Túlkað á mannamál.

 

Þá segir Þórólfur, "óttalega eruð þið mikil börn greyin", hann er sko alinn upp fyrir austan og kann því austfirskt tungutak.

 

Það er ágætt að vera bjartsýnn en það er raunveruleikinn sem sker úr um hvort áætlanir stjórnvalda ganga eftir, staða faraldursins, því varla er það alvara ríkisstjórnarinnar að sýkja þjóðina á síðustu metrum hans.

Það er ef þetta eru síðustu metrar hans því í  grasserandi heimsfaraldri eru sífellt að koma fram nýjar og nýjar stökkbreytingar, af nokkrum milljónum þarf aðeins ein að sleppa framhjá vörnum bólusetningarinnar, og mannkynið er aftur komið á upphafsreit.

 

Það er eins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar átti sig ekki á þessi þegar þeir kotrosknir kynna afléttingaáætlanir sínar, markmiðin eru vissulega góð og gild, svona á meðan enginn tekur þau alvarlega.

Því raunveruleikinn er sá, líkt og Þórólfur bendir réttilega á;

"Þórólf­ur seg­ir gott að stjórn­völd hafi sína framtíðar­sýn. Hans hlut­verk sé eft­ir sem áður að taka mið af stöðu far­ald­urs­ins og öðrum áhættuþátt­um. "Við erum að auka veru­lega þátt­töku í bólu­setn­ing­um og það er mjög gott. Það er ekk­ert að því að vera bjart­sýnn á að þetta muni ganga svona eft­ir og svo verður bara að koma í ljós hvort það verður," seg­ir Þórólf­ur. Spurður hvort áætlan­ir stjórn­valda séu vís­bend­ing um að ekki verði hert aft­ur á aðgerðum inn­an­lands seg­ir Þórólf­ur ómögu­legt að segja til um það. "Ýmis­legt get­ur gerst sem kall­ar á að grípa þurfi til aðgerða en við von­um að það verði ekki". "

 

Auðvita vona menn það besta, en tíminn einn veit hvernig til tekst að ná stjórn á faraldrinum, og síðan útrýma honum í íslenskri landhelgi.

Það væri samt betra að menn gengu hægar um gleðinnar dyr, svo sóttvarnalæknir neyðist ekki að snupra ráðherra opinberlega líkt og hann í raun gerir í þessu viðtali.

Því þrátt fyrir allt þá erum við öll í sama liðinu.

 

Það er bara þetta með taktleysið.

Kveðja að austan.


mbl.is „Ágætt að vera bjartsýnn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 29
  • Sl. sólarhring: 306
  • Sl. viku: 1090
  • Frá upphafi: 1321853

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 906
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband