Gungu Manna Tal.

Handrukkarar og aðrir ofríkismenn lifa og hrærast í óttanum.

Óttanum sem þeir ná til að skapa hjá fórnarlömbum sínum.

Ótti er eðlilegur, öll verðum við óttasleginn, enginn vill láta lemja sig eða misþyrma sér að ástæðulausu.

En stundum ganga ofríkismennirnir of langt, fórnarlambið áttar sig á að það er ekki bara hans líf og limir sem eru í húfi, jafnt hans nánustu sem öðrum er hótað öllu illu.

Þá reynir á manninn, hvort hann hafi manndóm til að rísa gegn kúguninni, eða hann lyppist niður eins og hver önnur Gunga.

Í gegnum tíðina hafa nægilega margir risið upp gegn ofríkismönnum þannig að þrátt fyrir allt, þá stjórna ekki ofríkismenn einstaklingum og þjóðum, nema í undantekningartilvikum.

Og þar sem þeir stjórna, þar heyrist oft Gungu Manna Tal, til dæmis á Alþingi Íslendinga.

Steingrímur sagði, að sjónarmiðum Íslendinga hefði verið haldið uppi allan tímann en þau hefðu aldrei fengið neinar undirtektir. „Við komumst ekki lönd né strönd á grundvelli þessara sjónarmiða okkar," sagði Steingrímur.

Stundum segja fá orð allt sem segja þarf.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Vill að ráðherrar ræði við Breta og Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Blessaður Ómar.

Þessi örstutta tilvitnun í hinn stefnufasta leiðtoga kratavinafélagsinns segir okkur að sem þjóð þá þurfa Íslendingar að kvíða framtíðinni. Það eina sem getur bjargað okkur úr þessu er að fólk vakni og átti sig á því hvað leppar ags og esb eru að gera okkur.

Íslandi allt 

Umrenningur, 30.11.2009 kl. 14:21

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Sammála Umrenningur, og ekki batnar það.  Lestu minn nýjasta pistil, ég var aðeins að hita upp fyrir hann.

En núna er það klaustrið aftur, kem kannski inn í athugasemdir á eftir, en kannski kviknar púki í kvöld.

En meðal annarra orða, hvað er að frétta af lúðraþeytaranum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 60
  • Sl. sólarhring: 203
  • Sl. viku: 5377
  • Frá upphafi: 1338835

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 4735
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband