Er að fjara undan ríkisstjórninni???

Það er alltaf talinn góður mælikvarði að þegar rottur yfirgefa skip, þá eigi það ekki langa för fyrir höndum.

Eins er það góður mælikvarði á hættu að nagdýr halda sig í holum sínum í stað þess að valsa um víðan völl.

Ég fór að hugsa þetta í morgunn þegar ég var að hlusta á dónann af DV níða enn einu sinni niður þjóð sína.  Og Freyr hló að aulabröndurum hans eins og hans er vani.  En hver annar er að koma ríkisstjórninni til varnar í ICEsave deilunni, núna þegar Ögurstund hennar er upprunnin, og dóms er að vænta????  Stjórnin fer ekki langt á aulahlátri Freys Eyjólfssonar, þó hann fái flest skrípi landsins í hljóðstofu til að níða niður þjóð sína.

Hvernig var það með frétt Ruv í morgunn þar sem greint var frá skoðunum lögfræðings Seðlabankans???  Núna sagði þessi lögfræðingur ekki annað en allir hugsandi menn vita, og mætir lögfræðingar eins og Stefán Már Stefánsson, Lárus Blöndal og Sigurður Líndal hafa rökstutt.  En í stað þess að greina frá þeim á skilmerkilegan hátt, var alltaf fengið nagdýr til að naga niður rök þjóðarinnar, það var aðalfréttin, skoðun nagdýra á sjónarmiðum þeirra Stefáns, Lárusar og Sigurðar.  Ekki hvað gæti orðið þjóð okkar til bjargar á erfiðum tímum.

En í morgun, þá mætti ekkert nagdýr.  Var það vegna þess að þau eru öll komin í holur sínar???  Ætla ekki lengur að veðja á vitlausan hest?? Eða þá að þau hafa ekki lengur neitt að segja sem ekki hefur verið marghrakið?????  Eða vill fréttastofa Ruv ekki lengur vinna gegn þjóð sinni???

Hvað sem öðru líður, þá er slíkur heiðarlegur fréttaflutningur í ICEsave deilunni jafn sjaldgæfur og góðtemplari í áfengisbúð.  Hefur örugglega gerst, en enginn man í fljótlegheitum dæmi þar um.

Og þá datt mér í hug að skoða aðrar fréttaveitur, skoða til dæmis SamfylkingarSnatana í Netheimum.  Og þeir eru ósköp þegjandalegir.  Líkt og þeim kemur ekki málið við lengur.  Hjá VG bloggurum má finna eitthvað útburðarvæl um sekt þjóðarinnar vegna vonsku Sjálfstæðismanna, en enga rökræna umfjöllun.  Og allar fréttaveiturnar eru tómar af leiguþýi breta, og ekkert er haft eftir misvitrum háskólaprófessorum í hagfræði eða stjórnmálafræði, eða öðrum þeim sem reynt hafa ljúga ICEsave upp á þjóð sína.

Það er eins og ekkert sé að gerast í ICEsave málinu.  Þó hefur Samfylkingin á að skipa hæfustu spunakokkum landsins.  

Og hvar er Samfylkingin á þingi??  Hvar er Jóhanna eða Össur???  Þeirra eina fólk sem nær til þjóðarinnar?????   Eftir að minnisblað Ingibjargar var gert opinbert, þá hefur hvorki hósti eða stuna heyrst frá þeim.  Þó gæti stjórnin fallið á morgunn.  

Hvaða stjórnmálaflokkur lætur Árna Pál eða Róbert verja málstað sinn???'

Enginn, nema sá sem vill ekki verjast.  

Er það skýringin á þögninni?

Telur Samfylkingin stjórnarsamstarfið vera dautt??  Lætur því VG og Steingrím um að verja skítinn, en kemur sjálf hvergi nálægt.  Treystir hún á að Evrópufylgið haldi tryggð við hana í næstu kosningum en VG taki út dóm kjósenda????

Hvað sem er að gerast þá er ljóst að ekkert eðlilegt er þar á ferð.  

Jafnvel tíræð gamalmenni myndu sína meiri hörku í ICEsave málinu en Samfylkingin gerir í dag.

Slíkt logn er yfirleitt öruggt merki veðrabreytinga.

Svíkur Samfylkingin VinstriGræna í tryggðum eins og Sjálfstæðisflokkinn fyrir ári síðan????

Sviksemin er þeim allavega í blóð borin.

Kveðja að austan. 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Meirihlutinn er ekki öruggur hjá óstjórninni.

Pistillinn þinn er góður Ómar - það er flótti í liðinu - ekki nokkur vafi.

Það eru ekki margir í þingsal frá vg.og enginn tekið til máls nema Björn Valur og Steingrímur.......................?

Benedikta E, 29.12.2009 kl. 15:31

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Benedikta.

Þögnin og máttleysið er umhugsunarvert.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.12.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 692
  • Sl. sólarhring: 1840
  • Sl. viku: 4168
  • Frá upphafi: 1325254

Annað

  • Innlit í dag: 627
  • Innlit sl. viku: 3672
  • Gestir í dag: 602
  • IP-tölur í dag: 587

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband