Rétturinn til þess að vera frjáls frá um­hverf­is­leg­um skaða

 

Er forsenda dóms MDE að sögn mannréttindalögfræðings, "um sjálftstæð réttindi sé að ræða".

Það er ekki annað.

 

Tökum þessa úrkynjun, því þetta er ekkert annað en úrkynjun veruleikafirrts ungs fólks, og pælum aðeins í henni.

Öll starfsemi mannsins, honum til líf og lífsviðurværis, veldur umhverfisskaða. Öll, ekki bara framleiðsla með jarðeldsneyti.

Fæðuframleiðsla okkar, búseta eins og borgir og bæir, orkunotkun, framleiðsla gagna og gæða.

 

Því blasir við að ætli menn að útrýma hinum meinta umhverfislega skaða, því það felst í fullyrðingunni um Réttinn til þess að vera frjáls frá umhverfislegum skaða, þá er eina ráðið að útrýma siðmenningunni að stærstum hluta.

Vissulega er það draumur gólandi barna á götuhornum því í firringu sinni halda þau að maturinn sem foreldrarnir setja á disk þeirra verði til úr engu, því sjálf hafa þau aldrei haft neitt fyrir því að afla hans.

En að fullorðið fólk skuli taka undir þennan draum með jafn afgerandi hætti og MDE og krefjast þess að hann sé raungerður, það er eitthvað nýtt og magnar stríð glóbals auðsins við tilveru og líf hins venjulega vinnandi manns.

Eins og það sé ekki nóg að hafa afmennskað hann með því að breyta honum í kostnað í bókhaldi fyrirtækja, sem má hagræða, reka, já útrýma að geðþótta þeirra sem eiga.

 

Einstök réttindi geta aldrei verið á kostnað annarra réttinda, hvað þá grunnréttinda eins og réttinn til fæðu, til klæða og húsnæðis auk almennra grunnþjónustu eins og menntun og heilsugæslu.

Öll grunnréttindi þurfa að skoðast sem heild, þar sem grunnréttindi lífsins hafa forgang, og með aukinni velmegun, tækni, nýjum og breyttum vinnubrögðum þá aukast gildi réttinda á jaðrinum, þau styrkjast, eitthvað sem framþróun tímans stýrir.

Kallast þróun sem hefur eflt bæði grunnréttindi sem og önnur réttindi í einstaklingsins í samfélagi fólks.

 

Baráttan við loftslagsvána hefur vanvirt þessa grundvallarhugsun þróunarinnar í átt að betri heimi.

Í nafni hennar hefur betur stætt fólk talið sig hafa rétt til að skaða annað fólk, svipt það atvinnu, gert því illkleyft að fæða fjölskyldur sínar, gert grundvallarréttindi eins og hita í íbúðahúsnæði að lúxusvöru.

 

Dómur MDE er hugsaður sem nýtt tæki í því stríði.

Hugsaður til að réttlæta aukna skattlagningu, gera fyrirtækjum auðveldara að útvista störfum til hins mengandi iðnað Austur og Suðaustur Asíu, sem og að auka innflutning afæta frá hinum sömu risamengandi ríkjum.

Fyrir utan hvað þetta er heimskt, á Sviss að fara í opna styrjöld við Indland og Kína??, þau lönd sem menga heiminn í dag og bera alstærstu ábyrgð á umframmagni koltvísýrings í andrúmsloftinu.

 

Heimskur dómur fyrir heimskt fólk.

Hvað lýsir nútímanum betur en það??

 

Það er ekki nema von að mannkynið standi á Ögurstundu tilveru sinnar.

Þess gæfu kemur fátt til hjálpar.

 

Það er eins og við höfum eitthvað móðgað guðina.

Kveðja að austan.


mbl.is Telur loftslagsdóm MDE rangan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. maí 2024

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 34
  • Sl. sólarhring: 955
  • Sl. viku: 5520
  • Frá upphafi: 1338407

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 4867
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband