Hættið þessu væli um þjóðaratkvæði.

ICEsave, með eða án fyrirvara er ólöglegt. 

Það brýtur EES samninginn, það brýtur tilskipun ESB um innlánstryggingar, sem er ætlað að vinna gegn þeim samkeppnismismunun sem ríkisábyrgð á innlánum er, og ICEsave er skýrt brot á stjórnarskrá Íslands.

Um það er ekki hægt að deila.  Í því sambandi vil ég minna á ágæta grein Lofts Altice Þorsteinssonar sem má lesa í Morgunblaðinu í morgunn.  Og hana má einnig lesa á bloggsíðu Lofts hér:

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/997598/

Og síðan er bannað að fá mál samþykkt með lygum og blekkingum eins og fjármálaráðherra og fleiri stjórnarliðar hafa ítrekað verið staðnir að í sölum Alþingis.  Sé slíkt bann ekki skýrt orðað í lögum um Alþingi, þá minna á lagafordæmi frá Danmörku (flest okkar lög eru kópíering á dönskum lögum) þar sem ráðherrar sem staðnir af lygi, eru tækir fyrir Landsdóm vegna embættisafglapa.

Og hvert er þá málið fyrir stjórnarandstöðuna????

Er eitthvað flókið að fella hið ólöglega ICEsave frumvarp???

Hafa þingmenn ekki lesið stjórnarskrána, sem þeir sóru eið að????

Vita þeir ekki að það eru dómsstólar á Íslandi?????  Vita þeir ekki hvert er hlutverk Hæstaréttar????  Hafa þeir ekki lesið landráðakafla hegningarlaganna sem banna þegnum þessa lands að vinna fyrir erlend stjórnvöld sem ásælast eigur eða land þjóðarinnar???

Til hvers að hafa lög í landinu ef stjórnarandstaðan er svo kjarklaus að nota þau ekki???

Dugði það sem sagt fyrir Hitler að múta 33 af 63 þingmönnum breska þjóðþingsins til að leggja undir sig Bretland?????

Hvaða annað land heims lætur örfáa keypta Leppa erlendra innrásarafla leggja efnahag sinn og sjálfstæði í rúst.  Leyfir þeim að afhenda eigur þjóðarinnar upp í pant vegna skuldabréfs sem þjóðin hefur aldrei samþykkt, hvað þá fulltrúar hennar. 

Annars staðar eru fangelsi notuð til að hýsa svona fólk, ekki löggjafastofnanir.

Það er tími til kominn að íslenska þjóðin fullorðnist.  Og fari eftir sínum eigin lögum og alþjóðlögum.

Sem banna ICEsave, með eða án fyrirvara.

Og kallar þá Landráðamenn sem selja land sitt.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Önnur tillaga um þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Fín grein og ég er þér hjartanlega sammála, En passaðu þig nú á Godwins Law. :)

Birgir Hrafn Sigurðsson, 29.12.2009 kl. 15:37

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Birgir.

Takk fyrir jákvæð orð.  

Ég vissi ekki að þetta sem þú ert að benda á væri formað í "reglu".  En ég er meðvitaður um vandann, en bloggið mitt er af ætt galgopa, ekki fræðilegrar úttektar sem á að birtast í riti stjórnmálanema við Háskóla Íslands.  Þá myndi ég líklegast orða hlutina á annan hátt.  

Ég notaði fyrst þessa sögulíkingu þegar ég mér datt í hug hvort Egill Helga læsi langhunda mína þegar ég var virkur á Silfrinu forðum daga.  Og þetta var það besta sem mér datt í hug til að stuða goðið.  Í þessu samhengi ber að geta að venjulegur hundur hjá mér var um það bil 3 sinnum lengri en sá næst lengsti, þá allavega þó fleiri hefðu síðar kjark til að rökstyðja hugsanir sínar á annan hátt en að segja aumingjar, aumingjar, sem var algengasta orðið í athugasemdakerfi Egils.  

Og hann las langhundana því ég gat gert hann brjálaðan.  Og þá formaði ég rök fyrir rökstuðningi mínum fyrir þessum samlíkingum.  Nenni reyndar hvorki að finna hann eða endurtaka hann nema á þann hátt  að ég upplifi nútímann á mjög svipaðan hátt og árin milli -36-39, og vitna oft í leiðtogann Churchil.  Og hef reyndar líka peistað bút úr ræðu Hæli Sa Lassí (ritháttur eftir minni) keisara.  

En hann Goodwin er góð Snatavörn, ég er í áróðri, og vill helst ekki eyða of miklum tíma í hælbíta Samfylkingarinnar.  Og þeir láta mig að mestu óáreyttan, bæði vegna þessa Goodwins, og vegna ákveðins orðabragðs, eins og að kalla breta þjófa, og þá landráðaSnata.

En flettingarnar eru yfir 80 þúsund, svo ég er lesinn.  Og það er minn tilgangur.  

En takk samt fyrir velmeint ráð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.12.2009 kl. 16:48

3 identicon

Þú ert mikið lesinn Ómar og ert fjandi góður, það máttu eiga.

Þú ert það góður að minnir á fallbyssubreiðsíðu Nelsons forðum.

Í því felst fælingarmáttur sem hefur lamandi áhrif á Samfylkingarsnatana sem ekki leggja í þig. 

Rekkinn (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 18:46

4 identicon

Það sem þingmenn fatta ekki er að þessi stjórn mun ekki sitja lengi áfram ef þeir samþykkja þetta, það verða óeirðir á óeirðir ofan og þetta fólk verður í lífshættu.

Geir (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 19:48

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rekkinn, þú segir það.

Stundum efast ég þegar úthugsuður níðgreinar mínar vekja litla sem enga athygli, en það sem ég hripa niður í fljótheitum, án hugsunar, í þeim eina tilgangi að vekja athygli á "góðu" greinunum, að þær fá umræðuna, og hækkun á IP tölum.  En það er hroki að vilja vera spámaður i föðurlandi, en mér finnst samt að Guðbjartur Hannesson sé Crook, og ég hafi afhjúpað falsrökin um alþjóðasamfélagið og  vilja hins alþjóðlega lánamarkaðar.

Það er engin snilld að segja að fólk sé bjánar, tekur aðeins þann tíma sem puttarnir þurfa til verksins.  En að færa rök fyrir því. og afhjúpa bábiljur, það tekur á og ekki öllum gefið.  Og þar tel ég mitt framlag liggja til ICEsave baráttunnar.  En það tekur tíma að lesa rök, hvað þá texta sem reynir að skapa hugrenningartengsl.  Og hvort ég nái því marki mínu að skapa slík tengsl hjá öðrum sem nýtist þeim í þeirra debati, í því liggur minn eilífi efi, er þetta að virka, eður ei?.  Og jákvæð orð eru vissulega vel þegin, sem jákvæð orð, en þau segja mér líka svo margt um hvort erfiðið sé árangursins virði, eða hvort ég þurfi nýja nálgun, nýja framsetningu.

Segi ég svo, og passa mig alltaf á því að ganga lengra, þegar brúin er komin milli lesanda og pistilsskráara, takast á við nýjar ögranir.  En þegar ég vinn í Víkingalottó, þá ætla ég að ráða Gallup í viðhorskönnun eins og Knorr súpuinnflytjandinn, gæti gefið vísbendingar um hvað er meinstrím, og gefið mér hint um frávik þar á.  Sem ég myndi sjálfsagt elta, því hver vill vera meinstrím á örlagatímum?????

En mér fannst samlíking þín skemmtileg.  Hafði fyrir löngu notað hana.  En ekki með HMS Victory í huga, heldur eru hugrenningartengslin sótt í Star Trek, Deep Space Nine, þegar Kassadarnir (man ekki hvernig þeir eru skrifaðir) sviku lit þegar hamskiptarnir sóttu inn í Alfa fjórðunginn.  Þá þurfti Örnin að snúa við ljóseindatundurskeytum sínum að heilum flota óvinaskipa, hvort sem honum líkaði það vel eða illa.

Þú nefnilega velur þér ekki þína óvini.  Þeir velja þig.  

Það heitir að standa á sannfæringu sinni og rétti.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.12.2009 kl. 19:57

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Lestu spádóma Egils á Silfrinu í dag.  Hann telur að fáir munu ræða ICEsave eftir áramót, en átökin verði um ESB.

Þjóðargjaldþrot sé sem sagt auka eitthvað.  ICesave greiðslurnar komi ekki til fyrr en eftir 7 ár.

En gallinn við þessa röksemdarfærslu er sá, að hann skautar fram hjá vöxtunum.  Þeir byrja strax að telja, og lækka það ráðstöfunarfé sem ríkisstjórnin hefur í velferðina.

Þannig að já, ég lít hlutina sömu augum og þú.

Hér á allt eftir að sjóða upp úr.  Og færði rök fyrir því í fjöru pistli mínum að Samfylkingin mæti stöðuna á svipaðan hátt.  Enda á fullu að grafa undan VinstriGrænum.  Og sá flokkur sem fer með ICEsave glæpinn í næstu kosningar, þarf ekki að bjóða fram.  Nokkur gamalmenni myndu kjósa hann, en ekki margir aðrir.  Og fáir fá þingsæti út á þann stuðning.

Þannig að það er von, hún byggist á sjálfsbjargarhvöt pólitíkusa, sem vilja sína stóla í næstu kosningum.  Þess vegna tala ekki fallbyssurnar um ICEsave af hálfu Samfylkingarinnar.  Aðeins bjálfarnir eru sendir í ræðustól.  Og það segir manni ýmislegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.12.2009 kl. 20:22

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Allir eiga að auka eign gróða á sinn eigin kostnað til að geta gefið af sér, það stendur líka undir velferðakerfi. Hinsvegar að svindla á öðrum og og ræna sameiginlega sjóði á að teljast samfélagsglæpur sem ber að refsa.

Engin ber ábyrgð á annars myrkraverkum.

Ármóta vitaleysuna mátti túlka sem svo að lánshæfi væri meira eftir því sem taprekstur væri meiri.  Allir eiga að eiga jöfn tækifæri til að uppskera eins og þeir sá. 

EU regluverkið hefur galla sem til að byrja með var kallað ný-frjálshyggja. Nú vill að sjálfsögðu enginn kannast við ný-frjálshyggju.

Með von um meira jafnrétti á komandi ári. Gleðilegt ár til Íslendinga og frænda minna að langfeðgatali Evrópumegin.

Júlíus Björnsson, 31.12.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband