20:08

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Magnús.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.4.2019 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 1319881

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband