Er ótakmörkuð ábyrgð ríkja leyfð samkvæmt þjóðarrétti???

Svarið er augljóslega nei.

Ekkert löggjafarvald hefur rétt til að samþykkja slíkar kvaðir á þegna sína.  Slíkt er löngu liðin tíð að ráðamenn þjóða geti leikið sér að lífi og limum þegna sinna eins og þeim sýnist.

Íslenska stjórnarskráin bannar alla ríkisábyrgð sem ekki er með fastri upphæð að hámarki og hún þarf að samræmast ákvæðum stjórnarskrárinnar um að stefna ekki efnahagslegri tilveru þjóðarinnar í voða.  Jafnvel fyrirfram samþykkt hámark má ekki fara fram úr þeirri getu sem þjóðin hefur til að standa við hana.  Og allar ábyrgðir þurfa fyrirfram samþykki Alþingis, þær verða aldrei til eftir á, hvað þá að þær myndist við yfirlýsingar ráðamanna.

En ótakmarkaðar geta þær aldrei orðið.  Jafnvel þó Alþingi samþykki einróma slíka ábyrgð, þá hefur það ekki vald til þess.  Fyrst þarf að breyta stjórnarskrá íslenska lýðveldisins, og jafnvel þá er það spurning hvort núverandi kynslóð megi leggja slíkar kvaðir á komandi kynslóðir.  En aðalatriðið er það að stjórnarskráin er æðri kjörnum alþingismönnum sem hljóta umboð sitt í núinu en verða að taka tillit til þeirra takmarkana sem stjórnarskráin setur þeim.  Sætti Alþingismenn sig ekki við þær takmarkanir þurfa þeir að sækja umboð til þjóðarinnar um að aflétta þeim.

Það hefur ekki verið gert í sambandi við ótakmarkaða ríkisábyrgð.  Því er ekki um slíka ótakmarkaða ábyrgð að ræða í sambandi við tryggingasjóð innlána.  Ef EES samningurinn er túlkaður á þann hátt að um slíka ábyrgð er að ræða, þá er um sjálfkrafa uppsögn hans að ræða.  Enginn alþjóðlegur samningur fær þetta vald nema stjórnarskráin heimilar það.

En geta tilskipanir ESB haft slíkt vald að þær geti kveðið á um ótakmarkaða skattheimtu gagnvart einstökum ríkjum EES.  Að sjálfsögðu ekki.  Fullveldi ríkja er verndað í stofnsáttmála ESB og EES samningurinn er samningur milli fullvalda ríkja EFTA og Evrópubandalagsins.  Skriffinnar ESB geta því ekki tekið sér slíkt vald nema stofnsamþykkt ESB sé breytt og síðan þarf að semja um slíkt við EFTA ríkin.  Og til þess að þau samþykki slíkt, þurfa þau öll að breyta stjórnarskrám sínum.  

Slíkt er þvílík fjarstæða að það mun aldrei gerast.  Og hefur aldrei gerst.

Tilskipun ESB un innlánsvernd kveður ekki á um ótakmarkaða ábyrgð aðildarríkja á innlánum.  Og ekkert þjóðþing aðildarríkjanna hefur samþykkt slíka ábyrgð þó ráðamenn viðkomandi þjóða gefi út yfirlýsingar þar um, út og suður, til að róa markaðinn.

Öll ábyrgð á sér sín takmörk.  Þegar hún er komin fram yfir greiðslugetu þjóða, þá er hún ekki lengur ábyrgð.  Og enginn tryggingarsjóður getur gengið að eigum viðkomandi ríkis svo hægt sé að gera upp við fjármagnseigendur.  Slíkt þekkist bara ekki þó slíkri nauðung eigi að þvinga upp á Íslendinga með aðstoð innlends landráðafólks.  Sú gjörð verður alltaf jafn ólögleg fyrir það.

Því hefur verið haldið fram að Ísland verði að sætta sig við hina ótakmörkuðu ábyrgð vegna þess að íslensk stjórnvöld hafi ekki takmarkað starfsemi íslenskra fjármálastofnana í öðrum ríkjum EES.  Slíkar röksemdir eru hámark fjarstæðunnar í allri þeirri vitleysu sem Borgunarsinnar halda fram.  Hinn innri markaður gerir einmitt ráð fyrir því að fyrirtæki geti starfað þar sem þau kjósa.  Stærð heimaríkis á aldrei að vera markaðshindrun. Og það gildir um fjármálastofnanir eins og alla aðra þjónustu á hinum innra markaði.  Og ekkert aðildarríki getur hindrað starfsemi fyrirtækja í öðrum löndum með því að krefjast þess að þau stofni dótturfélög um starfsemi sína.  Það vinnur gegn markmiðum fjórfrelsisins og hindrar frjálst flæði vöru og þjónustu.  

Hinn innri markaður var einmitt stofnaður gegn slíkum viðskiptahindrunum.  Og tilskipun ESB nr 94/19 var einmitt hugsuð til að koma í veg fyrir slíkar markaðshindranir á fjármálamarkaði.  Í henni er skýrt tekið fram að fjármálafyrirtækin sjálf eigi að fjármagna innlánsvernd en ekki aðildarríkin sjálf því slíkt var talið geta skapað samkeppnismismunun.  Og það er skýrt tekið fram í tilskipuninni að "heimilisfesti" fjármálafyrirtækja skipti ekki máli um hvar þau starfi á hinum sameiginlega markaði.  Í ljósi þessa er krafan um dótturfyrirtæki út úr kú, nema menn vilji auðvita brjóta ákvæði EES samningsins um hinn innri markað og vinna gegn markmiðum tilskipunar 91/19 um "deposit-guarantee schemes" eins og sagt er frá í viðkomandi tilskipun.

Það er rangt að halda því fram að tilskipun ESB um innlánstryggingar kveði á um ótakmarkaða ríkisábyrgð á trygggingasjóði innlána og það er rangt að bera slíkt upp á skriffinna ESB að þeir hafi tekið sér slíkt ólöglegt vald.

Ótakmörkuð ábyrgð ríkja er andstæð þjóðarrétti og öllum alþjóðlegum samningum um fullveldi ríkja.

Kveðja að austan.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband