Það er frjór jarðvegur fyrir nýja hugsun.

 

Hugsun sem hefur sig uppúr tuði fortíðar og setur sér einbeitt markmið um framtíðina.

Framtíð um land sem við viljum öll lifa í, um samfélag þar sem við viljum öll ala upp börn okkar.

Land grósku og fjölbreytni, mennsku og mannúðar.

 

Land þar sem ákveðin grunnlögmál lífsins eru höfð í heiðri.  

Að allir eigi rétt til mannsæmandi lífs, að njóta menntunar, heilsugæslu, og fá tækifæri til að vaxa og dafna í gefandi þjóðfélagi þar sem einstaklingurinn færi að njóta sín og þroskast allt til æviloka.  

Þar sem fólk lifir lífinu lifandi í sátt og samlyndi við guð og menn.

 

Að hugmyndafræði móti stefnu flokka, ekki hagfræði.  

Því þjóðfélag mannúðar og mennsku viðurkennir aðeins eina hagfræði, hagfræði lífsins.

Sem byggist á tveimur grunnprinsippum, að öðrum sé ekki gert það sem þú vilt ekki að þér sjálfum sér gert og þú lítur eftir þínum minnsta bróður.  

 

Þar með er svo margt augljóst.  

Hver vill láta bera börn sín út á gaddinn í þágu dauðs fjármagns???  Enginn, þar með berð þú ekki annarra manna börn út á gaddinn.  Þar með er lína lögð hvernig á að tækla skuldir heimilanna, það borgar enginn meir en hann getur.  Rómverska leiðin, að setja skuldara í þrælahlekki er þar með úr sögunni eftir 2.000 ára notkun.

Hvernig bregst þú við tekjumissi vegna aflabrests eða að fjármálakerfið hrynur???

Jú, þú jafnar áfallinu niður með því að prenta peninga að því marki að allir hafa í sig og á.  Þú skerir ekki niður grunnþjónustu eða sveltir fólk, það leiðir aðeins til átaka og ofbeldis, sem er hinn mesti kostnaður sem samfélag orðið fyrir.  

Og svo framvegis sem ekki vinnst tími til að blogga um, núna.  

En um hagfræði lífsins má segja, að orðin sem tjá hana þurfa ekki alltaf að vera réttust, en hugsun hennar er rétt.

 

Og þegar fólk áttar sig á því.  Þá mun framboð hennar stjórna landinu.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Höfða ekki til lausafylgisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Það er vel hægt að taka undir þessi orð, Ómar, með góðri samvisku.

Vonandi er að Íslendingar taki höndum saman um að efla samstöðu meðal þjóðarinnar í þessum anda.

Kristinn Snævar Jónsson, 5.4.2012 kl. 20:48

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Kristinn, henti þessu inn í fljótheitum en ætla að láta bloggið fljóta á astralsviðinu um helgina.

En hagfræði lífsins á rætur að rekja til þess andlega sem aðgreinir okkur frá öðru lífi. 

Við erum hugsandi siðað fólk, ekki blóðþyrst villidýr sem berjumst innbyrðis til síðasta blóðdropa um völd, peninga, lönd.

Og við erum svo miklu, miklu, miklu fleiri en við höldum.  

Og við þurfum að fara að tala saman einni tungu.

Lífsins tungu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.4.2012 kl. 20:53

3 identicon

Takk fyrir þennan góða pistil Ómar.  Tek svo undir aths. Kristins:

"Vonandi er að Íslendingar taki höndum saman um að efla samstöðu meðal þjóðarinnar í þessum anda."

Í samhljómi lífsins tungu, hugsunar og gró-anda ... okkar allra.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 00:00

4 identicon

Og alveg sér í lagi tek ég undir þína eigin athugasemd:

"Og við erum svo miklu, miklu, miklu fleiri en við höldum.  

Og við þurfum að fara að tala saman einni tungu.

Lífsins tungu."

Með kveðju úr gróðrarrekjunni hér syðra.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 00:05

5 identicon

Ég kýs þig Ómar!! Vandinn er bara sá að þú ert ekki í framboði...

anna (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 00:22

6 Smámynd: Magnús Ágústsson

Hvernig er það Ómar ertu ekki með nægjanlega marga fylgjendur til að koma með þitt eigið framboð?

Magnús Ágústsson, 6.4.2012 kl. 01:57

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þið eruð kaldir,man ekki að ég hafi kunnað við aðs stinga upp á þessu,en aftur á móti vildi ég hann í mótmælin hér fyrir sunnan. Að öðru óskyldu, mágkona mín og bróðir voru mjög ósátt við að Oddskarð yrði ekki fyrst á dagskrá í gangnaborun,hafa farið þessa leið marg oft og þekkja hversu hættuleg og erfið þau eru. Margir hugsa ekki bara um sig.

Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2012 kl. 04:46

8 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Já Ómar ! og ágætir gestir hans hér, í framboð ?? hann myndi örugglega vinna gott starf starf og þarft, en um leið "vængstífast" og ég er ekki viss um að það væri endilega fyrir bestu, hvorki fyrir hann né okkur.

En að hafa hann sem einn ötulasta talsmann "Nýrrar hugsunar", hvetjandi okkur til draga hausinn upp úr sandinum, stinga honum undir tært vatnið í fjallalæksfossinum, og hrista þann sama haus almennilega og spyrja okkur sjálf spurningarinnar stóru "hvernig samfélag viljum við ?", það er ÓMETANLEGT !

Nú er það svo að maður er að detta niður á greinar, pistla og viðtöl og ekki síst blogg bæði hér og þar, um þetta sama, enda hefur síðasta kreppa og hrun, opnað augu margra fyrir því hversu ranga stefnu vesturlönd hafa verið á í áratugi, kannski af maður er opnari fyrir slíku en áður, en held fyrst og fremst að fleiri og fleiri séu að átta sig, "við erum fleiri, svo miklu miklu fleiri en við höldum"

Ég tók með mér heim (úr vinnunni) blaðið "Finansavisen" páskablaðið, með aukablaði og allskyns greinum, en líka auglýsingum um rándýrar eignir, bæði sumarhús og íbúðar, veit ekki hvort hægt sé að lesa allar greinar á vefsíðunni, skiftir ekki máli.

Ein greinin vakti sérstaklega athygli mína, "Verdiene som gjorde oss rike" ("Gildin sem gerðu okkur rík") skrifuð af Ole Asbjörn Ness, hann ræðir við nokkra þekkta menn í bæði sögu og fjármálasérfræðinga, m.a. Jens Ulltveit Moe, milljarðamæringur og fjárfestir og búinn að vera með í uppbyggingu iðnaðar og fyrirtækja í mannsaldur.

Einnig er talað við Sigurd Skirbekk og Erik S. Reinert, sá fyrri prófessor í félagsfræðum og hefur skrifað mikið um samfélagsþróun m.a., sá seinni er hagfræðingur með þróunarhagfræði og hagfræðisögu sem aðalfag.

Kjarninn í greininni er einmitt þessi að ríkidæmi og velmegun vesturlanda er fyrst og fremst tilkomin vegna grunngildanna og þá fyrst og fremst hvernig kristnin skapaði grunn fyrir þetta, það getur verið nokkuð snúið fyrir okkur nútímafólk að skilja mikilvægi þess hvernig kristnin og gildin sem henni fylgdu, skapaði velferðina, en þegar litið er nógu langt tilbaka, þá skilst það betur.

Greinin er umfangsmikil og fer vítt og breitt í tíma og svæðum, en allt endar með þeirri niðurstöðu að því meir sem við fjarlægjumst grunngildin sem kristnin gaf okkur, ( eða við tókum upp í nafni kristninnar, ) því nær færðumst við núverandi ástandi, gegnsýrt spillingu, græðgi án tilliti til meðborgara sinna, græðginni sem nær bara til augnabliksins og eigin gróða.

Greinin hvetur ekkert til "Nýrrar hugsunar" í sjálfu sér, er bara skoðun þessarra manna um hversvegna við erum komin þangað sem við erum nú, það er okkar að hvetja til "snarvendingar", hvetja til og taka miklu meira þátt í pólítíkinni, segja "okkar" fólki hvar í flokki sem er, að nú sé nóg komið, fylgja þeim svo eftir með stöðugu eftirliti og áhuga, segja þeim hvernig samfélag við viljum hafa, við erum svo "MIKLU MIKLU FLEIRI EN VIÐ HÖLDUM" !!

Góðar stundir og Gleðilega Páska !!

MBKV

KH    

Kristján Hilmarsson, 6.4.2012 kl. 11:00

9 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Takk fyrir að draga fram þau gildi sem við - öll þjóðin - eigum að vinna eftir!

Kveðja frá Hafnarfirði, þar sem óskirnar eru þær sömu!

Sigurður Alfreð Herlufsen, 6.4.2012 kl. 14:41

10 identicon

Já, það er kominn tími á nýja hugsun, en munum þá einnig

að ef þið og við gerum ekkert í málunum, þá koðna allar vonir okkar niður í skotgrafir fjórflokksins.

"Kominn tími til að hætta að kvarta yfir ástandinu og gera eitthvað í málunum.

Við viljum fólk til liðs við SAMSTÖÐU í öllum kjördæmum."  (liljam.is)

Til lýðræðis og velferðar okkar allra.

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 17:53

11 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Já ! Jón og Gunna ! kannski það, kannski ekki ?, fjórflokkurinn er ekkert eitt afl, né heldur ismi eða stefna, það sem er að er, kolröng hugsun og gildismat allsstaðar í stjórnsýslunni, ekki endilega hjá flokkunum eða öllu heldur kjósendum hinna ýmsu flokka, það kaupir engin ný handklæði og rúmföt þó þau gömlu séu óhrein, nema þau séu ÓNÝT en þá þarf líka að henda þeim úr húsi áður en þau nýju eru borin inn, ef þau óhreinu eru enn nothæf, þá tekur sá/sú hagsýni(a) þetta og þvær.

Það er áhrifamest að hver og einn taki til í sínum flokki, taki miklu meira þátt í pólítíkinni en hefur verið gert hingað til, það að "ný" framboð komi og taki með og virki þau okkar sem ekki finna hljómgrnn í stefnuskrám gildandi flokka ("fjórflokksins") er bara fínt, þannig verða enn færri sitjandi á vegnum aðgerðarlausir.

En að snúa þessu upp í byrja að skrapa saman misstóra óánægjuhluta úr öllum öðrum flokkum, og skilja þá annars eftir óbreytta, í enn einn, er ekki áhrifaríkt, nema þá bara til að skapa enn meiri sundrungu en þegar er, sundrungu sem sköpuð er í sirkusnum við Austurvöll.

"við erum fleiri, svo miklu miklu fleiri en við höldum" og það í öllum flokkum og utan flokka líka.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 6.4.2012 kl. 18:17

12 identicon

Þannig er nú það Kristján, að forustusveitir allra fjórflokkanna eru orðnar samansúrraðar í nýfrjálshyggju þeirri sem leiddi sögulega séð til kerfishruns alls stjórnkerfisins. 

Það hlaut að fara svo að lokum, því hver og einn þeirra hafði gleymt hugmyndafræði sinni og rótum.  Fylgið reitist nú af þeim, þrátt fyrir ríkisframlög til þeirra upp á tugi milljóna og greiðfært mútufé banka og fursta og greifa til þeirra, eða kannski vegna þess????  Á spena verða margir að kálfum og læra að baula sem hæfir sínu kerfis mjalta-hjarðlífi.  En vonandi ná óbreyttir flokksmenn þeirra að moka flórinn og hreinsa út skítinn, svo einhver vilji líta þar inn.  En við Gunna mín sjáum það reyndar ekki alveg í kortunum Kristján minn.

Það er kominn tími til nýrrar hugsunar, ekki vinstri, ekki hægri og ekki miðjumoðs, heldur back to the future og að við stöndum saman, bæði við Jón og Gunna og við svo miklu, miklu, miklu fleiri sem þráum bara heiðarlega og sammannlega nálgun til að ráða örlögum okkar til lýðræðis og velferðar okkar allra, en ekki sérvalinna kálfa sem baula jafn vitlausor sem fyrr, engum til gagns nema þeim sjálfum á spena. 

Mæli með að þú lesir greinina sem ég vísa hér til og það með opnum huga og sífrjóum Kristján minn:  

http://www.xc.is/c/1567

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 19:04

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Ég komst ekki fyrr inní umræðuna því ég var að lemja saman annan pistil, sem á að koma mér í páskafrí, og þess á milli vann ég að friði í mínu nánasta umhverfi, var að bóna og hreinsa stolt heimilisins, Kiuna okkar.

Aðeins smá.  

Anna og Magnús, orðin standa óháð því hver segir þau.  Fyrst þegar ég var spurður þessarar spurningar þá benti ég að persónufylgið dygði ekki til að leggja undir sig eina sóknarnefnd.  En ég hef verið áberandi í skömmum og stríðum síðustu 3 ár svo ég held að ég næði saman lista fyrir sveitarstjórn, það var boðinn fram listi hér í bæ með 7 nöfnum.  Það er bara þannig að mitt hlutverk er að orða hugsun, og stuðla þar með að því að aðrir reyni slíkt hið sama.

Pétur, það er gróandi, finn það í fingurgómi mínum, hægri handar, litla fingri.

Takk fyrir góðar kveðjur Sigurður.

Helga, það er þannig að bylting lífsins getur líka átt sér stað í þeim flokkum sem fólk kýs, nú þegar.  Og í Sjálfstæðisflokknum er mikið til að fólki sem hefur orðað keimlíka hluti og ég er að gera.  Það er forysta flokksins sem er bernsk, og eins hefur siðað fólk látið hana komast upp með að hundsa skuldavanda heimilanna.  En Kristján Þór hefur orðað hugsun mennskunnar í þeim efnum og um hann eigið þið að fylkja ykkur.

Og komið þið blessuð Jón og Gunna, hef ekki séð ykkur hér áður.  Það er þannig að ég er hallur undir Lilju, finnst hún margar Liljur kveðið hafa.  Viðurkenni samt fúslega að margur annar í öðrum nýjum framboðum hefur líkt margt gáfulegt sagt.  Lilja hefur samt sloppið frá flestum keldum sem til dæmis Dögun hefur lent í.  Og hún lofar góðu og á allt gott skilið.  

Þar á meðal stuðning vel meinandi fólks sem finnur ekki hugsunum sínum farveg í öðrum flokkum.

En gætið að einu.  

Fólk kýs þann flokk sem boðar sína Sýn og trúir á sitt ágæti.

Ekki þann sem notar meitluðustu orðin í að skamma náungann.

Takið mark á þessum orðum mínum, ég er eldri en tvævetra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2012 kl. 20:23

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján.

Það hvarflar ekki að mér í eina mínútu að hika, og svara ekki kalli nýs framboðs sem á rætur sínar að rekja til astralsviðsins.  Það einfaldlega hefur ekki komið fram þó Lilja sé á réttri leið.

En eins og þú bendir réttilega á þá er maðurinn að móta þessa hugsun, og hún kemur.  

Eiginlega er hún komin, það vantar aðeins hugljómunina.  Það að fólk segir, já einmitt, nú þarf ég að gera eitthvað.

Þess vegna er gangnafólkið hér fyrir austan svo athyglisvert.  Vissulega fámennur hópur en hópur venjulegs fólks sem ákvað að síga fram.  Málið varðar alla og markmiðið er skýrt.  

En fjöldinn ekki virkur, en meðvitaður.  

Tekst að breyta því, að hann virkist??  Þá fær hann ekkert staðist.

Þetta er spennandi og ofsalega gaman að vera vitni að þessu.  Skaðar ekki að hafa hlutverk, foringinn gaf mér starfsheitið, "hundraðshöfðingi" og vísar þá til þeirrar áráttu minnar að vilja halda í stríð.  Fékk þess vegna að ergja Akureyringa og nærsveitunga hér á bloggi mínu þó allri slíkri kerskni sé lokið í bili.

Það skiptir ekki öllu máli hvernig þetta fer, það skiptir öllu máli að þetta var reynt.

Takk fyrir þitt fróðlega innslag, það þarf ekki marga þína líka til að umræðan gjörbreytist.

Kveðja út til Norge, að austan.

Ómar Geirsson, 6.4.2012 kl. 20:36

15 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Jón og Gunna !

Takk fyrir að nenna að svara mér, ég er handviss að þið viljið og meinið vel, en eigið greinilega erfitt með að sjá sjálf hversu keimlíkur ykkar orðalag er, "síbiljunni" frá Austurvelli, síbiljunni sem er búin að skapa sundrunguna sem aftur dreifir góðum kröftum fólks sem dreymir um samfélag góðu gildanna fyrst og fremst.

Það að setja stimpil á fólk eins og "fjórflokkinn" endar bara með því að þið mætið sjálfum ykkur í dyrunum, en svo sé ég glytta í sannsýni, eins og hér t.d. "En vonandi ná óbreyttir flokksmenn þeirra að moka flórinn og hreinsa út skítinn, svo einhver vilji líta þar inn. En við Gunna mín sjáum það reyndar ekki alveg í kortunum Kristján minn." 

það er þetta sem er verið að tala um og ekkert annað, að fólk sé með vissar og mismunandi áherslur á því hvernig samfélagið skuli rekið svona frá degi til dags, er bara heilbrigt og kallast lýðræði.

Að fólk aðhyllist þennann flokkinn fremur en hinn af því hann vill leggja ögn meiri áherslu á einn þátt samfélagsþróunar umfram annan, er kallað lýðræði, á árum áður komust flokkar og þingmenn að samkomulagi um þessi mál allt eftir hlutfalli og styrkleika frá þeim sem gáfu þeim umboðið, kallsat lýðræði.

En lýðræðið er í gíslingu í dag, og þar með getur fær lítið flokksbrot (engar hrakspár kæru vinir, bara raunsæi) litlu áorkað í því að semja við hina sem eru í viðjum spillingar og óráðsíu, slagorð eins og" hreinsum spillinguna út úr þingi og stjórnarráðinu" eru tóm orð ef menn halda að slíkt gerist með enn einu flokksbrotinu, þetta gerist ekki nema innanfrá í núverandi flokkum jafnt og nýjum.

Ekki misskilja mig samt í því að eins og ég sagði fyrr, þá eru allir góðir kraftar velkomnir, Samstaða er án efa tilkomin af völdum fólks sem vill vel, er einnig kærkomin flötur til að grípa og virkja þá sem hingað til hafa setið á veggnum svona pólítískt séð, hingað komið sé ég ekki annað en að best sé að ljúka þessu með þvi að taka undir og "copy/paista" lokaorð ómars hér á undan:

"En gætið að einu.

Fólk kýs þann flokk sem boðar sína Sýn og trúir á sitt ágæti.

Ekki þann sem notar meitluðustu orðin í að skamma náungann".

MBKV og eiginlega baráttukveðjur gott fólk

KH 

Kristján Hilmarsson, 6.4.2012 kl. 20:57

16 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Ómar ! ég var að berja saman svari til þeirra ágætu manneskja Jóns og Gunnu eftir að hafa horft á "Life of Brian" á "Blue Ray" með syni mínum, svona í tilefni páskanna, svo við höfum væntanlega verið að "pára" samtímis.

Takk fyrir góð orð, þau ylja meir en þig grunar, en við stöndum vaktina, stóðum hana í Icesave átökunum sællar minningar.

En nú er degi farið að halla hérna megin atlantsála svo við bjóðu Góða Nótt að sinni, sjáumst heilir ( eða heil þið öll) fyrr en varir.

MBKV

KH 

Kristján Hilmarsson, 6.4.2012 kl. 21:03

17 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Jón og Gunna ! afsakið ! auðvitað ætla ég að lesa ég það sem stendur á slóðinni, en í góðu næði, það hef ég ekki akkúrat núna, en geymi það þar til um hægist.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 6.4.2012 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 4180
  • Frá upphafi: 1338879

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 3746
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband