"Íslenska þjóðin mun færa fórnir til að standa við skuldbindingar sínar".

Sagði Jóhanna í bresku blaði og landráðar létu vatn frá sér fara að geðshræringu yfir visku hennar.

"Við erum að ræða fyrirvara við ICEsave samkomulagið en ljóst er að Ísland mun standa við skuldbindingar sínar" sagði Guðbjartur Hannesson.

En um hvaða skuldbindingar er þetta fólk að tala??

Hvenær mynduðust þær???

Hvernig getur fólk í ábyrgðarstörfum fyrir íslenska þjóð talað svona án þess að rökstyðja sitt mál.  Það eru engin rök í málinu að allir segja að þetta séu skuldbindingar íslensku þjóðarinnar.  Hvar stendur þetta skrifað með skýrum stöfum og hvenær samþykkti Alþingi Íslendinga þessar skuldbindingar???

Án þessa rökstuðnings er um bein landráð að ræða og því ótrúlegt að allan þennan tíma sem ICEsave umræðan hefur átt sér stað, að enginn hafi verið spurður um hin skriflegu rök málsins.

Þetta stendur í EES samningnum segja ráðamenn okkar og margur fræðimaðurinn gjammar það athugasemdalaust.  En hvar stendur það í EES samningnum?????

Sigurður Líndal, lagaprófessor spurði þann mann sem best þekkir EES samninginn, Jón Baldvin Hannibalsson, hvar þetta nákvæmlega stæði í EES samningnum.  Ég hvet alla til að lesa svar Jón Baldvins á heimasíðu hans.  Svarið er mjög athyglisvert.  Það er langt um ekki neitt.  Honum var það um megn að benda á þá málsgrein EES samningsins sem kvað á um ríkisábyrgð aðildarríkja á innstæðutryggingum.

Enda er slíkt ekki hægt.  Tilskipun ESB um innstæðuvernd er tilkomin nokkrum árum eftir gerð EES samningsins og þessi tilskipun er sett til höfuðs þeirrar mismunar sem felst í mismunandi ábyrgð aðildarríkja á bankainnlánum.  Kerfið var samræmt og það var ákveðið að það yrði fjármagnað af fjármálakerfinu sjálfu.  Og það var skýrt kveðið á um að aðildarríki væru ekki í ábyrgð.  Og þessi tilskipun var ekki tekin inn í EES samninginn sem sérstakur viðauki.

Samt er fullyrt að íslenska þjóðin sé í bakábyrgð fyrir einkabanka vegna ákvæða EES samningsins.  Á góðri íslensku heitir svona lygi eða blekkingar.

Aðrir, ekki eins grunnhyggnir eða lygnir, hafa sagt að vissulega sé ekki kveðið á um ríkisábyrgð í EES samningnum, en með því að undirgangast hann hafi Alþingi undirgengist að taka upp allar tilskipanir ESB, hafi þær verið samþykktar á lögbæran hátt.  

Og það er vissulega rétt.

En í EES samningnum er líka kveðið á um ákveðinn vinnugang um hvernig þjóðir taki upp  tilskipanir ESB og hvaða eftirlit sé á um að þær geri það á réttan hátt og framfylgi þeim svo eins og til er ætlast.  Þetta innra eftirlit er ein af grunnforsendum EES samningsins og í tilfelli Íslands, sem EFTA ríkis, þá er kveðið á um eftirlit ESA (eftirlitsstofnunar EFTA) og síðan úrskurðarvalds EFTA dómstólsins.

Þeir sem vísa í EES samninginn um skuldbindingu Alþingis til að innleiða allar tilskipanir ESB, geta síðan ekki í næstu setningu látið eins og hið innra eftirlit og hin lögbæra dómsstólaleið sé ekki til.

Annað hvort fara menn eftir EES samningnum eða ekki.

Og hvorki ESA eða EFTA dómsstóllinn hafa gert nokkrar athugasemdir við íslensku lögin um tryggingasjóð innlána.  Enga einustu athugasemd.   Það þýðir aðeins eitt og það er að íslensk stjórnvöld hafa fullkomnlega innleitt tilskipun ESB um innlánstryggignar og þar er ekki kveðið á um ríkisábyrgð á tryggingasjóðnum.

Það er því bull, blekkingar eða hrein lygi að halda því fram að íslensk stjórnvöld hafi skuldbundið sig til að ríkistryggja tryggingasjóð innlána samkvæmt EES samningnum.

En íslensk stjórnvöld hafa vissulega samþykkt að koma á fót innlánstryggingakerfi sem ábyrgist lágmarks innlánsvernd.  Gallinn við þá innlánsvernd var sá að ekki var gert ráð fyrir kerfishruni og um það er deilt hver ábyrgist þá innlánsverndina þegar ljóst er að tryggingasjóðnum er ókleyft að gera það.  Í bresku greinargerðinni, sem lögð var fram fyrir hinn meinta gerðardóm ESB í haust, kom fram sú lagatúlkun að þó grein 24 í tilskipun ESB um innlántryggingasjóð kveði á um að aðildarríki séu ekki í ábyrgð þá megi fá þá ábyrgð út frá almennum meginreglum  sambandsins (eneral principleof community).  Þetta getur velverið rétt hjá bretunum en þá vakna upp margar spurningar um hvað má og hvað má ekki í lagasetningu sambandsins og hvernig sú lagasetning er úr garði gerð

En þetta er álit, ekki lög.  Og enginn gerðardómur skriffinna getur skorið úr um þessi ágreinings efni.  Í tilfelli Íslands þá er það aðeins EFTA dómsstóllinn sem getur kveðið upp úrskurð og í svona grundvallarmáli er vandséð hvernig hann getur gert það án tilkomu annarra dómstóla efnahagssvæðisins það er Evrópudómsstólsins og Mannréttindadómsstóls Evrópu

Fólk vill nefnilega gleyma þeirri grunnstaðreynd að um grundvallarmál þarf grunndóm sem tekur tillit til allra þátta málsins og allra þeirra laga sem það snertir.  Þó til dæmis "eneral principles" geri ráð fyrir ríkisábyrgð þá eru önnur lög sem kveða á um fullveldi aðildarríkja og rétt þeirra til að hafna ólöglegri skattheimtu og það eru til lög sem kveða á um mannréttindi hins venjulegs borgara.  Ekkert reglugerðarbákn, þó það sé í þágu fjármálakerfisins, getur lagt þær kvaðir á hinn almenna borgar að honum sé ekki kleyft að lifa mannsæmandi lífi.  Íbúar Evrópu hafa sín grunnmannréttindi og þau má ekki brjóta samkvæmt mannréttindaskrá Evrópu.  

Málið er því engan vegin einfalt og mjög erfitt er að sjá hvernig skriffinnar ESB geti þröngvað hinum meintum skuldbindingum Íslands í gegnum réttbæra dómsstóla.  En það er ekki aðalatriðið.

Aðalatriðið er að allir samningar sem hundsa hina lögformlegu leið EES samningsins, eru ólöglegir.  Að fullyrða eitthvað um hina meintu ábyrgð Íslands, án undangengis dóms EFTA dómsins, er rangt og á sér ekki neina stoð í EES samningnum.

Og Alþingi Íslendinga skuldbatt sig til að fara eftir þeim samningi.

En síðan er það spurningin um hina ótakmörkuðu ábyrgð.  Er hún leifð samkvæmt stjórnarskrá Íslands og lögum og reglum ESB.  Svarið er augljóslega nei, og um það mun næsta blogg mitt fjalla.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 784
  • Sl. sólarhring: 1745
  • Sl. viku: 4260
  • Frá upphafi: 1325346

Annað

  • Innlit í dag: 703
  • Innlit sl. viku: 3748
  • Gestir í dag: 666
  • IP-tölur í dag: 646

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband