Rasismi góða fólksins.

 

Á sér margar birtingarmyndir.

Flestar ógeðfeldar og undirliggjandi er sannfæring Púrítanans að hann sé æðri en Hinir.

Viti betur, hafi alltaf rétt fyrir sér.

 

Fólk af ólíkum menningarheimum hefur ítrekað orðið byrir barðinu á þessum rasisma.

Slangur þess og orðnotkun sem þykir eðlileg í þeirra heimi, er úthrópuð sem rasismi úr frá mælistikum góða fólksins.

Öllum sem sjá þetta skjáskot Cavani er ljóst að þarna er hann að tjá sig að hætti heimamanni, ekkert illt býr undir annað en þá fögnuðurinn að hafa svipt Southampton þremur stigum.

Í menningarhrærigraut múlatta, svartra og indíána sem mynda öreigastéttir Suður Ameríku er orðið negrito notað á allt annan hátt en hvítir kynþáttahatarar nota orðið nigger.

Og gleymum aldrei að þessi menningarhrærigrautur varð til í skugga aldalangra kúgunar hvítrar yfirstéttar, það er hinir kúguðu tóku upp þetta niðrandi orð og gerðu að sínu.

 

Alveg eins og svartir rapparar sem nota orðið nigger álíka oft og sómaorðið fuck, en eru ekki snupraðir fyrir, því hrokinn í góðu fólkinu hefur ekki náð því stigi að bannfæra svartra þegar þeir tjá sig um sjálfa sig og sitt eigið líf.

Ekki ennþá.

Kannski aldrei ef góða fólkið hefur náð æðsta stigi rasismans að líta á svart fólk sem óæðra lífsform sem viti ekki hvað það segir, og því eigi að fyrirgefa því orðanotkun sína.

 

Góða fólkið hefur náð áður óþekktum hæðum í kúgun og ofsóknum í allri gjörvallri kúgunarsögu mannkynsins.

Það bara bannar ekki aðeins ákveðnar skoðanir og lífsviðhorf, það vill líka stjórna hugsunum fólks, og notkun þess á tungumálinu.

 

Frægt er þegar formaður enska knattspyrnusambandsins sem á alla sóma fyrir baráttu sína gegn rasisma í fótboltanum, var knúinn til að segja af sér því hann notaðir orðið litað fólk sem andstæðu við hvítt fólk, en rasisminn sem barist er við kemur frá hvítum kynþáttahöturum og beinist að fólki með annað litarhaft en litlausu hvítingjarnir.

Og hver var þá glæpurinn??

Jú, góða fólkið er búið að banna orðið "litað" yfir fólk sem er ekki hvítt.

Ofstækið svo mikið að það gat ekki einu sinni leiðrétt orðanotkun viðkomandi heldur var hann strax settur út af sakramentinu.

Þá er stutt í að við lifum síðustu daga Jakobína þegar þeir voru farnir að hálshöggva hvorn annan því enginn var óhultur fyrir rétttrúnaði þeirra.

Böðull í dag, fórnarlamb böðulsins á morgun.

 

Það þarf að fara mæta þessum skríl.

Þó það væri ekki annað en þeirra vegna, því svona ofstæki linnir ekki fyrr en einn stendur eftir með höfuð allra annarra í kjöltu sinni.

 

Fólk má tjá sig á þann hátt sem það vill.

Svo fremi sem það meiðir ekki aðra.

 

Svo er nútíðin til að gera framtíðina betri.

Ekki verri.

 

Höfum það hugfast næst þegar grátkór góða fólksins hefur upp sinn fordæmingarsöng.

Og segjum því bara hreint út.

 

Haldiðið ykkur saman.

Bætið ykkur.

Látið aðra um sig.

 

Og hana nú.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Cavani í bann fyrir rasisma?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóttvarnir út í mýri

 

Segir Kári í opnu bréfi til Þórólfs Guðnasonar.

 

Reyndar fer aðeins fínna í það en merkingin er öllum augljós.

"Þórólfur, þú og þitt fólk hafið höndlað faraldurinn af mikilli fagmennsku og dugnaði og ég er vissum að það er ekki til betra fólk í heiminum í þetta verk. Ykkur hefur samt orðið svolítið á í messunni þegar kemur að því að hemja væntingar. Þið hafið á köflum kiknað undan lönguninni til þess að flytja góðar fréttir; gleymt því að það eina sem er verra en vondar fréttir eru góðar fréttir sem standast ekki og leiða menn út í mýri.".

Um mýrarfréttir eru mörg dæmi.

 

Þegar landið var veirulaust og stjórnmálamennirnir létu undan þröngum, en ríkum sérhagsmunum og opnuðu landið fyrir ferðalögum milli landa án undangenginnar 14 daga sóttkvíar, þá vöruðu læknar Landspítalans við því glapræði, en sóttvarnarlæknir hvað þá hugsa þröngt, áhættan væri sáralítil og öll tæki og tól til að takast á við hugsanlega leka gegnum landamærin.

Það gekk ekki eftir, og þá hófst stríðið að loka landinu á ný, stríð sem Kári leiddi og Þórólfur gerði loks að sínu, niðurstaðan tvær skimanir á landamærum með 5 daga sóttkví á milli.

En of seint, og allir vita stöðuna í dag.

 

Svo var allt í góðu og ástæða til að fagna, og þá duttu menn hressilega í það í Reykjavík, ásamt því að lemja mann og annan í einhverjum hnefaleikaklúbb í Kópavogi.

Samt undir stjórn, en allir vita hvernig það fór og hvernig staðan er í dag.

 

Sóttvarnir búnar að stela jólunum, bera veiruna fyrir sig en það er bara svo að veiran tók ekki ákvörðun um að henni yrði hleypt inní landið á ný, að ekki yrði lokað aftur á hana í tíma, eða að landamærunum er ennþá leyft að leka, eða það er slakað á sóttvörnum þegar skottið á henni er innan seilingar.

Þetta eru mýrarfréttirnar sem Kári er að tala um.

 

Nema bæði ég og Kári, tek mig með því ég skammast reglulega í Þórólfi og það eru nokkrir sem lesa þær skammir, vitum að sökin er ekki Þórólfs.

Þórólfur er í því ómannlegu hlutverki að reyna að hemja stórhættulega veiru, því hún er ekki bara banvæn heldur leikur hún marga sem lifa grátt, og þarf til þess stuðnings stjórnvalda.

Og þar er rammur reipur sem þarf að draga.

 

Sem er grímulaus hagsmunatengsl hluta Sjálfstæðisflokksins við öfl sem vilja hafa landi opið og allar sóttvarnir í lágmarki.

Sem og hugmyndafræðileg trúarbrögð hægri öfga þess sama flokks sem á einhvern hátt hafa tekið upp baráttu fyrir frelsi veirunnar til að drepa náungann.

Og Sjálfstæðisflokkurinn er valdaflokkur ríkisstjórnarinnar.

 

Eiginlega eru vandfundið rammara heljarmenni á Íslandi en Þórólfur Guðnasonur, því þetta ramma reipi hefur hann náð að draga svo þrátt fyrir allt hefur gengið betur hér en víðar annarsstaðar í hinum vestræna heimi, þar sem svipuð öfl heimsku og hagsmuna grafa undan sóttvörnum með fjöldamorðum uppá tugi þúsunda, ef þeir eru taldir sem dóu, en þurftu ekki að deyja eftir að ljóst var hve alvarleg veiran var.

Ég vildi bara taka þetta fram, svona svo þetta fari ekki milli mála, næst þegar ég hjóla í Þórólf og hans fólk.

Því ég tel hann þjón almennings en ekki misviturra stjórnmálamanna, en ég vildi ekki vera í hans skóm og hans sporum.

Ég held að enginn núlifandi Íslendingur vildi slíkt, og enginn gæti gert betur eins og Kári bendir réttilega á.

 

Meinið liggur í öðrum fótsporum, í öðrum húsum og fínni en þau sem hýsa skrifstofu Þórólfs og Ölmu.

Og ekki hvað síst liggur hún í okkar eigin sofandahætti.

Það er eins og við vitum ekki að þær aldir eru liðnar þar sem höfðingjar ráðskuðust með þjóðir, réðu öllu til sjávar og sveita, og þurftu aðeins umboð frá guði sem fól það valdstétt léns og höfðingja þar sem alvaldur konungur trónaði á toppnum.

 

Við látum ennþá ráðskast með okkur.

Jafnt í þessu sem og svo mörgu öðru, sættum okkur við liðleskjur sem unnu skítverk fyrir erlenda hrægamma og unnu hryðjuverk á heimilum landsins af áður óþekktri stærð í vestrænum löndum á friðartímum.

Í því samhengi er þjófnaður Trölla jólunum léttvægur.

 

Það er bara svo.

Þar liggur kjarninn.

Kveðja að austan.


mbl.is Kári sendir Þórólfi opið bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir höfðinu dansa limirnir.

 

Ef skilaboð stjórnvalda eru ekki skýr um að það eigi að útrýma veirunni með öllum ráðum, þá er eðlilegt að almenningur hugsi með sér að þetta er hálftilgangslítið, þjóðfélagið verður í fjötrum sóttvarna næstu mánuðina og þá er eins gott að aðlaga sig.

Læra að lifa með veirunni, reyna á þolmörk sóttvarna, vona það besta hvað sig og sína varðar, en lifa ekki lífinu á bak við luktar dyr þar til ekkert líf er eftir.

 

Munum að það tók Kínverja 14 vikur að útrýma veirunni í vor, Ný Sjálendinga eitthvað svipaðan tíma.

Í Taivan var henni ekki hleypt inn.

Hér var veirunni útrýmt, en þá þurfti að hleypa henni inn á ný.

 

Og það er kjarni málsins, það er ekki vilji meðal yfirvalda að hafa Ísland veirufrítt.

Hafi verið vilji til þess, þá hefði verðið lokað á smitleiðir við landamærin, tillögur Þórólfs þar um að loka á valið um 14 daga sóttkvína, voru ekki samþykktar án rökstuðnings.

Skilaboðin skýr út í samfélagið, það er sama hve þið gerið, við viljum ekki loka alfarið á veiruna.

 

Að sjálfsögðu er almenningur ekki að spá í 14 daga sóttkvína, en alvöruleysið og tregðan til að taka réttar ákvarðanir í tíma, sem og að framfylgja sóttvörnum af fyllstu alvöru og láta brot á þeim hafa afleiðingar, er eitthvað sem smitar út í samfélagið.

Er þetta ekki alltí lagi viðhorfið byrjar hjá höfðinu og leitar niður limina.

Upplýsingagjöfin um hvernig veiran er að dreifa sér er takmörkuð, eða var allavega takmörkuð, núna vita þó allar ömmur landsins um ábyrgð sína, og núna eru konur sem hittast í skokkhópum eftir vinnu og fara svo strax í vinkvennahitting strax á eftir álitnar stórhættulegar og eru heppnar að halda vinnunni.

Svo einhver dæmi séu nefnd.

 

En veiran er komin til að vera, því henni er leyft að vera.

Það er eðlilegt að fólk aðlagi sig að því og reyni að láta lífið ganga.

Svoleiðis verður nema ef stjórnvöld taki af skarið og lýsi yfir stríð á hendur veirunni.

Að henni eigi að útrýma með öllum ráðum.

 

Sé það markmið skýrt, trúverðugt, þá mun almenningur fylgja með.

Annars er þetta eiginlega röfl.

Það hefst ekkert með því að skammast út í fólk.

 

Njótum frekar jólanna.

Veiran er ekkert að fara.

Því er óþarfi að við förum öll í jólaköttinn hennar vegna.

 

Treystum frekar sóttvörnum.

Pössum upp á hvort annað.

Þetta er tíminn sem við þurfum að brosa í gegnum skammdegið.

 

Þetta mun hafast.

Einhvern tímann.

Kveðja að austan.


mbl.is „Hemur ekki þessa skepnu með góðmennsku“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóttvarnir eru ekkert án trúverðugleika.

 

Skammir út í hópinn sem virðir sóttvarnir, svona sirka 99,99% þjóðarinnar eru marklitlar ef ekki er bent á dæmin þar sem 0,01% klikkaði.

Eiginlega er svona framsetning í ætt við Strumpa, það er ef við göngum út frá að Strumpar voru börn, en ekki fífl.

 

Ha, fífl??

Hvaða árás er þetta á Strumpana?

 

En hvað er að fólki sem nýtur trúnaðar og kennir sig við almannavarnir, og segir sögur af brotum á sóttkví, og brotin eru án afleiðinga fyrir viðkomandi??

Eða án afleiðinga fyrir kerfið sem leyfði þessi brot.

 

Eins og þeir sem stýra sóttvörnum þjóðarinnar séu svona ligeglað bjánar líkt og Trúðarnir eða Klovns, og það sé allt í lag að fólk hagi sér eins og fífl.

Rökin á móti séu þá að við stelum af ykkur jólunum.

Reyndar ekki jólum sóttvarnarbrotaþegana, heldur jólum almennings.

Þessa 99,99% þjóðarinnar sem virtu allar reglur.

 

Strumpar biðja ekki um trúverðugleika.

Því þeir eru grínfígúrur.

Alvarlegra er þegar almannavarnir halda hið sama.

 

Almannavarnir eru fjármagnaðar af skattfé almennings.

Þær eru öryggisventill þjóðarinnar, fólkið sem þar ræður sig til vinnu, er í vinnu hjá þjóðinni, hjá almenningi.

 

Þær eru og eiga að vera óháðar vindum stjórnmálanna, ef þeir vindar blása á þann hátt að börnum sé falið ábyrgð í ríkisstjórn Íslands, eða að stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar sé undir banvænum áhrifum hægriöfga sem eiga allar sínar rætur í dauðaspeki þess í neðra, þá er frumskylda þeirra að andæfa.

Að benda á hið rétta, að verja þjóðina.

 

Stjórnmálamenn okkar hleyptu veirunni inn í landið.

Þá sögðu almannavarnir ekkert, eins og fólkið þar væri myndastyttur en ekki lifandi verur sem sóru að gæta að hag og öryggi almennings.

Læknarnir mótmæltu, hagfræðingar mótmæltu, en almannavarnir steinhéldu kjafti.

Og kalla sig samt Almannavarnir.

 

Þegar ljóst var að landamærin láku, þá var það forstjóri út í bæ, vinnumaður hjá amerískum auðhring, sem maldaði í móinn, svo kröftuglega að stjórnmálmennirnir þorðu ekki annað en að loka á landamæralekann.

Reyndar of seint, og við sem þjóð uppskerum dauða, og efnahagsleg áföll vegna þessarar seinkunnar.

Að ekki sé minnst á samfélag í höftum sóttvarna.

 

En almannavarnir steinhéldu kjafti.

 

Fréttir dagsins í dag benda til þess að fjórða bylgjan sé í uppsiglingu.

Og viðbrögð almannavarna er að ráðast á þessi 99,99% þjóðarinnar sem hafa staðið sína plikt.

Ekki er orði minnst á lekann á landamærum sem stjórnmálamenn okkar bera beina ábyrgð á.

Og sóttvarnaryfirvöld sem kóa með.

 

Aðeins er öskrað; "skammist ykkar".

En ekki er litið í eigin barm.

Og skammast sín.

 

Fyrir að hafa brugðist þjóðinni ítrekað.

Fyrir að rofið trúnað við fólkið sem það var bundið trúnað við.

Aðeins þjónkun við hægri öfga og mannvonskuna sem knýr þá áfram.

 

Svo segir þetta fólk.

Við ætlum að stela af ykkur jólunum.

 

Kemst kannski upp með það.

En trúverðugleiki þess er enginn.

 

Það þagði þegar það átti að segja.

Það bendir á saklausa í stað þess að benda á sök.

 

Því var falið trúnað.

En það brást.

 

Hvað stendur þá eftir??

Kveðja að austan.


mbl.is „Jákvæðar fréttir hafi verið að blinda okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný bylgja í uppsiglingu??

 

Bakslag.

Hætt við slaka á sóttvörnum.

Jólin í húfi.

 

Og þá spyr maður sig af  hverju??

Hvar eru smitvarnirnar að klikka??

 

Það er leki á landamærunum sem stjórnmálamenn neita að stoppa uppí.

Sem þýðir að persónuleg hegðun okkar skilar litlu hvað varðar afléttingu sóttvarna, því nýsmit viðhalda þeim.

 

Annar leki á landamærum er hegðun fólks sem á að vera í heimkomusóttkví.

Ef brot eru látin óátalin eða ekki gripið til harðari ráðstafana, þá lekur nýsmit inn.

Afleiðing, áframhaldandi sóttvarnir þó hegðun almennings sé að öðru leiti óaðfinnanleg.

 

Síðan er það dæmið í gær um ömmuna sem bauð í kaffi, mannlegt sem má flokka undir hugsunarleysi.

En meðan sóttvarnaryfirvöld þegja yfir slíkum dæmum, það er hvað er það hjá almenningi sem fer úrskeiðis, þá endurtaka þau sig.

 

 

Og þar er potturinn brotinn hvað þau varðar.

Það þarf skýra og skilmerkilega upplýsingagjöf um hvernig og á hvaða hátt smit dreifir sér um samfélagið.

Þessi endalausa henging á bakaranum það er almenningi er þreytandi til lengdar, fólk vill gera sitt besta, en ef það þekkir ekki vítin, hvernig á það að gera varist þeim??

 

Þessu er allavega hægt að kippa í liðinn, og reyndar lekanum á landamærunum líka.

Það er allavega ekki eðlilegt að eftir allan þennan tíma sé tóninn alltaf sá sami, mannlíf bannað, og skammist þið ykkar þarna úti.

Það er ekkert faglegt við þetta á engan hátt.

Og því þarf að breyta.

 

Við höfum öll tæki til að finna veiruna og útrýma henni.

Við höfum öll tæki til að halda henni fjarri ströndum landsins.

Við höfum öll tæki til að lifa hér eðlilegu lífi.

 

Við bara nýtum þau ekki.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Gæti orðið „sprenging“ í fjölda smita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kári segir.

 

"Það er margt sem við höf­um lært sem bend­ir til þess að þeir sem velji að fara í tveggja vikna sótt­kví meini það ekki vegna þess að ekki er þessi skimun sárs­auka­full, þannig að af hverju ætt­irðu að vilja vera frek­ar í tvær vik­ur í sótt­kví held­ur en fimm daga? Það vek­ur grun­semd­ir þegar fólk vel­ur þá leið og reynsl­an hef­ur sýnt okk­ur að allt of oft þá mein­ar fólk þetta ekki og það hef­ur komið af stað hópsmit­um í okk­ar sam­fé­lagi.".

 

Tilefnið var þegar hann var spurður hvort hann væri sammála þeim tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að leggja til að tvö­föld skimun á landa­mær­un­um verði skylda, þ.e. að ekki verði boðið upp á val um 14 daga sótt­kví við kom­una til lands­ins.

 

Ríkisstjórnin kaus að hundsa þessar tillögur Þórólfs, einhverjir annarlegir hagsmunir vógu þyngra en að loka fyrir þennan leka.

Þá sagði Þórólfur; "Það megi alls ekki ger­ast að litl­ar hóp­sýk­ing­ar sem grein­ist við landa­mær­in verði að stór­um hóp­sýk­ing­um", í stað þess að fordæma ákvörðun stjórnmálamanna sem ennþá eru með blóði drifnar hendur eftir að hafa dregið lappirnar að loka landamærunum í sumar með seinni skimun og sóttkví á milli.

 

Kári sagði hins vegar;

"Kári seg­ist vera ósamþykk­ur þeim ákvörðunum sem tekn­ar hafa verið á landa­mær­un­um. Landa­mær­in séu sá staður þar sem hvað mesta var­kárni þurfi að sýna. "Það er að verða ljóst að við erum viðkvæm fyr­ir á landa­mær­un­um. Þar fáum við inn ný smit hingað til lands. Frá mín­um bæj­ar­dyr­um séð er óskyn­sam­legt að veita fólki val um að fara í sótt­kví við kom­una til lands­ins eða í skimun. Þeir sem hafa valið að fara í sótt­kví hafa gjarn­an valið svo vegna þess að þeir ætluðu ein­mitt að virða hana ekki."

Kári held­ur áfram. "Það að halda að það að stinga pinna upp í nefið á ein­hverj­um sé meiri frels­is­skerðing en að skikka hann í sótt­kví er hlægi­legt"."

 

Af hverju er ég að rifja þetta upp??

Jú þetta sagði Þórólfur í dag; "Und­an­farn­ar vik­ur er tölu­vert um að smit grein­ist á landa­mær­un­um þrátt fyr­ir að afar fá flug séu að koma til lands­ins. Að sögn Þórólfs eru allt að 10-20% farþega að grein­ast með virk smit í sum­um þeirra flug­véla sem hingað koma til lands".

Og Þórólfur segir líka; "þetta sýna að það er ekki bara fólk í sótt­kví sem er að grein­ast með Covid-19 held­ur er þetta fólk sem er úti í sam­fé­lag­inu sem er ekki með nein aug­ljós tengsl við smitaða ein­stak­linga.".

Þýtt á mannamál þá eru landamærin tifandi tímasprengja.

 

Þórólfur er trúnaðarmaður almennings.

Honum var falið það hlutverk að vernda okkur fyrir farsóttum, embætti hans er ævagamalt, til komið af þeim bitra lærdómi áa okkar að farsóttir drápu fengju þær að ganga lausar.

Og leki á landamærunum er dæmi um slíkan lausagang.

 

Þórólfur er ekki bundinn trúnaði heimskum stjórnmálamönnum sem skilja ekki alvarleik málsins eða er kannski slétt sama um lífi og limi náungans á meðan það telur sig sjálft öruggt í einhverju kastalavíginu.

Leki landamærin þá á hann að leggja til að stoppað sé í lekann.

Hann er skyldugur til þess.

 

Samþykki ekki heilbrigðisyfirvöld tillögur hans, leyfi lekann áfram, þá ber honum skylda til að leggja aftur til sömu tillögur eða aðrar sem skila sömu niðurstöðu.

Og aftur, og svo aftur.

Jafnframt á hann að upplýsa almenning um alvarleik mála, og að kjaftæði þvælist í vegi sóttvarna.

 

Þar bregst Þórólfur.

Þess vegna heitir þessi pistill Kári segir.

Nema að Kári er ekki trúnaðarmaður almennings, hann er almenningur eins og við öll hin.

 

Þórólfur á að segja.

Halda sig við staðreyndir.

Verja þjóðina.

 

Á alvöru tímum rísa menn upp.

Alvaran leyfir ekkert annað.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Ekki með augljós tengsl við smitaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það þurfa að vera góð rök fyr­ir jafn­frels­is­skerðandi ákvæðum"

 

"Sem hafa svo mikil áhrif á réttindi borgaranna".

Segir þingmaður Pírata.

Og maður spyr sig, hvernig komast svona viðrini á þing??

 

Sóttvarnir eru spurning um líf eða dauða þegar þær eiga við.

Þær geta aldrei verið háðar gildismati einstakra þingmanna sem skipa löggjafaþing á hverjum tíma.

 

Löggjöfin þarf að vera skýr svo að sóttvarnaryfirvöld geti gripið inní þegar farsótt ógnar lífi og limum almennings, umræða augnabliksins, hvers eðlis sem hún er og munum að Píratar eru birtingarmynd úrkynjunar alsnægtaþjóðfélagsins, má aldrei vera dragbítur eða seinka nauðsynlegum aðgerðum sem hamla farsótt, eða hreinlega bjarga samfélögum frá drepsóttum sem engu eira.

Skortur á þessum skýrleika er bein ástæða þess að fólk dó að óþörfu í Evrópu sem og Ameríku, en lifði í flestum ríkjum Austur og Suð austur Asíu, sem og í Eyjaálfu.

Vegna þess að hugmyndafræðileg fífl sem tengdu sig við frelsi og frjálst flæði, gerðu ekki strax sem þau áttu að gera.

Að vernda borgarana með öllum þeim ráðum og tólum sem mannsandinn ræður yfir.

 

Vítin eru til að varast, og vissulega má rekja andvaraleysi heimskunnar til áratuga þar sem hvorki stríð eða sjúkdómar ógnuðu vestrænum samfélögum, en þegar alvaran blasir við, og tók sinn dauðatoll, þá er ekkert sem réttlætir þessi orð þingmanns Pírata.

Raunveruleikinn er dauði þar sem farsótt var ekki tekin alvarlega.

Ekki vegna þess að sóttvarnaryfirvöld brugðust, heldur vegna þess að heimskt fólk taldi sig vita betur.

Og þetta heimska fólk var í áhrifastöðum.

 

Af öllu sem toppar úrkynjun og heimsku voru orð skriffinna Brussel sem lagðist gegn lokun landamæra innan Evrópu með þeim rökum að frjálst flæði fólks yfir landamæri væri hornsteinn Evrópusamstarfsins, og að einstök aðildarríki hefðu öll ráð til að halda farsóttinni í skefjum.

Sagt í lok febrúar, og þar með var ekki brugðist við í tíma, aðeins neyðin á Ítalíu, síðan á Spáni, þar á eftir Frakklandi braut þessa opinberu stefnu skrifræðisveldisins á bak aftur.

Það er einstök ríki lokuðu óháð kjaftæðinu í regluverkinu.

 

Svo upplifum við þessa umræðu á löggjafaþingi þjóðarinnar.

Stjórnvöld með blóð á höndum mega þó eiga að þau hafa lært, en viðrini rífast um þann lærdóm.

Í nafni frelsis og réttindi borgaranna.

 

Píratar eru sannarlega dæmi um úrkynjun velmegunarsamfélags síðustu áratuga.

Það er samt óþarfi hjá þeim að gangast upp í því hlutverki.

Að seinna meir verði þeir teknir sem dæmi um þegar fólk hélt að lífið væri ekki eilíf barátta fyrir tilveru sinni.

Eitthvað sem jafnvel einfaldasti einfrumungur veit, hefur þó ekki skyn eða vit sem við tengjum við flóknari lífverur, hvað þá það sem við tengjum við hinn vitiborna mann, Homo Sapiens.

 

Vissulega þarf að ræða sóttvarnarlög, en aðeins á þeim forsendum hvernig þau virki best.

Séu skilvirkust og bjargi sem flestum.

 

Til dæmis var augljóst að það átti að loka landamærunum þegar ljóst var að drepsótt hafði skotið rótum í Kína, og var að dreifast um heiminn.

Þar skorti skýrleika, og vegna þess dóu samlandar okkar, vegna heimsku stjórnvalda sem kenna má við strúta, það er að menn héldu að ef drepsóttin væri hundsuð, þá myndi hún ekki drepa.

Aðeins þegar hún byrjaði að drepa, þá var gripið til nauðsynlegra aðgerða.

 

Forheimskan og fávitahátturinn endurtók sig svo aftur í sumar, með þekkum afleiðingum dauðsfalla og samfélags í herkví sóttvarna.

Víti sem þarf að varast, og þar á aðhald stjórnarandstöðunnar að liggja.

 

Þess vegna.

Þess vegna er hin óendanlega heimska sem má lesa í þessu viðtali við þingmanna Pírata, ófyrirgefanleg.

Svona fólk á ekki að ganga laust á löggjafarþingi þjóðarinnar.

Ekki þegar tímarnir eru kenndir við dauðans alvöru.

Engin þjóð hefur efni á slíku.

 

Því minnihlutinn gegnir hlutverki.

Hann á að veita stjórnvöldum aðhald, að fylla út í ákvörðunartökuna, að hlusta á þær raddir sem telja að betur megi gera, og jafnvel benda á sjálfur slíka hluti.

Hann bætir lýðræðið, gefur því þá vigt að sjónarmið allra fái að heyrast.

Í raun er hann lýðræðið í þeirri merkingu að án hans væri stutt í einræði einsleitra sjónarmiða.

 

Í það minnsta hafa Píratar brugðist þessu hlutverki.

Þeir kjósa að þjóna dauðanum og sækja hugmyndafræði sína til þess í neðra.

Eins og Sigríður Andersen og Brynjar Níelsson séu ekki fullfær um þá þjónkun.

 

Eftir stendur, og þetta er ekki í fyrsta skipti sem Píratar bregðast þjóð sinni, hvað var fólk að hugsa sem kaus þennan flokk undir formerkjum þess að það vildi breytingar, í þá átt að almenningur fengi aftur völdin frá ráðstjórn auðsins?

Liggja þar ekki mistökin og dómgreindarleysið??

 

Allavega, úrkynjun er kölluð úrkynjun vegna þess að hún er endastöð, allt sem tengist henni deyr út.

Píratar eru því mælikvarði.

Það er annaðhvort þeir eða við.

Því lifi þeir þá erum við sem þjóð búin að vera.

 

Allavega lýðræði okkar því án aðhalds stjórnarandstöðu er það dæmt til að deyja.

Auðræðið sem stjórnar öllu, á fjórflokkinn, ef það á líka Andstöðuna þá er fátt eftir sem getur veitt því mótstöðu.

 

En þó það fjármagni viðrini þá er það ekki sama og við látum glepjast.

Allra síst á dauðans alvöru tímum.

 

Við lifum slíka tíma í dag.

Spurningin er hvort við látum glepjast.

 

Ef landamærin haldast opin, þá er það svo.

Kveðja að austan.


mbl.is Ákvæði um útgöngubann vekur spurningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú verður þú að tala mannamál Þórólfur.

 

Það eru landamærin sem leka, þú hefur margoft sagt það.

En þú tekst ekki á við þann leka í tillögum þínum.

Þú ræðst á almenning.

 

Samfélagið getur ekki endalaust verið í herkví sóttvarna, vegna þess að þú ert kjarklaus og tekst ekki á við þá hagsmuni sem beita sér gegn því að lokað sé fyrir lekann.

Þú segir; "Á sama tíma eru nýir stofnar að koma inn í gegnum landamærin.".

Svarið hlýtur að vera að stoppað sé í þennan leka, annars ertu ekki starfi þínu vaxinn, svo einfalt er það.

Aðeins þá getur þú réttlætt sóttvarnir sem lama allt mannlíf, stórskaðar allt íþróttalíf, heldur menningu og listum læstum inní gímaldi samfélagslegra lokana og fjarlægðartakmarka, og taka af okkur jólin.

 

Vegna þess að þú segir að "Það megi alls ekki ger­ast að litl­ar hóp­sýk­ing­ar sem grein­ist við landa­mær­in verði að stór­um hóp­sýk­ing­um."

Sem er eins og að segja að það megi ekki leyfa íkveikjum verða að stórum brunum, sem er rétt, en þá stöðva menn íkveikjurnar þegar vitað er hverjir kveikja í, í stað þess að skipa brottflutning úr húsum, fjölga í slökkviliði, halda stanslausar brunaæfingar því það veit enginn hvar brennuvargarnir, sem allir vita hverjir eru, kveikja næst í.

Ef lögreglan og slökkviliðið brygðust svona við, þá myndir þú segja að þetta fólk væri galið, óhæft til að vernda almenning.

 

Þú myndir segja það Þórólfur.

Það myndi allir segja það.

Nema kannski þeir sem fengju borgað frá brennuvörgunum svo þeir fengju að stunda iðju sína í friði.

 

Og það ömurlegast er Þórólfur að þessi leki er vegna innflutnings á skammtíma ódýru vinnuafli sem fengið er til landsins á skítakaupi til að vinna verk sem annars væri sinnt af innlendum á eðlilegu kaupi og kjörum.

Með öðrum orðum ertu samsekur í að brjóta niður innlendan vinnumarkað.

 

Það eru hagsmunirnir sem eru undir.

Hið siðblinda frjálshyggjuflæði hins frjálsa flæðis Evrópska efnahagssvæðisins.

 

Í stað þess að mæta siðblindunni.

Þá beinir þú spjótum þínum að þjóðinni.

 

Það er ekki rétt Þórólfur.

Það er ekki rétt.

Þetta er ekki sú siðfræði sem ömmur okkar ólu okkur upp í.

 

Það er bara svo.

Og þær vita alltaf hið rétta.

 

Orð slæmrar samvisku fá því ekki breytt.

Kveðja að austan.


mbl.is Fylgst verði vel með þeim sem greinist við landamæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er rök ríkisstjórnarinnar í hnotskurn.

 

Fyrir stuðningsaðgerðum sínum vegna heimsfaraldursins.

Að vinna gegn efahagslegri upplausn, upplausn samfélagsins, og koma einstaklingnum og fyrirtækjum hans til hjálpar á ögurstundum.

Það hefur gífurlega mikið verið gert, og það er öruggt að meir verður gert eftir því sem aðstæður framtíðarinnar kalla á aðgerðir.

 

Hlustun er lykilatriðið í velheppnuðum aðgerðum.

Og nýjustu ráðstafanir ríkisstjórnarinnar bera þess öll merki að hún hefur hlustað  á raddir samfélagsins.

 

Það er greinilega meir verið að fókusa á vanda minni rekstraraðila og í það minnsta fyrirheitin eru góð þó það eigi eftir að koma í ljós hvort einhverjum kerfiskörlum verði leyft að flækjast fyrir, eltast við tittlingaskít formsatriðanna, beina hjálpinni frá neyðinni,kannski með þeim óhugnanlegu afleiðingum sem við lásum um í þessari frétt.

Raddir um þetta heyrast og sporin hræða. 

Manneskja sem kann ekki að skammast sín réttlæti hundsun TR á aðstoð til barna sem fæðast með holgóm, þvert á anda laga þar um og ekki má gleyma Breiðavíkursmáninni þar sem þeir fitnuðu sem tróðu inní reglugerðina að enginn mætti fá bætur nema að sérfræðingar mætu miskann, þar með varð aðeins nánösin eftir handa fórnarlömbum þessa hryllingsstaðs.

 

Eins efa ég ekki að fjármagn hafi verið sett í að vinna gegn sjálfsmorðsbylgjunni sem lögreglan varð vitni að í vor, það er marka á má frétt þar sem þetta var haft eftir lögregluþjóni.

Það er mikill ónotaður mannauður gleðigjafa þarna úti vegna samfélagslegra lokana, hví ekki að setja fjármagn í pott sem gleðigjafar geta sótt í,þeir fá hvort sem er einhverjar bætur, gegn því að útbúa gleðiprógrömm til höfuðs þunglyndi og einsemd.

Vinalínur, símalínur, sálfræðiaðstoð, almenn aukning á fjármagni til geðheilbrigðismála, allt þetta eru dæmi um það sem hægt er að gera.

Og er gert að einhverju leiti í einni eða annarri mynd.

 

Vegna þess að sóttvarnarráðstafanir eru glæpur ef engar hliðarráðstafanir fylgja.

Svona líkt og að stjórnvöld fyrirskipi brottflutning frá strandsvæðum vegna yfirvofandi fellibyls, en láti svo hina brottfluttu þjást í kulda og vosbúð, án húsnæðis eða aðgang að matvælum.

Eitthvað sem að sjálfsögðu er ekki gert.

 

Við erum lánsöm að stjórnvöld okkar hlusta.

Við erum lánsöm með að bæði seðlabankastjóri og fjármálaráðherra skilja að það er ekkert val en að beita fjármálalegum aðgerðum og það hafa þeir gert þó þeir séu báðir mótaðir af hinni ráðandi hagfræði heimskunnar að gjaldmiðill sé fasti og það sé æðra öllu að verja hann þó það sé kostnað þess samfélags sem stendur að baki gjaldmiðlinum.

Það er líklegast skýring þess að verðtryggingin hefur ekki verið fryst gagnvart áhrifum heimskreppu farsóttarinnar.

En sá sem hefur eini sinni tekið slaginn við heimskuna, fetar stigu sem leiðir hann inní lendir skynseminnar og þar fær hann vopn sem duga gegn upplausn og ógnum fordæmalausra tíma.

 

Þess vegna verður kerfiskarlinn, sem sendi Landspítalanum kröfum um 4,2 milljarða niðurskurð, rekinn á morgunn eða hinn.

Því fíflin eru það fyrsta sem samfélög sjá að þau hafi ekki efni á þegar sjálf tilveran er undir.

 

Þannig er það.

Þannig verður það.

 

Ríkisstjórnin hefur fengið próf sem hún hefur staðist að mestu.

Próf sem um leið hafa afhjúpað innihaldsleysi og tilgangsleysi Evrópuflokka Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata.

Fyrir utan að vera einstaklega illa mannaðir, þá er ljóst að evran hefði orðið okkur hengingaról sem hefði drepið samfélag okkar því þjóðin hefði aldrei náð sér úr skuldafeni farsóttaráranna.

Krónan fleytir okkur hins vegar áfram, þó heimskan tali um að við séum að taka lán hjá framtíðinni, þá er það þannig að engin þjóð getur í raun skuldað seðlabanka sínum, skuld er aðeins þegar hún er tekin í erlendum gjaldmiðli.

 

Við lifum erfiða tíma.

En gjöfula tíma þó ljótt sé frá því að segja.

Því það reynir á fólk og samfélag, og aðeins samhent og skynsöm komust við út úr þessum vanda.

 

Sem gerir okkur sterkari á eftir.

Það er gjöf lífsins á tímum farsóttarinnar.

Gjöf sem er í hendi þó það eigi eftir að pakka henni inni.

 

Það er okkar að sjá til þess með opinni og heiðarlegri umræðu um það sem við teljum að þurfi að gera, um það sem á eftir að gera, og um það sem við teljum að megi betur gera.

Við höfum þegar samkenndina og væntumþykjuna.

Viljann til að deila byrðum, hjálpa, gera gott úr því sem samt er alltaf erfitt.

 

Ennþá vantar leiðsögnina.

Að einhver skýri út fyrir þjóð sinni að geti ekki allir haldið sínu í fordæmalausu tekjufalli þjóðarbúsins.

En við getum öll haldið því sem skiptir máli.

 

Lífi okkar og tilveru.

Sem er það eina sem skiptir máli.

 

Svo ég segi bara.

Leiðsögn óskast.

Með fyrirfram þökk.

 

Þá er gjöfin okkar.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Sorg meðal íbúa Liege
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já en hvað um evruna??

 

Hvers á hún að gjalda, af hverju minnist Logi ekki á hana líka??

 

"Ekki nóg að gert"!

"Hlusti loksins á tillögur Samfylkingarinnar"!

Undirstrikar mikilvægi evrunnar!

 

Og Loga hefði tekist að segja það þrennt sem honum var samviskusamlega kennt að nýr formaður Samfylkingarinnar þyrfti að kunna þegar hann tjáði sig um allt sem er milli himins og jarðar, í þessu lífi eða öðrum, hvort sem um er að ræða smár tittlingaskítur eða fordæmalausir tímar farsóttarinnar.

Á meðan hann segir ekkert annað þá eykst fylgi Samfylkingarinnar hægt og bítandi, minningin um landráðin í ICEsave eða svikin við íslensk heimili fölnar inní óminni gleymskunnar fyrir orðsnilld formannsins.

 

Íslensk stjórnmál í dag, það er hvorki logið uppá þau eða Samfylkinguna.

Þess vegna, þrátt fyrir allt, eigum við að meta núverandi ríkisstjórn.

Það er þó fólk í henni og það er að reyna sitt besta.

 

Vilji menn meira þá þarf opna umræðu, opinn umræðuvettvang, og ekki hvað síst opinn vilja til að vega og meta hugmyndir og tillögur, þar sem þeim er leyft að þróast, jafnt í eitthvað sem er skynsamlegt og framkvæmanlegt, eða í nýjar hugmyndir og tillögur, því þannig vinnur mannsandinn, hugsun leiðir að sér hugsun, hugmyndir að sér hugmyndir.

Fordæmalausir tímar þröngva oft mönnum til slíkra samræða.

Við lifum slíka tíma í dag og þó það megi hrósa íslenskum stjórnmálamönnum að vera ekki með nag eða leiðindi þá er ekki hægt að hrósa þeim fyrir umræðuna.

 

Því hún hefur ekki eiginlega verið nein.

Aðeins fyrirsjáanlegir frasar skylduumræðunnar þar sem alltaf það sama er sagt og Mogginn nær að ramma svo vel í fyrirsögn þessarar fréttar.

"Ekki nóg að gert en þó skref í rétta átt.

 

Það er samt hægt að gera miklu betur.

Það er alltaf hægt.

 

Eitt sem öskrar á athygli er hinn mikli mannauður sem hefur misst lífsviðurværi sitt.

Bætur tryggja vissulega salt í grautinn en þær örva ekki athafnaþrá og sjálfsbjargarhvöt fólks sem við köllum í daglegu tali nýsköpun.

 

Svo má ekki endurtaka mistökin frá 2008.

Um það er þögn, æpandi þögn.

 

Það má gera betur.

Það á að gera betur.

Og það mun verða gert betur.

 

En hvað, hvernig hvenær??

Til þess er umræðan, þar eru tækifærin til að hafa áhrif.

 

Þess vegna er hún næsta verkefnið.

Tökum hana.

Kveðja að austan.


mbl.is Ekki nóg gert, en þó skref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2020
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 1440178

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband