Af hverju ekki, sjálf framtíð þjóðarinnar er í húfi.

 

Hér áður fyrr á árum var staðið lengi í bullandi vertíð, verðmætum þurfti að bjarga, þá var ekki spurt um klukkuna.

Þegar hörmungar eiga sér stað, þá gera björgunarmenn það sem gera þarf, óháð hvað tíma sólarhrings þess þarf.  Og meðan þarf að bjarga fólki, þá er staðið meðan nokkur von er um björgun.

Þess vegna eiga þingmenn ekki að veigra sig við að standa dag og  nótt við bjarga þjóð sinni.  Hinir erlendu stjórnendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa ekki ennþá  skipað Leppum sínum í ríkisstjórn Íslands að loka Alþingi, sökum sparnaðar. 

Gera það sjálfsagt ekki fyrr en vextir og afborganir af lánum fjárbraskara fara hátt í 100% af tekjum ríkissjóðs. 

Gangi ICEsave í gegn ásamt risalánum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ásamt því að núverandi titringur á hlutabréfamörkuðum endi í seinna Hruni, eins og atburðarrásin var í Kreppunni miklu, þá munu þessir vextir og afborganir geta endað í það háu hlutfalli að ríkið ráði ekki við að greiða af lánum sínum. 

Með öðrum orðum, sjálf framtíð landsins er í húfi.  Og þá standa menn vaktina, þess vegna dag og nótt.

Eftir nokkur ár verða núverandi þingmenn spurðir hvað þeir hafi gert til að hindra landsöluna.

Og þá er eins gott að hafa svarið á hreinu.

Kveðja að austan.


mbl.is Þingfundur fram á kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 709
  • Sl. sólarhring: 1122
  • Sl. viku: 5917
  • Frá upphafi: 1328730

Annað

  • Innlit í dag: 607
  • Innlit sl. viku: 5279
  • Gestir í dag: 552
  • IP-tölur í dag: 538

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband