Örfrétt um einn stærsta glæp Íslandssögunnar.

Ef erlendir græðgisjóðir eignast íslensku bankanna, þá er úti um íslenska bankakerfið.

Hagsmunir græðgistjórnenda eru aðeins einir, og það er að hámarka skammtímaarð sinna eigna.

Þessir lúsablesar hafa valdið ómældum hörmungum í Afríku, það eru þeir sem hafa komið í veg fyrir fjárhagslegu endurskiplagningu álfunnar.   Í stað þess að fjármunir hennar fari í að byggja upp innviði samfélagsins, þá hefur stærst hluti tekna hennar farið í vexti og afborganir af lánum sem siðspilltir einræðisherrar tóku fyrir áratugum, þegar einn angi kalda stríðsins var að halda úti vanhæfum einræðisherrum svo að "hinn" aðilinn næði þeim ekki. 

Í hvert skipti sem skuldamál Afríku hafa verið rædd á alþjóðaráðstefnum, með því markmiði að aflétta þessum skuldabagga af álfunni, þá hefur málið alltaf strandað vegna linkindar vestrænna stjórnmálamanna.  Viðkvæðið var alltaf, einhver verður að borga tapið af skuldaniðurfellingunni.

En stóra lygin var sú, að það hafði löngu verið gert.  Upprunalegir lánveitendur höfðu afskrifað lán sín, en selt skuldabréfin fyrir slikk, kannski 5-10% á svokölluðum junkmörkuðum.  Og þar keyptu græðgisjóðir þau, og hófu handrukkun með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og "keyptra" vestrænna stjórnmálamanna.  Og engin miskunn var sýnd, Afríka skyldi verða auðsuppspretta örfárra fjárbraskara.

Og, við almenningur á Vesturlöndum, létum þá komast upp með glæpinn í okkar nafni.  Allt vegna þess að við settum ekki inn í kjör og aðstæður meðbræðra okkar.  Trúðum glæpamafíunni og fulltrúum hennar þegar þeir komu fram grátklökkir í fjölmiðlum og sögðu að "einhver verður að borga þessar skuldir".  Við höfðum ekki einu sinni siðferðisstyrk til að segja, "þið hefðu ekki átt að lána þessum spilltu einræðisstjórnendum, þið eigið að sitja upp með tapið, ekki almenningur viðkomandi landa, sem aldrei sá þessa peninga, og hafði aldrei neitt um þessi lán að segja".  

Svona orð voru talin argasti kommúnismi, en svona á siðaður kristinn maður að tala.  En gerði ekki.  Við létum okkur nægja að styrkja einhverja tónleika og senda gömul föt.  Þar með var samviska okkar hrein.

Og meðan hafa milljónir manna látið lífið vegna þessarar grimmdar og græðgi okkar verstu bræðra, eiganda græðgisjóða, og spilltra vestrænna stjórnmálamanna.

 

En núna er röðin komin að Íslandi.  Næsta fórnlamb þessara illmenna er íslenskur almenningur.

 

Og ríkisstjórn félagshyggju og jafnaðar ætlar að afhenda þessum mönnum bankanna okkar, veðin okkar.  Við eigum ekki lengur að hafa neitt um það að segja hvernig við rekum þjóðfélag okkar.

Okkar húsbóndi á að vera sjóðstjóri í einhverjum amerískum vogunarsjóði.  Varla mennsk vera.

Hver gaf ríkisstjórn félagshyggju og jafnréttis þetta vald?????

Er hún farin að sækja umboð sitt í neðra????

Ekki fékk hún það hjá íslenskum almenningi.

Bara þetta eitt atriði, burt séð frá ICEsave þjófnaðinum og IFM láninu til að greiða bröskurum út krónur sínar á yfirverði, gerir þessa ríkisstjórn algjörlega vanhæfa og knýr þjóðina til að losa sig við hana sem fyrst.

En það sem slær mig mest er að allt skuli ekki vera brjálað á Alþingi, hjá verkalýðshreyfingunni, hjá fjölmiðlum og út í þjóðfélaginu út af þessum samningum við fulltrúa vonskunnar hér á jörð.

Hefur velmegunin gert okkur algjörlega ófær um að skilja hvað má og hvað ekki???

Um að skilja hver mörk þess sem stjórnmálamenn mega véla um á kostnað umbjóðenda sinna.

Og þegar einhver keyptur hagfræðidvergur mætir í sjónvarpið og segir að við getum ekkert gert, því þessir aðilar eigi hvort sem er bankanna, þá er lágmarkið að við segjum þeim andans dverg að "halda kjafti", og láti hann sér ekki segjast, að heilsa honum þá að hætti Árna Johnsen.

Þessir aðilar eiga ekki íslensku bankanna.  Það má vel vera að þeir hafi lánað gömlu bönkunum, en íslenska þjóðin á nýju bankanna.  

 

Og það eru landráð, mestu svik sem hægt er að hugsa sér að, að láta eigur þjóðarinnar í hendurnar á græðgisjóðum.

 

Gleymum því aldrei að ef djöfullinn er til og á fulltrúa hér á jörðu, fulltrúa sem urðu atvinnulausir, þegar útrýmingarbúðir seinna stríðs voru lagðar niður, þá setti hann þessa fulltrúa sína í stjórn þessa sjóða.

Og þá þarf að stöðva, ekki díla við.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Eignarhald Arion banka að skýrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Minn maður svona á að láta stjórnarliðið heyra það

Sigurður Haraldsson, 2.12.2009 kl. 01:56

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Sigurður.

Vonandi hlustar þjóðin líka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.12.2009 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 4195
  • Frá upphafi: 1338894

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 3757
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband