Sophie Scholl, hetja lífsins

 

Ein er sú bók sem sem hefur þann sess í huga mér að vera grundvallarbók í lífi mínu.  Slíkar bækur eru ekki margar þar ég er lítt lesinn en hef þó rambað á eina og eina sem hafa á einhvern hátt haft þau áhrif á mig að ég get ekki gleymt þeim.

Ein slík bók er Hvíta rósin eftir Inge Scholl.

Þar rekur hún lífshlaup nokkurra ungmenna sem töldu mátt mannúðar og mennsku gegn ómennsku og kúgun vera slíka að vert væri að hætta lífi sínu fyrir.  

Þungmiðja bókarinnar er lífshlaup systkina hennar, þeirra Hans og Sophie, ásamt að birta dreifibréfin 6 sem systkin guldu fyrir með lífi sínu.

Svið atburðanna er þýska borgin Munchen á fyrstu árum seinna stríðsins.

Baksvið þeirra er hin grímulausa kúgun og ofríki sem þýsk stjórnvöld beittu andstæðinga sína og hinar almennu hreinsanir á "óæskilegum " hópum eins og samkynhneigðum, þroskaskertum og geðsjúkum eða þjóðernisminnihlutahópum eins og gyðingum og sígaunum.

Aftökur eða fangabúðavist var vís öllum þeim sem andæfðu og því ljóst að ungt fólk, sem bauð stjórnvöldum byrginn eins og andspyrnuhópurinn Hvíta Rósin,  var að taka áhættu lífs síns.

Það er athyglisvert að hugmyndafræði þessa unga fólks byggðist ekki á stjórnmálagrunni, eins og sósíalisma eða kommúnisma sem skilgreindi nasismann sem sinn höfuð andstæðing, heldur hún byggð á hugsjónum mennsku og mannúðar.

Sumt er í eðli sínu rangt og réttlátur maður getur ekki liðið slíkt því þá eru forsendur tilveru hans brostnar.  Með öðrum orðum hugmyndafræði lífsins sem kúgun og ofbeldi getur ekki brotið á bak aftur.

 

Hvað kemur saga þessa unga fólks okkur við, ekki lifum við á tímum kúgunar og ofbeldis???

Svarið er mjög einfalt, hin klassíska hugmyndafræði þeirra er eina von okkar um framtíð, gegn þeim ógnaröflum sem ógn lífi okkar og framtíð.  Og hugrekki þeirra er vegvísir um hvað siðaður maður gerir á tímum þar sem ómennska og arðrán ógna tilveru mannsins.  

Siðaður maður andæfir rangindum.  Hann andæfir þjóðfélagi þar sem ungt fólk er skilið eftir þrældóm Hrunskulda en restin af þjóðinni ætlar að hafa það gott. 

Siðaður maður andæfir þjóðfélagi þar sem  stjórnvöld taka hagsmuni fjármálajöfra fram yfir hagsmuni almennings.  

Siðaður maður andæfir stjórnvöldum sem sýna einbeitta vilja til að veðsetja 60% af tekjum ríkisins um nánustu framtíð til að skapa það sem þau kalla traust og trúverðugleika alþjóðasamfélagsins.

Siðaður maður sættir sig ekki við siðapostula kirkju og háskólasamfélags sem tala fjálglega um bresti Hrunþjóðfélagsins en minnast ekki einu orði á óréttlæti þess að ungt fólk sitji uppi með Hrunskuldirnar sökum óréttmætrar verðtryggingar og ólöglegrar gengistryggingar.  Siðaður maður veit að á baki býr rotinn hugur þess sem réttlætir alltaf gjörðir valdsins, óháð þeim hörmungum sem hið siðlausa athæfi þess skapar.

Siðaður maður segir satt um kúgun og óréttlæti og hann stendur með fórnarlömbum óréttlætisins þó það kosti hann kárínur yfirvalda eða útskúfun frá veisluborði siðblindingjanna.

 

Siðaður maður er forsenda siðaðs þjóðfélags og þegar það er í húfi, þá telur siðaður maður að barátta fyrir tilveru þess sé forgangsmál, og ef hann telur að það hafi vikið fyrir siðblindu og valdhroka, þá berst hann fyrir endurheimt þess.

 

Um  það fjallar saga Sophie Scholl og sú saga á erindi í dag til almennings á Íslandi sem horfir aðgerðarlaus upp á siðblind stjórnvöld velta Hrunskuldum auðmanna yfir á barnafólk landsins.  

Því saga Sophie Scholl er gömul saga og ný.

Hún er saga um rétta breytni manneskjunnar.

Breytni sem stjórnvöldum okkar er ómögulegt að sýna.

Og við samþykkjum með aðgerðarleysi okkar.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 4178
  • Frá upphafi: 1338877

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 3745
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband