Að afhjúpa sjálfan sig.

 

Að eigin frumkvæði er ekki öllum gefið, en segja má að Helgi Pírati hafi gert heiðarlega tilraun þar um í grein í Morgunblaðinu í dag.

 

Píratar hafa gefið sig út fyrir að vera andófsflokkur gegn kerfinu, fyrir að standa með almenningi gegn ítökum auðs og fjármagns, og þeim hefur tekist að safna til sín atkvæðum óánægjunnar. 

Fólks sem telur sig vera að kjósa gegn kerfinu, gegn frjálshyggjunni sem er náttúrulega últra fyndið því leitun er að tærari frjálshyggjuflokki, og gegn auðnum.  Sem er reyndar ennþá fyndnara því hverjir hafa klappað upp Pírata og gert þá svona áberandi í andófsumræðunni??

 

Áður en lengra er haldið þá skulum við taka saman kjarna deilunnar um orkupakka 3.

Hún er annars vegar milli fólks sem vill að þjóðin ráði yfir orkuauðlindinni, að regluverkið sé á forræði hennar og eignarhaldið og hins vegar fólks sem vill afsala sér forræðinu til yfirþjóðlegs regluverks sem hefur þann eina tilgang að auðlindin sé markaðsvædd, í einkaeigu og að orkan sé seld á samkeppnisverði hins evrópska markaðar sem er langtum hærra en almenningur greiðir í dag.

Það má bara ekki segja það, það má bara ekki viðurkenna það.

 

En það er hægt að segja hlutina óbeint og gera allar skoðanir jafnréttháar.  Og það er það sem Helgi Pírati gerir í grein sinni og full ástæða til að gefa honum orðið;

 

"Það er rétt að hvá þegar stjórn­mála­menn láta eins og þeir séu að leggja eitt­hvað til, þegar þeir stinga upp á því að „verja hags­muni Íslands“. Það er eng­inn stjórn­mála­maður ósam­mála því að verja hags­muni Íslands og eng­inn stjórn­mála­maður hef­ur lagt til neitt annað. En ein­mitt vegna þess að hug­mynd­in er svo gott sem þýðing­ar­laus er hún líka heppi­leg til þess að af­vega­leiða kjós­end­ur, vegna þess að hún set­ur hlut­ina upp eins og ef aðrir stjórn­mála­menn en sá sem tal­ar ætli sér þá ekki að verja hags­muni Íslands.

Hið rétta er að fólk er ósam­mála um hvernig hags­mun­ir Íslands séu best tryggðir. Hvort sem fólk kall­ar eft­ir inn­leiðingu 3. orkupakk­ans, sæ­streng eða inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið, þá ger­ir það svo vegna þeirr­ar sann­fær­ing­ar að það stuðli að hags­mun­um Íslands. Svo má auðvitað vel vera að það sé al­gjör mis­skiln­ing­ur, en á ís­lensk­um hags­mun­um er þá sá mis­skiln­ing­ur byggður.

 

Já, allir hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, hvort sem þeir vildu leggja skuldaklafa ICEsave á hana í nafni evrópskrar samvinnu eða hafna honum.  Þeir sem vilja einkavæða auðlindina og gera hana að féþúfu eða þeir sem vilja að hún sé sameign og tryggi allri þjóðinni orkuverð á viðráðanlegu verði.

Sem sagt fyllibyttan Jeltsín hafði rétt fyrir sér þegar hann leyfði örfáum olígörkum að söðla undir sig náttúruauðlindir rússnesku þjóðarinnar og selja allt úr landi og stinga afrakstrinum í eigin vasa.  Því að sögn var það allt gert í þágu hagsmuna lands og þjóðar.

Það þyrfti að þýða þessa grein Helga og senda hana tafarlaust til Noregs, þar hefur æra Quslings lengi legið í garði óbætt, en enginn dregið það samt í efa að hann taldi sig hafa hagsmuni þjóðar sinnar í huga þegar hann sveik hana.  Og þeir sem skutu hann töldu sig líka gera það út frá hagsmunum þjóðar, en voru sem sagt að afvegleiða landa sína.

 

Já, margt er sagt til að réttlæta brigsl sín en kemur samt ekki á óvart þegar Píratar eiga í hlut.

Hins vegar það sem kemur mér sífellt á óvart er fólkið sem kýs þá á þeim forsendum sem ég rakti hér að ofan.

Allavega mega vinir auðs og frjálshyggju hans vera góðir, ef þeir eru betri en hinir meintu óvinir hans.

 

En regluverkið skal styðja, og EES samninginn skal styðja, þrátt fyrir að hann taki sér sífellt meir og meir yfirþjóðlegt vald, og skerpi á leikreglum hins frjálsa flæðis og hins frjálsa markaðar, á þann hátt að jafnvel Milton Friedman taldi ekki mögulegt í raunheimi.

Og vitiði af hverju, jú leyfum einfeldninni að svara því.

 

"Það get­ur ekki verið svo um­deilt að sam­starf Íslands við önn­ur ríki, þá fyrst og fremst EES-samn­ing­ur­inn, hafi veitt Íslandi vel­meg­un og frelsi sem fólk hefði ekki getað ímyndað sér fyr­ir einni öld. Eina ástæðan fyr­ir því að það meik­ar yf­ir­höfuð nokk­urt sens fyr­ir ungt fólk að vera á Íslandi er góðar teng­ing­ar við um­heim­inn, bæði hvað varðar sam­skipti, viðskipti og ferðaf­relsi. Ísland er frá­bært að svo mörgu leyti, en það er líka eyja úti í hafsauga, ein­angruð nema sök­um auðveldra sam­gangna, sam­skipta og viðskipta við um­heim­inn.".

 

Skrýtið að EES samningnum skuli ekki líka verið þökkuð umbreytingin frá torfkofa í nýtískuleg einbýlishús, frá árabót í fjölveiðiskip, frá hestvagni til vöruflutningabifreiðar, frá talnagrind til spjaldtölvu.

Og skrýtið að það skuli yfir höfuð vera siðmenning eða jafnvel nútími í löndum sem standa fyrir utan hins evrópska efnahagsvæðis.  Að restin af heiminum skuli ekki vera allur ein stór Norður Kórea.

 

Það er oft sagt að einfeldningurinn sé mesti snillingurinn, að hann sjái kjarna málsins. 

Frægur er leikur Peters Sellers í myndinni Being there en við eigum núna Helga og svei mér þá held ég að hann slái flestu við.

Til dæmis vissi ég þetta ekki um lífsskoðanir mínar þegar ég tel það gæfu þjóðar að hafa barist fyrir sjálfstæði sínu á sínum tíma og það sjálfstæði skýri það fölbreytta mannlíf sem hér er, svona vitandi að alls staðar annars staðar í heiminum er svona fámenn samfélög fiskimanna og bænda útnárar þar sem fáir vilja búa.

En Helga tókst að afhjúpa mig; "Þá er gjarn­an talað um ferðaf­relsi og alþjóðlegt sam­starf sem and­stöðu sjálf­stæðis Íslands, sem hvor­ugt er. Ferðaf­relsi og alþjóðlegt sam­starf eru fyrst og fremst Íslandi sjálfu til heilla og hvort tveggja treyst­ir sjálf­stæði okk­ar og vissu­lega hags­muni.". 

Ég skil bara ekki hvernig ég gat ferðast á milli landa fyrir daga EES samningsins, eða verið hlynntur Sameinuðu þjóðunum, Nató og Evrópska knattspyrnusambandinu. Sé núna að ég sem sjálfstæðissinni að ég er algjörlega á móti þessu öllu saman, og þess vegna var ég á móti ICEsave fjárkúgun breta, ég er á móti alþjóðlegu samstarfi.

 

Og ég er svo tregur að átta mig ekki á að það að neita að gefa eftir forræði þjóðarinnar yfir eigin málum sé eins og að fara útí búð og neita að borga fyrir vöru því eins og snillingurinn Helgi segir; "Það að við ákveðum sjálf að und­ir­gang­ast skuld­bind­ing­ar er ekki meiri svipt­ing á sjálfræði en að ein­stak­ling­ur ákveði að fara út í búð og láta af hendi pen­ing gegn því að fá vöru af­henta".

Já, það er nú það, en ég ætla samt að halda áfram að borga í búðinni og að vera á móti einhliða alþjóðlegu samstarfi þar sem annar aðilinn setur reglunnar, og hinn hlýðir. Ég verð bara að sætta mig við það að vera ekki snillingur, eða vera Pírati.

 

Þess vegna get ég heldur ekki tekið undir þessi orð Helga; "Sjálf­stæði Íslands er óum­deilt og full­kom­in ein­ing rík­ir um mik­il­vægi þess í stjórn­mál­um á Íslandi.".

Ekki frekar en Quisling seldi þjóð sína með svipuðum orðaleppum.

Sum öfugmæli á ekki að láta menn komast upp með.

 

Það er deilt um sjálfstæði landsins.

Það er deilt um forræðið yfir auðlindum þess.

 

Sú deila er núna.

Og þjóðin er í nauðvörn.

Auðurinn ásælist og hann gerir út fólk.

Jafnt snillinga sem aðra.

 

Og það er okkar að verjast.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir afbragðsgóðan pistil.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.4.2019 kl. 10:42

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Allan heiður verðskuldar þú Ómar fyrir skrif þín og baráttu.

Það er ágætt og hollt að minna á örlög Quistlings hins norska fyrir rúmum sjötíu árum og öðrum þeim sem sviku þjóð sína fyrir drauminn um Evrópskt stórríki undir stjórn Þýskalands líkt og nú.

Jónatan Karlsson, 23.4.2019 kl. 12:03

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Jónatan.

Það er ekki annað en hægt að hnjóta um orðaleppa og rök, sem maður hingað til hefur bara lesið í sögubókum.

Svona draugagangur endar alltaf í ljósum logum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2019 kl. 12:06

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Mín var ánægjan Símon.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2019 kl. 12:06

5 identicon

Það er einnig viss afhjúpun að halda það einhverja afhjúpun að telja ekki þá sem eru ósammála menntasnauðum heimóttarþjáðum austfirðingi glæpamenn og landráðamenn. Enda virðast allir sem geta tuggið og gengið samstundis án þess að detta vera ósammála austfirðingnum grunnhyggna.

Vagn (IP-tala skráð) 23.4.2019 kl. 12:39

6 Smámynd: Óskar Kristinsson

Mjög góðar þakkir fyrir greinarnar þínar 'Omar!!!Kannski þarf að grípa til sérstakra aðgerða gegn quislingunum.

Óskar Kristinsson, 23.4.2019 kl. 13:39

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú hér enn Vagn minn kæri, alltaf jafn dularfullur sem fyrr.

Vilt ekki ljóstra upp leyndarmálum þínum, en mér finnst samt að þú gætir gefið mér hint, til dæmis sent mér mynd af hvernig sjálfsmynd þin upplifir þig.

Þú verður að fyrirgefa, ég hef bara aldrei lent í þessu áður, aðeins heyrt af þessu.  En mikil eru undur tækninnar og þetta það sem koma skal.

Sem er örugglega mikill léttir fyrir Heimdellinga og aðra viljuga, að þurfa ekki að ástunda þessa skítavinnu um kvöld og helgar.

Svo láttu vaða Vagn, láttu vaða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2019 kl. 14:46

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Þetta með Quislinga er þín túlkun, það eina sem ég vakti athygli á er að svona leppar hafa heyrst áður, það er orðaleppar réttlætingarinnar.

En þetta fólk er sjálfbært um að grafa sína eigin gröf, en kannski gustukarvert að henda mold yfir.

Veit samt ekki.

Það er um gustukarverkið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2019 kl. 14:48

9 identicon

"Það er rétt að hvá þegar stjórnmálamenn láta eins og þeir séu að leggja eitthvað til"... (bein tilvitnun ÓG í Hp). Þú ert kjarkaður maður ÓG að þora að leggja vitræna merkingu í texta sem hefst á svo einkennilegri orðablöndu.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 23.4.2019 kl. 18:05

10 Smámynd: Júlíus Valsson

Ansi var Helgi pírati óheppinn að hin frábæra grein Eyjólfs Ármannssonar lögmanns skyldi birtast á sömu síðu og lofgrein hans um embættismannakerfið, þriðja orkupakkan og ESB í Mbl í dag.
Ég hélt að píratar vildu stokka upp í kerfinu og krefjast fullveldis Íslands á öllum sviðum. Helgi ætti að færa sig yfir í Samfó eða Viðreisn sem fyrst.  

Júlíus Valsson, 23.4.2019 kl. 18:08

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Esja og Júlíus.

Esja, textarýni krefst yfirsetu, ekki kjarks, og að hlusta á viðtöl, og skrá niður, er masókismi af verri gerðinni, en það er verkefni mitt þegar mér leiðist þessa dagana.

Tek svo undir með þér Júlíus, grein Eyjólfs er stórgóð, og talar sínu máli.

En Helgi talar líka sínu máli, og alltaf jafnvondur, það er þessi grein hans, óháð stað og stund, tíma eða tímaleysi.

Alvond grein, og það er rétt, hann er í röngum flokki.

En ég reikna með að launin séu há fyrir að fífla fólk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2019 kl. 18:28

12 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Hvert orð eins og talað út úr mínu hjarta, takk fyrir pistilinn!

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 23.4.2019 kl. 20:09

13 identicon

Löngu fyrir tíma ESS (1969)ferðaðist ég 14 ára til Danmörkur. KFUM tók á móti mér og ég var síðan sendur einn með lest til Odense. Enga dönsku kunni maður svo maður bjargaði sér á ensku sem einhvern veginn hafði setið eftir á sjónvarpsglápi amerísku sjónvarpsstöðavrinnar í Keflavík. Maður þvældist hingað og þangað um Danmörku Himelbjerget og bóndabær við Hirthals en mestur tíminn var á heimavistarskóla í Randes. Hroki Helga er hroki unglingins sem heldur að allir hafi búið í torfkofum áður en hann fæddist.

Grímur (IP-tala skráð) 23.4.2019 kl. 20:10

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar, Bjarni og Grímur og takk fyrir takkið Bjarni.

Grímur, við erum ekki alltaf alveg sammála, enda væri það skrýtið.

En þú náðir þessu.

Takk fyrir það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2019 kl. 20:34

15 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ómar. Þakka þér fyrir skrif þín undanfarið. 

Ég get ekki sagt aannað en ég er sammála því sem þú hefur verið að fjalla um, er varðar Evrópsku Babúskuna ESB og allar hennar systur og bræður. Að lenda þar undir pislfaldinum er ekki annað en stórslys.

Eins og Grímur, ferðaðist ég um alla Skandenavíu vandræðalaust, án þess að vera með nafnskýrteini, hvað þá meira. Nú fer ég ekki til Vopnafjarðar, síðan Jim Ratcliffe keypti svæðið með mann og mús, án þess að hafa passann minn meðferðis.  Maður veit aldrei hvenær sá staður lendir utan Schengen og þá er maður í djúpum skít.

Benedikt V. Warén, 23.4.2019 kl. 20:56

16 Smámynd: Benedikt V. Warén

Leiðrétting: nafnskírteini

Benedikt V. Warén, 23.4.2019 kl. 20:59

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þetta Benedikt, ég man nú reyndar eftir því að hafa verið með nafnskírteinið og einhver Svíi spurði mig hvað þetta væri, hvort ég ætti ekki passport.  Og þá fræddi ég hann um norrænt samstarf á ensku og hafði sigur gegn tregðu hins sænska kerfis.

En hörð eru örlög Vopnfirðinga að vera orðin útlend nýlenda í okkar litla landi og tími til kominn að spyrna við fótum.

Sjálfstætt fólk hefur ekkert við aðal að gera, hvort hann er innlendur eða erlendur.

Það er grunnréttur mannsins að þurfa ekki að taka ofan fyrir einum eða neinum, og þann rétt þurfum við að endurheimta.

Lýðræði úr höndum auðræðis, land úr höndum auðmanna.

Stjórnvöld úr höndum olígörkum.

Það er einfaldlega bara verk að vinna Benedikt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.4.2019 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 1319878

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband