Páskavikan er hátíð andans.

 

Já, og líka hátíð fjölskyldu, ferðalaga, afþreyingar, og það þarf víst að bóna og shæna fjölskyldubílinn á eftir í þágu friðar, en undir niðri og út um allt finnur maður hinn sérstaka anda páskanna.

Allavega ef maður er kominn yfir miðjan aldur og man eftir Föstudeginum langa þar sem ekki einu sinni sjoppur voru opnar og síðan barnslegu gleðinni sem fylgdi í kjölfarið að fá stórt páskaegg á sjálfan páskadaginn.  

Með aldrinum bætast síðan eilífðarspurningarnar við, það er þær spurningar sem maðurinn virðist hafa spurt sig í þúsundir ára eða í heila eilífð, og eru táknaðar með ? merki.  Menn spyrja einhvers sem menn vilja vita en fá ekki svar við.

 

Sumu er hægt að svara, til dæmis ef maður spyr sig hver er tilgangur lífsins, þá er svarið aðeins eitt að gefinni þeirri forsendu að þú hafir getið af þér líf.

Tilgangur lífsins er að gera það sem þarf að gera að lífið sem maður gat fái öll þau tækifæri sem í manns valdi er að veita til að ná að vaxa og dafna og geta af sér nýtt líf.

Í gegnum tíðina hafa nógu margir gert sér grein fyrir þessum tilgang því smátt og smátt hefur heimurinn batnað, kynslóð eftir kynslóð voru lögð drög af mestu velsæld og velmegun sem sagan kann frá að greina.

Nútímann.

 

En um leið hefur maðurinn kynslóð eftir kynslóð lagt drög að sínu eigin falli.

Í dag, Nútímanum hefur hann loksins náð tökum á þeirri tækni að geta útrýmt sjálfum sér.

Og það er öruggt að hann mun gera það ef hann nær ekki að hemja villidýrið í sjálfum sér.

Saga mannsins er saga stríða og átaka.  Hvort sem það er saga ríkja, samfélaga eða í smærri mynd ofbeldi milli manna, innan fjölskyldna, gegn þeim sem eru veikir og smáir.

Haldi sagan áfram að endurtaka sig þá einn daginn hættir hún að endurtaka sig. 

Síðasta blaðið í sögu mannsins verður óskráð því enginn verður eftir til að skrá það.

 

Er nokkuð við þessu að gera, eigum við ekki bara að lifa okkar lífi og vona það besta?

Að þetta reddist einhvern veginn?

 

Það er öruggt að þetta reddast ekki, ekkert reddast til lengdar af sjálfu sér.

Og sagan mun endurtaka sig ef hinn siðaði maður rís ekki upp gegn villidýrunum í mannsmynd sem engu eira í þrá sinni eftir völdum og áhrifum eða þeim sem telja fjársöfnun eina tilgang tilveru sinnar.  Og hafa lagt undir sig samfélög okkar og mótað þau eftir sínu höfði þannig að stöðugt streymi gulls í fjárhirslur þeirra er regla sem er æðri öllum öðrum.  

 

Framtíðin er því í höndum hins siðaða manns.  Að hann nái saman.

Saman um rödd lífsins.

Sem er aðeins ein og var skráð í bækur fyrir um 2.000 árum síðan.

Og við höfum haft um 2.000 ár til að skilja.

 

Í dag er kennslustundinni lokið og nemarnir þurfa að yfirgefa kennslustofuna og halda út í lífið og takast á við vanda þess og hættur og gera það sem þarf að gera að mannkynið stigi næsta skref í þróun sinni og þroska. 

Fyrsta skrefið var sú merka niðurstaða að það var öllum í hag að við hættum að éta hvort annað, núna þurfum við að feisa að tími drápa er liðinn.  Í sjálfu sér ekki svo flókið, mjög auðvelt í framkvæmd en krefst einbeitts vilja því tíminn er knappur. 

Aðferðafræðin er jafn auðveld í framkvæmd.  Í árdaga tók ein manneskja þessa róttæku ákvörðun að hætta þiggja kjöt af annarri manneskju, og það sem meira er, hún fitjaði uppá nefið og sagði, "auujjj bara, ertu að éta annað fólk, vilt þú vera étinn??".  Og þá leit annar á disk sinn, hugsaði sig um eitt augnablik, lagði hann svo frá sér og horfði með sambland að viðbjóði og vorkunn á þann þriðja.

Og í dag eru mannætur álitnar mjööög skrýtnar.

 

Þetta er einföldun en svona gerast byltingar.  Þær koma innanfrá, og þær breiðast út frá einni manneskju til annarrar.  Og smán saman verður hið einstaka að sérstöku, síðan að almennu og loks að hinu viðtekna.  Og stefnir að því að verða hið algilda.

Svona mun bylting lífsins eiga sér stað, að einn maður rísi upp, "segi ég er, ég vil lifa og ég vil að líf mitt lifi".  Þegar annar maður hlustar mun sá þriðji gera það, og The Rolling Stones mun sjá um restina.

Byltingin verður ekki stöðvuð, en vandinn í dag er að sagan má ekki endurtaka sig.  Þess vegna er ögurstund mannsins, bylting hans verður að eiga sér stað áður en einhver brjálæðingurinn nær að ræsa gjöreyðingarferli tortýmingarinnar.

Og þá erum við aftur komin að okkur sjálfum, hvað er að eiginlega sem við getum gert gegn þeim reginöflum tregðunnar sem engu eira og öllu vilja eyða.  Hvað getum við gert???  Er þetta ekki allt vonlaust???  Þó ég skilji, hvað með alla hina, hvað með tímann, hvað????, hvað???, Er eitthvað???, get ég????.

Og svarið er ákaflega einfalt, svo einfalt að það er skýring þess að bylting lífsins er ekki hafin, fólk fattar það ekki, sér ekki það sem við blasir.

 

Að sjálfsögðu getum við gert þetta.  Hver annar á að gera það fyrir okkur????

Þeir sem öllu vilja eyða????

Eigum við ekki öll líf sem þarf að vernda???  

Viðurkennum við ekki  að "tilgangur lífsins er að gera það sem þarf að gera að lífið sem maður gat fái öll þau tækifæri sem í manns valdi er að veita til að ná að vaxa og dafna og geta af sér nýtt líf."

Og þar með er bylting lífsins komin undir okkur sjálfum.

 

Treysti maður á að aðrir baki lífsbyltinguna, að einhverjir aðrir stigi fram og bjargi framtíðinni, bjargi lífinu þá er lífið ekki í góðum málum.

Algjörlega komið undir miskunn þeirra sem eiga peninga, hafa völd, hafa áhrif, að þeir geri það sem þarf að gera.  

Að þeir móti hugmyndafræði lífsins, að þeir skilji hagfræði lífsins, og að þeir hafi síðan það afl sem þarf til að koma lífinu í gegnum brimskaflanna sem framundan eru.

Á meðan sitjum við heima og grillum eða horfum á boltann í latasófanum, eða nýtum tíma okkar í villtan dans lífsgæðakapphlaupsins.

 

Er sú aðferðarfræði ekki fullreynd????  Endaði hún ekki í Hruninu mikla??, sem er aðeins byrjun þess sem koma skal því þeir sem mergsugu samfélög sín, þeir eru enn að og ráða öllu.

Er elítan sem öllu réði, er hún ekki að skeggræða ýmis efnahagsmál út frá forsendum fjármagns eða gjaldmiðils, og skeytir engu um líf og limi fólks.  Um samfélagið og innviði þess sem tók gengnar kynslóðir svo langan tíma að byggja upp.

Hvert var samkomulag elítunnar við AGS???  Var þjóðinni ekki ætlað þar mun verra hlutskipti en við sjáum í samfélagsrústum Grikklands í dag???  Elítan reis ekki upp, það var þjóðin í ICEsave, og síðan var frekari óhæfumverkum frestað.  Í bili en fallexi fjármálamafíunnar vofir ennþá yfir landinu.

 

Nei, það eru aðeins við, fólkið í landinu sem getur tryggt framtíð barna okkar. 

Það gerir það enginn annar fyrir okkur.

 

Mitt framlag til þeirrar umræðu er ákveðin lífsskoðun sem ég hef mótað hér og þar í bloggpistlum mínum, þegar ég hef ekki verið að stríða, stríða gegn ICEsave, AGS, gegn lokun sjúkrahúsaþjónustu landsbyggðarinnar, stríða gegn ómennskunni sem meinar heimilum landsins um réttlæti.

Áróðursblogg mitt er komið á ákveðinn endapunkt.  Ég vann ICEsave stríðið, ógn AGS er ekki sú sama og var í upphafi þessa bloggs.  Ég nenni ekki að stríða lengur, það er skortur á alvöru óvinum sem vekja hjá manni löngun til að höggva mann og annan.

Ég hef oft hugsað að hefja bloggið upp á annað level, að fara blogga um byltingu byltingarinnar, og þá eftir að ég boða til fundar byltingarráðsins í eldhúsinu heima hjá klukkan 17.00 föstudaginn  XXX.  En hvatinn til þess hefur vantað, ef vel á að vera þá heimtar slíkt mikla vinnu, og þó gjörningur sé skemmtilegur þá kallar lóan líka á mann að nýta betri heilsu til að slást við sitt eigið líf.  Jafnvel að hjálpa bróður mínum að sá kartöflum eftir 15 ára hlé.

Hinsvegar fékk ég áskorun nýlega að aðstoða einmana fólk í Samstöðu til góðra verka.  Á sinn hátt fékk ég mitt kall.

Svar mitt er einfalt út frá því sem við blasir.  Ég er góður að stríða, og ég kann ekki að ræða þjóðfélagsmál nema uppi í astralsviðinu.  Það er gallinn við að hafa einu sinni kíkt þar við, maður missir jarðtenginguna við hið daglega þras.  Maður sér ekkert annað en hagfræði lífsins.

Og slíkt er algjörlega spinnegal í raunheimi, bein ávísun á fylgi innan við prómil,

Eins og staðan er í dag.

 

En astralsviðið er ágætt, þar dvelur aðeins gott fólk, fólk sem hefur náð þeim persónulegum þroska að vita um hvað lífið snýst.  Og það skilur þá hugsun sem ég reyndi að tjá í þessum pistli mínum.  

Bloggið mitt er sterkt, þegar ég beiti mér í heitum málum þá lesa það milli 500-900 á dag, sem telst mjög gott fyrir óþekktan ótengdan mann dveljandi út við ysta haf austast á landinu.  Í ICEsave deilunni þá fóru sumir dagar yfir 2.000, tveir yfir 3.000.

En mesti styrkur þess að ég hef getað sett fram og rætt hugmyndir sem fólk almennt ræðir ekki í svona bloggpistlum, það er ef það vill um leið verið lesið og hafa áhrif á þau mál sem það bloggar um.

 

Og þegar ég er á astralsviðinu þá hef ég tekið eftir að einhverjir tugir lesa skrif mín og spá í þau, hvert ég er að fara, hvað hugsun ég er að reyna að tjá, og af hverju.  Mín reynsla segir mér að þegar hér er komið í pistlinum þá séu allavega 10-15 að lesa, og takk fyrir það, það er frábært.  Ný hugsun, ný aðferðarfræði sem einn setur fram, glímir við mestu erfiðleikana að fá annan og síðan þriðja að lesa.  Fyrstu tíu eru fyrir marga ókleyfur múr. 

Fleiri en tíu er næstum því upphafið af sigri lífsins.  Við réttar aðstæður, ef forlögin haga þannig málum.  Þau hafa alltaf lokaorðið.  Hvort tilviljanir falli með eða óvinurinn eini, tregðan mali og bryðji niður neistann að einhverju nýju.  

 

Næstu daga ætla ég að rúlla í gegnum bloggið gömlum pistlum og pælingum í athugasemdum sem mér finnst skýra þá hugsun sem ég hef reynt að tjá, en aldrei náð af þeim krafti sem þarf til að alvöru hreyfing fólks fest rætur á astralsviðinu.  

Vonin er einfaldlega sú að þetta hafi áhrif, hjálpi öðrum.  Þá bæði að orða sínar hugsanir, að þora stíga fram og þora vera skrýtin.

Svo skrýtin að veðja á lífið en ekki nýja Crúserinn eða hvað það er sem æðsta markmið fólks í raunheimi.

Njótið sem njóta vilja, ég mun sinna umræðu, sé hún einhver en fyrst og síðast þá hef ég stigið fram í samfélagi mínu og látið mig varða starf merkilegs fólks í Áhugahópi um Norðfjarðargöng.

Þar kom kall og því hef ég svarað.

 

Hvernig sem þetta allt fer, þá fer þetta einhvern veginn.

Því lífið mun finna sinn farveg.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Las allan pistilinn Ómar ... tíu fingur upp til guðs:-)

Og kannski er það svo að nær-samfélagið stendur hverjum manni næst,

því þar liggja rætur hvers manns ... alla leiðina til astralsviðsins.

Án róta nær víst enginn alla leiðina til astralsviðsins (þó þú langförull legðir sérhvert land undir fót)

og byltingar byrja oft og iðulega vegna kartaflna.  Þá eru borar brýndir með bræðrum og systrum í anda:-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 19:48

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Pétur.

Þá eru tíu eftir svo múrinn ókleyfi falli.

Já, ef þú svarar ekki kalli úr heimabyggð, þá er allt sem hér er sagt að ofan hjóm eitt.   Maður hjálpar þeim sem að einurð og fullum heilindum leggur sig allan fram um að hjálpa okkur hinum.  

Þess vegna stíg ég fram og geri mitt besta.  Svo reynir á tregðuna, hún er öflug, ég ekki alveg eins öflugur.  En ég segi réttu hlutina.  Og ef það skiptir máli hvað sagt er, en ekki hver segir, þá mun þetta ganga. 

Annars heldur lífið bara áfram sínum vanagang.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2012 kl. 20:08

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Níu Ómar ! níu eftir í að múrinn falli.

Las hvert orð enda ekki erfitt, þetta flaut fram eins og lygnt en djúpt fljót, vei þeim sem reynir að beisla það.

Tengi með (bessa) leyfi þetta innlegg á FB síðu mína og sameiginlega síðu Íslendinga í Noregi.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 7.4.2012 kl. 09:20

4 Smámynd: Ómar Geirsson

The Final Countdown.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.4.2012 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 4185
  • Frá upphafi: 1338884

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 3749
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband